Tíminn - 17.09.1932, Síða 1

Tíminn - 17.09.1932, Síða 1
©faíbfeti 09 afgrciðslumaður Cimans et Hannucig £> 0 rs teinsöóttjr, Cœfjargötu 6 a. .RcYfjawl. ^Xfgtciböía Cimans ec í Cœfjargötu 6 a. (Dpin öaglega'fL 9—6 Sbai 2353 XVI. árg. Reykjavík, 17. sept. 1932. 40. blað. P I. Hér í blaðinu hefir verið vak- ið máls á því, að ábúðarlöggjöf- in biði úrlausnar nú á næstunni og, að hún sé eitt þeirra mála, sem nú eru mest aðkallandi og beint liggur fyrir að afgreiða á næsta Alþingi. Saga ábúðarmálsins og með- ferð, utan þings og innan, nokk- ur undanfarin ár, er í stuttu máli þessi. Árið eftir að Framsóknarflokk- urinn tók við völdum í landinu, skipaði þáverandi atvinnumála- ráðherra, Tryggvi Þórhallsson, þriggja manna milliþinganefnd í landbúnaðarmálum. Átti hún að yfirfara og grandskoða hina eldri landbúnaðarlöggjöf yfirleitt og» gjöra tillögur til breytinga og nýmæla, eftir því sem breytt að- staða og nýir tímar heimtuðu. Tvímælalaust þýðingarmesta málið, sem nefndin lagði fyrir þingið var frumvarp til nýrra á- búðarlaga. Var það fyrst flutt á Alþingi 1929, af tveim mönnum úr milliþinganefndinni, sem þá áttu sæti á þingi, þeim Jörundi Brynjólfssyni bónda í Skálholti og Bemharð Stefánssyni bónda á Þverá í Öxnadal. Málið var þá flutt í neðri deild og hefir jafn- an verið síðan. En það komst að þessu sinni aldrei lengra en til fyrstu umræðu, 0g var aldrei at- hugað í nefnd. Á þingi 1930 er málið flutt í annað sinn og af sömu mönnum, en þá eftir því sem segir í for- sendum frv., eftir beiðni stjóm- arinnar, og má því telja, að það hafi verið stjómarfrumvarp síð- an. Að þessu sinni var því vísað til landbúnaðamefndar, en nefnd- arálit kom aldrei út. 1 þriðja sinn er ábúðarmálið flutt á Alþingi 1931 (vetrar- þinginu). Þá var það, að lokinni 1. umræðu, rækilega athugað í landbúnaðamefnd, og skilaði nefndin áliti hinn 14. apríl, dag- inn, sem þingið var rofið, og hlaut málið þá, af eðlilegum or- sökum, ekki frekari afgreiðslu á því þingi. Og á sumarþinginu sama ár var því ekki hreyft, enda þá tími of naumur til að fjalla til hlítar um svo yfirgrips- mikla og afleiðingaríka löggjöf. Á síðasta þingi (1932) er svo málið upp tekið í fjórða sinn. Virðist þá hafa verið vaknaður fyrir því meiri almennur áhugi þingmanna en á undanförnum þingum. Var það þá enn ítarlega athugað í landbúnaðarnefnd, fór í gegnum hinar tilskildu þrjár um- ræður í neðri deild og var af- greitt til efri deildar. En í efri deild dagaði það uppi, með því að mjög var orðið áliðið þingtímans, er þangað kom, og flest stærri mál komin í sjálfheldu, vegna afarkosta þeirra, er andstöðu- flokkar stjómarinnar höfðu sett út af hinu svokallaða „réttlætis- máli“. Hefir nú málinu verið svo áframl þokað, að varla er hæfi- legt, að lengur dragizt, að Al- þingi leggi á það síðustu hönd, og það þegar á komanda vetri. Opinberar umræður eru því fylli- lega tímabærar. n. Núgildandi ábúðarlöggjöf („Lög um bygging, ábúð og úttekt jarða“) er frá 12. jan. 1884. Síðan er liðin nærri hálf öld, og því ekki furða, þó að einhverju þurfi að breyta, þar sem í hlut á atvinnuvegur, sem mikill hluti þjóðarinar lifir á og með tilliti til breytinga í þjóðlífsháttum öll- um. En þar við bætist, að núgild- andi ábúðarlöggjöf hefir frá upp- hafi verið meingölluð. Löggjafarvaldið, eða meirihluti þeirra, sem með það hafa farið, virðist alls ekki fram til síðustu tíma hafa haft auga á því, hverja þýðingu viturleg ábúðarlöggjöf hefir fyrir landbúnaðinn. Stefna hinna ráðandi manna eftir alda- mótin var að koma sem flestum jörðum í sjálfseignarábúð. Þessu takmarki átti að ná með lögunum um þjóðjarðasölu árið 1905 og lögunum um kirkjujarðasölu ár- ið 1907. Ýmsir framsýnustu og beztu menn þingsins, svo sem Pétur á Gautlöndum, Jón í Múla og Her- mann á Þingeyrum, héldu því þá fram að sala þjóð- og kirkjujarð- anna myndi alls ekki nægja til þess að gjöra sjálfsábúðina al- menna, auk þess sem sú stefna í sjálfu sér væri vafasöm fyrir þjóðfélagið. Þessir menn álitu að ný og betri ábúðarlöggjöf væri það eina, sem raunverulega gæti tryggt bændastéttinni hæfilega dýr og örugg umráð verka sinna. Alþingi daufheyrðist við rödd- um þessara manna, sem þo voru meðal gáfuðustu og bezt menntu bænda sinnar tíðar. Sala hinna opinberu jarðeigna var látin nægja. En hin gamla, vanhugs- aða og úrelta ábúðarlöggjöf var látin standa óhreyfð. Síðan er liðinn aldarfjórðung- ur. Opinberu jarðeignirnar, með skárstu ábúðarskilmálunum, voru seldar. En kjör leiguliðanna á jörðum einstakra manna voru látin afskiptalaus. Nú eftir aldarfjórðung er reynslan þessi: Leiguliðunum í landinu hefir tiltölulega lítið fækkað. Sú hætta vofir yfir, að margt af þeim opinberu eignum, sem seldar voru, komizt von bráð- ar aftur í leiguábúð, eftir óeðli- lega verðhækkun. Af jörðum, sem einstakir menn leigja út, eru, eft- ir því sem milliþinganefndin segir, hverfandi fáar í lífstíðarábúð. Og leiguliðarnir á slíkum jörðum hafa litla eða enga tryggingu fyrir því að njóta verka sinna, og þar af leiðandi litla hvöt til fram- kvæmda af eigin ramleik. Eftir jarðamatinu síðasta, sem nú er verið að ganga frá, og út kemur í haust, kemur það í ljós, að um 48 af hverjum 100 jörð- um í landinu eru í leiguliðaábúð nú, og þær langsamlega flestar í eigu einstakra manna, sem ekld búa sjálfir á jörðunum. m. Af því að þetta mál hefir enn verið lítið rætt í blöðum, er rétt að skýra hér frá þeim þrem aðal- nýmælum, sem, auk margra smærri umbóta, felast í ábúðar- [ lagafrumvarpi milliþinganefndar- innar, en þau eru þessi: 1. Að allar leigujarðir sé skylt að byggja með Iífstíðarábúð”) , 2. Að landeigandi sé skyldur að eiga nauðsynleg íbúðar- og pen- ingshús. 3. Að leiguliði geti gjört æski- legar umbætur á jörð, án þess að eiga é hættu að bíða við það fjárhagslegt tjón við brottför af jörðinni og að framtakssamur jarðeigandi geti hinsvegar látið bæta jörðina, þótt leigt hafi öðr- um, og að afgjald jarðarinnar hækki þá sanngjarnlega, sem því svarar. Með þessu ákvæði á að koma í veg fyrir, að leigujarðir níðist niður eða verði í umbótum á eftir þeim jörðum, sem í sjálfsábúð eru. Viðvíkjandi ákvæðinu um skyldu jarðeigenda til að eiga hús á jörðinni, er þar er í rauninni ekki um algjört nýmæli að ræða. 1 fornum lögum (Jónsbók) er þessi skylda lögð á landeigend- ur. En á þessu var gjörð breyt- ing á 17. öld, þegar konungur átti mikinn hluta af jarðeignum í landinu, 0g það var konungsvald- ið, sem breytinguna gjörði, sjálfu sér til augnablikshagnaðar, en bændastétt landsins til óbætanda tjóns í margar aldir. Því ber ekki að neita, að þetta nýmæli myndi eins og nú er komið, 1 ýmsum tilfellum koma liart niður á landeigendum, og þar á meðal ríkinu fyrst í stað. En með því að lögleiða erfðafestu og sérákvæði til tryggingar leiguliðum, sem ekki geta látið ábúð sína ganga í erfð, mætti e. t. v. synda fram hjá þessu skeri, þannig að húsaeign þyrfti ekki að vera leiguliðunum til tjóns. En hvað sem einstökum fyrir- komulagsatriðum líður, þola um- bæturnar á ábúðarlöggjöfinni enga bið lengur. Helmingur af bændastétt landsins á framtíðar- afkomu og framtíðarvonir að verulegu leyti undir því, að rétt- ur leiguliðanna sé tryggður bet- ur en nú er. Og á þessum um- bótum veltur líka framtíð jarð- anna. Því mun þessu máli verða hald- ið vakandi hér í blaðinu. ----a---- BygBinBarsamvinnuíélagia, sem stofnað var í Reykjavík 6. þ. m. er gleðilegur vottur um áliuga umbótamannanna í bænum, á því að hagnýta baráttu þeirra manna á Al- þingi, sem vilja h.efjast handa til að létta af almenningi hinni óbæri- legu dýrtíð. Ef starfsemi félagsins getur komizt í það horf, sem stefnt er að, á efnalitlum mönnum að verða kleift að koma upp húsi yfir sjálfa sig og skyldulið sitt, ef þeir haaf sjálfir ráð á að leggja fram fimmta part af því, sem húsið kost- ar. Afganginn borga þeir svo smárn- saman mánaðarlega eins og húsa- leigu. þeim, sem ekki kæra sig um að byggja liús strax, er gjört mögu- legt að safna í sjóð til húsbyggingar, unz komin er sú upphæð, sem til þess þarf að fá húsið byggt. Mætti slíkt áreiðanlega verða til hvatning- ar fyrir margan mann að fara vel með fé sitt og tryggja framtíð sína á skynsamlegan og hagkvæman hátt. *) Jörundur Brynjólfsson getur þess í framsöguræðu sinni 1929, að hann teldi jafnvel heppilegra, að hér væri um erfðafestuábúð að ræða, og má vel vera, að það úrræði gæti ráð- ið fram úr sumu því, sem nú er deilt um í ábúðarlögunum. og útvarpsfréttirnar Valtýr Stefánsson hefir ávalt, síð- an Ríkisútvarpið tók til starfa, sýnt þvi fullan fjandskap. Sérstaklega hefir hann gert sér far um að liggja eins og grimmur hundur í hælunum á mér sem forstöðumanni stofnunarinnar. Hann hefir mjög leitast við að telja fólki trú um, að ég misbeitti stöðu minni á hlutdræg- an hátt í pólitisku augnamiði. Ný- lega var í útvarpinu birtur undir- réttardómur yfir ritstjórum Mbl., þar sem hrundið var eindregið og eftirminnilega staðlausum álygum ritstjóranna á hendur mér i sam- bandi við útvarp frá vetrarþinginu 1931. Við það hefir vont skap Valtýs ýfst enn til stórra muna. Ef svo heldur fram, sem nú horfir, um of- sóknir lians á hendur mér, geri ég mér vonir um að það verði mér til aukinuar lýðhylli. pað hefir ekki iirugðist, að þeir menn, sem Mbl. hefir lagt i einelti, tiafa hlotið auk- in metorð og vinsældir þjóðarinnar. Valtýr hefir tekið sér fyrir hendur að gorast einskoiíar siðameistari um íréttaflutning Ríkisútvarpsins. það gæti verið einkar skemmtilegt að at- huga aðstöðu mannsins til sliks hlutverks. ])að er kunnugra en frá þurfi að segja, að ekkert blað á Is- landi hefir nokkurntíma flutt því- lík kynstur af allskonar fleipurfrétt- um, lausafregnum, ágizkunum, mis- sbgnum, mótsögnum, rangfærzlum og beinni lygi eins og Mbl. Næstum daglega nevðist blaðið til þess að kyngja missögnum og ósannindum, sem það hefir áður flutt. Rokvídd Mhl. er alkunn. Enda hefir ósann- indahneigð Valtýs og lélegt innræti skapað því lífsskilyrði sem liafa reynt mjög á þau liffæri. það er bæði furðulegt og hneyksl- anlegt að maður, sem hefir verið jafn hirðulaus um sæmd íslenzkrar blaðamennsku í þessu efni og reynd- ar í öllum efnum, skuli láta sér hugkvæmast, að hann geti gerst siðameistari yfir Ríkisútvarpinu um fréttaflutning. Stjórn útvarpsins var frá upphafi ljóst, hvílíkur vandi og skylda hvíldi á því í sambandi við flutning frétta. Takmark þess hlaut að verða það, að gerast sú frétta- lieinrild, sem þjóðin mætti fyllilega treysta og gæta liins itrasta hlut- leysis gagnvart mönnum og mál- efnum, stofnunum ölium, og lands- málaflokkum. Um þetta allt hafa verið settar ítarlegar reglur og mik- il vinna lögð í það að framfylgja þeim með réttsýni, varkámi óg vandvirkni. Hlutverk fréttastofu útvarpsins hefir verið miklu vandameira og tafsamara en mönnum er almennt ljóst. En árangur viðleitninnar hefir þegar komið berlega í ljós. Frétta- ritarar útvarpsins hvarvetna urn land hlíta vel þeim reglum, sem settar hafa verið og gera sér hið fyllsta far um að vanda heimildir sínar. Jafnvel hafa áhrif fréttastof- unnar verkað eins og siðbót á jafn ólíklegum stað og slcrifstofu Mbl. Nægir, því til sönnunar, að bera saman þingfréttir blaðsins síðan út- varpið tók til starfa, við það, sem áður var. Áður voru þingfréttir Mbl. tómar hártoganir, skammir og hinn viðbjóðslegasti samsetningur af rang- færslum og' lygi. Nú þorir blaðið ekki annað en að þræða tæpustu leiðir í námunda við sannleikann, af því að fréttir útvarpsins myndu að öðrum kosti vitna daglega á móti því. Við athugun um þessar staðreynd- ir verður gremja Valtýs og óvild gagnvart útvarpinu ekki torskilin. Manni, sem er fæddur með jafnríkri ósannindahneigð eins og Valtýr, verður það vitanlega mikil þjáning, er hann neyðist til að segja satt. Og þar sem aðalinnihald blaðs hans hefir frá upphafi verið að mestu landsmálablekkingar tilreiddar sér- staklega handa vissri tegund af les- endum, dregur það vitanlega úr gildi blaðsins til hins ákveðna hlutverks, ef sannindi fara að slæðast með í hinu sérstaklega tilreidda, andlega- fóðri. Af þvi sem að framan er sagt mætti ef til vill virðast, að Valtýr gerði réttast í því að láta lítið yfir siðameistaraköllun sinni. þó er ekki nema hálfsögð sagan um viðhorf hans og framkomu gagnvart frétta- stofu útvarpsins. Samkvæmt því, er tíðkast í ná- grannalöndunum, hefir ráðuneytið sett reglur um hagnýtingu útvarps. Er 2. gr. í reglum þessum svohljóð- andi: „Óheimilt er útvarpsnotanda að hagnýta sér útvarpsefni til fjái’gróða, til dæmis með upp- töku þess á hljómplötur (grammófón) eða með útgáfu á prenti". Reglur þessar eru prentaðar a hverja kvittun sem útvarpið af- hendir gegn afnotagjaldinu og eru því öllum almenningi vel kunnar. Reglurnar eru settar til þess að gæta liagsmuna Ríkisútvarpsins sjálfs og til verndar höfundum og listamönn- um, sem starfa fyrir útvarpið. Jfrátt fyrir þetta forboð, lætur Val- týr — einn allra íslenzkra blað- stjóra — standa á hleri í því skyni að hagnýta sér fréttir útvarpsins. það er kunnugt að hann lætur einn af stai-fsmönnum blaðsins vinna þetta verk. —- þannig hefir hann í allt sumar hnuplað veiðifi'étt- um, sem útvarpið hefir birt sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við Fiskifélagið. Hefir liann þá forðast að geta útvarpsins en getið Fiskifé- lagsins sem heimildar. JafnveT hefir blaðið gengið svo langt að hnupla talskeytum, sem birt hafa verið í útvarpinu, þegar það hefir fundið að þeim fréttabragð. Og daglega birt- ast fregnir i Mbl., sem eru beint tekriar eftir útvarpinu. pannig gerist Valtýr í fyrsta lagi óbeimildarmaður að útvarpslregnun- um, i öðru lagi gerist hann falsari að þvi leyti, sem hann þegir um hina réttu heimild. Og loks gerist hann ofsóknarmaður á hendur þeirri ríkisstofnun, er hann þannig hag- nýtir sér í heimildarleysi, en lokar blaðinu jafnan fyrir öllum athuga- semdum og leiðréttingum þeirra, sem hann ber sökum. Ástæðulaust er að fara um þetta fleiri orðum að þessu sinni. Dómi lesenda Tímans mun elcki fatast um að meta innræti og vitsmuni Valtýs réttilega eftir þeim forsendum, sem hann hefir hér sjálfur lagt fram. Lítilfjörlegri og óheiðarlegri fram- komu í fari blaðamanns mun ekki vera hægt að hugsa sér. Valtýr Stefánsson er við og við að bera fram dylgjur um það, að ég misnoti embættisaðstöðu mína í fjár- gróðaskyni. Um leið og ég lýsi hann opinberan rógbera og lygara að þeim sakargiftum, skal því lýst yfir, að mér væri einkarljúft, að taka upp orðaskifti við hann á þeim vettvangi. Ég mundi ekki telja eftir mér að hnýsast nokkuð um á íslenzkum embættisleiðum og bregða upp Ijósi yfir það hversu allmargir af mestu gæðingum Mbl. í embættismanna- stétt liafa komið ár sinni sniðuglega fyrir borð, til þess að geta hagnýtt sér embætti sín í fjárgróðaskyni á kostnað rikissjóðs. Ég hygg að síð- ari tíma sagnariturum myndi þykja slíkt fróðlegt til rannsóknar um embættissiðferði þeirra manna, sem á tuttugustu öldinni gátu notað Valtý Stefánsson fyrir leiðtoga sinn í blaðamermsku. Reykjavík 16. sept. 1932. Jónas þorbergsson. ----O-----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.