Tíminn - 20.08.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1932, Blaðsíða 1
<Ö)aíb*eri 09 afgreiðsluma&ur £ í m a n s et Hannneicj £>orsteinsoóttir, £cefjargötu 6 a. ííeyfjaníl. ^fereibsía I í-m a n s er í £a>f jaraötu 6 a. <l)pin óa$lega fL 9—6 Sírai 2353 XVL árg. Reykjavík, 20. ágúst 1932. 36. blað. I IFridur Að vonum hefir nokkuð verið um það rætt hverskonar friður fylgi flokkasamstarfi um stjórn- armyndun, og hefir jafnvel nokk- uð á því brytt, að einstaka mað- ur ótaðist að nú hæfist friðaröld eftir hinn mikla ófrið, sem ríkt hefir undanfarið í islenzkum : stjórnmálum. Það væri ögn ergi- ; legt ef nú skyldi verða eitthvað ' friðsamlegra í landinu um skeið en verið hefir! Hvílík hætta fyr- ir okkar fámennu þjóð, afkomu hennar og menningu! Annars hefir nú ófriðarhættan hingað til helzt verið talin áhyggjuefni. Það er vitanlegt, að þegar flokkar hafa samstarf um stjórn- armyndun, að þá hafa samsteypu- stjórnir ýmist stuðning eða hlut- leysi þeirra flokka sem að henni standa. Og svo er um þá stjórn er nú situr við völd, að hún hef- ir ýmist stuðning eða hlutleysi þingmanna Framsóknarflokksins og' Sjálfstæðisflokksins, eins og berlega kom í ljós við atkvæða- greiðslu um vantraustsyfirlýsingu þá, sem þingmenn Jafnaðarmanna fluttu. Enginn Framsóknar- eða Sjálfstæðismaður greiddi atkvæði með vantraustsyfirlýsingunni. — Hitt er ekki óeðlilegt, að sumir þingmenn hétu stuðningi ráð- herrum síns flokks en hlutleysi öðrum ráðherrum meðan sam- starfið um stjórnarmyndun héld- ist. Samsteypustjórn er ekkert nýtt fyrirbrigði, hvorki hér á landi né annars staðar. í erfiðlrik- um áranna eftir stríðið voru sam- steypustjórnir myndaðar víða um lönd, og er það raunar upphaf þriggja manna stjórnar hér á landi í stað eins ráðherra. Fram- sóknarflokkurinn hefir oftar en einu sinni tekið þátt í samsteypu- stjórnum. Sigurður Jónsson, Pétur Jónsson frá Gautlöndum, Magnús Jónsson og Klemenz Jónsson voru allir ráðherrar Framsóknarflokksins í samsteypu- stjórnum. Hrein flokksráðuneyti hafa ekki verið nema tvö, ráðu- neyti Jóns Þorlákssonar (áður Jóns Magnússonar) og ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar. Svo eng- um þarf nú að bregða þó rás við- burðanna og nauðsyn nýs sam- hafi leitt til stofnunar nýs sam- steypuráðuneytis, enda var nauð- synin *svo rík, að sjaldan hafa þingflokkarnir verið betur sam- iriála um lausnina en nú. 1 þing- inu heyrðust ekki viðvörunarradd ir, heldur sættu allir sig vel við þegar sá hnútur leystist, sem kreppti að öllum þing og stjórnarstörfum. Meðan svo er að enginn þing- flokkur hafi hreinan meirahluta í báðum deildum þingsins og það er útlit fyrir að svo verði hér á landi í nánustu framtíð, verður ekki hjá því komist að þingflokk- ar hafi samstarf um stjörnar- myndanir og málalok. Og óhugs- andi er að það samstarf verði altaf á aðra hönd. Það verður eftir málavöxtuiri og hinu ríkj- andi ástandi á hvora höndina milliflokkur eins og Framsókn- arflokkurinn semur. Á hinu er ekki eins mikill munur og menn ætla, hvort 'stjórnarmyndanir sem tveir flokkar standa að, enda með flokksstjórn eða samsteypu- stjórn. Stuðningur heimtar tillit eins og jafnan hefir sýnt sig í íslenzkum stjómmálum. En tillit er engin spilling, því þó ríkis- stjórn sé skipuð af mönnum eins flokks, þá er henni skylt að vera landsstjórn og líta ekki til þeirra '' manna einna, sem fylgja henni við kosningar. . Við þetta verður að una hvort sem gott þykir eða illt, um ófyrir- sjáanlegan tíma, að ríkisstjórnir hér á landi verði, hvort sem þær eru taldar hreinar flokksstjórnir eða samsteypustjórnir, að hafa stuðning eða hlutleysi fleiri en eins flokks. En meðan samstarf í samsteypustjórn helzt, er þeim, sem að henni standa, skylt að sýna henni velvilja en ekki óvild. Þar með á eg ekki við, að allar aðfinnslur falli niður heldur hitt að ekki sé leitað að möguleikun- um til árása. Blöðum stuðnings- flokkanna er skylt samkvæmt þeirri ákvörðun, sem búið er að taká af þingflokkunum, að sýna alla sanngirni, vanda aðfinnslurn- ar og sleppa öllum tyllisökum. Það er hið rétta hugarfar og þjóðinni engin hætta af því búin. En hættulegt kann það að vera fyrir illindin í landinu, á sama hátt og einhver taldi hér um árið að brennivínstollurinn gæti orðið hættulegur fyrir drykkjuskapinn. Það hefir þegar sýnt sig að sameiginlegra átaka er þörf og þau hafa jafnvel þegar leitt til góðs árangurs. Á þinginu þurfti samstarf uro sparnað og tekju- auka og verður ekki annað sagt en að góður árangur hafi af hlot- izt. Um fisksöluna þurfti samtök í stað togstreytu og hefir -þar orðið góður árangur. Hinu nýja fisksölusamlagi er stjórnað af ágætlega hæfum mönnum og er árangurinn um stöðugt og sæmi- legt verðlag þegar jafnvel betri en vonir stóðu til. í tollasamning- úm við útlönd er rík þörf sam- starfs milli aðalatvinnuveganna og stjórnmálaflokkanna og þó ekki sé víst-um úrslit þá veit ég, að árangurinn verður betri en nbkkurntíma gat orðið með inn- anlands reipdrætti og sifelldu pexi. Þá vil eg nefna mál sem heimta samstarf, þó það sé nokk- uð örðugra í þeim efnum, en það eru atvinnumálin, atvinnuleysið í kaupstöðunum og ill afkoma land- búnaðarins vegna verðhruns á af- urðum, — og loks kjördæmamál- ið, seiri komið er í það horf, að þjóðinni og öllum stjórnmála- flokkum er það fyrir beztu að það leysist fyr en síðar með sam- komulagi. Þörfin á samstarfi er ótvíræð, og illt verk að vekja óþarfa úlfuð á slíkum hættutímum. Það eru aðrar hættur stærri en sá friður, sem samtökum fylgir. Framsókn- arflokkurinn hefir tekið þá á- kvörðun, að freista samstarfs við aðra um hin sérstöku viðfangs- efni þessara tíma og sú ákvörðun gildir fyrst uiri sinn til næsta þings, hverju sem þá fram vindur. Það er algerður misskilningur að stjórnarmyndunin þýði það, að Framsóknarflokkurinn hverfi frá sínu innra eðli. Það þarf ekki að óttast að allur þingflokkur Framsóknar taki ákvörðun, sem feli slíkt í sér. Flokkurinn hefir þrásinnis áður haft samstarf við aðra flokka, og engum komið til hugar, að því fylgdi neinn klofn- ingur. Um þjóðmál og stefnu- skrá er samkomulag svo gott sem vænta má, innan svo stórs þing- flokks, og sá ágreiningur, sem um er talað, nær vart út fyrir aðferðir, sem beitt er, og mann- tafl stjórnmálanna. Eg hygg að aldrei verði hjá nokkrum ágrein- ingi komizt, og gott þegar hann snertir vart hin stærri þjóðmál. En því bið eg menn taka vára fyrir, að halda að allt sem rifist er um séu þjóðmál eða stefnu- mál. Ymislegt það, sem eingöngu á persónulegar rætur er svæsnast og stundum mest áberandi í við- ureigninni. Framsóknarflokkurinn er bænda- flokkur, bænda til sjávar og sveita, samvinnuflokkur , hvort sem samvinnan er um verzlun eða framleiðslu, í sveit eða kaupstað. Hann er auðjöfnunarflokkur, er vill vinna að því, að kjörin verði sem jafnbezt, en trúir hvorki á algerðan ríkisrekstur né einbert einstaklingsframtak til að skapa beztan árangur, heldur einstak- lingsrekstur um hina smærri framleiðslu og vaxandi samvinnu í hinum stærri atvinnugremum. Hann er menningarflokkur og vill vinna að því, að sem flestir verði aðnjótandi þeirra lífsgæða, sem hvorki verða mæld eða vegin. Siðmenning stjórnmálalífsins er honum ekki óviðkomandi, og er líðan manna í landinu mikið und- ir því komin að viðureignin sé drengileg og svo ópersónuleg sem unnt er í fámennu landi. Fram- sóknarflokkurinn mun halda fast á stefnumálum sínum og sækja í áttina, þó tímarnir séu erfiðir. Ásgeir Ásgeirsson. ------o------ Þverárbrúin Utan or heimi Á morgun vígir atvinnumálaráð- hérra, porsteinn Briem, hina ný- reistu brú á pverá í Rangárvalla- sýslu. Án alls efa verður þar fjölmennt. Rangœingar koma þar fyrst og fremst til að fagna hinni nýju brú. Áratug eftir áratug hafa þeir mátt tefla á tvœr hættur þegar þeir hafa þurft að sækja yfir þverá. og þeir hafa oft þurft að sækja yfir ána. Hún skilur i sundur hreppa svo nokkur hluti bænda úr þrem hrepp- um hafa þurft að sækja yfir hana til allra mannfunda innan hrepps. Hún klýfur í sundur land margra jarða, svo að bændurnir hafa orðið að sækja yfir hana, til að geta nytj- að alt land sitt, og hún hefir ,nú síð- ustu árin \erið sá þröskuldur, sem bílarnir, sem austur í Skaftafells- sýslu hafa ætlað, hafa stöðvast við og loks er pverá óhemja sem tekur á sig niargskonar líki, og sem ekki heldur sömu mynd stundu lengur. Hún hefir- því ekki verið neitt lamb að leika sér við. Hún hefir verið hamhleypa. Og jafnframt. því sem þverá er nú brúuð -. eru byggðar bryr á Affallið og Álana. Og þó þeir nú um sinn hafi ekki verið likir þverá, hvað illsku og dutlunga snertir, þá var það bara stundar friður. Báðar þær ár geta. líka verið dutlungasamar, og hafa oft verið þið, sérstaklega þegar pverá og Markarfljót egna þær upp. það er því ekki undarlegt þó Rangæingar verði glaðir á morgun. Við mcnnirnir gleðjumst af engu frekar, en fengnum sigrum, sigrum, sem í andlegum eða líkamlegum Þýzkaland. Á alþjóðafundinum í Lausanne í Sviss í s.l. mánuði varð sam- komulag um að gefa Þjóðverjum eftir stríðsskaðabæturnar, nema 3 miljarða marka, sem eiga að greiðast eftir hentugleikum og verða sjálfsagt aldrei borgaðir. Sennilegt er að kosningarnar í Frakklandi í vor og hinn nýi frjálslyndi forsætisráðh. Frakka, Herriot, hafi átt sinn þátt í þess- ari lausn. En yfirleitt voru allir, sem skyn báru á þessi efni, hætt- ir að trúa því, að skaðabæturn- ar yrðu nokkurntíma greiddar. Það var hin nýja þýzka minna- hlutastjórn, sem kennd er við von Papen, sem v'arð fyrir því láni að færa þýzku þjóðinni heim samninginn um afnám skaðabót- anna. Rétt eftir að kunn urðu úrslit- in frá Lausanne gekk þýzka þjóð- in til kosninga, sunnudaginn hinn 7. ágúst. Allar þingkosningar í Þýzkalandi fara fram á helgidegi. Urslitin urðu svipuð og vænta mátti eftir forsetakosningunni í vetur. Fascistaflokkur Hitlers varð langsamlega fjölmennastur, ræður yfir 230' (við síðustu kosn- ingar 107) atkvæðum í þinginu. Næst fjölmennastir eru jafnaðar-1 menn með 130 þingsæti. Þriðji stærsti flokkurinn eru kommún- istar með 89 þingsæti, og eru þeir eini flokkurinn, auk Hitlersmanna sem bætt hefir við sig atkvæðum. Fjórði í röðinni er svo katólski miðflokkurinn, flokkur Briinings, sem af völdum lét í vor, og hefir 75 þingsæti. Þrátt fyrir hina gíf- urlegu fylgisaukningu hafði Hitl- er þó ekki atkvæðamagn til stjórn armyndunar, nema því aðeins að kommúnistaflokkurinn yrði leyst- ur upp með lögum eins og í Finn- landi. Eftir ýmsum fyrri tiltekt- um Papenstjórnarinnar, álitu sum ir að hún myndi grípa til þess ráðs. En það hefir ekki orðið ennþá. Papen, sem skipaður var ríkiskanzlari, af forsetanum, í trássi við meirahluta þingsins, situr enn við völd. Enginn veit hvaða fylgi hann hefir í hinu ný- kosna þingi. Áður taldi Papen sig til katólska miðflokksins, og studdi Bruining, en stjórnarfor- ystuna tókst hann á hendur á móti vilja flokksins, eftir því sem flokkurinn hefir látið yfir lýsa í blöðum sínum. Stjórn v. Papens er hervalds- stjórn og stýrir landinu með harðri hendi. Eftir þingkosning- arnar í Prússlandi í vor, er ekki tókst að fá hreinan stjórnar- meirahluta, tók stjórn alríkisins til sinna ráða og setti ráðherrana, sem voru jafnaðarmenn, frá völd- um. Sumir þeirra neituðu að hlýða, en voru teknir úr ráðherra- stólunum með hervaldi og fluttir í fangelsi. Höfuðborgin, Berlín, var lýst í hernaðarástandi, og hið prússneska lögregluvald þar með flutt í hendur ríkishersins. Og það er ríkisherinn, eða for- ráðamenn hans,. sem nú ráða í Þýzkalandi. Þýzki ríkisherinn (Reichswehr) var stofnaður eftir Versalasamn- ingana. Samkvæmt friðarsamning unum máttu ekki vera í þeim her nema 100 þús. manns og annan her máttu Þjóðverjar ekki haí'a. Þessi fávíslega ákvörðun sigurvegaranna hefir orðið afleið- ingarík. Þvert á móti ætlan manna varð hún til að auka hernaðarhug hinnar þýzku þjóð- ar, sem þó í rauninni var búin að fá meira en nóg af ófriði. Það eru Versalasamningarnir sem hafa skapað Stálhjálmafélagið og Fascistaflokkinn, sem æft hafa á laun og nú hafa undir vopnum, þrátt fyrir samningana, 400 þús- undir manna. Þýzka ríkið ber ekki ábyrgð á þeim her. Það hefir ekki, svo að vitað sé, brotið samningana. En af þessum ástæu- um vofir nú borgarastyrjöid yfír hinni þýzku þjóð. Aldrei hefir þyngri ábyrgð lagst á gamalmennis herðar en nú á herðar Hindenburgs, hins hálfníræða ríkisforseta Þýzka- lands. Oft hefir þýzka þjóðin átt mikið undir hans forsjá. Það var hann, sem á stríðsárunum stýrði hinum sigursæla her, sem árum saman var talinn óvinnandi. Það var hann, sem einnig leiddí þenn-. an sama her, sigraðari, hrjáðan og hungrandi til baka inn í stjórn laust land, með örvæntíngu á hverju heimili. Það var hann, sem allir þeir, sem ekki vildu láta landið fljóta í blóði í annað sinn, treystu bezt til að vernda lýð- veldið, á sl. vetri. Fyrsta verk hans eftir að hann hafði verið kjörinn forseti í annað -sinn, var að snúast gegn sínum traustustu fylgismönnum. Því er von að margur spyrji: Á svona gamall maður svona mikið traust skilið? Síðustu skeyti frá útlöndum herma, að Fascistaforinginn Hitler hafi gengið á fund stjórn- arinnar og forsetans og foorið fram furðulegar kröfur. Hann krefst þess, að sér verði fengin í hendur völd, samskonar og Mussolini hafi í ítalíu. Þeirri kröfu var vísað á bug og ríkisfor- setinn bauð uppreisnarmanninum ekki sæti. Bráðabirgðalög hafa verið gefin út um dauðahegningu fyrir ofbeldisverk. Nafn Hinden- burgs skipar hásætið. En von Sleicher hershöfðingi, undirhygg- jumaðurinn, sem felldi Briining, stjórnar landinu. Hann hefir rík- isherinn í hendi sér. Ríkisherinn er nú orðinn sterkasta pólitíska valdið í jafnaðarmannaríki Eb- erts. Það eru aðeins 100 þúsund- í ir, en valinn maður í hverju rúmi. sem allir stefna áð. Nú er einum slíkum sigri náð. Ein stóráin beizl- uð, einum farartálmanum hrundið úr vegi, og nokkrum hluta þjóðar- innar gert mögulegt að lifa betra lifi en áður. Yfir þessu gleðjast all- ir, — allir sem unna landi og þjóð. Og Rangæingar hafa alveg sér- staka ástæðu til að að gieðjast af þessari brú. þetta er þeirra brú. Ekki aðeins af þvi að hún er hjá skilningi færa oss nær því takmarki þeim, og bætir lífsmöguleika þeirra í framtíðinni, heldur fyrst og fremst af því að brúin er þeirra verk. Að vísu er ekki að efa það að þessar brýr hefðu verið lagðar einhvem- tíma. pað hefði einhverntíma komið röðin að þeim. En eins víst og það er að. röðin átti fyrir löngu að vera komin að þeim, eins óvíst er 1 hitt hvenær hún hefði verið látin koma að þeim ef Rangæingar hefðu ekki sjálfir langt féð fram í bili, svo brú- in gæti komizt upp strax i sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.