Tíminn - 15.10.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1932, Blaðsíða 1
©faCbfetí 09 afgrciðslumaour Cimans et Hannpeig t>orsteins&ótt'r, Ccefjargótu 6 a. Reytiaoií. ÍL { m a n s er i Sœf jargötu 6 a. ©pin feagleaa'fl. 9—6 Sírái 2353 XVI. árg. Reykjavík, 15. okt. 1932. 45. blað. TollsYikin í Seint í ágústmánuði s. 1. var af fjármálaráðherra gerð breyting á framkvæmd innflutningshaftanna. Samkvæmt þeim ráðstöfunum var innflutningsnefndin lögð niður, en í hennar stað skipuð svokölluð innflutnings- og gjaldeyrisnefnd, sem átti að gjöra tvennt í einu, ákveða um, hvenær undanþágur skuli veita frá innflutningshafta- reglugerðinni og úthluta þeim gjaldeyri, sem bankarnir veita til að annast greiðslur í útlöndum. Jafnhliða þessari nýju ráostöf- un voru nokkuð auknar undan- þágurnar, með þeim forsendum, að gamlar birgðir væru á þrot- um. Sérstaklega mun hafa verið leyft að flytja inn nokkru meira af vefnaðarvöru en áður var. í sambandi við þessar breytingar kom einnig upp hið umtalaða sveskjuhneyksli, sem ýmpir reyk- vískir kaupsýslumenn hafa viljað nota til að fá innflutningshöftin afnumin. Hefir Tíminn áður skýrt frá því efni. En það er þannig vaxið, að tveir heildsalar, Gísli Johnsen og Eggert Krist- jánsson virðast hafa snuðað út úr stjórnarráðinu leyfi til að flytja inn stóra slatta af sveskjum og rúsínum og öðrum þurkuðum ávöxtum. Segir Mbl., að starfs- maður í fjármálaráðuneytinu hafi veitt leyfi þetta á eigin ábyrgð, og er þar um stórfelld embættis- afglöp að ræða, ef rétt er, sem væntanlega kemur í ljós, þegar forsætis- og fjármálaráðherra kemur heim úr utanförinni. Verzl- unarfróður maður hefir tjáð Tím- anum, að gróði þessara tveggja kaupmanna af innflutningnum muni nema 15—20 þús. kr., þar sem þeir eru einir um söluna og sjálfráðir um útsöluverðið. S. 1. vetur og framan af sumri var, eins og að framan er sagt, sama sem enginn innflutningur á vefnaðarvörum til Reykjavíkur, sama er að segja um dýrari skó- fatnað, af því að mjög lítið var veitt af innflutningsleyfum. Það var því mjög auðvelt fyrir toll- verðina að hafa eftirlit með þeim fáu sendingum, sem komu og lít- il von fyrir kaupsýslumenn að til- raunir til að koma inn vörunl á óleyfilegan hátt, þótt vilji væri til, myndu heppnast. En um leið og innflutningur- inn jókst aftur í byrjun septem- bermánaðar, horfði málið öðru- vísi við. Og í sambandi við það hafa orðið þau tíðindi, sem nú verður greint frá. Skoðun vara á tollstöðinni í Reykjavík fer að öllum jafnaði þannig fram, að teknar eru ein- staka vörusendingar af handa hófi og athugaðar nákvæmlega. Ef ekkert finnst þar athugavert, er látið við þessa rannsókn sitja, með því að nákvæm athugun allra vörusendinga kostar mikinn tíma og. fyrirhöfn. Það mun hafa verið snemma í s. 1. mánuði, að tollverðirnir urðu varið við ýmislegt, sem! benti á það, að óleyfilegur innflutningur í stórum stíl væri farinn að eiga sér stað. A. m. k. var þá skyndi- lega hert stórlega á tollskoðun- inni og farið að rannsaka gaum- gæfilega allar vörusendingar, áð- ur en þær voru afhentar innflyt.i- endum út af tollstöðinni. Tíminn telur sér hérmeð óhætt að fullyrða það, sem altaiað er nú í bænum, að við rannsókn- ina hafi komið ljós tilraunir til stórkostlegra tollsvika og óleyfi- legs innflutnings á bannvörum. Til skilnings á því, á hvern hátt þessar tilraunir til að brjóta lögin hafa átt sér stað, þarf að gefa nokkrar skýringar. 1 hvert sinn, sem vara kemur frá útlöndum, ber innflytjanda að afhenda á tollstöðinni afrit af farmskírteini (Konossement) Qg reikninga (fakturur) frá seljanda yfir vörusendinguna og yerð hennar. Skrifstofan athugar, hvaða vörur séu tollskyldar. Toll- verðirnir bera síðan saman farm- skírteimn og reikningana, í því skyni að fullvissa sig um, að reikningur fylgi hverri sendingu, sem tilgreind er á farmskírteini. Þær tilraunir til tollsvika, sem • upp hafa komizt, hafa verið framkvæmdar á þann hátt, að innflytjandi hefir látið seljanda senda sér marga reikninga yfir sömu sendinguna, þannig að á hverjum reikningi er aðeins til- greindur nokkur hluti sendingar- innar, en til þess að vita um allt innihald sendingarinnar, þurfa allir reikningarnir að vera við hendina. Á skrifstofu tollstjórans var svo aðeins einn reikningurinn afhentur. Útkoman er þá sú, að reikningur fylgir hverri sendingu, og svikin koma því ekki í Ijós, nema sendingin sé tekin sundur og nákvæmlega rannsökuð. Þegar upp komst um fyrstu sendingarnar og farið var að rek- ast í því við innflytjendur þá, sem í hlut áttu, þóttust þeir hafa gleymt reikningunum heima. Og næstu dagana, þegar frétt- in barst út um bæinn, rigndi nið- ur á skrifstofu tollstjórans reikn- ingum, sem „gleymst höfðu". Hinir gleymnu kaupsýslumenn fengu þá skyndilega minnið aft- ur! Við framhaldandi rannsóknir hafa komið fram margskonar aðr- ar tollsvikatilraunir. Te, súkku- laði, silki og lakkskór hafa fund- ist innan í algengum vefnaðar- vörupökkum. Tilgangurinn liggur í augum uppi. Þessi tíðindi eru mjög alvar- legt mál. Frá sjónarmiði ríkisins eru tollsvik meðal hættulegustu af- brota, af því, að þau stefna fjár- hag ríkisins í voða, svo framar- lega sem þau eiga sér stað í stór- um stíl. í öðru lagi er þar um að ræða hróplegt ranglæti gagnvart öllum heiðarleguní innflytjendum, sem ekki geta verið samkeppnisfærir við tollsviknar vörur, og gjalda þannig ráðvendni sinnar í stað þess að njóta. Ennþá hefir af hálfu toll- stjóra*) eða annara hlutaðeig- andi yfirvalda ekkert verið gjört uppskátt um þetta alvarlega mál. Hér í bænum er mikið talað um það þessa dagana, að málið muni eiga að láta niður falla, hinir brotlegu innflytjendur eigi að sleppa við refsingu og yfirvöldin ætli sér að taka framburð þeirra um „gleymsku" og annað álíka sennilegt fyrir góða og gilda vöru. Þær refsingar, sem lögin leggja við tollsvíkum hér á landi, eru sektir, sem í ýmsum tilfellum nema margfaldri upphæð þess tolls, sem svikja átti, og fang- elsi í vissum tilfellum. En það verður að vera sjálf- sögð og almenn krafa, að þetta hneykslismál verði ekki látið nið- ur falla og þeir, sem í hlut eiga, sæti fullri ábyrgð samkvæmt lög- um, eftir því sem réttarrann- sóknir leiða í ljós. Það er enginn vafi á þyí, að núverandi dómsmálaráðherra, Magnús Guðmundsson, á mikla óbeina sök á þessu athæfi, með þeim ráðstöfunum, sem hann á sl. vori lét í veðri vaka að gerð- ar yrðu, með því að 'fækka toll- vörðum og rýra þannig stórlega eftirlit ríkisins með smyglurum og tollsvikurum. Það liggur í augum uppi, að þeir menn, sem hafa vilja á því að flytja inn vörur óleyfilega og snuða ríkissjóðinn, hafa talið sér mikið traust í slíku hugar- fari á æðstu stöðum. Þetta mál vekur, eins og von- legt er, mikið umtal og almenna gremju. Það er altalað, að tvær af þekktustu verzlunum bæjar- ins, hafi gengið lengst í lögbrot- unum. Nöfn þeirra verða ekki nefnd í þessari grein. En al- menningur á kröfu á því, að Magnús Guðmundsson láti ekki þrengingar í sínúm eigin málum aftra sér frá því að láta réttvís- ina hafa sinn gang. Á tímum eins og nú, þegar allur almenn- ingur berzt í bökkum, er sízt á- stæða til að láta einstökum mönnum haldast uppi refsingar- laust, að græða á tollsviknum ó- þarfavarningi og féfletta ríkis- sjóðinn. Og sé slíkum mönnum látið óhegnt, munu þeir í lengstu lög halda áfram iðju sinni, þar sem þeir hafa þá engu að tapa — en allt að vinna í þeim tilfellum, sem ekki verða uppgötvuð af tollgæzlunni. Tíminn mun gjöra sér far um að fylgjast sem nákvæmlegast með þessum málum, bæði fram- kvæmd innflutningshaftanna og aðgerðum hins opinbera gagnvart þeim mönnum, sem gjört hafa til- raunir og kunna að gjöra eftir- leiðis, til að brjóta lög og reglur um innflutning og tollgreiðslur. Mun blaðið gjöra sitt til þess, að almenningur um land allt fái sem gleggsta vitneskju um það, sem fram fer í þessum málum. Togaraútgerðin í Reykjavík Astand og framtídarhorfur. *) Alþbl. skýrði frá því, að toll- stjóri myndi hafa haldið fund með tollvörðum og bannað þeim að segja nokkuð um málið. þetta mun ekki vera allskostar rétt, en hinsvegar mun tollstjóri hafa gefið undirmönn- um sínum almenn fyrirmæli um að segja ekki frá því, sem fram kemur við tollskoðun. 1 Páll Ólafsson frkvstj. biður þess getið, að það sé mishermi, að hann sé formaður í Félagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda. Tímanum var kunn- ugt um, að Ólafur Thors var formað- ur félagsins s. 1. ár. En með því, að það stóð fyrir nokkru síðan ómót- mælt í einu bæjarblaðinu hér, að P'. Ó. væri formaður nú, áleit Tim- inn, að þeirri fregn mætti treysta og að formannaskipti hefðu orðið. En grein P. Ó. í Mbl. hefir sama gildi fyrir því, þar sem hann eigi að síður er einn þeirra manna, sem kunnugastir eru togaraútgerðinni í Reykjavík. I. Stóríelldasta einstök umbót á at- hafjialífi íslendinga' kom til sög- unnar með togurumim. Ekki aðeins Reykjavikurbær á vöxt sinn þessu mikilvirka framleiðslutæki að þukka, lieldur má til þeirra'rekja fjárhagslega skýringu á mörgum þeim umbótum og framkvæmdum sem orðið hafa í landinu á tveim síðustu áratugum. Togaraútgerðin er að kalla eini framleiðsluatvinnuvegur Reykvík- inga, öil afkoma þessa bæjarfélags hvílir því á afkomu og framtíð tog- aranna. Eru það því meir en lítið alvarleg tíðindi, að einmitt þessum skipastóli skuli liafa frekkað um þriðjung á síðustu þremur árum h'ér í Rcykjavík, sbr. skýrslu Pals Ólaísspnar í Mbl. Jafnframt er það vitað, að flest eru skipin sem eftir eru, gömui og úr sér gengin, og útgcrðarfyrirtækin sckkin í skuldii-, svo að viðrétting- ar er þar lil.il von talin, með þvi fyi'irkomulagi sem verið hefir á rekstri þeirra. Ástæðunum til þessarar öru lmign- unar logaraútgerðarinnar má skifta í tvennt. Annarsvegar er dýrtíðin í bænum, sem meÖ öllum sínum þunga ondanloga lilýtur að leggjast á framleiðsiuna, hinsvegar stjórn og fyrirkomulag útgerðarinuar sjálfr- ar. Skulu nú þcssar ástæður athug- aðar hvor um sig. II. Lönd og lóðir höfuðstaðarins hafa sökum skammsýni og eigingirni í stjórn bæjarins lent i því að verða síhækkandi verzlunarvara og hefir það orðið til þcss, að lóð undir hús á stœrð við nýju landssímastöðina, kosta nú í miðjum bænum allt að 100 þús. kr. Lóðir í Rvík munu vera samkv. nýframkvæmdu mati um 20 milj. króna. Mikill hluti lóðanna liefir gengið kaupum og sölum fyrir mun hærra verð en sem fasteignamatinu nemur, og eigendur þeirra lóða, sem ckki hafa gengið- kaupum og sölum fyrir jafnhátt verð og matið er, reikna sér þó vexti af eigi lægri fjárhæð en fastéignamatinu nemur, þegar þeir ákveða leigu eftir hús- eignir þær er á lóðunum standa. 6% vextir af matsverði lóðanna nema á aðra milj. A. m. k. þessari fjárhæð þúrfa bæjarbúar árlega að standa skil á til lóðareigendanna. Að sama skapi aukast kröfur bæjar- búa til framleiðslunnar, kaupgjalds, verzhmarAlagningar o. s. frv. og þarf framleiðslan því endanlega að standa skil á upphæðinni. Nemur þessi skattur á framleiðslunni lík- lega allt að jafnhárri fjárhreð og útsvörin í Reykjavík Hjá þessum ógnarskatti hefði mátt komast ef í- haldsmeirihlutinn í bæjarstjóminni hefði ekki framið þá liöfuðsynd að selja einstaklingum lendur og lóð- ir bæjarins til þess að okra á. For- ráðamenn annara kaupstaða hafa skilið l>etur en Reykvíkingar þann voða sem framleiðslunni er búinn af háu landverði og hafa tryggt "bæjarfélögunum umráðarétt yfir landi kaupstaðanna. Afleiðingin af þessari stjórnarstefnu reykvíska í- haldsins er sú, að Reykvíkingar verða nú að horfa á eftir fram- leiðslutækjum sínum til annara út- gerðarstaða á landinu. Hin háa húsaleiga stendur i nánu sambandi við lóðaverðið, enda hcfir og hlið- stæð hækkun orðið á verði sjálfra húsanna. N Önnur höfuðorsök til dýrtíðarinnar i bænum er fólgin i skipulagsleysi 'því sem er á verzluninni. Verzlunarstéttin hér í bænum er svo fjölmenn, að flestum er fyrir löngu farið að ofbjóða, jafnvel ein- lægustu samkeppuismönnum. ' Öllu þessu fólki verður framleiðsla bæj- arins óhjákvæmilega að" sjá fyrir fæði, fötum, húsnæði og yfirleitt öilu líísviðurværi, að svo miklu leyti sem það . lifir ekki á utanbæjar- verzlun. Og eins og allir vita, er einmitt i þessari stétt mjög margt aí fólki, sem eyðir miklu fé, t. d. vel flestir heildsalar og eigendur hinna stærri smásöluverzlana. Og þó að ekki verði sagt, að algengt slarfsfólk i verzlunarstéttinni, svo sem afgreiðslufólk í búðum, hafi há laun, þá drcgur það sig saman og verður gcisihá upphæð samanlagt, vcgna fjölmennis stéttarinnar. Og cins og fram hefir verið tekið, leggst allur þessi framfærslukostnaður svo að scgja á aðal bjargrœðisvegimi, útgorðina, og að því lcyti sem verzl- unarstéttin cr of fiölmenn, vcrkar það beinlínis á sama háttx og opin- bert i'ramfæri, þó að yfirleitt sc á það lilið á annan hátt. Kostnaðui'- inn við verzlunarstéttina hlýtur al- v.eg á sama hátt og húsa- og lóða- wrðið, að skapa dýrtíð. Vörurnai' lia'kku i • verði. Hækkun varanna skapar kröfur og þörf á hækkun kaupg.jalds. Allt bcr hér að sama brunni. Framleiðslunni lilæðir. Hinn raunverulcgi al'i'akstur hennar lcnd- ir úti um hvippinn pg hvappinn hjá húsa- og lóðaeigendum og hjá fólki, sem i raun og vcru er fram- leiðslunni óviðkomandi, en hefir þó af hcnni tokjur sínar og viðurværi. III. Nú hafa verið rakter nokkuð á- streður til dýitíðarinnar í Rvík og áhril' hennar á framleiðslustarfsom- - ina, og munu því næst tekin til athugunar nokkur atriði i stjórn og fyrirkomulagi útgerðar'fyrirtækjanna, sem átt hafa mikinn þátt í að skapa það vandræðaástand, sem nú ríkir í framleiðslunni í Rvík. Ekkert virðist hafa verið gert af hálfu útgcrðarmanna til þess að vekja áhuga þeirra, sem að útgerð- inni starfa, fyrir því, að hún fái borið sig. Skipstjórarnir hafa alltaf verið og eru enn launaðir með verð- launum af brúttóafla, en ekkert tillit tekið til þess hvort rekstur skipanna ber sig eða ekki. Hefir þctta fyrirkomulag vitanloga í for með sér eyðslu veiðarfæra og ann- ara nauðsynja langt fram yfir það, sem eðlilegt er. Skipstjórinn getur haft hag af veiðinni þótt útgerðin stórtapi. Frá síðustu tapsárum út- gcrðarinnar eru dæmin Ijósust. Hvcr skipstjóri; hefir haft svo tugum þús- unda skiptir í laun, en útgerðarfc- lögin hafa tapað stórfé. Engir nema íslendingar munu nota þetta launa- fyrirkomulag. Er ekki kominn tími til þess að breyta um og haga ráðn- ingakjörum yfinnanna og annara á skipin þannig, að þeir hafi áhuga fyrir því og hagsmuna að gæta í sambandi við það hvernig útgerðin ber sig? Eigi hefir verið við komið nein- um sparnaði í sameiginlegum kostn- aði togarann'a undanfarið. Svo að scgja hverjum togara hefir fylgt frmkvæmdarstjóri, skrifstofa og ann- ar kostnaður í landi óskiptur. Allan sameiginlegan kostnað togaranna maHti stórum minnka með því að hafa sameiginlega framkvæmdar- stjórn, skrifstofuhald o. þvil. fyrir marga togara. Stórfé mætti og vitan- lcga spara með því að hafa sameig- inleg innkaup fyrir flotann, en slíkt mun aldrei hafa verið reynt að framkvæma. þá skal enn minnst á leyndar- dómsfyllsta atriðið í öllum þessum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.