Tíminn - 10.09.1932, Qupperneq 3

Tíminn - 10.09.1932, Qupperneq 3
TÍMINN 149 Fyrirspurn til ritstjóra „Vísis“. Ólafur Tliors sagði á Alþingi í eld- húsdagsumræðum s. 1. vetur, að meirihluti togaraútgerðaraianna í Reykjavík ætti minna en ekki neitt. Ef þessir menn eiga minna en ekki neitt, geta þeir heldur ekki átt tog- arana, sem þeir hafa undir höndum. Hver á þessa togara? krónur hverjum um sig. þá er al- kunna, að heildsölufirmu greiða laun, *sem gjöra forstjóralaun ríkis- stofnananna lítilmótleg. þá vill Morgunblaðið halda því fram, að nú þurfi þrjá menn til þess að vinna verk Mogensens fyrv. forstjóra A- fengisverzlunarinnar. En þar til er því að svara, að störf Áfengisverzl- unarinnar hafa ekki aðeins aukizt, heldur margfaldazt síðan forstjóra- skiptin urðu, sakir þess, hve mörg- um starfsgreinum hefir verið bætt við, auk þess hefir að tilmælum Hagstofunnar orðið að vinna mikið verk við samning hagskýrslna yfir útilátið áfengi allt frá stofnun verzl- unarinnar og hefir það verk komið á núverandi starfsmenn, auk annars. Um eftirlitið með lyfjabúðum gjörir Tíminn ráð fyrir, að lyfsalarnir geti innan tíðar gefið Morgunblaðinu upplýsingar sem skeri úr um fram- kvæmd þess fyr og nú, en skammt er síðan að margar lyfjabúðirnar voru jafnframt aðalvínbúðirnar í landinu. Árið 1930 liafði tekizt að minnka spiritus-útlát til lyfjabúða um 20 þúsundir lítra á ári; miðað við það, sem verið hafði fyrir nokkr- um árum. Hinsvegar vill Tíminn bjóða Morgunblaðinu upp á það, að ræða við það um stjórn og reksturs- afkomu Áfengisverzlunar ríkisins nú og í tíð fyrverandi forstjóra hennar; kynni þá að koma í Ijós hvorir bet- ur vinna fyrir launum sínum, þeir, sem nú eru í þjónustunni eða hinir, sem farnir eru. Afrek M. 6. i stjórninni. íhaldinu þótti svo mikill fengur að fá Magnús í landstjórnina, áð þeir gieymdu alveg kjördæmamálinu, og ætla að láta það bíða þar til eim iiverntíma. Og hvað hefir svo M. G. gert til að réttlæta þetta traust íhaldsins. 1) Sagt upp öllum toll- mönnum og löggæzlumönnum úti á landi, en setur svo fjálglegt bréf í útvarpið um að gæta vel bannlag- anna, bæði um smyglun og hrugg. Sjást í þessu tvennu hæði vitsmunir og heilindi. 2) Lagt niður bökunar- hús spítalanna og ríkisskipanna, þó að gróði væri á og brauðverðið ; lægra en annarsstaðar í bænum. Sú framkvæmd gerð eingöngu fyrir bak- aranna til að þeir geti notað sér dýr- tíðina út í æsar. 3) Talið að hann hafi selt annan af tveim hestum rík- issjóðs. 4) Auglýst til sölu annan af hílum stjórnarinnar, en setti á liann málamyndarverð, svo enginn vildi kaupa hann. Síðan lætur M. G. ann- an bílinn sifellt vera í gangi, í stöðugum ferðum með „gæði lands- ins“. Hinn bílinn afhenti hann vega- málastjóra og lét hann þar með hafa tvo bíla, lika stöðugt i gangi á kostnað ríkissjóðs. Auk þess hefir M. G. mikið notað bíl símans til opinberra þarfa, og tekið mik- ið af leigubílum fyrir sitt fátæka föðurland. íhaldið hrósar happi yfir að geta óspart notað bílana fyrir sína menn; sérstaklega eru þeir glaðir yfir að vegamálastjóri skuli mega hafa tvo. 5) Á Vífilstöðum er talið að M. G. hafi falið lækninum að vasast í fjármálum hælisins. 6) pá hefir M. G. að mestu lagt niður alla land- lielgisgæzlu, og strandferðir, þrátt fyrir það, að þingið lagði á þunga skatta beint til að standa undir þess- um framkvæmdum. Erlend skip moka nú upp gróða af mannflutning- um við ströndina, inlend og útlend skip leika sér i landhelginni; en íhaldið ofsækir á meðan þann skip- stjóra sem flesta hefir tekið togar- ana og flestum skipum bjargað und- anfarin ár. 7) þá hefir M. G. stöðvað mál, sem sneita miljónatöpin í Is- landsbanka, fyrir vini sína, sem hlut eiga að máli. Loks virðist hann ætla að hjálpa nokkrum íhaldslæknum frá hegningu i sambandi við áfeng- islagabrot. MorgunblaSið og framþróunarkenningin. Morgunblaðið hefir undanfarið ver- ið að fræðá lesendur sína á því, að skuldir Sambandsfélaganna væru, samkv. skýrslu Sigurðar Kristins- sonar forstjóra S. í. S., rúmlega 15,6 milj. Hver fullvita maður gat þó séð að í þessum skuldum voru taldar sjóðeignir félaganna og. tekjuafgang- ur rúml. 5,3 milj. Sjóðir þessir eru eign félaganna og meðlima þeirra, en í vörslu og veltu Sambandsfélag- anna. Hefir Mbl. orðið að birta leið- réttingu frá forstjóra S. í. S. og þar með éta ofan í sig ósannindin um skuldir félaganna. Virðist sem löng- unin til þess að ófrægja féiögin og fáfræði um alla reikningsfærslu hafi valdið þessum fölsku fréttum um hag Sambandsfélaganna. Styðst þetta meðal annars við það, að í sumar fullyrti Mbl. að rekstrarútgjöld ríkis- sjóðs 1930 hafði verið 25 milj. og tekjuhalli það ár 6 milj. kr. Hafði þó Magnús Guðmundsson, sem endur- skoðunarmaður, vottað með undir- skiift sinni undir LR. að rekstrar- útgjöld ríkissjóðs væri rúmlega 16 milj. og tekjuafgangur það ár % milj. Var þetta því fullkomið van- traust á þennan flokksmann blaðs- ins. Skýringin á þessari vitieysu Mbl. er sú að ritstjórarnir fóru reikn- inga villt og tilfærðu niðurstöðutöl- ur af skýrslu yfir inn og útborgarnir ííkissjóðs 1930. Sýnir skýrsla þessi áiíka mikið um rekstur ríkissjóðs eins og ef ritstjórar Mbl. teldu með rekstrarútgjöldum blaðsins fé, sem þeir hafa tekið á móti og útborgað vegna áheita á Strandakirkju eða vegna samskota til einstakra manna. Ætti Guðrún Lárusdóttir að gera það gustukaverk á ritstjórum Mbl. að koma þeim í skilning um að þetta fó er rekstrarkostnaði blaðsins alveg óviðkomandi. Eftir að Mbl. liefir nú hváð eftir annað gert sig bert að svona dæmafárri fávizku, um efni, sem hverjum manni er auðsætt og 'auðskilið, verða ritstjórarnir að sætta sig við þótt einhverjum kynni að detta i hug að töluvert hefði lilotið að slæðast, af kvörnum inn í heila- bú þeirra og að þeir gætu verið ný sönnun fyrir framþróunarkenningu Darwins. Ættu fiskifræðingar vorir að athuga þetta mál. „Friðgeir". Asgeir Ásgeirsson forsætisráðherra skrifaði nýlega grein um pólitískan frið. Mátti skilja það svo, sem hann áliti jafnv.el íhaldsmenn verðuga ein- livers trausts. En ekki ' sýnist jæta traust ráðlierrans liafa verið nógu vel grundaö, því að litlu síð- ar ræðst einn af ritstjórum Mbl. á ráðherrann fyrir grein þessa, upp- nefnir hann og kallar hann „Frið- geir“ fyrir friðarspjall sitt, og fer að vanda með grófustu ósannindi og brigsl um Á. Á. og samherja hans. Sézt bezt af þessu að íhaldið er allt- af sjálfu sér líkt. Vísir og bændurnir. Vísir er eitt af stuðningsblöðum M. G. og flokks hans. Blaði þessu stýrir gamail póstþjónn, Páll nokkur Stein- grímsson úr Húnavatnssýslu. Hann liefir aldrei sýnt áhuga eða þekk- ingu í neinu landsmáli. Eina við- fangsefni hans ep*að íá sem mestar auglýsingar í blað sitt og græða á því. Nú auglýsa agentar og allskonar braskarar mest hjá Páli. þeir menn eru á móti kaupfélögum og allri samvinnu í verzlun og framkvæmd- um. Bændur hafa mest borið uppi samvinnuhreyfinguna. þess vegna er Páll þessi alltaf að svívirða bændur. í fyrra vildi hann koma á samtökum um að kaupa ekki mjólk eða kjöt af samvinnubændum. Nú lætur hann dólgslega út af uppástungu Tímans um að slcapa fjölda nýrra heimila í sveitinni, þar sem atvinnuskilyrði eru hezt. Gáfnafar og þekking þessa manns sést af því að hann átelur Framsóknarílokkinn fyrst fyrir að hafa hjálpað til að byggja upp sveitabæi í dreifbýlinu, og að leggja vegi og síma um hinar dreifðu byggðir. Sömuleiðis ámælir hann Framsóknarflokknum fyrir ung- mennaskólana í dreifbýlinu. En þeg- ar Tíminn stingur upp á að hefjast henda með stórfelda ræktun og land- nám, þar sem bezt eru skilyrði í sveitum, þá æstist sami Páll, og scgir að nú ætli J. J. og aðrir illir Tímamenn alveg að eyðileggja sveit- irnar. Ef byggt sé plægt og ræktað samfellt land, þá komi kommúnism- inn, rússneska byltingin o. s. frv. Yfirleitt alveg sama hættan og pór- arinn á Hjaltabakka taldi vofa yfir landinu ef samþykkt yrðu lögin um Rcykj avíkurannáll. Þjóðnýtfng »aflaklónna«. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu hluttekn- ingu við iráfall og jarðarför Björns Árnasonar hreppstjóra frá Syðri-Ey. Ennfremur þökkum við samsveitungum hans þá virðingu og vinahug, er þeir sýndu minningu hins látna. Eftir Ólaf Thors era til tvær setn- ingar, alfrægar. Á fundi við Ölfusá fyrir mörgum árum rétti hann hönd- ina, út yfir landið og sagði: „Við út- gerðarmenn erum aflaklæmar. Frá okkur eiga peningarnir að koma í ræktun landsins". En á fundi í Al- þingi s. 1. vetur sagði sami Ólafur, að meirihluti aflaklónna ætti minna en ekki neitt. Síðari ummælin munu vera nærri sanni. þannig er stórútgerðin komin í höndum íhaldsmannamna í Reykja- vik. I síðasta tbl. Tímans var vakin eftirtekt á þessari sorglegu stað- reynd. Togararnir, margir hverjir eru veðsettir fvrir hærri fjárhæðum en sem nema fyllsta sannvirði. Ólafur hafði rétt fyrir sér. „Togaraeigend- urnir", sem þarna er um að ræða, eiga ekkert í togurunum. Bankarn- ir eiga togarana. Og ríkið á bankana eða ber a. m. k. ábyrgð á þeim. Staðreyndin er þá sú, óhrekjanleg, að meirihluti togaranna er í raun og veru komin í ríkisrekstur hjá ílialdinu. Og sú þjóðnýting er ekki glæsi- leg fyrir ríkið. Ef togaraútgerðin græðir, cr hún reitt inn að skyrtunni með óhemju- lega háum launum til framkvæmd- arstjóra og skipstjóra og ofboðslegri eýðslu í kol, salt og veiðarfæri, svo að ekkert verður eftir í varasjóð. Svo þegar slæmu árin koma, lenda töp hinna eignalausu togarafélaga á bönkunum. „Togaraeigendurnir" oiga gróðann en bankarnir töpin. Meirihluti togai'anna er gerður út þannig undanfarin ár, að bankarnir leggja fram rekstursféð gegn veði í fiskinum í sjónurn, sem togararnir eiga að veiða „ef guð lofar“. þetra er ótrúlegt en satt samt, því að hvað annað eiga þau togaraféiög að veð- setja, sem eiga „minna en ekki neitt“ eins og Ólafur hefir réttilega bent á? En hver ber svo ábyrgðina, ef fiskurinn veiðist ekki eða selst ekki fyrir áætlað verð? Ríkið, Hver gæti 'það svo sem verið annar en rikið, sem ber ábyrgðina á meira- hlutanum af togaraútgerðinni, því aö vitanlega hafa þeir engu að tapa sem „eiga minna en ekki neitt“. þennan ríkisrekstur viil ílialdið hafa. Hvernig sem útgerðin gengur, hversu mikið sem tapast fá fram- kvæmdastjórar og skipstjórar, með ágóðahlut af brúttóafla, allmarga tugi þúsunda í laun. Bankarnir borga töpin. þannig er noklcuð af 33 miljóna afskriftunum orðið til — og síðast. lendir byrðin á ríkinu og al- menningi eins og reynsla íslands- banka og háu vextirnir sýna. En „togaraeigendurnir" þykjast vera „máttarstólpar þjóðfélagsins"! Hve lengi á almenningi að blæða? Hvenær finnst bönkum og ríkinu, sem beta fjárhagsáhættuna, tími til kominn að láta rannsaka fyrirkomu- lagið á rekstri togaraflotans? Er ekki tími til korninn að það komi í ljóa í hverju liggur hin öra lmignun út- gerðarinnar? Á trúin á „máttar- stólpana" að hindra það um aldur og æfi, að ^kynsamlegt eftirlit sé gjört mögulegt með því fé, sem þjóð- in i sameiningu ábyrgist og stend- ur skil á, meðan hægt er? Núna síðustu dagana hafa verið seld tvö skip úr togaraflotanum í Rvík. Að sama skapi minnkar fram- leiðslan í bænum. Ríkið og bærinn verða að leggja fram hundruð þús- unda til atvinnubóta. Hve lengi á hann að haldast, þessi ríkisrekstur aflaklónna, sem þjóð- nýtir töpin og „stíngur af“ með gróð- ann í góðærunum? Byggingar- og landnámssjóð. I nið- urlagi greinarinnar segir Páll að nú sé um að gera að liafa einungis dreifðu sveitabýlin og þá vafalaust eins og var — án vega, sima, brúa, skóla, sundlauga etc. það gægist i gegn að ritstjórinn vill lokka unga fólkið til Kveldúlfs á mölina, í dýr- tíðina, atvinnuleysið og þær kring- umstæður, sem skapa kommúnisma. þcssi grein í Vísi sýnir á hve lágu stigi íhaldið stendur, hvernig illur málstaður og lítil menning lætur hugsanir þess verða að hrærigraut. ----—o------ Ekkja og synir hlns látna. Mýrléndí er dand eign Notið „gröftedfnamit11 frá Norsk Sprængstofindustri as Birgðir iijá Paul Smith Iteykjavík (i.p.) Srengief ni af ýmsu tagi, frá Norsk Sprængstofindustri A/S Birgðir kjá Paul Smíth Reykjavík. Dýnamit dugar ” _ Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og Bjarni Ásgeirsson alþm. — og konur þeirra — lögðu af stað héðan áleiðis til Svíþjóðar með Gullfossi á fimmtudaginn var. Mæta þeir á „ís- lenzku vikunni" í Stokkhólmi. Með sama skipi fór fimleikaflokkur Ár- manns, sem ætlar að sýna fimleika í „islenzku vikunni“. Jónas porbergsson útvarpsstjóri og Sveinn Ingvarsson framkvæmda- stjóri eru nýkomnir heim frá út- löndum úr ferðalagi í þágu útvarps- ins og Viðtækjaverzlunar i-íkisins. Fóru þeir til Englands, Danmcrkur, Hollands og þýzkalands og undir- hjuggu samninga, sem hafa fjár- hagslega þýðingu fyrir útvarpið. Geiin voru saman í Khöfn nýlega ungfrú þórdís Daníelsdóttir og Sig- urður Skúlason mag. art. Gísli ísleifsson fyrv. skrifstofustj. iézt í gær. Hollcndingarnir, sem standa fyrir ioftstraumarannsóknunum hér, huðu á þriðjudaginn var forsætisráðherra, blaðamönnum o, fl. að skoða flug- vélarnar, sem notaðar eru til rann- sóknanna. Flugvélarnar eru tvær, og rúma aðeins flugmanninn, en eigi farþega. Lendingarstaður er á sléttu túni við suðurenda Tjarnarinnar. Gaf þarna á að lita flugkunnáttu, sem ekki frefir sést hér fyr. Fóru flugvélarnar ýmist hlið við hlið svo að segja fast saman, eða þær steyptu sér í loftiuu og veltu á ýmsa vegu. Daginn áður komust flugmennirnir, eftir því sem skýrt var frá, í 6 þús. metra hæð og sáu þá yfir allt landið, en þá útsýn hefir víst enginn maður áður haft. Á víkingaskipi yfir Atlantshaf. Hingað kom til Reykjavikur, seint í s. 1. mánuði vestan frá Ameríku, norsltur skipstjóri, Gerhard Folgerö, við fjórða mann á scglbát, sem snið- inn er eftir íornum víkingaskipum og ber nafnið „Roald Amundsen". Víkingaskipið er byggt í Noregi, 60 feta langt og 15 feta breitt, með gap- anda drekahöfði og skarað skjöld- um. Seglum til hjálpar í viðlögum hefir það litla mótorvél Víkingaskip- ið iagði af stað frá Noregi sumarið 1930, suður með vesturströnd Evrópu, inn í Miðjarðarhaf og svo frá Spáni vestur um Atlantzhaf sömu leið og Kolumbus, þegar hann komst fyrst tii Ameríku 1492, og þvínæst margra mánaða leið eftir fljótum og vötnum á meginlandi Norður-Ameríku. Skip- stjórinn segir, að tilgangurinn með þessu ferðalagi hafi verið sá, að sýna það og sanna, að sögumar um ferð- ir norrænna manna um úthafið á sö'guöld séu ekki orðum auknar, þar sem tekizt liafi, og það á minna skipi en til forna að sigla milli Norð- urálfunnar og Vínlands, liæði þá leið, sem Lcifur heppni fór árið 1000 og iiina, sem Kolumbus fór um 500 ár- um síðar.. ' ----O---- t kaupfélagsstjóri á pingeyri. þau sorgartíðindi bárust hingað að morgni hins 4. þ. m., að Guð- mundur þorleifsson, kaupfélagsstj. hefði andast á Landsspítalanum kvöldið áður. Fór hann suður með Brúarfossi 22. f. m. til að leita sér iækningar við mnvortismeinsemd. Var gjörður á honum holskurður strax og suður kom og iézt hann af afleiðingum hans. Ilöfðu menn von- að, að Guðmúndur myndi fá bót meina sinna og auðnast að koma heim aftur heill heilsu. En þessi varð raunin og þvi hygg ég að ríkt Jiafi í þessu héraði dýpri og almenn- uri sorg eftir hann en átt hefir sér stað um langa hríð. Svo almenn liéraðssorg hefir ríkt, áð um fátt iiefir vcrið talað annað en þetta svip- lega fráfall, sem bar til svo í skyndi, að fæstir fengu áttað sig á. Svo djúpt hefir þessi viðburður greypst í liug og hjarta almennings, að það er eins og allt annar blær hafi leik-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.