Tíminn - 23.07.1932, Page 3

Tíminn - 23.07.1932, Page 3
TlMINN 121 Innileg þökk til allra þeirra, sem sýnt hiafa vinarhug og hluttekningu, vegna dætra minna Ásdísar og Guðrúnar. Vigfús Guðmundsson þau hjónin, en eigi varð henni lengra lífs auðið. Fósturbörn þeirra eru bæði á lífi: Jón Sívert- sen skólastjóri bróðursonur henn- ar og Fríða húsfreyja á Langár- fossi á Mýrum. Átta ár lifði frú Katrín mann sinn, vanheil hin síðari árin. En þeir eru margir, sem telja sig í meiri þakklætisskuld við þau hjón en flesta aðra. Og ekki treysti ég mér til að nefna önnur hjón jafnmerkari þeim samtíða á Islandi. ■ Tr. Þ. ---o--- r Ihaldsarfur Fimmti kaflinn í skrifum Mbl. um LR. 1930 eru stóryrði um það, að greitt hafi verið 25 þús. kr. meira fyrir aukavinnu í stjómarráðinu 1930 en greitt var fyrir' samskonar vinnu 1929. Ómögulegt er að sjá í LR. eða í athugasemd endurskoð- enda í hverju þessi aukavinna er fólgin. þessu er kastað fram án allrar nánari greinargerðar. En vitanlegt er það hverjum manni, sem vill viðurkenna það sem er satt og rétt, að störf i stjórn- arráðinu 1930 jukust stórkostlega vegna alþingishátíðarinnar. það þurfti að taka á móti fjölda gesta, sem sæmd landsins lá við, að vel væri tekið á móti og greitt fyrir eftir frekustu föngum. Vegna há.tíð- arinnar þurfti að gora ýmsar ráð- stafanir og ráða fram úr fjölda mála og allt þetta þýddi aukin störf fyrir stjórnina og skrifstofur hennar, stjórnarráðið. Auk þess var árið 1930 alveg sérstakt ár um fram- kvæmdir og einnig það jók störfin í stjórnarskrifstofunum að miklum mun. það sem ,máli skiftir og almenn- ingur þarf að vita, er eklu, hvort aukavinna í áljórnarráðinu hefir aukist 1930, því að allir vila að hún af alveg sérstökum ástæðum, sem hent hefir verið á, hlaut að aukast að miklum m.un, lieldur liitt, hvort kostnaðurinn við stjórnarskrifstof- urnar liefir aukist og þá hvað mik- ið og í hverju sú aukning er fólgin. Til þess nú að halla ekki á ihalds- stjórnina, þá tek ég árið 1926, sem var fremur óhagstætt og kreppa í viðskiftum og framkvæmdum og hera saman við árið 1930, þegar ár- ferði var gott, framkvæmdir miklu meiri en nokkru sinni fyr eða. síðar og auk þess alþingishátíðin, sem hlaut að auka störf stjórnarskrif- stofanna að miklum mun. Árið 1926 voru laun starfsmanna stjórnarráðsins, annar kostnaður, borðsathugun villir í þessu efni eins og svo mörgum öðrum. Ein höfuðorsök til mynd.unar sam- steypustjórnar er oftast sú, að þeg- ar að kreppir og syrtir i lofti koma upp ný viðfangséfni, sem sameigin- leg átök þarf til að leysa, viðfangs- efni, sem skifta ekki flokkum á sama liátt og viðfangsefni góðær- anna, viðfangsefni sem öllum er andstætt að þurfa að fást við, en nauðsyn þjóðarinnar heimtar þó að leyst séu. Gætir þeirra viðfangsefna hæði í innan- og utanríkismálum. Á þessum krepputímum,- þegar tap er á atvinnurekstri, dregst allt sam- an, minkandi framleiðsla. og lækk- andi verðlag dregur stórlega úr tekjum ríkis, bæja- og sveitafélaga. Sparnaður um allt, sem spara má án tjóns og vanvirðu, verður nauð- synlegur og óhjákvæmilegar auknar álögur, sem þó verður að koma svo fyrir, að svo miklu leyti sem unnt er, að ekki íþyngi aðþrengdum at- vinnuvegum. Um sparnað í fjárlög- um var allgott samstarf á síðasta þingi og þótti sumstaðar skorið all- nærri kviku. þó var fyrirsjáanlegt, að safnast mundu allmiklar skuldir á þessu ári, enda margt bundið ' af fjárlögum þessa árs, sem afgreidd voru áður en kreppan komst í al- gleyming. Ætlazt er til að tekjuauk- ar þeir, sem lögteknir voru hrökkvi á hálfu öðru ári til að greiða lausa- skuldasöfnun, sem fyrirsjáanleg og óhjákvæmileg er á þessu ári. Ber nú nauðsyn til, að ekki sé farið út fyr- ir þingheimildir í framkvæmdum og útgjöldum nema nauðsyn krefji, enda er það holl regla á hverjum tíma og skilyrði gætilegrar fjármála- stjórnar, að fjárveitingavald þings- fyrir að gegna rikisféhirðisstörfum, útgáfa stjórnartiðindanna og til urn- hóta og viðhalds á stjórnarráðs- húsinu og ráðherrabústaðn- um......................... 181 964,28 Greitt fyrir samning stjórnarfrumvarpa, álits- skjala o. fl.................. 7 952,47 „Vín handa stjórninni" .. 1 340,50 Samt. kr. 191257,25 Árið 1930 voru laun starfsmanna stjórnarráðsins, annar kostnaður, fyrir að gegna ríkisféhirðisstarfinu, útgáfa stjórnartiðindanna og til um- bóta og viðhalds á stjórnarráðshús- inu og ráðherrabústaðnum 234194,94 Samning frumvarpa o. fl. 1 700,00 Kr. 235 894,94 Eg skal geta þess, að samningur stjórnarfrv. er taljnn í sérstökum lið í LR. undir „óvissum útgjöldum", en sjálfsagt virðist að telja þennan kostnað með stjórnarráðskostnaði eins og hverja aðra aukavinnu, ekki sízt þegar lmnn er eins gifurlega mikill og 1926. Að telja þennan kostnað ekki með aukavjnriu er það sama og fela hana. Ennfremur var vínið handa stjórninni einnig talið með „óvissúm útgjöldum“, en það virðist þá vera sjálfsagt að telja vín lianda stjórninni, sem hún ekki greiðir af sínu cigin fé, með stjórnar- ráðskostnaði. Annars munu þessi út- gjöld aldrei hafa sést á LR. nema í tíð íhaldsstjórnarinnar svo ekkert fordæmi er fyrir því hvar beri að telja þau. Af samanburði þessum sést nú að útgjöldin við stjórnarskrifstofurnar hafa aukist um ca. 44 þús. kr. þegar hið'mikla anna- og hátíðaár 1930 er borið saman við kreppu- og kyr- stöðuárin 1926. Verða víst allir að játa það tvennt: að kostnaðurinn við skrifstofu stjórriarinnar hefir ekki aukist nándar nærri eins mikið og framkvæmdirnar, og að kostnaðar- aukning þessi er liófleg þegar tekið er tillit til þess, hvað störf og kostn- aður opinberra skrifstofa hefir aukist hin síðari ár, t. d. Reykjavíkurbæjar, eins og bent var á í síðasta blaði, og þá einkum þegar það er haft í liuga að árið 1930 hlaut sökum alþingis- hátíðarinnar og hinna miklu fram- kvæmda að hafa alveg sérstakan kostnað i för með sér t'yrir skrif- stofur stjórnarinnar. Séu nú athugaðir hinir einstöku ins sé virt af Jramkvæmdastjórn- inni. Til fulls verður því þó ekki framfyigt fyr en þeirri skipun liefir verið á komið, að fjárlög gangi i gildi þegar eftir að þau eru sam- þykkt, þvi meðan svo er sem nú, að fjárlög eru samin rúmu ári áður en þau koma . til framkvæmda, kemur margt ófyrirsjáanlegt á dag- inn. pá væri og nauðsynlegt að draga úr örlæti þingsins í ýmsum efnum, og má það bezt verða með því, að samþykkja við næztu stjórn- arskrárbreytingu tillögu Halldórs Stefánssonar um það, að fjárlög fái ■ afgreiðslu í sameinuðu þingi. Mundi i það standa fastar gegn ýmsum þarflausum útgjöldum, að 22 at- kvæði þurfi til samþykktar en ekki ein 8 eins og nú er í annari deild- inni. ]>á vil ég benda á að óhjákvæmi- legt er að gera ríkari greinarmun en vcrið hefir á útgjöldum, sem ekki skila sér aftur og arðbera.ndi fram- kyæmdum og taka upp þá reglu, að taka ekki löng lán til neins annars en þess, sem ætlað er að standa undir sér sjálft. pá reglu hafa allar þær þjóðir tekið upp, sem gætnar eru um fjármál sín. Festa og aðhald um alla fjármála- stjórn er því nauðsynlegri á þessum timum, þar sem þeir heimta marg- visleg útgjöld, sem góðærin eru laus við, og stafa af lágu afurðaverði og lítilli atvinnu. það verður ekki hjá þvi komizt að draga úr þeim vand- ræðum sem stafa af langvarandi at- vinnuleysi fjölskyklufeðra. Að vísu er sjálfsagt að hinn eðlilegi atvinnu- rekstur fái að sjúga upp allt það vinnuafl, sem honum er unnt að taka á móti, en þegar atvinnurekst- urinn hefir náð hámarki um mitt liðir sést að 1930 hefir verið varið til viðhalds stjórnarráðshússins og ráðherrabústaðarins ca. 4 þús. kr. meir en 1926. Prentunar- og útsend- ingarkostriaður stjómartiðindanna liefir aukizt um ca. 6 þús. miðað við 1926, og eðlilega af þeirri ástæðu að þá voru stjórnartíðindin miklu stærri af því að meira var starfað og framkvæmt. Kostnaðurinn við skrifstofu ríkisféhirðis hefir aukizt um 3.500 krónur af sömu ástæðu. það er því mjög fjarri að hinn aukni kostnaður stafi nándar- nærri eingöngu af auknu manna- haldi, heldur að miklu leyti af kostn- aði sem hlýtur ávalt að fylgja aukn- um framkvæmdum, hvað svo sem mannahaldi líður. Pað virðist því alveg ástæðulaust fyi'ir Mbl. að nota öll þessi stóru orð um aukavinnuna í stjórnarráðinu, og það því fremur, sem blaðið minnist ekki á stór fjárhagsleg atriði af því að það mundi skaða flokk þess, íhaldsflokkinn. Nægir í þetta sinn að minna á að Mbl. minnast ekkert á ábyrgð, sem tilfærð er í LR. 1930 fyrir togarafélagið Kára að uppliæð kr. 187.486,50 og þó varð ríkissjóður að greiða alla þessa upphæð vegna félagsins síðastliðinn velur og var búinn að því áður en Mbl. byrjaði á skrifum sínum um LR. og öllu þessu fé tapar ríkissjóður án þess að sýni- legt sé að hann fái grænan eyri i staðinn. Ábyrgðarheimild þessi var sam- þykkt á þinginu 1922 ásamt Abyrgð fyrir fleiri togarafélög. Hafði ríkis- sjóðúr annan veðrétt í skipunum. En á þinginu 1926 var að tilhlutun Jóns þorlákssonar flutt tillaga um að veð- réttur ríkissjóðs í togurum h.f. Kára yrði fæi'ður aftur fyrir allt að 150 þús. skuld félagsins til Íslandsbanka. Enda var j. p. upp á sitt eindæmi búinn að færa veðréttinn til, liafði gert það í des. 1925, án þess að leita leyfis þingsins. Ábyrgð þessi er arfur frá íhaldinu. Aður hei'ir verið bent á annan svip- aðan ilialdsarf úr Barðastrandaf- sýslu. En það versta er þú, að þótt hér sé um mikil fjárútlát að ræða fyrir rikissjóð, þá eru þó þessir ihaldsarfar, sem enn hefir verið bent á hér, einungis örlítið brot af samskonai' aríleyfð frá sjómartíð íhaldsins eins og síðar munu færð rök fyrir. -----O---- sumar, er annað óverjandi en að sinna að nokkru þeim fjölskyldu- feðrum, sem afskiftir liafa orðið. það eru langþreyttir menn, og skammt orðið fyrir þá og fólk þeirra yfir 1 sult og seyru. pá er annað viðfangsefni kreppu- tímanna þessu skylt, þegar afurðir bóndans falla svo í verði að ekki verður staðið undir óhjákvæmileg- um gjöldum og skuldum, sem stofn- að var til af engri óforsjálni sem vítaverð sé, heldur með tilliti til hærra verðlags. Afurðirnar og verð- lag þeirra er kaup bóndans. Lækk- andi verðlag er atvinnuleysi hans. Á síðasta þingi voru gerðar ráðstaf- anir til, að ekki verði gengið að bændum um skuldagreiðslu, sem þeir teljast eiga fyrir, og er það réttmæt bráðabirgðaráðstöfun en engin lausn vandræðanna. Afurða- verð þarf að liækka til móts við það sem vai' 1929, til að skynsamlegar framkvæmdir, sem gerðar voru fram að þeim tíma, geti staðizt. Að öðrum kosti verður að grípa til öfl- ugri varna en tímabærar voru á síðasta þingi, og þá með ærnum kostnaði fyrir ríkissjóð. Vonandi er að verðlag færist af eðlilegri rás viðskiptanna og fyrir alþjóðaráð- stafanir í betræ liorf, en bregðist það, þá þarf þjóðfélagið að vera við- búið að taka til annara ráða. Kreppuástand er kostnaðarsamt fyr- ir þjóðfélagið og skapar þarfir, sem góðærið hefir ekkert af að segja. Höfuðnauðsynin er að afurðir landsmanna komist í sæmilegt verð. það eitt er lækning allra meina. Allt annað er neyðarvörn, sem ekki verður haldið uppi nema um skeið. Við verðlag er erfitt að ráða. Um Oeirðir kommúnista Á-bæjarstjórnarfundinum 7. þ. m. urðu nokkrar óspektir. Höfðu komm- únistar látið þau boð út ganga fyrir fundinn að þar mundu gerast tíð- indi. Konnnúnistar allmargir og fjöldi forvitinna bæjarbúa hafði safnast saman utan við Goodtemplarahúsið þar s.em bæjarstjórnarfundir eru haldnir. Aðeins lítill hluti áheyrendamia komst inn í áheyrendasvæði hússins og fylltist það á fáum mínútum. Mestur liluti hins aðvífandi fólks staðnæmdist því sunnan við húsið. Kommúnistar byrjuðu nú að halda æsingaræður á tröppum næsta húss. Kvöttu sumir þeirra til þess að ráð- ast á fundarhúsið og reka á burt lög- regluna, som stóð í dyrum hússins. Byrjuðu kommúnistar nú að berja utan húsið og geiðu hvað eftir annað áhlaup á lögregluna, en hún stóð fyrir eins og veg'gur. Tóku þá komm- únistar að kasta í lögregluþjónana smágrjóti, mold og sanfii og um svipað leyti brutu þeir tvær rúður í gluggum fundarhússins. Var þá tals- verður kur í mannþrönginni og óánægja yfir því að lögreglan skyldi líða óróaseggjunum slíka framkomu án þess að gera annað en slanda í vegi fyrir því að þeir brytust inn i húsið. Óróaseggirnir færðu sig nú enn upp á skaftið. þeir réðust á einn lögregluþjóninn sem stóð í dyrum fundarhússins og drógu hann út í mannþröngina þar sem þeir mynd- uðu um hann bendu og reyndu að lirinda honum. Annar lögregluþjónn kom nú þessum til aðstoðar, en þá réðust kommúnistar á hann, rifu af honum einkennishúfuna og köstuðu henni í solpið. Jafnframt reyndu þeir að koma þessum lögregluþjóni undir í þrönginni. Éftir að þessir lögregluþjónar voru í liættu staddii' í bendu út í mannþrönginni varð þessi árás á lögregluna ekki þoluð lengur. Lögreglan gei’ði þvi áhlaup með kylfum sínum og flúðu þá kommúnsitar hver sem betur gat og ruddi lögreglan ganginn kringum liúsið á svipstundu. Urðu nokkrir menn í'yrir dálitlum meiðslum, þó ekki alvarlegum. Lögreglunni verður ekki láð það, þótt hún gripi ekki til kylfanna fyr en í síðustu lög; með því sýndi liún að henni var það áhguamái að ekki það eru alheimsöfl að verki, sem smáþjóðir liafa lítil tök á.En nokkru má-þó á orka með því að þjóðin og einstaklingarnir dragi sig út úr kreppunni að svo miklu leyti sem unnt ei', með því að búa sem mest að sínu heima fyrir meðan hríðin dynur á húsunum. Og skylt er þingi og stjórn að gera það sem klcift er til að verjast áföllum af liækkandi tollum og óeðlilegri verðlækkun fyr- ir óttaslegna samkeppni þeirra, sem. saman ættu að starfa til að ná sem beztum árangri. í þeim efnum hefir heldur rofað til síðasta mánuðinn að því er snertir samningaumleitanir við Nor- eg um kjöttoll og samstarf saltfisks- útflytjenda. Norðmenn sögðu í vet- ur sem leið upp kjöttollssamningn- um frá 1924, sem að vísu var orðinn lítils virði en þó al.irci svo að vont gæti eltki versnað. þeir liöfðu neit- að öllum samningaumleitunum, þar til um síðustu mánaðamót að við Jón Ámason framkvæmdastjóri átt- um fundi með norsku stjórninni um málið, og er nú ráðið að gengið verður til samninga og verður und- irbúningurinn í höndum nefndar, sem er skipuð tveim mönnum af hvorri þjóð og koma fulltrúar Norð- manna, þeir Andersen-Rysst fyrv. ráðherra og Johannessen verzlunar- ráð hingað til Reykjavíkui í næstu viku. Af hálfu íslendinga eru út- nefndir þeir Jón Árnason fram- kvæmdastjóri fyrir hönd landbúnað- arins og Ólafur Thórs alþingismaður fyrir hönd sjávarútvegsins. Vonandi bera þessar umleitanir góðan árang- ur, og er mér kunnugt um að norska stjórnin gengur til samninganna með því hugarfari að árangurinn geti yrði stofnað til vandræða. þegar húr. samt sem áður, var þvinguð til að grípa inn í gerði hún það með ein- beitni og karlmennsku. Kommúnistar hafa liinsvegar hlot- ið af þessu framferði megna and- styggð allra, sem á iramferði þeirra horfðu. Og í því sambandi er rétt að menn geri sér það ljóst, að þessi uppþot kommúnistanna eru alstaðar ein þeirra helzta pólitíska bardaga- aðferð og á að vera einskonar her- bragð. þeir stofna til óspekta, vand- iæða og meiðinga eða jafnvel stór- slysa til þess að láta bera á sér og auglýsa starfsemina, en eftir á telja þeir svo fólkinu trú um að lögreglan hali ráðist á „saklausa verkamenn" og reyna þannig að vekja ofstopa og hatur gegn lögreglunni. Vegna þess hve lögreglan sýndi mikla stillingu við bæjarstjórnar- fundin 7. þ. m., kom þessi aðferð kommúnistanna greinilega í ljós. Fyrst börðu þeir utan húsið, görg- uðu, mölvuðu rúður og köstuðu ókvæðisorðum að lögreglunni, svo tóku þeir að henda í hana sandi, mold og grjóti og þegar ekkert af þessu dugði til að koma á stað vand- ræðum, réðust þeir beinlínis með handalögmálum á tvo lögregluþjón- ana. En það sem mest á ríður fyrir kommúnistanna í þessari bardaga- aðferð þeirra er, að geta komið óeirðunum á stað með nægilega lítið áberandi undirróðri, til þess að geta á eftir skelt skuldinni á aðra og vakið hatur. En aðfarir þeirra á bæjarstjórnarfundi 7. þ. m. sýndu að þeir eru jafnlitlir meistarar í þessari sinni helztu bardagaaðferð sem í flestum öðrum. Og þegar þeir eftir óeirðirnar sýndu einn liinna meiddu manna á tröppunum, sem sýnilegt tákn „árása lögreglunnar og grimd- aræðis" mætti slíkt köldu háðbrosi þeirra morg hundruð manna, sem höfðu verið sjónarvottar og vissu hv.ernig til var stofnað Andúðin sem kommúnistar ætluðu að reyna að vekja gegn löggæzlunni og „yfirstéttinni", sem þeir svo kalla, snerist i megna óbeit á þeim sjálf- um, og þeirra framferði, og seinustu dagana hafa þeir fundið þessa óbeit læsa sig eins og ískaldan straum um allan bæinn. þessi óbeit hefir lamað kommúnistana í bráð og kröfu- göngur þeirra hafa upp á síðkastið verið dauflegar og á bæjarstjórnar- fundinum s. 1. fimtudag 21. þ. m. höguðu þeir sér sæmilega. Sjónarvottur. forðað viðskiptastríði, sem báðum aðiljum yrði til tjóns. í ófriði tapa allir, þó einn sé um það er lýkur kallaður sigurvegari. 1 sambandi við kjöttollssamningana verður rætt um samvinnu milli þjóðanna um salt- fiskssölu og eru það beggja liags- munir að slík samvinna geti tekist. Hér hefir verið lagður hinn nauð- synlegi grundvöllur slíkrar sam- vinnu með myndun fisksölusam- lagsins og eiga þeir menn þakkir skyldar, sem að því hafa staðið. Kjöttollsmálið og fisksalan eru að vísu alveg óskyld mál, en um öll viðskipti verður samkomulagið notadrýgra báðum þjóðunum en ó- friður. Hér hefir verið rætt lauslega um nokkur höfuðviðfangsefni þessara tíma, kjördæmamálið og kreppumál- in. pað eru hættur framundan og ekkert öryggi, og verður vel að stýra til að verjast sjóum. Hin erlendu og innlendu viðfangsefni þrýsta til meira samstarfs en góðærið heimt- ar, og ekki mundi ég sakna þess þó dragi úr ríg og dægurþrasi með- an allra krafta þarf við að vei'jast því að bátinn fylli. pað hafa flestar þjóðir þroska til að fella niður vær- ingar, meðan óvinurinn situr fyrir borgarliliðunum, og það ástand sem nú liefir lierjað heiminn í þrjú ár, er sameiginlegur óvinur allra. Eg veit a ð samvinnumenn fagna allri aukini samvinnu til að mæta hinum mestu erfiðleikum í atvinnu-, við- skipta- og utanríkismálum, sem yfir þjóðina hafa komið. Ásgeir Ásgeirsson. ——«-------

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.