Tíminn - 13.08.1932, Side 1

Tíminn - 13.08.1932, Side 1
©faíbferi 03 afgrci&slumaður Qltmans rt Hanttpeig fiorsteiiisöóttlr^ Cœfjargötu 6 a. ■Ke’pfjaptf. ^fgreiböía (T f ttt a tt s er í €œf jargðtu 6 a. 0pin ðaglega' fl. 9—6 Slmi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 13. ágúst 1932. 35. blað. UtsLn aí la.xidi Ferdaminningar o. fl. Mér hefir dottið í hug að færa í letur fáeinar endurminningar úr för minni og nokkurra vikna dvöl á Norður- og Austurlandi nú í sumar. Við vorum fimm saman í bif- reið, sem fór úr Reykjavík þann 16. juní. í bifreiðinni voru auk mín þeir Jónas Jónsson alþm., sem þó ekki fór lengra en í Borgarfjörð, Vilhjálmur Þór frkv.stj., Karl Arngrímsson bóndi á Veisu í Þingeyjarsýslu og Guð- mundur heitinn Skarphéðinsson á SigFufirði, Þrír hinir síðastnefndu höfðu setið sem fulltrúar á aðal fundi Sambands isl. samvinnu- félaga. Vms tíðindi, sem gjörst höfðu á þessum aðalfundi, höfðu orðið niönnum minnisstæð. Forstjóri Sambandsins hafði að venju gef- ið yfirlit um hag félaganna og rekstursafkomu. Ætíð er hlýtt með athygli á þessa skýrslu af fulltrúum samvinnumanna • en aldrei fremur en nú. Frá kaup- mannavaldinu í Reyltjavík hafði verið dreift út hinum hrikaleg- ustu tröllasögum um bága af- komu kaupfélaganna. Sumar sög- urnar sögðu, að Sambandið skuld- aði 14 miljónir, en aðrar sögðu 18 og væri sú skuld mestöll í Landsbankanum. Ekki er ólíklegt, að einhverjir hafi trúað þessum frásögnum, ekki sízt eftir að yfir því var lýst á þingi í vetur, af foi-manni ísl. botnvörpuskipaeig- enda, að jafnvel hin auðsæla stór- útgerð væri komin á heljarþröm. En sögusagnirnar um hag Sam- bandsms höfðu reynzt í meira lagi ýktar. Skuldirnar höfðu að vísu aukizt mikið, enda enginn gengið þess dulinn, sem nokkuð þekkir til söluerfiðleikanna á bús- afurðum bænda. En þær voru þó ekki nema 6 miljónir í staðinn fyrir 18. Og sá kjarkur var í samvinnumönnunum, þrátt fyrir örðugleikana, að Sambandið, eitt allra verzlunarfyrirtækja í land- inu, taldi sig þess umkomið að birta reikninga sína opinberlega í víðlesnu landsblaði. Samvinnufé- lögin höfðu ekkert að dylja um meðferð sína á fjármunum á krepputímanum. Fleira hafði gjörst á þessum fundi, sem mátti vera mönnum, ánægjuefni. Innlendi markaður- inn fyrir fataefni úr íslenzkri ull var farinn að gefa talsverðar vonir. Eftirspurnin eftir fatnaði frá saumaverkstæði Gefjunnar hafði aukizt mikið. Reynsla síð- ustu'fnánaða sýndi, að íbúar höf- uðstaðarins voru farnir að sjá, að íslenzka efnið getur verið bæði haldgott og farið vel, ef smekk- lega er úr því saumað. Það heyrðist jafnvel, að reykvíska kvenþjóðin, sem enginn frýr vits að því er tízku snertir, væri farin að láta búa sér til sumar- kápur ur íslenzka eíninu. Og það var ekki þjóðræknin ein, sem liafði valdið þessu, heldur aðrir mannlegir eiginleikar, sem eru endingarbetri. Eins og kunnugt er þeim, sem í nærliggjandi héröðum búa eru nú tvær leiðir bílfærar milli Reykjavíkur og Borgarfjarðar. Önnur leiðin er til Þingvalla og þaðan um Kaldadal niður í Reyk- holtsdal. Kaldidalur, sem flestir hafa gjört sér einhverja hug- mynd um úr kvæði Gríms Tom- sens, Skúlaskeið, var ruddur og gjörður akfær sumarið 1929. Leiðin fyrir Hvalfj arðarbotn varð akfær í fyrrasumar. Er sú leið öllu styttri en ósléttari. Frá Reyjavík um Kaldadal norður til Akureyrar, eru nál. 500 km. Er sú leið öll greiðfær nú í sæmi- legri tíð, að undantekinni Holta- vörðuheiði sunnanverðii, þar sem landsfj órðunga skilur. Frá Akur- eyri er nú akfært austur á bóg- inn alla leið að Öxarfjarðarheiði og Hólsfjöllum í Norður-Þing- eyjarsýslu, því að Reykjaheiði, sem Skilur Þingeyjarsýslur, hefir verið rudd í sumar. En ógreiður er sá vegur enn. Frá Hólsfjöllum er, eftir því sem kunnugir rnenn segja mér, auðrudd leið yfir Möðrudalsöræfi áleiðis til Austur- lands og vantar þá veg um efsta hluta Jökuldals, til þess að Aust- firðingafjórðungur komizt í sam- band við aðalakvegakerfi lands- ins. En á Austurlandi er nú ak- vegur frá Reyðarfirði áð Smjör- vatnsheiði með álmum niður Skriðdal, upp með Lagarfljóti, niður Jökulsárhlíð og nokkuð fram á Jökuldal. Það er dálítið eftirtektarvert, að sú notkun þjóðveganna, sem langmest ber á a. m. k. um há- sumarið, eru ferðalög kaupstaða- búa, einkum Reykvíkinga, sem r.ú er innan handar að njóta fárra daga sumarleyfis jafnvel norður í Mývatnssveit eða við Ásbyrgi og Dettifoss. Þess mættu þeir Reykvíkingar minnast, sem hafa í fljótræði látið telja sér trú um, og ásakað Framsóknarflokkinn fyrir, að framlög ríkisins til sam- göngubóta, séu „blóðskattur“ á kaupstaðina, og komi eingöngu sveitunum til góða. Eins og kunn- ugt er dreymdi Jón Þorláksson, sem verið hafði landsverkfræð- ingur, ráðhérra og formaður fjöl- mennasta stjórnmálaflokks, í iandinu, um það árið 1925, að ef til vill yrði orðið bílfært til Akur- eyrar árið 1940. Þannig geta kraftar og framtak vinnandi þjóðar stundum yfirstigið út- reikninga hinna mestu fjárafla- manna. Við gistum í Reykholtsskóla og komum til Akure.vrar að kvöldi næsta dags. Dvöldum við í Borg- arfirði og urðum fyrir ýmsum töfum. En sömu leið milli Rvíkur óg Akureyrar óku Vilhjálmur og einn af starfsmönnum hans við Kaupfélag Eyfirðinga einu sinni í fyrra í einum áfanga á 18 klukkustundum, og skiptust þá á við stýrið. v Á Akureyri dvaldi ég þrjá daga að þessu sinni og sat fund með fulltrúaráðum Framsóknar- félaganna í Eyjafjarðarsýslu og Akureyri, sem boðaður hafði ver- ið rétt eftir heimkomu þingmann- anna af Alþingi. I júnímánuði var einmuna tíð um allt Norðurland, hlýindi, þurkar og spretta góð, einkum á túnum. Um það leyti sem ég Læknauppreisnin 1929 í níunda kafla í skrifunum um landsreikninginn 1930 gerii Mbl. að umtalsefni XXXII. athugas yfirskoð- unarmannanna, sem er fyrirspurn til stjórnarinnar um, hvernig á því standi að héraðslæknirinn í Kefla- víkurhéraði hafi ha;rri laun en fylgi því embætti. Svar stjórnarinnar cr á þessa leið: „Eft.ir að Sigvaldi Kaldalóns hafði sótt. um og fengið veitingu fyrir Keflavíkurhéraði, tilkynnti hann heilbrigðisstjórninni, að hann óskaði að fá að setjast aftur í sitt gamla læknisliérað vegna þcirra óþæginda, er liann yrði að þola af hálfu þeirra manna, or vildu hinda hendur lieil- 'nrigðisstjórnarinnar um veitingu Keflavíkurhéraðs. Heilbrigðisstjórnin tilkynnti þá lækninum, að ekki þætti frert, að neita lionum um að íá aftur Flateyjarhérað, en jafnskjótt og hann hefði fengið vcitingu fyrir því, myndi verða notuð lieimild stjórnarskrárinnar til að llytja hann dvaldi á Akureyri, var almennt farið að slá nýræktartún í Eyja- firði og á einstaka bæ var taða hirt þá daga. Frá Akureyri fór ég í bifreið austur i Mývatnssveit á tæpum 5 klukkustundum. Þá hélzt enn sólskinið og útlit hið bezta með heyskap. Á einum bæ þar, Vog- um, hafði verið byrjað í túni 13. júhí og búið að hirða mikið af því. Var það talið eins dæmi í manna minnum. Þaðan fór ég á hesti yfir Mývatnsöræfi, sem leið liggur yfir Jökulsá á ferju aust- ur á Hólsfjöll og þaðan niður yf- ir Búrfellsheiði, sem er langur fjallvegur og fáfarinn og kom til Þórshafnar á Langanesi þann 25. júní. Þá var sláttur almennt að byrja í Þingeyjarsýslum, en þá voru líka þurkarnir búnir. Taða, sem slegin var fyrstu dagana, eftir að norðanáttin hófst, hirtist ekki fyr en á lok júlímánaðar, þá víða stórlega hrakin. Voru þó góð veður lengst af og ekki stórrign- ingar að ráði, en tæplega þurk- dagur, sem notandi væri, mestan hluta júlímánaðar. I óþurkahéröðum eins og t. d. i Norður-Þingeyjarsýslu og neð- anverðu Austurlandi, þar sem þokan er áleitnust, er heyþurk- unin ávalt eitt aðaláhyggjuefni bændanna. Atorkusömum mönn- um, sem unnið hafa að ]jví baki brotnu árum saman að færa út túnin, blæðir fátt meira í augum en að sjá töðuna ljágræna velkj- ast og fölna á ljánni og þorna og rigna á víxl, þangað til hún er orðin að hálfónýtu fóðri. Vot- heysgerð er víða reynd, en fáa þekki ég, sem nota vothey að nokkru ráði handa sauðfé sínu, sem þó er aðalbústofninn í þessum héröðum. Margir höfðu lesið með mikilli eftirtekt grein Árna Eylands um heyverkunar- aðferðir, sem birtist í Tímanum í vor. Menn vonast sífellt eftir því að geta áður en langt líður boðið illviðrunum birginn á sama hátt og þeir hafa nú flestir yfir- bugað þúfurnar, sem áður töfðu túnasláttinn um helming. (Meira). G. G. -----0----- milli jafngóðra embætta. Beygði læknirinn sig fyrir þeirri vissu og var þó sleppt því formi að láta fara fram nýja veitingu honum til lianda, en laun lians í Keflavíkur- héraði ókveðin hin söniu og honum bar í Flateyjarhéraði". Um þetta segir svo Morgunhlaðið ineðal annars: „Keflavíkurdeilan svo nefnda er mönnum enn í fersku minni. — Stjórnin neitar að veita Jónasi Kristjánssyni héraðslæknis- emhættið í Keflavíkurhéraði, enda þótt allra dómur væri sá, að honum liœri embættið. En Jónas Kristjáns- son var pólitískur andstæðingur dómsmálaráðherrans, er hafði veit- ingarvaldið. Og til þess að þurfa ekki að veita þessum pólitiska and- stæðing sínum emhættið, þröngvaði dómsmáiaráðherrann Sigvalda Kalda- lóns til þess að taka embættið“. — Kemst svo Mbl. að þeirri niðurstöðu að stjórnin hafi „beinlínis stolið‘“) launamismuninum úr ríkissjóði. Ummæli þessi eru tilfærð að öðr- um þræði til þess að menn veiti oftirtekt þeim óskaplegu gífuryrðum sem einkenna skrif Mhl., en þó einkum vegna þess, að hlaðið held- ur því fram, að það liafi verið af póiitískri óvild gegn Jónasi Iírist- jánssyni, að dómsmálaráðherrann veitti honum ekki Kcflavíkurhérað. En hver maður, sem nokkuð þekkir til pólitískrar afstöðu hér á landi og satt vill segja, veit, eftir rólega athugun, að ef pólitískar ástæður hefðu ráðið veitingunni, þá hefði fátt, verið hagkvæmara fyrir póli- tíska aðstöðu Framsóknarflokksins í Skagafirði, heldur en einmitt það að veita Jónasi Krist.jánssyni Keflavík- urhérað. í Skagafirði hafði .1. Kr. töluverð áhrif, en þetta hérað var, eins og líka siðustu kosningar sýndu, alveg á takmörkum um flokkafylgi. Hinsvegar var það vitað, að þrátt fyrir hina sívaxandi óá- nægju með Ól. Thórs og ihaldið, þá myndi þó líða eitt eða máske tvö kjörtímabil þangað til þetta hér- að ræki Ól. Thórs af liöndúm sér. Auk þess var Jónas Kristjánsson al- veg ókunnugur í Kjósar- og Gull- hringusýslu og ekki beinlínis líkleg- ur til þess, eftir þingmannsfortíð sína og eftir að hafa fengið lausn •í náð hjá íhaldinu frá þingstörfum, að fá nokkur pólitísk áhrif í hérað- inu. Alit þetta veit Mbl. mæta vel. En það Iieldur þessu fram til þess að komast hjá því að tilfæra þá einu ástæðu, sem var þess valdandi, að livorki Jónasi Kristjánssyni né nokkrum öðrum, sem sótti um Kefla- víkurhérað og sendi umsóknina læknafélaginu, gat stjórnin veitt em- bættið. Stjórn iæknafélagsins hélt nfl. eftir öllum umsóknunum nema einni eða tveimur og sviíti stjórnina þar með þeim rétti að mega sjálf velja úr umsækjendunum. Annað- hvort varð stjórnin að veita þeim manni sem stjórn læknafélagsins sendi umsókn frá, og þá um leið raunverulega að afsala þeim rétti í hendur iæknafélagsins, sem þjóðin og þingið hafði falið henni að varð- veita, eða þá í eitt skifti fytir öll sýna það að hún viðurkenndi ekki rétt læknaiélagsins til þessara að- fara með því að veita engum þeim lækni emhættið, sem sótti um það til læknafélagsins. Sigvaldi Kalda- lóns var sá eini læknir sem sendi umsókn sína til stjórnarinnar. Hann var því hinn eini löglegi umsækj- andi og honum einum gat og varð því stjórnin að veita embættið. En þessa ástæðu þorir Mbl. ekki að tilfæra og hefir með því viður- kennt að jafnvel það lítur svo á, sem aðfarir læknafélagsins séu ekki framhærilegar og þoli ekki að verða almenningi kunnar í þessu sam- bandi. þessi rakaíölsun Mbl. sýnir *) Leturbreyting Morgunblaðsins. að blaðið hefir ekki lengur þrek til þess að ganga á móti þeirri almennt viðurkenndu staðreynd, að tiltæki læknafélagsins hafi verið ólögleg til- raun til þess að hrifsa í sínar hend- ur af ríkisvaldinu og þá um leið þjóðinni rétt og vald, sem henni einni bar, og ef stjómin hefði látið undan og stjórn læknafélagsins iieppnast valdaránið, þá var skapað fordæmi fyrir aðrar stéttir embættis- manna til þess að fara eins að, og hrifsa til sín, úr höndum stjórnar- innar, óskorað veitingarvald fyrir sína stétt. Og eins og alment er vitað og svar stjórnarinnar hér að f raman her með sér, þá var ráðandi mönn- um í læknafélaginu full alvara með að knýja stjórnina til þess að láta undan og löghelga á þann hátt valdaránið. Sigvalda Iíaldalóns var af þessum mönnum gert svo erfitt fyrir, að hann treysti sér ekki til þess að haldast við í héraðinu og lýsti því þessvegna yfir við stjórnina að hann myndi sækja aftur um sitt gamla hárað. Ef tekizt hefði að flæma lækninn burtu úr Keflavíkur- héraði, er það sýnilegt, að erfitt eða alveg ómögulegt hefði orðið að fá annan lækni skipaðan í héraðið ó iöglegai^ hátt. Stjórnin lýsti þess vegna yfir þvi við S. Kaldalóns, að jafnvel þótt hún tæki umsókn hans til greina um Flateyjarhérað, þá mundi hún notfæra sér rétt sinn samkvæmt stjórnarskránni til þess að ílytja hann aftur í Keflavikur- hérað, en það var því aðeins hægt, að hann héldi sömu launum og fylgdu Flateyjarliéraði. Hjá þeim kostnaði sem leitt hefði aí þessu umstangi og flutningi, varð þó kom- izt með því að læknirinn heygði sig fyrir þessari yfirlýsingu og ófriður ráðamanna læknafélagsins sjatnaði smámsaman þegar þeir sáu að ekki var við lækninn að eiga um burt- flutning úr héraðinu, heldur stjórn- ina. í blaðaumræðum og tali manna á milli hefir þessi tilraun ráðamanna læknafélagsins til að hrifsa undir sig veitingarvaldið, verið nefnd „læknauppreisnin". — Og í fram- kvæmdinni varð það svo, aö mest bar þar á nokkrum mönnum úr læknastéttinni. En ó hinn bóginn er ]?að vitað, að íhaldsblöðin ineð Mbl. í hroddi fvlkingar, studdu þessa uppreisnartilraun af öllum mætti. Er það því afar eftirtektarvert, að Mhl. skuli nú með rakafölsun sinni viðurkenna að rök blaðsins þá, séu nú ekki lengur frambærileg. Allar líkur benda til þess, að helztu ráða- menn íhaldsins hafi stofnað til þess- arar uppreistar með ráðamönnum læknafélagsins og undirbúningurinn hafi verið langur og marghugsaður. þannig gat Sigurður Eggerz þess, sem að vísu var þá einungis barn ‘ í móðurkviði íhaldsins, á fjölmenn- um pólitískum fundi, sem haldinn var vorið 1928 í Borgarnesi, að þótt Jónas Jónsson dómsmálaráðherra þættist voldugur maður, þá ætti liann þó eftir að kúga læknana og það mundi honum aldrei takast. Virðist þvi svo, sem Sigurður hafi þá vitað hvað til stóð. Af því sem að framan er sagt,, er það nokkurnveginn ljóst, að ríkis- stjórnin á sízt af öllum ásökun skil- ið í þessu móli. Ríkisstjórnin hefir þar ekkert annað gjört en skyldu sína í því að vernda „þjóðskipulag- ið“, sem Mhl. er að minna menn á við allskonar tækifæri. „þjófaleitina eftir þeirri litlu fjárupphæð sem hér er um að ræða, ætti Mhl. að gjöra hjá þeim mönnum, sem veittu læknunum stuðning 1 hinni ógæfu- samlegu og mishepnuðu uppreisn þeirra gegn lögum og rétti. ------o------

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.