Tíminn - 22.10.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1932, Blaðsíða 3
TlMrNN 175 Hérmeð tilkynnist vinum og ættingjum að konan mín elskuleg Ingibjörg Sigurðardóttir Hafstað, sem andaðist að heimili sínu Vík I Skagafirði hinn 4. okt. s. I., verður jarð- sett að Reynistað laugardaginn 22. okt. kl. 2 síðdegis. Árni J. Hafstað. 'vevg-lampinn ódýri er ekki sá, sem fæsi fyrir líiið verð, heldur sá, sem er ódýrasiur i noikun, en það er: ber mesta birtu með minsiri siraumnoikun og þolir mestan hristing. dvergur standa öllum lömpum fremra. Bréf tollsfjórans íReykjavík Frásögn Tímans staðfest. Um bifreiðanotkun forstöðumanna rikisstofnana. Skömmu eftir að Morgunblaðið var borið út um bæinn síðastl. sunnu- dag með kröfu ritstjóranna um það, að ég yrði rekinn frá útvarpsstjóra- starfinu fyrir það, að hafa að litlu leyti notið þeirra hlunninda, sem forstöðumenn sambærilegra ríkis- stofnana hafa notið i mjög ríkum mæli, vildi svo til, að ég mætti vega- málastjóranum akandi i bifreið landsins með fjölskyldu sinni. J>essi viðburður var að vísu hvorki fá- tieyrilegur né frásagnarverður nema í sambandi við ólæti og óviturlegt hjal Mbl. í minn garð. Ef bifreiða- notkun mín,sem mun tæplega skipta hundruðum króna, hversu stranglega sem reiknað væri, ætti að varða stöðumissi, hversu ströng refsing myndi þá eiga að tildæmast vega- málastjóranum, sem kunnugt er um að hefir svo árum skiptir notað bif- reiðir landsins til eigin þarfa, til þess að aka með skyldulið sitt innan- og utanbæjar, án þess að gera landinu skil þeirra nota. Til þess að almenningi. megi veit- ast glögg sýn um innihald og eðli þess máls, sem hefir verið aðalefni í pólitískum stympingum Mbl. nú nokkuð á annan mánuð, skal hér tekin saman greinargerð um bif- reiðanotkun nokkurra opinberra stofnana. \7ið yfirlit um það mál verður ljóst, hversu Morgunblaðið metur í fari pólitískra gæðinga sinna það atriði, er það vill meta inér til stöðumissis. Árið 1929 keypti Gísli heitinn Ól- afsson landsímastjóri litla fólksflutn- ingsbifreið fyrir fé landsímans og mun hafa fengið tii þess leyfi ráð- herra. Sú bifreið var skamma stund í eigu simans. Keypti þá Gísli aðra bifreið stærri, sem var einkum gerð til fjölskyldunota. þessi bifreið var síðan notuð mjög mikið sem einka- bifreið landsímastjórans, að vísu til nokkurra ferða út um land, en þó einkum til daglegra einkaferða land- símastjóra og fjölskyldu hans innan- og utanbæjar. Gisli heitinn var í mesta lagi handgenginn íhaldsflokknum. þessi not bifreiðarinnar voru Mbl. vitan- lega veí kunn. Hversvegna hefir blaðið þagað um svo stórfellda einka- notkun þessarar bifreiðar símans?*) Geir Zoega vegamálastjóri hefir um mörg ár hai't fólksflutningsbif- reiðir til eigin nota jafnframt því að nota þær til ferða um landið í þágu vegamálanna. Hann hefir, auk þess að láta landið leggja sér til ókeypis sumarbústað á pingvöllum, notað bifreiðir iandsins til milliferðanna og til skemmtiferða með sig og fjöl- skyldu sína. Hversvegna hefir Mbl., sem er vel kunnugt um allt þetta, ekki vandað um ráðabrevtni vegamálastjórans? Sigurður Briem póstmálastjóri lceypti í heimildarleysi fólksflutn- ingsbifreið fyrir póstfé árið 1930. Sú bifreið mun hafa verið á vegum póstsjóðs um nærfellt tveggja ára slceið. Bifreið þessi var nær eingöngu notuð í einkaþágu póstmálastjóra og skylduliðs hans. Er það sérstaklega skemmtilegt atriði til athugunar í þessu sambandi, að Jón Kjartansson hefir sjálfur sést aka í bifreið póst- sjóðs i náðarsamlegu skjóli tengda- föður sínsl Svo fastheldinn var póst- málastjórinn á bifreið þessari, að er hennar var eitt sinn óskað til ferðar norður í land, til þess að sækja einn af starfsmönnum póstsins, fékkst hún ekki fyr en ríkisstjórnin gelck í málið. Nú liggja fyrir i þessu máli eftir- greindar staðreyndir: 1. Að þrír af mestu gæðingum Mbl., þar á meðal tengdafaðir þess manns, sem staðið hefir fyrir öllum þessum moldaustri blaðsins, hafa svo árnm skiptir notað bifreiðir landsins í *) pessi bifreið hefir nú um skeið verið notuð til eftirlits á vegunum. J. p. einkaþágu og það til mjög verulegra drátta. 2. Að þeir hafa talið sér þetta lieimilt og ekki gert landinu nein skil þessara einkanota. 3. Að ritstjórum Mbl. hefir verið vel kunnugt um þessa notkun bif- reiðanna, án þess að gera hana að umtals- né aðfinnsluefni í hendur umræddum mönnum. 4. Að Jón Kjartansson hefir sjálfur orðið feginn að skríða upp í bifreið póstsjóðs til tengdaföður síns, til þess að viðra moðhöfuð sitt í skemmtiakstri á kostnað landsins. Mun tæplega unnt að hugsa sér skoplegri siðbótarmann en Jón Kjart- ansson. Hversvegna heimtar hann ekki tengdaföður sinn rekinn úr em- bætti og rannsókn á embættisfærslu lians, þar sem eitt sakarefnið yrði það, að hafa ekið jafn þungheimsk- um manni eins og Jóni Kjartanssyni, um nágrenni Reykjavíkur? Hvere- konai' furðuleg örlög geta ráðið slíkri heimsku og ósvífni í fari þessara blaðamanna, að rita að minnsta kosti 10 leiðara í Mbl. um þau lítil- fjörlegu hlunnindi, sem ég he.fi notið í þessu efni og gera slíkar kröfur á hendur mér, en þegja vendilega um hin stærri hlunnindi i embættum fylgismanna sinna? Ritstjórar Mbl. eru orðnir að gjalti í þessu máli. Sakarefni það, er þeir þóttust hafa á hendur mér, hefir ekki veitt þeim minnstu handfestu. Hinsvegar eru þeir berir að hinni mestu hlutdrægni. Frumhlaup þeirra ’nefir komið í hámæli embættishátt- semi nokkurra aðsstandenda blaðs- ins og gert að álitamáli það, sem áður lá í þagnargildi, —'sem sé það, hvort rétt sé að forstöðumenn ríkis- stofnana skuli hér eftir átölulaust nota bifreiðir landsins í einkaþágu, án þess að gera landinu skil þeirra nota. Sjálfum væri mér lítill missir þeirra hlunninda. Aðrir myndu þar eiga um sárara að binda eins og til dæmis vegmálastjóri. — Hafi umtal það, sem spunnist hefir af þeSsu frumhlaupi Jóns Kjartanssonar vald- ið sársauka og óþægindum hjá/ skylduliði hans, verður orsök þess að teljast heimafengin og éiga rætur sínar í einu af ömurlegum dæmum þess, er andlegir aukvisar og lítil- menni skjótast inn i merkar ættir, þeim til vanvirðu og mannspillingar. Jónas porbergsson. -----O----- Hvar eru 30 miljónirnar? Enn skal Morgunbl. minnt á þessa jótningu, sem það gerði 6. okt. sl.: „í árslok 1928 voru allar erlendar skuldir ríkis, bæja, banka, stofnana og verzlunarfyrirtækja rúmar 40 miljónir króna. En þegar óreiðu- stjórnin skilaði af sér, voru þessar sömu skuldir orðnar um eða yfir 80 miljónir króna“. (Leturbr. Mbl.). Nú hefir Mbl. verið minnt á að öll skuldaaukning ríkissjóðs á þessu tímabili hefir verið 12 milj. kr. og að langsamlega mesti hlutinn af þessu fé hefir gengið til bankanna þriggja. Af skuldaaukningunni við útlönd eru þá eftir 30 milj. og hverj- ir hafa stofnað þær skuldir og eytt því fé? í tveimur síðustu blöðum Tímans hefir Mbl. verið spurt um þetta. Loksins síðastliðinn sunnudag Segir í „Reykjavíkurbréfi" blaðsins, að Framsóknarflokkurinn hafi „i- þyngt landsmönnum þcim, sem grejtt liafi liina háu skatta og tolla". Hér skal ]iað fullyrt, sem reyndar allir vita, að skattar og tollar voru mun lægri allan þann tíma sem róðuneyti Tr. pórhallssonar sat að völdum heldur en þeir voru árin 1924 og 1925, þegar íhaldið réði ríkjum. Skýring Mbl. er staðleysa, en með henni hefir þó blaðið játað, að „máttarstólparnir", þeir sem borga háu skattana og tollana, hafi safn- að þessum skuldum. ----O----- Auglýsing Páls ísólfssonar, sem er í blaðinu í dag, hefir fyrir vangá prentsmiðjunnar beðið birtingar. 1[Eftirfarandi greinargerð tollstjór- ans í Reykjavík liefir Tímanum bor- I izt frá fjórniálaráðheri’a]. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK 21. oktbr. 1932. Samkvæmt tilmælum yðar, herra fjánnólai'áðlierra, skal ég allravirð- ingarfyllst láta 'yður í té ^eftirfarandi skýrslu. Hinn 19. f. m. þogar farmskráin fi'á e/s. Dettifoss barst hingað á skrifstofuna fyrirskipaði ég, starfs- mönnum mínum og öðrum að óvör- um, tollskoðun á öllum vörum, sem kornu frá útlöndum með skipinu og kæmu með öðrum skipum þá á næstunni, þangað til ég gerði aðra ráðstöfun. Slík allsherjar vörurann- sókn, sem gerð hefir verið hér nokkrum sinnum áður, á að leiða í Ijós, hvorl hinni venjulegu tollunar- og toligæzluaðferð, sem lögin gera ráð fyrir, þótt þau einnig heimili hina, sé ekki i einhverju ábóta- vant, svo ástæða sé að breyta að einhverju leyti til um hina venju- legu aðferð. Ég hafði ætlað að láta hana fara fram fyr ó árinu, en það liafði farizt fyrir, enda var vöruinn- flutningur óvenjulega fábreyttur vegna innflutningshaftanna, en þeg- ar rýmkað var nokkuð í bili um innflutningsleyfi í ágústmánuði, af- réð ég að láta hana fara fram þegar. hinar nýju vörur kærnu hingað. Ég hafði ekki borið þessa róðstöfun mína undir ráðuneytið, enda hefi ég fulla heimild að lögum til að láta hana fara fram þegar mér þykir á- stæða til eða tel æskilegt, og hefir ráðuneytið engin afskifti haft, af henni. Skal nú samkvæmt beiðni yðar gerð grein fyrir misfellum þeim, sem komið hafa fram við allsherjarskoð- un þessa, þó svo, að nöfn þeirra firma er í hlut eiga verða ekki néfnd, en að sjálfsögðu getið þér fengið nöfn þeirra ef þér æskið þess. Fyrsta rannsóknardaginn kom i ljós, að er borið var saman hjá einu íirma, vantaði nokkuð af innkaups- reikningum. Var eigandi varanna sjólfur staddur við rannsóknina og annaðist hann þegar um að reikn- ingar þessir kæmu þá samdægurs, en einn var ekki kominn til lands- ins, og var þeim vörum, er hann tilgreindi, haldið eftir þangað til hann kom. Vörunum bar saman við alla reikningana. Fyrstu dagana eftir að rannsóknin byrjaði, virtist nokkuð kveða að því meira en vanalega, að menn sæktu og kæmu með á skrifstofuna inn- kaupsreikninga til viðbótar þeim sem afhentii' voru fyrst með farm- slcírteinunum. Akvæði löggjafarimiar um afhend- ing á innkaupsreikningum gera ráð fyrir því, að það komi fyrir, að all- * ir innkaupsreiknipgar séu ekki í • fyrstu afhentir með farmskírteinun- um eða þeir afhentu séu ekki full- nægjandi, svo að það út af fyrir sig er ekki brot, sem kært verður fyrir, að allir innkaupsreikningar hafi ekki komið strax, það verður fyrst brot, ef sannað verður, að að- ili hafi með vilja leynt reikningun- um, en það var ekki hægt að sanna í umræddum tilfellum. pá hefir það komið fyrir, að í vefnaðarvörusendingar til tveggja firma hefir verið paklcað lítilsháttar af súkkulaði, tei, karamellum og kexi. pessai' vörur voru þó á inn- kóupsreikningum. þeim, sem afhent- ir voru með farmskírteinum, svo að ekki lágu fyrir tilraunir til að kom- ast. undan tolli, en tvær af þeim voru bannvörur, sem ekki hafði verið fengið innflutningsleyfi fyrir. pessum vörum var að sjólfsögðu haldið eftir og viðtakendur sóttu um ínnflutningsleyfi fyrir þeim en því var neitað. Voru þá vörur þessar endursendar til sendanda undir innsigli tollgæzl- unnar, en móttakendur þeirra látnir borga toll af þeim, og þeim látið fylgja skírteini, sem endursendast skal með áritun hlutaðeigandi út- lendrar tollgæzlu um að vörurnar séu endurkomnar þ.ungað. pessi að- ferð hefir verið liöfð, með samþykki st jórnarráðs og innflutningsnefndar, síðan höftin komust á í fyrrahaust, er ræða hefii' verið um smávægileg- ai' sendingar, er borizt hafa hingað án þess að innflutningsleyfi væ| fyrii' og ekki hefir fengizt eftir á. ]iá hefir það komið fram við skoð- unina, að i sendingum hefir verið smávegis af ýmsum hannvörum, svo sem flaueli, barnabollum í leir- \örum, ilmvötnum og lakkskóm, sem efasamt þót.ti að innflutnings- leyfin næðu yfir, en vörur þessat' stóðu allar á afhentum innkaups- reikningum. Hefir inhflutnings- nefndin sumpart veitt. leyfi fyrir þessu eftir á og sumpai't litið svo á, að það félli ttndir þegar veitt leyfi. Loks hafa komið fram tveir inn- kaupsreikningar, er tilgreina svo lágt verð í samanburði við vöruna, að rannsaka þarf hvemig í því iigg- ur. Vct'ða þau tvö mál send til rélt- arrannsóknar og verður sú rannsókn að skera úr um það, livort hér er um sök að ræða eða ekki. petta ertt þá þær misfellur, sem fram ltafa komið og orðrónntr sá um tollsvikatilraunir, sent gengið hefir hér í bænum og komist i nokk- ur hlöð hér, sennilega er byggðut' á. Jón Hermannsson. Til fjórmálaráðherra. ATHS. Tíminn vill vekja athygli ó því, sem fram kemur i bréfi tollstjórans, að allt, sem skýrt var frá um þotta mál hér í blaðinu, er rétt, og þar að auki tvennt nýtt fram komið, nl. að fleiri vörutegundir en nefndar voru hér i blaðinu hafa verið grunsam- lega „innpakkaðar" og að rangt verð hefir verið tilgreint. Blaðið hefir leyft sér að feitletra nokkur atriði i bréfi tollstjórans, sem sjálfsagt verða mörgum umhugsunarefni. Væri t. d. æskilegt, ef tollstjórinn hefði birt þau tvenn lagafyrirmæli, sem hann getur um í bréfinu, og sömuleiðis að hann skýrði frá, livaðan honum kemur vald til að dæma um það, hvað „ekki er hægt að sanna“ í þessu máli. Með því að bréfið er svo seint ’fram komið, er hvorki tími né rúm til að ræða málið frekar nú. En það má nú öllum Ijóst vera. að þvi hefir ekki vcrið hreyft að nauðsynjalausu liér í blaðinu. JÖRÐ 2. árg. er nýkomin út. 240 bls. þar af um 10 bls. myndir. Verð 5 kr. í áskrift, 6 kr. í lausasölu. Fæst hjá bóksölum og afgreiðslunni, Lækjargötu 6 A. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Mimisveg 8. Simi 1245. Prentsmiðjan Acta. Viðtal við forsætisráðherra. Frh. af 5 d. 2. síðu. Hvernig horfir nú um útflutn- ing á kjöti og fiski til Englands? Ég dvaldi um vikutíma í Lund- únum til að undirbúa væntanlega samninga við England og reyna að flýta fyrir að við kæmumst að. Þar er nú mikill troðningur af mörgum þjóðum um að kom- ast fljótt að, því allt er í óvissu um tolla og höft á Englandi, að því undanteknu, sem birt hefir verið af Ottawasamningunum. Ég átti í Lundúnum tal við ýmsa ráðmenn í stjórnardeildunum og talaði meðal annars við Stanley Baldwin um viðskipti Islands við Breta. Var mér alstaðar vel tek- ið og er nú ráðið, að samningar muni hefjast bráðlega, sennilega eftir miðjan nóvember. Hverju spáið þér um þá samn- inga ? Mér er skylt að segja fátt á þessu stigi málsins. En verzlun- arjöfnuður okkar við England er betri en flestra eða allra annara ríkja, og samúð Englendinga höf- um við í ríkum mæli. „Það renn- ur sama blóð í æðum okkar“, sagði Mr. Baldwin, „og við skul- um vona að vinsamleg og hag- kvæm viðskipti geti haldizt hér eftir sem hingað til“. Mér er þó skylt að geta þess, að ýmsir erfiðleikar eru á þessari braut, m. a. vegna þess, að Eng- lendingar hafa yfirleitt beztu kjarasamninga við aðrar þjóðir. Og niðurstaðan af Ottawasamn- ingunum, að því leyti sem þegar er kunnugt, er allt annað en glæsileg fyrir okkur og aðrar Norðurlandaþjóðir. En út í það skal ekki farið nánar að sinni. Tolla- og haftastefnan er nú í’íkari en nokkru sinni í enskum blöðum. Það er krafizt stórlega aukinnar verndar fyrir enskan landbúnað og fiskveiðar. En Englendingar hafa í fleiri hom að líta. Þeir eru fyrst og fremst verzlunar- og iðnaðarþjóð. Og ef þeir takmarka mjög innflutning á afurðum okkar, þá dregur að sama skapi úr getu okkar til að kaupa af þeim. Það er einfalt mál að sýna fram á, að báðum er fyrir beztu að viðskiptin geti haldist og farið vaxandi. Iivernig verður háttað samn- ingum okkar við England? Ég hefi útkljáð það við Munch utanríkisráðherra, að Danmörk og Island semji hvor fyrir sig. Aðstaðan er svo ólík, að ekki kemur til greina að hafa sömu samninganefnd. Og svo er hver sínum hnútum kunnugastur og bezt að geta kennt eða þakkað sjálfim sér það þegar úrslitin koma. Englendingar taka á móti sjálfstæðri sendinefnd frá okkur og tilnefna sérstaka menn til samninganna af sinni hálfu. Er nokkuð frekar ákveðið um sendinefndina? Ilana munu sennilega skipa þrír menn, Sveinn Bjbrnsson sendiherra, sem þegar er farinn af stað til Lundúna til að fylgjast þar með í málum vorum og tveir sérfróðir menn um landbúnað og íiskveiðar. Mun stiérnin fara þess á leit við Jón Ámason framkv.stjóra og Ólaf Thors al- þingismann, að þeir taki að sér þetta erindi. Vona ég að það geti orðið og vænti farsælla málaloka fyrir þjóð okkar og atvixmuvegi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.