Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 1
©faíbferi 09 af$raðslumaour Címans tt Rannveiq. porsteinsbóttir, £<vfjarcjöfu 6 a. JSeyrjOÐtf. ,-cX./a,tei6sí_ i i xi\ a n 5 ct í €a!f jargötu 6 a. ©pin öaglcga-ft. 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 11. nóvember 1932. 49. blað. Dómur í málinu: Réttvísin gegn: Carsten Behrens, Magnúsi Gfuðmnndssyni og Niels Manscher. C. Behrens heildsali dæmdur i 45 daga einfalt fangelsi og sviftur vex_lunarleyfi í 6 ár. Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra dæmdur í 15 daga einfalt fangelsi. N. Manscher endurskoðandi sýknaður. Magnús Guðmundsson segir af sér. MáJ þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Carsten Behrens, fyrverandi kaupmanni, til heimilis Hafnarstræti 8, Magnús Guðmunds- syni dómsmálaráðherra, til heimilis að Fjólugötu 2, og Niels Manscher endurskoðunarforstjóra, til heimilis í Þrúðvangi, fyrir meint brot gegn ákvæðum 26. kapitula almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869, sbr. lög nr. 53 frá 11. júlí 1911 um bókhald, og lög nr. 25 frá 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti. Málavextir eru þeir sem nú skal greina. Þau eru- tildrög máls þessa, að ákærður Carsten Behrens, var verzlunarstjóri við Hoepfnersverzlun hér í bænum fram til ársins 1925 að þeirri verzlun var hætt. Kveðst ^kærður þá engar eignir hafa átt, en skuldað Hoepfnersverzlun um kr. 14000,00. — Varð það að samkomulagi milli Hlutafélagsins Carl Hoepfner í Kaupmannahöfn og ákærðs C. Behrens, að firmað lánaði honum vörur, til þess að hann gæti stofnað og rekið heildverzlun hér. Fyrst.var svo um samið, að þessi vöruskuld ákærðs C. Behrens við firmað, mætti á hverjum tíma vera me*st danskar kr. 20.000,00, en síðar var þetta hækkað upp í danskar krónur 35000,00. Jafnframt var svo um samið, að ákærður C Behrens greiddi eigendum Hoepfnersverzlunar gömlu skuldina, kr. 14000,00, með kr. 1500,00 hálfsárslega og 6% ársvöxtum. Verzlun ákærðs C. Behrens gekk illa og fór fjárhagur hans síversnandi. Jafn- hliða verzluninni hafði hann á hendi fyrir h.f. Carl Hoepfner í Kaup- mannahöfn innheimtu hjá útbúumj firmans hér á landi og leigu af húseigninni nr. 21 við Hafnarstræti hér í bænum. En nokkuð af pen- ingum þeim, sem ákærður C. Behrens innheimti hjá útbúunum, greiddi hann ekki til Hoepfnersverzlunar, heldur notaði til eigin verzl- unarreksturs og safnaðist að mestu leyti þannig skuld, sem á efna- hagsuppgjöri pr. 28./10. 1929 var talinn nema kr. 53785,69, en síðar reyndist kr. 5000,00 lægri, eða kr. 48785.69, og auk þess skuldaði ákærður þá h.f. Carl Hoepfner í víxilskuldum vegna vörulána kr. 14362,50. Þótt ákærður C. Behrens skuldaði h.f. C. Hoepfner þannig kr. 5000,00 minna en ætlað var» 28./10, batnaði þé ekki fjárhagur hans að heldur því öðrum skuldaði hann allt að kr. 6000,00 meira en greint var í bókunum og fram kemur í efnahagsreikningnum: 28./10. Skuld ákærðs C. Behrens var því orðin talsvert hærri en firmað hafði heimilað. — Með-ákærðum í þessu máli, N. Manscher, var af h.f. Carl Hoepfner falið að hafa eftirlit með verzlunarrekstri ákærðs, C. Behrens, og átti hann að skýra eigendum firmans frá, hvernig rekst- ur ákærðs C. Behrens gengi. — Með innborgunum frá útbúunum til ákærðs C. Behrens, kveður ákærður N. Manscher sér ekki hafa verið fajið neitt eftirlit, enda muni útbúin hafa sent tilkynningar til firmans í Kaupmahnahöfn í hvert skipti, er þau greiddu C. Behrens. Virðist því h.f. Carl Hoepfner í Kaupmannahöfn hafa fylgst með skuldasöfnun ákærðs C. Behrens. Seinni hluta septembermánaðar árið 1929, sneri ákærður C. Behrens sér til meðákærðs N. Manscher og skýrði honum frá högum sínum og að hann teldi nauðsynlegt að komast að samningum við h.f. Carl Hoefpner. Þetta staðfesti hann svo síðar bréflega. Sendi með- ákærður N. Manscher þá bréf, dags. 9./10. 1929 til A. Berleme for- stjóra h.f. Carl Jloepfner í Kaupmannahöfn ög skýrði honum frá því, hvernig komið væri fyrir C. Behrens. En A. Berleme virðist hafa verið þetta kunnugt áður, enda mátti honum vera það ljóst, þar eð ákærður C. Behrens byrjaði verzlunina með 14 þúsund króna skuld, eignalaus, og hafði tapað síðan. Með bréfi til endurskoðunarfirmans N. Manscher og Björn Árnason, dags. 5. október 1929, segir A. Ber- leme, að hann sé fastákveðinn í að hætta viðskiptum við ákærðan C. Behrens. Hann segir ennfremur, að sér sé „óljúft að'aðhafast nokkuð það, er kann að verða honum (þ. e. ákærðum C. Behrens) til tjóns, bæði vegna þess, að vér viljum ekki á nokkurn hátt skaða framtíð hans og auðvitað einnig vegna þess, að vér eigum ennþá peninga hjá honum". Bréf þetta endar A. Berleme með þeim orðum, að það sé hörmulegt að sjá C. Behrens „enda með gjaldþroti og sjóðþurð". I októbermánuði 1929 sendi svo h.f. Carl Hoepfner hingað H. Tofte, fyrverandi bankastjóra, til þess að semja við'C. Behrens og tryggja hagsmuni h.f. Carl Hoepfner. H. Tofte gekk mjög hart að ákærðum C. Behrens og hótaði honum að kæra hann og gera gjald- þrota, ef hann ekki greiddi alveg eða að me^tu skuldina við h.f. Carl Hoepfner. Um þetta leyti var það, að ákærður C. Behrens sneri sér til ákærðs Magnúsar Guðmundssonar og bað hann að ráðleggja sér hvað hann ætti að gera í þessum vandræðum sínum og vera umboðsmann sinn í samningum við H. Tofte. Gekk ákærður Magnús Guðmundsson inn á það. Var þáí-af endurskoðunarskrifstofu N. Manschers & Björns Árnasonar gerður upp efnahagur ákærðs C. Behrens; var efnahags- reikningur þessi á dönsku og fer hann hér á eftir í þýðingu eftir löggiltan skjalaþýðanda: „EFNAHAGSREIKNINGUR pr. 28./10. 1929 fyrir C. Behrens. Eignir: Sjóðreikningur.............................. kr. 6.041,22 Ymsir skuldunautar........ .......... kr. 41.654,93 .................. — 606,59 -------------_----- _ 42.261,52 , VörubirgSir................................. — 35.118,42 ----- Bornholms Maskinfabrik................ — 3.832,00 Reikningar yfir innanstokksmuni.......... kr. 2.029,50 -h Fyrningarafskrift til l./l. 1929.......... — 571,35 Eignin í Hafnarfirði 1.458,15 8.500,00 Höfuðstólsreikningur l./l. 1929..... kr. 14.859,72 Mismunur á viðskiptamannaroikningum .. .. — 672,10 Einkareikningur pr. 28./10....... ...... — 13.049,93 Hverfisgata 63 Hafnarfjörður...... .. .. — 851,72 Kr. 29.433,47 -r- Reksturshagn., pr. 28./10.....kr. 3.401,46 Fyrningarafskrift af eigninni í Hafn- aríirði.......... ...... — 263,40 — 3.664,86 25.768,61 Kr. 122.979,92 Pr. 28./10. 1929. S k u ] d i r. Veðskuld á eigninni i Hafnarfirði ......... * v/ kaup a húsinu á Lindargötu........ A/S. Carl Hoepfner: Lánsreikningur Ýmislegt hjá C. B. Hlaupareikningur . Samkvremt fylgiskjali kr. 3.263,40 — 3.263,40 154,50 — 3.705,01 — 14.362,50 — 50.116,73 kr. 68.338,74 -h- Ýmislegt hjá C. B. — 190,55 --------------------¦ kr. 68.148,19 Ýmsir skuldheimtume.nn innlendir.......... kr. 2.379,19 útlendir.......... — 24.829,91 --------------------- _ 27.209,10 Umboðsreikningur Bornholms Maskinfahrik............ — 4.132,70 Ýmsir skuldheimtumenn: Laura Behrens...... kr. 4.672,70 , Ida H. Behrens...... — 2.800,00 Ivar Behrens...... — 4.872,00 Bruhn & Baastrup .. — 11.145,23 --------------------- — 23.489,93 Kr. 122.979,92 Framanskraðan efnahagsreikning höfum vér samið: eftir bókum yðar, sem vér höfum endurskoðað. Vér höfum ekki borið skuldunauta og skuldheimtumenn saman við bæk- urnar, en tilfært þá samkvæmt skrám, er þér hafið samið. Af birgðum þeim, sent tilfærðar eru, höfum vér sannfært oss um að vörubirgðirnar eru til. Reksturságóðinn pr. 28./10. kr. 3.401,46 minnkar eða eykst við útgjaldaliði og umboðslaun, sem óinnfœrt kann að vera. Reykjavík, 9. nóvember 1929." Svo sem þessi efnahagsreikningur ber með sér, skuldaði ákærður samkvæmt honum kr. 25768,61 umfram eignir. En H. Tofte heimtaði svo sem fyr segir, að viðlögðu gjaldþroti og kæru, að skuld umbióð- enda síns yrði greidd eða tryggð með framsali á vörum og útistand- andi skuldum C. Behrens. Kveðst þá ákærður N. Manscher þegar í upphafi þeirra samningaumleitana hafa sagt hvað eftir annað, að þetta mætti ekki gera vegna hinna skuldheimtumanna C. Behrens, og hafi hann síðan aðeins verið við samningana með þeim H. Tofte og ákærðum Magnúsi Guðmundssyni og C. Behrens til þesá að gefa upp- lýsingar um efnahaginn. Þetta staðfestir og ákærður C. Behrens. Hinir ákærðu halda því fram, að ekki hafi þurft að leggja efna- hagsreikninginn til grundvallar eins og hann er. Telja þeir, að C. Behrens hafi haldið því fram, að skuldirnar við Lauru, Idu og Ivar Behrens og skuldin við bankafirmað Bruhn og Baastrup, samtals kr. 23489,93, þyrfti hann ekki að greiða nema allir aðrir fengi sitt, og því hafi þessum skuldum verið sleppt, og síðan hafi H. Tofte fyrir hönd Carl Hoepfner gefið ákærðum C. Behrens eftir kr. 6000,00. Á þennan hátt hafi efnahagur ákærðs C. Behrens verið bættur þannig, að hann ætti meira en fyrir skuldum, og kveðst ákærður Magnús Guð- mundsson þá hafa séð sér fært að ráðleggja ákærðum C. Behrens að greiða skuldina til h.f. Carl Hoepfner. Um' þetta atriði hjálpaði ákærður Magnús Guðmundsson ákærðum C. Behrens til þess að koma á og ganga frá þeim samningum við H. Tofte fyrir hönd __. Carl Hoepfner, sem fara hér á eftir, þýddir úr dönsku af löggiltuni skjala- þýðanda: __.-•:$_ Óeirðirnar í fyrradag í Reykjavík hefir nú undanfarnar vikur verið margt atvinnulausra manna í dýrtíðarvinnu. Þeim hefir verið greitt kaup samkvæmt taxta verkalýðsfélaganna hér, kr. 1.36 um klukkustund. Unnið var 6 stundir á dag. Vinnunni var þannig jafnað niður, að þeir, sem mesta vinnu fengu, unnu aðra hverja viku, en aðrir höfðu vinnu eina viku í mán- uði. En á næst síðasta bæjarstjórnar- fundi var samþykkt að færa kaupið niður um rúml. !% í 1 kr. um klukkustund. Með þessari ráðstöfun greiddu i atkvæði fulltrúar ihalds- flokksins, 8 að tölu, en á móti Her- mann Jónasson og fnlltrúar Al- þýðuflokksins, 5 að tolu. Annar fulltrúi Framsóknarflokksins var forfallaður og mætti eigi á þeim fundi. Verkalýðsfélögin hér í bænum héldu á sunnudaginn var opinber- an fund og kröfugöngu til mótmæla gegn þessari ráðstöfun meirahluta bæjarstjórnar og kröfðust þess, að kaupið stæði óbreytt og bætt væri við 150 atvinnulaustim mönnum í vinnuna. Fór nefnd frá félögum á fund forsætisráðherra og setts borg- arstjóra, Guðmundar Asbjörnsson- ar, til að bera fram þessar kröfur og ræða málið. Boi-garstjóri gaf þau svör, að hann gæti ekki svarað fyrir flokk sinn en lofaði jafnfraint að kalla sarnan nýjan bæjarstjórnar- fund til aö ræða málið. En forsæt- isráðherra kvað ákvarðanir í þessu efni vera á valdi bæjarstjórnarinnar. Fundur sá, sern borgarstjóri hafði lofað, var ákveðinn í fyrradag á venjulegum fundarstað í Templara- húsinu við tjörnina. Komið hafði verið fyrir, samkvæm.t ráðstöfun borgarstjóra, gjallarhornum utan á húsinu, svo að fólk, sem viti stæði gæti heyrt umræðurnar. Templara- húsið er fremur lítið, lágt timbur- hús með stórum gluggum lágt frá jörð. Með framhlið hússins er gang- ur úti, milli þess og steingirðingar. Hinumegin er líka garður en við enda hússins autt svæði, Templara sund og Kirkjutorg. Gengið er inn um báðar hliðar hússins og stórar vængjahurðir fyrir dyrum. Auk þess inngangur í kjallara og þaðan upp i enda á aðalhæð hússins. Fundurinn hófst kl. 10 árdegis. Mikið fjölmenni var þá þegar sam- an komið inni í húsinu og þó aðal- lega úti fyrir til að hlýða á umræð- urnar. Sal þeim, sem bæjarstjórnin held- ur fundi í, er, þegar fundir eru, slíipt i tvennt með lágum trégrind- um. Innan við grindurnar eru sæti bæjarfulltrúanna. 1 þeim enda er nokkuð upphækkað leiksvið og þríð- an gangurinn niður í kjallarann. Fyrir framan grindufnar er áheyr- endasvæði og framan við salinn all- breiður útidyragangur. Fram til hádegis fór fundurinn rólega fram að öðru leyti en því að áheyrendur tóku allmikið fram í ræður sumra bæjarfulltrúa og létu i ljós andúð eða samþykki með tals- vert háværum upphrópunum. Þá töluðu bæjarfulltrúarnir Pétur Hall- dórsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Maggi Magnús, Ólafur Friðriksson, Sigurður Jónsson og Sigurjón Ól- afsson. Eftir kl. 12 var gefið fundarhlé til kl. 1%. Hófst þá fundur að nýju. Var cígi mjög mörgum áheyrendum hleypt ínn í húsið í fundarbyrjun, en rétt þegar umræðurnar hófust, voru dyrnar bakdyramegin, semeni lélegar sprengdar upp, og ruddust þar inn allmargir konunúnistar, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.