Tíminn - 27.08.1932, Síða 1

Tíminn - 27.08.1932, Síða 1
» ©jaíbferi 09 afgrci&slumafcur Cimans tt Hannueig p 0 r s f ei nsö&tíir, Carfjargötu 6 a. JíeYfjainf. 2Kfgtci6eía £ i ni a n s er t €aef jargðtu 6 a. ©pin öaglega- fl. 9—6 Siriti 2353 XVI. árg. Reykjavík, 27. ágúst 1932. 37. blað. Frá Bandaríkjunum berast nú þær fréttir í síðustu símskeytum, að fólksstraumurinn þar úr sveit: unum til borganna sé stöðvaður. Árið, sem leið, hefir fleira fólk flutzt úr borgunum til sveitanna en úr sveitunum til borganna. Mörgum, sem berast þessi tíðindi til eyrna, verður sjálfsagt að spyrja. Hvenær kemur að því hér á landi, að fólksstraumurinn stöðvist úr sveitunum til kaup- staðanna ? í fulla tvo áratugi hefir þessi mikli fólksflutningur úr sveitun- um á mölina við sjóinn verið mönnum áhyggjuefni. Árið 1910 áttu tveir þriðju hlutar þjóðar- innar lieima í sveit, nú um 2/5 hlutar. Þá hafði Reykjavík 12 þúsundir íbúa, nú 30 þúsundir. Beztu og framsýnustu menn þjóðarinnar hafa alltaf talið þessa tilfærslu fólksins mjög athuga- verða. í upphafi voru aðallega færðar fram tvær ástæður fyrir þeirri skoðun. Reynslan þykir hafa sannað það í flestum lönd- um, að sveitalífið ali upp yfirleitt hvaustara fólk og tápmeira and- lega og líkamlega en bæjalífið, og' að þol kynstofnsins sé nokkuð undir því komið, að áhrif sveita- upjríldisins séu ekki rýrð til mik- illa muna. Er það líka staðreynd, að flestir foreldrar, sem ráð hafa á, senda börn sín í sveit á sumr- in, til að efla hreysti þeirra. Hin ástæðan og sú, sem strax vaf til- finnanleg, var það tap á vinnu- krafti, og þar af leiðandi kaup- hækkun, sem hlaut að koma all- þungt niður á bændastétt, sem bjó á óræktuðu landi og ekki gat, svo að teljandi vær, notað vélar í stað mannsorku. En nú allra síðustu árin er komin þriðja ástæðan til viðbót- ar, sem sýnir enn betur en hinar, hversu hinn öri fólksflutningur úr sveitunum er liættulegur. Áður fyr, á meðan útvegurinn óx hröð- um fetum og markaður var rúm- ur fyrir íslenzkar sjávarafurðir, fékk flest af því fólki, sem yfir- gaf sveitirnar, fljótlega atvinnu við sjóinn. Verkefnin voru ærin — að vísu misjafnlega gæfuleg — við sjávarsíðuna. Mikið af hinum aðflutta vinnukrafti fór í sjálfa framleiðsluna. Sumt fór til þess í bráðina að. byggja upp ný heimili í kaupstöðunum. Og loks hurfu margir inn í milliliðastétt kaupstaðanna, sem byggði tilveru sína á því, að breytt framleiðsla, og lifnaðarhættir hefðu í för með sér aukna verzlun. Um þá stétt má segja, að hún hafi farið vax- andi að sama skapi, sem trúin á landið fór þverrandi. Nú er viðhorfið breytt. At- vinnuleysi stórborganna hefir hafið innreið sína í íslenzku kaup- staðina. Nú er ekki lengur svo, að þeir, sem á mölina koma, eigi nokkurn veginn víst að fá at- vinnu. Þvert á móti á það fólk nú í flestum tilfellum alveg víst að fá ekki atvinnu, og a. m. k. oftast því aðeins, að það verði á kostnað einhverra, sem fyrir eru. Þannig magnast nú með degi hverjum hin nýja hætta af fólks- straumnum úr sveitunum. Kaup- staðafólkið, sem vissulega þarf á allri þeirri atvinnu að halda, sem til fellst á staðnum, lítur, sem eðlilegt er, þá nýaðkomnu horn- auga. Og sjálfum þeim, sem hafa yfirgefið heimili sín í sveitunum, er beinn voði búinn. Sjávarút- vegurinn getur ekki bætt við sig mönnum eins og stendur og óvíst, að hann geti það í næstu fram- tíð, svo að nokkru nemi. Og nýir atvinnuvegir, svo sem iðnaður, sem vafalaust verður eitt aðal- framtíðarúrræði þjóðarinnar, eru enn ekki komnir það á veg, að þeir lcomi til greina í þessu sarn- bandi. Það eru hryggileg örlög, sem nú á næstunni bíða atvinnuleitar- mannanna úr sveitunum. 1 raun- inni ekkert annað en að láta skrá sig á skýrslur sem atvinnu- lausa sjómenn eða evrarvinnu- menn, og kvenfólksins að vera matvinnungar við gólfþvott eða matreiðslu hjá efnuðum kaup- staðafjölskyldum. Endirinn er þá óhjákvæmilega sá, að meira og minna af þessu fólki verður að liverfa heim í átthaga sína sem þurfamenn. Ýmsir standa í þeirri trú, að hin löngu yfirfyllta milli- liðastarfsemi, geti enn veitt nýj- um mönnuni brauð, og sumum tekst jafnvel að hola sér þar inn með einhverju móti.. En frá sjón- armiði þjóðfélagsins er viðbót við milliliðastéttina — og hefir verið árum saman — ekkert ann- að en dulbúin opinber framfærsla, og því hættulegri en önnur opin- ber framfærsla sem almenningur "gjörir sér ekki grein fyrir, að hún sé það í raun og veru. Eins og allir vita, er það sér- staklega unga kynslóðin, sem á undanförnum árum hefir yfirgef- ið gömlu heimilin í sveitunum. Hún hefir stofnað ný heimili við sjávarsíðuna og leitað þangað lífsskilyrða, sem ekki þóttu vera fyrir hendi á æskustöðvunum. Sumpart hafa æskuheimilin ekki getað veitt þessu fólki atvinnu, sem nægði til þess fjárhagslega séð, að fullnægja kröfum þess. Og sumpart voru ekki þeir stað- hættir fyrir hendi, að mögulegt væri að fullnægja þessum kröf- um, jafnvel þó hægt væri að yfir- stíga hina fjárhagslegu örðug- leika. Það þýðir ekkert að telja sér trú um annað eins - og það, að hægt sé að koma í veg fyrir þennan útflutning frá gömlu heimilunum. Fólksfjölgunin í sveitunum er það mikil og löng- un manna til að lifa sjálfstæðu lífi svo rík, að óhjákvæmilegt er að hin nýja kynslóð myndi að meira eða minna leyti ný heimili. Vinnuhjúaöldin er liöin og kem- ur aldrei aftur. Menn og konur nútímans sætta sig ekki við það að vera aiia æfi í vinnumennssiu lijá foreldrum sínum og systk'yn- um. Og eins og nú er komið bar- áttunni um skipting framleiðslu- verðmætanna í landinu, eru ekki horfur á að sveitabúskapur með mörgu launuðu verkafólki muni verða til mikillar farsældar í fram tíðinni. Fyrir þá, sem bera hagsmum landbúnaðarins fyrir brjósti, er óhjákvæmilegt að svara spurning- unni: Hvað á að verða um unga fólkið í sveitunum, sem á ári hverju hverfur frá foreldrum og vandamönnum í leit að nýju lífi' og nýjum viðfangsefnum ? Hvað á að verða um þessa ungu menn og konur, sem flestir eru sammála um að ekki eigi að hverfa til kaupstaðanna ? Og hvað á að verða um þetta uppvaxanda sveita fólk, ef kaupstaðimir geta ekki einu sinni veitt sínum eigin börn- um skilyrði til að afla sér lífs- viðurværis?*) Á næstu árum hlýtur það að verða eitt aðal viðfangsefni í ís- lenzkri landbúnaðarpólitík að skapa skilyrði til þess að unga kynslóðin, það fólk, sem við bæt- ist þann mannfjölda, sem nú er í sveitunum, þurfi ekki og óski ekki eftir að flytjast úr sveit- unum, að það geti skapað sér þar heimili og fengið þar þau lífsskilyrði, sem algengt nútíma- fólk gjörir kröfur til. Það þarf að nema burtu það ástand, að ald- urhnignir og vinnulúnir foreldr- ar þurfi að þola þá raun, að horfa grátnum augum á bak börnum sínúm út úr því um- liverfi, sem þeim væri æskilegast og ofan í vonlausa baráttu við bágstadda atvinnuleitarmenn kaup staðanna. Með þeim mörgu umbótum, sem gjörðar hafa verið í landbún- aðarlöggjöf síðustu ára, hefir Framsóknarflokkurinn, með stuðn ingi mikils meirahluta af bænd- um landsins og góðum skilningi margra kaupstaðarbúa, komið í kring stórfelldum framkvæmdum. í þá átt, sem nauðsyn bar til. Sú viðreisn, sem þegar er orðin, var hafin, þar sein þörfin var mest. Fyrsta verkefnið hlaut að verða, að skapa skilyrði til sæmi- legrar afkomu á þeim heintilum, sem til voru. Samgöngurnar hafa verið bættar. Landbúnaðinum var opnaður aðgangur að pen- ingastofnunum þjóðarinnar, láns- fénu, sem bankarnir hafa fengið til umráða á byrgð alls almenn- ings. Bændunum hafa verið fengn ir möguleikar til að breyta út- engjaheyskapnum í heyskap á ræktuðu landi, samfara notkun tilbúins áburðar. Hið opinbera hefir greitt fyrir innfluttningi og kaupum á vélum til jarðvinnslu og heyskapar. * Með byggingu frystihúsa og mjólkurbúa hefir verið gjörð bylting í hagnýting framleiðslunnar og nú síðast hef- ir verið gjörð tilraun til að flytja inn erlendan fjárstofn í því skyni að auka afurðir af sauðfénu. Samhliða hefir verið framkvæmt stórkostlegt átak í því að vinna að endurbyggingu íbúðarhúsanna á hinum gömlu heimilum. Samfara þessu liafa verið stig- in mikilsverð spor í þá átt, að skapa í sveitunum þau menning- artæki, sem gjöra sveitalífið að- laðandi. Þar má nefna útvarpið og hið stóraukna símakerfi, sem brýtur niður einangTun sveit- anna. En sú af þessum umbótum, sem næst stendur því hlutverki, sem nú er framundan, eru vafalaust héraðsskólarnir. Það er engum - efa bundið og hlýtur að verða al- mennt viðurkennt, er stundir líða, að án héraðsskólanna, væri al- gjörlega óvinnandi að tryggja sveitunum hina ungu kynslóð. *) Reykjavikurbær greiðir nú sem stendur 30 þús. kr. vikulega til at- vinnubóta. Reynzlan sýnir, að allur þorri þeirra, sem leita sér menntunar í skólum höfuðstaðarins, hlýtur vegna námskostnaðarins að sog- ast inn í dýrtíðina þar. 95% af íslenzkum bændum hefir eltki efni á að kosta börn sín í kaup- staðarskóla. Það hefir ekki verið óalgengt fyrirbrigði, að bændur úr sveit hafi tekið sig upp með fjölskyldu sína og flutzt búferl- um til Reykjavíkur, af því að þeir treystu sér ekki til að „mennta börnin sín“ í dýrtíðinni en stunda framleiðsluna, þar sem allir hlutir eru ódýrir. En um þau spor, sem stigin hafa verið til viðreisnar landbún- aðinum á síðustu árum, verða menn að hafa hugfast, að það eru aðeins fyrstu sporin. Ef ein- hverjir skyldu halda, að verkefni löggjafarinar fyrir landbúnaðinn séu nú þegar tæmd, er þar um mikla fásinnu að ræða. Fleiri verkefni og enn stærri híða fram- undan. Og fyrsta stóra verkefnið er að skapa nýju heimilin fyrir ungu kynslóðina, heimilin, sem eiga að taka við fólksstraumnum, sem nú fer til kaupstaðanna. Þessi nýja byggð má af eðli- legum orsökum ekki verða á sama hátt og sú, sem nú er fyrir í sveitunum. Viðhorfið er annað nú en fyrir 1000 árum, þegar landnemarnir byggðu hina mörgu dreifðu bæi við ár og læki,- þar sem nóg var um útengjaslægjur. Forfeður vora óraði ekki fyrir akvegum, símakerfi eða neinu, sem nefndist aðstaða til að koma íramleiðslunni á markað. Enginn gat ætlazt til þess af þeim, að þeir veldu bæjum sínum stað með tilliti til rafvirkjunar eða hagnýtingar hveraorku. En þegar landnám ungu kyn- slóðarinar hefst hér á landi á næstu árum, er skylt að taka til- lit til alls þessa, sem forfeður vorir þekktu ekki og gátu ekki þekkt. Og þetta landnám verður að hefjast og hlýtur að hefjast inn- an skamms, ef ekki á að stofna æskulýð sveitanna í voða. Hið opinbera verður að leggja sinn skerf til þess eins og það uú hefir viðurkennt nauðsynma á að færa sveitabýlin, sem fyrir eru, í nútímahorf, eins og það hefir styrkt ræktunina á gömlu býlun- um og hjálpað til að byggja upp torfbæina. Ilin nýja byggð á, eftir öllum skynsamlegum rökum að dæma, að vera samvinnubyggð í svipuð- um stíl og sveitaþorp eru víðast erlendis. Á slíkum stöðum yrðu sameinaðir annarsvegar kostir fjölbýlisins í kaupstöðunum og hinsvegar hinir viðurkenndu yfir- burðir sveitalífsins. Með því móti getur vegalagming, einkasími, raf- magn og vélanotkun orðið ódýr fyrir hvern einstakling. Mörg heimili geta verið saman um út- varpstæki. Og samvinnu um sjálf- an búskapinn mætti koma við, þar sem hlutaðeigendum sjálfum þætti henta. Hið opinbera á sjálft og stend- ur til boða nægilega mikið af ræktanlegri jörð á beztu stöðum í landinu, til þess að nota í þess« skyni. Viðleitni landnemanna yrði á engan hátt haganlegar styrkt en að láta þeim í té þetta land með viðráðanlegum leigukjörum Sumir menn utan Mbl.-flokks- ins fá við og við dálitla bjart- sýniskennd viðvíkjandi leiðtogum íhaldsins. Þeir menn efa þá a. m. k. í bili að rétt sé hin forna og viðurkennda lífsregla Tímans, að allt sé betra en íhaldið. Það er ekki rétt að gera íhald- inu rangt til fremur en öðrum, og það því fremur, sem það hef- ir viðurkenndan bagga að bera. Mér kom þess vegna til hugar, að gera einskonar yfirmat á í- haldinu og byggja það á endur- minningum úr ferð um nokkurn hluta landsins síðustu vikur. Ég ákvað að athuga verkin sjálf, staðreyndirnar um það, hversu gefist liafi ráð íhaldsins í þjóð- málum hér á landi. Þetta verða sundurlaus dæmi. En þau sýna nokkuð um það, hvernig ráðstaf- anir íhaldsins reynast þjóðinni. Eg kem fyrst á Þingvöll, helgi- stað íslendinga. Vellirnir eru nú sléttir orðnir og vafðir grasi. Heyið er notað fyrir búin á Víf- ilsstöðum og Kleppi. Byggingarn- ar eru á smekklegum stöðum, vegir um þingstaðinn, bærinn endurbyggður þannig, að prýði þykir að. Hreinlætis og reglusemi gætir allsstaðar. Helgi staðurinn er svo um genginn, sem hæfir frjálsri og menntaðri þjóð. En íhaldið hefir barizt á móti verndun Þingvalla og hverri um- bót þar. Ef íhaldið hefði ráðið, væri Þingvöllur nú yfirfylltur af óreglulega byggðum sumarskýl- um og livergi hlíft fegurð stað- arins eða söguminningum. Eg kem í Norðurárdal, og fer veginn nýja inn í Dalasýslu. Mér koma í hug endurminningar frá þinginu 1926. Þá var í fyrsta skifti Framsóknarmaður á þingi fyrir Dalasýslu. Jón Guðnason bar fram tillögu í fjárlögunum um fjárveitingu í Vesturlandsveg. Allir Framsóknarmenn og þing- maður verkamanna studdu tillög- una. Á móti voru allir íhaldsmenn í deildinni, svo og vegamálastjóri. Tillagan var samþykkt, byrjað á veginum og síðan haldið áfram, þannig að nú verður leiðin yfir fjallið fullgerð í haust. Hvað þýð- ir þessi vegur fyrir Dalamenn? Áður voru þeir einangraðir, bæði land- og sjóleið lá fram hjá þeim. Þessi vegur er brú inn í sýsluna, göng, högg-vin gegnum fjalla- virkin, svo að nú í fyrsta sinn eru Dalirnir búnir að fá beint og öruggt samband við önnur hér- uð. Eg kem að Laugum í Dalasýslu, þar sem fyrrum var alin upp Guðrún Ósvífursdóttir. Þar er samkoma, 500 manna, til að minn- ast þess, að æskumenn Dalasýslu hafa þá lokið vð að byggja hina mestu sundlaug, sem til er á erfðafestu, í því ásigkomulagi, sem aðgengilegt væri. Einn elzti og gáfaðasti maður þessa lands, þeirra er við opin- ber mál fást, sem vel þekkir til reynslu erlendra þjóða, sagði fyrir 6 árum við þann, er þetta ritar: Fólksflutningamir til kaup- staðanna verða aldrei stöðvaðir til fulls fyr en hér rísa upp sveitaþorp á Islandi. Sú spá mun rætast. Og til þess mun verða hafizt handa af þeim mönnum samhuga, sem íslenzkum land- búnaði vilja vel, og skynsamlegra úriausna leita á atvinnumálum þjóðarinnar. -----o-----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.