Tíminn - 22.10.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1932, Blaðsíða 1
(öjaíbfeci 09 afgrct&sluma&ur Címans ef Kannoeig p o rs f cinsöóttir, Ccefjargötu 6 a. iJcYfjomf. ^Kfgccibðía <T t m a tt s er i £œf jar«jðtu 6 a. ©pin öaglega fl. 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 22. október 1932, 46. blað. Frægur erlendur rithöfundur segir frá í æfintýri eitthvað á þessa leið: Smásílin við strönd- ina, sem daglega sáu systkini sín upp etin af stórlöxunum, gerðu út nefnd á fund stórlaxanna og létu segja: Vér munum gera með oss félag og hindra það, að smá- sílin verði eftirleiðis fæða stór- laxanna. Vér munum flytja oss þangað sem vatnið er grunnt, þangað sem stórlaxamir komast ekki. En stórlaxarnir báru ráð sín saman og svöruðu: Vér vilj- um gjöra samkomulag, svo að friður megi ríkja meðal íbúa vatnanna. Árlega munum vér sjá svo um, að tíu af hverjum hundr- að smásílum fái lífi að halda og geti sjálf orðið stórlaxar. En smásílin gengu inn á þetta sam- komulag, því að sérhvert þeirra hugði, að það myndi sjálft verða eitt af hinum tíu. Þetta er dæmisagan um fagn- aðarboðskap íhaldsstefnunnar í öllum þjóðfélögum. Það er „evan- gelíum“ stórlaxanna: Vér bjóð- um auð og allsnægtir, völd og frægð fyrir fáa menn, en hinir verða að vera fátækir. Hver sem kemur til vor, hefir von um að verða einn af þessum fáu, segir íhaldið. Og af því að margir hafa þessa von, hefir í- haldsstefnan fylgi. Hér á landi eru uppi fjórar stjórnmálastefnur nú sem stend- ur, og fjórir stjórnmálaflokkar. Ihaldsstefnan er stefna stór- laxanna. Hver er hennar boð- skapur til þjóðarinnar? Það á að leggja niður kaupfélög bændanna og Sambandið. Ágóðinn af sveita- verzluninni á ekki að renna í sjóði, sem séu eign bændanna sjálfra. Ihaldsstefnan vill fá aft- ur hina „góðu gömlu daga“, þeg- ar kaupmaðurinn mætti með höf- uðbók verzlunarinnar á kjördegi. Húseignir og lóðir eiga að vera eign fárra manna, því að ágóði af húsaleigu margra manna get- ur gjört fáa menn ríka. Slíkar eignir á að selja, sem oftast, því að við hverja sölu fellur nýr peningur í vasa „stórlaxanna“ um um leið og afgjaldið hækkar. Sjómenn og verkamenn mega ekki skipta sér af rekstri útgerð- arinnar. Skattar til hins opinbera eiga að leggjast á eftir fjöl- skyldustærð, en ekld fjármunum. Sé öðruvísi að farið, truflar það „efnahagsstarfsemi“ stórlaxanna, sem eru „máttarstólpar þjóðfé- lagsins“. Og þjóðin á að hafa stórlaxaréttarfar til að vernda þessa „efnahagsstarfsemi“. Kommúnistar eru byltinga- flokkur. Þeirra stefna er ofbeld- isstefna. Eftir þeirra dómi, er almenningur ekki fær um að ráða sér sjálfur á þingræðislegan hátt. Kommúnistaflokkurinn seg- ist vera forsjón alþýðunnar. Þeir virðast líta svo á að umboð þeirra til að stjórna þjóðfélaginu sé af einhverskonar „guðsnáð“, eins og konunganna forðum. Þess- vegna telja þeir sér leyfilegt að beita aðferðum, sem ekki er hægt að viðurkenna í þjóðfélagi, sem trúir, að lög og réttur séu almenningi til tryggingar. Socialistar hér á landi og ann- arsstaðar eru aðallega studdir af kaupstaðafólki, sem vinnur erfið- isvinnu. Stefna Socialistanna hér hefir verið einhliða kauphækk- unarpólitík. Slík stefna er næsta fávísleg, því að lífsafkoma verka- manna fer ekki eftir því fyrst og fremst, hversu hátt kaup þeim er goldið, heldur hinu,-hve mikið þeir fá fyrir kaupið. Forsjár- lausar kröfur um kauphækkun lama oft á tíðum atvinnuvegina og koma niður á verkamönnunum sjálfum í auknu atvinnuleysi. En kauphækkunin lendir löngum alls ekki hjá verkamönnunum sjálf- um heldur einstökum mönnum, sem okra á nauðsynjum, þegar ekki eru jafnframt kauphækkun- inni settar skorður við því, að dýrtíðin aukizt. En hvað er þá Framsóknar- flokkurinn ? Hann er fyrst og fremst byggður og vaxinn upp utan um samvinnustefnuna. Sam- vinnan er alþjóðahreyfing. Undir hennar merki skipa sér nú um 100 miljónir manna um víða ver- öld. Samvinnustefnan kennir, að margir menn eigi með skipu- lagi að hjálpast að við að koma á alhliða umbótum í lífskjörum sínum. Gleðiboðskapur stórlax- anna um upphefð hinna fáu og oíbeldi byltingarmannanna er hvorttveggja hættulegt fyrir al- menningsheill að dómi samvinnu- manna. — Með samtökum geta fátækir menn keypt ódýrar vörur, eignast holl og ódýr heim- ili, aflað fræðslu sjálfum sér og börnum sínum og komið á þeim vinnubrögðum í atvinnurekstri sínum, sem annarskostar eru ekki möguleg nema þar sem auð- urinn er afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Samvinnan er ekki í eðli sínu stefna neinnar sér- stakrar stéttar. En hún verður á hverjum tíma stefna þeirrar stéttar eða stétta, sem bezt skilja gildi hennar og taka hana 1 sína þjónustu. Þessvegna hefir Fram- sóknarflokkurinn íslenzki hingað til aðallega verið bændaflokkur. Og þessvegna eykst honum nú óðfluga fylgi í kaupstöðunum, jafnframt því, sem almenningur þar vaknar til skilnings á gagn- semi samvinnunnar. Sú kenning um skiptingu þjóð- arinnar í hagsmunaheildir, sem fram er sett af ýmsum socialist- iskum og kommúnistiskum trú- arbragðahöfundum, hefir ekki og mun ekki verða viðurkennd af Framsóknarflokknum. Því fer mjög fjarri, að allir svokallaðir atvinnurekendur hafi sömu hags- muna að gæta. Og því síður á slíkt við um alla þá, er laun taka af öðrum. Baráttan um lífs- gæðin er háð eftir öðrum herlín- um. Hún er háð milli fátækra og ríkra, milli lítilsráðandi og vold- ugra, milli hnefaréttarins og hins óeigingjama réttlætis, sem kennir, að allir menn séu jafn- bornir til lífsins. Það er boðskapur samvinnunn- ar, og það er skylda hvers Fram- sóknarmanns, sem vill vera stefnu sinni trúr, að vera þeim megin í baráttunni, þar sem unn- ið er að því að rétta hlut lítil- magnanna, í hvaða stétt sem er og hvar sem er á landinu. Morgunblaðið stingur á skuldakýlinu Undanfarið hefir Morgunblaðið og ísafold gert skuldir bœnda að um- ræðuefni og þá sérstaklega vérzlun- arskuldir kaupfélaganna. í skrifum þessum er svo hallað réttu máli, að full þörf er á að einhverjum and- mælum sé hreyft. „Hvers vegna má ekki losa bænd- ur af skuldaklafanum“ spyr Morgun- blaðið og svar blaðsins við þeirri spumingu er þetta: „Verzlunarskulda áþján bænda er veigamikill þáttur í pólitískri starf- semi þeirra Hriflumanna, þess vegna má ekki lirófla við kaupfélagsskuld- unum". Ilér er um aðdróttun að ræða, sem fyrst og fremst er beint að kaup- félagsstjórum víðsvegar um landið og ennfremur að forstjóra og forráða- mönnum Sambandsins. Til að tryggja lcjósendafylgi ákveðins flokks, eða ákveðinna manna, eiga þessir aðiljar að hafa sökkt öllum þorra bænda í óbotnandi skuldafen, sem þeir aldrei megi úr komast. þessi um- mæli eru að mínum dómi það ómak- legasta níð, sem samvinnufélögin hafa orðið fyrir, enda hefir Morgun- blaðið aldrei með einu orði reynt að finna þessum orðum sínum stað, heldur eru ósannindin endurtekin í þeirri von að einhversstaðar kunni að finnast auðtráa fáráðlingar. Eftir 14 ára starf í þjónustu sam- vinnufélaganna og náin kynni af starfsemi hinna einstöku félaga víðs- vegar um land allt, get ég fullyrt, að enginn þáttur starfseminnar er eins áberandi, eins og einmitt bar- áttan við skuldirnar. Til að forðast skuldaaukningu og draga úr skuld- um, hafa félögin og Sambandið hvorki sparað fé né fyrirhöfn allt frá því fyrsta. Að árangurinn af þessari starfsemi ekki hefir orðið meiri en orðið er, mun siðar vikið að. Ég vil skjóta því undir dóm þeirra 0000 bænda, sem hafa viðskipti sín að mestu eða öllu við kaupfélögin, hvort þeir hafi nokkru sinni verið hvattir til lántöku eða ógætilegrar vöruúttektar af forstöðumönnum þeirra félaga, sem þeir hafa átt skifti við. Vill Morgunbl. ekki nefna þess eintiver dæmi, að slíkt hafi ótt sér stað? Öllum er kunnugt um að Sam- bandið og kaupfélögin fóru að draga úr innflutningi erlendra vara snemma á árinu 1930, þegar líkur bentu til, að afurðir landsmanna, mundu lækka i verði, svo ekki sé minnst á þær sparnaðarráðstafanir, sem gerðar hafa verið árin 1931 og 1932. Ég vil í þessu sambandi minn- ast þess, að árið 1930 ruddu kaup- menn hér í bæ inn í landið óþarfa- Varningi og glingri, meir en nokkur eru dæmi til og sömu aðfarir héldu áfram árið 1931, þar til tekið var í taumana með innflutningshöftum. þeim sem eitthvað þekkja til, er kunnugt um að kaupfélagabúðirnar eru fáskrúðugar að óþarfavarningi og liafa alltaf verið, hinsvegar hafa kaupmenn ætið lagt aðaláherzluna á innflutning á þesskonar varningi, sem og eðlilegt er, þar sem þeir á því sviði eru án samkeppni frá kaupfélögunum og álagning á slík- um varningi ætíð hærri en á nauð- synjavörum. Er auðgert að nefna þess fjölmörg dæmi, hvernig sæl- gætiskaupmenn, tóbakssalar og smá- Vefnaðarvöruverzlanir liafa sprottið upp hver af annari i kring um kaupfélögin, þó engin önnur nauð- synjavöruverzlun hafi getað þrifizt í samá umhverfi. Til samanburðar er einnig rétt að athuga hvernig verzlunarskuldum kaupmanna er varið, þvi við hliðina á kaupmannaskuidunum eru verzl- unarskuldir káupfélaganna smávaxn- ui'. Má minna á það, að verzlunar- skuldir við verzlun Stefáns Th. Jóns- 'sonar á Seyðisfirði voru stuttu fyrir gjaldþrot iians, kr. 1.020.293,93 eða sjötti hluti af öHum verzlunarskuld- um 37 kaupfélaga. það kemur því úr liörðustu átt þegar Morgunbl. fer að áfella kaupfélögin fyrir verzlun- arskuldir. Veit Morgunbi. ekki að heildsalar hér í bæ eiga útistand- andi hjá kaupmönnum svo miljón- um skiftir og að varia er til sú búð- arhola hér í Reykjavík, að útistand- andi skuldir nemi ekki tugum þús- unda, svo ekki sé minnst á stærri verzlanir. þannig er ástandið i þess- ari paradís kaupmennsku og skulda, .þár scm allir fá kaup sitt greitt viku- eða mánaðarlega og verzlunarskuld- ir því að réttu lagi ættu ekki að þekkjast. Univandanir Morgunbl. við kaup- iélögin koma því úr hörðustu átt, en livað um það, sama er hvaðan gott kemur og ef Morgunbl. hefði einhver góð ráð að gefa, þá veit ég að þeim yrði tekið feginsamlega af forráðamönnum sámvinnufélaganna, þvi þeirra aðal áhugamál er, að losa bændur og félögin undan skulda- 'byrðinni. llvað hefir Morgunbl. þá fram að tæra (il að ráða bót á því böli, senr samvinnufélögin hafa barizt við ár- um saman með misjöfnum árangri? Jú, í Morgunbl. 28. f. m. stendur svohljóðanda klausa: „Að fengnum þessum skýrshim yrði að finna ráð til þess að létta skulda-okinu af bændum. pað spor yrði eigi stigið án eftirgjafa á skulri- um"*), það er að vísu ekki að undra, þó talsmenn þeirra stétta, sem síðast- liðinn áratug hafa fengið eftirgefna tugi miljóna bendi bændum á að íara sömu leiðina. Osanngjarnt get- ur það heldur enganveginn talizt, þó bændur fengju einhverja hlut- dcild í skuldaeftirgjöíunum og stór- um betur væri, að þeim peningum hefði verið varið til fullrar greiðslu á öllum verzlunarskuldum bænda við öll kaupfélög landsins, sem fjár- aflamaðurinn Copland á sínum tíma hafði af íslandsbanka. llvort bændur lndsins geta greitt þær skuldir til fulls sem á þeim hvíla, skal engu um spáð, en liitt er eigi nema rétt og sjálfsagt, að greitt verði það af skuldunum, sem frek- ast er kostur á, þannig, að hver fói sitt eftir því sem föng standa til. Hitt mun alla undra, að forráða- menn Morgunbl. skuli vera svo gegnsýrðir af þeim fjárglæfra liugs- unarhætti, sem því miður hefir gætt of mikils hér á landi þessi síðari ár- in, að þeir skuli fara að lialda því að bændum, sem einhverju bjarg- ráði, að svíkjast undan greiðslu á skuldum. Hvcrjar afleiðingar það hefði, ef sá hugsunarháttur yrði ráðandi, að ekki þyrfti annað en að snúa sér til bankanna eða ríkisins og krefjast eftirgjafar í livert skifti sem að kreppti, mun Morgunbl. eklci hafa gert sér fyllilega ljóst. Óreiðumenn hafa þegar sorfið svo að bönkum þeim scm hér starfa, að ef áfram- hald verður á óreiðunni, er ekki ann- að sjáanlegt, en næst komi röðin að sparifé landsmanna. Er það hug- mynd Morgunbl., að nú eigi spari- féð að fara sömu leiðina^ og eigið *) Auðkennt af mér. S. G. fé og arður bankanna hefir farið uudanfarin 15 ár? Er ekki nóg kom- ið af óreiðu í viðskiptum manna á meðal? Á að sökkva því sparifé sem bönkunum hefir verið tráað fyrir, i sama pyttinn og þeim 30 milj., sem þegar eru farnar, með því að hvetja almenning í opinberum blöðum til óreiðu og sviksemi í viðskiptum? þrátt fyrir alla aðgæzlu, hefir skuldabyrði samvinnufélaganna auk- izt að nokkrum mun á undanförnum árum, orsakirnar til þessarar skulda- aukningar cru margar, en einkum þessar: ^ívaxandi viðskipti lcaupfélaganna /eru því valdandi, að samvinnufélög- in hafa orðið að fá aukið starfsfé til umróða. Erlendar og innlendar verzlanir um land allt, hafa ýmist bætt, verzlunarstarfsemi sinni með öRu, eða dregið stórlega úr verzlun- arrekstrinum. Má í þessu sambandi minnast á Sameinuðu íslenzku verzl- anirnar, Höepfnersverzlanirnar, Riis- verzlunina á Borðeyri og Tang & Riis í Stykkishólmi, auk margra smærri verzlana, sem algjörlega hafa hætt starfsemi. þa.r sem kaupfélög- in oft hafa verið einu verzlanirnar á stöðum þeim, sem fyrirtæki þessi liöfðu bækistöðvar sínar, hafa við- skiptin flutzt yfir á kaupfélögin og yfiríeitt má segja að viðskipti þess- ara verzlana séu nú að mestu leyti í höndum kaupféiaganna. Ennfrem- ur liafa risið upp ný samvinnufé- lög víðsvegar um land allt, svo sem Kf. Árnesinga, Kf. Stöðfirðinga, Pf. Verkamanna í Hafnarfirði o. fl. — Með þessum. auknu viðskiptum koma hinsvegar auknir möguléikar til skuldagreiðslu, þegar atvinnu- vegir landsmanna skila einhverjum arði. þessi viðskiptaaukning hefir oft verið örari en forróðamenn sam- vinnufélaganna liafa óskað eftir, en hinsvégar hefir verið erfitt að bægja fró sér viðskiptunum, þegar ekki hefir verið í annað hús að venda en í kaupféiagið. ]iá hafa hinar stórfelldu umbætur á jörðum og liúsum, sem bændur I hafa ráðizt í að gera á síðari árum, j aukið skuldirnar að nokkrum mun, og jafnframt dregið úr innieignum hjá félögunum. Framkvæmdir þess- ar liafa átt að greiðast að nokkru mcð lánum úr Ræktunarsjóði og öðrum sjóðum og með styrkjum frá ríkinu, en lánin og styrkirnir koma fyrst til útborgunar þegar verkið er fullgert, þannig, að bændur hafa orðið að auka skuldir sínar í bili við kaupfélögin til að fullgera þær umbætur, sem þeir þegar voru byrj- aðir á. Með því kaupgjaldi sem vcrið hef- ir hin síðari ár, var knýjandi nauð- syn fyrir bændur, að auka sem mest ræktað land og því ekki nema rétt og sjálfsagt, að kaupfélögin styrktu slíkar framkvæmdir eftir því sem kringumstæður leyfðu. I-Ivort of langt hafi verið gengið í þessu efni, er erfitt um að segja, en að aukinn og fljóttekinn heyfengur muni stór- lega auka greiðslumöguleika bænda getur ekki orkað tvímælis. þó framangreindar ástæður og : rnargar fleiri séu til skuldaraukn- ! ingar þeirrar, sem orðið hefir hjá kaupfélögunum, þá er þó ótalin veigamesta orsökin, sem sé verðfall afurðanna. Kreppa sú, sem landbúnaðurinn á við að stríða, er miklu stórfelldari en sjávarútvegurinn hefir haft af að i segja, eins og sjó mó af því, að verð- 1 fall á helztu afurðum bænda hefir orðið sem hér segir sl. 3 ár: Hvít ull hefir fallið úr 20—22 d. niður í 6—8 d. pr. lbs. Gærur hafa fallið úr 12 d. niður í 3 d. pr. lbs. Kjöt hefir fallið úr d. kr. 115,00 í d. kr. 40,00 pr. tunnu, eins og það var lægt í fyrra. Garnir eru verðlausar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.