Tíminn - 10.09.1932, Side 1

Tíminn - 10.09.1932, Side 1
©fafbfert og afgrci&slumaður 9T i m a n 5 et Kannocig þorsteinsðóttlr, €cefjargötu 6 a. -SeYfjawf. ^A-fgreibsía ÍL i :u a u s cr i €osf jargötu 6 a. (Dpin öaglega ft. 9—6 Stmi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 10. september 1932. 39. blað. Bygéingarsamvinmiíélag stofnað í Reykjavík byrjunarframkvæmdir af halfu félagsins. Stjórn félagsins skipa fimm menn. Kosnir voru: Þórður Eyj- ólfsson lögfræðingur (formaður), Eysteinn Jónsson skattstjóri(rit- ari), Brynjólfur Stefánsson skrifstofustjóri (gjaldkeri), Stef- án Jóh. Stefánsson hæstaréttar- málaflm. og Fritz Kjartansson verzlunarm. Mikill áhugi og almennur er fyrir hví hér í bænum, hversu þessu stórmerka nýmæli muni reiða af. Vænta sér þar margir góðs af. Það sem nú liggur fyrir hinu nýstofnaða byggingarsamvinnu- félagi er: I fyrsta lagi að komast að niðurstöðu um þá ódýrustu og haganlegustu húsagerð (eða húsagerðir), sem völ getur verið á nú. í öðru lagi að tryggja félaginu leigulóðir frá bænum á hentug- ugum stað og með viðunanda verði. í þriðja lagi að leitast fyrir um lán handa félaginu. Viðvíkjandi gerð húsanna má geta þess, að forgöngumönnum félagsins mun hafa borizt frem- ur álitlegt tilboð um efni í timb- urhús, og frá hálfu ráðuneytis- ins, sem um það mál á að fjalla, mun það ekki verða til fyrirstöðu ríkisábyrgðinni, þó að húsin verði byggð úr timbri. En um það verður að sjálfsögðu engu slegið föstu fyr en að ítarlegri rannsókn undangenginni. Af bæjarstjórn Reykjavíkur verður að vænta þess, að hún sýni þessu máli skilning og greiði eftir því sem í hennar valdi stendur götu fyrir þessari lausn húsnæðismálsins, og láti þannig ekki sitt eftir liggja til þess að draga úr hinni voveiflegu dýrtið í bænum. Má og vænta þess, ef vel tekst um þessa fyrstu tilraun í höfuð- staðnum, að fleiri af kaupstöð- um og þorpum landsins muni þá á eftir koma. Fimmtugsafmæli Skuldir Ilannes Jónsson dýralæknir átti fimmtugsafmæli 8. þ. m. I-Iann er fæddur á Hvarfi í Bárðardal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir og Jón hreppstjóri Sigurgeirsson, Jónssonar prests í Reykjahlíð. Móðir Hannesar og Stefán G. Stefánsson skáld voru systkinabörn. Hann stundaði nám í Möðru- vallaskóla, þvínæst í lýðháskólan- um í Askov og lauk prófi í dýralæknisfræði við landbúnað- arháskólann í Khöfn. Hefir hann gegnt dýralæknisstörfum á Suð- ur- og Vesturlandi nú um langt skeið, átt heima í Rvík síðan ár- ið 1928. IJndanfarin ár hefir Iiannes gefið sig aljmikið við opinberum málum og er nú þjóðkunnur mað- ur fyrir þátttöku í stjórnmála- umræðum og blaðagi-einar, eink- um um fjármál. Hann var kjör- inn yfirskoðunarmaður lands- reikninganna á síðasta Alþingi. Mælska II. J. og harðfylgi í málum er af mörgum höfð á orði. Hjá samstarfsmönnum sín- um er hann þekktur að ósér- hlífni og frábærum áhuga, sem treysta má, þegar á reynir. Tíminn vill, í nafni vina og samherja, margra, fjær og nær, færa honum afmæliskveðjur á þessum tímamótum.' Tveir þingménn úr Framsókn- arflokknum, Steingrímur Stein- þórsson og Jónas Þorbergsson, fluttu á síðasta Alþingi frum- varp um byggingarsamvinnufélög. Frumvarp þetta var afgreitt sem lög frá Alþingi 1. júní s. 1., rétt fyrir þinglokin. Tilgangurinn með þessari nýju löggjöf er að leysa húsnæðismál kaupstaða og þorpa hér á landi á viðunanda hátt. Með skipulagðri félagsstarf- semi eins og hér er um að ræða, er gjört ráð fyrir tvennskonar ávinningi: 1. Að hægt sé að fá aðgang að viðunandi lánskjörum til húsa- bygginga, þannig að lánsupphæð, lánstími og vextir séu við hæfi efnalítilla manna, án þess þó að nokkur beinn fjártyrkur eigi sér stað frá hinu opinbera. 2. Að komið verði á skipulags- bundnu eftirliti með því, að gerð húsanna sé sem ódýrust, og þó jafnframt smekkvísi gætt, og að innkaupum efnis og vinnubrögð- um sé haganlega fyrir komið. Um stofnun byggingarsam- vinnufélaga segir svo í 2. gr. lag- anna: „Nú vilja menn stofna hyggingar- samvinnnfélög, og skulu þeir þá kveðja til almenns fundar á því svæði, sem félaginu er ætlað að ná yfir, og bera málið upp til umræðu og atkvæða. Ef 15 menn cða fleiri koma sér saman um stofnun bygg- ingarsainvinnufélags og bindast sam- tökum um að gerast félagsmenn, setja þeir félaginu samþykktir í samræmi við iög þessi, og er þá fé- lagið löglega sfotnað". 1 lögunum er ákveðið, að hver félagsmaður skuli leggja fram a. m. k., sem nemur Vs af kostnað- arverði þess húsnæðis, sem hann óskar eftir að félagið komi upp fyrir hann. Þegar sú fjárhæð er innborguð, en fyr ekki, situr hann fyrir um húsbyggingu. Að öðru leyti er gjört ráð fyrir, að byggingarkostnaðar sé aflað með lánum, sem félagið tekur með ríkisábyrgð gegn sameiginlegri ábyrgð allra félagsmanna. — Lánin afborgi svo félagsmenn, hver af sínu húsi, í upphaíi hvers mánaðar, unz lokið er og viðkomandi maður orðinn eigandi að húsinu. Um lán þau, er félagið aflar sér og veitir félagsmönnum, seg- ir svo í 4. gr. laganna: „Lán þessi skulu tryggð með fyrsta veðrétti í húsum og lóðaréttindum allt að 60% af virðingarverði eign- arinnar. Ennfremur veitir félagið lán gegn öðrum veðrétti í eignunum, þó þannig, að samanlagðir fyrsti og annar veðréttur nemi ekki meiri fjár- bæð en 80% af kostnaðarverði eign- arinnar. Félagið veitir lánin með sömu kjörum og það nýtur á lánum þeim ,sem tekin eru í þessu skyni“. Viðvíkjandi fyrirkomulagi og' byggingu húsanna eru í 6. gr. laganna eftirfarandi skilyrði sett: „Að húsin séu gerð úr varanlegu efni með tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum, auk eldhúss og geymslu, með venjulegum nútima- þajgindum og eftir fastákveðnum fyr- irmyndum, sem stjórn félagsins hef- ir ákveðið og samþvkktar liafa verið af atvinnumálaráðuneytinu. Að húsin séu byggð á þeim stöð- um, scm félagsstjórnin ákveður og samþykktir eru af atvinnumálaráðu- neytinu ,enda útvegi félagsstjórnin leigulóðir. Að féiagið annist um byggingu hússins að öllu leyti, og sé það af- hent honum gegn skuldabréfum nieð veði í húseigninni, er nemi þeirri fjárhæð, sem húsið kostar umfram stof nf járframlagið“. Heimilt er að reisa sambygg- ingar, ef félagsstjórn samþykkir og- atvinnumálaráðuneyti. Félagi, sem kemur upp sambyggingum „er heimilt að eiga til frambúðar sameiginlegt miðstöðvarhús og þvottahús fyrir margar íbúðir, húsnæði fyrir fasta starfsmenn félagsins og fyrir matvöruverzl- un“. I lögunum er ákveðið, að ríkis- stjórnin skuli láta gjöra fyrir- myndaruppdrætti bæði að sér- byggingum og sambyggingum, til afnota fyrir byggingarsamvinnu- félög og láta þær í té án endur- gjalds. I lögunum eru reistar rammar skorður við því, að óeðlileg verð- hækkun húsanna geti átt sér stað eða braskað verði með þau á annan hátt til dýrtíðaraukn- ingar og skaðræðis fyrir almenn- ing. Um þessi atriði eru í 9. gr. laganna eftirfarandi ákvæði: „Akveðið skal í samþykktum hyggingaFsamvinnufélags, að enginn, sém fengið iiefir íbúð að tilhlutun félagsins, megi selja hana, nema stjórnin hafi áður ltafnað forkaúps- í’étti félagsins vegna, og aldrei fram-' leigja nema nokkurn hluta af íbúð- inni, og þarf þó samþykki stjórnar- iunar til. þó getur eigandi, að ^fengnu loyfi stjórnarinnar, leigt heila ibúð um stundarsakir, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. Söluverð slíkrar íbúðar, hversu oft sem eigendaskipti kunna að verða, má aldrei vera hœrra. en stofnverð hennar, að viðbættu virðingarverði þeirra endurbóta, er á kunna að hafa verið gerðar, en að frádreginni hæfilegri fyrningu, hvorttveggja samkvæmt mati dómkvaddra manna. Sé um framleigu að ræða, ákveður stjórn félagsins, hve há leig- an megi vera, og miðast hún við raunverulegan kostnað eiganda, sam- kvæmt mati, af íbúðinni eða hluta hennar, sem leigður er. Nú sannast, að félagsmaður hefir selt liús hærra verði en leyfilegt er samkvæmt þessari grein, og rennur þá sá hluti söluverðsins, sem er um- fram hið löglega verð, til félagsins og leggst í vara sjóð. Verði selj- andi einhverra orsaka vegna eigi fær um að greiða fjárhæð þessa, á félagið lcröfu á hendur kaupanda, en þó því aðeins, að honum liafi þegar kaupin fóru fram verið kunnugt um, að seljandi hafi brotið á móti á- kvæði þessarar greinar, og er þá fjárhæðin forgangsskuld með veði i húsinu næst á eftir veðréttum fé- lagsins. Auk þess eru þá öll lán fé- lagsins, sem á húsinu hvíla, þegar fallin í gjalddaga". Samkvæmt þessum lögum hefir nú eitt byg-gingarsamvinnufélag verið stofnaö hér á landi, „Bygg- ingarsamvinnufélag Reykjavík- ur“. Stofnfundur félagsins var hald- inn í Kaupþingssalnum sl. þriðju- dag, 6. þ. m. Stofnendur, 94 að tölu, rituðu nöfn sín á félagaskrá. Lög voru samþykkt fyrir félagið, stjórn kosin og henni falið að annast kaupfélaganna [Út af skrifunum um skuldir kaup- félaganna hefir Sigurður Kristinsson forstjóri sent Mbl. eftirfarandi at- hugasemd og fengið birta þarj. tJt af ummælum um skuldir Sambandsfélaganna í 198. tbl. Morgunblaðsins þ. á., þar sem sagt er, að í skýrslu forstjóra S. I. S. séu eignir kaupfélaganna taldar í krónutali nær því jafnhá upphæð og skuldimar, vil ég biðja fyrir eftirfarandi leiðrétt- ingu og skýringar: I samandregnum efnahags- reikningi Sambandsfélaganna, sem birtur er í 27. tbl. Tímans þ. á. eru skuldir þeirra og eign- ir taldar nákvæmlega jafnháar, eða kr. 15.632.555,34. En sam- kvæmt þeirri venju, sem allsstað- ar gildir í bókfærslu, eru með- taldir á skuldahlið efnahags- reiknings alhr sjóðir félaganna og tekjuafgangur, samtals kr. 5.310.238,84 og eru því hinar raunverulegu skuldir þeirra kr. 10.322.316,50, en ekki á 16. milj- ón. Frá eignahliðinni ber aftur á móti að draga reksturshalla, sam- tals kr. 177.889,12 og verða þá eignir félaganna, samkvæmt efriahagsreikningnum, kr. 15.- 454.666,22, eða kr. 5.132.349,72 meiri en skuldirnar. Rétt er þó að taka það fram, að gert er ráð fyrir að talsvert tap verði á skuldum þeim, er félögin eiga útistandandi hjá viðskiptaniönn- um og færðar eru eignamegin á efnahagsreikningnum, en til þess að jafna þann halla, verður tek- ið af sjóðum félaganna. Sigurður Kristinsson. -----o----- „Pólitískir þrælar“. Blað Jakobs Möllers, Vísir,. segir að bændur, sem búi í leiguábúð á ríkisjörðum, séu „pólitískir þrælar". Eftir því ættu þeir Pétur• á Gaut- löndum og Jón í Múla, sem voru á móti Jjjóðjarðasölunni á Alþingi 1905, að hafa verið mjög hlynntir „pólitískum þrældómi". Ekki ei' það vitanlegt, að neinn hafi vænt þessa þjóðkunnu gáfumenn um slíkar hvatir. Einnig nú, eftir aldarfjórð- ungs reynslu af þjóðjarðasölunni, myndu þeir þora að standa ritstjóra Vísis reikningsskap gjörða sinna. Utan af landi ------ Frh. Sveitirnar og kreppan. Morgunblaðið og Isafold tala nú í haust rnikið um skuldir bændanna í kaupfélögunum. það vill reyndar svo lilálega til, að þeir, scm skrifa greinarnar í íhaldsblöðin, kunna ekki að færa verzlunarbækur, og þessvegna skildist þeim, að kaupfé- lögin myndu skulda 16 miljónir. Forstjóri Sambandsins hefir nú leið- rétt þennan misskilning, sem aðal- lega mun stafa af fáfræði hjá mönn- unum, sem skrifuðu um reikninga, sem þeir höfðu ekki vit á. það er óþarfi að brýna bændur almennt á þvi, að þeir séu i skuld- um. Bændur vita þetta sjálfir mjög vel og hafa nógu miklar áhyggjur af skuldum sínum, þó að ekki sé verið að núa þeirn þessu um nasir í opinberum blöðum. Og það þýðir heldur lítið eins og nú standa sakir að hafa uppi miklar bollalegging- ar um greiðslu gömlu skuldanna, eins og nú eru í íhaldsblöðunum. Baráttan er fyrir því hjá velflestum bændum núna, a. m. k. þeirn, sem engan innlendan markað hafa, að geta greitt, ársnauðsynjarnar, og veitir fuli erfitt. þœr kreppui'áðstafanir, sem bænd- ur sjálfir bafa gjört heima fyrir í sveitunum, í kaupfélögunum, gætu verið lærdómsríkat' fyrir marga kaupstaðabúa. Víðast er kaupfélög- unum núorðið skipt í deildir með innbyrðis ábyrgð. 1 deildunum er fyrirfram safnað vöruloforðum, og verð áætlað sanni næst á kjöti, ull, gærum og öðrum afurðum. Úttekt ársins er svo ákveðin eftir vöru- loforði. Jtannig ætla bændurnir sér sjálfir að hafa hemil á útgjöldum sínum. það þarf ekki að fara víða um landið núna til þess að sjá, hvern- ig kreppan kemur við sveitaheimil- in. Ferðamaðui', langt að kominn, verður að vísu ekki fyrir sitt leyti var við kaffi- eða sykurskoit. því varnar hin fórnfúsa sveitagestrisni. En lieildarnotkun þessara vöruteg- unda segir til um hvílíks sparnaðai' gætt er í þessu efni. Ég þekki mörg lieimili þar sem ekki er drukkið kaffi nema á sunnudögum nú i ár. Fóik, sem þar á í hlut, á eðlilega fremur erfitt með að skilja, að kaupstaðabúar þurfi að líða neyð, þó að bannaður sé innflutningur á silki .eða appelsínum i nokkra mán- uði, jafnvel þó að það væri í 2—3 ár. Ein stærsta breytingin, sem ég man eftir i svipinn, í aðbúnaði sveitafólks síðasta áratuginn, er breytingin á skófatnaðinum, þar sem fólk gat veitt sér það að hætta að standa í bleytunni á votum engj- um allan daginn og ltvenfólkið losn- aði við skóbætinginn. En hinn nýi útlendi skófatnaður var alldýr. Og kreppan segir glöggt til sín í þessu eíni. Víða hverfa menn nú að þvi aftur i bili, að hagnýta sér hin ódýru íslenzku skinn og spara þann gjaldeyri, sem fór út úr land- inu fyi'ir gúmmískóna. það er víst áreiðanlegt, að krepp- an, bæði i þessu tilfelli og ýmsum öðrum, kemur hvergi eins þungt niður í lífskjörum og lijá sveitakon- unum. En það er nú cins og oft áður hljótt um þeirra yfirlætislausu lífsbaráttu. Maður, sem nákunhugur var í stóru héraði, sagði við mig í sumar: Ég held, að flestir bænd- urnir, þar sem ég þekki til, sætti sig við afleiðingarnar af hinu lága afurðaverði, en konurnar eiga erf- iðara með það. Ég býst við, að þetta sé rétt. Og það gefur jafnvel til- efni til alvarlegri hugleiðinga cn þó að reykvískir kommúnistar safni saman nýfermddm unglingum til að ganga upp í stjórnarráð og heimta brauð handa börnunum sínum!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.