Tíminn - 05.11.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1932, Blaðsíða 1
<Sfaíb£eti 09 afgreiðslumaour íitnans ef Kannpeig p 0 rstcinsb61fic, €«rjaraötu 6 a. jJeYfjaDÍf. jAfatei&sía (L t m a n s er í €œf jaraötu 6 a. CDpin oagleaa fl. 9—6 Shtti 2353 XVI. árg. Reykjavík, 5. nóvember 1932. 48. blað. Fyrir 1880 voru kaupmennirn- ir, nokkrir innlendir en flestir út- lendir, einvaldir í íslenzkri verzl- un. Jafnvel hin frjálsa samkeppni var útilokuð í fámenni sveitanna. Verzlunin hafði sjálfdæmi um verðlag á innlendum og útlendum vörum. Einstaka efnamanni, sem verzlunin vildi eiga vingott við, var ívilnað á kostnað fátækling- anna. Þá litu kaupmenn og em- bættismenn almennt niður á bændastéttina. Það þóttu þá stórtíðindi, ef „bóndasonur" var settur til mennta. Og eftir að Al- þingi var stofnað á ný, mætti kaupmaðurinn víða rtíeð höfuð- bók verzlunarinnar á kjördegi. Þá stofnuðu bændur kaupfélög- in. Þeir komu sjálfir saman og réðu sér starfsmenn. Þeir sömdu sjálfir um kaup á erlendum vör- um og sölu afurða sinna. Þeir kom'u sér upp vörugeymsluhús- um, bryggjum og félagssjóðum. Kaupfélögin hafa ekki gjört ís- lenzka bændur ríka. En þau hafa alið bóndann upp í því að meta manngildi sitt og heimta rétt sinn. I kaupfélögum njóta allir sömu mannréttinda, ríkir og ó- ríkir. Almennt hafa þau bætt lífs- kjörin, þó að ekki hafi auður safnazt. Þau hafa hafið bænda- stéttina til vegs og virðingar. Kaupmannsfyrirlitningin á bónda- nafninu þykir ekki við eiga leng- ur nema í einstaka blöðum stór- braskaranna í Reykjavík. Um aldamótin síðustu var markaðurinn á aðalframleiðslu- vöru bændanna, kjötinu, í mikilli hættu. Útflutningur lifanda fjár stöðvaðist. Það var ekki um ann- að að gjöra en að vinna nýjan kjötmarkað. En íslenzkt saltkjöt var þá ekki í því áliti erlendis, að mikið útlit væri um aukna sölu. Þá var það, að samvinnumenn landsins hófust handa um bygg- ingu sláturhúsanna. Áður hafði fénu verið slátrað úti víðast á blóðvelli, og engum reglum hægt að koma við um slátrun og hirð- ingu kjötsins. í sláturhúsunum voru notuð ný vinnubrögð og meðferð kjötsins míðuð við er- lendar kröfur. Sunnlenzkir bænd- ur stofnuðu, til að koma þessu í framkvæmd, stærsta samvinnufé- lagið á landinu. En víða önnuðust kaupfélögin sjálf, sem fyrir voru, hinar nýju umbætur. Islenzka saítkjötið vann álit erjendis og hækkaði í verði. Eftir 20 ár var ný hætta í að- sigi fyrir kjötmarkaðinn. Það var sýnilegt, að markaðurinn fyr- ir saltkjötið fór aftur þverrandi. Útflutningsstjóri Sambandsins spáði því þá, sem rétt reyndist, að þessi hreyfing myndi halda áfram og saltkjötssalan smátt og smátt hverfa úr sögunni. Aftur hófust samvinnufélögin handa. Kaupfélögin byrjuðu að byggja frystihús, á 1—2 stöðum árlega, til að taka við því af kjötinu, sem ekki þýddi að salta. Samvinnu- menn á Alþingi og utan beittust fyrir byggingu kæliskips. Um það leyti sem saltkjötsmarkaðinn þrýtur með öllu, má gjöra ráð fyrir, að samvinnufélögin hafi nægan kost frystihúsa til að geta flutt allt kjötið út nýtt. 1 lágsveitum Suðurlands höfðu bændur með tilstyrk hins opin- bera lagt út í stórkostleg áveitu- fyrirtæki. Þessar áveitur eru vafalaust að einhverju leyti mis- heppnaðar, en þær hafa kostað of fjár. Mjólkurframleiðslan varð að aukast. Og það varð að ve'ra hægt að vinna smjör, osta og skyr úr þeim hluta mjólkurinnar, sem ekki var hægt að. koma til Rvík- ur. Einnig í öðrum héröðum var þörfin á nýrri tilreiðslu og mark- aði fyrir mjólkurafurðir orðin knýjandi. Á fjörum stöðum, í næstu mjolkurhéruðum, er nú á síðustu árum búið að reisa nýtízku mjólkurbú. Þau eru sniðin eftir beztu erlendum fyrirmyndum. Það eru samvinnufélög, sem reisa þessi bú og starfrækja. Stór kaupstaður á Vesturlandi, Isafjörður, var að komast á von- arvöl árin 1927—28. Sum útgerð- arfyrirtækin höfðu orðið gjald- þrota, önnur flutt skipin bUrt til annara staða. Verkamenn og sjó- menn stóðu með tvær hendur tómar og gátu ekki sótt fiskinn í sjóinn. Það var ekki annað sýnt en að bærinn myndi verða gjald- þrota og neyð almenn. Þá stofnuðu verkamenn og sjó- menn á Isafirði Samvinnufélag Isfirðinga. Það var almennings- fyrirtæki, vinnanda fólks, en ekki bæjarrekstur. Samvinnumenn í þinginu studdu félagið með ábyrgð. Það á nú 7 vélskip, sem leggja til mestan hluta þeirrar framleiðslu, er bærinn lifir á. Og fullvíst má telja, að samvinnu- skipulagið haldi áfram í útgerð- inni á Isafirði. I höfuðstað Islands, Reykjavík, er húsaleigan stærsti liðurinn í hinni óbærilegu dýrtíð. I Rvík hafa allir viljað græða á húsum. Landeigendur græða á lóðum, efnissalar á timbri og sementi, peningaokrar á því að lána „síð- ustu þúsUndirnar", þeir, sem byggja húsin á að selja þau aftur með hækkanda verði, og hinir endanlegu eigendur loksins á leig- unni En allur þessi gróði safnast saman og verður að óbærilegu fargi á herðum Jeigjendanna. Með lögum um byggingarsam- vinnufélög hefir verið gerð til- raun til að fá almenning hér í bænum og annarsstaðar til að hafa samvinnu um að koma upp heimilum fyrir sjálfan sig á ódýr- an hátt. Þeir menn, sem þannig byggja eiga aldrei að græða á öðrum. s En heimili þeirra eiga heldur ekki að vera féþúfa fyrir tíu tegundir mismunandi gróða- manna. Hreyfingin er enn í bernsku. Hún hefir að etja við harðvítuga eiginhagsmuni, sem óhjákvæmilega þarf að brjóta niður. En hún er framtíðarúrræði sem fleiri og fleiri sjá og skilja með degi hverjum. Á Alþingi kveður sér hljóðs formaður Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda og lýsir hörmulega ástandi stórútgerðarinnar, sem er fjöregg Reykjavíkur. Útvegurinn er „mergsoginn og máttvana", segir hann. Meirihluti „togara- eigendanna" á „minna en ekki neitt". Einn af framkvæmdastjór- unum ritar í Mbl. og segir að fiskiskipunum í bænum hafi fækkað úr 41 niður í 27 á þrem árum, Reykjavík sé að „missa fiskiskipaflota sinn". En reykvískir sjómenn, a. m. k. nokkur hluti þeirra, skilur sinn vitjunartíma. Togaraskipshöfn fer á fund bankans, sem á togarann. Hún býðst til að mynda sam- vinnufélag. Ekkert kaup er ákveðið fyrirfram. Hver og einn á að fá sannvirði vinnunnar. Þess- ir menn eru ekki atvinnulausir nú. Og þeir þurfa ekki neina „máttarstólpa" til að „veita" þeim atvinnuna. Og rétt um sama leyti, sem' hinar ófögru lýsingar eru gefnar af stórútgerðinni, verða dýrkend- ur hinnar frjálsu samkeppni að viðurkenna aðra sorglega stað- reynd. Hin forsjárlausa frjálsa samkeppni er að eyðileggja sjálf- an fiskmarkaðinn í Suðurlöndum. Jafnvel „Verzlunartíðindin", mál- gagn stórkaupmannanna, segir að verðfallið á fiskinum sé ekki nema að litlu leyti heimskrepp- unni að kenna. Nú knýr hin yfir- vofandi hætta fisksalana til sam- starfs. Þar er að vísu ekki um neitt þroskað samvinnuskipulag að ræða. Á bak við tjöldin sitja fisksalarnir á svikráðum hver við annan. En það hefir hjálpað í bili og gert þjóðinni stórgagn. Fyrir mörgum samvinnumönn- um vakir nú að skipuleggja nýtt landnám með samvinnusniði í sveitunum. Það mál hefir verið nokkuð rætt hér í blaðinu. Undir- búningur er hafinn að löggjöf um þetta efni. Tímanum berast um það margar raddir, að hér muni vera um að ræða eina var- anlega úrræðið til að stöðva óeðlilegan flutning fólks úr sveit- unum og ef til vill að sjá fyrir einhverju af atvinnuleysingjum kaupstaðanna. Ríkisskuldir Isiands í miljónum • Saga þeirra Einkasala á bifreiðum og mótorvélum. Á síðasta þingi bar ég, ásamt nokkrum íleiri Framsóknarflokks- mönnum, fram frumvarp um einka- sölu á. bifreiðum og mótorvélum. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu nefndar og var því ekki rætt í þing inu. Tvær eru höfuðástœður til þess að rétt væri og hagkvæmast að stofna til rikiseinkasölu á þessum vöruteg- undum. í fyrstalagi ríkir um inn- flutning og sölu þeirra hirin mesti glundroði til mikils tjóns fyrir not- endur varanna,; ýmsar lélegar teg- undir eru fluttar inn í fjárgróða- skyni 'þekkingarlausra manna um verzlun með slíkar vörur og gæði þeirra, varahlutir eru ekki til í land- inu nema i örfáar algengustu teg- undirnar o. s. frv. — í öðrulagi raka ! einstakir milliliðir saman stórfé á I sölu þessara vara meðan þyngri og þyngri skattar eru lagðir á vegfar- j endur landsins (bifreiðaskattur, skattur a benzíni og hjólbörðum). Samkvæmt skattskrá árið 1930 voru á landinu samtals 1539 bifreiðir af 74 mismunandi tegundum. í árs- byrjun 1932 voru 47 tegundir mótor- véla í islenzkum skipum þriggja smálesta og stærri. Eru þá ótaldar vélar í öllum svonefndum „tritlu- Zt> ~,;ij. 151 wU/i &í> 2.-4- u J Z4 . 2,2. 1 2.2. Z.O -9- 2.0 1* H 18 16 H 16 <4 n 14 12. : '? nr 12, • IO 11 1« 8 H 8 '6 Hb t> + H 4 2. I _JJ z 0 H H 0 Svörtu súlurnar í línuritinu sýna: I. Ríkisskuldir 1916: Tvær miljónir. Mestmegnis vegna símalagninga. II. Tuttugu og sex miljónir af rikisskuldum myndast h]á ráðuneytum Jóns Magnússonar, Sigurðar Eggerz og Jóns forlákssonar. J'essi voru tilefni: a. Eml)ættiseyðsla, b. Skuidatöp íslandsbanka, c. Skrautlrýsin í Reykjavík. III. Tólf miljónir af rikisskuldunum mynduðust á stjórnartímabili Fram- sóknarfiokksins frá 1928—30. pessi voru tilefni: a. Stofnfé til banka: Búnaðarbankinn (3,6 milj.), Landsbankinn (3 milj.), Útvegsbankinn (1,5 milj.). I). (Tmbótafyrirtæki: Síldar))iæðslan á Siglufirði, Landsspítalinn, Arn- arhváll, Súðin, Útvarpsstöðin, Iandssímastöðin. bátum"*), svo og mótorvélar, sem tiptáðar' eru á landi. Samkvu'mt verzlunarskýi'slum hef- ir • inniMtnihgur bifreiða og mótor- véla á árunum 1928—1930 orðið, að meðaltali á ári, eins og hér scgir: Fólksflutningsbifreiðar kr. 617000,00 Vöi'uflutningsbifreiðar — 629000,00 Mótorhjól.......... — 17527,00 rsifreiðahlutir...... — 299333,00 Hjólbaröar........ — 268000,00 Mótorar í skip og báta — 485000,00 Aðrir mótorar...... — 44000,00 Mótorhlutar........ — 282333,00 Samtals kr. 2672193,00 Jjarmig hefir innkaupsverð þessara vara numið að meðaliali á ári kr. 2672193,00 eða yfir Zy2 miljón króna. Sé nú gert ráð fyrir, að milliliðirnir leggi á vörur þessar fyrir verzlunar- kostnaði og hagnaði um 30%, sem mun vera varlega áætlað, verður mis- munur á innkaupsverði og útsölu- verði yfir 700 þús. kr. og má gera ráð fyrir því, að verulegur hluti af þeirri upphæð sé hreinn gróði í pyngjur bifreiða- og mótorsala, enda er kunnugt um að sumir þeirra hafa orðið sterkrikir mcnn á fáum -árum. Nú er svo háttað um flestar iðn- aðarvörur, að einungis fáar tegundir í hverri grein eru góðar og hag- kvæmar til innkaupa. Einkum or þessu svo hattar um vélar, útvarps- tæki og aðra slíka hluti, þar sem hugvit og hagleikni eru að verki. Innflutningur aðeins fárra tcgunda af bifreiöum mundi nægja, til þess að fullnægja þörfum landsmanna og' allar fullkomnustu og stærstu mótor- vclasmiðjur smiða mótora af öll- urn stærðum, sem tíðkast almennt Hyersvegna eigum við þá að flytja inn í landið 74 tegundir bifreiða og 47 tegundir algengra mótorvéla? Hversvegna eigum við að sitja jafn- *) Benedikt Jónsson frá. Auðnum bókavörður á Húsavík sagði rriér, að þeir Húsyíkingar nefndu þessu heiti þá báta, sem almennt munu kallaðir „trillubátar". J. P- an uppiskroppa af varahlutum í flestai' þœr tcgundir véla og liifrciða, scm inn eru fluttar? Hversvegna eigum við vegna skipulagsleysis, að hafa í veltu þessara innkaupa meira fé en þörf gerist til? Bifreiðasalarn- ir, formælendur frjálsrar samkeppni og einstaklingshyggjumennirnir munu svara: Til þess að einstaklingsfram- takið, samkcppnin og fjárgróðabrall- ið megi njóta sín til fulls. Smiði bifreiða tekur smámsaman breytingum í þé átt að vera meira og meira miðuð við steinlagða vegi. Verður sífellt lægra undir öxul þeirra og þessvegna torveldara að nota þær á illum vegum og mishæðóttum. potta stafar af því, að vegir fa'ra óðfluga batnandi hvarvetna í ná- grannalöndunum og lágar bifreiðir þykja fegurii í akstri og þægilegri en háar. Af þessu leiðir, að fágæt- ari munu gerast bifreiðir, er sam- rýmist íslenzkum staðháttum, því að langt mun þess að bíða, að vegir hér á landi komist í námunda við vegi erlendis um gæði og greiðfærni. Að þvi mun reka áður eíi varir, að gera þurfi samninga um smíði sérstaklega gerðra bifreiða til akst- urs á íslenzkum vegum og vegleys- um. Liggur í augum uppi, að slikar iáðstafanir þyrftu að verða gerðar a skipulegan hátt og fyrir atbeina rikiseinkasölu og ríkisstjórnar. Ofan á þann skatt, sern áðru hvíldi á bifreiðum, voru á síðasta þingi sett lög um skatt_á benzín og hjólbarða. pessi skattur >er ákveðinn með það beinlínis fyrir augum að mæta kostn- aði af viðhaldi vegarina og hvilir beint á umierðinni sjálfri, það er á alþýðu manna til sjávar og sveita, sem ferðast með bifreiðum um land- 19. Sainkvæmt meðaltalsinnflutningi á benzíni og hjólbörðum árin 1929 og 1930 má gera ráð fyrir, að skattur- inn frá síðasta þingi nemi um eða yfir 180 þús. kr. á ári. Álagning kaupmanna á bifreiðar og mótorvélar á árunum 1928—1930 mun, samkvæmt áður sögðu, hafa numið um eða yfir 700 þús. kr. ár- lega. Má gera ráð fyrir því að hreinn t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.