Tíminn - 08.10.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.10.1932, Blaðsíða 1
©falbferi og afgrciösluma&ur Cimans «t Hannpeicj p o r st einsbóttir, £a;?jargötu 6 a. JtevfjoDÍf. ¦,-Gk. jAfgrcibsía (T í m a n s er í €œf jaroðru 6 a. <Dpin i>aalega'fL 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 8. október 1932. 43. blað. Útvarpið og sveitirnar. i. Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að ná til allra borgara landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem með þeim hætti er unnt að veita landsmönnum. Það mun, ekki hvað sízt, hafa vakað fyrir Alþingi, þegar ráðið var að reisa útvarpsstöðina, að þessi merka framkvæmd mætti orka því, að draga nokkuð úr ein- angrun hinna dreifðu bygða landsins; varpa nýjum yl, nýju Ijósi þjóðfélagssamhyggðar og samstarfs gegnum vetrarmyrkrið, yfir allar fjarlægðir íslenzkra ör- æfa. Það leikur ekki á tveim tung- um, enda votta það hundruð bréfa, sem útvarpinu hafa borist, að þeir af landsmönnum, sem þegar hafa gerst útvarpsnotend- ur óg verið sæmilega heppnir með notkun tækja sinna, telja, að fyrir heimili sín sé útvarpið mikil blessun. Að vísu getur ávalt orkað nokkuð tvímælis um ýmis- legt í tilhögun útvarpsstarfsem- innar og um val útvarpsefnis. En slík atriði hnekkja ekki þeim meginrökum, að sumir fastir lið- ir í dagskrá útvarpsins eins og til dæmis fréttirnar og veður- fregnirnar, setja nýjan svip á líf 'og starf heimilanna. Og útvarpið mun því meir, sem not þess verða almennari í landinu, hafa alls- herjaráhrif um breytt hugarfar manna. Sú undursamlega stað- reynd, að landslýð öllum mun, er stundir líða fram, veitast kostur á að gerast samtímis á- hlýðendur margháttaðrar út- varpsfræðslu, daglegra fregna innlendra og erlendra, þjóðlegra fræða og þjóðlegrar tónlistar, gerir landið allt að einum áheyr- endasal. Meðvitundin um það, að þjóðin hefir með útvarpinu eign- ast máttugan, sameiginlegan far- veg fyrir þjóðfélagsfræðslu, sem samkvæmt. uppruna sínum og ætlunarverki lætur sér jafnant um hlut allra manna í landinu, hvað sem líður flokkum og á- greiningsmálum, veitir nýja út- sýn yfir land og þjóð; nýja von um sameiginleg framtíðarafrek, þó að margt beri á milli. II. Þann 31. ágúst 1932 voru út- varpsnotendur á öllu landinu rösklega 4500. Skiftust þeir nið- ur á sýslur og kaupstaði eins og sýnt er hér á eftir. Hlutfalls- talan er miðuð við fólksfjölda í héraði: Tala Af , útvarpsu. hundraði Akureyri....... 151 Árnessýsla...... 243 Barðastr.sýsla .. .. 105 Borgarfj.sýsla .. .. 170 Dalasýsla........ 82 Eyjaf j.sýslá...... 91 Gullbr. & Kjósars.. 228 Hafnarfjörður .. • • 205 Húnavatnssýsla . .. 161 ísafjörður...... 148 ísaf j.sýsla...... 203 Mýrasýsla...... 119 Neskaupstaður Norðurmúlas. Rangárvallas. Reykjavik .. Seyðisf jörður. Sigluf jörður. Skagafj.sýsla 54 30 83 1507 33 150 79 3,95 4,28 3,18 6,73 4,8 1,8 5,0 5,9 4,0 6,1 3,46 6,6 4,7 1,1 2,3 5,3 3,6 8,4 2,0 Skaftaf.sýsla..... 127 4,3 Snæf. & Hnappad.s. 144 3,9 Strandasýsla. .; .. 89 4,95 Suðurmúlas..... 90 2,0 Vestmannaeyjar.. .. 146 4,4 pingeyjarsýsla .. .. 145 2,6 Alls 4583 4,21 Nánari athugun hefir sýnt, að af um 4500 notendum alls munu vera í sveitum landsins aðeins 1300, en um 3200 í kaupstöðum og sjávarþorpum. Samkvæmt manntalinu 1930 eru bæjarbúar taldir rúmlega 59 þús., en sveitabúar rúmlega 49 þús. Ef útvarpsnot í sveitum væru hlutfallslega jafnmikil og í bæjum, ættu að vera í sveit- unum 2658 viðtæki nú þegar eða meira en tvöföld tala þeirra tækja, sem nú teljast vera þar í notkun. III. Af framangreindu, sést að kaupstaðir og sjávarþorp hafa þegar farið langt fram úr sveit- unum um hagnýtingu útvarps- ins. Enn hefir því miðað skammt að því upphaflega megintak- marki, að færa bygðina saman fyrir tilverknað þessa menning- artækis. Þetta verður því eftir- tektarverðara og raunalegra, sem það er ljóst, að þörfin fyrir út- varpið er, vegna strjálbýlis og örðugra samgangna, jafnvel enn meiri í sveitunum en í kaupstöð- um og sjávarþorpum. Og ekki mun þessu heldur valda brestur á almennri löngun manna í sveit- um, til þess að verða útvarpsins aðnjótandi. Útvarpið á um það sammerkt við ýmsar mikilsverðar þjóðfram- kvæmdir síðustu ára, að falla á bernskuskeiði undir þunga ein- hverrar hinnar mestu kreppu, sem gengið hefir yfir löndin. Al- mennir fjárhagsörðugleikar hafa, af þeim ástæðum, mjög hamlað hagnýtingu útvarps í landinu. Samkvæmt reynslu annara þjóða ætti tala útvarpsnotenda hér á landi að komast upp í 10—12 þús. á fáum árum, ef ekki stæðu í vegi sérstakir örðugleikar. En því miður hamlar margt á þessari leið, sem miklu skiftir, að almenningur, löggjafarþing og ríkisstjórn geri sér ljóst, svo að unt megi verða að ráða þar á bót og efla með þeim hætti almenn not útvarpsins í landinu. IV. Höfuðástæðan til þess, að svo hægt hefir miðað hagnýtingu út- varpsins í sveitum landsins, er sá geysilegi aðstöðumunur þeirra, sem ekki búa við raforku og hinna, sem hafa rafmagn. Kaup- staðir landsins allir og nálega öll sjávarþorp eiga nú kost á raf- orku, þó við misjafna kosti sé að búa í því efni. En þar sem raforka er fyrir hendi verður reksturskostnaður útvarpsvið- tækja naumast teljandi miðað við reksturskostnaðinn, þar sem ekki er raforka. Mun láta nærri að þessi kostnaðarmunur nemi allt að 70 kr. á ári, þegar miðað er við reksturstíma Útvarps- stöðvar Islands og móttöku á 3ja lampa viðtæki. Þessi munur getur vitanlega orðið enn meiri þar sem tækin eru stærri og hlustað er jafnframt til erlendra stöðva. Ber að vísu á það að líta, að viðtæki þau, sem taka raf- straum beint úr ljósaneti raf- magnsveitu eru nokkru dýrari í öndverðu. Eigi að síður verður þessi aðstöðumunur svo mikill og hefir í för með sér svo marghátt- aða örðugleika og skakkaföll, að hann einn veldur, að nálega öllu leyti, hinum tiltólulega mikla mun á hagnýtingu útvarps í sveitum og bæjum. V. Auk mikils kostnaðar við rekstur útvarpsviðtækja, þar sem ekki er raforka fyrir hendi, er ha'gnýtingin bundin ýmsum al- varlegum annmörkum, sem hér skal stuttlega drepið á: 1. Rafgeyma þarf að hlaða og rafhlöður að endurnýja jafn- hraðan og þær tæmast. Þetta veldur töfum og truflunum á hagnýtingu útvarpsins auk þess umstangs og áhættu sem er sam- fara tíðum flutningum við- kvæmra og vandmeðfarinna hluta. 2. Rafgeymarnir geta ekki orðið hlaðnir nema þar sem er kostur raforku. Þarf því allvíða að flytja þá um langan veg til hleðslunnar. En þeir eru í mesta lagi ómeðfærilegir og þeirra mjög vandgætt í flutningum. Hleðsluna ber að vanda og haga henni eftir ákveðnum reglum, til þess að komast hjá skemdum. Loks þarf að hafa tvo rafgeyma við hvert viðtæki, ef ekki á að falla niður hagnýting útvarpsins meðan á hleðslu stendur. 3. Tenging viðtækis við raf- hlöður og rafgeyma krefst nokk- urrar kunnáttu og nákvæmni. Ef verulega ber út af um rétta not- kun þessara hluta, geta af hlot- ist alvarlegar skemdir á viðtæk- inu. , 4. Loks má nefna, og ekki hvað sízt, örðugleikana við að fá gert við tækin, er þau bila til muna. Viðgerðir þessar, ef til hlítar eiga að vera, krefjast mikils lær- dóms og langrar æfingar. Eins og nú er háttað getur jafnvel lítilfjörleg bilun valdið því, að senda þurfi tæki um langan veg, — og oftast til Reykjavíkur — til viðgerðar. Þetta veldur mikl- um kostnaði, auk þess sem niður fellur hagnýting útvarpsins með- an á viðgerðinni stendur. Þegar á það er litið, að auk hins háa reksturskostnaðar fylgja hagnýtingu útvarps í sveitum landsins allir framantaldir ann- markar, er það sízt að furða, að þær hafa dregist aftur úr bæj- unum um hagnýtingu útvatps- ins og að seint miðar að því upp- haflega markmiði að flytja með útvarpinu nýtt ljós og nýja gleði inn í sveitarheimilin íslenzku. VI. Á síðasta þingi bar ég fram við 3. umræðii fjárlaganna í Nd. tillögu þess efnis, að úr rjkis- sjóði yrði varið allt að 65 þús. kr., til þess að jafna þann að- stöðumun, sem hér hefir verið gerður að umtalsefni. Þingið sá sér ekki fært að verða við þess- um tihnælum. Munu fremur hafa valdið miklir fjárhagsörðugleikar ríkissjóðs, heldur en hitt, að þingmönnum séu ekki ljósir örð- ugleikar þessir og illar búsyfjar þeirra, sem ekki búa við raforku. Tel ég, að ekki megi við svo bú- Frh. á 4. síðu. Samninguriiiii yið Norðmenn. Yiðtal við Jón Arnasou, framkvæmdastjóra. Jón Árnason framkvæmda- stjóri, fulltrúi landbúnaðarins í samningunum við Norðmenn, kom heim úr utanförinni á sunnu- daginn var. Tíminn hefir haft tal af J. Á. og fengið hjá honum yfirlit um gang þessa máls og úrslit, að svo miklu leyti, sem þau verða birt að svo stöddu. J. Á. er nú vegna langrar reynslu sá maður, sem mesta þekkingu hef- ir á sölu íslenzkra landbúnaðar- afurða, enda átt mjög mikilsverð- an þátt í flestu því, sem á síð- ustu árum hefir verið gjört til að greiða fyrir sölu á fram- leiðsluvörum bændanna. Og í af- greiðslu kjöttollsmálsins bæði nú og eins í hið fyrra sinni hefir hann ¦ átt mikinn þátt og góðan. Hér fara á eftir þær upplýs- ingar og yfirlit um málið, sem blaðið hefir fengið í viðtalinu við Jón Árnason. J. Á. segist svo frá í aðaldráttum: Samkomulagið 1924, og fiskveiðalöggjöfin. Kjöttollssamningnum var sagt upp af norsku stjórninni 11. febr. s. 1. Þann samning gjörði Sveinn Björnsson, fyrir íslands hönd, ár- ið 1924. I þeim samningi hafði grunntollurinn á íslenzku salt- kjöti verið ákveðinn 15 aurar pr. kg., með gengisviðbótum. Eftir það samkomulag var tollurinn alls (með gengisviðbótum) 38 aurar pr. kg., en hafði áður verið 63 aurar pr. kg. Gegn þessari ívilnun loíuðu ís- lendingar árið 1924, að fiskveiða- löggjögin skyldi verða fram- kvæmd mjög vinsamlega gagnvart ! Norðmönnum. Þetta samkomulag hefir tví- mælálaust orðið til mikils góðs fyrir íslendinga, segir J. Á. Kjöt- verðið var hátt í Noregi fyrstu árin. Verzlunarviðskipti ukust milli landanna. En hitt ákvæðið, um fram- kvæmt fiskveiðalöggjafarinnar varð hvað eftir annað að ásteit- ingarsteini. Hver og einn norskur fiskimaður vildi sjálfur vera dómari í því, hvað væri vinsam- legur skilningur á fiskveiðalög- gjöfinni. Þetta varð orsök mikilla umkvartana af Norðmanna hálfu. Þegar fiskveiðalöggjöfin gekk í gildi og bannaði útlendum fiski- mönnum að starfa að afla innan landhelgi, höfðu Norðmenn tekið upp það ráð að salta síldina um borð ýmist í fiskiskipunum eða stórum flutningaskipum, sem tóku við síldinni af veiðiskipun- um. Þessi-aðferð hefir reynzt vel, og aðrar þjóðir, Danir, Svíar og Finnar, hafa tekið hana eftir Norðmönnum. I uppsögn samningsins s. 1. vet- ur, er þess getið, að samkomulag- ið frá 1924 sé nú orðið þýðingar- laust (værdilös) fyrir Norðmenn, og var það skilið svo, að Norð- menn þyrftu ekki lengur ívilnan- ir af hálfu Islendinga vegna síld- veiðanna. Fyrstu samkomulagstilraunirnar í vetur og vor. Samkomulaginu frá 1924 var sagt upp, eins og áður er tekið fram, 11. febr. s. 1. Uppsögnin átti að koma til framkvæmda 1. maí, en fresturinn var síðar fram- lengdur til 1. júlí. Þann ¦ 21. febr. var Sveinn Björnsson sendiherra, af íslenzku ríkisstjórninni, sendur til Oslo. En norska stjórnin taldi sig þá ekki viðbúna að ræða málið eða semja, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að koma- á samningaumleitunum þá. Þetta voru alvarleg tíðindi fyr- ir íslenzka bændur, segir J. Á. Og þar sem ekkert hafði gerzt í málinu ritaði Sambánd ísl. sam- vinnufélaga ríkisstjórninni bréf um málið dags. 3. júní. Þann 6. júní kom svo fram í þinginu þingsályktunartillaga um að „at- huga hvort ekki sé ástæða til að segja upp gildandi verzlunar- og siglingasamningum við Noreg". Tillagan var samþykkt á Alþingi sama dag í einu hljóði. Skömmu eftir þingslit fór Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra utan m. a. á þingmannafund í Oslo. Ákvað hann þá að leita úm leið. samninga við norsku stjórn- ina. Fyrir tilmæli forsætisráð- herra fór J. Á. þá einnig til Öslo og tók þátt í samningaumleitun- um. Þessar samningaumleitanir stóðu yfir í hálfan mánuð, og voru þá bornar fram kröfur af hálfu Islendinga um lækkun kjöttollsins. Tollurinn var þá 29,54 aurar pr. kg. — 15 aura grunntollur og gengisviðbót. — En 1. júlí hækkaði grunntollurinn upp í 30 aura pr. kg., en tollur- inn alls upp í 57,08 aura pr. kg. Skipun samninganefnda. Málaleitanir f orsætisráðherra um niðurfærslu til bráðabirgða eða endanlega báru engan árangur. En jafnframt hafði hann gjört tillögu um, að norsku og íslenzku ríkisstjórnirnar skipuðu nefnd til að taka upp samninga um tollinn og fleiri viðskiptamál landanna. Á þetta féllst norska stjórnin. Skipaði hún í nefnd af sinni hálfu Andersen-Rysst fyrv. ráðherra og S. Johánnessen verzlunarráðunaut. Ritari norsku nefndarinnar var Askeland landbúnaðarráðunautur. Af hálfu íslenzku stjórnarinnar voru skipaðir Ólafur Thors alþm. og J. Á., en ritari íslenzku nefnd- arinnar var Stefán Þorvarðarson fulltrúi í stjómarráðinu. Það er orðið ljóst af margra ára reynslu, segir Jón Árnason, að markaðurinn fyrir íslenzkt saltkjöt fer rénandi í Noregi, og það er mönnum kunnugt hér á landi. Strax- eftir að sammnga- umleitanirnar hófust í vor, í sam- bandi við utanför forsætisráð- herra, stakk ég upp á því til sam- komulags, að fastákveða hámark kjötinnflutnings í Noregi nú, og að það hámark fari síðan lækk- andi árlega að vissu lágmarki. Þessi tillaga hefir yfirleitt mætt góðum viðtökum, og greitt fyrir því að samningar tækjust, með því að í henni er einmitt fólgin trygging fyrir því, sem Norð- menn annars ætluðu að ná með tolli, þ. e. að takmárka kjötinn- flutninginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.