Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 2
186 TÍMINN sömuleiðis var rifin upp önnur hurðin að framanverðu, sem lokuð hafði verið, og varð þá einnig mjög greiður inngangur þeim megin. Jakob Möller var þá fyrstur á mælendaskrá. Hóf hann ræðu sína, en er hann hafði talað nokkrar mín- útur, gerðust svo mikil óp og há- reisti meðal áheyrenda, að hann varð að hætta ræðunni. Eftir ítrek- aðar en árangurslausar tilraunir til að þagga niður hávaðann, sleit fundarstjórinn, Pétur Halldórsson, fundinum. En þá óx háreistin um allan helming. Kom þá í ljós, að ýmsir af kommúnistunum, sem inn komu, höfðu falið barefli undir yf- irhöfnum sínum og veifuðu þeir bareflunum og höfðu í hótunum um að beita þeim á bæjarstjórnina, ef ekki yrði látið þegar í stað að kröfum þeirra. Samtímis byrjuðu kommúnistar að halda æsingaræður til mann- fjöldans af steingarðinum úti fyrir húsinu. Töluðu þar Stefán Péturs- son og Hjalti Árnason og siðan Þor- steinn Pétursson og Gunnar Bene- diktsson fyrverandi prestur. Hvöttu þeir kommúnista og aðra til að hef j- ast handa gegn lögreglunni og knýja bæjarstjórnina til hlýðni með valdi. Bað Gunnar Benedikts- son menn vera viðbúna að ráðast inn í húsið frá báðum hliðum, ef á þyrfti að halda. Einn kommúnist- anna flutti þá fregn, að „kratarnir“ (þ. e. Alþýðuflokksmennrinir) væru að svíkja“ og ganga til samkomu- lags við íhaldið, og yrðu áheyrend- ur nú að taka til sinna ráða. Magn- aðist mjög ókyrrð víða í mannfjöld- anum við ræðuhöld þessi. Kom nú til talsverðra ryskinga inni í húsinu milli lögreglunnar og kommúnista, sem veita vildu bæj- arstjórninni aðgöngu. í þeim svift- ingum fékk einn lögregluþjónn mikið höfuðhögg og varð að hverfa frá. Hafði hann fengið tvö djúp sár ofan á höfuðið. Þegar hér var komið sögu og fundi slitið, reyndu ýmsir bæjar- fulltrúar að stilla til friðar með þvi að koma á samkomulagi urn lausn málsins til að firra frekari vand- ræðum. Fékkst þá samkomulag um það milli Hermanns Jónassonar, fulltrúa Alþýðuflokksins og nokk- urra manna úr íhaldsflokknum að fylgja tillögu um það, að atvinnu- bótavinnunni yrði haldlð áfram með sama kaupi og verið hefir á meðan ekki yrði öðruvísi ákveðið, af bæjarstjórn. Töluðu þá Ólafur Friðriksson og Héðinn Valdimars- son til áheyrendanna og skoruðu á þá að spilla eigi fundarfriði, svo að aftur mætti setja fund aftur þá þegar, ef vandræðum yrði afstýrt á þann hátt. En kommúnistarnir frammi í salnum harðneituðu að verða við þessum áskorunum Ó. F. og H. V. Hafði Guðjón Benediktsson aðal- lega orð fyrir þeim og kvað þá nú hafa aðstöðu til að beita valdi við bæjarstjórnina og myndu þeir eigi láta þá aðstöðu ganga sér úr greíp- um, þó að þessi tillaga yrði sam- þykkt. Þustu þá kommúnistar inn fyrir grindurnar með barefli sín og bjuggust til að leggja hendur á bæj- arfulltrúana. Tókst þó þá að stilla til friðar um stund. Hurfu þá nokkrir bæjarfulltrúar af fundi niður í kjallarann og þar út. Urðu þeir þá fyrir árásum útifyrir. Var einn þeirra sleginn niður í götuna, en var þó bjargað úr höndum árás- armanna, án alvarlegra meiðsla. Einn þessara bæjarfulltrúa treyst- ist þó eigi til útgöngu úr kjallaran- um vegna óeirðanna úti fyrir. Heyrðust þá um það háværar ráðagerðir frammi í salnum meðal kommúnista að leita uppi aftur og sækja þá bæjarfulltrúa, sem leitað höfðu útgöngu og draga þá aftur með valdi inn í fundarsalinn. Réðst þá hópur manna skynilega inn gegnum salinn, þar sem bæjarfull- trúarnir sitja, upp á leiksviðið og ætlaði að ryðjast niður í kjallarann og sækja þann bæjaríulltrúann, sem þar ^var. En lögregluþjónar voru þar fyrir. Vörðust þeir þessu áhlaupi með mótárás, hröktu árás- armennina til baka, og varð úr þessu bardagi um allt húsið. Beittu þá kommúnistar bareflunum, sem þeir höfðu haft með sér en rifu jafnframt sundur bekki og stóla og annað, sem lauslegt var og notuðu til árása á lögregluna. En lögreglu- þjónarnir neyttu kylfanna. Tókst lögreglunni eftir stutta viðureign að Framh. á 4. síöu. „Samkvæmt verzlunarbókum C. Behrens kaupmanns skuldar hann í dag hlutafélaginu Carl Hoepfner, Kaupmannahöfn, kr. 50805,69 — fimmtíu þúsund átta hundruð og fimm krónur og 69 aurar — auk samþykktra víxla að upp- hæð kr. 8349,72 danskar. Um kröfu þessa hafa þeir H. Tofte bankastjóri, sem umboðsmaður skuld- heimtumanns og skuldunautur í dag gjört með sér svofeldan S A M N I N G. 1. Ég, C. Behrens, afsala hérmeð hlutafélaginu Carl Hoepfner vörur fyrir kr. 27836,33. Vörur þessar skulu vera góðar, ósvilcnar verzlunarvörur og verðið skal vera það, sem tilfært er í vörutalningunni frá 28. f. m. Vörurnar afhendist í umbúðum og ábyrgist seljandi að vörumagn sé samkvæmt hinum afhentu vörureikningum. Farmgjald og vátryggingu fyrir vörurnar til Akureyrar greiðir seljandi. 2. Ég, C. Behrens, framsel hlutafélaginu Carl Hoepfner útistandandi kröf- ur að upphæð kr. 19100,00 (góðar, tryggar lcröfur, sem fallnar eru í gjald- daga). Framseljandi ábyrgist að kröfur þessar séu réttar, sem og að af þeim fáist, að minnsta kosti ltr. 15447,30, skuldheimtumanni að skaðlausu. Komi það í ljós, að einhver skuldunautur sé ekki greiðslufær, er hr. Behrens strax skylt að láta aðra góða kröfu í staðinn. Um kröfur þessar hefir verið gjörð skrá, og hafa báðir aðiljar fengið afrit af henni, en frumritið er afhent Magnúsi Guðmundssyni, hæstaréttarmálaflutningsmanni, en honum hefir ver- ið falið að sjá um innheimtu á kröfum þessum fyrir reikning framseljanda. 3. Fyrir afgangi skuldarinnar skal gefa út skuldabréf, og skal það ákveðið hvemig sá afgangur greiðist og ávaxtist. 4. þess skal getið, að upphæð kröfunnar er í samningi þessum tilfærð sam- kvæmt bókum skuldunauts, en það er skýrt tekið fram, af hálfu umboðs- manns skuldheimtumanns, að skuldunautur beri ábyrgð á því, sem hann auk þess sannanlega kann að skulda. 5. Áðurgreinda víxla lofar skuldunautur að greiða á gjalddaga. 6. Aðiljar hafa komið sér saman um, að skuldheimtumaður skuli ekki verða fyrir neinu gengistapi vegna skuldaskipta þessara, ef íslenzka krónan skyldi falla. Reykjavilc, 7. nóvember 1929." Fyrir því, sem eftir stóð auk víxilskuldanna, gaf ákærður C. Behrens út skuldabréf kr. 5500,00 til h.f. Carl Hoepfner, en síðar reyndist skuldin að vera kr. 5000,00 of hátt reiknuð svo sem fyr segir. Um þær eignayfirfærslur, sem fram fóru samkvæmt þessum samningi var öðrum viðskiptamönnum ekkert tilkynnt, og skuliar- arnir, sem ákærður C. Behrens framseldi skuldir á, fengu heldur enga tilkynningu nm það fyr en um áramótin. Ákærður C. Behrens hélt nú verzlun sinni áfram og tók talsvert af vörum að láni og stóð hann í skuld fyrir þessum vörum, að lang- mestu leyti, er hann varð gjaldþrota. Peningana, er ákærður fékk fyrir seldar vörur og með því að innheimta sumt af eldri útistandandi skuldum, notaði hann til þess að greiða ýmsar eldri skuldir sínar, þar á meðal greiddi hann h.f. Carl Hoepfner vixilskuldimar að miklu leyti. Um áramótin 1929 voru fallnar í gjalddaga ýmsar skuldir á ákærðan C. Behrens, sem gengið var ríkt eftir og hann gat ekki greitt, en hann kveðst hvergi hafa getað fengið lán. Kveðst hann þá þegar hafa séð að ómögulegt var að halda verzluninni áfram og sagði því upp starfsfólkinu. Fóru starfsmenn eða starfsmaðurinn úr vörubirgða- húsi ákærðs C. Behrens þegar í janúar og var því þá lokað, en skrif- stofufólkið fór í marzmánuði og afgreiddi meðan það starfaði á skrifstofunni einnig lítilsháttar af þeim vöruleifum, sem eftir voru i birgðahúsinu. I janúarmánuði kveðst ákærður C. Behrens hafa afhent ákærðum Magnúsi Guðmundssyni ýmsar kröfur í stað krafna, sem h.f. Carl Hoepfner höfðu verið framseldar, en skuldararnir höfðu greitt ákærð- um C. Behrens vegna þess að þeim hafði svo sem áður segir ekki verið tilkynnt neitt um framsalið. Þegar ákærður C. Behrens sá fram á, hve hart sumir skuld- heimtumennimir eða umboðsmenn þeirra gengu að honum og hann var alveg að verða gjaldþrota, sneri hann sér til ákærðs Magnúsar Guðmundsson og skýrði honum frá, hvernig komið var. Heldur ákærður C. Behrens, að þetta hafi verið í febrúar eða marzmánuði, en ákærður Magnús Guðmundsson telur að það muni hafa verið í marz. Bað nú ákærður C. Behrens ákærðan Magnús Guðmundsson að leita fyrir sig samninga við skuldheimtumennina. Ákærður Magnús Guðmundsson sneri sér þá til þeirra skuldheimtumanna, sem voru að ganga að ákærðum C. Behrens, og óskaði þess að þeir biðu þeirra samningaumleitana, sem væru í undirbúningi, og urðu skuldheimtu- mennirnir við þessu. Efnahagur ákærðs C. Behrens var nú gerður á ný og um mánaðamótin maí—júní ritar ákærður Magnús Guðmunds- son skuldheimtumönnum ákærðs C. Behrens svolátandi bréf á dönsku og er það þannig á íslenzkri þýðingu eftir löggiltan skjalaþýðanda: „Magnús Guðmundsson hæstaréttarmálaílutningsmaður Reykjavík. Hr. stórkaupmaður C. Behrens, hér í bænum, hefir snúið sér til mín með beiðni um að vera honum hjálplegur með að komast að greiðslusamn- ingum við skuldheimtumenn sína, þar eð hann sjái sér ekki fært að standa í skilum. Efnahagsreikningur hans pr. 21./5. þ. á., hefir verið saminn af N. Manscher endurskoðanda, og er hann sem hér segir: E i gn i r: 1. Húseignin Lindargata 14. Fasteignamat kr. 28.800,00) Kaupverð................... kr. 60.000,00 2. Ýmsir skuldunautar....................................... — 10.454,56 3. Hluti í innlendum víxlum.................................. — 901,00 4. í sjóði (bankabók)....................................... — 118,60 5. Innstæða í Landmandsbanken d. kr. 14,80..................... — 18,04 6. Vörubirgðir................................................. — 2.088,80 7. Innanstokksmunir.............................................— 1.198,15 Reikningshalli höfuðstóls 1/1 1930 .......... kr. 29.173,28 Reksturstap 1/1—21/5 1930 .. ................ — 3.983,66 Eigin eyðsla 1/1—21/5 1930 .................. — 4.094,23 ---------------- — 37.251,17 Kr. 112.030,32 S ku 1 d ir: 1. Veðskuldir á eigninni: 1. Landsbanki íslands................................ kr. 14.766,26 2. Mjólkurfélag Reykjavíkur........................... — 35.233,74 ----------------- kr. 50.000,00 2. Skuldheimtumenn: Ýmsir d. kr. 17.841,30 ............................ kr. 21.761,03 — £ 150:5:4 ..................................... — 3.328,40 — R.M. 1.009,25 ................................. — 1.098,97 — $ 220,12 ...................................... — 1.004,30 — ísl. krón-ur................................... — 6.971,24 ------------------- — 34.163,94 3. Innlendir víxlar...................................................... — 4.825,00 4. Bruhn & Baastrup d. kr. 8.764,35 ................. kr. 10.689,88 5. Ivar Behrens d. kr. 4.000,00 ........................ — 4.878,80 6. Laura Behrens................................ . .. .. — 4.672,70 7. Ida Hedvig Behrens................................... — 2.800,00 ------------------ — 23.041,38 Kr. 112.030,32 Við efnahagsreikning þenna vil ég leyfa mér að gera eftirfarandi athuga- semdir: a) Húseignin Lindargata 14, er tilfærð á 60 þús. krónur, en er veðsett fyrir 50 þúsundum. Húseignin hefir verið auglýst til sölu, en ekkert við- unarlegt tilboð hefir fengist. þetta mat, 60 þúsund, er því sennilega of hátt. b) Ýmsir skulduheimtumenn kr. 10.454,56. Hr. Behrens álítur að elcki muni fást meira en h. u. b. kr. 2000,00* úr þessum lið. c) Vörubirgðir kr. 2088,80 eru skráðar af hr. Behrens, og hann álítur, að þær séu svo lágt metnar, að þessi upphæð ætti að fást fyrir þær nettó. d) Innanstokksmunir kr. 1.198,15 er samkvæmt afriti af veðbréfi sem hr* Behrens segir að hafi verið þinglýst, veðsett bróður hans, Ivar Behrens, sem trygging fyrir ábyrgð og láni. það er augljóst, að eignir herra Behrens muni ekki lirökkva fyrir nema liluta af þvi, sem hann skuldar. Ef til gjladþrota kæmi, myndi sala eigna hans á uppboði að líkindum tæplega hrökkva fyrir mikið meiru en kostn- aðinum við gjaldþrotið. En þar sém ágóðinn af frjálsri sölu myndi geta orðið töluvert meiri og þar sem herra Behrens þar að auki helst vill forðast gjaldþrot, hefi ég lofað að vera honum lijálpleg-ur með að reyna að kom- ast að greiðslusamningum þannig, að hann greiði 25% af kröfunum gegn fullnaðarkvittun. Herra Behrens segir að nokkrir vinir hans og ættingjar muni hjálpa honum að greiða samningsupphæðina, ef eignirnar nægi ekki fyrii' þeirri upphæð. þar eð herra Behrens er mjög umhugað um að komast að greiðslusamn- iugum svo fljótt sem verða má, helst með frjálsum samningum, en ella nauðasamningi, þá vildi ég biðja yður að endursenda hjálagða yfirlýsingu, undirritaða, við fyrsta þóknanlegt tækifæri. Greiðsla samningsupphæðarinnar fer frám svo fljótt sem unnt er eftir að allir skuldheimtumenn hafa gengið að samningunum, éða að nauða- samningur hefir fengist. Virð,ingarfyllst (sign.) M. Guðmundsson.'1 Eins og' bréf þetta ber með sér telur ákærðúr Magnús Guðmunds- son efnahag ákærðs C. Behrens mjög slæman. Efnahagurinn hefir þó ekki versnað frá 28./10. 1929 nema um kr. 12000,00 og nokkuð af því stafar af því að efnahagurinn versnaði, svo sem áður segir, nokk- uð við eignayfirfærsluna 7. nóvember og vörur eru nú taldar nokkru lægra verði en gert er í efnahagsreikningnum 28./10. — Samkvæmt efnahagsreikningi ákærðs C. Behrens í bréfi þessu á hann ca. 24% upp í skuldir aðrar en veðskuldir, og nú eru gefnar þær skýringar á efnahagnum, að eignir ákærðs C. Behrens muni ef hann verður gjaldþrota „að líkindum tæplega hrökkva fyrir mikið meiru en kostnaðinum við gjaldþrotið“. Með frjálsri sölu telur ákærður Magnús Guðmundsson að ákærð- ur C. Behrens geti greitt 25% af skuldum, ef vinir og ættingjar hlaupi undir bagga. — Ástæðurnar til þess eru þær, að húseignin nr. 14 við Lindargötu er nú ekki talin vera kr. 60.000,00 virði sem fyr, enda seldi ákærður C. Behrens hana stuttu síðar með aðstoð ákærðs Magnúsar Guðmundssonar fyrir kr. 53200,00. Þá eru skuldir kr. 10454,56, nú aðeins taldar kr. 2000,00 virði, en þessar skuldir eru næstum eingöngu hluti af þeim kr. 42261,52, sem í efnahagsreikningnum 28./10. eru taldar í nafnverði. Þá eru hinar svonefndu skyldmennaskuldir og skuldin við Bruhn & Baastrup og taldar hér sem aðrar skuldir, án nokkurra athuga- semda, og búið að veðsetja innanstokksmuni ákærðs þeim til trygg- ingar. Þess er vert að geta í þessu sambandi, að ef ákærður C. Behrens hefði verið gjaldþrota í marzmánuði eins og til stóð, var samningur- inn við h.f. Carl Hoepfner þegar riftanlegur og vörur allar og skuldir er hann hafði framselt með þeim samningi, hefðu þá gengið inn í þrotabúið og auðvitað skiptst jafnt milli skuldheimtumanna, því að í 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna er sv*o ákveðið, að greiðslur þær séu riftanlegar, sem fara fram í óvenjulegum gjaldeyri (vörum eða skuldum) 6 mánuðum eða skemmri tíma áður en greiðandi verður gjaldþrota. En með því að taka upp samninga fyrir ákærðan C. Behrens og fresta því þannig að skuldheimtumenn eða umboðsmenn þeirra gerðu ákærðan C. Behrens gjaldþrota, leið þessi frestur. Eftir að þetta framangreinda bréf var sent skuldheimtumönnum ákærðs C. Behrens, svöruðu sumir, að þeir vildu taka boðinu, aðrir svöruðu alls ekki og nokkrir kváðust ekki vilja taka því. Um sumarið seldi ákærður C. Behrens húseignina, nr. 14 við Lindargötu með aðstoð Magnúsar Guðmundssonar, svo sem fyr segir fyrir kr. 53200,00. Fékk ákærður Magnús Guðmundsson kr. 200,00 fyrir ómakið, en kr. 3000,00 var lagt inn í banka. Vörurnar fékkst lítið fyrir, útistandandi skuldir innheimtust ekki og virðist ákærður aldrei hafa haft neina möguleika til að standa við tilboð sitt um 25%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.