Tíminn - 05.11.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 183 Ný bók. Alríkísstefnan eftir Ingvar Sígurðsson Fæst í bökaverzlunum I ömuveskí er kærkomin tækifærisgjöf. Birgðir takmarkaðar! Gerið pöutun sem allra f'yrst! Veski úr góðu efni fást frá kr. 2.00, iengd 17 cm. 20 og 28 cm. lengd kosta kr. 2.85 og 5.35. — Veski með fastri buddu og spegli kr. 4.85, 6.85 og 885, Moiré eða silkitóður. — Veski ineð læstu miðhólfi og nýtísku skrautlásum. Verð kr. 7.50, 7,85, 10.00 og 11.00. Stærð 18, 20 og 23 cm. Véski með tveimur læstum hólfum og liólfl fyrir peu- inga og spegli úr slípuði gleri. Lengd 20, 22 og 24 cm. með góðu fóðri úr Moiré cða silki. Verð kr. 8.50, 10 85 og 12.85. 011 þessi veski fást í mörgum Iitum, úr uýtísku efni og að öllu leyti með góðum frágangi, Send í póstkröfu um alt land, en pantendur eru beðnir að senda helmiugiim af upphæðinni um leið og pantað er og þá verður pöntunin afgreidd burðargjaldsfrítt um liæl. Utanáskrift: Leðurvörudeild Hljóðfærahúss Reykjavíkur Reykjavík. Símnefni: Hljóðlæruliús Kolaverslun Olgeirs Friðgeirsgonar við Geirsgötu (beint á móti Sænska Frystihúsinu). Selur góðu kolin rústarlausu. Pantanir aígreiddar gegu ettirkrötu. Sími 2255. IJeimasími 591. ? i er sannarlega ofraun fyrir Kr. A. að setla Svíum að dást að því sem þeirn þótti lítið varið í, og íslend- ■ingum að leyna þessum ósigri. Kr. Albertsson hlýtur að skilja, að það sem hefir komið fyrir Jón Leifs, j"- nákvæmlega sama og myndi ‘Koma fyrir K. A., ef hann ætt> rað fara að lesa upp byrjunina. a eilífðarskáld- sögu sinni fnn' listrænt menntuðu íoííci í stórborg. Hvað gagnaði hon- um þar allt hið falska gum, sem frændur hans, útgerðarmennirnir, gætu í té látið. þar kæmi fram dómur veruleikans, nefnilega sá, að Kr. A. hefir viljað vera skáld, en ekki haft skapandi gáfu, og þess vegna alls ekkert skáld. Og ástæð- an til gremju Kr. A. í sambandi við sænsku vikuna og Jón Leifs, er sú, að þar komst upp hvílíkan skolla- leik aðstandendur og nauðleitar- menn Jóns liafa leikið árum sam- an í sambandi við „musik“-vinnu þessa manns. X.+Y. ---0--- r A víðavangi. Magnús Guðmundsson. Mál M. Guðm. hefir verið mjög á orði í þessum mánuði. Hefir nú ver- ið birt í blöðunum skjal það, þar sem skrifstofa Péturs Magnússonar og Guðm. Ólafssonar heimtar að lög- reglan í Rvík yfirheýri Magnús Guðmundsson. — Leiðtogar íhalds- manna Iiafa þannig afhent M. G. i hendur lögreglunnar úður en þeir gera hann að dómsmálaráðherra sín- um. Magnús var nokkrum sinnum fyi'ir rétti út af þessai'i kreru flokks- iiræðra sinna, og virðist sem sakar- efnum Ha.fi fremur fjölgað en fækk- aö við rannsóknina, Tók M. G. þá til þess frumlega ráðs, að skrifa í Morgunblaðið um mál sitt, lýsa þá félaga sína, P. M. og G. Ól., ómerka að kærunni, lýsa sjálfur yfir sínu al- gerða sakleysi, lióta dómaranum, ef hann ekki dæmdi eins og sakborn- ingi þóknaðist, og dylgja um rang- látan dóm, áður en dómur var upji kveðinn. Ofan á hótanir M. G. er talið, að liafi verið bætt hótunum frá ýmsuin flokksbræði'um hans. Er það siður íhaldsins að ráðast með persónulegum árásuin á þá dómara, sem ilmldið .óttast að muni sakfella lirotlega íhaldsmenn. þannig var ráð- ist, á Magnús Torfason út af Stokks- eyrarmálinu, Berg Jónsson út af vaxtatökumálinu, HalJdór Júlíusson út, af fölsunarmálinu í Hnífsdal, pró- fessora háskólans út af dóminum um sekt íslandsbankastjóranna, þórð Eyjólfsson út af rannsókn á fiskmáli þórðar Flygenrings og Ólaf þor- grímsson fyrir að raimsaka svikin síldarmál Kveldúlfs ú Hesteyri. í Ameriku eru dómarar og vitni skotn- ir eins og óbótamenn af aðstand- endum glæpamannanna og má segja að sinn sé siðui' í landi hverju. ** Lika Jónasi að kenna! Nú nýlega héldu íhaldsmenn flokksfund ú Hvoli í Rangárvalla- sýslu. Mættui' var þar Jón Ólafsson og einhverjir fleiri „forráðamenn" flokksins úr Reykjavík. Eins og venja er til á slíkum samkomum fór mestui' hluti fundartímans í það að taia illa um Framsóknarflokkiim og fyrverandi ríkisstjórn. En þegai' álið- ið var orðið fundartímans, stóð upp innanhéraðsmaður og sagði, að sér fyndist slík ræðumennska léleg kreppuráðstöfun. það sem Rangæing- um væri tilfinnanlegast nú, væri, hvað kjötið liefði lækkað mikið, og ekki væri það þó „Jónasi að kenna". En íiialdið var ekki ráðalaust, því að Jón Ólafsson tók að sér að sanna, að lækkun kjötverðsins á heims- markaðinum væri „líka Jónasi að kenna“! Hitt mun hafa gleymst, að kaup Jóns hefir ekki lækkað að sama skapi, þar sem hann fœr nú 4 þús. sunnlenzka dilka á ári fyrir vinnu sína við Utvegsbankann. Frá Vestmannaeyjum. Ófriðurinn innan íhaldsflokksins í Vestmannaeyjum lieldur áfram. ' Hafa Tímanum nýlega borizt síðustu blöðin þaðan. „Ingjaldur" (Kr. Linnet) deilir á Magnús Guðmunds- son út af því, að ísberg skyldi verða sýslumaður í Húnavatnssýslu, og spyrst fyrir um, hvort M. G. ætli að fara að eins og fyrv. stjórn og vii'ða að engu hina „góðu, gömlu" reglu um embættisaldur, Jóhann Jósefs- son segir, að Kolka hafi stórskaðað íhaldsflokkinn rreð flakki sínu um landið fyrir landkjörið 1930 og hrjálsemísfyrirlestrinum, og hafi bctri: menn flokksins fyrirfram haft chug á ferðalagi þeirra félaga, Kolku og J. þ. — „Gestur" (Páll Koika) bendir aftur á það, að brjál- semisræðan hafi verið gefin út af félagi ungra íhaldsmanna í 12 þús. eintökum (Tíminn hélt, að þau liefðu ekki verið nema 9 þús.) og sýni það þó, að „æskan" í flokknum hafi haft traust á fyrirtækinu. Enn- fremur segir Iíolka, að Jóhann hafi sett bæjarfélagið á hausinn, og hef- ir víst mörgu verið meir iogið. Er það þá „þjóínaður". í Mbl. segir þann 29, f. m„ að það sé „þjófnaður", ef stjómendur tog- arafélaga, sem margir eru jafnframt svokallaðir eigendur, „hirði ágóð- ann“ af rekstrinum, ef einhver sé. Hvað segja þeir Ólafur Thórs og Jón Ólafsson um þessa kenningu? Ihaldið og skuldir bænda. Mbl. og ísafold voru með bolla- leggingar um það snemma í liaust, að bændum myndi vera talin trú um það, að ef íhaldið kæmi til valda, myndi almennt verða gengið að skuldum bænda og þeir flæmdir frá búum sínum. Núna í vikunni liefir Mbl. aftur byrjað á þessu um- tali. Hver er meining hlaðsins með þessum hugleiðingum? Á að skilja þær sem viðvörun á „rósamáli" um hinar raunverulegu fyrirætlanir íhaldsforingjanna? Almennt mun því okki hafa verið trúað, og ekki held- ur af Framsóknarmönnum, að íliald- ið myndi lmgsa sér að nota meira- lilutaaðstöðu, ef það einhvemtíma fengi hana, til að hefna sin á bænd- um á þennan liátt. þetta leyndar- c.ómsfulla og endurtelcna umtal Reykjavíkurílialdsins um framtíðar- ráðstafanir gagnvart bændum, mun því verða mörgum íhugunarefni. Páll Steingrímsson talar af sér. Páll Steingrímsson neitar því, að liann liafi úrið 1924 hoðist til að gjöra „Vísi“ að múlgagni Framsókn- arflokksins í Reykjavík. þcssu til sönnunar bendir hann á það, að dagblað, sem styddi málstað Fram- sóknarmanna, myndi ekki vera gróðavænlegt fyrirtæki. Páll játar þannig óviljandi, að hann liafi gjörst málsvari íhaldsins af því að það liafi verið gróðavæniegra. P. S. hefir eftir því svikið Framsóknarflokkinn í gi'óðaskyni, og mun engum þykja það ótrúlegt, sem kynnir sér skrif lians. Hinu þýðir P. S. ekkert að bera á móti, að hann liafi verið einn 9 af stofnendum Framsóknarfélags Reykjavíkur. Stóð nafn Páls í félaga- skrá í nokkur ár, svo sem sjá má í hókum félagsins, en seinna var það strikað út, af því að vafasamur heiður þótti að því, þegar stundir liðu, enda mun P. S. ekki hafa 'greitt árgjald nema fyrsta árið. En vel má vera að félagsskírteinið fynd- ist, ef húsrannsókn væri gerð hjá Páli. Húsgagnasalinn í Stokkhólmi. Herluf Ciausen húsgagnasali biður þess getið, að gefnu tilefni, að liann hafi ekki verið í Stokkhólmi um það leyti, sem íslenzka vikan stóð þar yfir. Tímanum er líka kunnugt um, að húsgagnasali sá, sem getið er um i grein J. J. „Stjórnmálin í október" í síðasta tbl., er ekki hr. H. C. Fjósamaðurinn og púkinn. í fyrra vetur kom til Reykjavikur íhaldsmaður utan af landi. Varð hon- um, ásamt lögfræðingi hér í bænum, gengið inn á gullsmíöastofu, og barst tal þeirra og gullsmiðsins að stjórnmálum. Hafði aðkomumaðurinn oftast orðið, og hnýtti hann svo kröftulega saman blótsyrðum og hrakyrðum um J. J., að félagar hans stóðu orðlausir af hrifningu. Loks liafði lögfræðingurinn orð á því við gullsmiðinn, að slíkur munn- söfnuður væri vissulega aðdáunar- verður, og að þeir skyldu gefa hon- um að verðlaunum silfur neftóbaks- dósii', sem lágu þar fullsmíðaðár. Gróf síðan gullsmiðurinn fangamark lians á dósirnar, og tók aðkomumað- urinn við þcim og þóttist vel liafa veitt. Hétu þeir félagamir honum bví að skiinaði, að ef hann héldi út mcð slíkt orðbragð næstu fimm ár- in, skyldu þeir gefa honum guildósii'. þegar hann kom heim til sín, lét hann mjög drýgindalega yfir upp- liefð sinni. Hefir hann síðan verið kallaður dósent, og þykir vel við eiga. í sambandi við þennan at- burð hefir mörgum dottið í hug sag- an af púkanum, sem fitnaði og dafn- aði við hvert lilótsyrði fjósamanns, en megraðist að mun ef fjósamaður- inn bretti orðbragð sitt. þykir sagan ^um dósentinn benda til þess að iíkt sé á komið mcð íhaldsflokknum og púkanum, að hann dafni bezt og þríf- ist af illum munnsöfnuði fjósamanna sinna. s-p. Valtýr og samvinnufélögin. í Mbl. stendur 29. f. m. í grein um togaraútgerðina og samvinnu sjó- manna: „ ... Læzt Tíminn vera hrif- inn af þeim (þ. e. útgerðarfélögum sjómanna) sakir þess, að starfsregl- ur þeirra séu í samræmi við sam- vinnulögin; en lionum yfirsézt það, að í þessum reglum er einmitt það stóra ósamræmi við samvinnulög- gjöf Tímans, að togaramenn þessir takmarka samábyrgðina við mjög lága upphæð frá hverjum einstald- ingi...“ — Hér slcal aðeins bent A það, að Mbl. en ekki Tímanum hefir „yfirsézt" í þessu efni. í lögunum um samvinnufélög frá 1921, er það nefnilega skýrt tekið fram, að sam- vinnufélög, sem stofnuð eru til að reka framleiðslu, þurfi ekki að hafa ótakmarkaða samábyrgð til að full- nægja ákvæðum laganna. Ef Valtýr vill sjá þetta með eigin augum, ætti hann að litvega sér samvinnulögin. þau fást í bókabúðum. Fáninn misnotaður. Ilialdsflokkurinn í Reykjavík hefir leyft sér þá ósvinnu nokkrum sinn- um undanfarið, að auðkenna mcð íslcnzka þjóðfánanum bifreiðar þær, sem notaðai' cru til að smaia fólki til kjörstaðar á kosningadegi. Svo var einnig nú í liaust. Enginn ann- ai’ flokkur hefir gotað fengið sig til þoss ennþá, að nota þjóðfánann þannig í pólitísku sérliagsmuna- skyni. Og sízt situr það á liinum gömiu innlimunarmönnum í ílialds- flokknum og hinum dönsku aðstand- endum MorgunblaðsinS, að skreyta sig með hinu íslenzka sjálfstreðis- tákni. Sé íhaldinu hinsvegar alvara með að nota fánann framvegis á sama liátt og Guðrún Lái'usdóttir kristindóminn*), verða aðrir flokkar að „taka til sinna ráða“, til að kenna íhaldinu mannasiði í þessum efnum. íhaldið og vínið. M. Guðmundsson hlýtur að hryggja einlæglega liina miklu bindindisvini Jakob Möller, Felix, Ástvald o. s. fi’Vj, með því að liann veitir nú stöð- ugt leyfi til vínveitinga fram ú nótt á ýmsum veitingastöðum og á heim- ilum „heldri manna". Auk þess er i undirbúningi að M. G. láti Oddfcll- ow-höllina (hann er einn eigandinn) fá leyfi til vínveitinga í veizlum. Varðskipunum vill hann leyfa að liyrja gamla siðinn með vinnautn um borð. B. P. -----o------ í bifreið úr Hornafirði til Reykja- 'vfkur. Síðastliðiun mánudag komu hingað til bæjarins 10 Hornfirðingar, 'seni höfðu komið á bíl austan úr Hornafirði. Bíllinn er yfirbyggður vörubíll og stýrði honum eigandi lians, Óskar Guðnason frá Höfn. Ferðafólkið haföi hér aðeins 3ja daga viðdvöl og- lagði af stað aftur um há- degi á fimmtudag. Leiðin, sem er 512 km. var farin á 3 dögum. Bíllinn var fluttur fyrir Hornafjarðarfljót á bát upp að Flatey á Mýrum og var fyrsta dagleið að Svínafelli í Öræfum. Ekki var neinn sérstakar télmi að Jökulsá, og Broiðimerkursandur var greiðfær, en það sama var ekki hægt að segja um Skoiðársand, Hann er afarslæm- ur yfirferðar, illa ruddur og stór- grýttur liingað og þangað, sem eru leifar af síðasta Skeiðárhlaupi. þó var farið annan daginn frá Svína- felli að Flögu í Skaftártungu. þriðja daginn var ferðinni heitið alla leið, en ekki náð nema að Ölfusá, vegna þess að hvassviðri og sandfok á Markarfljótsaurum tafði ferðina mjög. þetta ér í fyrsta sinn, sem bíll fer alla þessa leið. Áður hefir bíll farið frá Höfn að Breiðamerkursandi, og að vestanverðu hafa bílar farið að Núpsstað, en þar hafa Núpsvötn og Skeiðársandur lokað leiðinni, enda hefir verið litið svo á að Breiða- merkursandur og Skeiðársandur *) Á Guðrúnu sannast hið forn- kveðna, að „sjaldan bregður mær vana sínum“, því að jafnskjótt, sem framboðsfrestur var úti á dögunuin, liyrjaði Guðrún að skrifa um krist- indóm í íhaldsblöðin! ásamt stórfljótunum, sem um þá falla, væru farartálmi, sem ekki yrði yfirstígipn. Lárus Jónsson á Bergsstöðum í Biskupstungum varð sjötugur 15. í. mán. Hann er mörgum kunnur sem fylgdarmaðui' um óbyggðir landsins, hefir hann farið margar ferðir inn á hálendið og síðast í sumar fór hann kringum Langjökul á samt fleirum, og bar ekki á að aldurinn háði honum. „Rétlvísin gegn Mary Dugan“ heit ir leikrit, sem Leikfélag Reykjavikur sýndi í fyrsta sinn á fimmtudags- kvöldið var. Leikurinn er í þrem þáttum, og er leiksviðið cins í öll- um þáttum, dómsalur í New York, og fara þar fram yfirheyrslur og dómur í morðmáli. Leikurinn er hvöss ádeila á amei'ískt réttarfar, og var honum mótmælt af lögfræðing- um í New York, þegar hann var sýndur þar árið 1927. Leikendur eru: Arndís Björnsdóttir, Marta Kalman, Emilía Borg, Haraldur Björnsson, Brynjólfur Jóhannesson, Indriði Waage, Valdemar Helgason, Gunnar Möller, Valur Gíslason o. fl. Nýútkomin tónverk. Tonkúnstler Verlag í Vinarborg hefir nýlega tckið til útgáfu nokkur tónverk eftir Sigui'ð þórðai'son söngstjóra. Eru þegar komin út í prýðilegri útgáfu 8 einsöngslög: Hlíðin (Gestur), Sjarna stjörnum fegri (Magn. Gísla- son) og Vögguljóð (Ben. þ. Gröndal). Textarnir eiimig á þýzku í þýðingum dr. Alcx. Jóhannessonar. — Ennfrem- ur 5 lög fyrir slaghörpu: Preludium, Fuga, Scherzo, Abendlied (kvöldljóð) og Fuga. — Lög þessi fást hjá flest- um lióksölum. — Bráðlega munu koma út hjá sama forlagi 3 karla- kórslög: Áin niðar (Sigurj. Friðjóns- son), Syngið strengir (Guðm. Guðm.) og ICvöldljóð (Sig. B. Gi'öndal). Loks mun sama fólag gefa út Lofsönginn úi' kantötu Sigurðar við hátiðarljóð Dav. Stefánssonar 1930 og ennfremur nokkur fleiri einsöngslög með slag- hörpuundirleik. Má þáð teljast bæði sæmd fyrir höfund þessara tónsmíða HESTUR, rauðskolgrár, vetrarafrakaður, stygg- ur, lítið taminn, ójárnaður, 6 vetra gamall, 52—53 tomniur á hæð, tapað- ist í vor. Mark: 2 grannir bitar aft- an vinstra. þeir, sem kynnu að •verða varir við þennan liest, eru beðnir að láta vita Einai' Olafsson Lækjarhvam'mi eða þórð Eyvindssön Kjötbúðinni Hvarfisgötu 92, Reykja- vik. — Sími 2216. og heppni að svo merkt félag liefir ráðist í útgáfuna nú á svo örðugum tímum. Nýtt sjúkrahús ætla katólskir menn að fara að láta reisa á Landa- kotstúni í Reykjavík. Fellst þar vænt- anlega til nokkurt verkefni nú í at- vinnuleysinu. ---~o- Dánarfregn þann 9. febr. þ. á. andaðist á heilsuhælinu á Vífilsstöðum, Sigríð- ur Jóhannsdóttir frá Geithellum í Suður-Múlasýslu, fædd 12. nóv. 1904. Föður sinn missti hún 1915. En móð- ir hennar, Ilelga Einarsdóttir, hélt samt áfram búskapnum þar, og var liún alltaf lijá móður sinni, þar til vorið 1931, að liún varð að fara til Reykjavíkur að leita sér heilsubótar. þetta var eina dóttir Héigu og því enn tilfinnanlegri missinn fyrir móð- ur hennar. Sigríður heit. var góð stúlka og myndarleg, afarprúð og siðug. Hún var vel kynnt af öllum, sem þekktu liana og geðprýðin sjálf og ætíð eins. Hún var búin að vera á vefnaðar- námskeiði bæði í Reykjavik og uppi á Eiðum, og var vel mennt í því o. íl. til liandanna. Hennar er sárt saknað af öllum sem þekktu liana. — Blessuð veri minning hennar. G. S. -----O-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.