Tíminn - 03.09.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 145 klíku hér í Reykjavík, með Jón por- láksson og Eggert Claessen í broddi fylkingar. Sýnist sanni nær, að bændastétt landsins, sem upphaflega lagði fram mikið hlutafé af litlum efnum, og í mörg ár hefir haldið fé- laginu uppi með viðskiptum kaup- félaganna, væri ekki alveg fyrir borð borin af reykvískum bröskurum, sem láta blöð sín flytja skrumaug- lýsingar um erlend útgerðarfélög, sem Eimskipafélagið og ríkisútgerðin eiga í höggi við. Árásir Mbl. á Einar skipstjóra, Síðan Ægir var smíðaður og Einar Einarsson tók við skipstjóm, hefir tvennt gerst. Einar hefir orðið vin- sæll af sjómannastétt landsins og bátaeigendum fyrir framúrskarandi árvelcni við björgun og landhelgis- gæzlu. Hefir það verið mál manna. að tæplega væri togari í landhelgi í þeim landsfjórðungi, þar sem Einar væri úti fyrir með Ægi. Á hinn bóg- inn hafa sumir af ísl. veiðiþjófunum ofsót.t Einar í Mbl. — Hafa þeir talið, að hann gerði þeim óhægt fyrir að koma í landhelgina. Einna mestur styr hefir staðið um töku ísl. togarans Belgaum við Snæfells- nes. Ægir tók hann að veiðum og skipið var dæmt í undirrétti í fulla sekt. Almennur fögnuður var hjá bátaeigendum vestaniands, er skip þetta var telcið, því að það þótti grunsamt um veiðar. Skipstjórinn hafði áður verið fundinn sekur í landhelgi árið 1924, og má sjá um það í Bláu bókinni. En íhaldsstjórn- in virðist þá hafa fallið frá ákæru, þó að sökin væri sönnuð. íhaldið hefir enn slegið skjaldborg um þennan skipstjóra, og maður gengið undir mannshönd að eyða málinu. Er full þörf á að skýra nánar frá öllum þeim tilraunum og mun meir Dýr íhaldsmaður. Jakob Möller er landinu dýr. í- haldið bjó til handa honnm embætt.i með 16 þús. kr. launum. Hann átti að rannsaka banka og sparisjóði. En á hvorugu hefir hann snert árum saman, nema þegar hann „virti“ ís- landsbanka á einni nóttu. Fyrir þrem árum kom J. M. í bankana og tók ferðapeninga. En þá fór hann til utlanda! Nú er hann að taka sum- arfrí á kostnað ríkissjóðs og fer austur á land. því skorar Mbl. ekki á Alþingi að leggja niður embættið og spara þúsundirnar? Kjördæmaskipunin í pýzkalandi. Rétt eftir að þýzku kosningunum lauk á dögunum, hélt innanríkis- ráðherranp þar, v. Gavl, eftirtektar- verða ræðu um stjórnskipulagið og sérstaklega kosningafyrirkomulagið í þýzkalandi. En þar gilda hlutfalls- kosningar með flokkslistum og er einn þingmaður fyrir hverja 30 þús. kjósendur, sem þátt taka í kosning- unum. þingmannatalan er því mis- jöfn, eftir því hve mikil þátttakan er og nálgast að því leyti færikvía- regiu Jóns þoriákssonar. Ráðherr- ann sagði, að þetta fyrirkomulag væri að leiða þjóðina út i algjört ábyrgðar- og stjórnleysi. Iíosninga- lögunum verður að breyta, sagði hann. Við verðum að hætta að kjósa „númer“, en kjósa í stað þeirra ákveðna menn, sem geta per- sónulega borið ábyrgð verka sinna. Núverandi kosningafyrirkomulag hefir nú borið þann árangur, að sinnulausir öfgaflokkar, Fascistar og Kommúnistar, ráða nú yfir meira- hluta þingsæta, og nú er hervalds- stjórn í landinu. þannig hefir „rétt- lætið" lagt lýðræðið í rústir í landi, sem talið var, að hefði frjálslegasta stjórnarskrá í álfunni. — Eftirtektar- Við stjórnarskiptin voru þau mál á leið til dóms. Síðan hafa komið tvö hliðstæð mál, nauðungarflutningur Hannibals úr Bolungarvík og Sveins af Siglufirði. En hvorugt það mál er «annsakað. íhaldið var sekt í öðru málinu, en huglaust í hinu. Ein syndin býður annari heim. Ef sá flokkur sem á að framkvæma rétt- arfarið, veit alstaðar um veika bietti á sér og sínum mönnum, þá verða þeir að loka augunum, jafnvel fyrir eins hættulegum brotum og þeim, sem hér ræðir um. Borgari. Vaxtalækkun. Mörgum bónda verður þungt í skapi er þeir hugsa til afurðaverðs- ins og háu skuldagreiðslanna í haust. Eru vextirnir hin þyngsta byrði. Eiga bankamir að vísu um sárt að binda eftir hin miklu töp á ýmsum svokölluðum fésýslumönn- um, og dýr lán. En nú þrengir svo að hinum minni atvinnurekendum, að engar líkur eru til að þeir geti staðið í skilum svo sem þeir vilja og rétt við sinn efnahag, nema tak- ist að lækka vaxtabyrðina. Er þvi skotið til bankanna, livort þeir vilji ekkj þá kreppuráðstöfun að lækka vextina, bæði innlánsvexti og eink- um útlánsvexti, og það svo að um muni. Gömlu töpin verða að koma á lengri tima. Skilamenn landsins geta ekki á stuttum tíma borgað upp töp glæframannanna. Jafnframt ættu bankarnir að hugsa meiia um nú en áður að lána ekki einstökum kaupsýslumönnum jafn ógætilega og áður. ----Q----- Skó1asöngvar heii' bóksalai' og' kennarar, sern óska að fá Skólasöng'va (útg. af fræðslumála- stjórninni) til útsölu á komandi vetri, eru vinsamlega beðnir að senda paníanir sin- ar til undirritaðs, sem hefir á hendi aðalútsölu bókanna, hið fyrsta. 1. hefti sem hefir verið uppselt nokkurn tima, kemur út á ný snemma í haust, af 2. liefti er nóg til, og sömuleiðis af 3. liefti, sem prentað var siðastliðinn vetur’ en ekki nógu snemma til þess að það kærni að notum i skólum siðasta skólaár. Jafnframt eru þeir, sem eltki hafa gert skil fyrir þvi sem þeir iiafa selt á siðasi l'ðnu ári vinsamlega beðnir að senda skilagrein ogandvirði seldrabókatilminhið fyrsta. frá því sagt síðar. En ofsóknir Mbi. á hendur Einari skipstjóra nú, að órannsökuðu máli, byggðar á slúður sögum, sem fáir vita hvað hæft er í, mælast illa fyrir. T. d. kom mað- ur úr Vestmannaevjum fyrir nokkr- um dögum til ritstjóra Tímans, til þess sérstaklega, að biðja þess getið í blaðinu, að fjöldi sjómanna í Eyi- um væri mjög gramur út af árás- unum á Einar og teldi honum illa launað vel unnið starf í þágu sjó- mannastéttai'innar þar. Er það og í alla staði ósæmilegt af Mbl., að hafa í frammi slík brigsl um Einar og landhelgisgæzluna, meðan ekki er lokið rannsókn á því, hvort nokkuð er satt af því, sem honum er borið á brýn, eftir vafasömum heimildum. Alþýðufræðsla íhaldsins. Mbl. virðist vera þeirrar skoðunar, að forstjórastaða Pálma Loftssonar við ríkisútgerðina hafi verið pólitísk- ur „bitlingur". Áður en Pálmi var ráðinn til útgerðarstjórnar var hann skipstjóri á Esju. en skipstjóramir á strandferðaskipum og skipum Eim- skipafélagsins hafa 12 þús. kr. árs- laun. Fyrir útgerðarstjórnina hafði Pálmi á s. 1. ári, eftir því sem Mbl. sjálft segir, 9600 kr. og hefir nú sama og skipstjórarnir á varðskipunum eða tæpl. 8800 kr. En Valtýr er samur við sig. Hann er búinn að bíta sig i það, að launalækkun Pálma só og verði „bitlingur" og sannfæring Mbl.-rit- stjóranna leyfir þeim ekki að skipta um skoðun nema fyrir rétti! Nýja byggðin í sveitiuram. Greinin: „Hvað á að verða um unga fólkið í sveitunum", sem birt- ist hér í blaðinu 27. f. m. hefir vak- ið mikla athygli eins og vænta mátti um svo merkilegt mál, sem þar er um að ræða. Margir bændur eru að vísu andvígir því, sem nefnt hefir verið „samfærsla byggðanna" og er það eðlilegt, þegar gætt er að því, hversu geisileg verðmæti í ræktun og byggingum myndu fara forgörð- um, ef leggja ætti niður allan þorra núverandi býla. Slíkt getur af þeim ástæðum og fleiri alls ekki komið til mála. En jafnsjálfsagt er hitt, sem um er talað í greininni, að sú nýja byggð, sem óhjákvæmilega þarf að mynda í sveitunum, til að koma í veg fyrir flótta ungu kynslóðar- innar, verður að vera skipulögð eins og í öðrum löndum, til þess að gjöra mönnum kleift á sem ódýrastan liátt að njóta þess hagræðis í sam- göngum vélanotkun og öðrum slík- um umbótum, sem almenningur gjörir kröfu til nú á tímum. þetta mál verðui' eitt stærsta og merkileg- asta viðfangsefni allra framfara- manna og vina landbúnaðarins á næstu árum. vert er það, að dagblöðin hér í Reykjavík hafa alveg þagað um þessar fregnir frá þeirri þjóð, sem oftast hefir verið vitnað til í bar- áttunni fyrir „réttlætiskröfunni“. Tveir Sigurðar. Magnús Guðmundsson hefir nú valið Einai' Arnórsson í Hæstarétt. þarf að kjósa þingmann í hans stað í Rvík. Eru víðsjár miklar með mönnum í ihaldinu. Vilja sumir hinir yngri menn koma að Sigurði Kristjánssyni ritstjóra, þeim sem ritaði moð- og mosagreinina í Mhl. forðum, en Möller og Ólafur Thors koma Sig. Eggerz á framfæri. Er bai'izt um þetta með mikilli grimmd og get.ur farið svo að báðir verði í kjöri. Heyrst heíir að sósíalistar muni ætla að bjóða fram doktor sinn frá Greifswald, Guðbrand Jónsson. Ábúðarlöggjöfin. Fyrir Alþingi hefir nú í 4 ár legið frv. um nýja ábúðarlöggjöf, en ekki náð fram að ganga. Helmingur af jörðum landsins er i leiguábúð. það er stórmál að gera leigukjör og að- stöðu þessara rnörgu manna svo að við verði unað. Nýja ábúðarlöggjöf- in yerður að vera verndarlöggjöf fyrir leiguliðana. Ríkisjarðir ættu að vera á erfðafestu eins og P. Z. hefir ritað vel um, en þó yrði að mega skifta þeim eftir því sem ræktun vex. þetta mál ætti að geta gengið fram í vetur, þó að kreppa sé í landinu. Muu það rækilega tekið til yfirvegunar hér í blaðinu nú á næst- unni. Réttaríar íhaldsins. Vel sést nú live heppilegt er fyrir þjóðina að hafa við forstöðu réttar- farsmálanna manninn, sem skrií'stofa Péturs Magnússonar og Guðm. Ólafs- sonai' kærði fyrir atferli, sem þeir telja stórkostlega vítavert, svo ekki sé meira sagt. Um ofsókn á hendur M. G. frá þessum tveim æðstu íhalds- lögfræðingum getur ekki verið að tala. þeir myndu vai'la bera á hann þær sakir, sem þeir hafa gert, ef þeim þætti ekki framkoma hans hafa verið svo slæm, að ekki yrði um þagað. — Og M. G. er heldur ekki djarfmannlegur í starfinu. Hann læt- ur beita allmikilli hörku við óróa- seggi kommúnista, setja í fangelsi menn, sem ekki vildu svara o. s. frv. En eftii' fáa daga leggur M. G á flótta, sleppir piltunum, án þess að þeir hafi svarað, og siðan heyr- ist ekki meira af því máli. <Óróa- seggir með óafsakanlegan málstað, liafa kúgað Magnús. Sama hugleysið kemur fram i mannránsmálunum. Fyrverandi stjórn lét rannsaka í Reykjavík og Hafnarfirði allar hliðar á ofbeldismálum Keflvíkinga og sósíalista í Reykjavik gagnvai-t þeim. Bergur Jónsson alþm. dvelur hér í bænum nú um stundarsakir. Sumargistihúsinu á Laugarvatni verður lokað 12. þ. m. Héraðsskólinn á Núpi tekur til starfa 1. vetrardag. IJann er i tveim deildum og er kennt þar auk al- mennra námsgreina: sund, íþróttir og handavinna. Skólavistin var mjög ódýr síðastliðinn vetur. Bagaleg misprentun hefir orðið í síðasta tbl. á einum stað í ræðu þorst. Briem ráðherra við víxlu þver- árbrúarinnar. Á bls. 141, 2. d., 21.— 22. línu er talað um „það þrekvirki að beizla sjálfa þjórsá o. s. frv.“ Á að vera ,það þrekvirki að beizla sjálfa pverá o. s. frv.“. Lauge Koch, hinn danski land- könnuður og lögreglustjóri í Austur- Grænlandi kom hingað í flugvél 26. þ. m. og lenti við Akranes, Hann dvelur nú í Reykjavík. Lárusi Rist íþróttakennara á Akur- eyri, hefir • til minningar uin sund- afrek hans, sem getið var um í næst- síðasta blaði, verið afhentui' áletrað- ur silfurskjöldur frá íþróttasam- bandi íslands. Sömuleiðis hefir U. M. F. I. látið móta andlitsmvnd af Lárusi í minningu þessa atburðar. Ríkarður Jónsson listamaður hefir gjört myndina. Július Sigurjónsson cand. med. frú Dalvik hefir lokið prófi í gerla- iræði við Lundúnaháskóla. Friðrik Hjartarson hefir verið sett- ur skólastjóri við barnaskólann á Siglufirði Sr. Sigurjón Guðjónsson hefir, að undangenginni lögmætri kosningu verið skipaður sóknarprestur að Saurhæ á Hvalfjarðarströnd. Van Rossum kardináli, sem hingað kom sumarið 1929 ,og vígði katólsku kirkjuna í Reykjavík er nýlátinn, 78 ára að aldri. Hann lézt á leið til Hollands af fundi katólskra manna i Kaupmannahöfn. Dómur í gjaldþrotamáli. Út af gjaldþroti Gíla Jolmsens kaupmanns í Vestmannaeyjum var af fyrv. stjórn, fyrirskipuð sakamálsrannsókn. Und- irréttardómur er nú fallinn. Gísli Johnsen er dæmdur í 45 daga venju- legt fangelsi fyrir athugavert bók- liald og ívilnanir handa einum lán- ardrottna sinna. Mancher endurskoð- andi var dæmdur í 15 daga fangelsi, skilorðsbundið. Slys. Frú Anna Egertsdótir, kona Sigumiundar Sigurðssonar lælcnis í Flatey, hvarf af Brúarfossi, er þau hjónin voru á leið héðan vestur á land fyrir hálfum mánuði síðan.Gekk hún að kvöldlagi upp á þiljur, og kom ekki aftur. Eftir árangurslausa leit, kom það í ljós, að hún hlaut að hafa fallið fyrir borð, en skipið var á ferð. Frú Anna var bróðurdóttir Matthíasar skálds Jochumssonar, gáf- : uð kona og væn, svo sem hún átti I ætt til. BæjarfógetaembættiS á ísafirði og | sýslumannsembættið í Húnavatns- I sýslu hafa verið auglýst til umsökn- ar. Umsóknarfrestur til 25. sept. Nýi kirkjugarðurinn í Reykjavík var vigður í gær. Tvö lík voru jarð- sungin þann dag, Gunar heitinn Hin- riksson vcfari og 7 ára drengur, sem lézt fyrir nokkrum dögum af bif- reiðarslysi í Öskjuhlíðinni við Reykjavík. Nýja kirkjan á Siglufirði var vigð af biskupi 28. f. m. — í kirkjunni eru sæti fyrir 600 manns. Áætlað er að hún muni kosta um 100 þús. kr. Mótorbátur úr Vestmannaeyjum fann 27. þ. m. 75 feta langan rcyðar- hval á reki úti á miðum og dró hann til Eyja. Hvalurinn var óskemmdui'. Akureyrarkaupstaður 70 ára. Á þriðjudaginn var, voru liðin 70 ár síðan Akureyri fékk kaupstaðarrétt- indi, en þau fékk hún með konung- legri reglugerð 29. ágúst 1862. Fyrsta bæjarstjórn var kosin 31. marz vor- ið eftir og var liún skipuð 5 mönn- um, auk bæjarfógeta. Fimm verzlan- ir voru á Akureyri fyrir 70 árum og allar danskar, tvær veitingastof- ur og nýbyggð kirkja, sú sama, sem nú stendur, en engan spítala og eng- an barnaskóla átti bærinn þá Prent- smiðja var á staðnum og eitt blað var gefið út og var ritstjóri þess Björn Jónsson hinn eldri. Lyfjabúð var héi' og danskur lyfsali. Embættis- menn voru: Sýslumaður og bæjar- fógeti Stefán Thorarensen, héraðs- læknir Jón Finsen, sóknarprestur Daníel Halldórsson, en hann var-bú- settur á Hrafnagili. Amtmaðúrinn, Pétur Hafstein, sat á Möðruvöllum. íbúar Akureyrar voru þá 286, en eru nú fjórum þ úsundum fleiri. Tekjur fyrsta fjárhagsárið voru 644 ríkis- dalir og 30 skildingar eða um 1330 krónur. Árið 1931 námu þær 654 þúsundum. 150 jurtaréttir heitir ný bók eftir Helgu Sigurðardóttur matreiðslu- konu. Eru það uppskriftir af ýmsum réttum, scm búa irrá til úr þeim nytjajurtum, sem vaxa Jiér, og eru ræktaðar í görðum og vermireitum Er þess sannarlega þörf að kenna mönnum að neyta jurtafæðu, sem að dómi allra er lioll til manneldis og auk þess mjög ljúffeng. þyrftu menn að notfæra sér allar fáanlegar leið- lieiningar um ræktun grænmetis og notkun þess, því það hefir næringar- efni, sem aldrei eru fáanleg i keti eða mjólkurmat og er sérstaklega E. P. BSIEM Bókaverzlun. Austurstræti. 1, Reykjavlk SAUMAVÉEAR Beztu tegundir, sem til landsins flytjast höfum við ávalt fyrirliggjandi, bæði handsnúnar og stignar, í miklu úrvali. Fimm ára ábvrgð á hverri vél. Verð m jög lágt. Ennfremur „DUNLOP“ gummilím, hið bezta til skó- viðgerða. Sent um allt land gegn eftirkröfu. FÁLKINN, l'.augaveg24, Reykjavík. Tapast hefir frá Króki í ölfusi stein- grá hryssa 8—9 v. gömul, vetrarafrökuð og forn járnuð. Ekkert yfinnark, en bit eða stig' á vinstra eyra Finnandi geri aðvart að Árnarbæli i ölfusi. auðugt af bætiefnuin. Héfir Helga unnið þarft verk með útgáfu þessar- ar bókar, og eru líkindi til að hún nái sömu vinsældum og fyrri bók hennar: Bökun í heimahúsum, sem nú er næstum uppseld. Kosning þingmanns í Rvík, í stað 'Einars Arnórssohar, er ákveðin 22. okt. n. k. Tvær hollenzkar flugvélar eru komnar hingað til lands og hafa bækistöð sína i Rvík. Verða þær hér næstu tvö ár við vísindalegar athug- anir í lofti. Aldursforseti hins nýkosna þýzka ríkisþings, er kona, sem heitir Klara Zetkin og er kommúnisti, stundum nefnd „móðir stjórnarbyltingarinnai'". Við setningu þingsins hélt hún ræðu og fór hörðum orðum um framkomu llindenbui'gs forseta og kvað hann hafa brotið ákvæði stjórnarskrárinn- ar. Ríkisþinginu var frestað um óákveðinn tíma, en Göring forseta sem er Facisti, var veitt heimild til þess að boða til þingfunda og gerir hann það sennilega þ. 8.—9. sept., en þá gera menn ráð fvrir, að við- ræðum þeim, sem nú fara fram miili Hindenburgs og rílcisstjórnarinnar, verði lokið. Innflutningshöft í JJýzkalandi. Ný- komin fregn frá útlöndum hermir, að sendiherra Bandaríkjanna í Ber- lín hefir sent verzlunarráðuneytinu i Washington loftskeyti þess efnis, að í ráði sé að auka að miklurn mun innflutningstolla, á vörum þeim, sem Bandaríkjamenn seija til Jiýzka- lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.