Tíminn - 17.09.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1932, Blaðsíða 4
154 TlMINN Silfnrr efir. Fyrsta flokks dýr af yerðlaunuðum kynstofni selnr loðdýrabúið á Fossí i Grímsnesi, Árnessýslu. Freygarður Þorvaldsson, Ný sænst uppgötvun Merkileg uppgötvun er g.jörð fyrir ekki löngu síðan af sænskum verkfræðingi, Axel Lundberg að nafni, þar sem um er að ræða áður ó- þekkt lím og lóðefni er nefnist „Metallfix". — Axel Lundberg er mað- ur 42 ára að aldri og hefir um langt skeið fengist við uppgötvanir á hinu efnafræðilega sviði, t. d. tók það hann næstum því 8 ár að’ full- komna Metallfix eins og það nú er. —Límefni þetta á að geta límt sam- an öll venjuleg efni, að undanskildu gummí, sem þau væm heil, en það merkilegasta við efnið er, að það lóðar saman alia málma án lóðbolta og sýru. — Sem dæmi upp á hversu limið er sterkt, er, að einhver hinn þekktasti fallskermastökkvari Svía, Arpold Waldau að nafni, í febrúar síðastliðnum hékk undir flugvél í lleðurreim, sem fyrst var skorin í sundur í miðju og síðan límd saman með Metallfix, alla leið frá Kaupmannahöfn til Málmeyjar í Svíþjóð, sem er ca. 65 km. þetta vakti feikna eftirtekt erlendis og erlend blöð birtu langar greinar með myndum af atburði þessum. — Síðar hefir tilraun þessi verið gjörð víða í Svíþjóð og alltaf hefir límið reynst að halda. — Fyrir skömmu er lím- og lóðefni þetta komið á markaðinn hér og mun það efalaust verða allmörgum kærkominn gestur, og þá ekki sízt húsmæðrunum, sem nú geta, eftir því sem sagt er, sjálfar gert við eldhúsáhöldin. kaupi í fyrra, er Framsókn bar fram tillögu um að fella niður dýrtíðar- uppbót, nema af lágum launum. í- haldið felldi þá tillögu og enginn af liði þess hefir tímt að falla frá kröfu um dýrtíðaruppbót sér til handa. F.n Mbl. óttast þá stjómmálamenn sem sýna í verki, að þeir eiga annað er- indi í landsmálum en að auðga sig. Og Mbl. skilur vel, að það var hægra fyrir J. J. að lækka laun Mogensens úr 18 þús., skipstjóranna á varð- skipunum úr 12 þús. í liðug 8 þús., rikistekjur Jóns Hermannssonar úr 80 þús., niður fyrir 10 hjá núverandi eftirmanni hans og tekjur Jóh. Jóh. úr 40 þús. ofan í minna en fjórða hluta. Mbl. veit að það hefir viljað láta Claessen halda 40 þús., Sig. Egg- erz 25 þús., Eimskipafélagsforstjór- ann nær 30 þús., togaraskipstjórs liafa 40—60 þús., Kveldúlfsforstjóri álíka. Sjálfur stökk Valtýr St. ú Búnaðarfélaginu, sveik stefnu föðu. síns og viðurkenda æskudrauma, ti að ná í 20 þús. kr. tekjur. Jakoi Möller hefir haft 16 > þús. á ári fyri; að gera minna en ekki neitt. Ei þjóðin er nú að vakna. Og húi heimtar að lækkuð séu háu launin að dýrtíðaruppbót hverfi af háun launum, að tekjuskattur jafni að stöðu manna, þannig, að þegar kom ið er yfir þurftarlaunareglu sumn heimila, þá fái þjóðfélagið bróður partinn af því, sem eftir er. þess hætta vofir yfir Valtý með sín 2( þús. og skoðanabræðrum hans. Ó hófstekjumar ver.ða að byrja af borga skatt sem um munar. staðar væru allir bændurnir eigend- ur jarða sinna, sumstaðar leiguliðar landsins, en tryggðir með erfðafestu. Á þennafi hátt ætti að gerast þriðja sóknin í nútíma landnámi Islend- inga. Landnám á íslandi er erfitt. Til þess þarf nokkurt fjármagn og mik- ið vinnuþrek. Við hið nýja landnám þarf þjóðin að leggja til nokkurt fjármagn, sem tæplega væri vit í að ætla að fá að láni, hvorki utan lands eða innan. Sú leið, sem mér þykir tiltækilegust væri að efna til sér- stakrar bankadeildar í Búnaðarbank- anum, og afla þeirri deild stöðugs fjárstyrks með ákveðnum sköttum. Og þeir slcattar ættu að koma niður á ýmiskonar óhófi og eyðslulifi. það virðist í alla staði eðlilegt að skatta eyðslu og letivenjur til þess að koma upp heimili og bústofni fyrir atorku- samt fólk, sem vinnur að framleiðsl- unni. Ef þessi nýi landnámssjóður styddi líka að ræktun lands við kaupstaði og kauptún, og smábýlum þeirra manna, sem hefðu að nokkru leyti atvinnu af öðru en ræktun, færi vel á að ein af tekjulindum til þessa landnáms væri verðhækkunarskattur á lóðir í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem t. d. fermetrinn væri virtur á eina krónu eða meira. Skattur á stórar íbúðir færi mjög vel í land- 1 nám og ræktun. Sama mætti segja um skatt á veitingar á kaffihúsum og gildaskálum. þá myndi búðaskatt- ur hafa fullkominn tilverurétt hér á landi og einmitt í þessu skyni. því fleiri, sem búðirnar eru, þvi hærra verður verðlagið og dýrtíðin meiri i landinu. Bak við hina óhæfilegu búðafjölgun liggur viss flóttatilfinn- ing, og löngun eftir hóglífi á kostnað meðbræðra sinna. Frá sjónarmiði þjóðfélagsins er þessvegna fullkom- lega eðlilegt, að lækka að nokkru leyti eyðslumöguleika þeirra stétta, sem flýja starfið og erfiðið, en byggja upp með því fé aftur heimili hinna harðgerðu atorkumanna, sem líf og afkoma þjóðarinnar er komin undir. Eins og að líkindum lætur er við þessa allra fyrstu umræðu þvílíks stórmáls, sem landnámið er, ekki hægt annað en að drepa iauslega á undirstöðuatriði málsins. En ég hygg engan vafa á því, að þetta sé eitt hið stærsta þjóðmál, sem nú bggur fyrir. Fjölgun heimila, sem lifa að öllu eða miklu leyti af rækt- un landsins, og að það fjármagn sem til þess þarf beri að taka innanlands af hinum lingerða, en fjárfreka eyðsluiýð landsins, sem hliðrar sér lijá erfiðleikum framleiðslubarátunn- ar, en vill jafnan taka lilut sinn á þurru landi. það væri mjög æskilegt að Ihuga- menn Framsóknarflokksins vildu taka þetta mál til meðferðar, rita um það, ræða það á fundum félags- deildanna, á fulltrúafundum, og síð- an á almennum landsmálafundum og undirbúa þannig þá sókn í mál- inu að hin fjandsamlegu kyrstöðu- og úrkynjunaröfl í landinu geti ekki stöðvað framgang þess, nema stutta stund. J. J. ----O----- ÓSKILAHROSS. Steingrá hryssa, mark: tvíbit- að a. h., biti a. v., er í óskilum á Neðra Hálsi í Kjós (símstöð). Hin margeftirspurðu lög úr „Dansinn í Wien* höfum við nú fengið aftur á grammófónplötum. Vörur sendar gegn eftirkröfu iuu allt land. KATRlN VIÐAR, hljóðfæraverzlun, Lækjargötu 2. Niðursuðudósir með smelltu loki fást smíðaðar í Blikksmiðju GUÐM. J. BREIÐFJÖRÐ Laufásveg 4. Sími 492. Uilarkambar nýkomnir í verzlunina Hamborg nýlenduvöru- deild, Laugaveg 45. Sími 332. Fóðursíld Nokkur hundruð tunnur af ágætri fóðursíld til sölu fyrir kr. 7,50 tunan komin kaupanda að kostnaðarlausu á hvaða höfn á landinu, sem strandferðasldp rík- isins hafa viðkomu á. Notið þetta sérstaka tækifæri til að tryggja yður ódýran og góðan fóðurbæti. Frekari upplýsingar hjá oss og umboðsmönnum vorum, herra Vilhjálmi Þór, Akureyri og Þor- móði Eyjólfssyni, Siglufirði. Skilanefnd Síldareínkasölu Islands Reykjavík. Sími 1738. Sjáifs er hðndie hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. fraraleiðir: Kristalsópu, grænsápu, stanga- sápu, handftápu, rakflápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólins-baðlög. Kaupið HREINS vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást i fleatum verzlunum landains. H.f. Hreinn Skúlagötu. Rcykjavík. Sínd 1325. Fregn frá Osló hennir, að fiskút- ílutningur Norðmanna til Lundúna- borgar aukist nú stöðugt og sé norskur fiskur þar nú mjög eftir- sótt matvara. í Skotlandi var enginn maður dæmdur til dauða árið sem leið en eitthvað á 17. þús. í fangelsi. Staðarfellsskólinn starfar í ár aðeins í rúma 4 mánuði — frá 20. október til 1. marz. Verða þessar námsgreinar kenndar: Matreiðsla almenn og fínni. Pilsugerð ýmiskon- ar, niðursuða, söltun og fleira er lýtur að matargeymslu. Ennfremur búshald allt. Fatasaumur, hannyrðir og vélprjón. Bókleg kennsla: Næi'ingarefnafræði, heilsufræði, íslenzka og reikningur. Skólagjald er 55 kr, yfir tímann. Mötuneyti er sameiginlegt í skólanum. Íti kjílR IÍISÍIBBÍI. Saga íslands, línurit með hliðstæðum annálum og kortum eftir Samúel Eggertsson, er til sölu hjá bóksölum og kostar nú aðeins 5 kr Rit þetta má panta hjá höfundinum, hvort heldur í umboðssölu með venju- legum sölulaunum, eða gegn póstkröfu. Gegn póstkröfu er ritið með miklum afföllum: 5—10 eintök 20°/0, 10—25 eintök 3373 % og 25 eða fl. eintök — með tilliti til skólanna, sem rit- ið er sérstaklega samið fyrir — 50°/0 eða helmings afsláttur. Utanáskrift: Samúel Eggertsson Reykjavík. Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupxpannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: EIK OG EFNI I ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: Reykjavík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrlr- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. _ 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar ’ Svina-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Liírarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanlr afgreiddar um allt land. Ættarbálkur. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum hefir bcðið Tímann fyrir eftirfaranda: „Afi minn heit- inn, Guðmundur Guðmundsson, var fæddur að Giljalandi í Haukadal vestra ,en þar skammt frá eru Ei- i'íkstaðir, bær Eiríks hins rauða, föð- ur Leifs heppna, þess er fann bann- landið Ameríku (Vínland), enda var afi minn rauðskeggjaður, svo og Sig- urgeir faðir minn, enda þótt hvítur hafi verið fyrir hærum er hann lézt. Kristján Guðmundsson fóðurbróðir minn var einnig fæddur á sama stað. Einar á Svalbarði í Dalasýslu fæddist einnig þar, en Guðmundur bóndi að Indriðastöðum er fæddur í Háuhjáleigu, en þar bjó afi minn lengi. Bærinn þar er 125 ára og stendur uppi á hól miklum. Móðir mín heitin, er Jórunn hét, er fædd að Krossanesi (ekki Magnúsar, bið ég menn að minnast, því ég hefi aldrei komist i neitt klandur né mitt fólk). Krossanes þetta er rétt hjá Borg á Mýrum. Hún hafði mikið hár og svipaði að því leyti til Hallgerð- ar, nema hvað snerti buxurnar. þyk- ist ég nú hafa sannað með rökum, að ég sé af Eiríki kominn hinum rauða, í beinan karllegg". ----o----- Með hinni gömlu, viðurkenndu og ágætu gæðavöru, Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dorthetsminde“ frá því 1846 — þ. e. rúm 80 ár — hafa nú verið þaktar í Danmörku og lslandi margar milj. fermetra þaka. Hlutafélagið )m iilB irii Fæst alstaðar á Islandi. Kalvebodsbrygge 2. Köbenhavn V. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.