Tíminn - 16.07.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 117 A víðavangi Claessen ocj Svavar Guðmundsson. þegar Útvegsbankinn var stofnað- ur á rústum fslandsbanka, var sett nýtt bankaráð og réði þáverandi fjár málaráðherra, Einar Árnason, þrem af fimm mönnunum, þeim Magn- úsi Torfasyni, Stefáni Jóh. Stefáns- syni og Svavari Guðmundssyni, sem var formaður. Hluthafarnir komu aö tveimur fulltrúum og völdu þeir Eggert Claessen. Að sjálfsögðu gerði bankastjórn og bankaráð ekkert með það sem þessi maður lagði til. Hann hafði staðið fyrir bankanum meðan miljónir af fé stofnunarinnar rann út í sandinn hjá Copland, Sœmundi Stefáni Th. og Gísla í Eyjum. Eng- inn fslendingur átti síður skilið en E. Cl. að vera í trúnaðarstöðu við banka, sem reis upp af rústum ís- landsbanka. Nú á að kjósa í banka- ráðið. Magnús Torfason sagði af sér í vetur, er hann sá að engin alyara var í stjórn bankans að lækka hin háu laun þar. Sýndi M. T. með því, að hann taldi Útvegsbankann hafa of mikið af erfðasyndinni til þess að hann vildi þar vera. En E. Cl. er búinn að útenda sinn tíma og getur ekki orðið endurkosinn nema núver- andi fjármálaráðherra láti kjósa hann, því að fjármálaráðherra ræð- ur nú yfir meirahluta atkvæðanna. Aðalfundur var haldinn fyrir skömmu og kom E. Cl. þar fram með sínum venjulega ruddaskap. Svavar Guðm. hafði tekið á móti með hörku og knésetti manninn. Á þeim fundi kom í ljós, að E. Cl. dettur sú dæmafáa ósvinna í hug, að Á. A. velji hann áfram fyrir rík- ið sem fulltrúa i stjórn Útvegsbank- ans, og að hann ætlast til að M. Guðm. komi því til leiðar. Á hinn bóginn er fullvíst að Svavar hefir lýst E. Cl. þannig á þessum funui og aðrir, að hann getur ekki þolað að E. Cl. verði stjórnkjörinn í banka réðið. í þessu efhi mun Svavar hafa með sér stuðning alls Fi-amsóknar- flokksins og heiðarlegra manna í öðrum flokkum. M. Guðm. er ekki enn búinn að bíta úr nálinni með það að endurkalla rannsóknina út af miljónatöpum bankans. Honum er ofurefli að bæta þessu nýjasta ofan á fyrri syndir sínar. K. Sildarverksmiðjan á Siglufirði. Oft og mörgum sinnum hafa í- haldsmenn legið Framsókn á hálsi fyrir að flokkurinn skyldi fylgja Magnúsi Kristjánssyni og láta reisa síldarverksmiðjuna á Siglufirði fyrir ríkisfé. Og hver er raunin nú? Egg- ert Claessen og Sig. Eggerz létu jafn- mikið fé og verksmiðjan kostaði, renna út um greipar Stefáns Th. á Seyðisfirði bókstaflega til engra nota. En nú um stund hefir leikið vafi á hvort verksmiðjan gæti starfað. Og svo að segja öll þjóðin hefir staðið á öndinni. þúsundir af mönnum í landinu fundu að hagur þ.eirra myndi þrengjast, ef verksmiðjan stæði óhreyfð. Síldveiðin, sem ís- lenzkur atvinnuvegur, myndi hafa legið niðri við Norðurland í sumar, ef M. Kr. hefði ekki verið búinn að skapa handa þjóðinni þetta mikla bj argráðaf yrirtæki. Viðskilnaður Svcins Benediktssonar. Einhver kýmnilegasti þáttur í sögu íhaldsins er útgangur Sveins Benediktssonar úr stjórn Síldar- bræðsJunnar.Öll viðleitni Sv. B. hafði gengið út á að vera éinráður um stjórn fyrirtækisins, vera sjálfur for- maður og láta kasta þormóði Eyjólfs- syni og Guðm. Skarphéðinssyni. þor- móður var allvel settur hjá fyrver- andi stjórn en grunnmúraður hjá hinni nýju og varð Sveinn að hopa á hæl og gefa upp vonir um for- mennskuna. Trylltist þá Sveinn, sem landskunnugt er, og hafði í hótunum að gera Guðm. bæjarfógeta, lyfsal- ann á Siglufirði og fleiri andstæð- ingum sínum sömu skil og Guðm, Skarphéðinssyni. En eftir hið fyrsta frumrlaup mun miðstjórn íhaldsins hafa bannað blöðum sínum að taka af Sveini meira af þesskonar bók: menntum. — Ekkert sýndi betur að Sv. B. var með öllu ófær til að ráða fyrir Síldarverkjunni en það, að hann leggur út í hina illvígustu deilu við einn af helztu mönnum á Siglufirði eingöngu til að svala per- sónulegum hefndarhvötum, eimeitt þegar stjórn verksmiðjunnar Ta á að hafa atvinnufrið á Siglufirði. Með á- deilunni á Guðm. Skarphéðinsson sýndi Sv. B. hvað hann var ófær til Skólanefndir sem ætla að fá hljóðfæri í skóla sína í haust, ættu sem fyrst að leita upplýslnga um slík hljóðfæri hjá mér. Get boðið hoflegt verð og mjðg hagkvæm greiðslukjör. Elías Bjarnason J3ólvöllum 5, Reykjavík. Símanúmer 1155. Tapast faefir frá Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi dökkjarpur hestur, marklaus, vak- ur, stiggur. Finnandi vinsamlega beðinn að gera aðvart í síma að Sandlæk, eða til Sigurgeirs Guð- varðssonar, Þrándarholti. að gegna stöðunni. Og að lokum var hann búinn að safna svo heitum glóðum elds yfir höfuð. sér, að þús- undir manna í landinu hefðu verið sviftir brauði í sumar ef Sv. B. hefði ekki horfið af atvinnusviðinu. Bréfa- skifti hans og M. G. eru hin spaugi- legustu. Fyrst sannfærist þjóðin um að Sv. B. sé óhæfur til starfsins. par næst skilur Sveinn það sjalfur og skrifar M. G. — En Magnús er sá eini sem ekki skilur þetta, og skrif- ar Sv. að hjá sér njóti hann hins mesta trausts. Sveinn er nú orðinn al veg sannfærður um sekt sína og ó- hæfni og lætur M'agnús vita þetta bréflega. En það seinasta sem af síidarmálaráðherranum 'er að frétta er það, að hann var í heilan sólar- hring að hugsa um hvort hann ættí að trúa afneitun Sveins á Sveini! ** Arnarhóll pegar íhaldið lét af völdum 1927, skilaði það Arnarhólstúninu í á- standi, sem nokkuð er frægt orðið. pessi friðhelgi blettur, sem minning- ar landnámsins eru sérstaldega tengd ar, sakir örnefnisins og þess enn- fremur, að mynd Ingólfs Arnarson- ar hefir verið fenginn þar staður, var að verða að flagi. Átján götu- troðningar lágu þvert og endilangt um þennan litla blett. Framsóknar- stjórnin lét setja trausta girðingu um Arnarhól, gróðursetja þrefalda röð af trjáplöntum meðfram allri girðing- unni innanverðri, gjöra veglegt hlið um að ganga upp að líkneski Ing- ólfs og réði stúlku til þess sumar- mánuðina að hafa eftirlit með um- gengni allri á túninu og við lík- neskið. — Er nú komið annað snið. M. Guðm. er tekinn við Arnarhóli. Undanfarin ár hafði almenningur fengið aðgang að Arnarhólstúni á góðviðrisdögum eftir fyrsta slátt og var ánægjuiegt að sjá hversu börn og fullorðnir nutu sumarblíðunnar á þessum stað og hversu öll umgengni var góð. Nú er hliðið lengst af lok- að, fullorðnir og börn ráðast til inn- göngu yfir girðinguna, trjáplönttir brotnar, siðprútt fólk snýr frá. En einkum er ömurlegt að sjá hópa er- lendra ferðamanna hverfa frá hinu harðlæsta hliði þegar þeir freista þess að heimsækja þennan fornhelga stað og jafnframt virða fyrir sér hið ágæta listaverk Einars Jónssonar. Og kynlegar hugrenningar hljóta að fara um hug þeirra þegar þeir sam- tímis sjá sjálft Arnarhólstúnið kvikt af fólki. Ekki kemur þeim til hugar að i þessum atvikum, þessu hirðu- lausa ræktarleysi annars vegar og uppivöðslusemi fólksins hinsvegar, speglist merkileg, djúp skýring á því, að nýlega hafa orðið ekki aðeins mannaskifti, heldur hafi tveir ólíkir og andstæðir flokkar skifst á um stól í landsstjórn á íslandi. Messufall. Prestar messa í kirkjum iandsins en Magnús Jónsson, háskólakennari í guðfræði, messar í Mbl. um hverja helgi og heitir boðskapur hans Reyk- javíkurbréf. Eru þau síðan að veru- legu leyti prentuð upp í ísafold til uppbyggingar fyrir sveitamenn. En nú hefir orðið messufall í Mogga og af skiljanlegum ástæðum. Magnús var burtu úr bænum og gat ekki pré- dikað í sínum venjulega prédikunar- stól. pað hlýtur að vera ánægjuleg tilhugsun fyrir lesendur Bjarma að sja á Reykjavíkurbréfunum hve inni- lega guðrækni Guðrúnar Lárusdóttur endurskín i hinum kristilegu bréf- um samflokksmanns hennar, sem eins og .hún vinnur einhuga að því, að boða íslenzku þjóðinni siðalær- dóm Jesú Krists. Su. Auglýsing um smásöluverð á rjóltóbakí og munntóbakí Frá og með deginum í dag röá útsöluverð á rjóltóbaki og munntóbaki eigi vera hærra í smásölu en hér segir: Rjóltóbak.......pr. kg. kr. 21,10 eða kr. 10,55 bitinn Munntóbak (Mellemskraa) - - - 21,65 - - 1.10 pr. % pk Do, (Skipperskraa) - - - 23,30 * * 1,20 * - * Do. (Smalskraa) * - - . 24,75 - - 1,25 - *, '•- Auk þess er verzlunum utan Reykjavíkur heimilt að leggja alt að 3°/° á tóbakið að auki fyrir flutningskostnaði. Reykjavík 15. júlí 1932 Tóbakseinkasala íslands. Landssmiðjan Talsimi 2033 Reykjavík Simn.: Landssmiðjan Annast alla járn- og trósmíðavinnu fyrir ríkiséfjóð, stofn anir og starfsmemi ríkisins. Tekur auk þess að sér allskonar járn- og trésmíðavinnus og viðgerðir fyrir aðra, eftir því sem kringumstæður leyfa. Eigin járn- og málmsteypa. Eigin köfunartæki. Vanur kafari. Elliheimilið »Grund« getur nú og framvegis, eftir því sem húsrúm leyfir, tekið sjúklinga sem ekki eru haldnir smitandi sjúkdómum, til sjúkrahúsvistar. Meðgjöfin er 4 krónur á dag, sem greiðist fyrirfram til mánaðar í aenn. í þessu verði er innifalin öll hjúkrun og læknishjálp, sem hjúkr- unarfólk og læknir Elliheimilisins getur látið í té. Forstöðunefndin. starfar frá fyrsta vetrardegi til síðasta vetrardags. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mikil áherzla löggð á íþrótt- ir, sund, fimleika, glímur og útiíþróttir. Dvalarkostnaður stúlkna varð s. 1. vetur tæpar 300 kr., en pilta 325 kf. Umsóknir um skólavist óskast sendar svo fljótt sem auðið er til undirritaðs. Reykholti 1. júlí 1932 Kristínn Stefánsson. ForsætisráSherra er nýkominn úr utanför. Lagöi hann fyrir konung til staðfestingar lög frá síðasta Al- þingi. En eitt aðalerindi hans var ásamt Jóni Árnasyni framkvæmdar- *tjóra að hefja samninga við Norð- menn um kjöttollsmalið. Norðmenn höfðu eins og kunnugt er, sagt upp eldri samningum og til þessa neit- að öllum samningaumleitunum. En nú er málið komið á þann rekspöl, að sett verður nefnd skipuð 2 Is- lendirigum og 2 Norðmönnum, til að athuga viðskiptamál landanna og þá einkum kjöttollsmálið og hefur nefndin störf sín hér í Rvík undir næstu mánaðamót. — Auk þess hef- ir forsætisráðherra athugað aðstöðu íslendinga í ýmsum utanríkismálum og mun skrifa nánar i næstu blöð Tímans um hið almenna viðhorf þessara mála. Góðir gestir. Með forsætisráðherra og Sveini Björnssyni sendiherra komu til landsins tveir erlendir sendiherrar, þeir Mr. Coleman, sendi- herra Bandarikjanna og Hr. Vare sendiherra ítala og kona hans. Eru það góð tíðindi þegar^ erlendir sendi- herrar íslands og Danmerkur telja sér skylt að kynnast landi og. þjóð af eigin sjón og reynd. Tíminn býð- ur þá báða velkomna til landsins. Dönsku lögjafnaðarnefndarraenn.- irnir dr. Arup, Hans Nilsen, Hend- riksen og dr. Krag, komu með Drottningunni síðast. Fundir nefnd- arinnar hófust í gær og vara eins og vant er í nokkra daga. J6n Árnason framkvæmdarstjóri er nýkominn úr Noregsför. Aíhjúpun. Likneski Leifs heppna það er Bandaríkín gáfu Islandi á þúsund ára hatíð Alþingis, verður afhjúpað á morgun kl. 2 af sendi- herra Bandaríkjanna hr. Coleman. Forsætisráðherra þakkar fyrir þjóð- arinnar hönd og Kn. Zimsen borg- arstjóri af hálfu höfuðstaðarins. — Hljómsveit aðstoðar við athöfnina. íþróttasamband íslands hélt aðal- fund sinn nýlega hér í Reykjavik. Gefin var skýrsla um hin marghátt- uðu störf þess á árinu. Stjómar- nefndarmenn voru allir endurkosnir þeir Ben. G. Waage, Kiartan þoi-- varðsson og Magnús Stefánsson. Fyrir voru i stjórninni þeir Guðm. Kr. Guðmundsson og Jón Sigurðsson. Á fundinum var útbýtt tillögum um Lausar farkennarastöður TJmsóknarfrestur til 15. ágúst. I Skilamanna- Leirár- og Mela- skólahéraði, Borgarfjarðarsýslu. I Reykholtsskólahéraði, Borgar- fjarðarsýslu. I Borgarskólahéraði, Mýrasýslu. I Miklahofts- og Eyjaskólahéraði, Hnappadalssýslu. í Hörðudalsskólahéraði, Dala- sýslu. í Haukadalsskólahéraði, Dala- sýslu. I Pellsstrandar- og Klofnings- skólahéraði, Dalasýslu. I Saurbæjarskólahéraði, Dala- sýslu. I Leiðvallaskólahéraði, Vestur- Skaftafellssýslu. í Skaftártunguskólahéraði, Vest- ur- Ska f taf ellssýslu. I Gaulverjabæjarskólahéraði, Ár- nessyslu. Umsóknarfrestnr til 1. sept. I Reykhólaskólahéraði, Austur- Barðastrandarsýslu. I Barðastrandarskólahéraði, A.- Barðastrandarsýslu. í Mosvallaskólahéraði, Vestur- ísafjarðarsýslu. I Reykjarfjarðarskólahéraði, N.- Isafjarðarsýslu. I Svínavatnsskólahéraði, Húna- vatnssýslu. í Viðvíkurskólahéraði, Skaga- fjarðarsýslu. í Hólaskólahéraði, Skagafjarðar- sýslu. I Skriðuskólahéraði, Eyjafjarðar- sýslu. I Reykdælaskólahéraði, Suður- Þingeyjarsýslu. í Helgu8taðaskólahéraði, Suður- Múlasýslu. í Páskrúðsfjarðarskólahéraði, S.- Múlasýslu (2 stöður). Umsóknir skulu sendar viðkom- andi skólanefndum. lagabreytingar og var samþykkt að senda þær öllum Sambandsfélögun- uin til umsagnar. Skyldu þau hafa sent svar sit við þeim tillögum 3 mánuðum fyrir næsta aðalfund. Ennfremur var lagt fram á fundin- um: Almennar reglur í. S. í. um knattspyrnumót, Metaskrá í. S. í., Löggiltir íþróttabúningar' Sambands- félaga, Æfifélagaskrá o. fl. Einnig Leiðarvísir í. S. í. um sundbjörgun og lífgun, sem gert er ráð fyrir að senda öllum skólum landsins o. fl. þá leið .undir lok á þessum fundi sú leiða deila, sem staðið hafði milli Sambandsstjórnarinnar og eins knattspyrnufélags hér í bænum. —- Sæmir illa íþróttaæsku að eiga í slikum útistöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.