Tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 2
160 TlMINN Framsóknarfótag Rtykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu mánud. 3. okt. n. k. kl. 8V2 e. h. Umræðuefni: Togaraútgerðin í Reykjavík. — Eysteinn Jónsson skattstjóri hefur umræður. Þeir, sem óska inntöku í félagið, gefi sig fram á afgreiðslu Tímans á mánudag. Félagar sýni skírteini við innganginn. Félagsstjórnin. islum, og fengið stuðning þeirra til stjórnarmyndunar. Leiðtogum social- ista fór eins og lambinu sem opnaði kofann fyrir úlfinum, af því hann jarmaði eins og ærin móðir þess. Socialistar gleymdu hinni vitru reglu Hörups, að heiðarlegir menn semja ekki frið við rangiætið. Socialistar héldu að íhaldið myndi standa við samninga sína og ekki svíkja þá. Svo kom þingrofið, og síðan kosn- ingarnar. Hinar dreifðu bygðir vildu ekki láta ræna rétti þeirra, og þær gáfu Framsóknarflokknum hreinan þingmeirahluta að launum fyrir að hafa staðið á verði um gott mál. Ihaldið kom nú með hverja .tillög- una annari vitlausari um málið. það hætti við sjö kjördæmin af ótta við íhaldsbændur. það bauð upp á ó takmarkaða þingmannatölu, en sú tillaga var molduð með spotti. pá bauð íhaldið upp á takmarkaða tölu þingsæta, en að uppbótarþingmenn skyldu geta rekið löglega kosna þingmenn úr sætum og tekið um- boð þeirra. Ekki var þessari vitleysu tekið betur en hinum fyrri. þá kom M. G. loks með þá tillögu að inn- leiða hlutfallskosningar í tvímenn- ingskjördæmum og tryggja þannig að Árni í Múla, Árni Pálsson, Garð- ar þorsteinsson og Lúðvig Nordal geti flotið inn á minnahluta í Fram- sóknarkjördæmum. þessari tillögu hefir verið harðlega mótmælt úr öllum kjördæmum, sein hlut eiga að máli, og talið móðgun við lands- menn að slík tillaga hafi komið fram. Framsóknarfl. stóð gegn öllum þessum tillögum. íhaldið hugðist þá að beita óv.enjulegúm fólskubrögðum og gera þjóðfélaginu ókleift að starfa nema látið væri að þeirra vilja, Jón þorl. fór nú enn til socialista og -bað þá að fella með íhaldinu fjárlög og skattalög í efri deild. — Á móti þessu liétu íhaldsmenn socialistum að standa fast með þeim í kjör- kjördæmamálinu. þar skyldi vera ó- rjúfanlegt bræðralag. Leiðtogar socialista tóku þetta fyrir góða og gilda vöru, og eftir einum af for- kólfum þeirra eru höfð þau orð, að ekki dygði að svíkja íhaldið. Social- istar léku sinn þátt af leiknum með fullri trúmennsku, en ekki mikilli íramsýni eða veraldarþekkingu. þegar þingið var búið að standa lengur en venja var til, taldi for- inaður stjórnarinnar einsýnt, að ekki næðust fjárlög og skattalög, og baðst þá lausnar fyrir stjórnina. þá var sem stífla væri tekin úr á. íhaldið lagði kjördæmamálið á hilluna og gaf bandamönnum sin- um, socialistunum, langt nef, með viðeigandi þalsklæti fyrir dygga þjónustu. íhaldið var til með að svíkja lika þann bandamann sem hafði sýnt svo litla veraldarvizku að trúa flokki þeirra til drengskap- ar. íhaldið sýndi hug sinn og menn- ingu með því að velja sem fulltrúa sínn 1 stjómina mann sem var undir mjög áberandi kæru, m. a. frá lögfræðingafirma, sem rekið er af tveim þekktum íhaldsmönnum, Guðm. Ólafssyni og Pétri Magnús- syni. Og fyrsta verk þessa manns í dómsmálum landsins var að stinga undir stól réttarrannsókn út af hinu mesta og svívirðilegasta fjársukki sem nokkurntíma hefir þekkst á íslandi. íhaldið vildi ekki tapa stöðvunar- valdinu í efri deild nema þá með því að fá svo hagstæða stjórnar- skrárbreytingu, að það fengi enn óeðlilegri hluttöku í þingvaldinu. Með tylliboðum sínum við socialista hafa þeir hindrað breytinguna á þingunum 1931 og 1932. Takist þeim að verja landskjörið á þinginu 1933 hafa þeir tryggt sér stöðvunarvaldið um óákveðna framtíð. Eftir stjórnarskiftin í vor lýsti Jón þorl. því yfir í blaðagrein, að vilji sinn væri sá að fá vissan hluta af Framsóknarflokknum í þjónandi aðstöðu við íhaldsflokkinn, fram- vegis, og að á þann hátt yrði hægt að stjóma þjóðinni eftir lífsstefnu íhaldsins um ókomin ár. Og til að undirstrika enn betur óvild sína og fyrirlitningu á socialistum, bætti hann þvi við, að einmitt þann flokk þyrfti að kefja sem mest. Um sama leyti var Guðm. Skarphéðinssyni rutt úr vegi íhaldsins með hinni fá- heyrðustu og skipulagsbundnustu ofsókn. En meðan bandalagið stóð hafði íhaldið sótt fast eftir að Guðm. heitinn yrði í kjöri vorið 1931 til að hjálpa til að brjóta niður veldi Framsóknarflokksins i landinu. Sást á þessu sem öðru hve gott var að treysta ihaldinu. Takmark íhaldsins er að ná völd- um til að geta haldið uppi siðgæði Ilnífsdalskosninganna, vaxtatökunum af ekknafé, guðsdýrkun Ólafs Step- hensen, réttargerðum Einars Jónas- sonar og fésýsiu íslandsbanka. Kjör- dæmamálið var yfirskyn til að tæla socialista til fylgdar við sig meðan verið var að tryggja íhaldinu stöðv- unarvald um allar framfarir. Af ýmsum sólaimerkjum má ráða það, að íhaldið vilji enga breytingu á stjórnarskránni, heldur láta M. G. sitja í næði, taka ný lán erlendis, meðan nokkuð fæst, halda uppi dýr- tíðinni í Reykjavík og eyðslulífi iandeyðanna í flokki sínum. Að öllum líkindum koma íhalds- menn þó til málamynda með ein- hverja breytingartillögu við stjórn- arskrána, sem gengur lengra en frv. Framsóknarfl. frá í vetur, vel vit- andi að slíkt frv. verður drepið. þá íá íhaldsmenn tvenn gæði í einu: Stöðvunarvaldið 1934 og von um að geta stjórnað enn um stund eins og M. G. hefir verið látinn gera síðan i vor. Framsóknarþingmenn töldu sig vorið 1932 neydda til að ganga inn á bræðingsstjóm til næsta þings, úr því sem komið var, til að geta rætt kjördæmamálið við kjósendur sína. þessar umræður hafa nú farið fram allvíða í Framsóknarkjördæm- unum, og alstaðar þar sem til hefir spurst, liarðneita kjósendur Fram- súknarfl. að gengið sé hænufeti lengra í kjördæmamálinu lieldur en gert var í tillögu Framsóknarflokks- þing-manna í efri deild í vetur, þar sem lagt var til að fjölga þing- mönnum um þrjá — og ekki meira. það má heita íullvíst nú þegar, að enginn þingmaður í Framsóknar- flokknum fer — með umboði kjós- enda sinna — lengra en flokkstil- lögurnar frá síðasta þingi. Ihaldsmenn og socialistar geta ekki ráðið kjördæmamálinu til iykta saman. Og íhaldsmenn liafa eiginlega aldrei óslcað annars en að fá stöðvunaraðstöðu í efri deild og völd til að blessa þjóðina með rétt- arfari M. G. og bankastefnu E. Claessens. Fyrir Framsóknarmenn er nauð- synlegt, ef hægt er með skaplegu móti, að kyrstöðuflokkur geti ekki lamað vinnu þingsins til umbóta, þó að hann sé í minnahluta. þess- vegna liljóta allir sannir Framsókn- armenn að óska breytinga á stjórn- arskránni nú í vetur — en þó því aðeins að ekki sé stefnt til skip- brots um stjórnarfar í landinu. Socialistar munu líka vilja breyt- ingu. En þeir geta ekki, að því er virðist, fengið aðra breytingu en þá sem Framsóknarfl. gengur inn á. Og Framsóknaríl. virðist ekki líklegur til að ganga hænufeti lengra en með ' tillögum þeim, sem þingmenn flokksins báru fram í efri deild og samþykktu við 2. umræðu í neðri deild. Forlög málsins velta á því hvort socialistar vilja heldur gefa íhald- inu stöðvunarvald eða samþykkja með Framsóknarfl. hinar hóglátu en sanngjörnu breytingar sem Fram- sóknarflokkurinn íylkti sér um í vetur sem leið. Fi’estum myndi finnast sennilegt, að leiðtogum socialista þætti nú nóg komið af sviksemi og blekking- um af hálfu íhaldsmanna í þeirra garð, þó að þeir léðu þeim ekki lengur fylgi, eftir allan þann lodd- araskap sem íhaldið hefir haft í frammi við þá undanfarið. Social- istar gætu þó ef til vill haldið því íram, að vel geti skeð, að Jón þorl. hafi á réttu að standa, að hann hafi ráð á fáeinum Framsóltnarflokks- mönnum til að þjóna Mbl.stefnunni, og ekki þurfi nema 1 í efri deild og 3 í neðri deild af Framsóknar- flokksmönnum til að koma í gegn breytingum á stjórnarskránni með ihaldi og socialistum, breytingum, sem væru í andstöðu við kjósendur Framsóknarflokksins og 19 af þing- mönnum hans. En því er til að svara, að Jón þorl. hefir svo oft reiknað skakt í sínum verkahring, að þessi „hor- leiðing'1 hans .á 4 Framsóknarflokks- þingmönnum sýnist ámóta fjarstæð eins og áætlunin um Kveldúlfs- búkkann eða Gljúfurárbrúna. Allir þingmenn Framsóknarfl. afneita í- haldinu og öllu þess athæfi. Allir Framsóknarfl.-þingmenn eru kosnir til að standa á móti íhaldinu og alveg sérstaklega í kjördæmamál- inu. Ef einhverjum Framsóknar- flokksþingmanni yrði á að láta „herleiðast" til ihaldsins eftir spá- sögn J. p. frá í vor, þá væri sá mað- ur sekur um hin verstu tryggðar- rof við umbjóðendur sína, og ætti eftir siðvenjum í þingræðislöndum tafarlaust að segja af sér. En þó að Alþingi i vetur sam- þykkti vegna slysni þvílíka stjórnar- skrá, sem byggðavaldið vildi ekki við una. þá kæmi þar á eftir þing- rof og kosningar, og skilyrði fyrir Framsöknarmenn að rétta að nýju hlut sinn með því að senda þá eina á þing,sem ekki gljúpnuðu fyrir sjón- um þeirra vanþroskuðu fjárplógs- manna og úrkyrijuðu embættlinga, sem fram að þessu liafa myndað kjarnann í þeim flokki, sem ætlar að beygja atorkumenn landsins und- ir hin sjúku og spiiltu áhrif sín. J. J. ----0----- Hrópyrðum hnekkt. Mbl. 25. þ. m. ber mér undirrituð- um á brýn einkum þetta tvennt: 1. Að ég hafi, eftir að mér var veitt útvarpsstjórastaðan, „krækt mér í dýrtíðaruppbót ofan á launin". Og að þetta liafi „átt að fela fyrir AI- þingi og þjóðinni“. 2. Að ég hafi sjálfur gert. mig að eftirlitsmanni með Viðtækjaverzlun ríkisins og „taki" 2000 kr. á ári fyr- ir eftirlitið. Birtist hér eftirrit af bréfi At- vinnu- og samgöngumálaráðuneytis- ins dags. 10. jan. 1930: „Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið. ■Reykjavík, 19. janúar 1930. Afrit. Hérmeð eruð þér, hérra ritstjóri, settur til þess fýrst um sinn þangað til öðruvísi kann að verða ákveðið*), að vera útvarpsstjóri samkvæmt 5. gr. laga nr. 31, 7. maí 1928 um heimild handa ríkissjóminni til ríkisrekstrar á útvarpi. Verða yður greidd auglýst árslaun 7500 krónur ásamt dýrtíðaruppbót eins og til ann- ara embættismanna rikisins, með 1 /j2 mánaðarlega fyrirfram frá 1. ]’. m. að telja. sign. Tryggvi þórhallsson. sign. /Páll Pálmason. Til herra ritstjóra Jónasar þorbei'gssonar. Rétt eftirrit staðfestist hérmeð. Atvinnu- og samgöngumálaráouneytið, 29. septemher 1932. F. h. r. E. u. Páll Pálmason ftr.“. Af bréfi þessu verður ljóst, að dýr- tíðaruppbótin var í öndvei'ðu álcveð- in af ríkisstjórninni. Eru því um- mæli Mbl. þar að lútandi staðlaus ósannindi. þá fara hér á eftir tvö vottorð við- komandi hinni síðarnefndu sakar- gift: „Vottorð (I). Samkvæmt beiðni vottast hérmeð, að sumarið 1930 fór ég, sem atvinnu- málaráðherra, þess á leit við Sam- band íslenzkra samvinnufélaga, að það tæki að sér rekstur á einkasölu á viðtækjum fyrir útvarp, sem ráðu- neytið hafði þá ákveðið að stofn- setja samkvæmt heimild í lögum nr. 62, 19. maí 1930. Eftir að hafa at- hugað þessa málaleitun, ákvað for- stjóri Sambandsins, herra Sigurður Kristinsson, að verða ekki við henni. Samdi ég þá við útvarpsstjórann, herra Jónas þorbergsson, um að hann tæki að sér að stofnsetja og liafa yfirumsjón með rekstri verzl- unarinnar. Um þóknun fyrir starfið höfðu íarið fram lauslegir samningar milli mín og útvarpsstjórans og var end- anlega frá þeim gengið, þegar Sig- urðui' Kristinsson, forstjóri, gegndi atviimumálaráðherraembættinu. Reykjavík, 30. sept. 1932. Tryggvi þórhallsson". *) Skipunai'bréf var gefið út 12. nóv. 1930. J. þ. „Vottorð (II). Samkvæmt beiðni vottast liérmeð, að sumarið 1930 fór þáverandi at- vinnumálaráðherra Tryggvi þór- hallsson þess á leit við Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, að- það tæki að sér, að annast um einkasölu rík- isins á viðtækjum fyrir útvarp, sem ráðuneytið hafði þá ákveðið að stofn- setja, samkvæmt heimlid í lögum nr. 62, 19. maí 1930. Eftir að jeg liafði athugað þessa málaleitun ráðherr- ans ákvað ég, að verða ekki við henni. Síðar varð mér kunnugt um það, að ráðherrann samdi við Jónas þor- bergsson, útvarpsstjóra, um að sjá um stofnsetningu verzlunarinnar og hafa yfirumsjón með henni. Sumarið 1931, þegar ég gegndi at- v i nnumálaráðherraembættinu, gekk ég, með ráðuneytisbréfi dags. 16. júlí 1931, endanlega frá samningi, sem áður liafði verið gerður láuslega milli atvinnumálaráðherra og út- varpsstjórans um þóknun fyrir þetta sérstaka starf. Reykjavík, 30. ‘sept. 1932. Sigurður Kristinsson". Vottoi'ð þessi sýna, að hvorugur þeirra fyrverandi ráðherra, sem gefa þau, liat'a litið svo á, að yfirumsjón með svo umfangsmiklu fyrirtæki sem Viðtækjaverzlunin er, ætti að vera hluti af embættisskyldum út- varpsstjórans. Enda var einkasölu- verzlun þessi hvorki heimiiuð í lög- um né ráðin fyr en nokkru eftir að útvarpsstjóraembættið var ákvcðið og veitt. Er það einkum eftirtektai’vei-t, að sá ráðherrann, sem áður hafði haft séi'staka ástæðu, til þess að gera sér grein fyrir eðli starfsins, um leið og hann, fyrir hönd Sambandsins, færist undan að taka það að sér, gengur endanlega frá samningum um þessa margumtöluðu þóknun. Má af þessu marka, liversu stað- góðar eru árásir Mbi. á mig persónu- lega. Munu þær og sízt sprottnar af umliyggjusemi fyrir velfarnaði út- varpsins eða sæmd þjóðarinnar, lield- ur spunnar af lakasta toga: — öfund- sýki og illvilja Valtýs Steíánssonar. Reykjavík, 30, sept. 1932. Jónas þorbergsson. ------0----- Kaupfélagið á Sandi á Snæfells- nesi var stofnað 18. júlí s. 1. í því eru nú um 30 íélagar, verkamenn, sjómenn og bátaútvegsmenn á Sandi og nokkrir bændur í nágrenni þorps- ins. Viðskipti á Sandi liafa verið í mesta öngþveiti undanfarið. Gömul útlend selstöðuverzlun er þar fyrir skömmu farin á höfuðið við títinn orðstir. S. 1. ár voru þorpsbúar i megnustu vandræðum sökum vöru- leysis og erfiðleika á söiu fiskjarins, vsem er aðalframleiðsla þorpsins. Hið nýja kaupfélag fer myndarlega og gætilega af stað. Hefir því þegar tek- ist að lækka verð á nauðsynjavör- um um 20%. Mun ætlunin vera sú, að félagið annist jöfnum liöndum vörukaup og afurðasölu fyrir félags- menn. Hefir komið til mála, að þuð tæki á leigu eitthvað af gömlum verzlunai’- og fiskhúsum úr gjald- þrotabúuin. Eru liúsin nú í eigu bankanna og ónotuð. Má telja sjálf- sagt, að bankarnir styðji þessa sjálfsbjargarviðleitni efnalítilla þorps- búa, úr þvi að þeir geta það sér að meináfhusu. •— í stjórn kaupfélags- ins eru: þorvarður þorvarðarson for- maður, Ágúst þórarinsson varafor- maður, þorsteinn þorsteinsson ritari, Pétur Kr. Pétursson og Guðlaugur Sigurðsson. Nýjar bækur, sem Tímanúm liafa borizt: Ársrit Ferðafélags lslands með Jýsingu á Snæfeiisnesi, prýtt mörgum ágætum myndum. Námsbók í kristinfræðum efttr sr. Böðvar Bjarnason á Hrafnseyri. Gríma 6. hefti og Ferðaminningar Sveinbjörns Egilssonar II. bindi 4 hefti, gefið út af þorsteini M. Jónssyni, Akureyri. Tíl athugunar fyrir bændur Hin siðustu ár hafa Framsóknar- menn vei'ið að koma föstu skipulagi á umbótabaráttuna i landmu með Framsóknariélögunum. pau eru nú stariandi í mjög möi'gum sveitakjör- dæmum og í nokkrum kaupstöðum. A þann hátt fær þing'flokkurinn margfaldan stuðning af samherjum sínum utan þings. Með umræðum og ályktunum um hin félagslegu vanda- mál, geta utanþingsmenn komið með tillögu og nýjungar, sem hafa áhrif á meðferð mála í þinginu. Og með- ferð vandamál verður öll önnur, þar sem samherjar gagnrýná málin í ró og næði á félagsfundum og í full- tiúaráðum kjördæmanna, heldur en á opinberum deilufundum flokkanna. Nú með haustinu er bæði ærin þörf og mjög auðvelt fyrir Framsókn- armenn, bæði í sveitum og kaupstöð- um að ræða ítarlega á fundum sín- um íjárhagsleg vandamál yfirstand- andi tíma. Hér í blaðinu liafa nýlega veyið rædd tvö stærstu framtíðarmál land- húnaðarins, sem vafalaust verður reynt að þoka áleiðis á Alþingi nú í vetur. Annað er ábúðarlög- gjöfin, þar sem helmingur af bænd- um landsins, leiguliðarnir, eiga við mai'gskonar réttleysi að búa og sum- ir við vansæmandi kúgun. Hin nýja ábúðarlöggjöf þai'f að v.era gagngerð stefnubreytmg frá þvi sem nú þekk- ist. Hin nýja ábúðarlöggjöf þarf að hjálpa til að fjölga sjálfseignárbænd- um með því að gera fremui' litið gróðavænlegt að leggja höfuðstól í að kaupa lönd og leigja þau öðrum. En að því leyti sem land er leigt til ræktunar, þá þarf að tryggja svo sem frekast er unnt, að leiguliðinn vinni að því að rækta jörðina og að niðjar hans hafi tryggingu fyrir að geta notið verka feðra sinna og mæðra. Hitt stórmálið er hin nýja sam- vinnubyggð, sem rædd hefir verið hér i blaðinu. Ameríka er lokuð. Kaupstaðirnir eru í raun og veru lokaðir fyrir aðstreymi sem um mun- ar. Nýju heimilin geta hvergi mynd- ast nema í sveit. En. til þess þarf fé, sein ekki má krefja af vaxta í venju- legum skilningi. Vextirnir komaaðal- lega með aukinni framleiðslu og með þeim styrk, sem nýju heimilin veita þjóðfélaginu. Féð í nýbýlin, að því leyti sem landnemarnir láta það ekki í té, verður að koma frá ríkissjóði, og þar sem það svarar ekki arði fceinlínis er óliugsandi að taka það að láni, livorki utanlands né innan, það fjáimagn verður að koma með sköttum. Og sú leið að láta þá skatta koma á óhóf, brask og „spelculation" sýnist hin eina færa. Ótti Páls Stein- grímssonar ritstjóra Vísis og fyrir- svarsmanns Kvcldúlfs, við það að samvinnulandnáminu myndu fylgja kvaðir einmitt á þann lýð, sem fram að þessu hefir flúið undan byrðum þjóðfélagsins, er eðlilegur. Atorku- menn landsins hljóta að hugsa sig vel um áður en þeir neita að láta landnámskostnaðinn leggjast á óhófs- lifnaðinn í landmu. « En nær en þessi tvö stóru fram- tíðarmál liggur kreppan sjálf. það r vitanlegt að meginhlutinn af at- orkuniönnum landsins á við gífur- j lega erfiðleika að stríða nú í ár um greiðslur af skuldum, og kostnað við framleiðsluna. það þarf ekki nema að líta yfir Lögbirtingabl. til að sjá, að yfir vofir, að inargir svokallaðir sjálfseignarbændur tapi jörðum sín- um, til opinberra lánsstofnana, og þá fyrst og fremst Landsbankans og Búnaðarbankans. Auk þess eiga sparisjóðir að sjálfsögðu veð í mörg- um jörðum. það sem ekki má koma fyrir ,er að dugandi bændur verði j hraktir frá jörðum sínum, þó að I dilkar þeirra geri í haust ekki nema

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.