Tíminn - 12.11.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1932, Blaðsíða 1
©ialbfeti 09 afgrciðslumaour QT i m a n s et Ranncetg þo rsteinsoóttir, Ccefjarcjötu 6 a. Ssyt']avíf. <T {nt j n s er í £cef jarcjötu 6 a. (Dpin 5aglega fL 9—6 Simi 2555 XVI. árg. Reykjavík, 12. nóvember 1932. 50. blað. Vidtal við Hermann Jónasson lögreglustjóra. • Tíminn hefir í gærkveldi átt viðtal við Hermann Jónasson lög- reglustjóra viðvíkjandi ýmsum atriðum í sambandi við óeirðirn- ar á miðvikudaginn var. Hvað líður rannsókn nit af at- burðunum á miðvikudaginn ? Ég ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf morguninn eftir að óeirð- irnar áttu sér stað — segir lög- reglustjórinn — tilkynnti því at- burðina og jafnframt, að ráðu- neytið þyrfti að sjálfsögðu að skipa setudómara í málið, þar sem það snerti mig serri bæjar- fulltrúa og að ég, eins og lög- regluþjónarnir, hefði sjálfur orð- ið fyrir árásum. Lögreglan \ hefir unnið að því, seinustu daga, að safna gögnum í málinu. En setu- dómarinn hefir enn ekki verið skipaður, og mun það stafa af því, að dómsmálaráðherrann sagði af sér og einhver dráttur hefir orðið á, að ákveða hversu skipað yrði störfum hans. Mbl. ásakar yður fyrir það, að þér hafið ekki haft varalið til að aðstoða lögregluna á bæjar- stjórnarfundinum. Hvað segið þér við því? Eftir kommúnistaóeirðimar í sambandi við bæjarstjórnarfund- inn 7. júlí sl. sumar, þegar fjöl- mennur hópur réðist á lögregluna að fyrra bragði, áleit ég ekki forsvaranlegt að ætla lögreglunni einni að halda uppi reglu undir slíkum kringumstæðum án skipu- legs varaliðs í einkennisbúningi. Á fundinum 7. júlí hafði ég nókkra menn, sem áttu að koiria til hjálpar, ef á þyrfti að halda, en þeir voru ekkert einkenndir frá öðrum og komu því ekki að tilætluðu liði, vegna þess að í slíkum sviftinguiri í margmenni ber atvikin ört að og lítt eða ekki mögulegt fyrir lögregluna að þekkja óeinkennda hjálpar- menn frá öðrum og hafa við þá samstarf. Það kom líka í ljós eftir á, að þessir menn, sem ekki voru skoðaðir sem eiginlegir lög- reglumenn af því að þeir höfðu ekki einkenni, urðu fyrir miklum óþægindum, bæði hér í bænum og einnig úti um land við atvinnu. Þess vegna benti ég dómsmála- ráðuneytinu á, að mjög erfitt væri að fá menn til aðstoðar á þennan hátt við einstök tæki- færi, heldur yrðu mennirnir að vera skipaðir og látnir bera ein- kennisbúninga, en það myndi ó- hjákvæmilega hafa nokkur út- gjöld í för með sér. Ráðuneytið tók þessu vel í fyrstu en ákvörð- un um það var frestað. Ég lét þó mál'ið ekki niður falla en ræddi um það við ráðuneytið á ný. Gerði ég þá tillögu, að hlutverk þessa varaliðs yrði takmarkað á þann hátt, að það hjálpaði til að afstýra óspektum í bænum: og halda uppi friði á fundum en blandaði sér hinsvegar ekki í vinnudeilur. En þegar til kom, vildi stjórnin ekki fallast á þetta. Vildi stjórnin eða a. m. k. sumir úr henni í forðast skipun slíks liðs í lengstu lög og treysta á friðar- vilja og varkárni borgaranna, á meðan reynslan sannaði eigi nægilega hið gagnstæða. Við þetta varð svo að sitja, að ég fékk ekki heimild fyrir varaliði, heldur aðeins að kalla til hjálpar óein- kennda aukamenn, eftir því sem til næðist. Þetta var líka gert á miðvikudaginn var, en það sýndi sig eins og áður mjög tilgangs- lítið, enda þótt þarna væri um ágæta menn að ræða. Hefir nokkuð borið á ókyrrð í bænum síðan á miðvikudag? Við höfum ekki orðið varir við neinar óeirðir af neinu tagi, og hefir þó lögreglan haft mjög ná- kvæmt eftirlit með allri umferð um bæinn eftir að farið var að skyggja á kvöldin. Eru margir lögregluþjónar ó- vinnufærir enn eftir viðureign- ina? Þeir eru níu, sem ekki geta gegnt varðstörfum sem stendur. En við höfum þegar fengið menn í þeirra stað og eru þeir í ein- kennisbúningum og lögreglan þannig fullskipuð. Auk þess hefir nú í samráði við ríkisstjórnina verið unnið að skipulegri liðsöfn- un, og hefir hún gengið mjög greiðlega og fjöldi manna gefið sig fram. Hafa nokkrar frekari varúðar- ráðstafanir verið gerðar? Ég get t. d. nefnt það, að þeg- ar í stað eftir að ég kom upp í lögregluvarðstofuna eftir uppþot- ið, gaf ég fyrirskipun um að gera upptæk í bráðina öll skotvopn og skotfæri, sem til voru í verzl- unum hér í bænum. Mér þótti rétt að gjöra þetta til frekari varúðar, þar sem hugir manna voru æstir, þó að ég hinsvegar teldi ekki líkindi til að neinir myndi grípa til þeirra óyndisúr- ræða að fara að beita slíkum vopnum. Ur bæstaréttardómi . í gjaldþrotamáli 5. febr. 1932. Eins og vikið er að a öðrum stað hér í blaðinu, hafa Mbl. og Vísir haf- ið svæsnar árásir á lögreglustjór- ann í Rvík út af dómnum yfir C. Behrens og Magnúsi Guðmundssyni og hafa lýst því yfir, að þeim dómi verði breytt í hœstarétti. Tíminn hefir í tilefni af þessum skrifun^ athugað nokkra dóma hæsta- réttar út af sviksamlegum gjaldþrot- um. En eins og kunnugt er, hafa nokkrir menn síðustu árin verið dæmdir fyrir þessar sakir í undir- rétti í Reykjavík og dómarnir stað- festir í hæstarétti í öllum aöalatrið- um. Sem sýnishorn, og þvi mali skyld- ast, sem nú er mest um rætt, skal hér tekinn dómur í gjaldþrotamáli kaupmanns í Rvík, uppkveðinn í undirrétti 27. maí 1931 og staðfestur óbreyttur í hæstarétti 5. febrúar 1932. í forsendum undirréttar í því máli segir m.* a.: „Hvað viðkemur éfnahagnum, tel- ur endurskoðandinn áreiðanlegt, að ákærður hafi verið orðinn insolvent 1. jan. 1929, því þá hafi skuldir um- fram eignir verið orðnar krónur 2664,85*). En við þetta er það að at- huga, að hér er ekkert verulegt af- skrifað af útistandandi skuldum og j síðar hafa komið fram við rannsókn- ' ina skekkjur í bókhaldinu sem virð- ast benda til þess að ákærður hafi I áður verið orðinn insolvent. Er hér sérstaklega átt við þær skekkjur sem komu í ljós er tekið var að innheimta útistandandi skuldir". verið sagt, má því telja víst, að á- kærður hefir verið orðinn insolvent þegar í byrjun ársins 1928, þó ekki sé ósennilegt að honum hafi fyrst orðið það ljóst vegna þess hve bók- hald hans var lélegt, um áramótin 1928 og 29, eins og hann sjálfur ját- ar og heldur fram". „þrátt fyrir það, þótt ákærður þannig sæi að gjaldþrot hans var yf- irvofandi, hélt hann áfram að taka vörur að láni, enda þótt að fyrirsjá- anlegt væri af því sem að framan er sagt, að hann gæti ekki greitt þær vörur. Hann kaupir vörur fyrir 61 þúsund 219 krónur 51 eyri á ár- inu 1929, og var talsvert verulegur hluti þeirra vara ógreiddur er á- kærður varð gjaldþrota. Við rann- sóknina hefir það upplýst, að sumt af þessum vörum og öðrum vörum sem ákærður átti frá fyrra ári, seldi iiann undir innkaupsverði og notaði liaun þessa peninga meðal annars til að gxeiða ýmsum skuldheimtu- mönnum, bæði eldri og yngri, og gengu þær greiðslur að sjálfsögðu nokkuð ójafnt yfir eins og verðá vili". f forsendum hæstaréttar, þar sem undirréttardómurinn var staðfestur óbreyttur, segir: „Ákærði hefir kannast við það, að í janúarmánuði 1929, hafi honum verið orðið það ljóst, að hann átti eigi fyrir skuldum og að gjaldþrot hans var yfirvofandi, en eins og oínfthag hans var varið, sérstaklega ineð þaS fyxir augum, að aðaieignix hans auk vörubixgða voru útistand- andi skuldir, sem ákærði mátti vita, að voxu ótxyggar og vafasamax, hlaut ákærða að hafa verið orðið það ljóst, þegar á árinu 1928, að hann þá átti engan veginn fyrir skuldum. þrátt fyrir þetta hefir hanu haldið áfram að panta vörur og út- vega sér vörulán, og loks hefir á- kærði, eptir að hann sá, að gjald- þrot var yfirvofandi, ívilnað einstök- um af skuldheimtumönnum sínum með skuldagreiðslum, og má í því efni nefna, að á árinu 1929 hefir hann greitt einum skuldheimtu- manni kröfu hans, um 7000 kr., að íullu". „Með tilliti til þess sem nú hefir „Afbrot akærða, N. N., er í undir- dóminum réttilega heimfært undir 262., 263. og 264. gr., 2. mgi hinna almemm hegningarlaga, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin af úndirdómaranum 2ja mánaða fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo ber og að staðfesta ákvæði dómsins um að ákærði verði svift- ur leyfi til að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki um næstu 5 ár og um málskostnað". það er erfitt að sjá, hvernig hæsti- réttur, eftir að hafa kveðið upr þenn- an dóm, ætti að geta kveðið upp sýknudóm í máli Behrens og M. ,G., þar sem að í máli því, er talað er um hér að framan, virðist vera um öllu minni sakir að ræða en í mali Behrens og M. G. *) Allar leturbr. Tímans. Mbl. tvísaga. Einn af bæjarfulltrúum íhaldsins skipaði Mbl. að segja satt frá bæjar- stjórnarfundinum. þessi maður lofaði framkomu lögreglustjórans og viður- kenndi, að hann og lögreglan hefði bjargað flokksmönnum Mbl. úr háska. Samkvæmt þessu skrifaði Mbl. eina tiltölulega rétta frásögn um fundinn og lýsir þar að verðleikum íramgöngu lögreglunnar. En í öðrum greinum um sama efni ræðst blaðið með ósannindum og brígslum á manninn, sem lét bjarga samherjum þess frá limlestingum. það borgar sig að hjálpa íhaldsmönnum úr lífs- báskal --------0-------- Hvar eru sjóðirnir? Til hughreystingar fyrir bændur, er vert að geta þess, að ritstjóri Morgunblaðsins telur _sig hafa fund- ið leið til að greiða skuldir þeirra að fullu og jafnvel að miðla þeim nokkru handbæru fé til að standa af sér kreppuna. Stendur nú ekki á öðru en að finna 6 milj. króna sjóð, sem blaðið telur falinn í fórum sam- vinnufélaganna. Getur varla orðið langur dráttur á að sjóður þessi finnist, þar sem ritstjórinn hefir ver- ið að lýsa því í sama blaði, að fund- izt hafi Inkafjársjóður í Ecuador, sverð úr skýru gulli og 140 gull- molar. í Morgunblaðinu 1. þ. m., þar sem skýrt er frá þessum földu sjóðum, er skorað á mig að segja afdráttar- laust til hvar sjóður sá, sem sam- vinnufélögin eiga að hafa í fórum sínum, só niður kominn. þó ég geti ekki orðið við þeim tilmælum rit- stjórans að framselja honum sjóð þenna, þá vil ég þó rétta honum hjálparhönd með því að benda hon- um á aðra sjóði, sem hann ef til vill hefir ekki haft fregnir af til þessa. H.f. Völundur, H.f. Smjörlíkisgerð- in, H.f.. Sjóvátryggingarfélag fslands, H.f. Nýja Bíó, Mjólkurfélag Reykja- víkur, H.f. Kveldúlfur, H.f. Alliance, H.f. ísafoldarprentsmiðja, H.f. Ham- ar munu öll hafa digra sjóði í fór- um sínum, að því sagt er. Mundi það koma sér vel fyrir atvinnulausa Reykvíkinga ef sjóðum þessum yrði skipt á milli þeirra nú í kreppunni. Má gera ráð fyrir því, að sjóðir þessir séu avaxtaðir i samræmi við liugmyndir Morgunblaðsins og að fornum sið, þannig, að ormur liggi á gullinu, en væntanlega verður „Don Quixote" Morgunblaðsins ekki mikið fyrir að vinna orminn pg útdeila gullinu. það er mér með öllu ofvaxið að koma Morgunblaðinu í skilning um myndun sjóða og ávöxtun þeirra, en hinsvegar er rétt fyrir samvinnu- menn að gera sér ljóst hvernig sjóðir samvinnufélaganna hafa myndast og hvernig þeir eru ávaxtaðir, á meðan Morgunblaðið l.eitar að fólgnum fjár- sjóðum hér óg erlendis. Ef bóndi græðir a búskapnum 1000 krónur, getur hann auðvitað tekið þessar krónur í seðlum eða skiptimynt og geymt þær í kofforts- handraðanum. Á þann hatt eru pen- ingarnir handbærir, en arðlausir með öllu. -Hver skynsamur maður, sem ætti slíkan sjóð og þyrfti að byggja sér hús eða kaupa fénað til bústofns- auka mundi verja þessum handba-ru og arðlausu peningum til þeirra þarfa en ekki láta sjóðinn liggja arðlausan og taka fé að lani fyrir 8% árlega. Við þessa ráðstöfun bóndans er sjóð- urinn að vísu ekki lengur handbær, en hann er til í húsum eða búpen- ingi, með öðrum orðum i arðberandi eignum. Ef bóndinn hefir áður átt 100 ær og kaupir 40 til viðbótar, er ^afkoma hans þeim mun tryggari og lánstraustið vex að sama skapi. Á -sama hátt er því varið méð sjóði samvinnufélaganna, þeir eru sam- safnaður arður af margra ára við- skiptum, sem félögin að sjálfsögðu ekki hafa látið liggja óarðbæran í fórum sínum, heldur varið til inn- kaupa á vörubirgðum, byggingu húsa og til að afla sér annara verðmæta. Verðmæti þessi eru grundvöllurinn undir lánstrausti félagana og sé þessum grundvelli kippt burtu, er lánstraustið farið, starfsemi félag- anna lömuð eða þau neydd til að hætta rekstri. x Sama regla gildir um hlutafélög og aðra einstaklinga. Hver sá ein- staklingur, sem a mikil verðmæti, hvort heldur eru peningar, hús, vél- ar, skap, jarðeignir eða annað, a til- tölulega greiðan aðgang að lánsfé, en sá sem ekkert á eða hefir til tryggingar, hefir engar horfur á að fá rekstursfé að láni til eins eða noins. Samvinnumönnum verður því ætíð að vera það hugfast, að sjóðirnir eru sá grundvöllur, sem félagsskapur- inn hvílir á og að krefjast þess að þeim sé skipt upp manna a meðal er sama og að krefjast þess, að fé- lögin séu lögð niður. Sjaldan eða aldrei hafa erfiðleikar bænda og samvinnufélaganna verið jafn miklir og nú og það er.því ekki að undra þó óvildarmenn félags- skaparins noti þessa neyðartíma til að ala á tortryggni manna til félag- anna og reyni á þann hátt að koma þeim á kné, en væntanlega verður árangurinn af þessari starfsemi sá sami og af skrifum Björns Krist- jánssonar á sínum tíma. þegar litið er á það að undanfar- in ár hafa verið í bezta lagi, hvað veðráttu snertir, bústofn manna meiri en nokkru sinni aður og til- kostnaður við búreksturinn lægri en verið hefir um lengri tíma, þá er ekki hægt að neita því að miklar horfur eru til þess, að fljótt lifni til í sveitum ef verðlag á afurðum fær- ist eitthvað til betri vegar. Árið 1920 stóðu bændur stórskuld- ugir, bústofnslitlir og fénaður að hausti gerði ekki betur en borga þann fóðurbæti, sem keyptur hafði verið veturinn áður. Samt rofaði til og eftir 1924 voru þrengingarnar að mestu gleymdar. þetta ættu þeir að muna, sem þegar eru farnir að hlakka yfir fjárþroti bænda og sam- v imiuf élaganna. Svafar Guðmundsson. Uppeldi og kristindómjgfræðsla. Á sunnudaginn var flutti séra Sig- urður Einarsson kennaraskólakenn- ari fyrirlestur hér í ,bænum, um, of- angreint efni, fyrir troðfullu húsi á- heyrenda. Séra Sigurður er kunnur að því, að vera meðal þeirra manna, er nú flytja snjallast íslenzkt mál. Var og fyrirlestur hans hinn prýði- legasti og saminn af mikilli þekk- ingu guðfræðings og kennara á um- ræðuefninu. Rakti ræðumaður rökin að því, hve þverrað hafa tök kirkj- unnar á hugum þjóðar vorrar, og benti á, hverja sök stirðnuð og stein- runnin kristnifræðsla ætti i þessu eíni. Hann nefndi átakanleg dæmi tvískinnungs þess, sem er í kristi- legri fræðslu í orði og daglegu lífi. Og hann ræddi um átök þau, sem nú standa og aukast hljóta á næstu ár- um, milli kyrstöðuafla kirkjunnar og heimatrúboðsmanna annarsvegar, og hinum megin þeirra manna, sem unna frjálsri hugsun og beita vilja vísindalegum vinnubrögðum í kristi- legu og almennu uppeldi. Benti hann i því sambandi á athyglisverð ráð til bóta. Fyrirlestur þessi á erindi til allra. En sérstakt erindi á hann til foreldra og þeirra annarra, er hugsa og fjalla um uppeldi. Eg hefi heyrt, að séra Sigurður ætli að endurtaka fyrirlesturinn á sunnudagihn kemur. þá væri vel að sem flestir hugsandi foreldrar úr borginni yrðu meðal áheyrenda hans. A. Sigm. -------0—— 100 ára varð 2. þ. m. Vigdís Eiríks- dóttir frá Miðdal í Mosfellssveit. Hún hefir síðustu 15 árin dvalið á heimili dóttur sinnar, Guðbjargar, konu Skúla Norðdahl, að Úlfarsfelli. Vigdis hefir verið að mestu leyti rúmföst síðustu 4 árin og er nú því sem næst heyrnarlaus og mjög farin að sjón. —- 2. nóv. er einnig afmælisdagur frú Guðbjargar. Varð hún 59 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.