Tíminn - 16.07.1932, Qupperneq 2

Tíminn - 16.07.1932, Qupperneq 2
116 TÍMINN Tálvonir Jðns Þorlákssonar. Jón Þorl. hefir nýlega látið í ljós mjög meiðandi skoðun um Framsóknarflokkinn. J. Þ. hefir talað þannig, að það verður ekki skilið öðruvísi en að nokkur hluti af þingflokki Framsóknarmanna sé reiðubúinn til að yfirgefa flokk sinn og stefnu sína og taka að hrinda áfram áhugamálum sinna gömlu og nýju andstæð- inga, íhaldsmannanna. 1 Mbl. 5. júní s. 1. hreyfir J. Þ. þessari skoðun allítarlega. Hann segir fyrst, að eftir kosningarn- ar í vor sem leið hafi annar af tveim möguleikum til stjórnar- myndunar verið: „samvinna milli Sjálfstæðisflokksins og þeirra manna, sem honum standa næst- ir til þess að stýra landinu eftir S jálf stæðisstef nunni“.*) Síðan bætir J. Þ. við í sömu grein: „Tilgangurinn með baráttu Sjálfstæðismanna er auðvitað sá, að stefna þess flokks sé ráðandi í löggjöf og landstjórn. Eftir fylgi flokkanna í landinu er sem stendur unt að ná þessu marki með samvinnu við þann hluta' Framsóknar, sem stendur næst Sjálfstæðismönnum í skoðunum og ekki á neinn annan hátt. Þessarar samvinnu hljóta Sjálf- stæSismenn því að óska, vegna hagsmuna þjóðarinnar, á hverj- um þeim tíma, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ekki einn út af fyrir sig nægilegt kjörfylgi til þess að fá hreinan þingmeira- hluta. Þetta breytist ekki þótt réttlætiskröfunni fáist fram- gengt“.*) Jón Þorl. hefir áður látið til sín heyra jafn fáránlegar skoð- anir. I hinum venjulega nýárs- boðskap sínum bauð hann, að því er lesendum blaðsins skildist, þá- verandi forsætisráðherra Tr. Þ. upp á glæsilegri samvinnu við í- haldið ef hann vildi bregðast flokki sínum og stefnu. Tr. Þ. hafði alls ekki gefið hið minnsta tilefni til þessarar óheiðarlegu á- rásar. Og J. Þ. fekk aldrei minnstu viðurkenningu fyrir til- boð sitt. Hið eina sem fram kom út af þessu ógiftulega biðils- bréfi Jóns var það, að margir af þróttmestu samherjum Tr Þ. á Ströndum lýstu því yfir, að svo mjög sem þeim þætti máli skifta að njóta hans sem þingmanns, þá myndu þeir snúa við honum baki ef hann gengi á hönd íhald- inu. Strandamenn hafa sýnt það í verki síðan 1923, að þeir búast einmitt við öðru af Tr. Þ. en að hann gefist upp fyrir íhaldinu. Fylgi hans hefir að sama skapi farið vaxancli á Ströndum, sem fylgi M. G. hefir rénað í Sgaga- firði. Bónorðsför J. Þ. á grundvallar- lagahátíð Dana nú í ár, er eins- konar stækkuð útgáfa af hinni fyrstu. Hann fullyrðir að önnur líklegasta stj órnarmyndunin 1931 hafi verið sú, að íhaldið hefði tekið við stjórn og fengið síðan „lánaða“ nokkra Framsóknarþing menn til að styðja fyrirtækið. Sú stjórn átti síðan að stýra eft- ir landabréfi Mbl. Og Jón bætir síðan við, að þetta hafi ekki að- eins verið nauðsynlegt í vor sem leið (eftir hinn glæsilega kosn- ingasigur Framsóknar) heldur að það sé alt af nauðsynlegt. íhald- ið sé ekki meirahlutaflokkur nú, dg jafnvel þó að kjördæmabreyt- ingin nái fram að ganga og veldi héraðanna yrði brotið á bak aft- ur, þá sé flokkur Jóns ekki nógu sterkur einn saman til að leiða yfir landið blessun íhaldsstefn- unnar. Þrátt fyrir það verði í- haldið að fá lánaða nokkra Fram- sóknarþingmenn! Rétt er að geta þess að Jón hugsar sér þó einn *) Leturbreytingin gerð hér. J. J. fræðilegan möguleika til að sleppa þessari „kvöð“ af Fram- sóknarflokknum, og það er í því tilfelli að íhaldið hafi með ein- hverjum dularfullum krafti feng- ið þingmeirahluta. Jón er þá svo göfuglyndur að heimta ekki þennan skatt af Framsóknar- flokknum meðan svo stendur á. Þessi meiðandi ummæli Jóns liggja að alveg sérstöku leyti í því, að hann hugsar sér að í Framsóknarflokknum séu nú og geti verið til frambúðar nok^rir þingmenn á hverjum tíma svo lítilfjörlegir, að þeir hlaupi frá stefnu sinni, flokki sínum, á- hugamálum þeim, sem þeir hafa verið kosnir til að fylgja, og gangi yfir til andstæðinganna til að fylgja þeim að málum, móti málstað samherjanna, meðan andstæðingarnir þurfa þess með. Jón gerir svo lítið úr þessum í- mynduðu bandamönnum sínum, að hann hyggur að þeir komi við minnstu bendingu andstæð- inganna. Hann gerir ráð fyrir, að þeir séu skoðanalausir og ætl- ar auðsýnilega að þeir séu rétt- lausir, því að hann spyr ekki um þeirra þörf, heldur aðeins það, hvenær íhaldið þurfi þeirra með. í eitt ár hefir Jón Þorl. verið í bandalagi við annan flokk, social- istana, um kjördæmamálið, að kallað var. En það bandalag var milli tveggja flokka, sem fræði- lega stóðu jafnt að vígi. Hitt er annað mál, að íhaldið sveik socialístana eftir eitt ár og gerir þeim nú eins og áður allt það tjón, er frekast má við koma. En meðan samvinna stóð, var allt íhaldið á þingi og allir socialist- arnir í flatsænginni. Ég hæli ekki því sambandi. Það var hvorug- um þeim flokki til sóma. En þar voru þó þau vinnubrögð viðhöfð báðu megin, sem flokkar geta gripið til, það er þeir ákveða með samningi, og meirahlutaákvörðun beggja, að allir flokksmenn beini kröftum sínunx að sama 'átaki um stundarsakir. Ég sé í síðasta blaði Tímans ummæli eftir Árna Pálssyni, sem benda á að samflokksmenn ýmsir hafi trúað þessum bollalegging- um. Árni segir þar, að lítið gagn yrði að því fyrir íhaldið, þótt það fengi „Iánaða“ eða gefna 2—3 þingmenn úr Framsókn, ef kjós- endurnir sætu eftir við sinn keip. Af þessu var auðséð, að íhaldið hafði ætlað að fá bæði þingmenn og kjósendur. Það hafði ætlað að kljúfa flokk Framsóknarmanna, til að ná algerðum meirahluta, til að geta stýrt eftir %tefnu í- haldsins eins og formaður þess flokks talar um. Og Árna eru það auðsýnilega mikil vonbrigði, að illa liti út með kjósendur Framsóknar. Og það má víst bæta því við, að það lítur líka illa út með þingmannaveiðarnar. Út frá bollaleggingum J. Þ. og Á. P. fór ég að athuga, hvað miklar líkur væru til að ég myndi geta flutt yfir til íhaldsins eitt- hvað verulegt af því fylgi sem hingað • til hefir gefið mér umboð við kosningar, ef mér kæmi í hug sú ótrúlega hugsun að yfir- gefa Ftamsóknarflokkinn, fara að vinna móti samvinnustefnunni og heilbrigðum framförum í land-, inu, en hjálpa fjársvikurum, afturhaldsmönnum og réttarbóf- um. Frá landkosningunum 1926 til 1930 stækkaði kjósendaflokk- ur Framsóknar um nokkuð meira en Um helming. Ég var í kjöri í seinna skiftið. Ég hafði í undan- farin ár milli kosninganna unnið eftir mætti fyrir Framsóknar- stefnuna og á móti íhaldinu. Kjósendurnir virtust meta þetta. Traust þeirra var auðsýnilega bundið við starf að framförum og móti afturhaldi, en vitanlega ekki við mig persónulega. Ég hefi þess vegna komizt að þeirri skoðun, eftir að hafa lesið grein J. Þ. og heyrt af orðaræðu Árna Pálssonar, að ef ég ætlaði að hjálpa íhaldinu, en svíkja, málstað umbjóðenda minna, þá myndi ég koma algerlega án kjósendafylgis yfir í herbúðir kyrstöðunnar. Ekki einu - sinni 5% af hinum gömlu stuðnings- mönnum myndu fylgja mér yfir þau landamerki. Og ég er hrædd- ur um að svo myndi fara um hvaða Framsóknarþingmann sem gerðist flokkssvikari að beiðni J. Þ. eða annara andstæðinga. Jafn- vel Árni Pálsson er of bjartsýnn í þessu efni. Ég hefi nú um stund komið við í ýmsum héruðum út um land á flokksfundum Framsókn- armanna. Og á hverjum einasta fundi hefir verið heitur áhugi og fastur vilji að standa móti í- haldinu. Móti ofbeldi þess og á- gangi í kjördæmamálinu og í öllum öðrum efnum. Ég hefi allsstaðar orðið þess var, að kjós- endur Framsóknar eru sann- færðir um, að hið gamla kjörorð Tímans er rétt, að allt er betra' en íhaldið. Á einum fundi sem ég var ekki staddur á, var sam- þykkt sérstök óánægjutillaga yf- ir fulltrúa íhaldsins í landsstjóm- inni og ákveðin ósk um að sam- vinna við íhaldið stæði sem allra skemmsta stund. En umfram allt eru Framsóknarmenn hvarvetna um land eldheitir í kjördæma- málinu. Þeir fordæma tillögur J. Þ. í því máli og allan óeðlilegan afslátt. Allsstaðar þar sem tillaga M. G. um að innleiða hlutfalls- kosningar utan Reykjavíkur hef- ir verið til umræðu, hefir henni verið tekið með megnum kulda og almennri fyrirlitningu. Uppástungu J. Þ. um að leggja nokkurn hluta Framsóknarflokks- ins í andlega og siðferðislega þrælkun hjá íhaldinu, er svo furðulegt sönnunargagn um hug- arfar og mannþekkingu íhalds- manna, að rétt hefir þótt að vekja sérstaklega athygli á þeirri móðgun sem í henni felst. Það, er ekki kunnugt um að flokks- foringi í nokkru landi, annar en J. Þ. hér, hafi gert ráð fyrir svo stórfelldum málefnasvikum eins og hér var gert ráð fyrir. Niður- staða þessa máls verður áreiðan- lega sú, að bæði þingmenn og, kjósendur Framsóknar munu á næstu árum reyna að búa þannig að íhaldsstefnunni, að bæði J. Þ. og Árni Pálsson hætti að sjá þar lokkandi og óheilbrigðar draumsjónir, sem virðast hafa bugað dómgreind þeirra nú um stund. J. J. ---—©--- SanaBburðarfölsan Morgunblaðsins. Sjötti kaflinn í skrifum Mbl. heit- ir „Dýr embætti" og byrjar á því að tilfæra athugasemd yfirskoðunar- mannanna um kostnaðinn við rekst- ur þriggja embætta 1930: „Skrifstofukostnaður tollstjóra, lögmanns og lögreglustjóra í Reykja- vík er eins og hér segir: a) Tollstjóra............... 109 015,42 b) Lögmanns................. 32 744,48 c) Lögreglustjóra........... 41799,68 Kr. 183 559,58 Auk þess hefir tollstjóranum verið greitt: a) Fyrir eftirlit með skip- um, löggæzla........... 52 579,23 b) Fyrir álímingu toll- merkja................. 22 695,52 Kr. 75 274,75 Starfræksla þessara embætta virðist því nokkuð dýr“. það er engu líkara en það leggi yl af einum yfirskoðunarmanninum Magnúsi Guðmundssyni í þessari athugasemd. Hann og flokkur hans hefir stöðugt og látlaust barist á móti þeirri nýju skipun, sem gerð var á þessum embættum 1928, sem var í þvi fólgin að bæjarfógeta- og lögreglustjóraembættinu var þá skift í þrjú embætti: tollstjóra-, lögmanns og lögreglustjóraembætti. Rökin hafa ávalt verið þau, að þrjú embætti hljóti alltaf að vera dýrari en tvö, enda segir í athugasemdinni að starfræksla þessara embætta virðist vera nokkuð dýr. það þurfti að minna á, að starfrækslan væri dýr, þótt athugasemdin svona orðuð gefi enga meiningu, því að við hvað er miðað, að embættin séu nolckuð dýr. Um það gefur athugasemdin ekkert til kynna og er því sett svona út í bláinn til þess að koma því að, að embætti þessi séu dýr. Og svo bætir Mbl.'við: „Árið 1928, seinasta árið áður en fjölgað var, nam skrifstofukostnað- ur bæjarfógeta og lögreglustj. um 130 þús. kr. Tveim árum síðar eða árið 1930 nemur kostnaðurinn við embættin þrjú, tollstjóra, iögmanns og lögreglustjóra um 260 þús. kr. þetta er með öðrum orðum tvöíöld sú upphæð, sem fór til embættanna tveggja fyrir skiptinguna“. Nú eru menn beðnir að taka eftir því í hverju sú blekking er fólgin að kostnaðurinn við embættin hafi tvöfaldast síðan 1928. það er rétt, að skrifstofukostnaður þessara þriggja embætta hefir numið kr. 183 559,58 samkvæmt LR. 1930 eins og fvrri liðurinn i atliugasemd endurskoðun- armannanna ber með sér. En það * . er rangt að telja síðari liðinn kr. 75 274,75, sem er fólginn í kostnaði við álimingu tollmerkja og eftirliti með skipum, löggæzlu eins og end- urskoðunarmennimir orða það, með skrifstofukostnaði tollstjóraembætt- isins, þótt greiðslur fyrir þessi störf gangi í gegnum kassa tollstjóra. Enda er þessum tveimur liðum iialdið aðgreindum í atlmgasemd endurskoðenda, en Mbl. gerir sér hægt um hönd og lcggur þá saman og segir svo að kcstnaðurinn við embættin þrjú sé kr. 260 þús. Álíming tollmerkja var byrjuð 1926, eða þrem árum áður en lögin um skiftingu emliættanna kom til framkvæmda, eftir að íhaidið á þinginu 1925 hafði gengið af af- kvæmi Magnúsar Guðmundssonar, tóbakseinkasölunni, dauðri, og þessi tollmerkja álíming er nú hætt, eftir að tóbakseinkasalan tók nú til starfa að nýju. Kostnaðurinn við álíminguna nam 1926 kr, 25122,90 og hefir verið mjög svipaður öll ár- in og ávalt talinn á sérstökum lið í LR. Sérstakur liður í LR. hefir verið , áður en embættunum var skift og er enn. „Annar sakamálakostnaður og lögreglumála". Nemur þessi liður í LR. 1930 kr. 121353,70, en yfirskoð- unarmenn hafa í þetta sinn klofið út úr gjaldlið þessum kr. 52 579,23, sem þeir nefna „Fyrir eftirlit með skipum, löggæzla". Telja þeir að í honum séu fólgin iaun 9—10 rnanna sem hafi liaft -með höndum tolleftir- lit síðustu árin í Reykjavík. Er það á allra vitorði, að eftirlit þetta hef- ir bjargað í ríkissjóð miklu hærri upphæðum í auknum tolltekjum en nemur launum þessai’a manna. Ef laun þeirra ættu því að teljast til skrifstofukostnaðar tollstjóra, sem auðvitað nær engri átt og hefir aldrei verið gert, þá ætti auðvitað að telja embættinu til tekna þær stóru upphæðir í tollum, sem ríkis- sjóði hafa áskotnast beint og óbeint fyrir starf þeirra. En auðvitað er þetta ekki framkvæmanlegt og því engin meining í því að telja laun þessara manna með skrifstofukostn- aði tollstjóra. En eins og sýnt hefir verið frarn á í síðasta blaði, þá hef- ir ihaldsbroddunum verið meinilla við þetta aukna tolleftirlit og lítur helzt út fyrir, að þeir telji það stór tap fyrir sig. En ekki hefir þó Magnús Guðmundsson enn treyst sér til þess að segja þessum mönn- um upp, því að það mundi reynast áberandi lítill búhnykkur fyrir ríkis- sjóðinn. Mbl. telur nú þessa tvo liði: álím- ingu tollmerkja og part af „annar sakamálakostnað og lögreglumála" með skrifstofukostnaði tollstjóra og fær á þann hátt ca. 260 þús. kr. skrifstofukostnaá við embættin þrjú, en telur þá ekki mcð skrifstofu- kostnaði gömlu bæjarfógeta og lög- reglustjóra, þótt báðir þessir liðir væru þá einnig á LR. og lcostnaður við álímingu tollmerkja sízt minni en 1930 og kemst svo að þeirri nið- urstöðu að kostnaðurinn við þessi embætti hafi einungis numið ca. 130 þús. á ári. Blekking þessi er svo fyrirlitleg, að ekki þarf frelcar um að ræða. Hið sanna í þessu máli er að skrifstofukostnaður bæjarfógeta og lögreglustjóra var 1928: Bæjarfógeta................. 33 864,71 Lögreglustjóra.............. 95 643,73 Samt. kr. 129 508,44 Nú er skrifstofukostnaður hinna þiiggja embætta: tollstjóra, lög- manns og lögreglustjóra, sem stofn- xxð voru í stað bæjarfógeta og lög- reglustjóraembættanna gömlu krónur 183 559,58 eða um 50 þús. kr. meii’i á ári en áður var. En jafnframt verður að gæta þess að laun bæjai'- fógeta og lögreglustjóra voru áður að miklu leyti fólgin í innheimtulaun- um, sem auðvitað drógust frá, svo tekjur i'íkissjóðs urðu það minni sem íaununúm nam. Fiáðindin sem íylgdu þessum tveimur embættum munu varlega í’eiknuð 70 þús. kr. á ári og hafa því tekjur í-ikissjóðs aukist um þessa upphæð. Er því ljóst, að þessi 3 embætti kosta xákis- sjóðinn nú sízt meira en hin tvö kostuðu áðui’. En við skiftingu embættanna hef- ir unnist þetta tvennt: 1. Sparnaður á fé ríkissjóðs. Með vexti Reykja- víkur, fólksfjölgun í landinu og sí- auknum verkefnum alþingis og rík- issjóðs hefir verksvið og þá um leið skrifstofukostnaður við stöi’f þau sem nú heyra til tollstjóra-, lög- manns- og lögreglustjóraembættun- um, aukizt geysilega. 1917 var bæj- arfógetaembættinu skift í 2 embætti, bæjarfógeta- og lögreglustjói’a og 1928 eða eftir 11 ár, er aftur þessum tveimur embættum skift í þrjú. Og það er vitanlegt, að jafnvel þótt í- haldið færi með völdin, þá er þó landrými og aðrir möguleikar það miklir, að nokkur skilyi-ði eru fyrir þi’ótt þjóðarinnar til þess að færa út kvíarnar, svo að störfin hljóta altaf að aukast og vex-ða marghátt- aðri þann veg, að æ verða em- bættin umfangsmeiri. Nú er slu’if- stofukostnaður tollstjói’a orðinn meiri en áður, meðan hann gegndi lögi’eglu- og tollstjóraembættinu og mun þó engu ólinlegai; unnið að störfunum en áður var. í Reykjavík ræður íhaldið lögum og lofum. þar eykst skrifstofukostnaður borgarstj. hi-öðum skrefum ársárlega. Kostnað- ur þessi nam: 1927 ................... kr. 141545,81 1929 ........... .. .. — 176 064,98 1930 ..................... — 183 958,33 1931 (áætlun).............— 204 650,00 Með skiftingu þeirra er gei’ð var á embættunum og launabreytingu þeirri er henni fylgi, hefir nú um nokkur ár og verður væntanlega enn um stund, verið hægt að inna af hendi stóraukin störf, án þess að kostnaðarauki hlytist af íyrir í’íkis- sjóð. En ef embættunum hefði ekki verið slcift, hefðn þó störfin aukist alveg eins fyrir það og þá um leið útgjöld í’íkissjóðsins, en þá ekki það fé fyrir hendi, sem spai’aðist við launabreytinguna til þess að mæta þeim útgjöldum. 2. Embættin gerS viðráðanleg: Áður en lögreglustjóra- embættinu var skift, heyrði undir það meginhluti af þeim störfum, sem tollstjói’i og lögreglustjóri annast nú. Munu allir þeir sem þekkja til, vera á eitt mál sáttir um það, að hver þessara manna hafi ærið starf að vinna. Áður en skiftingin var gerð, mun fullerfitt hafa reynst að sinna jafn ólíkum og umíangsmikl- um stöi’fum fyrir einn mann, hvað þá nú, eftir að störfin hafa stórauk- ist. Lögreglustjói-astarfið í Reykjavík er nú orðið eitt af umfangsmestu og vandasömustu störfum. Væri það því alveg óviðráðanlegt, ef lögreglustjór- inn ætti einnig að hafa tollstjói'a-' starfið með höndum og ekki hægt með nokkurri sanngimi að heimta það af lionum, að hann sinti báðum þeim störfum að gagni svo viðun- andi væri. Að lokum skal svo Mbl. bent á það, að almenningi mun fullljóst að nauðsyn bar til þess að skifta um- í-æddum embættum. Blaðið og flokk- ur þess mun því skaðast á því að beita frekara naggi og rakafölsun um í málinu. Sá timi er áreiðanlega kominn að skynsamlegast mun fyrir Mbl. og íhaldið að haga sér sam kvæmt sinni gömlu gmndvallai’- í’eglu: og segjast, úr því málið er búið að sigra í meðvitund almenn- ings, hafa barist fyrir framgangi þess með hnúum og hnefum frá öndvei’ðu. -----o-----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.