Tíminn - 24.09.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1932, Blaðsíða 1
(Öjaíbfeti 09 afgrciösíumaður Cimans tt Hannpeia p ox si eiusbóttir, Cajfjargötu 6 a. Jíeyfjaoíf. ; ^fotei&öía £ í m a n s er t £œf jaraötu 6 a. (Dpin ba&leqa ¦ f L 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 24. september 1932. 41. blað. Reykjavíkurbréf Mbl. Mbl. (og Isafold?) birtir á sunnudaginn var, í Reykjavíkur- bréfi, tvær árásagreinar á kaup- félögin. Orðbragðið er éiiís og vant er, þegar hin hversdagsiega niðurbælda reiði til samvir.nu- félaganna sýður, upp ur 1 kaup- mannablöðunum. í annari þéssari grein er komizt svo að orði, að kaupfélögin hafi „svikið stefnu- skrá sína, þverbrotið velsæmi og misþyrmt allri þolinmæði lands- manna" og- ennfremur segir í sömu grein að félögin gangist fyrir því „að útausa lygum og. óhróðri um landið til bölvunar fyrir landslýð í nútíð og fram- tíð". * Þrennt er það, sem á að rétt- læta þessi prúðmannlegu ummæli Mbl.-í garð samvinnufélaganna: Að félögin hafi styrkt að nokkru leyti útgáfu tveggja blaða, sem stutt hafa málstað samvinnunnar í iandinu. Að þau hafi reynst þess ómátt- ug að ráða viðjiið gífurlega verð- fall landbúnaðarafurða nú á krepputímanum og Að, þeim hafi ekki tekizt „að aflétta skuldaverzlun" í sveitun- um. Að öllu þessu athuguðu finnst höfuðmálgagni Rvíkuríhaldsins engin furða, þó að „menn, sem utan við kaupfélögin eru, beri kala til þeirra", svo að ummæli Mbl. séu orðrétt eftir höfð. Gátu samvinnufélögin fengið frið? Eftir kenningu Mbl. mega sam- vinnufélögin ekki stuðla að því á neinn hátt, að til séu í landinu blöð, sem taka málstað þeirra. Samvinnufélögin eiga að vera varnarlaus í opinberum umræð- um. Auðvitað væri það æskilegast, að félagskapur samvinnumanna, sem stofnaður er til að bæta kjör fátæks almennings í landinu, þyrfti ekki á neinni slíkri vörn að halda. Til þess eru samvinnu- félögin stofnuð, að stuðla að al- menningsheill með almennings- samtökum, ekki með það fyrir augum að hafa neitt óréttilega af öðrum, heldur til að gjöra hverj- um manni mögulegt að hafa þann arð allan, sem honum ber fyrir það, sem hann hefir á sig lagt, en meira ekki. Ef samvinnufélögin hefðu frá upphafi hvarvetna mætt þeirri velvild, sem þau frá þjóðhagslegu! sjónarmiði áttu kröfur á, gæti Mbl. djarft um talað, að þau þyrftu ekki að láta halda uppi málstað sínum í blöðum eða ann- an hátt opinberlega. En þessu er á annan veg farið. Frá upphafi hafa samvinnufélög- in verið rægð, hrakyrt og ofsótt af braskaraliði því, sem að Mbl. stendur. „Tónninn" hjá andstæðingunum. Heldur Mbl., að samvinnumenn séu búnir að gleyma níðritum Björns Kristjánssonar, sem dreift var út um allar sveitir í því skyni að sundra samtökum bændanna á örðugum tíma — og að níðrit þetta var — á kostnað Reykja- víkuríhaldsins — þýtt á erlend mál í því skyni að spilla láns- trausti Samb. ísl. samvinnufélaga, hjá útlendum viðskiptavinum ? Eða hefir Mbl. gleymt þeim staðlausu og blygðunarlausu ósannindum, sem það sjálft flutti um verzlunarsamtök bænda fyrir 10 árum, og forstjóri Sambands- ins neyddi blaðið til að taka aft- ur og biðjast á afsöknuar opin- berlega ? En bændur í kaupfélögunum, sem fengu níðritið sent heim í haustkauptíðinni, muna vel eftir þessum atburðum. Og þeir muna það lka, að kaup- félögin áttu heldur ekki neina vernd hjá dómstólunum fyrir á- rásum ofsóknarmannanna. Réttarfar braskaranna hafði enga vernd skapað fyrir verzl- unarsamtök samvinnubændanna. Og það má rifja upp ýmislegt fleira, sem sýnir, hvernig íhalds- blöðin í Reykjavík hafa búið aS kaupfélögunum og samvinnu- mönnunum nú á síðari árum. Hér skulu nefnd fáein kunn dæmi. Vorið 1928 var að venju hald- inn í Reykjavík aðalfundur Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Ekki er kunnugt um að kaupfélags- mennirnir, sem þar mættu á fundinum, hafi neinn óskunda gjört í höfuðstaðnum eða troðið hina göfugu Mbl.-menn um tær. En tveim dögum eftir að fundin- um lauk, birtist eftirfaranda í aðalblaði Ihaldsflokksins, sem þá var: „Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga hófst hér í bænum síð- astliðinn þriðjudag. Eru margir menn þar samankomnir að sögn og láta mikið yfir sér. Ekki er kunnugt um, hvað gerzt hefir á þingi þessu enn sem komið er, enda mun' með launung á haldið. En hér er lík- legt að fari sem fyr, að æ því vcrr gefast heimskra manna ráð, sem þau koma fleiri saman" (Vörður 15. júni 1928). En til eru í íhaldsblöðunum fleiri lýsingar af ferðum sam- vinnubænda utan af landi til Reykjavíkur. Fræg er hin marg- nefnda „mosagrein" vorið 1931. Þar er samvinnumönnunum, gest- komandi, svo lýst: „pað eru ekki sællegir menn. þeir eru veðurbarðir eftir góðærin — —. pað eru magrir menn og svangir, beygðir af striti og skuldum .. þeim er samlað saman af ríkis- sjóðsskipunum eins og skuldaföng- um. þeir koma hver með sinn mal, bognir og hlýðnir" (Mbl. á páska- daginn 1931). Um ásigkomulag þessara kaup- félagsmanna utan af landinu sagðist Mbl. svo frá þennan sama páskadag: „Og nú eru þeir komnir úr kuld- anum og myrkrinu, sultinum og skuldaþjáningunum. — þeir þvo sér úr sápu og strjúka fiðrið úr tötrun- um og mosann úr skegginu. Frama- vonin og auðmýktin eiga þar harða glimu. Framavonin vill rétta úr hnjám og herðum, auðmýktin leggst á eins og kaupfélagsskuld". Samvinnubændurnir í Árnes- sýslu, sem stofnuðu nýju mjólk- urbúin þar, hafa líka fengið sín- ar kveðjur í íhaldblöðunum, Þessa fengu þeir eftirminnilegasta í fyrrasumar, eftir kosningarnar: „þá mætti minnast á eitt, sem Reykvíkingum er i sjálfsvald sett. — Hví eigum vér að sækja vörur okkar til Árnessýslu, mjólk og þvi um líkt, mannanna, sem flytja manna mest til Reykjavíkur og leggjast þó á móti henni í einu og öllu? Vér þurf- um ekkert til þeirra að sækja. — — — Flestir eru þó svo gerðir, að þeir vilja að öðru jöfnu fremur skipta \>iQ vini sína en óvini" (Mbl. 21. júní 1931). „Óvinirnir" voru samvinnu- bændurnir í Árnessýslu, því að þeir höfðu ekki verið fáanlegir til að kjósa íhaldsmann á þing. Ekkert að fela! Mbl. virðist álíta, að kaup- félögin hefðu átt að geta komið í veg fyrir verðf allið, sem nú hefir orðið á landbúnaðarafurð- um. Blaðinu þykir það næsta undarlegt, að bændur í kaupfé- lögunum skuli ekki lifa eins og blómi í eggi nú, þar sem nú „í ár hefir verið hinn bezti hey- skapur* um land allt, jafngóð spretta og sæmileg nýting". Mbl. heldur því fram, að viðskipta- örðugleikarnir í sveitunum nú hljóti að vera kaupfélögunum að kenna. En hvernig er ástatt á hinum sígræna Iðavelli hinnar frjálsu samkeppni? A Alþingi og í dag- blöðum íhaldsins rekur nú hver yfirlýsingin aðra u-m að meiri- hluti stórútgerðarmannanna í Reykjavík eigi „minna en ekki neitt" og að höfuðstaðurinn sé að „missa fiskiskipaflota sinn", af því að forráðamenn hans geti ekki lengur látið atvinnuveginn bera sig. Ekki hafa kaupfélögin verið þarna að verki. Ekki hafa „máttarstólpar" togaraútgerðar- innar brotnað undan þunga sam- ábyrgðarinnar. Hefir Mbl. gleymt, hvert bjarg- ráð útgerðarmennirnir í Reykja- vík, dýrkendur hinnar frjálsu samkeppni, tóku upp í sumar, þegar íslenzki fiskurinn var að verða verðlaus í Suðurlöndum vegna hóflausra framboða frá hinum ísl. seljendum, sem börð- ust sín á milli um markaðinn eins og drukknandi menn um skips- kjöl? Þeir tóku kaupfélögin til fyrirmyndar, hin margrægðu og marghötuðu samvinnufélög- bænd- anna. Samvinnan um fisksöluna hefir nú hækkað um þriðjung það verð, sem framleiðendur fá fyrir fiskinn. Það er rétt og liggur í augum uppi, að viðskiptakreppan kemur þungt niður á samvinnufélögun- um eins og öllum öðrum. Skuldir kaupfélagsbændanna hafa vaxið. En kaupfélögin og þeir, sem i þeim eru, hafa ekkert að fela í sambandi yið sina skuldaaukning í kreppunni. Þegar andstæðingar Célaganna s. 1. vor leynt og ljóst voru farnir að breiða út marg- ýktar sögusagnir um lán Sam- bandsins í bönkunum, svöruðu samvinnufélögin því á þann hátt, að birta reikninga Sambandsins opinberlega í víðlesnasta blaði landsins. Ekki verður vart við, að hliðstæð fyrirtæki hinnar frjálsu samkeppni hafi á sama hátt lagt reikningana á borðið. Því birtir heildverzlun Garðars Gíslasonar ekki reikninga sína í Mbl., þar sem Garðar hefir alltaf álitið, að hann bæri meiri um- hyggju fyrir fjárhag bænda en bændurnir sjálfir. Eða Kveldúlf- ur? Þó ekki væri nema sölureikn- ingana yfir saltfiskinn, sem hann tók í umboðssölu af kjósendum Ólafs Thors á s. 1. ári. Skuldirnar og orsök þeirra. íhaldsblöðunum verður tíðrætt um skuldir bændanna í kaupfé- lögunum. Það er rétt eins og þetta séu "einu skuldirnar, sem til séu í landinu. Mbl. talar um, að helzt þurfi að setja niður sér- staka rannsóknarnefnd til að at- huga skuldasöfnun bænda. En það er aldrei talað um í þeim her- búðum, að rannsaka þurfi skulda- söfnun heildsala, stórútgerðar- manna eða fiskspekúlanta eða líta eftir meðferð þeirra á pen- ingum. Og þó hafa þessir menn tapað fullum þrem tugum milj- óna af veltufé bankanna — al- þjóðareign — og hluta af þess- um töpum verða nú bændurnir í kaupfélögunum að borga í óeðli- lega háum vöxtum af hinum margumtöluðu kaupfélagaskuld- um. Bændurnir í kaupfélögunum vita vel sjálfir um skuldir sínar og þá hættu, sern af þeim stafar. Þessvegna er hvarvetna í kaup- félögunum beitt ítrustu viðleitni og sj álfsafneitun til að koma i veg fyrir vöxt skuldanna nú á k repputímanum. Og eitt er það, sem Mbl. ætti að hafa hugfast, þegar það er að rita um kaupfélögin og fjárhag þeirra. Skuldir bændanna, þó að þung- bærar séu fyrir verðlitla fram- leiðslu, eru stofnaðar á heiðar- legan hátt. Eða hvað eru þessar kaup- félagsskuldir, sem Mbl. er að klifa á allt árið um kring? Elztu kaupf élagsskuldirnar *eru arfurinn frá kaupmannaverzlun- unum. Það eru eftirstöðvar af skuldum við ^kaupmannaverzlan- irnar, sem félögin urðu að greiða að meira eða minna leyti, til að losa menn úr hinum gömlu við- skiptum. Sumt eru eftirstöðvar af hinu mikla verðhruni afurð- anna og gífurlegum fóðurbætis- kaupum um 1920. Verulegur hluti af skuldunum er vegna um- bóta, sem bændur hafá gjört á jörðum sínum, jarðabóta, bygg- inga, og annara slíkra útgjalda í sambandi við þá viðreisn land- búnaðarins, sem óhjákvæmileg er, ef þessi aðalatvinnuvegur lands- ins á ekki að leggjast í rústir vegna úreltra skilyrða og vinnu- bragða. Og loks eru afleiðing- arnar af hinu síðara verðhruni, nú í kreppunni. Því er að vísu ekki að leyna, að eitthvað er til af kaupfélags- skuldum, sem eiga sér aðrar or- sakir. Sjálfsagt má finna dæmi þess, að kaupfélögin hafi hlaupið undir bagga með efnalitlum mönnum, sem ekki hafa haft bústofn, sem til þess nægði að ileyta heimilum þeirra áfram með brýnustu lífsnauðsynjar. Um réttmæti slíkra ráðstafana má alltaf deila í einstökum tilfellum. En þessi skuldasöfnun hefði á engan hátt orðið umflúin. Ef kaupfélögin hefðu ekki tekið á sig byrðarnar, hefðu þær lent á viðkomandi hreppsfélögum sem í flestum tilfellum eru borin uppi af sömu mönnum og kaupfélögin. Fyrir byggðarlögin í he'ild sinni, sem hlut eiga að máli, er ekki hægt að sjá, að miklu skipti fjár- hagslega, hvor leiðin farin er. En oft mun svo reynast, að meiri sé sjálfsbjargarviðleitni þeirra manna, sem ekki eru gjörðir að þurfalingum hins opinbera. Og víða í sveitum er sú skoðun ríkj- andi, að slíkt bera að forðast í lengstu lög. Ágóðinn af samvinnunni. Það er ekki úr vegi nú, þegar viðskiptamál samvinnumanna eru sérstaklega gjörð að umtalsefni hjá andstæðingunum, að rifja upp og gjöra sér grein fyi-ir, hvað bændastétt landsins í raun og veru hefir haft upp úr því að vera í kaupfélögunum. Sá hagnaður verður raunar, aldrei fyllilega með tölum talinn, því að miklu leyti er hann óbeinn hagnaður, sem aldrei verður reiknaður út með neinni vissu. En af þessum óbeina hagnaði skal þó nefnt það atriðið, sem mest er um vert fjárhagslega. Það eru líaupfélögin, sem hafa beitt sér fyrir því fyr og síðar, að gjöra aðalframleiðslu bænda, kjötið, að markaðshæfri vöru í samræmi við breyttar kröfur tím- anna. Þ.ið voru kaupfélögin, sem á sínum tíma gengust fyrir bygg- ingu sláturhúsanna, sem gjör- breyttu meðferð kjötsins, við- víkjandi slátrun og söltun, cil samræmis við það, sem tíðkaðist í öðrum löndum. Og nú eru það kaupfélögin, sem aftur hafa haf- izt handa um að breyta saltkjöts- framleiðslunni í framleiðslu á frystu Igöti, jafnskjótt sem salt- kjötsmarkaðurinn þverrar er- lendis, og að koma upp frysti- húsum á útflutningshöfnunum á sama hátt og þau fyrrum geng- ust fyrir byggingu sláturhúsanna. Engan bónda mun fýsa að hugsa þá hugsun til enda, hvar hinn íslenzki landbúnaður myndi nú vera staddur, ef samtökin hefðu ekki gjört bændunum mögulegt að breyta kjötverkun- inni í tæka tíð í samræmi við hinar erlendu markaðskröfur. A hliðstæðan hátt i hefir sam- vinnuskipulagið nú á allra síðustu árum unnið sitt hlutverk í þágu bændanna í mjólkurframleiðslu- héröðunum. Það er samvinnan, sem skapað hefir möguleikana fyrir stofnun hinna nýju mjólk- urbúa í Eyjafjarðarsýslu, Suður- láglendinu og í Borgarfirði. Slík eru dæmin um hinn óbeina hagnað af samvinnufélögunum hér á landi, þann hagnað, sem ekki verður með tölum talinn og er ómetanlegur.- Tölurnar tala líka. Eh tölurnar tala líka sínu máli um samvinnu bændanna. Samkvæmt ef nahagsreikningum Sambandskaupf élaganna*), sem fyrir lágu í árslok 1930, voru sjóðeignir kaupfélaganna sem hár segir: Stofnsjóðir, sem eru séreign félags- manna..........kr. 2.230.003,79 Sameignarsjóðir fólag- anna..........— 2.683.004,53 Stofnsjóður (séreign) félaganna hjá Sís .. — 511.778,94 Sjóðseignir fél. samt. kr. 5.424.787,26 Eru þá ótaldir þeir sjóðir, sem félögin eiga sameiginlega í vörzl- um Sambandsins. Og loks er ótalin sú upphæð, sem samkv. lögum félaganna hef- ir verið lögð í sjóði síðan í árs- lok 1930. Það er því mjög var- *) par að auki eru nokkur sam- vinnufélög utan Sambandsins, og eru þau eigi hér talin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.