Tíminn - 17.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.11.1932, Blaðsíða 2
194 TlMINN Frejrla Aknreyri framleiðir kaffihæti í stöngum og kaffi- bætisduft, sem seit er í smápökkum. — Kaffibætir þessi hefir náð ótrúlegum vin- sældum og útbreiðsiu á þeim skamma tírna, sem liðinn er síðan hann kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. Samband ísl. samvinnuíél. ♦8 Tryggið aðeins hjá islensku fjelagi. 3 m & Póathólf: 718 Sírnnefni: Ineuranee ♦K ♦K m BHUNATRVGGINQAR (húa, irmbú, vörur o.fl.). Sími 254 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 FramkvæmdaBtjöri: Sími 309 Snúiö yður til Sjóvátryggfngafjeiags Islands h.t Eimskipafjei.agshúsitm, Reykjavík Ný b6k. Alríkisstefnan eftir Ingvar Sigurðsson Fæst í bókaverzlunum Xi- „SJálfstæð isbóndi af Snæfellsnesi“ „Sjálfstæðisbóndi af Snæ- fellsnesi vill selja einhverjum góðum flokksmönnum nokkr- ar tunnur af 1. flokks spað- söltuðu kjöti. A. S. í. vísar á“. (Mbl. 20. okt. 1932). Morgunblaðið minnist ekki oft á Snæfellinga. Afrek íhaldsins og Halldórs Steinssonar þar vestra eru lika þau, að þeim er fyrir beztu að um þau ríki sem mest þögn. En nú nýlega vakti Morgunblaðið athygli á Snæfellingum, á alveg al- veg sérstakan hátt. það gaf óafvit- andi eins og nokkurskonar innsýn í huga þeirra manna, sem hafa vilja forystu á hendi fyrir íhaldið á Snæ- fellsnesi. það sýndi mjög glöggt, hversvegna að til eru menn þar vestra, sem telja það bezt fyrir sig, að íhaldið fari með völd í landinu. Um langt skeið hefir íhalds- mennska verið ríkjandi ó Snæfells- nesi. í verzluninni stóð einveldi kaupmannanna um langt skeið. Álög- ur þeirra á vörumar vom það gífur- lega miklar, að almenningur gat með naumindum haft til hnífs og skeið- ar og hjá mörgum var það, sem ríkti sárasta örhirgð. Allar framkvæmdir voru í dauðadói. Er vert, að geta þess, að hvergi eru jafnfáir sjálfs- eignarbændur á öllu landinu, að til- tölu, sem á Snæfellsnesi. Ohagsýn og óreiðusöm stjórn kaupmannanna kom þeim að lokum fyrir kattamef. þeir höfðu ekki aö- eins eytt því fé, sem þeir með okri sínu höfðu haft af Snæfellingum, heldur höfðu þeir Iíka eytt af fé bank- anna svo tugum þúsunda skipti. Nöfn eins og Sæmundur Halldórsson og Proppébræður eru nægileg stað- festing á þeim efnum. Afleiðing af einveldi frjálsu sam- lceppninnar á Snæfellsnesi er því þeg- ar komin í ljós. Árangurinn af langri þingmennsku Halldórs Steins- sonar er líka þegar séður. Afleiðing af því fyrra er nokkur hluti þeiira miljónatapa, sem bankarnir hafa orðið fyrir, og sú framkvæmdadeyfð og örbirgð, sem hið áhagstæða verð- lag kaupmannanna hefir orsakað á Snæfellsnesi. Árangur þess seinna, er mótspyrna gegn ölium þeim málum, sem bætt geta lífskjör og aðhúð al- mennings, og öruggui' stuðningur þess, sem hagkvæmt getur talizt fyr- ir þá, sem lifa vilja óhófslífi á verk- um annara. þetta hefjr mikill hluti Snæfellinga séð. Hann hefir misst ti'úna á íhald- ið og hoi-fið yfir til þess flokKs, er mestan og einlægastan viija hefur sýnt í því að ‘bæta lífskjör almenn- ings. Hann hefir horfið yfir til Fram- sóknarflokksins. Á Snæfellsnesi eru þeir menn nú orðið ekki ýkja margir, sem játa al- veg ákveðið, að þeir aðhyllist ihalds- stefnuna. Fylgi Halldórs Steinssonar liefir aðallega verið þannig tilkomið, að þessum mönnum hefir tekizt að safna þeim liluta kjósendanna, sem óþroskaðastir eru, að kjörborðinu og fá þá til að greiða Halldóri atkvæði. Raunverulegir íhaldsmenn á Snæ- feilsnesi eru ekki nema sárafáir. Og skýring Moi'gunblaðsins er þessi: það eru ekki til íhaldsmenn á Snæfellsnesi vegna þess, að þeii' treysti íhaldinu, til að berjast fyrir hagsmunamálum alþýðunnar, eða að íbaldið hafi sýnt neinn áhuga fyrir framgangi þeirra móla. Heidur eru þeir íhaldsmenn af því, að þeir vita, að flestir ríku mennirnir eru í íhaldsflokknum, og vænta því þess, að fá eirihver fríðindi fyrir það að vera íhaldsmaður. Og það var Snæfellingur, sem lýs- inguna gaf. Hann var kominn til Reykjavíkur með kjöt sitt og aug- lýsti það til sölu. En hann auglýsti það þannig, að hann væri Sjálfstæð- isbóndi af Snæfellsnesi og vænti þess að flokksbræður sínir létu sig njóta þess. Hann vænti þess, að njóta hlunninda fyrir íhaldsnafnið. Hann vissi af eigin reynd, að það er sum- um gróðavegur að vera nógu lítil- þægur, auðsveipinn og smjaðrandi við íhaldið. Snæfellingar hafa lært það af hinni löngu sambúð við íhaldið, að af því getur aldrei stafað nema illt eitt. þeir vita það, þó atkvæðasmölunum geti verið það fengdrjúgt, að þjóna íhald- inu, þá er það allur þorrinn, sem líð- ur við það mikil óþægindi. þessvegna mun meirihluti Snæfell- inga sýna það, að þeir eru á annari skoðun en kjötsalinn, sem er íhalds- maður vegna þess eins, að hann byggst að njóta fyrir það hlunninda hjá íhaldinu. En þökk sé honum og Morgunblað- inu, sem á þennan hátt hafa opin- berað stjómmálaþroska þeirra manna á Snæfellsnesi, er kalla sig íhaldsmenn. þær upplýsingar ættu að geta oi'ðið þeim Snæfellingum mikilsverðar, sem hafna vilja kyr- stöðunni, að samsýslungar þeirra, sem eru þeim andstæðir, eru það ekki vegna áhuga á mólefninu, heldur vegna matarástar á íhaldinu. Jöklarl. -----o---- Eftir „Itlenskn vikuna“ Flestar þjóðir leggja árlega mjög mikla vinnu og fé fram til þess að kynna sig og land sitt öðrum þjóð- um, og hafa þannig aukið viðskifti sín við aðra og með því bætt hag sinnar eigin þjóðai'. Hér ó íslandi hefir lítið verið gert til þess að kynna okkur öðrum. Norræna félagið í Stokkhólmi hefir með því að stofna til „íslenzku vik- unnar“ gert meira en nokkuru sinni áðui' hefir verið gert ti! þess að lcynna land vort og þjóð í öðrum löndum. Norræna félagið í Stokkhólmi hefir áður efnt til þessháttar „vikna" þrisvar sinnum, sem verið hafa í svipuðu sniði og sú íslenzka var. „Vikumar" hafa allar verið þannig, að þær gætu gefið sem bezt sýnis- horn af menningu þess lands, sem þær hafa átt að kynna. Bæði með því að ílytja þar fyrirlestra um ýms menningaratriði og sýna ýmsar hlið- ar menningar þeirra. Hinir beztu kraftar liafa því jafnan verið valdir. þeir sem fluttu fyrirlestra á ísl. vikunni voru Jieir Ásg. Ásgeirsson forsætisráðlierra, Sigurður Norda prófessor, Einar Arnórsson hæsta- réttardómari og Guðm. Finnbogason landsbókavörður. Lýstu þeir í fyrir- iestrum sínum prýðisvel háttum og högum á íslandi, lundarfari og menningu þjóðarinnar. Rithöfund- arnir Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefánsson, Halldór Kiljan Laxness og Kristmann Guðmundsson gáfu upplestri sínum ágæta mynd af nú- tíma skáldskap á íslandi. Páll ís- ólfsson, Haraldur Sigurðsson og frú og María Markan sýndu með kunn- áttu sinni og leikni hvað við hér á íslandi eigum í tónlist. Anna Borg Reumert las upp með þeirri sérstöku snilld, sem henni er lagin. Leikfim- isflokkui’ Ármanns sýndi leikfimi og glímui' undir stjórn Jóns þorsteins- sonar, með ágætum árangri og list- málaramir sýndu úrval af málverk- um sínum við góðan orðstír. Móttökurnar í Svíþjóð voru hinar prýðjdegustu og ekkert til sparað til þess að gera vikuna sem myndarleg- asta í alla staði, svo að hún gæti borið ^gm beztan árangur. Og ekk- ert var látið ógert til þess að gera oss dvölina í Stokkhólmi ánægjulega og minnisstæða. Enda mun þetta hafa tekizt. íslenzka vikan verður án efa ógleymanlegur atburður fyrir alla þá er tóku þátt í henni. „Minn- ingarnar frá „íslenzku vikunni" eru svo bjartar, að þær munu geta iýst oss i svartasta skammdeginu", sagði prófessor Sigurður Noi'dal i þakkar- ræðu sinni og svipað býst ég við að við aðrir höfum hugsað. Sviar eiga alveg sérstakar þakkir skilið fyrir að hafa haldið þessa „ís- lenzku viku“, sem í alla staði var svo myndarleg. Og ekki megum við láta John Nordin óþakkað, þeim manni, sem með þvi að leggja fram stórar upphæðir úr eigin vasa, gerði „vikuna" mögulega. það gagn, sem af þessari viku verður er án efa mikið, en það sem þegar er orðið, er, að frændur vorir á * Norðurlöndum, sem áður vissu ekkert um okkur hér úti á íslandi, vita nú að hér er til nútíðamenning er jafnast getur á við það sem til er á Norðurlöndum. þeir, sem fylgst hafa með „vikunni“ og séð og heyrt það sem þar fór fram, hafa fengið nokkuð alhliða mynd af íslenzkri menningu. En hvað er fengið með því að aðr- ar þjóðir viti að hér á íslandi búa ekki skrælingjar eða alómenntuð þjóð? Jú, nágrannaþjóðirnar líta á okkur sem mennitigarþjóð, sem hægt sé að skipta við og vert sé að kynn- ast. Aukinni þekkingu og með réttum hugmyndum um okkur fylgja aukin viðskipti og meiri og innilegri sam- vinna, sem getur orðið oss til varan- legs gagns og gleði. Gl. R. ----o---- Stjórn varaliðsins Út af yfirlýsingu, sem höfð er eftir Ólafi Thors dómsmálaráðherra í Mbl. í dag hefir Tíminn snúið sér til Her- rnanns Jónassonar lögreglustjóra og spurt liann nánar um afskipti hans af skipun Erlings Pálssonar, sem fulltrúa til að annast stjórn varaliðs- ins. Við Ásgeir Árgeirsson forsætisráð- herra áttum tal um skipun Erlings Pálssonar — segir lögreglustjórinn — áður en búið var að skipa Ólaf-Thors í dómsmálaráðherrastöðuna og með- an forsætisráðherra gegndi dóms- málaráðherrastörfum, enda er hinn nýi fulltrúi minn skipaður af hon- um. Hvað forsætisráðherranum og ráðherraefninu hafði farið á milli um þetta efni, var mér ekki kunn- ugt, en það gleður mig vitanlega, að hinn nýi dómsmálaráðherra virðist frá upphafi hafa verið ánægður með þessa skipun. Hitt þarf naumast að taka fram, að það er ekki hægt að skipa til að starfa á mína ábyrgð mann, sem ég ekki er fyllilega ánægður með og myndi heldui' aldrei verða gert. Eftir þessu virðist skipun fulltrú- anna liafa orðið með góðu samkomu- lagi allra aðila, enda ekki óeðlilegt, þar sem um svo vel þekktan mann var að ræða sem Erling Pálsson. ----0---- Skóiasongvar 3. liefti, gefnir út að tilhlutun íræðslumálastjómarinnar. Saí'nað Iial'a og búið til prentunar: Aðal- steimi Eiríksson, Friðrik Bjarnason, Páll ísólfsson og þórður Kristleifs- son. jietta liefti er, sem 2 fyrri heftin, með 50 lögum. í þessu verki, sem er kerfisbundin heild, eru þá alls 150 lög útkomin. Auk þess verkinu tilheyrandiý „Handbók söngkennara", leiðbeiningai' um beitingu og með- íerð raddarinnar o. s. frv. jiessar söngbækur eru einkum ætl- aðar skólunum og miðaðar við þörf og getu nemenda á mismunandi aidri og ýmsum þrepum á náms- brautinni. þetta síðasta hefti er langstærst og lögin þar hæði fjöi- breytilegust og veigamest. Má svo segja, að hvert lagið sé þar öðru fegurra. Eru þau tví-, þrí- og fjór- rödduð. Auk þess flokkasöngur „Kanon“ og tvísöngvar. það, sem einkennir þessa skóla- söngva alveg sérstaklega, er það, að aldrei liafa áður sézt í 'einni söng- bók allir þjóðsöngvar Norðurlanda. Aliir (6) eru þeii' í þessum skóia- söngvum með sjálfum frumtextan- um og þýðingu hans. Til þessa liöf- um við sungið sjómannaljóð undir norska þjóðsöngnum, o. s. frv. Ætli það lirífi okkur ef Norðmenn tækju sig til og kyrjuðu sjómannaljóð við „Ó, guð vors iands“. -— þarna birt- ast 3 erindi frumtexta Björnsons ' prýðilega þýdd af þorsteini ritstjóra : Gíslasyni. Færeyski þjóðsöngurinn hefir aldrei sézt hér fyrr. Birtist liann með þýðingu eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra, sem lagt hefir til fjöldann allan af gullfall- egum þýðingum eða frumsömdum textum í öll heftin og ekki livað minnst í þetta síðasta. En eins og kunnugt er, geta erlend lög ekki fyrr orðið alþýðueign, hversu da- samlega fögui' sem þau kunna að vera, en við höfum fengið við þau kvæði á okkar móðurmáli. Mörg lög eru í bókinni, sem flestir kann- ast við, sem fornvini, erlend lög og innlend, með textum eftir Jónas Hallgrímsson, Matthías Jochumsson, Steingr. Thorsteinsson, þorstein Er- lingsson, Hannes I-Iafstein, Einar Benediktsson o. m. fl. í þessu 3. hefti eru ennfremur mjög mörg lög alveg spánný fyrir okkur. Jafn stórir eða vandaðir skóla- söngvar liafa eklci sézt hér áður. Ættu þeir í bili að geta bætt úr þeim skorti, sem orðinn var á bók- um á þessu sviði — og bætt þannig stórkostlega aðstöðu bæði nemenda og kennara. Slík bók sem þessi á einnig erindi á rvert heimili á land- inu, þar sem söngurinn er ekki tal- inn vágestur. Söngvinur. ------0----- Setudómari til að rannsaka og dæma mál út af óeirðunum 9. þ. m. hefir verið skipaður Kristján Kristjánsson full- trúi lögmannsins í Reykjavik. í nótt var brotizt inn í verzlunarhús Jó- lianns Ólafssonar & Co. hér í bænum í því skyni að ná þaðan skotvopnum. Lögreglan var nærstödd og handsam- aði manninn samstundis. Eins og áðui' er frá skýrt hér í blaðinu, lét lögreglustjóri þegar eftir bæjarstjórn- arfundinn gera öll skotfæri og skot- færabirgðir í verzlunum upptækar til írekari varúðar. Leiðrétting. Misliermi var það hér í blaðinu, að Einar heitinn Jónsson Framkvæntda- stjórastaðan við Kaupfélag Reykj avíkur er laus, væntanleg-a frá 1. febrúar n. k. Umsóknir, ásamt meðmælum, kaupkröfu og öðrum upplýsing- um, sendist stjórn félagsins í Box 24, Reykjavík, fyrir 1. des. n. k. Félagsstjórnin. á Geldingalæk hafi verið jai'ðaður að Odda á Rangárvöllum. Tíminn spurðist fyrir um þetta á skrifstofu Mbl., þar sem jarðarförin hafði verið auglýst, og fékk þar upplýsingar, sem virðast hafa verið á misskiln- ingi byggðar. Jarðarförin fór fram A Kéldum. Ritstjóri: Gísli GnBmmnðsson. Mímisveg 8. Simi 1245. PrentsmiSjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.