Tíminn - 17.11.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.11.1932, Blaðsíða 1
©faíbfcci og afcjrciðsiurrta&ur ffímans et RannveiO) £>orsteinsoottír, Cœfjargötu 6 a. Siytýuií. ^Xfgrcibsía <T f :u a n s er f £œfjaraötu 6 a. (Dpin baaJcaafL 9—6 Síml 2353 XVI. árg. Reykjavík, 17. nóvember 1932. 52. blað. „Hegour sð, er hlff a sky Id Garðar Þorsteinsson ónýtir vörnina fyrir M. G. ¦if Ihaldsblöðunum hefir verið tíð- rætt síðustu dag*ana um dóminn í máli M. G. — Þau hafa þó, af skiljanlegum ástæðum forðast sem mest að ræða>sjálft sakar- efnið. En þeim mun nteir hafa þau hulið röksemdarskort sinn í moldviðri æðisgenginnar persónu- legrar árásar á dómarann, svo sem vani þeirra er, þegar þau verja seka flokksmenn sína. Gremst þeim það ekki lítið, að hótanir M. G. og annara íhalds- manna áður en dómurinn féll, skyldi engin áhrif hafa á rétt- dæmi dómarans. Verra finnst þeim þó, að hin ljósu og skýru rök dómarans sýna svo áþreifan- lega sekt M. G., að jafnvel ýmsir hörðustu íhaldsmenn játa mál- stað hans óverjandi. Eins og blöð- in hafa sýnt, þegja nú allir hinir eldri og þekktari lögfræðingar íhaldsins og vilja sjáanlega ekki leggja heiður sinn að veði fyrir málstað M. G. — Og aðeins einn hinna yngri íhaldslögfræðinga, Garðar Þorsteinsson fyrv. félagi M. G., hefir undir nafni gert til- raun til að bera blak af honum (sbr. grein hans „um dóminn" í Mbl. 13. þ. m.). En þrátt fyrir bezta vilja hefir óverjandi mál- staður snúið svo vopnunum í höndum hans, að þessi „varnar"- grein verður óyggjandi sönnunar- gagn fyrir sekt M. G. Svo sem frani kemur í dómnum var hin eina varnarástæða M. G. sú fyrir réttinum, að Behrens hefði, átt fyrir skuldum, þegar eignayfirfærslan til Höepfners fór fram 7. nóv. 1929. G. Þ. sér af hyggjuviti sínu, að enginn vegur er að halda þessu fram lengur, eftir að öll gögn hafa ver- ið lögð á borðið fyrir almenningi. Hann færir því efnahagsreikn- inginn til réttari vegar, og hrekur því M. G. úr hinu einasta vígi, sem hann taldi sér fært að standa í. Sjáanlegt er þó, að G. Þ. fer eins skammt á undanhaldinu og hann sér sér fært, því tilhneigirig hans að reikna eignirnar í sem hæstu verði leynir sér ekki. Eftir ýmsar bollaleggingar kemst G. Þ. að þeirri niðurstöðu um efnahag Behrens 7. nóv., sem hér skal tek- in orðrétt upp úr grein hans í Mbl.: „Raunverulegt verð eigna nem- ur því alls kr. 84806,75*). Skuldir nema hinsvegar kr. 122979,92, bar með taldar ætt- ingjaskuldir. Behrens gat því samkv. þessu greitt hverjum ein- stökum kröfuhafa 68,9%**). Hér liggur þá fyrir viðurkenn- ing þessa harðvítuga verjanda M. G. — og um leið viðurkenn- ing Mbl. — á því að Behrens hafi þegar eignayfirfærslan átti sér stað vantað ekki minna en kr. 38173,17 upp á það, að eiga fyrir skuldum. Og að hann hafi vantað 31,1%, til þess að geta greitt hverjum lánardrottni sitt. — Hér höggur því sá, er hlífa *) Leturbreyting G. $>. **) Leturbreyting hér. vildi og sýnir þetta hversu óverj- andi málstaðurinn er. Þegar aðgætt er, að G. Þ. reyn- ir að gera eins mikið úr eignum Behrens á þessum tíma og hann telur frekast fært, þá er líklegt að Behrens hafi vantað ennþá meir til að eiga fyrir skuldum. Én út í það skal þó ekki frekar far- ið. Tölur þær, sem! G. Þ. tilfærir sýna og sanna, að M. G., sem ráðamanni Behrens, var óheimilt að ráða honum til að greiða, ekki sízt með vörum og kröfum, ein- um kröfuhafa mestan hluta þeirr- ar skuldar, er hann gerði tilkall tiL Samkv. niðurstöðu G. Þ. var Behrens vitanlega skyldur að framselja bú sitt til skipta skv. gjaldþrotalögunum og M. G. skyldur að ráða honum' til þess. En eins og kunnugt er, gerði hann þvert á móti. Eftir að G. Þ. héfir komizt að framangreindri niðurstöðu, hefir hann séð, að ekki mundi gott um varnir. Hann grípur því til þeirra blekkinga, að halda því fram, að Hoepfner hafi ekki fengið yfir- fært til sín hlutfallslega meira en aðrir lánardrottnar hefðu getað fengið. En þetta er vitanlega hin mesta fjarstæða, því Hoepfner fékk strax mestan hlutann af kröfu sinni greiddan að fullu um kr. 50.000,00. Þenna hluta skuld- arinnar fékk hann því. greiddan með 100% á sama tima og Behrens, að dómi G. Þ., gat ekki borgað meira en tæp 70%. En fyrir afganginum af skuldinni fær Hoepfner víxla og skuldabréf, sem tryggir honum sama rétt og jafn- vel betri en öðrum kröfuhöfum, því gjalddagi víxlanna var ákveð- inn stuttu síðar og gengið ríkt eftir, að þeir yrðu greiddir, eins og líka var áskilið í samningnum 7. nóv. Það er því auðsætt að eignayfirfærslan hefir lækkað að miklum mun þann hlut, sem aðrir kröfuhafar gátu fengið þótt eign- unun^ hefði strax verið skipt á milli þeirra. Og þótt 6 þúsund kr. eftirgjöfin hefði verið raunveru- leg, sem hún alls ekkí var, þar sem yfirfærslan hækkaði skuld Behrens við Hoefpner um hærri upphæð, þá hefði það þó hvergi nægt til þess að rugla ekki greiðsluhlutföllunum samkv. mati G. Þ. á eignunum. — Um það verður ekki deilt — og sízt neit- að af lögfræðinguní — að það varði refsingu að mismuna einum lánardrottni, öðrum til tjóns, þeg- ar sjáanlegt er, að skuldara brest- ur möguleika til að stánda í skil- um við alla. Þetta hefir M. G. líka vitað og heldur sér því dauðahaldi í það hálmstrá, að Behrens hafi átt fyrir skuldum þegar yfirfærslan fór fram. — 1 dómnum1 er sýnt með óyggjandi rökum, að Behrens hafi stórum brostið möguleika til áð geta greitt hverjum sitt. Þetta atriði, sem mestu máli skiptir, hefir nú verið staðfest af sjálfum verj- anda M. G., Garðari Þorsteins- syni. Z. Vörn Morgunblaðsins Mbl. birtir tvo síðustu daga greinarlangloku, sem á að vera vörn fyrir Magnús Guðmundsson í gjaldþrotamálinu. Endir grein- arinnar er ekki kominn, þegar þetta er skrifað, en aiíar líkur benda til, að hún sé rituð af M. G. sjálfum. Skal vörn þessi, ef vörn skildi kalla, tekin kér til athugunar, lið fyrir lið, með því að óþarfi þykir, að þær fjarstæð- ur og ósannindi, sem þar er til tjaldað í stað raka, standi ómöt- mælt. 1. Mbl. endurtekur þau ósann- indi, að M. G. hafi ekki fengið afrit af dómnum. Hér í blaðinu hefir áður verið upplýst, að af- skriftin var send rakleitt heim til M. G. nokkrum mínútum eftir að dómur var upp kveðinn, þó að vitanlega bæri engin skylda til þess. Er hér með skorað á M. G. sjálfan að mótmæla þessu, ef hann vill, og munu þá sannan- ir fyrir þessu lagðar fram jafn- skjótt. Þá segir Mbl., að Tíminn og Alþbl. hafi þegar fengið afrit af dómnum, en Mbl. ekki. Þetta staf- ar af því, að tvö fyrnefnd blöð höfðu beðið um afrit, en Mbl. ekki, enda kemur það fram, að Mbl. taldi sér ekki þörf á að kynnast forsendunum til að kveða upp þann sýknudóm, sem það taldi sér skylt að láta Magnúsi í té ásamt ávísun á framhalds- sýknun í hæstarétti, þó 'væntan- lega með vafasömum heimildum. Og Mbl. hefir ekki enn beðið um afritið, en vitanlega myndi það hafa fengið það og fá enn, ef það færi þess á leit. Annars virðist í fljótu bragði alveg óskiljanleg heift Mbl. út af því að dómurinn var birtur. Þó var hann ekki birtur fyr en út var komin í Mbl. mjög svæsin og illkvittnisleg árás á dómarann, þar sem þess jafnvel var krafizt að honum yrði vikið úr embætti fyrir að hafa dæmt eftir lögun- um. Hvað veldur því, að dómur, sem búið er að gjöra að blaða- máli og snertir yfirmann dómstól- anna, má ekki koma fyrir al- menningssjónir? Hver getur haft ógagn af því, að saga og rök málsins komi í dagsljósið? Og hversvegna ætti Mbl. sérstaklega að vera illa við að málavextir séu birtir, ef M. G. væri sýkn saka? 2. Næsta atriði sem' Mbl. finnur að, er að efnahagsreikningur Behrens og tvö skjöl málinu við- komandi, samin af M. G., skuli vera tekin upp í dóminn. Veit ekki sá ritstjóri Mbl., sem á að heita lögfræðingur, að fyrir þessu eru nóg fordæmi til, og þyrfti raunar engin fordæmi, því að ber- sýnilega getur innfærsla þessara skjala, sem mergur málsins snýst um, ekkert annað gjört en að gjöra málið sem skýrast. I þess- um skjölum tala athafnir M. G. sjálfs. Hvaða frambærileg rök er hægt að færa fram fyrir því, að þessi frumskjöl frá M. G. sjálfum mégi ekki koma fram' í forsend- unum og fyrir almennings sjónir? Það er í málgagni „Sjálfstæðis- manna"(!) alveg sérstaklega átal- ið, að þessi skjöl, sem upphaflega eru samin á dönsku, af endur- skoðandanum og M. G., skuli af löggiltum og eiðsvörnum skjala- þýðanda, hafa verið þýdd á ís- lenzku og þannig innfærð í dóm- inn. Hvaða ástæða er til að birta íslenzka dóma eða hluta af þeim á dönsku eða öðru erlendu tungu- máli? Mbl. segir að vísu, að les- endur Tímans (þ. e. 90% af öllu læsu fólki á Islandi) skilji ekki dönsku, og e. t. v. er það mein- ing Mbl., að þessi skjöl a. m. k. hefðu átt að vera hulin almenn- ingi. En það er vitanlegt, að þorri manna hér á landi skilur meira og minna í dönsku. Hver er þá ástæða þessarar aðfinnslu? Er hún kannske fram komin til að þóknast hinum dönsku stofnend- um Mbl., t. d. Berleme og Tofte, sem báðir koma mikið við sögu málsins og af gömlum vana álíta enga nauðsyn á að þýða móður- mál sitt fyrir Islendingum! 3. Þá skal vikið af þeim kafla greinarinnar, þar sem reynt er af veikum mætti að hrekja forsend- ur dómsins eða gjöra þær tor- tryggilegar. a. Um húseignina Lindargötu 14 í Reykjavík. b. Um það, að Behrens hafi eigi orðið gjaldþrota fyr en næstum V/2 ári eftir eignayfirfærsluna til Hopfnersverzlunar. c. Að ekki hafi þurft að taka tillit til skyldmennaskuldanna. d. Að efnahagur Behrens ha.fi batnað við nefnda eignayfir- færslu, en ekki versnað eins og fram kemur í dómnum. . Þessi fjögur atriði skulu nú tekin til meðferðar, hvert um sig, hér á eftir. 4. Mbl. talar um, að húseignin nr. 14 við Lindargötu sé ekki tal- in í efnahagsreikningnum 28. okt. 1929 og því hafi ekki átt að miða við hana, er efnahagurinn var náar athugaður af M. G. heldur húseign í Hafnarf., sem talin er á reikn. Það kom þó fram í efna- hagsreikningnum færslur vegna kaupa á Lindarg. 14, enda upp- lýsti endurskoðandinn i réttar- prófunum, að kaupin hefðu verið umsamin og afgerð löngu áður en efnahagsreikningurinn var sam- inn, en eignin ekki færð á efna- hagsreikninginn vegna þess, að Behrens átti ekki að taka við henni til afnota fyr en um ára- mót. Þetta er einnig játað í rétt- arprófunum af M. G. sjálfum. Það átti því vitanlega að taka tillit til hins raunverulega verðmætis Lindarg. 14 við athugun efna- hagsins. Að tala um gróða hjá Behrens í sambandi við þessi húsaskipti, er hrein fjarstæða, því að upplýst er, að Behrens hafi tapað á þeim endanlega mörgum þúsundum króna*). M. G. segir líka sjálfur vorið 1930, í bréfinu til skuldheimtumannanna, að eignin sé of hátt reiknuð. 5. Mbl. er nokkð seinheppið, þegar það tekur það fram, að Behrens hafi ekki orðið gjald- þrota fyr en 11/2 ári eftir, að eignayfirfærslan til Hoepfners- verzlunar var gerð. Tímalengdin *) M. G. segir í réttarprófunum, að „kaupverð" Lindargötvi 14 haíi verið 60 þús. kr.- Húsið var selt með aðstoð M. G. fyrir 53200 kr., enda yar það ekki nema 28800 kr. að fast- eignamati. er fyrst og fremst rangt til- greind, því að 15 manuðir eru ekki \y% ár! En drátturinn á gjaldþrotinu, sem M. G. einmitt er valdur að, er einhver alvarleg- asti þátturinn í öllu málinu. Samningurinn 7. nóv. 1929 var gerður með svo mikilli leynd, að greiðendur skuldanna, sem fram- seldar voru, til Hoepfnersverzlun- ar, voru einu sinni ekki látnir vita um það. Strax eftir áramótin er vörubirgðahúsunum lokað og rétt á eftir skrifstofunum. Skuld- heimtumennirnir ganga hart að (þ. á m. Garðar Þorsteinsson) og Behrens er að verða gjald- þrota. Eignayfirfærslunni, sem M. G. hafði gart á laun, hefði þá allri verið riftað, ef M. G. þá ekki hefði dregið tímann með því að bjóða upp á samninga, með tilboði, sem ekki var hægt að standa við, og dregið þessa samn- inga á langinn, þangað til riftun- arfresturinn var liðinn. 6. Viðvíkjandi „skyldmenna- skuldunum" og skuldum við bankafirmað Bruhn & Baastrup, þarf ekki að fjölyrða, þar sem hinn sjálfboðni verjandi M. G., Garðar Þorsteinsson hefir fallizt á, að rétt hafi verið að taka þær til greina, enda er það augljóst, að ekki verður komizt hjá að taka t. d. tillit til skuldar, sem veð er fyrir eins og skuldinni við Ivar Behrens. 7. Þá segir Mbl., að efnahagur Behrens hafi batnað, en ekki versnað við eignayfirfærsluna 7. nóv. Rökin eru m. a. þau, að skuldabréf, (5000 kr.), sem átt hafi að innleysa á 12 árum, hafi ekki verið rétt að telja með. Stað- hæfingu þessa virðist blaðið byggja á því, að farið hafi verið fram á eftirgjöf á þessari skuld, en ekki fengizt! Lesendur Tímaiis eru beðnir að athuga nánar þessa röksemdafærslu Mbl. Þá ér þess getið, sem fram er tekið í dómnum, að skuldin við Hoepfnersverzlun hafi síðar reiknast 5000 d. kr. lægri en hún er talin í efnahagsreikningnum 28. okt. En blaðið sleppir að geta um það, sem líka var tekið fram í dómnum, að jafnframt kom fram, að Behrens skuldaði öðrum sem nam álíka upphæð meira en reikningurinn sýndi (útsvar og skuld við vátryggingarfélög). Hér er því um augljósar og ber- sýnilegar blekkingar að ræða, sem ekki eru frekar svaraverðar. 8. Yfirleitt er eftirtektarvert ráðaleysi Mbl. í þessu máli, enda ekki undarlegt. Garðar Þorsteins- son gengur út frá, að Behrens hafi ekki átt nærri fyrir skuld- um, en ætlar sér að sanna, að hann hafi sjálfur mátt vera (með aðstoð M. G.) einskonar skipta- réttur í búi sínu. Höf. hinnar greinarinnar leggur alla áherzl- una á að hrekja grein G. Þ. og færa líkur fyrir því, að Behrens hafi átt fyrir skuldum. En hvert einasta atriði í röksemdafærslu hans er byggt á ósannindum, S eins og sýnt hefir verið franl á, lið fyrir lið, hér að framan. Niðurlag greinarinnar, sem kom út í Mbl. í dag, verður athugað í næsta blaði.. Greinarhöf. Mbl. hefir alveg gefizt up við að leita að nýjum rökum í málinu og M. G. þannig skilinn eftir „á gadd- inum". Virðist Mbl. sem vonlegt er, ætla að hafa lítinn sóma af þessum umræðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.