Tíminn - 15.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1932, Blaðsíða 2
192 TlMINN Sauðaþjófnaður og sviksamleg gjaldþrot. Meðal þyngstu refsinga, sem til hafa verið í íslenzkum lögum, er refsing fyrir sauðaþjófnað. Á sauða- þjófnaði hefir verið tekið miklu harðar en öðrum þjófnaði. í meðvit- und almennings hefir sauðaþjófnað- ur verið alveg sérstaklega andstyggi- legur glœpur, Næst morðingjum og meinsærisrhönnum var sauðaþjófur- inn verstur allra afbrotamanna. þessi rótgróna skoðun almennings á sauðaþjófnaði stendur í mjög nánu sambandi við atvinnu og lífs- skilyrði landsmanna. íslendingar hafa fram á allra siðustu ár verið að langmestu leyti bændaþjóð. Sauð- féð var aðalbústofn landsmanna. Undir því átti almenningur lífsaf- komu sína. En sauðféð gengur saman í heima- högum og afrétti. Markið eitt helgar eignarréttinn. það er tiltölulega auð- velt, að taka annars manns kind og hagnýta i eigin þarfir. Ekkert nema mjög ströng hegningarlöggjöf og einkum þó ákveðin fordæming frá almenningsálitinu gat hindrað það, að einstakir menn vœru a þennan auðvelda hátt sviftir eign sinni og íífsviðurvœri, sem þeir sjálfir höfðu enga aðstöðu til að verja. þessi ér skýringin á hinum járn- hörðu ákvœðum hegningarlaganna um sauðaþjófnað og bannfæringu al- menningsálitsins á þessum verknaði. Bændaþjóðin átti lífsafkomu sína undir því, að eyrnamarkið væri virt. þess vegna varð að neyta allra ráða, til þess að sauðaþjófnaðurinn yrði ¦ekki almennur. Nú á dögum hafa atvinnulíf og viðskipti færst í annað form. það er ekki lengur einhlítt að vernda þjóð- félagið fyrir sauðaþjófum. Stór hluti af þjóðinni er hættur að hafa það á meðvitundinni, að maður, sem stel- ur kind, hafi framið verra verk en sá, sem stelur jafngildi hennar i peningum með því að brjóta upp læstan skáp. Nú er öld banka og hlutafélaga, verzlunar. og atvinnufyrirtækja, sem rekin eru með lánsfé. Nú felur fjöldi manns öðrum mönnum eignir sínar iil geymslu, gegn tryggingum meira og minna öruggum og loforðum um ' endurgreiðslu og vexti. Rikið og bankarnir taka á ábyrgð þjóðarinn- ar stórfé að láni og fela borgurunum til geymslu og ávöxtunar i atvinnu- reketri sínum. Nú er það orðið eins áriðandi fyr- ir' þjóðarheildina, að virtur sé eign- arrétturinn á lánsfé eins og áður var og er enn að virða eyrnamörkin á sauðfénu í haganum, þess vegria verður nú þjóðfélagið að tryggja það, að þeir, sem fé fá að láni noti það ekki óheiðariega eigandanum fil tjóns. Sviksamleg gjaldþrot eru nú álíka bættuleg óg sauðaþjófnaður, frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Ef þjóðfé- lagið getur ekki sett skorður við því, ao menn geti misnotað fé, sem þeim er trúáð fyrir, í sjálfs sín þarfir eða annara og svikizt lun að borga, er uti urri allt traust í viðskiptum. Bankamir geta þá ekki lengur átt a hættu að lána fé til einstaklinga og einstaklingarnir ekki að eiga hver hjá öðruro. Sá, 'sem tekur fé að láni hjá öðr- um, vitandi, að hann á ekki fyrir skuldum og getur aldrei greitt, en leynir því við þann, sem lánið veit- ir, er þjófur eins og sá, sem tekur kind nágrannans og slátrar henni. Og verknaður hans er alveg hlið- stæður verki sauðaþjófsins, af því að hann veikir hið almenna viðskipta- traust alveg eins og almennur sauða- þjófnaður myndi gjöra mönnum al- veg ókleift að byggja lifsafkomu sína á sauðfjárrækt. í flestum löndum hefir nú verið sett mjög ströng löggjöf um sviksam- leg gjaldþrot og hörð refsiákvæði. Hér á landi eru menn líka á allra siðustu árum farnir að sjá þessa nauðsyn. Og þess mun ekki verða langt að biða, að andúð almennings á þeim, sem fremja sviksamleg gjaldþrot, verði eins sterk og á sauðaþjófunum. Frá sjónarmiði al- þjóðar verður að dæma afbrot eftir afleiðingum þeirra. Og þá verða þau afbrot þyngst á metunum, sem stofna lífsskilyrðum almennings í voða. þess vegna verður að gjöra ný- tízku sauðaþjófnaðinn, sviksamlegu Sjóxiartnið leíkmannsins uni dóminn. Ég mætti nýlega á götunni manni, sem er að vísu ekki lögfróður frem- ur en ég. Lögregluréttardómurinn i máli þeirra Behrens og M. G. barst í tal. Maðurinn sagði með nokkrum þjósti: „Mér finnst dómur Hermanns skakkur". „Finnst yður það", mælti ég. „Vissulega. JJað var Matmús Guð- mundsson, sem áttl að fá 45 daga fangelsí, en hinn maðurinn mun vægari refsingu eða enga. Eða til hvers eru lögfræðingar, ef þeir ráð- leprgja glæpsamlegt athæfi í slíkum málum? það er, eftir því sem ég fæ séð, miklu refsiverðara í fari lög- fræðings en hitt í fari ólögfróðs manns, að þiggja ráðin" „Já, en mál eru dæmd eftir laga- greinum", varð mér að orði. „þetta er sjónarmið leikmannsins". Síðan hefir mér verið ljóst, að þannig lítur á málið heilbrigð skyn- semi og réttlætistilfinning óspilltra manna. Dómar eru gerðir eftir „para- gröffum" i lögum, þar sem refsingar eru mældar í álnum og þumlungum eftir fyrirfram tilteknum sakarefn- um. þar hljóta að ráða skorður bók- stafsins. Litum á málavöxtu frá sjónarhól leikmannsins. Kaupmaður nokkur hefir ratað í þá ógæfu, að taka fé úr sjálfs síns hendi. Illvigur fjár- mélahrotti gengur hart að honum. Maðurinn leitar i öngum sínum ráða lögfræðings. Lögfræðingnum er að sjálfsögðu ljóst, hversu ber að haga meðferð málsins lögum samkvæmt. Fyrirmæli laga um þetta efni eru ákveðin og sérstaklega ómyrk. — Lögfræðingurinn telur sér heimilt að taka trúanlega munnlega yfirlýsingu mannsins um þaö, að ekki þurfi að taka tíl greina stóran skuldaflokk. Mikið af eignunum eru vafasamar útistandandi skuldir . metnar fullu verði. A þessum grundvelli byggir hinn lögfróði maður þá ráðstöfun, að afhenda fyrnefndum fjármálahrotta úrval af vörum og útistandandi kröfum hins fjárþrota bús. Litlu síð- ar leitast lögfræðingurinn við, að breiða yfir augljóst misferli sitt, með því að leita samninga við aðra lán- aidrottna búsins um að þeir sætti sig við að fá 25% af kröfum sínum og telur þá með skuldirnar, sem hann áður taldi sér heimilt að sleppa, meðan hann var að „að- stoða" við augljóslega glæpsamlega meðferð fjárþrota fyrirtækis. Samkvæmt forsendum og dómsnið- urstöðu hæstaréttar í algerlega hlið- stæðu máli virðist ekki leika vafi á um sókina. Verður ekki dvalið við það í þessari grein. En samkvæmt sjónarmiði leikmannsins er réttlæt- inu ekki fullnægt með þeim dómi, sem þó mun réttilega miðaður við skorður bókstafsins. Almenn réttar- iarsmeðvitund er á hverjum tima langt á undan sjálfu réttarfarinu. Hún ákveður M. G. þyngri refsingu en kaupmanninum, af því að M. 6. máttu og hlutu, sem lögfræðingi, að vera ljós hin sviksamlegu undan- brögð, er hann réði til, en kaupmað- urinn, sem hafði að visu ratað í mis- ferli, varpaði sem ólögfróður maður, áhyggju sinni upp á hinn lögfróða mann. þannig er hin almenna réttarfars- meðvitund vaxin í þessu efni upp úr þröngum stakk lagaákvæðanna. Dómur hennar í þessu máli verður efalaus og óraskanlegur. Leikmaður. Astvaldur Gíslason ber sig illa yfir því, að vera talinn meðal þeirra, sem æpa fram í ræður manna á fundum. En ef maðurinn er svo grandvar um opinbera sið- semi eins og hann vill láta mönnum skiljast, hversvegna hefir hann þá á sér þann götudrengjabrag, að kalla skæting á eftir mönnum, sem ganga þegjandi fram hjá honum á götu? Vilji hann mótmæla, skulu atvik til- greind. þó mun menningarástand Astvalds né trúareinlægni aldrei verða mikið þrætuefni í landinu. J. gjaldþrotin, útlæg úr íslenzku þjóð- lífi með aðstoð strangrar löggjafar og skyldurækinna dómara — og skynsamlegu almenningsáliti. A ¥Íðavangi. Ólafur Thors ** er orðinn ráðherra í stað Magnús- ar Guðmundssonar. fhaldið hefir i'it- nefnt hann sem fulltrúa sinn eins og það útnefndi Magnús í vor. Fram- kvæmdaráð Framsóknarflokksins hef- ir ekki verið spurt þar álits og ekki heldur þingmenn hans. Óiafur cr hreinrækaður íhaldsmaður. Hann er réttborinn fulltrúi stórútgerðarinnar og spekúlantanna í Reykjavík, höfuð- andstæðinga bændastéttarinnar og samvinnufélaganna. Enginn ætlast til þess af honum, að hann beri mál- stað hinna máttarminni stétta þjóð- félagsins fyrir brjósti. Áður en þing kemur saman hafa þingmenn og kjósendur úti um land góðan tíma til að virða fyrir sér þennan mann í ráðherrastólnum. Og þegar þingið í vetur kemur saman, er brott fallin sú ástæða, sem í vor var látin ráða myndun samsteypustjórnarinnar. Til þess að koma í veg fyrir, að fjár- lögin yrðu felld, gengu þingmenn úr Framsóknarflokksins inn á það, að ríkisstjórnin yrði skipuð eins og nefnd, sem kjörin er hlutfállskosn- ingu af tveim flokkum. það var póli- tísk neyðarráðstöfun. Á næsta þingi þegar þessi ráðstöfun, samkvæmt eðlilegum rökum, er niður fallið, verður að taka nýjar ákvarðanir. Dómurinn. Sennilega hefir aldrei neinn dóm- ur fallið með jafnmiklum þunga á fjölmennan hóp manna eins og dóm- urinn í máli Behrens og Magnúsar Guðmundssonar. Mbl. og Magnús sjálfur voru búin að lýsa yfir al- gerðu sakleysi hans. íhaldsblöðin voru búin að lofa sýknudómi í Hæstarétti eftir stuttan tima. Mbl. fullyrti að eftir örstutta stund yrði Magnús orðinn dómsmálaráðherra aftur. Og svo kemur saga svikamáls- ins og dómurinn, og Magnús stend- ur í allri sinni nekt frammi fyrir almenningi. það sézt, að marggjald- þrota maður byrjar verzlun, tapar ár frá ári, og fær þá M. G. til að leiðheina sér. Magnús gerir það — fyrir borgun. Magnús ræður skjól- stæðingi sínum til þess, sem er tugthússök. Endurskoðandinn ræður frá. Kn Magnús dregur skjólstæðing sinn niður í foraðið. Síðan verður Magnús tvísaga. Hann hjálpar ein- um skuldunaut til að fá nálega allar eignirnar. Hann glepur öðrum skuld- heimtumönnunum sýn til þess að þeim notist ekki riftunarfrestur, og þeir tapi sínu. Magnús flær Behrens eins og kind handa einum lánar- drottni. Aðrir fá ekkert. Og við skjól- stæðing sinn skilur M. G. í fang- elsinu. „Illgirni úr Jónasi!" í vor, þegar Magnús Guðmundsson var gerður að ráðherra, þótt á hon- um lægi málshöfðun fyrir sviksam- legt athæfi, sagði einn af vinum Magnúsar: „þetta er bara ill- girni" úr Jónasi". pannig töluðu i- haldsmenn þá. J>éir þúrftu ekki að vita um málavexti. Smekkur þeirra var ekki betri en það, að þeir vildu hafa fyrir fulltrúa sinn í ríkisstjórn- inni mann, sem var undir sakamáls- rannsókn fyrir aðstoð við sviksam- legt gjaldþrot. í allt sumar sögðu íhaldsmenn, að Magnús væri sak- laus. Sjálfur sagðist hann í Mbl. hafa að engu sektardóm í héraði. Hann yrði sýknaður í Hæstarétti. Eu er til kom sligaðist hann undir þunga röksemdanna í dómnum, og mest þó undir tilfinningunni um sekt sína. Hann segir af sér. Mbl. fullyrðir, að eftir stutta stund komi hann hreinn og hvítkalkaður í ráðuneytið aftur. fhaldið hikar. það hlustar þjóðarhjartað. það heyrir al- staðar sömu fordæminguna. pá gefst það upp og tekur úr nægtabúri sínu annan mann, sem ekki var riðinn við gjaldþrot — heldur bara við síldarmál. J>a voru örlög M. G. á- • kveðin. íhaldið hafði dæmt hann til ¦ að deyja pólitískum dauða. Magmis fær útborgað! Eftir að Magnús Guðmundsson fór frá völdum 1927 réðist hann úm tíma sem starfsmaður á lögfræði- skrifstofu Lárusar Jóhannessonar og Garðars J>orsteinssonar. Magnús var ráðinn með föstu mánaðarkaupi. En þegar til kom fékk Magnús ekki kaup sitt greitt og til skamms tíma hefir það verið óborgað eftir því sem Tíminn veit bezt. Nú sýnist Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu í kvöld M. 8i/2. Umræður um viðburði síðustu daga og afstöðu Framsóknar- félagsins til þeirra. Félagar verða að sýna skírteini við innganginn. Þeir, sem vilja verða félagar, verða að gefa sig fram á af- greiðslu Tímans og hafa meðmæli manns, sem félagsstjórnin þekkir. Húsinu verður lokað kl. 10. FÉLAGSSTJÓRNIN. Garðar hafa ætlað að sýna einhvern lit á borgun með vamargrein fyrir Magnús í Mbl. í fyrradag. En ekki mun Magnús ofhaldinn af kaupi sínu, því að í grein þessari eru reittar af Magnúsi þær litlu verjur, sem hann sjálfur hefir reynt að skýla sér með hingað til. Mun það nánar athugað innan skamms hér í blaðinu. Hefir hér illa til tekizt fyr- ir málstað Magnúsar, enda er Garð- ar talinn sá af lögfræðingum Morg- unblaðsins, sem kappgjarnastur er í hlutfalli við greind og þekkingu. (kann ekki einu sinni að setja gæsa- lappir, sbr. fyrirsögn greinar hans í Mbl.). Hinir þekktari lögfræðingar rafa forðast að bendla nafn sitt opin- berlega við óverjanda málstað. Innræti Reykjavíkurihaldsins. Eftir þingrofið 1931 hóaði ihaldið saman verstu æsingjaseggjum höf- uðstaðarins til að ógna ríkisstjórn- inni og þingmönnum Framsóknar- flokksins og setti skrílblæ á höfuð- slaðinn. Jón þorláksson hélt æsinga- ræðu á tröppunum után við heimili forsætisráðherra. í íbúðarhúsi for- seta sameinaðs þings og í vöru- geymsluhúsi Sambandsins voru brotnir gluggar. Mannsöfnuður var látinn gjöra óp að sendiherra er- lends ríkis á næturþeli. Æsinga- snápar íhaldsins hræktu framan i friðsama borgara, sem ekki vildu greiða atkvæði með götusamþykkt- um Jakohs Möllers. þingmaður utan af landi, sem var á gangi úti á götu með komi sinni, var umkringdur og óvirtur af óeirðarmönnum. Magnús dósent talaði um það á svöium Varðarhússins, þegar æsingarnar voru mestar, að Englendingar hefðu hálshöggvið konung sinn. Og eftir kosningarnar hótuðu íhaldsblöðin byltingu og að Beykvíkingar myndu slíta sig úr tengslum við þjóðfélagið. Hvarvetna um landið fylltist al- menningur þá viðbjóði yfir fram- ferði þeirra manna, sem kalla sig „verndara þjóðskipulagsins". . En þá dugðu engar áðvaranir. íhaldinu var þá leitt það fyrir sjónir hvað eftir annað, hverjar afleiðingar slikt fordæmi gæti haft sfðar. Nú sýnir það sig, að þær aðvaranir voru ekki ástæðulausar. — Sama ábyrgðar- leysið lýsir sér í framkomu íhalds- ins nú. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir, að bæta upp óstjórnina á fjármálum bæjarins, með því að láta sverfa að þeim, sem bágast áttu. Fjölskyldumenn i bæjarvinn- unni áttu að lifa á 72 kr. a mánuði (þar af fara a. m. k. 50 kr. í húsa- leigu) á sama tíma sem Jakob Möll- er hefir 1000 kr. á manuði og borg- arstjóri 1500. En þegar þessi ráðstöf- un var almennt fordæmd og full- trúar ihaldsins tóku að sjá fram á alvarlegar ofleiðingar fyrir sjálfa sig, gugnuðu þeir á áforminu. — En framkoma íhaldsins gagnvart Hermanni Jónassyni er met í ó- drengskap. Munurinn á afstöðu H. J. og hinna tillagnaillu en þreklitlu íhaldsmanna er áberandi. H. J. neitar að vera með í að níðast á þeim bágstöddu. þegar íhaldið sér sinn kost vænstan að láta undan, á hann manna beztan þátt í að koma á sættum. þegar kommúnistar ætla að ráðast á íhaldsbæjarfulltrúana rneð líkamlegu ofbeldi, leggur hann sjálfan sig og lögregluna í hættu til að vernda þá frá limlestingum. Hann gengur í fararbroddi hinna rösku lögreglumanna, sem horfast i augu við æstan mannfjölda, vopnaðan með bareflum. Lögreglan ryður húsið og bjargar bæjarfulltrúunum. En næsta dag rís íhaldið upp með allan sinn blaðakost og ræðst á Hermann fyrir að hafa ekki gjört nógu mikið: Að bera vit fyrir þeim í deilumálunum, að miðla málum, þegar íhaldið var orðið hrætt og að bjarga hinum ótta- slegnu mönnum úr hættunni ó- skemmdum. En það þrekvirki mun gleymast jafn seint og vanþakklæti þeirra, sem bjargað var. Efling lögreglunnar. Hér í blaðinu var á laugardaginn var lögð áherzla á þá brýnu nauð- syn, sem væri á að sjá lögreglunni í Reykjavík nú þegar fyrir skipu- lagsbundinni aðstoð, til að tryggja almennt öryggi í bænum og draga úr þeirri hættu, sem vofir yfir hinni fámennu lögreglu við skyldustörf hennar. Er þetta mál nánar rætt á öðrum stað í blaðinu í dag. — Nokkrar ráðstafanir hafa nú þegar verið gerðar í þessu efni. þegar eft- ir óeirðirnar á miðvikudaginn var, hyrjaði lögreglustjórinn eftir að hafa fengið heimild ríkisstjómarinn- ar á skráningu manna í varnar- lögreglu og hefir því verki miðað vel áfram. Hefir ríkisstjórnin óskað eftir að lögreglustjórinn tæki að sér Rtjórn þessarar liðssveitar. Gekk lög- reglustjórinn inn á það með því móti, að honum væri fenginn sér- stakui' fulltrúi, sem hefði sérstaklega með höndum undirhúningsfram- kvæmdir ¦ og stjórn hjálparlögregl- unnar undir yfirumsjón lögreglu- stjórans. Hefir ríkisstjórnin fallizt á þetta fyrirkomulag og var Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn, eftir á- hendingu og ósk lögreglustjórans, í gær skipaður i þetta starf. Jafn- framt verður manni úr lögreglulið- inu falið það starf, sem Erlingur irefir áður haft. íhaldsblöðin og löggæzlan í Rvík. Framkoma Mbl. og Vísis í garð lögreglustjórans í Reykjavík eftir ó- eiiðirnar, er hneyksli með einsdæm- um, og sérstakt lán, að ekki hefir hlotizt tjón af. Sorpblöð þessi, sem þykjast „vernda þjóðskipulagið" veigra sér ekki við, að hefna sín k Hoimanni Jónossyni fyrir það að hann hefir kveðið upp réttlátan dóm yfir brotlegum íhaldsmanni, til að veikja aðstöðu hans sem yfirmanns löggæzlunnar i bænum á allra við- kvæmasta augnabliki. ítrekaðar til- raunir hafa verið gerðar til þess að vekja óti'ú lögreglunnar á yfirmanni sínum og æsa hana gegn honum, þegar mest reið á einhuga samstarfi. El' ekki vild i svo til, að lögreglu- stjórinn er óvenjulegur þrekmaður, lögreglan valið lið og samstarfið íTiilli hennar og lögreglustjórans sérstaklega gott og Mbl. og Vísir í litlu áliti, þrátt fyrir íhaldsfylgið í bænum, myndu þessi vitfirringslegu skrif á slíkum hættutíma, hafa getað haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Ef beitt væri samskpnar aðferðum og víða í löndum, þar sem óeirðir eiga sér stað, hefði átt að gjöra Mbl. upptækt og banna útkomu þess fyrst jm sinn. En áhrifaleysi þessa ves- ala blaðs sézt bezt a því, að daglega streymir að fjöldi manns til að: láta skré sig í hjálparlögregluna, sam- hliða því, sem ríkisstjómin með fullu samþykki hins nýja íhaldsráð- herra, vottar Hermanni Jónassyni traust sitt með því að fela honum einnig yfirumsjón hjálparlögregl- unnar og skipar hann til aðstoðar þann manninn, sem verið hefir hans önnur hönd við stjórn lögreglunnar, sem Mbl. fordæmir. Framsóknarfélag Rvíkur heldur fund í Sambandshúsinu kl. 8x/2 i kvöld. Sbr. augl. á öðrum stað i blaðinu. Eitt síðasta verk M. G. í stjórnarráðinu var að skipa Sigurð Eggerz bæjarfógeta á ísafirði. Sigurður er, eins og allir vita, undir sakamálsrannsókn út af íslands- banka. það mál stöðvaði M. G. í vor. Setudómarann til að framkvæma ransóknina út af óeirðum, var ekki búið að skipa, þegar Tíminn frétti síðast. það mun, eins og áður er fram tekið, hafa dregizt vegna mannabreytinga í stjórninni. Ritstjóri: Gfsli Ouðmundsson, Mimisveg 8. Sími 1245. Prentsmiojan Ácta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.