Tíminn - 17.09.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 168 Hiíiðnliiiiilieiiiisli ulan Reykjaiiilig!. Hraðritun kenni eg með brefaviðskiftum. Sú aðferð reynist vel, og með alúð og ástundun næst fljótari árangur en menn grunar í fyrstu. Gagnlegt er að geta skrifað jafnfljótt og menn tala. Þessa kunnáttu geta yngri sem eldri veitt sér á stuttum tíma. Með hverju ári eykst gildi hraðritunar fyrir lífsbaráttuna. Fyrsta lexían send ókeypis ásamt öilum upplýsingum. Hraðritunarskólinn. Helgi Tryggvason, Smáragötu 12 Keykjavík. um framtíðina og framleiðsluna eru alltof alvarlegt mál til þess að hægt sé að ræða það við Morgunblaðið, sem hefir sýnt það oftar en tölu verður á komið, að það hefir í skjóli sínu menn, sem allir ættu að fyrir- líta, menn sem hlaupið hafa frá hug- sjónum sinum fyrir peninga, menn sem eytt hafa almannafé og fengið meira gefið eftir af því en nemur öllum bændaskuldum, án þess að það nokumtíma hafi fundið nokkra ástæðu til að finna að því. Bóndi. Menning í sveitaþorpum. íhaldsdagblaðinu Vísi er næsta illa við þá skoðun Timans að unga fólkið úti um landið eigi að festa byggð sína í sveitaþorpum í stað þess að flytjast á mölina og eyða þar æfinni í vonlausri baráttu og atvinnuleysi. í fáfræði sinni beldur blaðið, %ð sveitaþorp séu hvergi til nema i Rússlandi. Jietta minnir á þann tíma, þegar sumir héldu, að livergi væri búinn til skófatnaður nema í Danmörku. Væntanlegum í- búum í íslenzkum samvinnubyggð- um lýsir Vísir svo, að þan'. muni „upp alast ósjálfstæðir menn og kon- ur, — — fólk, sem fylkir sér æp- andi undir byltingafánann — — skeytandi engu um raunverulega velferð þjóðarinnar, Skríll, sem sam- einast undir merki þeirra manna, sem boða jafnvel börnum trúleysis- kenningar og mannhaturs" (!). Ekki er nú smáræði í húfi. — Jakob Möller, sem í fyrra heimtaði, að Keykvíkingar segðu sig úr þjóðfé- laginu, ætti að láta ritstjóra sinn bregða sér austur i JJylckvabæinn í Rangárvallasýslu — eina sveitaþorp- ið, sem nú er til á íslandi —, svo að hann geti skrifað um „skrílinn" þar og þær „mannhaturskenningar", sem átt hafa upptök sín í þykkva- bænum! „Ljótast ... í okkar stjórnmálasögu". Mbl. og ísafold birtu á dögunum grein um launakjör starfsmanna við ríkisstofnanir, og ásökuðu Framsókn- arflokkinn (og sérstaklega einn mann úr flokknum, Jónas Jónsson) fyrir það, að þessi laun væru allt of há. Tíminn birti þá samanburð, sem sýndi það, að þó að starfslaun við ríkisstofnanir séu að vísu of liá enn samanborið við kjör alls al- mennings i landinu, þá hafa þau samt stórlækkað í tíð Framsóknar- stjórnarinnar. þessi niðurstaða fékkst með því að bera núverandi laun saman við tilsvarandi laun árið 1926. Út af þessu segir Mbl. í s. 1. viku: „Tíminn treystir sér aldrei til að bera verk Jónasar saman við ann- að en það, sem hann telur Ijótast vera í okkar stjómmálasögu*) “. Eft- ir þessari uppgötvun Mbl. ætti árið 1926, sem Tíminn tók til samanburð- ar, að vera „ljótast í okkar stjórn- málasögu". þetta ár (1926) hafði Ihaldsflokkurinn meirahluta á Al- þingi. Jón Magnússon var forsætis- í'óðherra, Jón þorláksson var fjár- málaráðherra og Magnús Guðmunds- son atvinnumálaráðherra. það ár (um haustið) kaus meirihluti ís- lenzkra landkjörskjósenda**) íhalds- mann á þing. Og þessi fhaldsmaður var Jónas læknir á Sauðárkrók —. Tíminn getur að þessu o, fl. athug- uðu gengið inn á - það, að árið 1926 hafi verið a. m. k. mjög ljótt ár „í okkar stjórnmálasögu" og að Mbl. liafi aldrei þessu vant ratast satt á munn. Háu launin og Mbl. Mbl.-liðið hefir nýlega ámælt J. J. fyrir það að hafa ekki haft dugnað til að krækja sér í feita atvinnu, meðan hann var í stjóminni. því finnst undarlegt að hann skuli ekki hafa reynt að tryggja sig betur en að fá aðeins sitt gamla starf við lítinn skóla. Fátt sýnir betur spill- ingu íhaldsins en slík ásökun. Að þess dómi eiga bæjarfulltrúar, þing- menn og ráðherrar að sníkja og snapa eftir fé og beinum handa sér. Landsmálabaráttan á ekki að vera um almenn mál, heldur persónuleg- an gróða. íhaldið stórreiddist J. J. þegar hann gaf þóknun þá sem hann fékk sem bankaráðsmaður, meðan hann var í stjóm. íhaldið kunni þvi illa, er J. J. og Jón Bald- vinsson vinna ár eftir ár kauplaust í lögjafnaðarnefnd, en Einar Am- órsson og Jóh. Jóh. hirða 500 kr. hvor. íhaldið ætlaði að ærast er M. T. og J. J. hættu að taka dýrtiðar- uppbót af embættislaunum og þing- *) Leturbr. Mbl. **) p. e. þeirra, sem komust á kjörstað i óveðrinu. mjög á forsjá Eimskipafélagsstjóm- arinnar. þriðja málið var sala íslenzkra veðdeildarbréfa í Svíþjóð. Forstjóri sænsku lánsfélaganna taldi miklar líkur til að um sölu gæti orðið að ræða á íslenzkum veðdeildarbréfum í Svíþjóð, ef gengi peninganna festist. Sendi sá maður hingað til lands boð nú í sumar, er haldinn var norrænn fundur lánsfélaga í Stokkhólmi. Er svo til ætlazt að Bjami Ásgeirsson bankastjóri við Búnaðarbankann hitti leiðtoga láns- félaganna og vinni að því að halda opnum möguleikum fyrir íslendinga að koma verðbréfum þessum á markað í þessu hinu ríkasta af grannlöndum íslendinga. Ég geri mér vonir um að hin ný- byrjuðu viðskipti íslendinga og Svía verði mjög þýðingarmikil fyrir ís- lenzku þjóðina, og að „íslenzka vikan“ verði verulegur þáttur í byrjandi kynningu frændþjóðanna. J. J. ----o---- r A vfðavanýi. Hverjir eiga togarana? Blað Jakobs Möllers getur ekki skilið, að menn, sem eiga „minna en ekki neitt“ geta ekki raunveru- lega átt skip, sem kosta mörg hundruð þúsunda. Skal hérmeð gjörð tilraun til að skýra þessa þraut fyrir blaðinu með dæmum úr daglegu lifi. Ef maður byggir hús fyrir 50 þúsundir og tekur til þess 20 þús. veðdeildarlán, er almennt talið, að hann eigi 30 þúsundir í hús- inu. Ef bóndi kaupir jörð fyrir 10 þúsundir og kemst við það í 8 þús. kr. skuld, á hann á sama hátt 2 þúsundir í jörðinni. Nú hefir for- maður isl. botnvörpuskipaeigenda, Ólafur Thórs, lýst yfir því, að meirihluti togaraútgerðarmanna eigi „minna en ekki neitt“. Getur Vísir þá ekki látið sér skiljast, að svo framarlega sem Ólafur segir satt, geta þessir menn ekki átt togar- ana? þegar ritstjóri Vísis hefir átt- að sig á þessu, sem ætla má, að verði fljótlega, er æskilegt, að hann svari tafarlaust fyrirspurn Tímans um það, hver sé hinn raunverulegi eigandi togaranna. Bændur og braskarar. Blöð Reykjavíkuríhaldsins halda því fram núna í vikunni, að skuldir bænda séu sambærilegar við skuldir þeirrar tegundar af „máttarstólp- um“, sem undanfarinn áratug hafa féflett bankana. Samkvæmt þessu segja áðurnefnd íhaldsblöð, að ef skuldasöfnun bænda sé ekki ámælis- verð, séu eftirgjafamenn bankanna það ekki heldur. Gott væri þá, ef spekingar íhaldsins vildu svara eftir- farandi spumingum: Hvenær hafa einstakir bændur tekið að láni hundruð þúsunda án þess að hafa nokkra sjáanlega fnöguleika til endurgreiðslu? Hvaða lán hafa bændur tekið til persónulegrar eyðslu fram yfir brýnustu lífsnauð- synjar, til lystihúsa, luxusbifreiða eða skemmtiferða til útlanda og veizluhalda? Hvenær hafa bændur, sem misstu bú sín upp í skuldir, haldið sig að ríkra manna hætti og talið sig eiga kröfu á meira láns- trausti eftir á en áður var? þegar braskarablöðin hafa hugleitt þessi viðfangsefni, geta þau haldið áfram að bera samvizkulausa eyðslu á fé þjóðarinnar saman við viðskipta- örðugleika hinnar vinnusömu og sparneytnu bændastéítar — en fyr ekki, Hversvegna er Valtý í nöp við útvarpið? þegar Valtýr Stefánsson sölsaði undir sig meirahlutaráð yfir Mbl. með því að pretta félaga sinn, Lár- us Jóhannesson, ætlaði hann sér að verða einskonar „Northcliff" í blaðamennsku íhaldsins hér á landi. Einkum mun það hafa verið fyrir- ætlun hans, að koma, fyrstur manna, fréttum fyrir almennings- sjónir. En þegar Ríkisútvarpið tók til starfa, varð stjórn þess á einu máli um, að óhjákvæmilegt væri, að útvarpið ræki eigin fréttastofu. Við hliðina á missagnarugli og beinum • ósannindum Mbl., verða miklar og áreiðanlegar fréttir útvarpsins hinn mesti þyrnir í augum Valtýs. Og einkum veldur það gremju hans, að útvarpið flytur nálega allar frétt- ir á undan blöðunum. Af skrifum Valtýs síðustu daga má sjá, að hann er nálega viti sínu fjær af reiði. En hvað gagnar honum reiði hans og fúkyrði? Hyggur hann að út- varpsstjórnin telji minni þörf á sjálfstæðri fréttastarfsemi því berari sem hann gerir sig að vitsmuna- skorti og illkvitni. Fjarri mun því fara. Stjórn útvarpsins er á einu máli um nauðsyn góðra, mikilla og skjótra frétta og mun kappkosta að au.ka og bæta, svo sem verða má, starfsemi fréttastofu útvarpsins. Val- týr verður að láta sér nægja frétta- hnuplið og skapvonzkuna. J. p. „Sér ekki á svörtu“. íhaldsblöðin geta ekki trúað því, að ríkið eigi raunverulega þau skip, sem veðsett eru bönkunum fyrir hærri upphæð en sannvirði. f þessu sambandi bera þau fram þá vizku, að úr því að kaupfélögin skuldi bönkunum, þá „eigi rikið kaupfélög- in“! Með þessu orðalagi getur ekki verið átt við annað en að ríkið eigi bændurna, sem í kaupfélögunum eru, enda hefir Vísir í svipuðu sam- bandi ymprað á því, að ef maður, sem skrifar á víxil, geti ekki borg- að, þá eigi bankinn þennan mann! í fyrsta lagi má veita íhaldinu þá fræðslu, að þó að bændastéttin eigi erfitt, þá á hún þó talsvert meira en fyrir skuldum enn sem komið er. í öðru lagi virðist það nokkuð úreltur hugsunarháttur, að fólk sé veðsett lánardrottnum á sama hátt og jarðir, fénaður eða skip. En það má svo sem segja, að „ekki sjái á svörtu", þó að þessi gamla lífsskoð- un um að hneppa fólk í þrældóm vegna skulda, skjóti upp höfði í hin- um aumustu afkimum mannlegs hugarfars á íslandi. Hversvegna forstöðumenn? Mbl. í dag spyr um það, hvað út- varpsstjórinn hafi eiginlega að gera úr því að annað starfsfólk vinni ýmisleg störf við útvarpið. Út frá sömu í'ökum ætti blaðið að spyrja: Hversvegna þarf að hafa forstöðu- menn fyrir ríkisstofnunum yfirleitt? Hversvegna þarf að hafa landssíma- stjóra, úr því að landssíminn hefir símritara og símastúlkur i þjónustu sinni og menn, sem vinna að verk- fræðilegum störfum og á skrifstof- um? Hversvegna þarf póstmálastjóra úr því að annað starfsfólk annast afgreiðslustörf og bókhald? Hvers- vegna vitamáiastjóra, úr því að aðr- ir menn kveikja á vitunum? Slíkar spurningar eru vitanlega rétt lýs- ing á vitsmunum Mbl.-ritstjóranna. Hefðu aðrar spurningar þó legið nær eins og sú spurning til dæmis að taka, hversvegna útgerðarfélagið Kveldúlfur þurfi að hafa 5 eða 6 forstjóra, úr því að togaraútgerðin er, samkvæmt lýsingu Ólafs Thórs, „mergsogin og máttvana". Skuhlir bænda. Mbl. hefir undanfarið orðið tíð- rætt um skuldir bændanna. Valtýr talar minna um skuldir útgerðar- mannanna, og minna um livað þeim hafi verið gefið eftir. Hjá honum er gleymt þá gleypt er, og hann sér ílísina hjá bændunum en ekki bjálk- ann hjá sínu fólki. En það má Valtýr vita, að allar skuldir bænda í heilum sýslum eru saman- lagðar minni en skuldir sem ein- staka fylgifiskar Mbl. hafa fengið gefnar eftir, fengið strikaðar út, og allar tekjur bænda, í ýmsum hrepp- um landsins eru samanlagðar ekki meiri á ári, en eyðsla sumra þeirra sem mestu eyða af liði Morgunblaðs- manna, og eyða ekki af eigin aflafé, heldur láni og annara aflafé, sem þeir hafa undir höndum. Ritstjórar Morgunblaðsins ættu líka að vita það, að þó hægt sé að láta kaupa sig frá því verki sem foreldrar og vanda- menn með tilhjálp þess opinbera undirbúa börnin undir, þá eru til menn, og þeir eru margir í bænda- stétt, sem ekki hlaupa frá hugsjón- um sínum, og starfi sínu, og því búa áfram, þó þeir ekki baði i rósum, né geti velt sér i óhófseyðslu. Skuld- ir bænda, og annara þeirra atvinnu- rekenda sem vilja hugsa alvarlega námið má ekki vera eins og nú, svo erfitt, að varla nokkur maður telji sér fært að leggja út á þá braut. Landnámið þarf að vera þess eðlis að hið atorkusama unga fólk geti komið sér upp sjálfstæðu heimili og atvinnurekstri er fullnægi sanngjörn- um kröfum nútimamanna, ef það leggur fram alla sina krafta, eins og landnemarnir gerðu í Ameríku og sjómenirnir íslenzku hafa gert við atvinnurekstur bæjanna síðasta mannsaldurinn. Ég vil að þessu sinni aðeins laus- lega drepa á tvö atriði i þessu máli. Fyrirkomulag landnámsins og fjár- aflamöguleikana. Hin síðustu ár hafa verið lagðir vegir og símar um landið víða inn til óbyggða og langt út á annes. Byggingar- og landnámssjóður hefir hjálpað til að byggja varanleg hús um land allt. Engin tilraun hefir verið gerð til að þrengja byggðinni saman. þvert á móti hefir verið lögð áherzla á að gefa ekkert upp við óbyggðina, sem liægt var að bjarga. Og Framsólcnarmenn hljóta að halda þessari stefnu áfram. Flokkur sem tekur að sér vörn og sókn i málum hinna dreifðu byggða hlýtur að halda áfram að verja — og síðan stækka liið ræktaða og byggða land. Byggingar- og landnámssjóður, veg- irnir og símakerfið þarf þessvegna að halda áfram eins og verið hefir. Hin dreifða byggð má einskis í missa af þeim bættu lífsskilyrðum, sem hún hefir nú. En hér þarf viðbót. Hér þarf að vera hægt að gera mörg ný heimili á ári hverju, eftir þvi sem fólkinu fjölgar og heimilaþörfin vex. Mjög oft má skipta sömu jörðinni í marg- býli. þannig eru nú á einu prest- setri í Jtingeyjarsýslu að myndast fimm heimili þar sem áður var eitt, auk þess sem margar jarðir aðrar fó engi frá hinu forna stórbýli. Ver- ið er að byggja upp þessi fjögur nýju heimili í þremur vönduðum stein- bæjum. Ríkið hefir lagt til landið, en Byggingar- og landnámssjóður nokk- urt fé í húsabyggingarnar. Skilyrði til raforku eru hin beztu á staðnum, og eftir fáein ár hafa þessi 5 heim- ili og væntanlega nokkur önnur, sem næi’ri liggja, komið sér upp sam- eiginlegri hitaveitu. Alloft munu hin eldri býli skipt- ast milli systkina, ef þau fá nauð- synlega aðstöðu með fé til húsa- bygginga. þannig hafa sumar jarðir í Mývatnssveit skipst i 3—4 býli og eru þar þó sérstakir erfiðleikar með nýrækt vegna hraunsins undir jarð- veginum. Á fremsta bæ í Bárðardal hafa hjónin reist sér vandaðan stein- bæ, og einn kvæntur sonur er með bæ handa sér í smíðum, en heiir enn ekki fengið byggingarlán. Lítill vafi cr á, að á þeirri jörð, þótt talin sé afskekkt og langt upp til fjalla geta risið upp 4—5 heimili, þar sem tún- in liggja saman, og fjölskyldurnar veita hver annari margháttaðan stuðning. Og hver getur talið slíkar jarðir, sem þannig má rækta og skipta? En auk þess eru í hverri sveit á landinu, og þó einkum í hinum frjórri, stór landsvæði, sem bíða landnámsins. Stærst og mest svæði af því tægi eru Holtin í Rangár- vallasýslu. Sama má segja um Fló- ann, Ölfusið, Landeyjar, Fljótshlíð, Borgarfjörð, Dali, i öllum sýslum norðanlands, Fljótsdalshérað, Breið- dal, Hornafjörð, að ógleymdri Staðar- sveit og fleiri byggðum á Snæfells- nesi. í stuttu máli: Svo að segja í hverri sýslu bíður óræktað landið eft- ir starfandi mönnum til að byggja og rækta. Fjöldi manna á ekki aðgang að erfðalandi eða landi til kaups. Vegna þeirra þarf að kaupa nokkuð af landi, sem heppilegt væri til ný- byggðar. Fjölskylda hefði bæ og ræktað land fyrir sig. Bæimir gætu staðið saman eða nærri hver öðrum, og nota mætti sama veg, síma, vatns- leiðslu o. s. frv. Á þennan hátt geta landnemarnir haft þau hlunnindi sem leiða af þéttbýli, en sneitt hjá göllunum. Ræktaða landið gæti oft verið samfellt, þó að hver bóndi hefði ákveðið land og stækkunar- skilyrði. þeir gætu átt í félagi mörg þau áhöld, sem þarf við landbrotið og ræktunina. þeir gætu hjálpast að við margskonar vinnu. Jlegar einn eða fleiri væru að heiman i nauð- synlegum ferðum, hefðu konur þeirra og börn margháttaðan stuðning af nábúunum. Á hinn bóginn hefði hver fjölskylda sitt heimili, með öll- um þeim yfirburðum, sem fylgja sjálfstæðu heimilislífi í sveit. þessi samvinnuhverfi ættu að geta myndast svo að segja í hverri sveit, en því auðveldar sem betra væri um samgöngur og ræktunarskilyrði. Sum- það er nóg að benda á, að fólkið gat ekki annað. Á síðasta fimmtungi 19. aldar var Ameríka eina úrræðið, eina opna leiðin til lifsbjargar og sjalfstæðrar heimilismyndunar fyrir þúsundir karla og kvenna. Og þang- að flutti mikið af ágætis fólki og nokkuð af lélegu. Lækurinn var eins og uppsprettan sjálf. Sama sagan hefir endurtekið sig hinn fyrsta þriðjung þessarar aldar. Fiskiskúturnar, togararnir, línuskip- in. og vélbátamir hafa opnað dyr hafsins fyrir fleiri og fleiri fiski- mönnum. Unga fólkið þurfti eklci að fara til Ameríku til að geta stofnað heimili. það þurfti ekki nema í næstu eða næstnæstu vertíð. En nú er V.esturheimur að mestu lokuð álfa gegn innflutningi. Og is- lenzku kaupstaðimir og kauptúnin sýnast eiga nógu erfitt með það fóllc sem þangað er komið eins og stend- ur. Og sjálfur höfuðstaðurinn er nú svo settur, að meir en 1200 dugandi manna ganga þar atvinnulausir um mitt sumarið, af því þeir fá ekki að vinna. Eina ráðið er að halda þessu fólki lifandi með framlögum úr rík- issjóði og bæjarsjóði, við að gera vinnu, sem ekki borgar sig og eng- um hefði dottið í hug að láta gera nú, ef það væri ekki sem augna- blikshjálp gegn hungrinu. En til lengdar verður þetta ekki gert. Hvað mikið sem þjónustumað- ur Kveldúlfs, ritstjóri Vísis, kann að vera hrifinn af stjórninni á bæj- armálum Reykjavíkur undanfarið, þegar hinn fallandi útvegur hefir ginnt til sdn íólkið utan af lands- byggðinni, og kastar því svo nú á landið og bæinn, þá mun jafnvel þessi maður verða að játa, að Reykjavík er ekki líkleg til að geta tekið á móti miklu af nýjum inn- flytjendum, eins og ihaldið er búið að lcoma málum þess bæjarfélags í hörmulegt ástand. Hvar á þá heimilismyndunin að gerast? Hvað á að verða af því fólki í sveitunum,- sem ekki erfir jarðir, ekki getur keypt jarðir, og ekki fær jarðir, en hefir starfsorku og löngun til að vinna fyrir sér og sínum í sveita síns andlitis? Flestum samvinnumönnum kemur saman um að þriðja landnámið eigi nú að vera í sveitinni sjálfri. Am- eríka er lokuð, kaupstaðir og kaup- tún hafa nóg með sig. Iðnaður í bæj- unum er ekki lcominn á það stig að hann geti bætt nokkru verulegu við. En þá er eftir hin viðáttumikla ís- lenzka sveit, með ótal verlcefnum handa þúsundum og síðar tugum þúsunda af duglegum mönnum. Jiað þarf að gerhugsa málið, hversu hinu nýja landnámi verði bezt fyrir komið, og byrja síðan að veita fjármagni i hið nýja landnám, í húsin, ræktunina og búpeninginn. Hið nýja landnám má ekki vera of auðvelt og ekki of erfitt. það má ekki hugsa til að landnámið sé svo létt, að nokkur ungur maður geti komið með hendurnar í vösunum og heimtað með sjálfskyldu allt lagt upp í hendur sínar, eins og ósjálf- rátt verður nú hjá leiðtogum höfuð- staðarins með hinn atvinnulausa her, er þeir hafa þangað dregið. Og land-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.