Tíminn - 05.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1932, Blaðsíða 2
182 TÍMINN kaupmannsgróSí af innkaupum og sölu bifreiða hafi numið mun hærri upphæð en sem svarar fyrgreindum skatti. Má það vera hverjum manni ljóst að skipun þessara mála er óviðunan- leg og óverjandi fyrir siðað þjóðfé- lag. Hversvegna á að halda áfram að leyfa nokkrum milliliðum að græða á sölu bifreiða fjárfúlgu, sem svarar mestum hluta af öllu vega- viðhaldsfé iandsins, en reita síðan m skatta til viðhaldsins af öllum veg- farendum? Tillögur mínar verða í stuttu máli þessar: 1. Að stofnuð verði ríkiseinkasala á bifreiðum og mótorvélum. 2. Að fluttar verði inn fáar beztu tegundimar. 3. Að ágóðanum af sölu bifreiða og bifreiðahluta verði varið til viðhalds vega í landinu, en sköttum af um- ferðinni verði létt af að sama skapi. 4. Að ágóðanum af sölu mótorvéla i skip og báta verði varið til hags- muna eða styrktar sjávarútgerðinni, t. d. til styrktarsjóðs ekkna og barna sjódrukknaðra manna. Jónas JJorbergsson. —---O----- Um bifreiðanofkun rikisstofnana Blöðin liafa nú undanfarið rætt mikið um bílanotkun forráðamanna ríkisstofnana. Hefir sumt í þeirri notkun þótt leyfilegt og annað ó- leyíilegt. Ég álít, sem borgari í landinu, sjálfsagt, að þjóðin verði að finna örugga og glögga leið í þessu máli, og láta moldviðri það, sem Mbl. hef- ir þyrlað upp, verða til þess að framvegis verði fastar og viður- kenndar reglur um hin réttu not ríkisstofnana af bifreiðum. Ég vil eftir því sem fram hefir komið í málinu, reyna að draga saman viðurkennd atriði: Vegamálastjóri Geir Zoega virðist hafa byrjað á að nota, og að því er Mbl. kann að virðast nú, lands- sjóðsbíla fyrir ca. 10 árum, og hald- ið þeiri’i venju áfram. Hann liefir játað, að hafa farið nú í sumar sex sinnum til þingvalla, þar sem fjöl- skylda hans bjó í sumarbústað. Hann telur að þetta hafi verið nauð- synjaferðir, en játar þó, að fólk hafi farið með sér, og sá möguleiki er opinn, að hann hafi farið þessar ferðir fiestar vegna eigin þarfa. Yf- irleitt virðist Geir Zoéga hafa verið í landssjóðsbíl ekki alllitið með fjöl- skyldu sína, vini og vandamenn. Hann hefir að þvi er kunnugir segja, brugðið sér á ríkisbíl í kaffihús og skemmtiferðir um bæinn, sem tæp- lega lieyrir undir vegaeftirlit. Póstmeistari Sig. Briem hefir keypt bíl handa pósthúsinu, í al- gerðu heimildarleysi, og rekið hann á kostnað pósthússins árum saman, en þó að sárlitlu leyti í þarfir póst- hússins, og a. m. k. verið ákailega tregur að iáta póstmenn nota bíl- inn. Eftir því seih öllum kunnugum ber saman um, hefir þessi bíli, sem Briem keypti í fullkomnu heimild- arleysi, verið starfræktur i raun og veru sem einkabíll póstmeistarafjöl- skyldunnar, verið notaður til snún- inga um bæinn fyrir póstmeistara, frú hans, börn hans og jafnvel ; tengdasoninn Jón Kjartansson. Póst- ; meistari varð var við óánægju út j aí þessari meðferð á bilnum, og greiddi þá sárlitla upphæð í póst- sjóð aftur, en ekki nema lítinn hlut þess, sem hann að réttu lagi átti að borga fyrir sig og Jón Kjartansson ritstjóra. Svo mikið „formúlu“-snið var á þessari bílanotkun tengdaföð- ur Jóns Kjartanssonar, að hann skrásetti bílinn um tíma á nafn dóttur sinnar, þó að pósthúsið hefði keypt hann og ætti hann þá. Var á því og öllum rekstri þess bíls auð- séð, að póstmeistari leyfði sér og sinum, þar á meðal tengdasyni sín- um, það sem Jón Kjartansson telur nú mikla sök hjá útvarpsstjóra. Að lokum er það upplýst, að fyr- verandi landssímastjóri hefir með leyfi landsstjórnarinnar keypt lítinn bíl, vegna almennra nota símans. Síðan hefir sá landssímastjóri keypt annan stærri og dýrari bíl, án sér- staks leyfis, og var sá bíll sérstak- lega útbúinn fyrir fjölskylduferðir, þ. e. með einskonar bamasætum, sem trauðlega eru höfð í venjulegum leigubílum. Um þennan bíl virðist hafa farið eins og hjá Sigurði B/iem. Hann varð að sama sem engum notum fyrir stofnunina, heldur ekki fyrir starfsfólk símans. Ef það bað um bílinn, var hann yfirleitt upptekinn hjá símastjóranum og við hans per- sónulegu þarfir, sem einkabíll hans og mjög mikið við snúninga í bæn- um, í keyrslu milli heimilis sím- stjóra og skrifstofunnar o. s. frv. Mbl. segir alveg réttilega um land- símastjóra, að hann hafi verið mæt- ur maðúr. Ennfremur segir blaðið, að þessi mikla privatnotkun hans hafi verið sjálfsögð og vítalaus, en að minningu hans sé þó misboðið, með því að minnast á þetta nú. Ég er Mbl. alveg sammála um ágæti Gísla heitins landssimastjóra, en á- lít bílanotkun hans ekki með öllu réttmæta, ef skoðun Mbl. er rétt, að útvarpsstjórinn megi alls ekki hafa nein samskonar bílafnot. Og ef skoð- un Mbl. er rétt, að fyrverandi land- símástjóri hafi verið með öllii víta- laus af keyrslu sinni um bæinn, á símabílnum, þá er ekki skiljanlegt hversvegna Mbl. vill ekki leyfa um- ræður um þá bílanotkun, sem blaðið telur með öllu réttmæta og löglega. Loks kemur röðin að útvarpsstjór- anum. Mbl. hefir hin sterkustu o'rð um bílanotkun hans, sem virðist að öllu samtöldu kosta landið álíka mikið eins og þingvallaferðii' þær frá í sumar, sem Geir Zoéga hefir talið fram, en ekki boðist til að borga. Útvarpsstjórinn og Sig. Briem hafa sérstöðu um það, að þeir virðast fúsir til að borga sín not. Póstmeist- ari hefir horgað eitthvað, ,en ekki allt. Útvarpsstjórinn segist ekki óska neins í þessu efni nema jafnréttis. Hann sé fús að borga sín litlu not, en honum finnst eðlilegt, að hinir borgi líka, og allir forstöðumenn þessara ríkisstofnana verði samtím- is sviftir þessum framtöldu hlunn- indum. En þetta virðast hinir forstöðu- mennirnir ekki ganga inn á. Póst- meistari hefir enn ekki boðist til að borga allt, sem hann á að borga. Vegamálastjóri lieldur ekki. En það getur lagast enn. þessir tveir for- stöðumenn hljóta að sjá, að á þeim bitna öíl stóryrði Mbl. um misbrúk- un á almannafé, hótanir um brott- rekstur úr embætti og ýmiskonar stórmæli, ef þeir borga ekki hvern eyri til landsins, sem þeir kunna á þennan hátt að verða taldir skulda landinu. Um bílanotkun þessara manna framvegis, þykir rétt að tala síðar, þegar sjáanlegt er, hvort beita þarf liarðræði við Zoega og Briem til að fá þá til að endurgreiða skuldina til ríkissjóðs fyrir einkaafnot bif- reiða landsins. Gestur Ingjaldsson. -----O----- Smjör og smjörlíki jiess var getið hér í blaðinu ný- lega, að Norðmenn hafi lögleitt að blanda allt smjörliki sem selt er í landinu með tilteknum hluta smjörs. þann 1. nóv. í fyrra var byrjað á þessari blöndun. Frá þeim tíma tii 1. júlí þ. á. höfðu smjörlíkisverk- smiðjurnar keypt 1.029.601 lig. af smjöri, þar af heimaunnið smjör 241.500 kg. Frá 1. nóv. 1931 til 15. febr. 1932 átti að blanda smjörlíkið með 2Vá% af smjöri. þá var hundraðstalan hækkuð í 31/2% og svo verð.ur hún liækkuð aftur 1. nóv. þ. á. i 5%. það sem fyrir Norðmönnum vakir með þessari ráðstöfun, er tvennt, að tryggja almenningi hollara feitmeti og hjálpa bændum til að koma smjöri sínu í verð. I grein, sem birt- ist í norsku blaði um síðustu mán- aðamót, er skýrt frá því, að smjör- líkisverksmiðjurnar hafi tekið þess- ari nýbreytni mjög vel. Væri ekki ráðlegt fyrir Islendinga að taka til athugunah, hvort ekki væri ástæða til að gera samskonar ráðstafanir hér? íslendingar nota árlega um 1.200.000 kg. af smjörlíki. Ef það væri blandað með 5% af smjöri, seldust á þann hátt um 57.000 kg. af smjöri á ári. Verðmunurinn mundi ekki verða mikill frá því sem nú er, vegna hins lága verðs á smjöri. þurrabúðarfólk, sem notar smjör- líki því nær eingöngu til viðbitis, fengi hollari fæðu og bændum væri jafnframt veittur nokkur stuðning- ur. J. Á. Greinilegasia sönnunin á gæðum Osram-lampans er hin mikla og almenna útbreiðsla þeirra í 80 li geta engar nema gæðavörur náð þvílíkri útbreiðslu. Osramlampinn vegna hinna framúrskarandi gæða hans og hins mikla ljósmagns í straumeyðlsuna. Jafnframt þessu liefir hann þá endingu sem er ódýrust Osram-lampar fást af öllum gerðum og stærðum. Höfuðboðorð Ríkisútvarpsins er að kosta kapps um fyllsta lilutleysi í öllum deilumálum landsmanna. Ber því, sem alþjóðarstofnun og sam- kvæmt því, sem fyrir er mælt i lög- um, að sýna hverjum einstaklingi og stofnun, flokkum og landsmálastefn- um fyllsta ldutleysi og jafnrétti. Hef- ir stjórn útvarpsins og starfsmenn lagt á þetta megináherzlu. Strangar reglur liafa verið settar um frétta- flutning útvarpsins og mikil vinna verið lögð í það að þræða þarna meðalveg, er samrýmist þessari höfuðskyldu. Árangur þessarar viðleitni er þegar orðinn sá, að Ríkisútvarpið hefir, sem fréttastofnun unnið sér traust og velvild þúsunda manna um allt land. þar sem áður ríkti tortryggni og bein andúð gegn sundurleitum og ósamhljóða frásögnum hlaða um ágreiningsmál, er nú komið traust manna um það, að Rikisútvarpið flytji eingöngu sannar fregnir um staðreyndir í hverju máli. Ekkert mun það vera í fari út- varpsins íslenzka, sem verður meira metið, en þessi þjónusta. Skilyrðis- laus hlýðni útvarpsins við hlutleys- isákvæðin er fjöregg þess. Hver sá maður eða flokkur manna, er leit- ast við að hnekkja þessari við- leitni, yrði af öllum þorra lands- manna talinn hinn argasti vargur í véum. Skoðun þessi mun vera mjög al- menn meðal útvarpsnotenda og alls landslýðs. þó er til hér í Reykjavík ldíka nokkur, sem virðist liafa tekið sér fyrir liendur að gera pólitísk áhlaup í garð útvarpsins og draga það niður í forað þeirrar andlegu hnignunar, sem einkennir nokkra fremstu stuðningsmenn þess pólitíska félags, er nefnist Heimdallur. þessi viðleitni hefir komið fram á tvennan hátt. þegar Félag útvarps- notenda skar upp herör um land allt síðastliðið sumar, til þess að fá fulltrúa í útvarpsráðið, ruku for- sprakkar þessa ofstækisfélags upp til lianda og fóta nokkra síðustu dag- an til þess að reyna að gera valið að pólitisku togstreitumáli. Að vísu mistókst þetta tilræði við hlutleysi útvarpsins og valinn réði áhugi og umhyggja alls þoi'rans af útvarps- notendum fyrir velfarnaði útvarps- ins. Hitt dæmið gerðist 26. f. m. er Stjórn Félags útvarpsnotenda boðaði til fundar hér í bænum. Samkvæmt auglýsingu voru á dagskrá, • auk venjulegra félagsmála, eðlilega áhugaefni stjómarinnar um dagskrá og útbreiðslu útvarpsins. Hin fyr- nefnda pólitíska klíka sá liér leik á borði. Pólitiskir snatar voru látnir hlaupa um allar götur til þess að smala liðinu. Og þegar friðsamir út- varpsnotendur komu á fundinn, í þeim vændum að ræða um málefni dagskrárinnar hafði Ileimdallur tek- ið húsið á sitt vald. Fór og fundur- inn fram eftir þessum tilefnum. Dag- skrármálin voru ekki rædd, heldur óð fram í íundarbyrjun Magnús Jóns- son prestakennari og tók að þylja upp innihald Mbl. síðustu vikurnar. — Fundarhegðun þessara manna var með eindæmum. Menn eins og Páll á þverá, Karl Tulinius (ekki útvarps- notandi), Sigurbjöm velkristni í , Vísi, Ástvaldur, Hersir, Valtýr og j fleiri slíkir sálufélagar góluðu og | görguðu fram í ræður manna eins og ! götustrákar. Enda er það löngu vlt- : að og viðurkennt, að hvergi í neinni stétt manna eða félagsskap í land- inu þrífst eiginlegur skríll nema í kringum lcristindómshræsnarana Magnús Jónsson, Astvald, Sigurbjörn í Visi og fleiri þeirra nóta. „Rök“ M. J. voru þau, að af því að ég hefði tekið virkan þátt í stjórn- málum, þá tefði pólitísk óvild sumra manna í landinu gegn mér fyrir út- breiðslu útvarpsins. Nú vitnaði fund- ur þessi algerlega á móti þessum staðhæfingum Magnúsar Jónssonar. þarna voru saman komnir allra æst- ustu pólitískir andstæðingar Fram- sóknarflokksins og þóttust allir vera útvarpsnotendur. Áð vísu sannaðist um einn aumkvunarverðasta gáfna- 'leysingjann, að hann var ekki út- varpsnotandi og óð þó uppi með skrilshætti á fundinum. Verður því Ijóst annað tveggja, að þessi staðhaif- ing ei' markleysa, ellegar að þarna hafa vaðið uppi menn án þess, að þeim bæri réttur til að sitja þennan fund. það er ástæða> til að benda nú þegar á þá moinsemd, sem hér er að leitast við að vaxa inn í félgsviðleitni útvarpsnotenda og gegnum það inn á vettvang -útvarpsmálanna. Enda þótt hér séu aðeins 100 manns af 4600 hundruðum tækjaeigenda í land- inu, er meinsemd þessi sprottin af hinni yerstu rót. Næði hún að spilla samstarfi útvarpsins og útvarpsnot- enda væri illa iarið. þó skipti hitt mestu máli og. yrði óbætanlegt tjón fyrir félagið, ef slíkar skrílslegar að- farir, sém liér um ræðir, eiga í fram- tíðinni að setja blæ sinn á starfsemi útvarpsnotendafélagsins í landinu. Jónas þorbergsson. ----O--- t Einar Jónsson á Geldingalæk Laugardagskvöldið 22. okt. s. I. drukknaði í Ytn-Rangá Einai fyrv. alþingismaður og bóndi Jónsson á Vestra-Geldingalæk. Hann hafði um daginn riðið niður að Rangárbrú og upp með ánni að utanverðu og kom síðast að Snjallsteinshöfðahjáleigu. Reið hann þaðan undir rökkur í átt til árinnar og ætlaði yfrum hana á vaði, sein er þar gegnt garði. Kom liann ekki heim um kvöldið. En á suimudagsmorgun var hestur hans heim kominn með hnakk og beizli.' Var þá leit hafin og fannst seinna ■um daginn lík Einars í ánni skammt niður frá vaðinu. Einar var fæddur 1868, sonur Jóns bónda Loftssonar, er lengi bjó á Geldingalæk. Hann var að eðlisfari skýrleiks- maður, enda létt um mól ó mann- fundum og oft lmyttinn í orðum. Hann var hestamaður góður, söng- elskur, glaðvær og greiðvikinn, enda naut hann vinsælda í héraðinu. Röskleikainaður var hann talinli til allra verka, meðan liann liafði heilsu og aldur til. Hann sat á þingi sem fulltrúi Rangæinga árin 1909— 1919 og aftur 1926—1931. Fylgdi liann hið fyrra sinn Heimstjórnarflokknum að mál- um. Eftir lót sr. Eggerts Pólssonar var hann kosinn á þing fyrir íhalds- flokkinn og sat á þingi í þeim flokki eftir það, þangað til flokkurinn skipti um frambjóðanda í kosning- unum vorið 1931. Einar tók við búi eftir föður sinn ó Geldingalæk og bjó þar síðan. Iívæntur var hann Ingunni Stefáns- dóttur, og óttu þau þrjó sonu, sem heima eru nú með móður sinni ó j Geldingalæk. Hann verður jarðsunginn í dag að Odda á Rangórvöllum. Tvennar kosningar. Kosningarnar til þýzka ríkisþingsins fara fram á morgun og forsetakosningin í Banda- ríkjunum á þriðjudaginn kemur. Kristján Albertsson og Jdn Leifs Ritstjóri sem íhaldið hefir sett al og lætur vera á eftirlaunum hjá Kveldúlfi, sem ætlar að gera úr pilt- inum skáld, hefir nýlega skrifað kynlega grein í Mbl., eiginléga árás á Svía; sem fundu „musik" Jóns Leifs léttvæga. þessi gamli ritstjóri er Kristján Al- bertsson, maðurinn sem er nú í hálfan mannsaldur búinn að reyna að skrifa skáldsögu, og getur það ekki. Andinn kemur ekki yfir Iírist- ján. Kveldúlfur hefir einkis látið ófrestað að veiða „anda“ í bók Krist- jóns. Hann hefir verið sendur borg úr borg, í heit lönd og köld. En hvar sem Kr. A. hefir komið var allt til reiðu handa þessari „útgerð" Kveldúlfs, allt nema þetta eina, „andinn“ í skóldsöguna, sem átti að sýna það, að útgerðarmenn gætu „framleitt" fleira en saltfisk lianda Suðurlundabúum. I raunum sínum hefir Kr. A. fund- ið andlegan stéttarbróður, sem hann virðist liafa gert með „samfylkingu" cins og byltingarmenn kalla sam- slarf sitt. þetta skáld er Jón Leifs. Hann hefir viljað vera islenzkt tón- skáld. Hann hefir stundað tónsmíða- gerð í jafnmörg ár og Kr. A. skáld- skaparsmíði. Og órangurinn er nokk- urnveginn jafn. Enginn íslendingur les skáldskap Kr. A. og eftir mjög margra óra strit Jóns Leifs, er ekki til eftir hann svo mikið sem eitt smólag, sem lifir á vörum þjóðarinn- ar. í þýzkalandi, þar sem hann hef- ir stundað musiknám, hefir hann sótt um starf í sinni grein árum saman mcð virðingarverðri elju. En árangurinn • hefir ekki orðið neinn. Að lokum virðist Kr. A. hafa byrj- að á félagsstofnun til að styðja íramleiðslu Jóns Leifs. Jón gæti ekki launað þennán vinargreiða betur en méð því, að stofna með unnendum sagnagerðar annað félag, til að gefa út óprentuð skóldverk Kr. Alberts- sonar. Hugsanagangur Kr. Alb. er þessi: Jón Leifs er frændi Jóns alþm. í Stóradal. En Jón í Stóradal hefir, segir Kr. A., unnið að því, að bæta íslenzkt réttarfar, með því að gera M. Guðm. að dómsmálai'áðherra í stað J. J. — Kr. A. álitur auðsjáan- lega að sænskir borgarar, sem hlust- uðu á hljómlist Jóns Leifs á íslenzku vikunni, eigi að vera svo þakklátir Jóni í Stóradal fyrir þetta verk í ís- lenzkri pólitík, að þeir . þessvegna hæli og dáist að list Jóns Leifs, þó að þeir finni til gagnstæðrar skoðunar. Sömuleiðis álítur Kr. A., að .1. J. rnegi ekki í Tímanum segja írá þeim þætti „vikunnar" um leið og hann ritar um þennan atburð, eins og lionum er lýst í sænskum blöðum. Og ástæðan til þess að J. J. á að leyna þessum ósigri íslands í Stokkhólmi, ó að vera sú, að vitn- eskjan um' álit Svía á rnusik J. L. muni gera Kr. A. erfiðara með áður umgetna félagsstofnun. Hér skal ekki farið út í það, að livað miklu leyti Jón í Stóradal á skilið jiakklæti af innlendum mönn- um í sambandi við réttarfarsgæzlu núverandi stjórnar. En a. m. k. er frægð Jóns ekki komin til Svíþjóðar á þann hótt, að nokkur von sé til að Jón Leifs njóti þar frændsemi við hann. En úr því að J. Leifs féll sjálf- ur gersamlega í gegn ó sínum verk- um í Gautaborg, og úr því hann dró „vikuna" í haust niður meir en nokkur annar, sem þar ótti hlut að máli, og úr því sumum allra fær- ustu íslendingum, sem hlustuðu ó „rnusik" Jóns, fannst hún jafn lítið listræn eins og ef fjórum lirossa- brestum væri snúið, eins og einn þeirra sagði eftir heimkomuna, þó I /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.