Tíminn - 03.12.1932, Page 1

Tíminn - 03.12.1932, Page 1
©falbfeti 09 afgrci&slumaöur Cimani «r Xannueig p o r s t ei ns&ótt jr, Cœfjargötu 6 a. iíeffjamf. ^Afgteibeía (T í :u a n s er i Cœfjargötu 6 a. ©pin bdijlega' fL 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 3. desember 1932. éL. 56. blað. Skuldamálið Frá því var skýrt í síðasta tbl. Tímans, að landbúnaðarráðherr- ann, Þorsteinn Briem, hefði 23. nóv. sl. skipað þriggja manna nefnd til að „athuga hag land- búnaðarins og fjárhagsástæður bænda og gjöra tillögur um þær ráðstafanir, sem tiltækilegast er að gjöra fjárhag bænda til styrktar og landbúnaðinum til viðreisnar í þeim örðugleikum, er heimskreppan veldur“. Meðal bænda um land allt mun nefndarskipun þessi verða talin til mikilla tíðinda, og beðið með eftirvæntingu eftir árangrinum af starfi hennar. Um mannaval í nefndina má segja það, að tveir af nefndar- mönnunum, þeir Tryggvi Þór- hallsson og Sigurður Kristinsson, liafa vegna starfs síns fyrir að- allánsstofnun bændanna og sam- vinnufélögin, sérstaklega góða aðstöðu til að vera þessum mál- um kunnugir. Bera bændur hvar- vetna til þeirra hið bezta traust. Viðvíkjandi skipun þriðja manns- ins, Péturs Ottesens, má taka það fram, að úr því að valinn var í nefndina maður úr þingflokki í- haldsmanna, lá það auðvitað lang-næst, sem gjört var, að velja til þess eina bóndann, sem til er í þeim flokki. Nefndin á nhkið starf fyrir höndum. Henni er ætlað að safna saman sem allra nákvæmustum gögnum um fjárhag hvers ein- staks bónda á landinu í því skyni, að gjöra eftir á heildar- yfirlit um ástandið og gjöra sér grein fyrir, hvaða ráðstafanir myndu auðveldastar og koma flestum að gagni. Fyrsta og aðalstarf nefndar- innar nú í byrjun mun verða að safna upplýsingum um skuldir og innieignir bænda í bönkum og sparisjóðum. Eru lánsstofnanir skyldaðar til að láta nefndinni í té allar upplýsingar þessu við- víkjandi. Þá mun nefndin afla sér upplýsinga um verzlunar- skuldir, vangoldin opinber gjöld, skuldaskipti manna á meðal og loks um eignir bænda í jörðum, búpeningi eða öðru verðmæti. Á þennan hátt, er það ætlurnn með nefndarskipun þessari að hæg-t verði að gjöra sér ein- hverja grein fyrir, hvaða mögu- leika bændur hafi til að standa straum af þeim fjárhagslegu byrðum, sem á þeim hvíla nú. Er nefndinni þá jafnframt falið að „gjöra tillögur um þær ráð- stafanir, sem tiltældlegast er að gjöra fjárhag bænda til styrktar og landbúnaðinum til viðreisn- ar“ í örðugleikunum. Það mun nú vera orðin nokk- urnveginn almenn krafa bænda- stéttarinnar um land allt, að landbúnaðinum verði, af hálfu þjóðfélagsins, veitt einhver frek- ari aðstoð en orðið er, til að standa straum af skuldabyrð- inni. Þegar litið er til fyrri ára ráð- stafana, margra hverra, um með- ferð á lánsfé, sem þjóðfélagið í heild stendur í ábyrgð fyrir, er ekkert undarlegt, þó að þessi krafa komi frá bændunum nú. Bændastéttin þarf engan kinn- roða að bera fyrir það, þó að nokkur greiðslutregða hafi orðið og sé yfirvofandi af hennar hendi, og þó að hún reynist þess nú, á slíkum tímum, vanmáttug, að standa í skilum gagnvart lán- ardrottnum sínum. Bændastéttin hefir ávalt gert strangar kröfur um heiðarleika í viðskiptum, bæði til sjálfrar sín og annara. Það mun vera leitun á bónda, hvar sem er á landinu, sem stofnað hafi til skuldar í meðvitund um það, að hann ætl- aði að koma sér hjá að standa í skilum. Ekki þarf heldur að sakast um, að bændurnir hafi verið eyðslu- stétt, sem sóað hafi lánuðum fjármunum til óþarfa eða dýrra lífsþæginda. Skuldabyrði íslenzkra bænda er ekki sjálfskaparvíti. Það sér og skilur hver viti borinn og sanngjarn maður. örðugleikar bændanna núna koma fyrst og frem’st af hinu mikla og ógur- lega verðhruni landbúnaðarafurð- anna, sem dunið hefir yfir hina ungu framsókn sveitanna eins og vorhret. Það má segja, að ef bændur hefðu unnið minna að framkvæmdum undanfarið, hefðu þeir líka minna að borga nú. En norðanvindurinn á vorin er ekki nýgræðingnum að kenna. ----o----- Síðasta hálmstráið Eina von Mbl. um, að því takiat að fá almenning á sína skoðun(!) í Magnúsarmálinu, er sú, að reyna að breiða það út, að Hermann Jón- asson hafi komizt yfir landspildu suður með sjó á eitthvað vafasam- an hátt. Raunar verður ekki séð, að þetta, þó að rétt væri, geti kom- ið sekt eða sýknu Magnúsar Guð- mundssonar nokkum skapaðan hlut við. En Mbl. er mjög óheppið i þetta sinn sem oftar, því að hitt íhaldsdag- blaðið í Reykjavík, „Vísir", hefir fyrir tveim mánuðum*) birt grein um þetta mál, sem hefði átt að kenna Mbl., að það myndi ekki vel fallið til árásar á H. J. Greinin, sem hér ræðir um, birtist í Vísi 1. okt. sl. En 3 dögum síðar blaðið eftirfarandi leiðréttingu, sem liér skal tekin upp orðrétt: „Erfðafestuland Hermanns Jónassonar lögr.eglustjóra. Út af aðsendri fyrirspurn, sem birt var hér i blaðinu, eftir beiðni, 1. þ. m., hafa blaðinu borizt eftirfar- andi upplýsingar: það er alveg rangt, að H. J. hafi fengið keypt, og því síður gefið, nokkurt landsvæði úr Garðatorfunni á Álftanesi. Á síðastliðnu vori voru gerð landa- skifti milli jarða í Garðatorfunni, þannig, að hver jörð hefði afmark- að land út af fyrir sig. Vora þá jafnframt mæld út lönd til fjögurra nýbýla. Tvö af nýbýlunum voru leigð ábúendunum á jörðunum Móa- koti og Bakka til lífstíðarábúðar, en tvö voru leigð á erfðafestu. Annað þeirra, mýrarfláka, 26,6 ha. að stærð, neðanvert við Hafnarfjarðarveginn, fékk H. J. á leigu; landsvæðið á móti, hinumegin vegarins, fékk Eyj- ólfur Jóhannsson frkv.stj., sem feng- ið hafði lífstíðarábúð á Bakka, árið 1926. Erfðafestuskilmálar H. J. eru yfir- leitt strangir og leigan há, eftir því *) Um það leyti, sem síðustu yí- irheyrslur i máli M. G. íóru fram. sem tíðkast liefir um leigu á lönd- um á þessu svæði. Ræktunarfrest- urinn er stuttur, 12 ár. Landið fellur til rikisins endurgjaldslaust, ef skil- málarnir eru ekki haldnir, og ríkið getur tekið landið til sinna þarfa, hvenær sem það „telur sig þarfnast — — — til notkunar undir opinber mannvirki ríkisins, svo og til sér- staks atvinnureksturs — — — gegn sannvirði þess, sem kostað hefir að rækta landið, að mati tveggja óvil- hallra dómkvaddra manna“**) Á meðan landið er óræktað, greiðist 5 kr. pr. ha., og eftir að það er- komið í rækt 15 kr. pr. ha. eða 399 kr. alls á ári. Til samanburðar má geta þess, að ársleigan eftir ríkis- jörðina Digranes, þarna rétt hjá, er kr. 129.80. Eyjólfur Jóhannsson borgar í ársleigu eftir sitt land (34 ha., þar af um 20 ha. ræktanlegir) 90 kr. á ári. Ársleigan eftir alla jörðina Garða, sem þessar landspild- ur eru mældar úr, hefir verið 400 kr. H. J. hefir því ekki verið íviln- að í leigukjörum, nema síður sé. það mun vera rétt, að Hafnar- íjarðarkaupstaðu r hafi viljáð fá Garðaland keypt, og þar á meðal þessa landspildu. En þeim kaupum var bréflega mótmælt af öllurn bændum í Garðahreppi, sem töldu slíka sölu rýra gjaidgetu hreppsins meir en forsvaranlegt væri, þar sem hreppurinn væri sviftur gjaldstofni hjá ábúendum landsins. Hafnfirð- ingum var þó, um leið og skift var, gefinn kostur á 20—30 ha. af góðu garðræktarlandi, en þeir neituðu. Loks má taka það fram, að H. J. hefir fyrir tveim mánuðum boðið at- vinnumálaráðherra að afsala sér leigurétti landsins, gegn því að fá leigt álíka landsvæði, sem ríkið gæti sér að meinalausu leigt annarsstað- ar, og mun það tilboð hafa staðið hingað til af hans hálfu". Sennilega hafa ritstjórar Mbl. ver- ið búnir að gleyma þessari leiðrétt- , ingu Vísis eða aldrei tekið eftir henni. En óefað vita þeir vel það sanna í þessu máli, og að Mbl. gat ekki haldizt uppi til lengdar, að fara með blekkingar um svo augljóst mál. En j í þessu atriði eins og öðrum afskipt- ; vendnin og einfeldningshátturinn hjá j ritstjórum Mbl. Ferð um Strandir ------- Frh. það var komið sunnudagskvöld þegar aftur fór að halla undan fæti hjá mér niður i Steingrimsfjörðinn. Og ég vildi lielzt komast að Kirkju- bóli í Tungusveit, því Benedikt Grímsson bóndi þar, er einn af þeim fáu Strandamönnum, sem ég er kunnugur. Steingrímsfjörðurinn er eins og flestir vita, stór og fagur fjörður, bæði breiður og langur. Undirlendi er þar víða mikið og mörg ágætis býli. Fjöllin umhverfis eru ekki mjög há, þau sem næst firðinum standa, en mikið er þar um kletta- borgir stórar og daladrög milli þeirra. Og víða í þeim er hinn feg- ursti gróður, þó skógur sé nú með öllu horfinn þaðan, nema víðir á stöku stað. En allur jurtagróður ber þess vott að fjörðurinn er allnorðar- lega á landinu. pó er Steingríms- fjörður ekki fáskrúðugur, heldur þvert á móti, og hinn viðkunnanleg- asti. í mynni fjarðarins er Grímsey, allstór og æði brött. Hana átti Skál- holtskirkja fyrrum, og var hún þá bygð. Frá eyjunni og inn í fjarðar- botn mun vera á 4. mílu. Og víða er fjörðurinn um 8/4 mílu á breidd og fiskisæll hefir hann oft verið. Ég kom niður í Steingrímsfjörð hjá Heydalsá til Guðbrandar bónda **) Leturbr. Timans. og hann tók mér ágætlega og fylgdi mér síðan að Kirkjubóli, sem er stutt bæjarleið. þar var ég um nótt- ina. Á hverjum bæ stunda menn eitthvað garðyrkju, og varð ég var við sömu viðleitnina, að auka hana, svo að minna þurfi að kaupa að til lieimilanna. Gulrófur má rælcta þar með góðum árangri og kartöflur stundum, þó uppskera af þeim sé ekki eins árviss. Á flestum bæjum, sem ég kom á, eða fór framhjá, sá ég nýja garða. Skemtilegt þótti mér um að litast í Tungusveit. Benedikt á Kirkjubóli reið með mér næsta dag inn með firðinum, og þar er víða fagurt með ströndinni. Við komum ti) Páls bónda á Víðidalsá og er þar eitt liið stærsta og reisulegasta hús sem ég liefi séð í sveit á íslandi. Og enn- fremur sýndi Benedikt mér gullfall- egan hvamm, sem kvenfélagið á Iiólmavík liafði tekið til ræktunar og hann plægt fyrir það í vor. Ætlun kvenfélagsins er að gera hvamminn að nytsemdar garði og liann sýnist ágætlega valinn til slíkrar starfsenu. Víða þar við Hólmavík hafa kaup- staðarliúar tekið sér lönd til rækt- unar, en þar er ekki um samfelld lönd að ræða heldur bletti hér og ]?ar. Við riðum um Hólmavík á leið- inni inn með firðinum. ])ar sáum við, á aðalgötunni, hylla undir heljarmikið skegg. Héldum við Bene- dikt að þar væri Móse til jarðar stiginn — eða einhver annar spá- maður — en er við nálguðumst það meir, þá sáum við að sá sem skegg- ið bar, var Jakob Thórarensen. Svo nú á þjóð vor máske von á kvæði um hákarlalegu í norðanstonni og grimmdargaddi, eða einhverju álíka uppbyggilegu. — Annars sáum við þá fátt á Hólmavik, allir voru þar í önnum vegna Lagarfoss, sem lá þar á höfninni og fékk afgreiðsu. Og þar sem það var ætlun mín að kom- ast norður í Bjarnarfjörð að skoða jarðliitasvæðin þar og átta mig á hverjir möguleikar væru þar til garðyrkju, þá hélt ég áfram inn með firði. Við komum að Osi til Gunnlaugs Magnússonar. Ós liggur eins og nafn- ið bendir til, við fjörðinn og sézt bærinn ekki fyr en komið er að honum, ef komið er með firðinum. En svo víkkar dalverpið upp frá firðinum til fjallanna og er stórfag- urt þar viða. J)egar ég hafði sagt Gunnlaugi bónda frá erindi minu í Bjarnarfjörðinn, þá bauð hann mér fylgd sína þangað daginn eftir. þótti mér vænt um það, að fó samfylgd kunnugs manns þangað. Stutt er yf- ir fjörðinn frá Ósi. Var ég svo kyr þar um nóttina, en Benedikt fór heimleiðis. Undi ég mér hið bezta hjá þeim hjónum á Ósi og ekki spillti það ánægjunni, að ég þekkti dóttur þeirra frá dvöl liennar á Laugavatni í vor. Frú Marta á Ósi er sunnlenzk og fædd i Flóanum og hin mesta myndarkona, og er ein af þeim mörgu, sem komin eru af ætt Guðmundar á Keldum. En hann var þrígiftur og átti 24 börn. Daginn eftir héldum við Gunn- laugur ó stað yfir í Bjarnarfjörðinn og fórum ó hestum inn fyrir Stein- grímsfjörð. Margt var að sjá á þeirri leið og margt að heyra, því Gunn- laugur kunni frá mörgu að segja. í Ýmsar fornar menjar er enn að sjá | kringum fjörðinn. Smaladys er við Grjótá, milli Óss og Hrófbergs og munnmælasaga er lil um hana. Maður sem hét Tómás og kallaður var hinn víðförli, gróf eitt sinn í liana og kom þar niður á eggjárn, sem hann skar sig á. Hjá Hrófbergi sézt móta fyrir hrófi, við festarstein mikinn. þar nálægt er Gálgaklif, en annar gálgakletturinn er nýlega hruninn. Skammt þar frá era 10—12 dysjar á litlu svæði og allar falln- ar saman í miðju. Og við botn Steingrímsfjarðar, á Stakkanesi, standa veggir af stóru nausti. Svo þarna er sitt af hverju að grúska í fvrir þá sem hafa vit á þessum hlut- um. Inn af Steingrimsfirði ganga tveir dalir, Staðardalur og Selárdal- ur og í hinum síðarnefnda er mér sagt að sé mesti víðiskógur á land- inu, en dalirnir báðir ganga langt inn í heiðar. Von bróðar erum við Gunniaugur komnir upp á Bjarnar- fjarðarhálsinn. Við förum þar af baki við Selkollustein, „Grettistak" stórt. þaðan var Selkolla upp runn- in — en hún var alþelckt á Strönd- um áður fyrri og ýmsir fleiri magn- aðir draugar, svo sem Bessi og þorpagudda og Pjakkur og Kjálki og síðast en ekki sízt Ennismóri, sem var landsfrægur draugur á sinni tíð. En nú er þetta allt horfið af Strönd- um og engir nýir draugar komnir í staðinn, en i ungdæmi Gunnlaugs á Ósi, voru sumir þeirra sem ég nefndi, við beztu heilsu. Jafnvel Benedikt á Kirkjubóli, sem er ó aldur við mig, kunni frá ýmsum af- rekum Ennismóra að segja, er skeð höfðu þegar liann var barn. — En nú, á þessari trúleysisöld, trúa engir heldur á drauga, þeir eru ekki lengur staðreynd, eins og í gamla daga. ])að var á Bjarnarfjarðarhálsi, að Svanur á Svanshóli vilti um menn Ósvífs forðum, þegar þeir leituðu eftir J)jóstólfi fóstra Hallgerðar syst- urdóttur Svans. — „Lítils mun við þurfa", sagði Svanur, gekk út og tók geitarskinn og veifaði því yfir höfði sér og tautaði: „Verði þoka og verði skripi og undur öllum þeim er eftir þér sækja". J)á brá sox-ta fyrir augu manna Ósvífs, svo þeir sáu ekki, féliu af baki, týndu hestum og gengu í fen ofan sjálfir en sumir í skóginn svo að þeim hélt við meið- ingar. þannig tók Svanshólsbóndinn á móti þeim er sóttu hann heim forðum. En enginn vilti um okkur Gunn- iaug á Bjarnarfjarðarhálsi í þetta sinn, enda áttum við aðeins frið- samleg erindi við bændur. í Bjarnarfirði er töluvart undir- lendi og nokkrir bæir. Næstum við hálsinn, þar sem við komum niður, er Skarð. J)ar komum við og fengum hressingu en héldum síðan inn að Goðdal, sem er afdalur inn af Bjarn- arfirði. Heldur var leiðin ógreið inn að Goðdal. Hann er þröngur og him- ingnæíandi snarbrött fjöll til beggja hliða. Innst inni í dalnum er bærinn og mun það vera einasti staðurinn þar sem nokkurnveginn er óhult fyrir snjóflóðum. Neðar í dalnum 'sjást gamlar bæjarrústir á hól lítl- um. J)ar stóð bærinn í Goðdal fyrr- um, en snjóflóð grandaði honum þar. — Engan dal hef ég séð sem eins hefir minnt mig á heimkynni útilegumanna, úr íslenzkum þjóð- sögum, eins og Goðdal. í þjóðsögum okkar er búskapur útilegumanna oftast fyrirmynd. í flestu vora þeir meiri fyrir sér en byggðarmenn. Hjá þeim var grasið hærra, sauðirnir feitari og mennirnir stærri og sterkari. Margar útilegu- mannasögurnar okkar eru draumar þjakaðrar kynslóðar, um það sem hún varð að vera án. En hvernig var nú umhorfs á þessum afskekkta bæ? Stórar túna- sléttur mæta fyrst auganu og helj- armiklir grjótgarðar, hlaðnir úr því sem upp úr flögunum kom, þegar holtið var brotiö til ræktunar. Frám- ræzluskurðir blasa við í mýrinni ofan við bæinn, því nú er þeim Goð- I dælum orðið ljóst, að þar er bezta túnstæðið. Og heima við húsin stend- ur Herkúles sláttuvél. Útvarpsloft- net er yfir bænum, því viðtæki hafa þeir þessir afdalamenn. Aligæsahóp- ur gengur heima á túni, við bæjar- lækinn, sem rennur glóðvolgur upp úr iðrum jarðar. Framh. Ragnar Aagefrsson. 0

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.