Tíminn - 15.10.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 171 r A víðavamíi Áhlaupið á Dalasýslu. Sá af þingmönnum Framsóknar- flokksins, sem Morgunblaðinu mun vera einna verst við, að J. J. undan- teknum, er Jónas þorbergsson þing- maður Dalamanna. Ber margt iil. í fyrsta lagi eru V. St. minnisstæðar þær hrakfarir, sem hann hvað eftir annað fór fyrir Jónasi þorbergssvni á meðan J. þ. var ritstjóri. Verður V. St. jafnan að minnast með gremju, hver munur er á þeirri við- urkenningu, sem þessir tveir póli- tísku ritstjórar hafa fengið fyrir störf sín. Kom þessi munur nokkuð greinilega í ljós, þegar hvorttveggja gjörðist um svipað leyti, að J. p. var kosinn til Alþingis af Framsóknar- mönnum í Dalasýslu og hitt, að sfjórn íhaldsfiokksins álcvað að setja Valtý undir eftirlit til þess að firra flokkinn frekara tjóni af hans völd- um, og fengu til þess eftirlits hinn versta mann, Sigurð Kristjánsson frá ísafirði. Eftir að J. p. tók við stjórn útvarpsins hefir Mbl. ofsótt hann á allar lundir, og hvað eftir annað birt ósannar sögur um starf útvarps- ins í því skyni að sanna, að það flytti hlutdrægar fréttir. En í hvert sinn hefir J. p. tekizt með óhrekj- andi vottorðum að hnekkja slúður- sögum þessum, enda er það mála sannast, að vel l'lestir menn í land- inu vilja, að útvarpið sé óhlutdrægt, nema helzt stjórn íhaldsflokksins, sem gerði ítrekaðar tilraunir til að Injóta lilutleysi útvarpsins og nota sér það í pólitísku hagnaðarskyni. Kak svo langt, að útvarpsráðið varð að taka til sinna ráða og samþykkja sérstakar varúðarreglur, til að hindra slíka stigamennsku. — Nú telur V. St. og' fleiri samherjar hans, að J. p. sé íhaldinu einhver óþarf- asti maður í þinginu. Er talið víst, að ilialdið muni leggja mesta stund á að vinna Dalasýslu við næstu kosningar. það helzta, sem Mbl. hef- ir út á J. p. að setja sem þingmann Dalamanna, er það, að hann hafi árið 1931 liaft talsvert meira en helmingi lægri tekjur samanlagt en Sigurður Eggerz hafði í íslands- banka einum á sínum tíma, fyrir utan þingmannskaup. Ekki varð vart við annað en að Mbl. teldi Sig. Eggerz mjög góðan þingmann fyrir Dalasýslu, þó að hann hefði 27 þús- undir í bankanum og þingmanns- kaup að auki. íhaldið er nú sem oftar seinheppið í vopnavali. Landhelgisgæzlan. Veiðiþjófaumhyggja Mbi. hefir ekki farið þverrandi í seinni tíð eins og Hvetfjir hafa stofnað til 30 milj. kr. skulda við útlönd? Játning Morgunblaðsins 6. okt. „í árslok 1928 voru allar erlendar skuldii- ríkis, bæja, banka, stofnana og verzlunarfyrirtækja rúmar 40 miljónir króna. En þegar óreiðu- stjórnin skilaði af sér voru þessar sömu skuldir orðnar um eða yfir 80 miljónir króna“. (Mbl. 6. okt.). í síðasta blaði Tímans var þessi játning Morgunbl. birt og jafnframt var blaðið beðið að svara því, hverjir hefðu eytt 30 milj. af þeirri 40 milj. kr. skuldaaukning við útlönd, sem Mbl. játar að orðið hafi síðan 1928. Eftir viku umhugsun hefir Mbl. enn ekki svarað þessari fyrirspurn. Avarp Ólafsvíkurbúar! Vinir og kunningjar, börn og full- orðnir! Um leið og við flytjum burt úr Ólafsvik eftir níu ára búsetu, kveðjum við yður og þökkum sam- slarf og samhug. Við þölckum- alla alúð yðar i okkar garð, við kennslu- störf okkar og þar fyrir utan. Ekki 'sizt þökkum við félögum okkar í ungmennafélaginu „Vikingur", í „Bárunni", í „Hvíta blóminu" og öðrum félögum, fyrir ágæta sam- vinnu. þá þökkum við skólanefnd- um Ólafsvikur, undanfarin níu ár, -fyrir sérstaka lipurð og skilning við störf sín. Við óskum yður öllum af alhug styrks í erfiðleikum vfirstandanda tima, og að þér megið njóta góðra komandi ára. sjá má af árásum blaðsins á Pálma Loftsson í dag. Líklega ætlar blaðið að nota Magnús Guðmundsson til þess að flytja eftirlitið með starfi varðslcipanna aftur frá ríkisút- gerðinni til starfsmanns þess í stjórnarráðinu, sem áður var látinn haía það í hjáverkum fyrir 4000 kr. á ári. Menn fara nærri um, hvers- konar ávinningur myndi verða af slíkum skiptum fyrir landhelgisgæzl- una. Keynslan er nóg í því efni. Tveir Húnvetningar. Guðmundur Ilannesson próf.essor segir í útvarpsræðu: Úr því að hið opinbera selur áfengi, þá er rangt að setja einstaka menn í fangelsi fyrir að gjöra slíkt hið sama. Fimmt- án ára gamall drengur úr sama héraði segir: Ef G. H. hefir á réttu að standa, þá er líka rangt að setja einstaka menn í fangelsi fyrir að búa til bankaseðla, úr því að hið opinbera gjörir slíkt hið sama! „Borgar sig“ að refsa glæpamönnum? Mbl. lætur á sér skilja 11. þ. m., að fyrv. dómsmálaráðherra hefði átt að láta niður falla rannsókn í einu nafngi'eindu sakamáli, af því að kostnaðurinn hafi, eftir útreikningi blaðsins, verið nokkrar þúsundir króna. Eftir þessari kenningu á rétt- vísin að taka tillit til þess, í hverju einstöku tiífelli, hversu mikla pen- inga refsing afbrotamanna muni kosta, og framkvæma aðeins þær refsingar, sem ekki verður mikið tap á fjárhagslega! Hingað til hefir af flestum verið litið svo á, að rann- sókn glæpamála og fullnæging dóma væri réttlæUsmál en ekki fjárhags- mál. Og reynslan sýnir, að rannsókn hinna alvarlegustu afbrota er að öllum jafnaði tímafrekust og þar af Beykjavík, 30. sept. 1932. Jörína G. Jónsdóttir. Sigurvin Einarsson. leiðandi kostnaðarsömust. Eftir kenningu Mbl. er of dýrt(!) að refsa fyrir stór afbrot, en litil afbrot má refsa fyrir af því að það er ódýrt! En Magnús Guðmundsson er líka „æðsti vörður laga og réttlætis" hér á landi nú sem stendur. Krossanes hefir fengið uppreisn aftur. Ólafur Tliórs og Dalamenn. Sú saga gengur hér í bænum, að Ólafur Thórs muni ætla að bjóða sig fram í Dalasýslu við næstu kosn- ingar, og aðallega af þrem ástæðum. í fyrsta lagi riðlast nú mjög fylgi Ólafs suður með sjó, og þykir nú ýmsum nóg að trúa honum fyrir sölu á fiski þeirra, þó að ekki feli þeir honum i viðbót umboð á 'Al- þingi. í öðru lagi þykir stjórn í- haldsflokksins mikið undir því kom- ið að fella .T. þ. frá kosningu, en Ó. Th. er eins og kunnugt er, einn í ílokksstjórninni, og munu margir í- haldsmenn telja, að bezt sé, að hann geti sjálfum sér um kennt oíí öðrum ekki, ef lierferðin mistekst. í þriðja lagi minnast margir þess, að ihalds- menn í Reykjavík gjörðu mikið gam- an að því á sinum tíma og hældust um í sinn hóp síðar meir, að Sig. Eggerz hefði sent kramarhús með brjóstsykri heim á flest heimili í Dölum og með því hefði hann unn- iö kosninguna 1927. Auðvitað var þetta tilhæfulaus lygi, en sýnir, þó að í litlu sé, hvaða hugmyndir í- haldið í Reykjavík virðist gjöra sér um Dalamcnn, og á hverju megi byggja sigurvonir fyrir mann eins Öllum þeim, viðsvegar um land, sem f saemdu 70 áva afmæli m'iii, 27. sepiember % þakka eg innilega. |í Sigiryggur Guðlaugsson f Núpi Dýrafirði 4 Bréf útvarpsstjórans til ijármálaráðuneytisius Frá Jónasi þorbergssyni útvarps- stjóra hefir Tímanum í dag borizt eftirfaranda: Herra ritstjóri Tímans! Gerið svo vel að birta í blaði yðar eftirfaranda bréf, sem ég hefi í dag ritað fjármálaráðuneytinu: „Útvarpsstjórinn Reykjavik, 15. okt. 1932. Ég hefi i dag móttekið frá hinu liáa fjármálaráðuneyti nokkrai' at- bugasemdir og fyrirspurnir ráðuneyt- isins viðkomandi reikningum Ríkis- útvarpsins fyrir árið 1931 ásamt fvlgiskjölum. Mun ég næstu daga senda liinu liáa ráðuneyti svör mín og umbeðnar upplýsingar. En ég get ekki komist hjá því, uð vekja nú þegar atliygli ráðuneyt- isins á því, að undanfarna daga lxafa, af pólitískum andstæðingum mínum, verið gerðar á mig mjög illkvitnis- legar, persónulegar árásir út af þcss- um réikningum og það áður en ráðu- neytið hafði látið í Ijós álit sitt um þá og mér gefizt kostur á að svara athugasemdum og leiðrétta það, sem ábótavant kann að vera, eins og for- stöðumönnum ríkisstofnana er jafn- an gefinn kostur á. Er mér að vísu fullkunnugt um, að hinn umboðs- legi endurskoðandi reikninganna á enga sök á þessu. A mig hefir sérstaklega verið ráð- ist með persónulegum svívirðingum fyi’ir það, að ég hafi látið greiða af fé útvarpsins bifreiðaakstur, sem mér liafi sjálfum borið að greiða. þegar ,ég tók við útvarpsstjói'astöð- unni var það þegar orðið títt, etlda hefir orðið hefð, að nokkrar hlið- stæðar ríkisstofnanir hafa haft bif- reiðir til eigin umráða og að for- stöðumenn þessara stofnana hafa talið sér heimilt, að nota þessar bif- reiðir til persónulegra þarfa fyrir sig sjálfa og fjölskyldur sínar. Var mér og ekki boðinn neinn varnaður á um þetta efni né neinar reglur settar um í'ekstur embættisins yfirleitt. Ég hefi því, vegna þeirrar reglu, er þannig liefir tíðkast, og verið látin óátalin af ráðuneytiriu, talið mér vera þessi hlunnindi lieimil. Líti ráðuneytið þrátt fyrir þetta svo á, að mér liafi ekki borið þessi hlunnindi, þó.tt þau hafi verið látin óátalin hjá hliðstæðum stofnumnn, mun ég að sjálfsögðu fúslega endur- greiða það, sem ráðuneytið, við nán- ari athugun, kann að telja offært a reikningum Ríkisútvarpsins af þess- um sökum. Mér er ljóst, að sú upp- bæð, sem hér getur verið um að ræða, hefir ekki fjárhagslega þýð- ingu fyrir stofnunina né sjálfan mig. Ilinsvegar skal ég taka það fram, að ef mér verður gert að endurgréiða nokkura upphæð af þessum sökum. vil ég jafnframt leyfa mér að gera ráð fyrir því, að hið háa ráðuneyti geri ráðstafanir, til þess að nema samskonar hlunniudi burt xir fari aunara hliðstæðra embætta. Sjái ráðuneytið sér hinsvegar ekki fært, vegna undangenginnar hefðar, að gcra slíkar sparnaðar- og réttlætis- ráðstafanir, mun ég neyta réttar mins og aðstöðu, til þess að bera kröfu um það fram á næsta þingi. Virðingarfyllst, (sign.) Jónas porbergsson. Til fjármálaráðuneytisins, Reykjavík". og Ólaf Thórs í því héraði. En hitt mun sönnu nær, að Dalamenn séu hvergi hræddir við að standa sam- an um þingmann sinn, þó að Reykjavíkuríhaldið leggi á hann nokkurn fjandskap. „Heiðursfylkingin“. Nánari athugun og' manntal í „heiðursfylkingunni", sem Mbl. nefn- ir svo 11. þ. m., (en það eru þeií', sem sætt hafa ákærum í tíð fyrv. stjórnar) mun verða gjört í næsta blaði. un ætti að réttu lagi að byggjast á þeim skoðunarhætti, að mér hafi borið að láta landinu i té alla vinnu mina fyrir útvarpsstjóralaunin. Jafn- vel er stundum svo að sjá sem Mbl. telji, að mér beri af sömu ástæðu ekki réttur til þingfararkaups. Nú mætti ætla, að blaðið gæti hér gilt úr flokki talað og að slíkar þóknanir fyrir aukastörf fyndust ekki í fari íhaldsins meðan það stýrði embættum í landinu og mót- aði opinber verkbrögð án íhlutunar annara stjórnmálaflokka. Aðfinnsl- ur blaðsins og vandlætingasemi verður vitanlega að háðung ef annað skyldi sannast. Nú mun ég, lesend- um til hægðarauka, fletta upp í gerðabók ríkisgjaldanefndar er skip- uð var 8. sept. 1927 og athuga nokkra liði í „skrá um starfsmenn ríkisins og laun þeirra með fl„ árið 1926“ síð- asta árið, sem íhaldið fór með völd. Verður þar fyrir mér á bls. 228 Einar Amórsson fyrv. prófessor, en núver- andi hæstaréttardómari. . Aðalstarf hans var að vera prófessor í lögum og fyrir það fær hann full embættis- laun, 9030 kr. Auk þess borgaði íhaldið honurn fyrir „frítimavinnu" hans í stjórnarráðinu 2575 kr. Fyrir málfærslu vegna landsins fékk hann 66 kr„ fyrir nefndarstörf 550 kr„ fyrir setu- og varadómarastörf 803 kr„ fyrir vinnu við lagasafn íslands 1500 kr. Auk alls þessa hafði hann nægilegar frístundir til þess að vera skattstjóri í Reykjavík og fær fyrir það 4183 kr. þannig hefir þessi maður samtals rúml. hálft 19. þús. kr. í laun alls hjá íhaldinu og þar af meira en helming, eða 9628 kr., fyrir störf utai) við embættið. Enginn mun vera svo fróður að hann viti til þess, að vandlætarar við Mbl„ hafi vítt þessa ráðsmennsku íhaldsins eða talið eftir þessar 9628 kr„ sem Einari Arnórssyni voru þetta ár greiddar í „þóknanir" fyrir aukastörf. Liggur þegai' í augum uppi hræsni- og hlutdrægni blaðsins í þessu efni. Ég fletti upp á bls. 232. þar verður fyrir mér Guðmundur Sveinbjörnsson ski'ifstofustjóri. Lnun hans eru 9030. Fyrir aukavinnu á skrifstofunni fær hann 2100 kr„ fyrir að endurskoða reikninga Áfengisverzlunarinnar 2400 kr„ fyrir að hafa með höndum reikningshald kirkjujarðasjóðs í sinni eigin stjórnardeild 3000 kr. og fyrir að annast skeytasendingar frá ráðuneytinu til varðskipanna 4000 ki'. Alls fær Guðm. Sveinbjörnsson þannig lijá ihaldinu árið 1926 20.530 kr. og þar af 11.500 í þóknanir fyrir „írístundavinnu“ utan við embættið. Ekki hefir þess orðið vart, að Mbl. hafi talið óviöeigandi, að (íuðm. Sveinbjörnsson tæki þannig hálft 12. þús. kr. í aukaþóknanir. Er þetta því furðulegra, sem telja verður að flest þessi umræddu störf verði trauðlega greind frá störfum þeirrar stjórnardeildar, er hann veitti for- stöðu. — það mætti halda áfram að draga fram sviplík dæmi frá stjórnar- tíð íhaldsins. Morgunblaðið hefir lát-- ið sér þetta allt vel lynda og ekki talið það aðfinnsluvert. það er ekki fyr en við mig er samið um 2000 kr. þóknun fyrir aukavinnu, að blaðið vaknar upp með þvílíkum andfæl- um. Mun lesendum Tímans ekki verða skotaskuld úr því, að meta rétlilega heilindi blaðsins og vits- muni ritstjóranna. Nú hafa ritstjórar Mbl. haldið því fram jöfnum höndum, að mér bæri ekki að fá þóknun fyrir aukavinnu og að ég sé hæstlaunaður starfsmað- ur landsins. Lítum næst á hið fyrra atriði. það væri í sjálfu sér laukrétt stefna í fátæku þjóðfélagi, að krefj- ast þess aí starfsmönnum ríkisins, að þeir létu landinu í té alla vinnu sína fyrir ein starfslaun, sem sniðin væru við hæfi. Hinsvegai' verður ekki fundin skynsamleg ástæða fyrir því, að krefjast slíks af einum starfsmanni en láta launauppbætur og bitlinga óátalda hjá öðrum. Nú er því svo háttað um ádeilur Mbl. á hendur mér, að þær eru byggðar á falsi einu og yfirdrepsskap. Blaðið vcit að forstöðumenn sambærilegra ríkisstofnana fá ýmist persónulegar uppbætur eða borgun fyrir auka- vinnu. jtannig hefir Geir Zoega vega- málastjóri eftirgreindar þóknanir fyrii' aukavinnu utan við embættið: Brunamálaaðstoð.............kr. 2000 Vatnamálaaðstoð...............— 1000 Stjórn Landssmiðju............— 600 Skipulagsnefndarstörf.........— 500 Samtals kr. 4100 Guðm. Hlíðdal landssímastjóri hef- ir auk embættislauna: Persónul. launauppbót .. .. kr. 2400 Fyrir stjórn Landssmiðju .. — 600 Samtals kr. 3000 Th. Krabbe vitamálastjóri hefir auk embættislauna: Pereónulega launauppbót*).. kr. 1200 *) Hér er ótalið aðstöðuhagræði vitamálastjórans af að selja ríkinu gas á vita landsins. Skortir þar upp- lýsingar, sem spurst mun verða fyrir um áður larigt um líður. J. þ. þá er ótalinn sá maðurinn, sem Jón Kjartansson ritstjóri hefði, vegna mágsemdar, sízt átt að gleyma, en það er Sigurður Briem póstmálastjóri. Hann hefir, auk fullra embættis- launa, eftirgreindar launauppbætur: Fyrir áð annast um sölu póstá- vísana......................kr. 4000 Fyrir að annast um sölu frímerkja1) ...................— 1000 Samtals kr. 5000 Jón Kjartansson hefir viljað halda því fram, að stjórn Viðtækjaverzl- unarinnar eigi að vera hluti af skyldum útvarpsstjórans, enda þótt svo sé ekki að lögum og verzlunin sé algei'lega sjálfstæð stofnun. En hvað má þá segja um sölu póstávís- ana og sölu frímerkja í pósthúsum landsins? Ber ekki póstmálastjóra að hafa umsjón með öllum störfum pósthúsa? Verða tvö aðalhlutverk pósthúsanna með nokkrum rökum lieilbrigðrar skynsemi greint frá embættisskyldum póstmálastjórans? Hversvegna hefir Jón Kjartansson ekki vandað um slíka ráðabreytni í embættisfari tengdaföður síns? Eigi þarf heldur langt að seilast til hnekkis hinni síðarnefndu stað- hæfingu um að ég sé hæstlaunaður starfsmaður ríkisins. þarf ekki á að lialda samanburði við Iiankastjóra landsins. Samanburður við tengda- föður Jóns Kjrtanssonar nægir. Hon- um eru greiddar í embættislaun og uppbætur samtals 12,780 kr. eða 2,500 kr. meira en útvarpsstjóranum. x) þessi upphæð fer eftir umsetn- ingu. Árið 1930 var hún 1765 kr. Ár- ið 1931 1000 kr. IV. Iírafan um að starfsmenn landsins láti þjóðinni í té alla vinnu sína fyr- ir ein hæfileg laun, er fullkomlega fiambærileg. Hinsvegar stenzt hún ckki, ef hún er boi'in fram af óheil- indum og vegna fjandskapar á hend- ui' einum starfsmanni, en samskonar hlutir og stórum meiri látnir óátald- ir í emba'ttisfari annara. Ég geri það nérmeð að tillögu minni, að þessi regla verði upptekin. En ég geri vit- anlega jafnframt þá kröfu, að eitt gangi yfir alla. Ég krcfst þess, að hætt verði að greiða Guðm. Svein- björnssyni tvöföld embættislaun fyrir vinnu í dómsmálaráðuneytinu. Eg krcfst þess að hætt verði að greiða Sigurði Briem 4—5000 kr. aukaborg- anir fyrir að inna af höndum sjálf- sögð embættisstörf í pósthúsinu. Á síðasta þingi bar ég fram til- lögu til þingsályktunar „um meðferð lánsfjár og starfsfjár“ Sú tillaga og framsöguræða mín mun vera eitt af reiðiefnum ílialdsins í minn garð. Einn þátturinn í ræðu minni var um óhæfilegai' launagreiðslur í ýmsurn stofnunum þjóðarinnar, s.em reknar eru með fé ríkisins og á ábyrgð þess (bankar, Eimskipafél. ísl„ tog- arafclög o. f 1.). Ég hafði hugsað mér að um þetta efni mætti í lögum setja almennar takmarkanir. Nú hefi ég komist á aðra skoðun um, hversu taka skuli fyrir þessa meinsemd. Ég mun styðja tillögur, er fram koma á næsta þingi, um að taka með sérstökum skattaákvæðuin kúf- inn ofan af launum og tekjum allra manna í landinu og verja til við- reisnar atvirinuvegum landsins. Mundu þá falla undir slík ákvæði embættislaun, aukagreiðslur og þókn- anir, sem Mbl. hefir gert að um- talsefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.