Tíminn - 16.07.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1932, Blaðsíða 4
118 TlMINN Kreppuhugleiðing. Heixnskreppan æöir yfir löndin og nístir alt i klóm sínum. Atvinnu- vegir sem áður þóttu tryggir riða nú til falls. Fjöldi manna — jafnvel heilar stéttir — sem fyrir nokkrum árum gátu lifað sómasamlegu lífi af framleiðslu sinni, lifa nú við sult og seyru og stritast við að fram- leiða þá vöru, sem enginn virðist vilja eða getur keypt fyrir það verð sem fyrir hana þarf að fást. Fnginn veit hvenær þessum ósköpum léttir og fáum ber saman um orsakir fárs- ins. Öllum kemur þessi kreppa illa. Og enginn veit hversu mikið af djörfum draumum og glæsilegum framtíðar- áætlunum hún leggur í rústir. En sennilega leikur hún þó enga ver en bændur. Bændur á íslandi eiga svo að segja alt ógert, en aðkallandi störf bíða óleyst næstum því á hverju strái. Verklegar framkvæmdir hljóta nú að stranda í bili. Bændur standa uppi allslausir, með ösku eina milli handa. Afurðir þeirra mega heita verðlausar og bústofninn stórum fall- inn í verði. Slíkt er ekk iglæsilegt ástand hjá stétt, sem er í þann veg- inn í verði. Slíkt er ekki glæsilegt og er að-byrja á því að byggja og nema land sitt. En fátt er svo ilt að ekki megi hafa af því einhver not til góðs, sé eftir þvi leitað. Og það er heldur ekki ómögulegt, að þessi óáran verði til þess, að menn fari að líta betur í kring um sig og skygnast um eftir nýjum leiðum til björgunar, þegar hinar gömlu virðast vera að lokast. pað eru ekki allir sem búa í svo góðu landi sem Danir, að geta skipt um framleiðslu svo að segja á svip- stundu, og bætt sig á því, eins og þeir gerðu á síðari hluta síðastlið- innar aldar, þegar fótunum var kippt undan komframleiðslu þeirra og ak- uryrkju. En skilyrði til breyttrar framleiðslu geta leynst víðar en auga verður á komið í fyrstu. Og stór þörf er á því, að reynt verði að bæta úr hinni fá- breyttu framleiðslu íslendinga. Aðal- framleiðsluvörur landbúnaðarins — kjötið og gærumar — eru nú verð- lausar og tæplega miklar líkur til þess að á næstu ámm fáist fyrir þær það verð sem unandi sé við. það er því lífsnauðsyn að breytt verði til, þar sem því verður með nokkm móti við komið, og iiætt að framleiða þessar lítt eða óseljanlegu vörur. Segja má að strjálbýli og vondar samgöngur á stórum svæðum valdi því, að ekki sé hægt að gjörbreyta um íramleiðslu á skömmum tíma, t. d. að taka upp mjólkurafurða- framléiðslu í stað sláturfjárafurða, þó skilyrði væru til þess að öðru leyti. En hér skulu menn ekki þreytt- ir á neinum bollaleggingum um mjólkurafarðafi’amleiðslu. jiessar hug leiðingar eru aðallega miðaðar við eitt bygðarlag á landinu: Breiðafjrð- areyjar. þar er ég kunnugastur og mér eru þær hugstæðastar. Landbúnaður er nú stundaður all- verulega í Breiðafjarðareyjum. Til þess .eru að sumu leyti allgóð skil- yrði og búskapurinn gefst sæmilega. Sauðfé er þar t. d. frekar vænt og margt tvílembt. Fóðurlétt er það sum staðar, en þó er það ærið misjafnt. En vinna við pössun á því er mikil, og flutningar á milli lands og eyja haust og vor eru ærið fyrirhafnar- samir. Arður af sauðfjárbúskapnum mun því ekki vera meiri þar en í öðrum landshlutum. Kúahagar eru ekki góðir, einkum vegna vatnsskorts á sumrum. Jarðvegur er grunnur og grýttur, harður og óþjáll til ræktun- ar. Jarðrækt og kvikfjárrækt verða þvi tæplega aðalatvinnuvegir manna þar í eyjunum er stundir líða. Land- ið er meira en nóg, þó ekki sé verið að teygja sig með jarðrækt út í hólma og eyjar, sem lítt eða ekki eru til þess fallnar. Og þá er ekki síður framleitt nóg af kjöti og gær- um á íslandi um þessar mundir, þó ekki sé verið að bæta við þann forða úr eyjum, þar sem tvímælalaust mætti framleiða fjölbreyttari og eftir- sóttari vörur. Viðleytni eyjabænda til framleiðslu stefnir þvi ekki í rétta átt meðan svo er haldið fram sem nú er. Hvað á þá að koma í stað land- búnaðarins (aðallega sauðfjárræktar- innar) í eyjunum, kynnu menn að spyrja. því verður ekki leytast við að svara hér til hlýtar, en bent skal á þetta: Deeríng rakstrarvélar með stífum tíndum eru bestar. Tvær stærðir 6% fets og 8 feta. Samband ísl. samvínnufélaga. Prentsm. A C T A er flutt á Laugaveg 1 (b“LTi!ð ví8o HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHOFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meirí vörugæði ófáanleg S.X.S. slciftir ©iirg*ön.g‘-LX ■VA.-3 CDÍtc;]kfL3.r Seljum og mörgum öðrum íslenzkum vei zli num. Æðarvarp er nú allmikið í eyjun- um, og er það tvímælalaust ein af arðsömustu atvinnugreinum bænda þar. En varpið eykst ekkert, enda tæplega lögð við það sú alúð og rækt sem skyldi. En þar sem varp er, þar er um framtíðaratvinnuveg að ræða, sem óefað ber að efla eftir föngum og stunda betur en gert er. Selveiði er talsverð í Breiðafjarðar- eyjum haust og vor. Selurinn er þar alfriðaður fyrir skotum. þrátt fyrir það er eins með hann og æðarfugl- inn að honum fjölgar ekkert. það er engu líkara en að uppidrápin og net- in hefti alla viðkomu. Eg tel þó sjálf- sagt að auka mætti þann veiðiskap tii hagsmuna fyrir bændur. Með hæfilegri takihörkun á veiðinni í nokkur ár, eða öliu heldur ef veiðin væri takmörkuð ár og ár i bili, ætti selnum að fjölga. þá mun og valið pláss þar í eyjum til loðdýraræktar. Sennilega gætu refir gengið sjálfala að mestu i ein- stöku ey utarlega á firðinum. En þó svo reyndist ekki að vera, nema að litlu leyti, þá mundi létt aú afla fóð- urs fyrir nokkra’ tugi refahjóna og fleiri dýra er þörfnuðust líkrar fæðu. Sauðfjárafurðamarkaðurinn er í kalda koli eins og öllum er kunnugt og minnst hefir verið á að framan. Á þeim vettvangi mun ekki mikils að vænta á næstunni. það er því Ijóst hvert stefna ber. það á að hætta við allan sauðfjárbúskap í Breiðafjarð- areyjum. Sauðfjáreignin veldur stygð bæði í æðarvarpi og sel. Breiðfirskir bændur eiga að keppa að því, að auka og bæta hlunnindi sín. þeir eiga að rækta æðarfugl, rækta sel, notfæra sér fuglatekju og koma sér upp loðdýrarækt ef tiltækilegt sýnist. Eg læt svo þessum hugleiðingum lokið. En Breiðafjarðareyjar geta ver- ið til fleiri góðra hluta nytsamlegar. þar fellur til gnægð góðra og ódýrra matvæla, sem þjóðfélágið þarf vitan- lega að hafa sem mest not af. það væri því ekki úr vegi að koma þar fyrir gamalmennaliæli, geðveikraspít- ala og fangahúsi. Ekki þyrfti að ótt- ast að fangarnir strykju langt, nema þá yfir í eilífðina ef þeir gengju fyrir björg. B. Sk. ----•----- Einar Þorsteinsson Köldukinn, Hangárvallasýslu. þegar ungur maður er til moldar hníginn er þess varla von að æfi- störf hans gefi efni í langa sögu. þó getur stutt æfi skilið eftir minn- ingar er lengi vara og s.eint gleymast Jieim er næst standa og kunnugir eru. Megum við fullyrða að svo var um Einar sál. er nú skal minnast að nokkru með línum þessum. Einar sál. var fæddur 28. apríl 1904, að Köldukinn í Rangárvallasýslu. Voru foreldrar hans þorsteinn Einarsson bóndi þar og fyrri kona hans Guð- rún þórðardóttir. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum til 11 ára aldurs, að hann misti móður sína. Móðurmiss- irinn bættist honum nokkru síðar með seinni konu þorsteins, Guðmnu Guðjónsdóttur, sem rcynzt hefir böm- uin hans af fyrra hjónabandi sem bezta móðir. Fæðingarheimili sínu unni Einar mjög, enda dvaldi þar til dánardægurs, hinn 29. janúar þ. ár. Einar sál. var elztur 7 systkina, (fjögra alsystkina og þriggja hálf- systkina). og varð því snemma að standa föður sínum næstur við framkvæmdir allar í heimilisþarfir. Gjörðist hann með aldri og þroska áhugasamur hvatamaður alls þess er til umbóta og prýði horfði fyrir heimilið. þessa sáust árlega merki, í jarðar- og húsabótuA, er harm bæði vann að sjálfur, og hvatti til að framkvæmdar yrðu, á annan hátt. Mun hann þó í engu verið hafa of- ráðamaður föður síns, en jafnan ást- úðlegt með þeim feðgum. Einar sál. var gleðimaður. Glaðværð hans var frjáls og einlæg. — Hvar sem liann kom eða dvaldi varð hvers- dagsmolla og deyfð að víkja. Kunn- ingjar hans og nágrannar sakna hans mjög og það því fremur, að hann var sérstaklega hjálpsamur og greiðvikinn. Var honum ljúft að hjálpa, og virtist sem hann hefði af því sérstaka ánægju og var þá ekki að launum spurt. Á heimilinu i Köldukinn hefir æska og gleði lengi setið í öndvegi. það er óhætt að fullyrða, að ekki er á liverjum bæ, húsbóndi kominn yfir 60 ára aldur, sem varðveitt hef- ir æskuglaðværð sína og bjartsýni jafn vel og búsbóndinn þar þor- steinn Einarsson. Slíka skapgerð, sem altaf eygir ljós gegnum myrk- ur —■ þótt að syrti — og v.eit að sól- in skín að skýja baki, verður að telja öruggastan liöfuðstól í hverri raun. Lát Einars sál., sem hér er minnst, er beimili hans því tilfinn- anlegra, sem það átti á bak að sjá nafna og uppeldisbróður hans — liinum bezta dreng — er drukknaði við þerney síðastliðið vor. þegar dauðann ber svo óvænt að garði, sem hér átti sér stað, við fráfall Einars þorsteinssonar, að hann kippir burt ungum og hraustum efnismanni, með fangið fult af framkvæmda- og framfaraþrá, setur flesta ldjóða. Mönnum verður að spyrja: Hví falla hinir sterku stofn- ar og laufríkari, sem mesta sýnast eiga möguleika til að vaxa og þrosk- ast, en eftir standa jafnvel fauskar og lrinir iúnu viðir? — Hvað er orðið um allar hinar glæstu vonir, ástvina og sveitunga? Hafa faðir og stjúpa vakað yfir velferð drengsins síns, styrkt hann og stutt til mann- dóms og drengskapar, aðeins til þess eins, að sæta nú hinum sárustu vonbrigðum og sorg? Nei — slík munu ekki hin réttu rök. — Við gröf Einars sál stóðu meir en 160 maniis. þetta er stór hópur, þeg- ar athugað er hversu fámennt er víða i sveitum nú á tímum, enda miklu fleira fólk, en venja er hér við jarðarfarir yngri manna, á vetr- ardögum- Hluttekning fólksins, í hörmum vandamanna hins látna, var almenn og auðsæ. Sýnir ekki hin almenna hluttekning, við slík tækifæri sem þetta, jafnvel betur en flest annað, að engu er á glæ kast- að, en allt, sem vel er gert, þótt í kyrþey sé unnið, er geymt og kem- ur fram á réttum stað og réttum tima? Myndu ekki faðir, stjúpa og systkini hafa staðið vina færri yfir moldum sonar og bróður, ef illa hefði hann verið uppalinn og reynst eftir því? þegar svona stendur á, verður jafnvel sorgin sjálf dýrmæt laun hinna trúu. „Guð brosir alstaðar, börnin mín, hann brosir í ykkar tárum“, segir skáldið. Er þetta ekki einmitt hinn stóri sigur, að geta leitað að veruleik hins guðlega máttar og kærleika í' sjálfri sorginni? Hver myndi óska að standa við gröf síns eigin sonar og hafa einskis að sakna, og þora ekki neins að vona? Tilefni hinnar sárustu sorgar er oftast það, sem við viljum sizt missa, — það er eignarréttur vor á hinum dýrustu verðmætum. Á. + S. Heykjavík. Sími 249 (S linur). Símnefni: Sláturfélag. Áakurður (é brauð) ávalt fyrir- llggjandl: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — E, mjó Sauða-Hangihjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svlna-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylflur, Do. HamborgarpylBur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylaur, Do. Lyonpylsur, Do. CervelatpylBur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnuetofu, og atand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð viö samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. Hrifurnar frá okkur eru með aluminiumtindum og alúminium- stýfuðum haus, einungis smíðaðar úr góðu efni og vandaðar að öll- um frágangi. Þær eru orðnar þekt- ar um alt land fyrir gæði og nú oru þær miklu ódýrari en í fyrra. Höfum lika orf og orfefni úr fyrsta flokks furu og eski. Trésmiðjan Fjölnir, Kirkjustræti 10 — Reykjavík. Sími 2336. Sjálfs er hSndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólins-baðlög. Kaupið HREINS vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins. H.f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sírni 1325. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverftegötu 82. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.