Tíminn - 22.10.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1932, Blaðsíða 2
174 TlMINN Framangreint verð er miðað við það að varan sé komin í erlenda höfn (cif). Farmgjöld, umbúðir og sláturkostnaður hefir ýmist haldist óbreyttur öll árin, eða hækkað. það er því engin furða að atvinnu- vegur, sem verður fyrir slíku áfalli, eigi erfitt með að verjast skuldum. Öllum er k«unnugt um hve erfitt er á skömmum tíma að koma á jöfn- uði milli kaupgjalds og annars til- kostnaðar og sífallandi afurðaverðs. Hinsvegar verður ekki annað sagt, en að bændur hafi sýnt aðdáunar- verða sjálfsafneitun og fórnfýsi, til að revna að komast fram úr erfið- leikum þeim, sem nú standa yfir. Ég hefi nýlega átt kost á að afla mér upplýsinga, sem sýna hvers sparnaðar er gætt á flestum sveita- hcimilum nú um þessar mundir. Birti ég hér vöruúttekt 22 sveita- heimila eins og hún var orðin frá áramótum og fram til 10. scptember sl. þess skal getið, að neðanskráð heimili höfðu alla sína verzlun við kaupfélagið og um aðdrætti frá öðr- um verzlunum cr ekki að ræða. Töl- ur þessar eru teknar úr tveimur hreppum og munu aðdrættir þeirra heimila, sem hér er um að ræða, svipaðir og gengur og gerist á all- flestum sveitaheimilum um la^il allt. a kr. 353,88 h — 444,86 c — 269,03 d — 139,00 e 1 Tl oo f — 379,05 K — 211,13 h — 194,45 i — 480,05 j — 206,20 k — 200,80 1 — 886,10 in —1197,92 n — 489,79 o — 266,46 p — 324,34 q — 398,04' r «.. .. - 273,25 s. — 242,60 t — 237,68 u — 316,14 V —1824,65 F.ins og sjá má af yfirliti þessu, mun meðal ársúttekt sveitaheimilis verða í mesta lagi um kr. 500,00. - Mun erfitt að sjá hvernig lengra verður í sparneytni komizt, þegar þess er gætt, að framangreind fjár- hæð þarf að nægja í ársþarfir heill- ar fjölskyldu, auk þeirra afurða, sem teknar eru beint úr búinu. — Ætti þetta yfirlit einnig að gefa ritstjór- um Morgunbl. nokkra hugmynd um, oð ekki munu kaupfélögin ganga iiart að almenningi með að stofna til skulda, með óþarfa innkaupum. Mundi ekki sönnu nær, að at- huga, hvort ekki væri þörf á frekari aðgæzlu en verið hefir, gagnvart mönnum, sem vaða í botnlausum skuldum, svo hundruðum þúsunda króna skiftir og leyfa sér að búa í skrauthýsum og eyða 20—30 þúsund- um króna á ári til framdráttar sér og sinum, heldur en að áfella kaup- félögin fyrir gálausar lánveitingar til bænda. Svafar Guðmundsson. -----o----- „Sannvirði vinnunnar11. þau furðulegu tíðindi hafa gerst, að Morgunblaðið er farið að nota orðin „sannvirði vinnunnar" eins og lausnarorð i útgerðarmálum. Ellefu ór eru nú liðin, síðan ég í ítarlegri grein i blaðinu Degi á Akureyri benti á, að leiðin út úr öngþveiti at- vinnustyrjaldanna við sjóinn væri sú, að leita að sannvirði vinnunnar, þ. e. taka upp hlutaskipti og gjalda hverjum sitt eftir árangri og afköst- um. þessháttar skipulag yrði beint áframhald af viðleitni -þjóðarinnar, að leita að sannvirði vörunnar í samvinnufélögum. — í 3. tbl. Tím- ans 1929 endurtók ég þessi rök. þá óttu þau ekki upp á pallborðið hjá Mbl. Ólalur Thórs valdi slikum kenningum mörg hæðiyrði. Nú hef- ir dapurleg reynsla um öfgar og ó- farnað einstaklingsumróða yfir stór- um atvinnufyrirtækjum vitkað þessa menn og er það vel farið. Meðan togarafélögin græddu mest, greiddu þau gifurlegan arð af hlutaeign, jafnvel allt að 100%, söínuðu engum sjóðum til þess að standast áföll og til endurnýjunar flotanum. Nú hef- ir verðfall afurða og önnur áföll komið hart niður á útgerðinni, hlutaféð tapað, tugir miljóna ai Björn Sigíússon á Kornsá Ellefta október síðastliðinn andað- ist Björn Sigfússon bóndi að heimili sínu, Kornsá í Vatnsdal. Hann var þá á 83. ári. Faðir Björns var Sig- fús Jónsson prestur að Tjörn á Vatnsnesi, af hinni nafntoguðu Reykjahlíðarætt, en móðir hans var Sigríður Björnsdóttir sýslumanns í Húnaþingi. Björn óx upp hjó foreldr- um sínum fram yfir tvítugt, og fékk i góða lieimainenntun, en ekki voru | maðui', þingmaður tvö kjörtimabil og einn af leiðtogum samvinnufélag- anna í héraðinu. Meðan Björn sat á þingi var hann jafnan í flokki hinn þjóðræknustu og framsæknustu inanna. Af einstökum þingmálum eru kunnust afskipti hans af sjósam- göngum. A æskuárum Björns var oft hentugast fyrir menn, sem fluttu milli héraða, að senda farangur sinn tii Khaínar og þaðan á ákvörðunar- , jslHzki viksi ‘ i.fl. Viðtal við Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra. cfni 1 i 1 að kosta hann í skóla, sem Björn lagði þó mikinn hug á. Brauð- ið var i'ýrt og börnin 11, en skóla- gangan dýr. þegar Björn var 24 óra fór hann utan og var 2 ár við ýmis- konar nám og vinnu i Skotlandi, Danmörku og Noregi. í Kaupmanna- liöín kom Björn á heimili Jóns for- seta og varð þar fyrir ógleymanlég- um áhrifum. Eftir heimkomuna vann iiann um stund ýmist að smíðum eða vei'ziun við eitt hið fyrsta sam- vinnufélag, sem stofnað var hér á landi, félagsverzlunina við Húnaflóa. Samt hneigðist liugur hans mest að búskap, og var fyrst ráðsmaður hjá móður sinni i Grímstungu 1881. Ári síðar fór liann sjálfur að búa á höf- uðbóli Ingimundar gamla, Hofi í Vatnsdal. Giftist hann þá eftirljfandi konu sinni Ingunni Jónsdóttur fri Melum. Árið fyrir aldamótin fluttust þau Björn og Ingunn að Kornsá og bjuggu þar síðan. Kornsá ér ejn hin fegursta bújörð ó landinu í einni af hinum fegurstu sveitum. Fóru þau hjón mcð slika jörð eins og hún átti skilið, húsuðu hana prýðilega færðu út ræktunina, og græddu trjágarð í skjóli við bæinn. þau hjón áttu timm mannvænleg böm, sem eru öl! ó lifi: Guðrúnu konu þormóðs Eyj- ólfssonar ræðismanns á Siglufirði, Runólf bónda á Kornsá, Sigurlaugu kennsiukonu við Blönduósskólann, Jón lækni í Danmörku og Sigríði konu Jóns Árnasonar framkvæmda- stjóra. Hér verður ekki talið nema lítið eitt af störfum þeim er Björn heit- inn innti af hendi fyrir almenning. Hann var hreppstjóri, löngum odd- viti, sýslunefndarmaður, amtráðs- staðinn. Árið 1895 kom Björn með ti 1 - lögu uiri að landið leigði tvö strand- ferðaskip. I það sinn féll tillagan, en tveim árurn síðai' var hún samþykkt. Má kalln Björn Sigfússon föður ís- lenzkra strandferða. Annað óhuga- mál Björns var menntun og- frelsi kvenna. Skörnmu cftir utanför sína 1873—-75 beitti hann sér fyrir stofnun einskonar kvennaskólasjóðs í Húna- þingi. Hófst kennsla fyrir konur að UndirfelJi 1879. Litlu síðar varð skól- inn húslaus og bvggði Björn þá við- bót við bæ sinn á Hofi vegna slíól- Aans. BlönduósslLólinn er vaxinn upp af þessari hreyfingu og var Björn heitinn oinlægur , stuðningsmaður hans til dauðadags. þegar litið er yfir hina löngu æfi Björns á Kornsá mun flestum finn- ast að hann hafi verið traustur og óhvikull í hinu merkilega umbóta- stai'fi þeirrar kynslóðar er*tók við mannaforráðum í landinu eftir duuða Jóns Sigurðssonar. Sú kynslóð hefir húsað landið, lagt vegina, símana, eílt ræktun og vitveg, skapað sam- vinnuhreyfinguna, v.eitt konum . fullt jafnrétti við karlmenn, og undirbúið fullkomið sjólfstæði þjóðarinnar. Eft- ir að hin nýja flokkaskipan koinst á yar Björn heitinn eindreginn stuðn- ! ingsmaður Framsóknarflokksins, og sótti fundi flokksins með engu minni áhuga en ungir menn. Æfi hans hafði vei-ið sifelld leit eftir framför- mn þjóðarinpar. Á elliárunum var það heitasta ósk hans, að æskan gæti orðið enn afkastameiri við að bæta og íegra landið, heldur en Jiinir ! í'yrstu brautryðjendur. J. J. zekstrarfé tapað, togaraflotinn geng- inn úr sér og fer minnkandi, at- vinnuvegurinn „mergsoginn og mátt- vana“, en framkvæmdastjórarnir og ýmsir áhangendur flotans vellríkir. — Slíkur er árangurinn af „for- sjón“ „athafnamannarina" við stórút- gerð landsins. Slíkar raunir, þó örðugar séu og þungbærar fyrir þjóðina, verða brú yfir tii betri tíma, þegar vitsmunir og hófsemi í þess- ■um málum íáta til sín taka um úr- ’ ræðin. ' J. p. ----O----- Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund i Sambandshúsinu mánud. 24. þ. .m kl. 8x/2 síðd. Helgi Lárusson hefur umræður um ástand landbúnaðarins on framtíð sveitarina. ' Fundurinn verður ekki boðaðui; liréflega. Nýir félagar teknir inn í fundai’- byrjun. Félagsstjórnin. Ásg. Ásg'eirsson forsætisráðh. er nýkominn heim úr fimm vikna ferðalagi erlendis. Dvaldi hann í Stockhólmi, Kaupmannahöfn og Lundúnum rúma viku í hverjum stað. Tíminn hefir haft tal af forsætisráðherranum og spurt ýmislegt af erindum hans. Hvað hafið þér að segja af ís- lenzku vikunni í Stockhólmi? Það væri langt mál, ef allt skyldi segja, sem vert væri. Og er raunar skylt að íslenzk blöð segi fleira af henni en orðið er. íslendingum fórst yfirleitt vel úr hendi, það sem á þeim hvíldi og viðtökumar voru glæsilegar, enda eru Svíar höfðingjar og ein hin mesta menningarþjóð. Nokkrir fyrirlestrar voru haldnir, og vil ég þar fremstan telja fyrirlestur próf. Sig. Nordal um íslenzkar bókmenntir og menningarástand yfirleitt. Sagði hann bæði kost og og löst af þeirri snilld, sem fá- um öðrum er lagin. Guðm. Finn- bogason flutti á Skansinum ágæt- an fyrirlestur um áhrif náttúr- unnar á sálarlíf íslendinga, Ein- ar Arnórsson hæstaréttardómari flutti í Háskólanum mjög fróð- legan lestur um sögu Alþingis og réttarstöðu íslands. Ég iiélt tvo fyrirlestra, annan í sænsk-ís- íenzka félaginu u.m Jón Sigurðs- son og sjálfstæðismál tslendinga, en hinn í Háskólanum um þróun íslenzkra atvinnuvega. tslenzk skáld lásu kvæði og sögur í Söng- höllinni og þótti þar mest til koma, að heyra lesið á íslenzku. Svíar gerðu þá uppgötvun, að þeir gátu vel fylgst með í sænskri þýðingu, þó lesið væri á íslenzku. Vil ég einkum nefna til Davíð Stefánsson. Hann las ágæt kvæoi með svo þróttmiklum og fögrum framburði, að samboðið var bezta leikara. Kvöldið í „Ópérunni" var hið veglegasta, enda höfðu John Forsell og Páll ísólfsson gert allt sem í þeirra valdi stóð til að gera það hátíðlegt. Málverkasýningin fékk góða dóma, og var það tvennt þýðingarmikið, að Svíar fengu að sjá íslenzka náttúru og það með augum íslenzkra lista- manna. Síðast en ekki sízt vil ég nefna íþróttamennina. Leikfimis- og glímusýningar þeirra undir stjórn Jóns Þorsteinssonar voru með afbrigðum góðar og vöktu hrifningu, hvar sem þeir komu. Af gestrisni Svía verður ekki ofsögum sagt, og rann þar tvennt saman, að vel var gert við menn í mat og drykk og um leið sýnd þau salakynni, sem einstök eru í sinni röð. Svíar tóku ríkan þátt í veizluhöldum og kynntust Is- lendingar þar mörgu stórmenni. Sænsk-íslenzka félagið og Nor- ræna félagið héldu veizlur á „Skansinum“, þessum merkilega skemmtistað, þar sem dregin er saman sænsk sveitamenning úr öllum landshlutum á einn stað, bæjarstjórnin hafði boð í „Stads- huset“ og er það líkast æfintýri að sitja veizlu í hinum logagyllta hátíðasal þessarar veglegustu byggingar á Norðurlöndum frá síðari tímum. Konungur Svía og krónprins höfðu boð í konungs- höllinni, og lét einn íslendingur, ' sem annars er enginn konungs- sinni þau orð falla við mig, að það væri líkast og að vera við- staddur „pontifikalmessu“ að koma þar. Höllin hefir að geyma i marga muni og minningar frá tímum allra síðari Svíakonunga og húsakynni öll og hátíðablæ Hk- ! ast því sem æfintýri væri. Þess ' vil ég einnig geta, að íslenzki í krónprinsinn kom til Stockhólms og fyllti hóp íslendinga. í ræðu, sem hann hélt fór hann mjög ánægjulegum orðum um Islend- inga og jafnrétti þeirra við aðrar þjóðir. Hann breytti glímuflokkn- um í söngflokk og stjórnaði hon- um er sunginn var íslenzki þjóð- söngurinn. Það er ekki langt síðan íslend- ingar tóku aftur upp Svíþjóðar- ferðir. Alþingishátíðin hefir átt ríkan þátt í að efla þekkingu Svía á íslandi og. Islendingum. Og þessi vika er stærsta sporið, sem stígið hefir verið til að efla sambúð og menningarsamband milli þessara tveggja frændþjóða. Ég veit, að það verður þjóð okk- ar til blessunar. Þarna voru sam- an komnir um tjörutíu íslending- ar, og liafa allir opnari augu en áður fyrii' ágæti sænskrar menn- ingar. Þúsundir Svía beindu hug sínum til íslands þessa dagana. Áhrifin verða sýnilega síðar. Hvað er að segja um verzlunar- og fjármálaástandið í þeim lönd- um, þar sem þér komuð? Því er yfirleitt trúað, að krepp- unni fari nú að linna. Það er að vísu ekki hægt að benda á veru- lega breytingu ennþá. En almenn- ingur og bankamenn trúa því, að batinn sé nú í aðsigi, þó hægt fari. Trúin og traustið er fyrir miklu í þessum efnum. Van- traustið hefir aukið stórum á kreppuna, en vaknandi tiltrú og þar mun aftur blása lífi í kuln- að atvinnu- og viðskiptalíf. Al- þjóðafundir eru nú farnir að bera árangur og ónotað fjármagn bíð- ur eftir möguleikunum til aO starfa. Eru þá ekki möguleikar til, að breyta eldri og dýrari íslenzkum ríkislánum í ódýrari lán? Jú, möguleikarnir eru til. Bæði í Svíþjóð og Englandi átti ég tal við bankamenn um þá. I báðum löndunum mundi vera mögulegt að fá lengri lán með betri kjör- um en áður, ef ekki væri nú sem stendur bann gegn veitingu lengri lária til útlanda. Bannið á í’ót sína að rekja til óhagstæðs verzlunar- jöfnuðs þessai'a þjóða og annara við útlönd, og verður ekki hafið fyr en þjóðbankarnir telja að vei'zlunai-jöfnuðurinn leyfi það. Okkur verður tilkynnt um það, þegar þessi þröskuldur verður tekinn úr dyrunum og munu þá þegar vei'ða gerðar ráðstafanir til að breyta enska láninu frá 1921 í ódýrari lán. Bankamenn gera ráð fyrir, að rentan haldist lág nú um lengri tima, en sjálf- sagt er að sæta fyrstu forvöðum. Rentan á löngum lánum hefir lækkað svo um munar á síðustu tímum, þó ekki sé við að miða kjör ensku ríkislánanna. Þar kemur margt til greina, sem aðr- ir geta ekki notið. Rentan á stutt- um lánum er nú »víða ótrúlega lág, og stafar það náttúrlega af kreppunni. Hvernig ho.rfir nú með höft og tolla á útíluttum íslenzkum afurðum ? Eins og kunnugt er, hafa Norð- menn nú samið við íslendinga og mega það heita góð tíðindi fyrir alla. I Svíþjóð mun engin hætta á að tollar verði lagðir á íslenzka síld, og Danir munu ekki setja neinar hömlur á innflutning frá Islandi. Gjaldeyrishöft þeiri'a hafa ekki vei'ið framkvæmd gagn- vart íslandi og þar er töluverður hugui' á að auka innflutning hé#1 an. Möguleikar munu vera á að selja þangað mikið af síldaraf- urðum, einkum síldalýsi, ef samningar tækjust um verð. Gæti það átt mikinn þátt í að tryggja síldárútgerðina á næsta sumri, og tel ég sjálfsagt, að leiðað verði hófanna um þessa hluti upp úr áramótunum. Þjóðvérjar hafa nú enn hert á haftastefnu sinni og má heita að þeir loki fyrir ýms viðskipti, sem áður hafa átt sér stað. Þó hefir nú tekizt að fá heimild til innflutnings á ísfiski frá Islandi og frjálsan ráðstöf- unarrétt á þeim gjaldeyri, sem fyrir hann fæst, til kaupa á þýzk- um framleiðsluvörum. Framh. á 5. d. 3. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.