Tíminn - 19.11.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.11.1932, Blaðsíða 2
196 TlMlNN hlut að máli, tilnefnir mann í manns stað. þetta er það, sem nú hefir átt sér stað. Sjálfstœðisflokkurinn hefir skipt um sinn fulltrúa í ríkisstjórn- inni. það er þeirra mál og þeir bera ábyrgð á því. Til þeirra mál leggjum við ekki Framsóknarmenn. Við höldum fast við það áform að skapa vinnufrið til þess að geta rekið þjóðarbúið, til þess að það verði gert sem hægt er til þess að draga úr óheill og vanfarnaði yfirstandandi tíma. Við höldum fast við það áform að gera nú þær ráðstafanir, sem eru þess megnugar að gera bændunum lífvænlegan atvinnurekstur þeirra. Sendimenn okkar eru nú að fara af stað til Englands i einhverja hina þýðingarmestu ferð fyrir afkomu okkar. þeir hafa yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar að baki sér um að óska þeim góðs erindis og yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar stendur að baki þeim stjórnarvöldum, sem ákvarðanirnar eiga að taka í þessu sambandi. það verður alltaf nógur tími til þess, þegar hættan er liðin hjá, að gera upp gamlar sakir og komast aftur í hár saman. Tryoflvl þórhallsson. -----O---- Ferð um Strandir það hefir verið nokkurskonar kreppuráðstöfun frá minni hálfu, gagnvart Tímanum, síðastliðið ár, að stinga aldrei niður penna, m. ö. o. að gera mitt til þess að hann gæti sparað svertu og pappír á þessum vondu tímum. þó hefi ég ýmsar ferðir farið, og séð margt sem mig hefir langað til að skrifa um, t. d. í nóv.-des. í fyrra, er ég fór í kringum land — og landleiðina austan úr Lóni til Reykjavíkur. Venjulega hefi ég orðið að ferðast á veturna og oft langar leiðir. þeg- ar aðrar skepnur hafa verið látnar inn, hefi ég verið látinn út og oft hefi ég fengið misjöfn veður. En vetrax-ferðalög hafa sína kosti og ef til vill er landið aldrei fegurra en þá, þegar Fjallkonan gamla er í hvíta kyrtlinum. Og þá hefir fólkið a bæjunum betra næði til að tala við flakkarana en að sumrinu. Og oft hefi ég, á þessum vetrrferðum, kynnst fólki sem mér hefir þótt vænt um síðan, og því hefi ég alltaf verið fús til ferðalags, þó um há- vetur væri, bæði vegna þess og landsins. En oft hefi ég þráð að sjá ýmsa þá staði, sem ég hefi komið á um vetur, i sumarskrúðanum, þó minna hafi oftast orðið úr því. Ég hefi jafnan haft yndi af að skoða landið og náttúru þess, vegna þeirr- ar fegurðar og fjölbreyttni, sem hún hefir að geyma. En einnig vegna starfs míns sem garðyrkjumanns, er mér það nauðsynlegt að kynnast því. Sjá með eigin augum hvernig skil- yrði eru og hvernig ástandið er, það er mér hin mesta nauðsyn, til þess að geta talað réttilega við íólkið um þau efni. ; — þegar aðalannir vóru úti og „Eyvindargrösin" íarin að ná saman í görðunum hjá mér, svo að ekki þurfti að óttast arfann meir, þá fór ég þess á leit við stjóm Búnaðai’fé- lagsins, að ég fengi að fara , sumar- íerðalag garðyrkjumanninum til gagns og fróðleiks, þó mér væri nú að vísu ljóst, að ómögulegt væri annað en að hafa mikla ánægju og skemmtun af slíku ferðalagi um^ís- lenzka sveit, á sumardegi. Og þar sem ég er orðinn allkunnugur sunn- an- og sólarmegin á landinu, þá fór ég fram á að fá að fara helzt norð- ur og vestur, eftir því sem tími og tækifæri leyfði. Og stjómendum leizt þetta lítilþæg bón — og gáfu leyfi sitt, hvað ég var og er þeim þakk- látur fyrir. Var ég því ekki lengi að drífa mig af stað þegar leyfið var fengið og í þessu ferðalagi sá ég svo margt sem mér þótti merkilegt, að nú get ég ekki lengur stillt mig um að stinga niður penna. Og í því trausti að Gísli hefir aldrei enn úthýst mér í Tímanum — þó oft hafi þröngt verið — guða ég enn á glugga hjá honum. Á Ströndum norður, búa menn fjölkunnugir — eða svo mikið er víst, að forfeður þeirra sem nú búa þar fengust við kukl og seið. Og þrátt fyrir kristindóm og það allt saman, lifa víða heiðnar venjur og heiðinn dómur í hugum manna — hugsaði ég þegar ég settist upp í bílinn á Lækjartorgi og var að leggja af stað norður á Strandir. Við emm þrjú í bílnum, sem ætl- um norður, ung fni úr Skagafirði og sænskur Finni, Hugo Ekhammar að nafni, en að nafnbót doktor í nor- rænni málfræði og svo „undirritað- ur“. Við höfum aldrei sézt áður og sjá- umst máske aldrei aftur, en undar- legt er það hve fljótt fólkið er að hristast saman í bíl á vondum veg- um. Doktorinn þarf margs að spyrja, eins og von er um mann, sem vill taka vel eftir því sem fyrir ber og kominn er hingað til að kynnast landi og þjóð. Og þegar við erum komnir upp í Hvalfjörð, þá stingur doktorinn upp á að „lágga bort titl- arna“ að sænskum sið og við erum öll oi’ðin beztu kunningjar. Soi’gar- saga útlagans í Geirsliólma vekur óskifta athygli hans, enda er Geirs- liólmi einkennilegur og Hvalfjörður einn fegursti fjörður landsins. Og veðrið var yndislegt þennan dag. . það er æfintýri að aka í kring um Hvalfjörð í bíl og ótrúlegt hefði það þótt fyrir fáum árum, að það yrði gert. En vegleysur eru þar miklar enn. Brekkurnar langar og bi-attar og vegurinn ýmist hátt uppi í snai'- bröttum liliðum eða í flæðarmálinu. — Aila þá sem eru smeykir við Kamba i Ölfusi, ætti að senda í bíl í kringum I-Ivalfjörð, því Kambar eru barnaleikur hjá Hvalfii’ði. En í traustum vagni, með aðgætnum bíl- stjóra, er öllu óhætt. — En langur er krókur um Hvalfjöi’ð. Við förum iijá túngarði við þyril — skyldi hey- íhrðsdraugurinn vera við líði enn? — en dásamleg er fjallasýn þar. Margt er breytt frá því sern áður vai', og nú er komið veitingahús með stórri auglýsingu á Ferstiklu, þar sem sálmaskáldið góða vai’. Við þjóturn framhjá og yfir Fer- stikluháls — þar er allmikil dys rétt við veginn. Við höldum áfram fram- hjá vötnum og skógum og stönsum ekki fyr en á Grund í Skorradal, þvi þar bíður miðdegisverðurinn. — Og þrátt fyrir gigtina, sem ætlar nær því að drepa doktorinn þennan dag, tekst hann nær því á loft af fögnuði, þegar hann skoðar í bóka- skápinn á bænum — „Allur Sti’ind- berg!“, „Selma Lagerlöf!" og fleiri bækur eru þar eftir aðra ágæta sænska höfunda. Svo, eftir máltiðina, er ferðinni haldið áfram niður í Borgarfjörðinn. Nú blasir brátt við allt landnám Skallagríms, milli fjalls og fjöru. En við förum hratt yfir og nú er skammt milli höfuðbólanna. Brátt erum við komnir upp undir Baulu. þar er óviðjafnanlegt landslag. Hraunsöxlin, Baula og Gi’ábrók, ég liefi aldrei séð þessi fjöll í jafnfall- egri birtu og í dag. Doktor Ekham- mar gleymir gigtinni alveg þá stund- ina sem við förum þarna um. Svo stönsum við ekki fyr en við sælu- húsið á Holtavörðuheiði. Fjallasvan- ir sitja á vatninu, en Tröllakirkjan er hulin þoku. Vegurinn er svo hol- óttur og afleitur, að við óskum öll að vegamálastjórinn væri kominn í bilinn. Svo er haldið af stað aftur norður og niður til Gunnars bónda í Gx-ænumýrartungu, sem er syðsti bærinn í Strandasýslunni. þar hvíl- um við lúin bein um stund og fáum góða hressingu. Ég geng með bónda að skoða í nýjan kartöflugai’ð sem hann hefir iátið gera, gái undir grös- in og sé að ef þau fá að vaxa í næði í hálfan mánuð enn, þá má bú- ast við sæmilegri uppskeru — En I-Irútafjörðurinn finnst mér kaldrana- leg byggð að sjá, þó hann nái langt inn í landið. Nú er stutt eftir, út á móts við Borðeyri. Við Gilsstaði kveð ég samferðafólkið og þakka ramfylgdina og fæ mig ferjaðan yf- ir fjörðinn, og gisti hjá sýslumanns- hjónunum á Borðeyri um nóttina. Morguninn eftir geklc ég út að sjá þoi’pið og umhverfið. þá hafði verið allmikið frost um nóttina, svo að kartöflugrös höfðu víða skemmst mjög mikið. þetta var rétt eftir miðjan ágúst, og víst ó- venju snemmt. Að öðru leyti var veðrið gott. Sú ég á Borðeyri, eins og víðar um Strandasýslu, að augu manna eru mjög að opnast fyrir nauðsyn garðyrkjunnar, því nýir garðar sáust þar mjög víða. Ég gekk nú áleiðis norður eftir og út að Kjörseyri og kom þar til Halldórs bónda. þar er tún stórt og ræktai’- legt og allar hlöður fullar, því hey- skapur hafði gengið með bezta móti, og sláttur byrjað hálfum mánuði fyr en vant er. Nálægt Kjörseyri komst ég í bíl, sem var á leið norð- ur að Kolbeinsá, en lengra verður tæplega komizt á bíl. Ég fékk að sitja í og nú gekk greiðlega og máske helzt til fljótt, því gjarnan hefði ég viljað vera lengur á þeirri leið, en bjóst að vísu við að fara þá leiðina heim aftur. Snotur bænda- býli eru þarna meðfram Hrútafirði og sýnist víða vel um gengiö, og einkum þykir mér víðast snyi’tilegra kringum bæina fyrir norðan lieldur en hér hjá Sunnlendingunum mín- um. En þeir hafa líka oft nokkm af- sökun í í'osanum og bleytunni, sem allt ætlar að færa í kaf. Séi’stak- lega þótti mér snyrtilegt að sjá heim að Ljótunnarstöðum hjá Guðjóni bónda. það er auðséð að þar býr ræktunannaður, sem ekki skortir á- huga. Hafði ég ásett mér að koma til hans á suðurleið, til þess að tefja ekki bílinn í þetta sinn, en það fór nú öði’uvísi, því miður. Bíllinn fer greitt um og nýju og nýju bregður fyrir augað. Við förum stundum niður við flæðannál. Selir liggja í hópum á skerjum, alveg fast við land. þeir eru víst aldrei ó- náðaðir, en eru nokkux-skonar hús- dýr sjávarbændanna, sem hirða „dilkana" undan þeim, en láta þá að öðru leyti i friði og losa aldrei skot úr byssu. Bíllinn fer fúa faðma frá þeim, þar sem þeir sóla sig á stein- unum upp við land og þegar við erum beint á móts við þá, þá velta þeir sér letilega út af og er auðsjá- anlega illa við að væta skinnið. Svo kafa þeir dálítið frá, koma upp úr og stara á okkur með stórum foi’- vitnum augum. Framh. Ragnar Ásgeirsson. ----0---- TJm kreppuna og ílokkana Tryggvi þórlxallsson hefir í grein sinni hér í biaðinu túlkað tilfinning- ar mikils fjölda af Framsóknarmönn- um bæði hér í bænum og út um land i sambandi við samkomulags- leysi íhaldsbroddanna hér og nokk- urs hluta verkamanna. Framkoma meix-ahluta bæjarstjói’nar var óverj- andi, að lialda óbreyttum launum- háttlaunuðu starfsmanna bæjarins, en byi’ja á að skera niður viður- væri þeirra, sem bágstaddastir eru. það er lílcast til að forráðamenn íhaldsins hafi beinlínis a;tlað með sinni fáheyrðu framkomu að gefa hinum fámenna byltingarhóp tæki- fæi’i til að stofna til vandræða og hermdarverka. Framkoma íhaldsleið- toganna og kommúnistanna er á báð- ar hliðar óafsakanleg og þjóðhættu- leg. Lesendum Tímans má vei’a það ánægjuefni að fulltrúi Framsóknar- manna hefir í þessum sorgarleik átt mikilsverðan þátt 1 að afstýra vand- ræðum, fyrst með því, sem kunnugt er að lögreglustjórinn gerði sitt til að afstýi’a fyrst liirmi óvinsælu ráðstöf- un íhaldsins og síðan hermdarverki kommúnista, er hann og lögreglan bjargaði bæjarfulltrúunum frá stói’- meiðslum eða verra. Á sama hátt gekk allur þingflokk- ur Framsóknar að því í vor að bjai’ga við fjármálum í-íkisins, þó að andstæðingar hefðu illa búið um þann garð. Innfíutningshöftin voru leyfar frá stjórnartíð Tr. þ. og hafa þuu gert þjóðarheildinni ómetanlegt gagn. Framsóknarflokkurinn hefir þann- ig á þingi og í bæjarstjórn tekið á öilum stórmálum eins og bezt hent- aði fyrir þjóðai'heildina. Hann hefir í verki verið hinn eini starfanii friðar- og „viðreisnai’flokkur” i land inu. En samhliða þessu starfi hefir flokkurinn ox-ðið að verja líf sitt og tilveru, fyrir ásæknum andstæð- ingum, sem ekki hafa látið neitt tækifæri ónotað til að brjóta niður og eyðileggja menningarverk sam- vinnumanna og Framsóknarflokks- ins. Fyrir rúmlega ári síðan skipu- lagði ílialdið hinar eftirminnilegu æsingar gegn stjórn landsins, af því hún stóð fast á rétti bændanna. í fyrrasumar prédikuðu Mbl. og Vísir K j sl rn f 6 d u r Athugið verð á fóðurblöndu »Sís« og fóðurblöndu Ö, No. 3 áður en þér festið kaup á öðru kjarnfóðrí. Samhand ísl. samvinnulél. Fóðnrsild úr búi Síldareinkasölu íslands er lang ódýrasti og fiesti fóðurbætir, sem nú er kostur á. Verðið er kr. 7,50 tunnan koinin á allar hafnir landsins, sem strandferðaskip ríkisins liafa viðkomu á. Með e.s. „Esju“ sídast fengum vér til Reykja- víkur nokkrar tunnur af dgætri síld. Þar sem birgðir vorar í Reykjavík eru mjög litlar er ráðlegt að festa kaup þegar í stað. Skilanefnd SíldarelnkuBln Islands Sími 1733. Sambandshúsinu Styrkið sjúlra. Kaupið BRÉF FRÁ INGU. Bókhlöðuverð nú aðeins kr. 3,75 í snotru shirtingsbandi; áður kr. 5. Andvirði hennar rennur til bókasafns sjúklinga að Vífilsstöðum og Kristnesi. Aðalútsölur: pósthólf 608, Reykjavík, og pósthólf 27, Akureyri, afgreiða pant- anir utan af landi með sama verði burðargjaldsfrítt. Bóksalar fá venj ulegan afslátt. Sjálfs er höndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skófvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólins-baðlög. Kaupið HREINS vðrur, þier eru löngu þjóðkunnar og fáat í flestum verzlunum landsins. Hi. Hreinn Skúlagötu. Reykjavfk. Sími 1325, ofsóknir og viðskiptastríð gegn sam- vinnubændum. í vetur sem leið gerðu íhaldsmenn samband við sósíalista um önnur eins skemmdarverk og fjárlagasynjan og neitan lögmætra skatta, aðeins til að brjóta niður „bændavaldið" í landinu. Og nú í allt sumar, sem leið hafa íhaldsmenn ekki legið á liði sínu um að skaða bændur og samvinnumenn. Reiknað iicfir verið. að eitt íhaldsblaðið hafi undanfarið ár eytt um 20 þús. kr. i árásir og níð um aðeins einn af þing- mönnum Framsóknarflokksins. Sam- hliða því hefir ílialdið notað sér kreppuvandræðin og liið lága verð- lag á landbúnaðarvörum til að spilla fyrir Sláturfélaginu, kaupfélögunum og Sambandinu. Hafa þessi fétög sjaklan átt að mæta rótgrónari fjandskap og áleitni frá hálfu ílialds- manna, heldur en nú í sumar og haust. Síðasta dæmið um hið skað- lega hugarfar íhaldsmanna eru árás- ir liiaða flokksins og leiðtoga á lög- regluna í Reykjavík. Svipar þess- um árásum til hamfaranna gegn Tr. þ. út af hinni réttmætustu stjómar- athöfn vorið 1931. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (nlBri). Sími 1121. Reykjavík. Simi 249 (3 línur). Símnefiii: Sláiurfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrlr- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylBur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur. Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgftrpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpyisur, Do. Cervelatpylsui’. Vörnr þessar eru allar búnar til ó eigin vinnustofu. og stand- ast — að dómi nevtenda - - sam- anburð við samskonar erlendar. 1 Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. Framsóknarflokkurinn og blöð hans hafa haldið uppi tvöfaldri bjargráðastarfsemi, sem naumast á sinn lika. Annars vegar að vimia að l'.jörgun þjóðarinnar í kreppuvand- ræðunum. Hinsvegar að bjarga ábugamálum og stofnunum bænda og samvinnumanna frá að vera eyöi- lögð af hinum sístarfandi níðhögg- um íiialdsins. Að líkindum er frolsi og framtíð íslenzku þjóðarinnar meira komið undir því en nokkru öðru einstöku atriði, að Frarnsóknar- menn forði öfgaflokkunum til beggja handa frá skemmdarverkum, og að hann hrindi harðlega af sér áhlaup- um andstæðra afla, sem ætla sér að nota kreppuna til að koma bændum og samvinnumönnum undir hæl fjár- svikara og glæframanna. Hitstjóri: Gísll GuSmundsson. Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsnþöjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.