Tíminn - 15.11.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.11.1932, Blaðsíða 1
(Sfaíbferi o$ afgrci&slumaöur £ í m a n 5 et Xannpeig p ors teinsöóttir, Ccefjargöhi 6 a. Jfevfjastf. ^.fgtcibsía (T í n« a n s er i Ctcf jarcjötu 6 a. (Dpin fcaaUga fi. 9—6 Sími 2553 XVL árg. Reykjavík, 15. nóvember 1932. 51. blað. Varnarlögregla og virmulöggjöf Eins og getið er um' í síðasta blaði, lagði Hermann Jónasson til í sumar, eftir að komrriúnistar réðust á bæjarstjórnina, að bætt yrði yið lögregluna sérstöku varnarliði til að halda í skefjum þvílíkum ofbeldismönnum, sem! þar áttu hlut að máli. Hann vildi að lið þetta yrði einkennisklætt og æft sérstaklega. Hann fullyrti við landsstjórnina að mjög gagns- lítið væri að ætla að safna saman alveg óæfðum mönnum, fyrir varalið, til að hjálpa svo um mun- aði. Jafnframt tók Hermann Jón- asson það fram, sem sína skoðun, að varnarliðið ætti að nota ein- göngu til að verja líf og eignir, en alls ekki til að ráða úrslitum í vinnudeilum. Nú hefir ofbeldi kommúnista gert óhjákvæmilegt að koma upp hér í bænum slíku varnarliði, og landstjórnin hefir nú mjög fús- lega veitt leyfi til stofnunar varnarliðs, sem neitað var um í sumar. Síðustu daga hefir lög- reglan unnið að því að koma á fót slíku varnarliði. Vegna skipt- anna á mbnnum í dómsmiálaráðu- neytinu hefir dregizt, að stjórnin gæti fyrir sitt leyti skipað fyrir um hversu hátta skyldi æfingu, útbúnaði og skyldum varnarliðs- ins. Það má telja fullvíst, að innan skamms hafi lögreglustjóri og landstjórn eflt svo lögregluna, að friði á götum og í heimilum verði ekki framyegis raskað af óhlut- vöndum, mönnum, eins og of- stopamenn íhaldsins gerðu eftir þingrofið í fyrra, og ofstopa- menn kommúnista við bæjar- stjórnina í sumar og nú á þriðju- daginn var. Varnarliðið má ekki vera í þjónustu neins pólitísks flokks eða stéttar. Það verður að verja líf og eignir borgaranna, og starfsfrið opinberra stofnana, bæjarstjórna, Alþingis og land- stjornar. En það er áríðandi, að koma í veg fyrir, að slíkt varnarlið verði misnotað og því beitt af einni stétt móti annari stétt. Þannig átti ríkislögregla Jóns Magnús- sonar að vera. Hún átti að vera vopn í höndum efnamanna í bæj- unum móti verkamönnunum, enda frumvarpið beinlínis framj komið í tilefni af nýafstöðnum! vinnu- deilum og kröfuin stórútgerðar- manna. Hún var sérstaklega gerð til að brjóta niður verkamanna- stéttina. Þess vegna varð frv. J. M. aldrei annað en grýla. Það var byggt á ranglátum: hugsunar- hætti. Kjósendur vildu ekki láta innleiða almenna herskyldu til þess að kúga verkamannastéttina í atvinnumálum hennar. En um leið og þrengir að af kreppunni, verkföll og verkbönn verða tíðari og tíðari í stærri bæjunum, og á hinn bóginn til varnarlið, sem er stofnsett til að verja líf og eignir og fundafrið, en sem koma verður í veg fyrir að hægt sé að misnota í póli- tískuiri tilgangi, þá er orðið óhjá- kvæmilegt,að setja löggjöf um vinnudeilur. 1 þeirri löggjöf þarf að ákveða hvað sé löglegt í deil- um og hvað ólöglegt, og jafn framt að skilgreina, hvernig rík- isvaldinu beri að nota varnarlið- ið, svo að það geti haldið í skefj- um byltingaröflum þjóðfélagsins, án þess að grípa inn í löglegar vinnudeilur. Tíminn hefir í vetur sem leið flutt allítarlega ritgerð um skipu- lag á slíkri vinnumálalöggjöf eins og á þeim málum er tekið í næstu löndum. Þá var af hálfu Framsóknarmanna unnið að því að koma á löggjöf í þessu efni og mun mega fullyrða, að vel und- irbúið frumvarp um það efni verður lagt fyrir þingið í vetur. Sumir fáfróðir menn halda, að löggjöf um vinnudeilur sé aðeins fjötur um fót verkamannanna. Svo er ekki. Vinnulöggjöfin er um rétt og skyldur beggja aðila, verkamanna og vinnukaupenda, gagnkvæmt og gagnvart þjóðfé- laginu. Þar er komið föstu skipu- lagi á um vinnusamninga, upp- sagnarfresti, sáttatilraunir, og loks, hvað sé leyfilegt og hvað ó- leyfilegt í baráttu atvinnurek- enda og verkafólks, þegar komið er á verkbann eða verkfall. Framsóknarflokkurinn kom á löggjöf um sáttasemjara, sem haft hefir mikla þýðingu hér á landi. Og Framsóknarflokknum er líka skyldast að hafa forgöngu um vinnudeilulöggjöf og varn- arlið, einmitt af því að hann get- ur litið óhlutdrægar á þau mál, heldur en baráttuflokkar kaup- staðanna, og stillt í hóf um við- kvæmustu deilumálin. Verkamenn og atvinnurekendur myndu þá smátt og smátt læra að útkljá deilumál sín öðruvísi en með bar- eflum. Meðan verið er að feta sig áfram á þessari vandasömu leið myndi bezt henta að inn- leiða þær einar nýjungar, sem hafa verið reyndar í nábúalönd- unum, þannig að bæði atvinnu- rekendur og verkamenn hafi sannfærzt um, að löggjöfin væri báðum þeim aðilum og þjóðfélag- inu til gagns. Tvennskonar verð. Tvennskonar réttlæti Ihaldið og dóinuriim. „Ég álit að hæstiréttur eigi aö sýkna Magnús", sagði íhaldslögfrœð- ingur einn, „en ég hefði ekki viljað", bætti hann við, „ráðleggja skjólstæð- ing mínum það, sem kom honum í tugthúsið". þannig er tal hinna skyn- samari ihaldsmanna. þeir játa fylli- lega sekt Magnúsar og að dómurinn sé réttur og sannur — auk þess óvenjulega vel gerður. Fordæmingin á málstað Magnúsar er almenn og eiginlega undantekningarlaus, alveg eins og áður fyr var í bæjarfógeta- málinu. Hinsvegar trúa margir íhaldsmenn Mbl. og fullyrða, að Magnús verði sýknaður í hæstarétti — alveg eins og Jóhannes. þeir gefa enga skýringu á því, að nokkur skynsamleg leið sé til að sýkna fyrir slíkt afbrot. þeir tala eins og lægi fyrir skriflegur samningur um sýkn- un, en það er þó vitanlega alveg óhugsandi. Meðferð íhaldsins á hæstarétti, er orðin þjóðinni til hnekkis, þar sem blöð flokksins tala eins og þau ættu dómstólinn, og þykjast geta lofað ákveðið um niður- stöður löngu fyrirfram. I. Áður en samvinnufélögin tóku að starfa hér á landi, og að nokkru leyti meðan þau voru ung, var tvennskonar verðlag í búðum margra helztu andstæðinganna. Kaupmenn þessir 'höfðu annað verðið fyrir fá- tæklingana, en hitt fyrir „heldra fólk" og efnamenn. Fátæklingurinn fékk minna fyrir sína vöru og varð raunverulega að borga meira fyrir erlenda varninginn, heldur en hinn svokallaði efnamaður. Kaupmaður- inn gerði sér mannamun og hallaði a þá, sem minnimáttar voru, en gerði sér því meiri blíðmæli við hina sem „betur máttu". Samvinnufélögin hafa eyðilagt þessa gömlu venju. þau settu sann- virðið í öndvegi við hvern, sem átt var. Og það verð var ekki nema eitt. pví urðu alir að hlíta, ríkir og fá- tækir. Samvinnufélögin settu réttlæti yfir ranglæti, létu drengskap koma fyrir níðingslund. Með því að gera réttlætið að einkunnarorðum í verzl- unarmálum landsins, hafa samvinnu- félögin þro'skað þjóðina 1 siðferði- legum efnum meir en nokkur önnur félagsmálahreyfing samtíðarinnar. II. Frá verzlun fluttu samvinnumenn áhrif og starfsaðferðir yfir i lands- málin. Og þar, ekki sízt í réttarfars- málunum, fyrirfundu samvinnumenn hið tvöfalda verðlag i fullu gildi. Lögin sýndust yfirleitt ekki vera til nema fyrir fátæklinga. Umkomulaus- um mönnum var hegnt, ef þeir stálu kind, eða nokkrum fiskum. Hegning- arhúsið var handa þeim varnarlausu. þessvegna var það svo illa útbúið, að hraustir menn urðu þar heilsu- lausir á skömmum tíma. Hinir aft- urhaldssömu embættismenn, sem fjölluðu um réttarfarsmálin létu þar við sitja. Engir „betri menn" voru nokkurntíma dæmdir í fangelsi. Og smælingjarnir máttu verða heilsu- lausir ef þeir voru dæmdir til að vera þar. í augum hinnar kyrstæðu og menntunarvana embættisstéttar voru smælingjarnir svo gersamlega þýð- ingarlausir, að engu skipti hvað um þá varð. Eftir að samvinnumenn fóru að hafa bein áhrif á stjórn landsins hefi ég verið hinn eini fulltrúi þess flokks, sem hefi haft aðstöðu til að sinna réttarfarsmálunum. Og ég inn- leiddi þar þá reglu sem fyrirrennaraí mínir og samherjar höfðu borið fram til sigurs í verzlunarmálunum. þeir höfðu sett eitt verð í stað tveggja. Ég innleiddi þá reglu, að allir skyldu vera jafnir fyrir lögunum. Að því er snerti þá fátæku og umkomulausu, þá þurfti engu eða breyta, nema að gera fangelsin heilsusamleg, og með- ferð fanganna mannúðlega, og það var líka gert. Smælingjunum hafði áður verið hegnt og það er gert enn. Magnús Guðmundsson leyfir Birni Blöndal að taka og leiða fyrir dóm umkomulausa bruggara og launsala. En Björn bakari Björnsson og ísleif- ur Briem eiga „maktarmenn" að, og þeirra yfirsjónir gleymast furðu fljótt. Breytingin að láta lögin ná til allra snerti eingöngu þá, sem attu „makt- armenn" að. Aðhald laganna hafði ekki náð til þeirra. íhaldið taldi sig eiga þessa menn, afbrotamennina, líka ef þeir áttu einhverja að. Og íhaldið sló hring um þá og varði þa til síðasta blóðdropa. íhaldið ofsótti Halldór Júlíusson fyrir það, að hann kom upp um Hnífsdalssvikin. Rit- háttur Mbl. var svo ferlegur, að íhaldsfólk i Borgarnesi, þar sem móð- ir Halldórs Júlíussonar bjó, háöldr- uð, faldi Mbl. fyrir henni til að láta hana ekki sjá hinn siðlausa rithátt, þeirra sem níddust á syni hennar fyrir að gera skylduverk rannsóknar- dómara í augljósu sakamáli. Á sama hátt réðist Lárus Jóhannesson með botnlausum ærumeiðingum á setu- dómarann í Hnífsdalsmálinu. Og nú í vetur líkti einn af leiðtogum íhalds- manna einum af núverandi dómur- um í Hæstarétti við sjálfan fjandann, fyrir að sa maður hafði ekki viljað dæma honum heiðurslaun fyrir að setja fslandsbanka á höfuðið. Ef íhaldsstjórn hefði átt að gæta réttarfarsins á síðasta kjörtímabili, myndi aldrei hafa verið rannsökuð sjóðþurð Brunbótafélagsins, né Ein- ars Jónassonar, aldrei komizt upp um Hnífsdalssvikin eða vaxtatökuna. Fölsunarmál fsleifs Briems og smylg- un Björns bakara á 500 whisky- flöskum hefði verið vafin í mjúkar umbúðir, sömuleiðis fjársvik pórðar Flygenrings og gjaldþrot Gísla John- sen í Eyjum. Alt þetta hefði verið varið í sömu umbúðir eins og toll- svikin á dögunum. Ihaldið hefir gert mér þann sóma að kenna hið nýja réttarfar — að láta alla vera jafna fyrir lögunum — við þann bæ, þar sem ég er alinn upp. pað er oflof. Hið nýja réttar- far er ekki eingöngu mín stefna heldur allra samvinnumanna. Og ef íhaldið vonast eftir að geta aftur fengið tvennskonar réttlæti, þá verð- ur það að byggjast á þvi að engir samvinnumenn muni framar hafa áhrif í landinu. Eftir kosningarnar í íyrra tóku íhaldsmenn mjög að vinna að því, að ég hefði ekki áhrif á meðferð rétt- arfarsmálanna í landstjóminni. þetta kom fram í blöðum flokksins dag eftir dag. Ég varð var við þessa mótstöðu á þrem stigum. Fyrst var reynt af þeim, sem vildu hafa algert frelsi fyrir þá, sero vildu að „heldri- menn" mættu að ósekju drýgja laga- brot, að hindra að ég ætti sæti i landsstjórninni, þar næst að ég hefði yfirstjóm dómsmálanna, og loks í þriðja lagi, að nokkuð yrði hægt að gera í réttarfarsmálunum. Allt þetta mistókst fyrir íhaldinu. Samvinnu- bændurnir vildu ekki ótilneyddir fá tvennskonar réttlæti. En íhaldið var ekki í rónni samt. í allan fyrravetur vann það að því að eyðileggja aðstöðu Framsóknar til að lata lögin vera í gildi fyrir „fína fólkið". Og með því að lofa socialistum að gera a'ilt að vilja þeirra í kjördæmamálinu (þau loforð átti aldrei að efna, en voru miðuð við að ná verndarvaldi vegna hátt settra afbrotamanna) tókst íhaldinu að hindra framgang fjárlaga og skattalaga og koma á stjórnarskipt- um. Fjögur mál vora afgreidd til dóm- arans rétt fyrir stjómarskiptin, með- al fjölmargra annara, sem ekki hefir verið fjölrætt um. Vegna þessara mála voru stjómarskiptin gerð. Ef ég hefði viljað hilma yfir þessi mál, myndi Mbl. hafa hrósað mér, og ósk- aö að ég yrði langlífur í landstjórn- inni. En alveg eins og engum kaupfé- lagsstjóra á íslandi dettur í hug að hafa mismunandi verð á sömu vöru, til að fara í manngreinarálit, þannig kom mér auðvitað ekki til hugar að setja upp „heldri manna" réttlæti til að þóknast ihaldinu. Mér þótti alveg sjálfsagt að láta dómstólana dæma um þessi fjögur mál, alveg eins og ef í hlut hefði átt umkomulaus heimabruggari i kjördæmi Ólafa Thow. * Landsfólkið v.eit vel um þessi mál, sem íhaldið óttaðist, svo að þau máttu ekki ganga til dóms. Hið stærsta og þýðingarmesta voru miljónatöpin í fslandsbanka. Um þau var prófessoradómurinn genginn, og hafði dæmt um „meðsekt" banka- stjóranna. Undir hjúp miljónasukks- ins hjá íslandsbanka var falin ein hin svívirðilegasta eyðsla til „betra fólks" i íhaldsflokknum. Á þessu máli hefir Magnús Guðmundsson sofið í sumar. Hann álítur það of slæmt fyrir hæstarétt. Annað var mál Knúts borgarstjóra. Hann gat m. a. ekki gert grein fyrir 7000 kr. „milliliðaþóknun", sem ekki liefði átt að renna til hans. Sömu- leiðis var hann riðinn við tvöfalda vinnureikninga, sem smælingjar hafa liðið harðan dóm fyrir. fhaldið heimtaöi að þetta roál væri svæft. það snerti „heldri mann", — borgar- stjórann í Reykjavík. Magnús Guð- mundsson svæfði þetta lika. En Knútur sýndi þann smekk að yfir- gefa land sitt, alfarinn að því er virðist, heldur en að þola umræður og dóm almennings um mál sitt. Er þessa getið hér honum til maklega heiðurs. þá hafði sannast að öll mæliker Kveldúlfs á Hesteyri vom of stór. Ekkert var of lítið. Hér var að ræða um svik á mæli og vog hjá börnum „heldri manna". þetta mál hefir sof- ið i sumar og vetur, vafalaust að ósk miðstjómar íhaldsins. Og að lokum er svo mal M. G. sjálfs. Lesendur Timans hafa kynnt sér það. Dómurinn er uppkveðinn í héraði.. Lögin eru túlkuð viðvíkjandi M. G. eins og ef hann hefði verið smábóndi norður i Skagafirði, sem liefði orðið á að hjálpa til við óleyfi- lega eignatilfærslu. Út af þessu ærist nú íhaldið. Bæði M. G. og blöð flokksins tala eins og hæstiréttur sé búinn að lofa M. G. sýknun áður en málið kemur til þess réttar. Hvort það er rétt skal látið ósagt. Hvort slík fyrirframheit eru samboðin góðum dómstóli, dæmir þjóðin um. En Mbl. virðist byggja mikið á þvi að lögin séu nú ekki farin að ganga jafnt yfir alla. því að það er fullvíst, að ef annar Skag- firðingur, Pétur Jakobsson, sem líka fæst við kaup og sölu og er þar að auki miklu meiri maður en M. G., hefði farið í spor M. G. í Behrens- malinu, þá myndi enginn héraða- brestur hafa orðið, þó að lögfræð- ingurinn, sem stýrt hafði athöfnum hins gjaldþota manns, yrði að líða þá hegningu, sem lögin mæla fyrir. Mbl. vonast eftir, að það heyri aldrei framar um það að allir borg- arar landsins séu jafnir fyrir lögun- um. það er spadómur — ekki giftu- legur — og ekki líklegur til að ræt- ast. 3. J. ------o------ Hin þrjú málin. Mönnum finnst að vonum mikið ' til um að maður með þvílíkt mál í ef,tirdragi eins og M. G. hafði, skyldi verða yfirmaður réttvísinnar, þó ekki væri nema eitt missiri. En nú hefir hin mikla sekt, hin glögga rannsókn, og hinn hispurslausi "og réttláti dómur skotið ihaldinu skelk í bringu. það hikaði um stund, en afneitaði svo Magnúsi, fann, að mál hans var meir en vonlaust. En þó var þetta mál ekki nema eitt af fjórum, sem íhaldið vildi kæfa. það er sannað, að síldarmálin á Hesteyri voru svikin. þar era engar máls- bætur. En M. G. hefir stöðvað þetta mál. — Næst var Knútur Zimsen með 7000 kr. þóknun til sjálfs hans fyrir vinnu, sem var skylda hans að annast. Og loks var fslands- bankagjaldþrotið, langstærsta fjár- svikamálið, sem nokkurntíma hefir komið fyrir hér á landi. Hvað myndi þjóðin hafa sagt, ef hún hefði heyrt og séð jafn vel undirbúinn og réttlátan dóm í því eins og gjald- þrotamáli Behrens?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.