Tíminn - 19.11.1932, Side 1

Tíminn - 19.11.1932, Side 1
(öfaíbferí 09 afgrci&slumaöur Cimans ef Sannueig þorsteins&óttlr, Cœíjar^ötu 6 a. JSeYfjaoíf. ^X-fgreibðía Cl í m a n s cr i €œf jar^ötu 6 cl CDptn öaglega ft. 9—6 Sími 2353 XVI. árg. Reykjavík, 19. nóvember 1932. Árásir dhaldsblaðanna á Hermann Jónasson Sjaldan hefir nokkur maður ] orðið fyrir jafn hvatskeytislegri og illvígri, opinberri ofsókn og þeirri, sem íhaldið hefir haldið uppi gegn Hermanni Jónassyni lögreglustjóra nú undanfarinn tíma og á margvíslegan hátt. Orsökin til þessarar dæmafáu ofsóknar á hendur Hermanni Jónassyni er sú, að harm hefir í skyldustarfi sínu sem sakamála- dómari í Reykjavík orðið að dæma Magnús Guðmundson, fyrv. fulltrúa íhaldsflokksins í ríkis- stjórninni, í 15 daga fange'si fyr- ir lögfræðilega aðstoð við svik- samlegt gjaldþrot. Lögreglustjóranum hefði vitan- lega verið innan handar að forða sér frá þessum árásum. Hann hefði getað dæmt á móti sann- færingu sinni og sýknað Magnús Guðmundsson, og hann hefði líka getað stöðvað þetta mál og svæft. En Hermann Jónasson gerði hvorugt þetta. Hann leit svo á, að sér væri sem dómara, skylt að láta lögin skera úr í þessu máli eins og öðrum, og það alveg eins fyrir því, þó að hinn ákærði væri yfirmaður hans og sæti í einni æðstu stöðu landsins. En það sýnist ekki vera nein smáræðis áhætta að vera dómari og vilja gjöra skyldu sína, ef framkvæmd þessa skyldustarfs kemur óþægilega niður á háttsett- um íhaldsmanni í Reykjavík. II. Löngu áður en dómur féll í máli Magnúsar Guðmundssonar, og áður en yfirheyrzlunum var að fullu lokið, (var byrjað á því að gefa lögreglustjóranum til kynna, hvað hann mætti eiga í vændum ef honum tækist ekki f að túlka lögin viðkomandi þessu máli þannig, að Reykjavíkuríhald- ið þættist mega við una. Tíman- um er full kunnugt um það, að íhaldsmenn, sem eru H. J. kunn- ugir persónulega, voru gerðir út á fund hans til að tilkynna honum með meira eða minna ákveðnu orðalagi, að hann skyldi vera við öllu búinn, ef M. G. yrði ekki sýknaður. Og ýmsir menn, sem eru samherjar H. J. í stjómmál- um, fluttu honum sömu fréttir, sem þeim höfðu verið sagðar, ber- sýnilega í þeim tilgangi, að þeir kæmu þeim áleiðis til hlutaðeig- anda. Um það leyti sem rannsókn- inni var lokið, ritaði svo hinn á- kærði dómsmálaráðherra sjálfur gTein um málið í opinbert blað. Sú grein mun verða talin eftir- tektarvert plagg á sínum tíma Meir áberandi tilraun til að hafa áhrif á hinn væntanlega dóm var ekki hægt að gjöra. Með myndug- leika yfirmannsins lætur hinn á- kærði opinbert blað skila hótun- um til undirmanns síns, dómar- ans. M. G. vænir undirmann sinn um, að hann muni kveða upp „pólitískan dóm“ og hefir í frammi borginmannlegar yfirlýs- ingar um, að hann telji sig sjálf- ur sýknan og muni „ekki hlýta“ annari niðurstöðu. Enginn íslenzkur dómari hefir nokkurntíma áður þurft að búa við slíka aðstöðu. Með hótanir ráðherrans yfir höfði sér verð- ur lögreglustjórinn að kveða upp dóminn yfir ráðherranum. Án þess að gjöra lítið úr dómurum hér á landi, má telja næsta trú- legt, að einhver þeirra hefði veigr að sér við að leggja sjálfan sig í hættu með því að láta réttlætið ganga fram, þegar svo valdamik- ill og liðsterkur maður átti í hlut, eins og Magnús Guðmunds- son. En Ilermann Jónasson lét ekki neinar hótanir hafa áhrif á dóms- niðurstöðu sína. Honum var það vel ljóst, að hann hafði oft áður dæmt í hliðstæðum eða alveg samskonar málum. Hann hafði sem lögreglustjóri undanfarin ár orðið að dæma marga lítið þekkta kaupsýslumenn í fangelsi af því að gjaldþrot þeirra fóru í bág við lögin og hæstiréttur hafði staðfest þessa dóma. Þessir menn höfðu verið valdalausir og átt fáa formælendur, og þess vegna hafði sakfelling þeirra vakið litla athygli. Hermann Jónasson var of réttsýnn til þess að hann væri fáanlegur til að ganga frá sínum fyrri gerðum og skapa hættulegt fordæmi vegna voldugs manns í hárri stöðu. Og hann var nógu mikill kjarkmaður til að þora að taka afleiðingunum. III. Tilviljun réð því, að Hermann Jónasson varð sama daginn, sem hann kvað upp dóminn yfir Magnúsi Guðmundssyni, að gegna öðru skyldustarfi, mjög alvarlegu og einstæðu. Hann varð sem em- bættismaður að hafa yfirstjóm lögreglumannanna í Reykjavík til að verja bæjarfulltrúana fyrir harðvítugri og ofbeldisfullri árás frá byltingamönnum, sem ætluðu að útldjá deilumál með líkamlegu ofbeldi. Yfir bæjarfulltrúunum vofði háðuleg meðferð og limlest- ingar. Þessu tókst að afstýra. En bæði lögreglustjórinn og lög- reglumennirnir lögðu sjálfa sig í lífshættu til að framkvæma þetta skyldustarf og urðu fyrir bar- smíðum og áverkum meira og minna alvarlegum. Það er enginn vafi á því, hvern- ig íhaldsblöðin í Reykjavík, sem eiga meirahluta bæjarfulltrúanna, hefðu tekið þessum atburði undir venjulegum kringumgtæðum. Þau myndu hafa lofað stjórn og fram- komu lögreglunnar á allan hátt. Þau myndu hafa hvatt borgarana til að veita lögreglunni samúð og aðstoð. Og þau myndu ekki hafa átalið ráðstafanir lögreglustjór- ans á nokkum hátt, því að þau vita sjálf mjög vel, að Hermann Jónasson er frábær hæfileika- maður í starfi sínu og að ekki þarf að frýja honum áræðis. Er vert að benda á það hér til sönn- unar því, hversu almennt traust hefir verið á hæfileikum H. J. til lögreglustjórnar, að skipun hans 1 lögreglustjóraembættið var á sínum tíma svo að segja ein- asta stjórnarráðstöfun Jónasar Jónssonar, sem jafnvel Morgun- blaðið taldi alveg þýðingarlaust að hafa á móti og átaldi heldur ekki með einu orði. En nú bregður svo undarlega við, að íhaldið rís upp með all- an sinn blaðakost og tekur hönd- um saman við byltingamennina um það, að svívirða Hermann Jón asson fyrir stjórn hans á lögregl- unni. Slík tegund þakklætis — frá mönnum, sem búið er að bjarga úr lífsháska — er, sem betur fer, fádæmi! Hver einasti hugsandi pnaður í Reykjavíkurbæ er í hjarta sínu sannfærður um það, að árásir íhaldsblaðanna á Hermann Jónas- son út af lögreglustjórninni 9. þ. m. standa í beinu sambandi við dóminn yfir Magnúsi Guðmunds- syni, og að ef sá dómur hefði fallið á annan veg, myndi ekki í þessum blöðum hafa verið hall- á H. J. einu orði út af stjórn lög- reglunnar þennan dag. Þessar árásir eru nákvæmlega sama eðlis eins og t. d. söguburður íhaldsmanna þessa dagana um það, að Hermann Jónasson sé lé- legur lögfræðingur, þó að þeir viti vel, að H. J. hefir eitt af beztu embættisprófum lagadeild- arinnar og lauk þó námi á óvenju lega skömmum tíma. IV. þús. kr. á fjárlögum, og verða það því víst ekki mjög há laun, sem hver nefndarmanna fær, þar sem varamenn gegna líka oft störfum í forföllum aðalmanna. Loks finnur Mbl. að því, að H. J. er í stjóm Landssmiðjunnar. fyrir þetta starf voru upphaflega ákveðnar 600 krónur á ári, en á þessu ári hefir ekkert verið greitt og mun að öllum líkindum ekki verða, enda ekki ástæða til í slíku árferði, þar sem þarna er um tiltölulega lítið starf að ræða. Á húsbyggingu H. J. í sumar hafa bankarnir áreiðanlega engu tapað og munu ekki gjöra, og er óþarfi fyrir Mbl. að vera með illyrði út af henni, þó að því kannske gremjist að nokkur póli- tískur andstæðingur þess skuli eiga þak yfir höfuðið. Sögusagn- ir Mbl. um, að H. J. hafi selt húseignir, eru gott dæmi um með- ferð þess á sannleikanum. H. J. hefir aldrei átt neina húseign til að selja, hvorki í Reykjavík né annarsstaðar! En þannig er allt tínt til, satt og logið, til þess að svívirða þennan mann nú út af því að hann hefir þorað að gjöra skyldu sína, að dæma mann í ráðherrasæti eftir gildandi lög- um. Af alveg sama toga er það spunnið, þegar Mbl. nú, alveg upp úr þurru, veður upp á Her- mann Jónasson með brigslyrðum fyrir það, að hann gegni ti'únað- arstöðum utan embættis. Sem dæmi um þessar árásir á H. J. má nefna það, er Mbl. seg- ir að hann hafi „látið kjósa sig“ inn í bæjarstjórn í þeim tilgangi einum að „komast í bæjarráðið“, sem sé launuð staða. Tímanum er vel kunnugt um það, að H. J. var á sínum tíma mjög tregur til að gefa kost á sér til bæjarstjórn ar og gerði það aðeins fyrir marg endurtekin tilmæli frá flokks- mönnum sínum. En hlálegast er þó það í sambandi við ásökun Mbl., að bæjarráðið var ekki til fyr en hálfu þriðja ári eftir að H. J. var kosinn í bæjarstjórn. Fyrir störf bæjarráðsins hefir ekkert verið greitt ennþá, og er vitanlega á valdi íhaldsmeirihlut- ans að ákveða hver sú greiðsla verður eða hvort hún verður nokkur. Hitt var talið alveg sjálf- sagt mál, að allir flokkar í bæjar- stjórninni ættu fulltrúa í bæjar- ráðinu (en í því eru 5 menn), og H. J. er þar sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins. Þá finnur Mbl. að því, að H. J. skuli hafa verið skipaður for- maður ríkisskattanefndar á sl. sumri, og er svo að skilja á blað- inu, að hann sé þar sem fulltrúi sjávarútvegsins en hafi (sem auð vitað er rétt) ekki sérþekkingu á sjávarútvegi. Þetta er vitanlega rangt, því ' að formaðurinn er fyrst og fremst fulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Páll Zophoníasson í'áðunautur er fulltrúi landbúnað- arins. En næst virðist standa, að íhaldsmaðurinn í nefndinni, sem er Gunnar Viðar, hagfræðingur, væri fulltrúi sjávarútvegsins, a. m. k. stórútgerðarinnar. Og ef Mbl. álítur ekki, að hagfræðing- urinn hafi vit á rekstri útgerðar, getur það sennilega fengið manna- skipti og látið skipa annan íhalds- mann í hans stað! Til starfsemi ríkisskattanefndar eru veittar 5 V. Hermann Jónasson hefir nú gjört ráðstafanir til þess, að fram verði komið ábyrgð á hend- ui' íhaldsdagblöðunum tveimur, Morgunblaðinu og Vísi, fyrir þær mörgu og svívirðilegu aðdróttanir sem þau hafa beint að honum sem embættismanni undanfarna daga. Það fer vel á því, að forráða- menn íhaldsflokksins, sem undan- farin ár virðast hafa haft mikla trú á gagnsemi meiðyrðamála, fái nú einu sinni að reyna sjálf- ir til nokkurrar hlítar, hversu þeim gengur að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólunum. Það leikur ekki á tveim tungum að þeir íhaldsmenn, sem ritað hafa níðgreinarnar um lögreglu- stjórann, muni sæta háum sekt- um. Slíkir meiðyrðadómar skipta þó ekki mestu máli í þessu efni. En annað er það, sem miklu máli skiptir og gefur tilefni til hinna allra alvarlegustu íhugana. Getur ihaldsflokknum haldizt það uppi lengur, að neita því, að lögin séu látin ganga yfir hátt- standandi flokksmenn sína eins og þau ganga yfir aðra menn og hafa í frammi ógnanir og af- arkosti við dórnara, sem gjöra skyldu sína? Tíminn er þeirrar skoðunar, að stjórnmálaflokkur, sem svo illa kann að stilla í hóf ofsa sínum og svo lítils virðir jöfnuð í mann- réttindum, gangi með dauðamein sitt. Héðan af getur þess ekki verið langt að bíða, að íhalds- flokkurinn hér sæti samskonar örlögum og óaldarflokkur Hitlers í Þýzkalandi, sem nú er að liðast sundur, eða aðrir stjórnmála- ílokkar slíkir, sem halda, að lít- ill hópur manna geti verið haf- inn yfir lög og rétt í siðuðu þjóð- félagi. ----o----- Félat) uugra framsókuarmanna lieldur aðáífund sinn í Sambands- liúsinu mánud. 28. nóv. kl. 8%. Nán- ar í fundarboði. Stjórnin. 53. blað. Þjóðarnauðsyn I. Einhverjar hinar sorglegustu frá- sagnii' mannkynssögunnar, eru þau\ eigi allfáar, sem herma örlög þeirra l'ióðu, sem tiafa lent í tortímingu \rgna þess, að þá er hættn bar að garði, þú hófsl jafnframt sundrung mnan þjóðarinnar sjálfrar, svo rik, að þjóðin gáði ekki hættanna að ut- I stuð þess að snúast einhuga gegn hættunni, hefja samliuga átak þ;i bárust einstnldingar þjóðarinnar á banaspjótum, til þoss að svala per- sónulegri heift, oða til þess að seil- asi til stundarvalda. Varð svo á sá ondirinn, sem öllum var verstur. það er ekki að ástæðulausu, að í'ifjuð cru upp þau örlög. Að okkur Islendingum steðjar nú moiri ,hætta en þekkst. hefir í minni þessarar kynslóðar eða fyrri, Af- komuhorfumar eru svo ískyggilegar að aidrci hafa þær vorið eins. Van- skilamenn verða miklu fleiri en nokkru sinni. Horfurnar um að gvta komið i verð afurðum landsins fara sí versnandi. Og jafnframt 01 stofnað til óaldar og óaldarverka inanlands í svo rík- um mæli, eins og okkert sé nú nauð- synlegra en það að koma einhv-erju í lóg. Haift og hatur logar í höfuð- staðnum. Og sieitulaust er að þvi unnið að æsa menn hverja gegn öðr- um, bæði hér i bæ og um land allt. þetta eru hinar ískyggilegustu horf- ur og' má ekki á rnilii sjá livort er nlvarlegra ástandið út á við eða inn á við. II. í þinglokin í vor voru horin klæði á vopn og- stofnað t.il griða til bráða- iiirgða. Enginn vafi er á því að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar áttaði sig á því von bráðar að þetta var þjóðarnauðsyn. F.n hafi það verið nauðsyn í vor, þá er nauðsynin ennþá meiri nú. Hvert sem litið er, þá hefir syrt i lofti síðan. Bæði útávið um af- komuvonina og inná við, um vinnu- frið fyrir þá, sem vilja lijálpa til að stýra undan sjóum, hefir stórum syrt i lofti. það ei' kominn tími til að sá mikli meirihluti íslenzku þjóðarinnar, sem ekki vill biða örlög þeirra ógæfu- þjóða, sem eyða aiiri orku i inn- byrðisdeilur á hættutimum sér til toi'tímiugar, láti þá finna það, þessa sárafáu, scm illa látu, að nú ætlast þjóðin til að það sje iátið mestu vai'ða að gera það sem hægt er til þess að draga úr neyð og skorti og að eyða orkunni í það, að vinna eitt- livað nýtilegt, en ekki í það, að svala skapi sínu hver á öðrum. Eru þeir sumir, sem gætu talið, að þeir eigi sakir við aðra og næg til- efni iil að iiefja ófrið og greiða högg — jni slíkir hlutir verða nú að biða og er þá hægt að taka til þar sem nú er frá horfið síðar er betur stendur á. Nú er enginn tími til þess að iiugsa ekki um annað en leita liefnda og ná sór niðri. Nú er að fara að dæmi þeirra Stefáns biskups og Torfa í Kiofa. III. 1 þinglokin í vor varð það sam- komulag milli iiinna stóru stjórn- málaflokka tveggja, að annar skip- aði tvo menn í ríkisstjórnina en hinn éinn. Um stjómarfar og rekstur mála út- ávið hefir þessi skipun vel reynzt og ekki líklegt að önnur hefði reynzt eins vel eða betur. þetta samkomulag varð ekki um menn, lieldur um að ráða málefnum til lykta. þó að breyting verði á manni í ríkisstjórninni, þá liefir það engin áhrif. Sá flokkur, sem þar ú «k.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.