Tíminn - 12.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1932, Blaðsíða 2
190 TÍMINN Ný bók'þýdd K. Konow: Endurminningar um Bjömstjerne Bjömson. Ný og góð aukning við eldri sagnir um skáldið og þjóðskörunginn. Verð óib. kr. 2.50, ib. kr. 4.00. Fæst hjá bóksölum. Jörðin Hauksholt í Hrunamannahreppi er til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin liggur nálægt þar sem Biskups- tungna- og Hreppabraut koma saman (við Brúahlöð) og er því vel löguð til gisti- og sölustaðar sumarmánuðina. öll hús í góðu lagi; tún gefa af sér 2—300 hesta, útengjar 4—500. Bílvegur heim að túni. Nánari upplýsingar á afgreiðslu blaðsins og hjá eiganda og á- búanda jarðarinnar, Lofti Þorsteinssyni. é\ s«aöTa' seTO a oitastw® a’ dY þe^a‘- ~ YiefV* u^;.ö \,eta X\Y& QgyaXÖ \»T Osram-lampar fást af öllum stærðum og gerðum. r A viðavangi. íhaldið í vanda. Ihaldsmenn í Rvík eru í vanda. þá æstustu langar til að fá lögreglu- stjóra, sem hylmi yfir ávirðingar „betri manna". þeir þola ekki að lögin gangi jafnt yfir alla. þeir voru því vanir áður, að hverskonar lögbrot þeirra flokksmanna væru skrifuð í sandinn. þessum mönnum er það lítt bærileg tilhugsun, að Hermann Jón- asson haldi áfram að vera lögreglu- stjóri. En þeim, sem eiga dýr hús með glerhurðum eða vörugluggum, finnst það skipta miklu máli, að út- sjónarsamur kjarkmaður stjómi lög- regluliðinu. þeir óttast, að eignum þeirra gæti orðið hætt á óróatímum, ef éinhverskonar „Gaddavírs-Jón“ ætti að stjórna lögreglunni. þó að þeim sé illa við H. J., vilja þeir samt njóta hans til að vernda það, sem þeim er kærast gegn þeirri hættu, sem þeir óttast mest. Og loks eru kommúnist- arnir. þeir játa hreinskilnislega, að ef Hermann væri ekki lögreglustjóri, væri málefnum byltingarinnar vel horgið því að ekki þurfi þeir að vera hræddir við íhaldið. íhaldlð og Iðggæzlan. Mbl. verður að viðurkenna, að lög- regluþjónamir í Reykjavík séu dug- andi menn. En hvert var ástand lög- reglunnar í tíð íhaldsins? Hún var fyrirlitin og að engu höfð. Engum er það meir að þakka en núveranda lögreglustjóra, hvaða menn hafa ver- ið valdir í lögregluna nú. Fyrir áhuga og ágætt samstarf lögreglu- stjóra og lögregluþjónanna hefir virð- ing lögreglunnar vaxið og traust bæjarbúa á henni stöðugt aukizt. -En alstaðar er sami svipurinn, þar sem íhaldið kemur nærri lögreglunni. Út af uppþoti kommúnista í sumar skipaðf M. G. sérstakan setudómara af því að H. J. sem bæjarfulltrúa var, eins og nú, of skylt til að hafa rannsókn þess með höndum. M. G. lét fangelsa forsprakkana. En svo varð ekkert úr neinu. Mönnum var sleppt út aftur án þess að þeir svo mikið sem svöruðu dómaranum. Enn er dómur ókominn, og sömu menn halda áfram að sýna réttvísinni mót- þróa. Mbl. dæmlrl Mbl. fullyrðir að dómurinn í gjald- þrotamáli Behrens sé „pólitískur" og rangur. Samtímis skýrir blaðið frá því, að það hafi ekki svo mikið sem lesið dóminn. íhaldsblöðunum er nóg að vita að dómsúrskurður sé ein- hverjum flokksmanni þeirra óhag- stæður, þau þurfa ekki að vita um málavexti, ekki um rannsókn, ekki um rök. Einar Jónasson, atkvæða- falsaramir í Hnífsdal, Jóhannes bæjarfógeti og nú síðast M. G. eru í Mbl. sýknaðir fyrirfram án þess að líta á málavexti. Earlmennska íhaldsins. 1. Knud Zimsen hvarf af landi burt til að komast hjá að taka af- leiðingunum af bæjarmálapólitík sinni í hálfan mannsaldur. 2. íhaldiö þykist ætla að bjarga fjárhag bæjarins með því að spara á þeim, sem bágast eiga og samþykkir hvað eftir annað að standa eins og bjarg við þessa ráðstöfun, þegar Hermann Jónasson mótmælti því bæði í bæjarráði og bæjarstjórn að byrjað yrði á að draga af þeim, sem eru á hungurlaunum, en hæstlaun- uðu starfsmönnum bæjarins hlíft. 3. Guðmundur Ásbjörnsson, settur borgarstjóri legst veikur, einmitt þann dag, þegar íhaldið á að standa við verk sín á fundi. 4. þegar íhaldið verður vart við almenna mótstöðu og andúð, gegn því að ráðast á „lægsta garðinn", heykist það á hreystiyrðunum og hættir við áform sitt. 5. í millibilsástandi, áður en íhald- ið gafst upp, bauð Mbl. að lengja vinnutíma þeirra, sem bágast eiga, svo að þeir fengi sömu daglaun, þó að kaupið lækkaði. Ekki er hægt að sjá, að bæjarsjóði væru spöruð út- gjöld með því, eins og sakir standa. 6. Og loks þegar afleiðingamar eru komnar í Ijós, ætla blðð íhaldsins að koma áhyrgðinni yfir á Hermann Jónasson, manninn, sem þegar í upp- hafi vildi koma í veg fyrir þessi tið- indi og á miðvikudaginn var, lagði sjálfan sig og lögregluna í hættu til þess aö forða íhaldsmönnunum frá að taka afleiðingum verka sinna. „Allir Sjálfstæðismenn eru þess fnllvisslr“. f Mbl. á fimmtudaginn var stendur m. a. eftirfarandi klausa, þar sem rætt er um dóminn yfirM. G.: „Vænt- anlega verður þessu máli hraðað sem mest í hæstaréttl. Allir Sjálfstæðis- menn eru þess fullvissir, að ekki lfði langur tími, þangað til Magnús Guðmundsson á kost á að skipa aft- ur það trúnaðarsæti, sem flokksmenn hafa falið honum“. — þessum um- mælum mun verða veitt mikil at- hygli. Hversvegna ætti þessu máli að vera „hraðað sem mest“ í hæsta- rétti? Eru ekki mál, eins og t. d. mál Björns Gislasonar og Belgaums- málið, búin að bíða á þriðja ár í réttinum? Hversvegna ætti að hraða málum Magnúsar Guðmundssonar meira í réttinum en annara borgara? Og hversvegna tekur Mbl. það sér- staklega fram, að „Sjálfstæðismenn“ séu vissir um úrslit málsins í hæsta- rétti? Væntanlega hefir hæstiréttur ekki tilkynnt „Sjálfstæðismönnum" (eða neinum öðrum) neitt um það, hvernig hann ætli að dæma í þessu máli! Valtýr gerist þjóðskáld. Mbl. fræðir menn á því í gær, að lógreglustjórinn hafi látið ryðja bæjarstjórnarsalinn á miðvikudag- inn, af því að hann hafi sjálfur þurft að komast út til að kveða upp dóminn yfir Magnúsi Guðmunds- syni. Mbl. virðist ekki vita, að lög- reglustjóra var innan handar að gefa út nýja stefnu og kveða. dóminn upp síðar. En þessar ó- merkilegu getsakir Mbl. gefa tilefni til ýmsra hugleiðinga. Af hverju boðaði íhaldið einmitt bæjarstjórnar- fund daginn, sem búið var að ú- kveða að lesa upp dóminn? Var það til þess að draga athygli almennings frá máli M. G.? Mhl. segir, að óeirð- irnar hafi verið fyrirsjáanlegar. Var það þá kannske fyrirfram útreiknað af samherjum M. G., að bæjarstjórn- in yrði lokuð inni og að H. J. yrði þann dag og kannske lengur hindr- aður frá að kveða upp dóminn? það er gömul regla, frá Rómverjum, að ef óvíst sé um, hver hafi framið glæp, eigi maður fyrst að spyrja sjálfan sig, hverjum glæpurinn komi að gagni. Samkvæmt þessari reglu og áðumefndum ummælum Mbl., mætti álykta sem svo, að einhverjir samherjar M. G. hefðu leigt komm- únistana til að koma á stað limlest- ingum og þagga þannig a. m. k. nið- ur umtal um mál M. G. Tíminn hef- ir engar sannanir fyrir því, að þetta sé í raun og veru svo. En aðstaða Mbl.-manna í þessu efni, er of hæp- in til þess að þeir hafi ráð á að fara meö staðlausar aðdróttanir um aðra. Ætti Valtýr heldur að reyna skáldskapargáfu sína á Dú-dú fugl- inum eða öðrum meinlausari við- iangsefnum Mbl. M. G. og afritið. Mbl. segir, a5 M. G. hafi verið neit- að um afrit af dómnum, þegar hann hafi beðið um það. Tíminn hefir spurst fyrir um þetta hjá lögreglu- stjóra, og segir hann, að þetta sé al- veg tilhæfulaust. M. G. hafi að vísu ekki getað fengið afritið í réttinum, því að þar hafi ekki v.erið nema eitt eintak til staðar. En afritið var sent taíarlaust og rakleiðis til M. G., und- ir eins og dómarinn kom á skrifstofu sína nokkrum minútum síðar. Ber dómaranum þó vitanlega engin skylda til að senda með málsskjöl heim til dómfelldra manna. Er hér, þó i litlu sé, um ein ósannindi enn að ræða hjá Mbl. í þessu máli. mikilli festu og víðsýni, og gætt þess að láta stéttarhleypidóma hvorki lita framkvæmdir né löggjöf. Munu til- lögur H. J. frá í sumar þar vera hinn bezti grundvöllur og verður nánar að þeim vikið í næsta blaði, eftir helgina. SJálfs er hðndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grssnBápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti aU»- konar, skésvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fœgi- lög og kreólins-baðlög. KaupiS H R E IN S vöror, þser eru löngu þjóðkunnar og fáat í flestum verzlunum landsina. H.f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. tSfrad 1325, Reykjavík. Slmi 249 (3 línur). Simnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hanglbjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-ruIIupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylaur, Do. Kjðtpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. AHt með islenskiiin skipniii! Ritstjóri: Gísll Guðmundsson. Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. íhaldið on kommúnistar. Hermdarverk kommúnista á mið- vikud., æsingaræður þeirra, hótanir og liðsdráttur, er svartur blettur í sögu þessa bæjar, og verður á engan hátt afsakað. En þó hefir Morgunblaðs- liðið, kveikt þennan eld. Vorið 1931 gerðu Jón þorl., Möller og allt í- haldsliðið í bænum hina fyrstu opin- beru uppreist sem gerð hefii1 verið móti þjóðskipulaginu hér á landi. Æsingaræður íhaldsleiðtoganna og livatningar til hermdarverka, voru þá jafn ákveðnar og jafn óverjandi eins og nú hjá liinum æstu kommún- istum þessa dagana. íhaldið vildi þá taka valdið yfir landinu með of- beldi, hótunum og með því að draga skríl saman, reiðubúinn til hermd- arverka, að húsi stjórna.vfonnanns- ins. Nú hafa kommúnistar tekið upp vinnubrögð ihaldsins og snúið vopn- unum gegn því. — Krafa allra friðsamra manna í landinu hlýtur að vera sú, að lögin séu í gildi, að óaldarflokkar ílialds og kommúnista verði brotnir á bak aftur. Boðskapur „foringjaráðsins". Eftirfaranda plagg barst Hermanni Jónassyni lögreglustjóra í gærkveldi: „Foringjaráð Varðarfélagsins lýsir vanþóknun sinni á lögreglustjóra Hermanni Jónassyni fyrir stjómleysi hans á lögreglunni í uppþotinu 9. þ. m., svo og fullkominni vanrækslu hans á að afla lögreglunni nægilegs liðsauka, þrátt fyrir að það væri fyrirsjánlegt. Foringjaráðið lýsir auk þess almennu vantrausti sínu á þess- um manni sem lögreglustjóra, og beinir því til miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins, að það telur ekki borgið lögum og rétti í bænum meðan Her- mann Jónasson hefir á hendi stjórn lögreglunnar". Af „foringjaráði" þessu fara ann- ars litlar sögur, en það er áreiðan- lega ekki sama og „almenningur í hænum“. Er ekki annað vitað um uppruna skjalsins en að formaður í- lialdsfélagsins, sem er embættislaus lögfræðingur, kom með það sjálfur inn á skrifstofu lögreglustjóra. Tim- anum finnst sjálfsagt að birta plagg- ið. íhaldinu hefir nú, með sinni venjulegu bardagalægni, tekizt að láta það koma svo greinilega í ljós sem unnt var, af hvaða toga árás íhaldsblaðanna á lögreglustjórann er spunnin. Efling lögreglunnar. Eftir árás kommúnistanna á bæjar- stjórn Reykjavíkur í sumar tilkynnti Hermann Jónasson ríkisstjórninni, að hann áliti óhjákvæmilegt að skapa nýtt varnarlið, við hlið hinn- ar venjulegu lögreglu, til þess að D’yggja öryggi borgaranna í bænum. Jafnframt tók II. J. það fram, að hann áliti að slíkt lið ætti ekki og mætti aldrei nota til að hafa áhrif í vinnudeilum. Stjórnin synjaði H. J. þá um leyfi og aðstöðu til þannig liðsauka, og beið étekta. Nú munu allir nema óróaseggii’nir sjálfir sann- færðir um, að skoðun H. J. var al- veg rétt, og að það þarf að auka lögregluna til stórra muna, a. m. k. um stundarsakir, til að tryggja fundafrið og daglegt líf í bænum. Eu j jafnframt þarf að koma í vetur j glögg og réttlát löggjöf um vinnu- deilur, um hvað í þeim efnum skal vera leyfilegt og hvað bannað, svo og takmörk þess, hvernig beitt verði hinu nýja varnarliði. Liggur hér við framtíð og frelsi þjóðarinnar, að á þessum málum sé tekið í einu með Framsóknarfélag Rvíkur heídur fund á þriðjudagskvöldið kemur. Nánar auglýst síðar. ----o----- G. H. og „laodakýrio" Úr brófi af Vesturlandi. >> Guðm. Hannesson, prófessor við læknadeild Háskóla íslands, setur hvert metið eftir anuað í blaðaskrif- um og útvarpsumræðum um vín- nautn og bannlög, og er talið af mörgum, að enginn íslendingur með lians þekkingu hafi komizt eins langt í því að verja og mæla bót lögbrotum, sem eru heilsu- og sið- spillandi. En sjaldan hefir honum sagst betur en í smágrein í Morgun- blaðinu nýlega, þar sem hann minn- ist á kúna sem losnaði og drakk „landann" úr fjósstampinum. Dærnið um kúna, sem slítur bandið og drekkur sig fulla af eiturvökva, sem að lokum veldur dauða hennar, er sönn lýsing á mannaumingj- 'um þeim, sem fara að dæmi kýr- innar. þeir slíta öll helgustu bönd heimil- isins, skríða inn til bruggarans eða leynisalans, láta sinn síðasta eyri fyrir blönduna og glata fyrst viti sínu og oft að lokum heilsu og lífi. Með því að birta dæmisögu þessa hefir G. H., þótt óviljandi sé, eins og oft áður, „drepið sína eigin kálfa", það er, unnið tjón sínum eigin mál- stað, og brugðið upp athyglisverðri mynd, sem gerir tjón í hans eigin herbúðum. En vildi nú G. H. ekki gera hreint fyrir sínum dyrum og birta í rök- studdri ritgerð skoðanir sínar á þessu þrennu: Hvaða álit hann hef- ir á nautn áfengra drykkja; hvað hann telur bezta ráðið til að hefta drykkjuskap í landinu, og hvernig hann ætlar að útrýma „bruggun" úr fjósum og salernum, án þess að að- standendur hinna seku gráti. Eins og kenningar hans liggja nú fyrir þjóðinni, samkvæmt hans eigin orðum og skrífum, er útkoman þessi: Hvergi sézt að hann telji á- fengisnautn skaðlega heilsu manna. Bezt er að vín fáizt án allrar höml- unar, því að hömlurnar æsa menn til mótþróa. Leynisölum og bruggi er ekki hægt að útrýma með öðru en að selja sem ódýrast sterka .drykki Svo sem bren/iivín, til þess ekki borgi sig að brugga. Og þá má nú ekki smyrja á sopann, þegar þeir fremstu í „bruggarastéttinni" fram- leiða litrann fyrir 66 aura. • G. H. ætti nú að sjá sóma sinn í því að skrifa rækilega um málið á þeim grundvelli, sem að framan greinir, en hætta að birta villandi fréttir og smápistla, sem eru öllum til ama, því að ella dregst hann með dæmisöguna um „landa-kúna“ sem skopmynd af skoðunum sínum, svo lengi sem orðin „brugg" og „landi“ þekkjast með núverandi merkingu — — — “. -----0---- Gáta. Heiti mitt er konu kyns klínt á margan slóða. það var diskur djöfulsins á dögum prestsins fróða. N.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.