Tíminn - 03.12.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1932, Blaðsíða 2
204 TÍMINN Eiðaskóli starfar Bréfkafli til Eiðanemenda. Nokkrum þeirra sem nú starfa á Eiðum mun kunnugt af eigin reynd — og ennfremur nokkrum hinna vegna afspurnar — að heldur hefði ég kosið starf á Eiðum þennan vet- ur og framvsgis en annarsstaðar. peim kemur ekki á óvart þótt ég hafi nokkurn hug til þessa skóla og láti hann nú koma fram með fáum orðum. í Reykjavík eru menn úr öllum áttum af íslandi. Hver sveit og sýsla hvað þá heldur hver fjórðung- ur landsins átti þess vegna að geta átt þar formœlendur. Hitt er og al- kunna, að til Reykjavíkur er að eins ein átt í mæltu máli, hvaðan sem stefnt er af öllu íslandi. Sú átt er suður. Og það er ekki fjarri sanni, að þeir sem setjast að í Rvík verði með nokkrum hætti átta- viltir þegar þangað er komið og venjist smám saman af að horfa i áttina til hins upprunalega heim- kynnis bak við fjöll og dali. En fyr- ir stöku manni tekur þetta nokkurn tíma. Menn og málefni og staðir yfirgefnu héraðanna gnæfa fyrsta kastið yfir allt samslconar sem Reykjavík hefir að bjóða nýkomna skjólstæðingnum og birtast furðu oft í fegurra skyggni en jafnvel sjálf borgin hefir tök á að varpa yfir sinn eigin veruleika. Mér gafst kostur á að fá reynslu um þetta síðastliðið sumar í sam- bandi við mál, sem núverandi Eiða- mönnum er mjög nákomið. þá hitti ég naumast að máli nokk- um mann af Austurlandi búsettan í Reykjavík, að eigi kæmi til um- ræðu milli mín og hans þessi spurn- ing: Skyldi Eiðaskóli starfa næsta vetur? Og því er ekki að neita, að um skeið voru horfurnar allt annað en góðar. Fólki í Reykjavík þótti líka eðlilegt að brugðizt gæti til beggja vona Skólinn á köldum og rafmagnslausum stað í þeim lands- hluta, sem á einna örðugasta aðstöðu um samgöngur, markað og atvinnu- líf. pað þóttu því ekki lítil tíðindi þeim, sem þekktu enn áttir til Aust- urlands er sú fregn kom í blöðum og útvarpi, að fleiri nemendur hyggðu til starfa á Eiðum nú en síðastlið- inn vetur. pessi fregn tók af tvímæl- in og kvað upp dóminn: Eiðaskóli starfar. Nú sem stendur er mikið rætt um dóma — dómsúrskurði yfir liðnum tíma. Ef þær umræður skipta miklu máli, hljóta hinar þó að skipta enn meira máli, hvemig dómsúrskurðir falla um, hvað gera skuli í nánustu framtíð. Eiðanemendur núverandi og þeirra nánustu á þessu sviði, hafa kveðið upp dómsúrskurð, sem líklega verður örlagaríkur fyrir Austurland og þar með allt landið um langa framtíð. Og svo heillarík hygg ég þessi örlög, sem þið leggið nú drög til með framkvæmd dómsins: „Eiða- skóli starfar", að ef ég mætti velja um sæti í nemendahóp milli allra árganga Alþýðuskólans á Eiðum fram á þennan dag, þá kysi ég mér það í þessum. Ykkur kann að finnast valið íjar- stæða. Ef til vill sýnist ykkur sem meiri ljómi hafi verið yfir Eiðum á þeim dögum er hvert sæti og rúm var skipað og skólinn átti blómlega nýlendu uppi í Gróðrarstöð. Ef til vill finnst ykkur í annan stað sem valið hefði mátt færast lengra fram til þess tíma er rafurlogi leikur um Eiða og skrúðgarður og skógarteig- ar umhverfis íþróttasvæði skólans einkenna staðinn. — Fyrra tímabilið hefi ég lifað og reynt, og á því lærði ég að þekkja mikinn hluta Austurlands og margt af þvi fólki sem þar býr. Vegna þeirrar reynslu allrar, jafnt um gæði og fegurð landsins og mátt loftslagsins sem um manngildi fólks- ins mætti mjer vera hugstætt, að Eiðar ættu hið síðara tímabil í vændum ekki óglæsilegra en nú hef- ir Órlítið verið bent til. Og ef það skyldi nú vera í vændum, þá er það og verður vegna þess eins að fólkið í sveitunum umhverfis Eiða — Hér- aðsbúar og jafnvel Fjarðamenn — er einhuga um að skapa slíkt tíma- bil með miklu samstarfi og stöðugri baráttu við mikla örðugleika um lengra eða skemmra tíma. En örðug- leikunum valda staðhættir þeir, sem ykkur era kunnir. Með sókn ykkar til skólans í vetur hafið þið gengið undir merki þessarar baráttu. pið liafið sótt fram á þann orustuvöll, sem hugsjón og skylda haslar, enda þótt þið og ykkar hvetjendur og stuðningsmenn hafið glögglega séð, að önnur ráð voru hægari og meir lokkandi. pví það er augljós bú- hnykkur í öngþveiti yfirvofandi tíma, minnsta lcosti fyrir yngri flokk fátækra unglinga að sitja heima eða sælcja fáanlega atvinnu 1—2 vetur, sjá hverju fram vindur og safna forða til skólavistar. Og fyrir þá, sem meiri hafa ráðin, er fullt svo glæsilegt að sækja heim heitu skól- ana og komast í námunda við Reykjavík. þið gerið hvorugt. þess í stað tókuð þið ykkur fyrir hendur að meitla þessa stuttu.setn- ingu vegna Austurlands, vegna fs- lands alls: Eiðaskóli starfar. En því vildi ég átt hafa sæti meðal ykkar nú að svo vildi ég breytt hafa í ykkar sporum á ykkar aldri. — En ef barátta er hafin og háð sem einhver dáist að og vildi sjálfur hafa átt í nokkurn þátt, þá er ekki fjarri því, að vera skylda hans að leggja þar orð til, er athöfn þrýtur. þvi vildi ég ekki láta liggja í þagnargildi þá góðu fregn, sem koma ykkar í Eiða færði öllum nákomnum vinum Austurlands. Og það er hvorttveggja í senn spá mín og ósk, að eins og þið nú í vetur njótið skjóls og aðstöðu til mennt- andi starfa innan veggja Eiðaskólans og heilnæmrar útivistar á mjöll og isum í landi hans, svo megi hann og hans málefni um langan aldur fram eiga vísan samhug ykkar og drengi- legan stuðning. Guðgeir Jóhauussou. Á víðavangi. Héðinn Valdimarsson rís upp með þjósti nokkrum í Al- þýðubl. núna í vikunni og heimtar, að Tíminn gefi upp nöfn þeitra manna, sem skýrt hafi blaðinu frá hinum alkunnu orðum H. V.: Ekki dugir að svíkja íhaldið! Tíminn hef- ir því miður ekki rúm til að birta nöfn allra þeirra, sem talað hafa um þessi spámannlegu orð verkmanna- foringjans. Auk þess vill Tíminn alls ekki vera valdur að því, að mönnum sé hent út af dansleikjum jafnaðar- manna fyrir ln'ot á „flokksaganum". Væri Héðinn og litlu bættari, þó að hann gæti náð sér niði’i á hinum fyx:stu heimildai'mönnum, þar sem framangreind ummæli hans eru á allra vitorði fyrir löngu síðan. Enda er Iléðinn í raun og veru sízt ámælis- verður fyrir það, þó að hann vildi ekki „svíkja" íhaldið, úr því að bandalagið var orðið til á annað boi’ð! Smjör í smjörlíki. Út af ummælum i smágrein i síð- asta tölublaði Tímans þar sem þess er getið að elzta smjöi'líkisgerðin hér á landi hafi nú komið með merki- lega nýbreytni, sem sé að blanda smjörlíki það, sem hún framleiðir, með 5% af smjöri, hefir blaðið feng- ið þær upþlýsingar, að þetta muni ekki vei’a að öllu leyti nýjung. — Smjörlíkisgerðin Svanui’, Lindargötu 14 í Reykjavík, hefir tjáð blaðinu, að hún hafi síðan hún hóf stai’fsemi sína um áramót 1930—31 keypt af mjólkurbúum hér sunnanlands og úr Borgarfirði í’jóma fyrir um 16 þús- und krónui’. Rjómanum hafi verk- smiðjan strokkað og blandað í smjör- líkið og noti nú rjóma i það, sem svai’ar 5% af smjöri. — Ættu hinar smjörlikisverksmiðjumar sem fyrst að fara að dæmi þessara tveggja. Misskilningur mun það vera, að blað Jóhanns Jósefssonar í Vestmannaeyjum hafi lieitið „Eyjablaðið". Mun blaðið hafa heitið „Víðir“, en var prentað í „Eyjaprentsmiðjunni", og bar prentsmiðjan ábyrgð á blaðinu, af því að enginn félckst ritstjórinn. — Hinsvegar hefir Jóhann tjáð Tíman- um, að blað, sem hét „Eyjablaðið", hafi vcrið gefið út af kommúnistum. Framsóknaríélögin í Reykjavík héldu aðalfundi sína si. mánudags- og þriðjudagskvöld. í Félagi ungra Framsóknarmanna voru kosnir í stjórn: Helgi Lárus- son (formaður), Helgi þórarinSson, j Guðjón Teitsson, Runólfur Sigurðs- ■ son og Páll Hallgrímsson. — í stjórn j Framsóknarfélags Reykjavíkur voru Vinsældir BláaBorðans aukasf með hverjum degi. Austurstræti 1. Símar 3102 og’ 4362. Reykjavík Pósthólf 114. Ávalt fyrirliggjandi: VEFNAÐAR- og FATNAÐARVÖRUR. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Sérstaklega þekktar vörur eru: Franska peysufataklæðið, Cheviot í Drengja- og Karlmannaföt og Prjónagarnið landskunna. Skrifið eða símið. Nákvæm afgreiðsla. liái iiocíiíiíl I Tl; - jmjoViiL j H.f.SmjöPlíkisgeFðin Veghúsastíg 5 Reykjavik. Ullarkambarnir margeftirspurðu eru mi komnir aftur í verzlunina Hamborg Laugaveg 45. Sími 3332. ®tmtnn kemur út í hverri viku og fer inn á mörg þúsund heimili í sveitum og kaup- stöðum um land alt. Blaðinu er sérstök ánægia að greiða fijrir og auglýsa íslenzkar vöruv. Ef við not- um ]bað, sem við framleið- um eða búum tilj nytsamt í landinu, þá styðjum við Is- lendingar hverjir aðra — hvað, sem öllum skoðana- mun líður, — aukum at- vinnuna og hjálpum til að draga úr kreppunni hjá okkar eigin þjóð. Niður með kreppuna! Notið íslenzkar vörur! Styðjið íslenzkan iðnað! Flytjið allt með ísl. skipum! endui’kosnir: Gísli Guðmundsson (foi’maður), Eysteinn Jónsson (rit- ari) og Hannes Jónsson (gjaldkeri), og í varastjórn: Svafar Guðmunds- son, Páll Zophoníasson og Guð- brandur Magnússon, sömuleiðis end- urkosnir. — Einnig var kosið í full- trúaráð félaganna. Vegna bókmenntasögunnar. Skemmtilegt dæmi um hve Matt- hías Jochumsson var orðheppinn hef- ir rifjast upp nýlega og má ekki týn- ast vegna bókmenntasögunnar. Laust eftir aldamótin kom þjóðskáldið til Khafnar. Stúdentar héldu honum veizlu og beittu hinum andríku og efnilegu heimspekinemendum Ágúst ofe Guðm. Finnbogasyni í fylkingar- brjósti. Flutti Ágúst þá hið mcrka kvæði sitt sem alþekkt er og byrjar svona: „það mundi vera Matthías svo mætavel hann kvað. Ilans hróður jafnan hrærði oss í hjartastað". pá kom Guðm. Finnbogason með skálaræðuna. Lýsti hann þá .fyrst hinum gömlu fjósbaðstofum, þar sem kýr voru undir palli til að ilja lík- ama fólksins. Lýsti hann fagurlega nauðayn þessarar hitunaraðferðar Á aldarafmælí norska skáldsins Björnstjerne Björnsons, 8. desember næstk. koma út að forlagi mínu þrjár bækur: Minningarrit um skáldið, er prófessor dr. Ágúst H. Bjarnason hefir samið. Sigrún á Sunnuhvoli, ný útgáfa. Ljóðmæli, safn af kvæðum Björnssons, er þýdd hafa verið á íslenzku. I tilefni af afmæli þessa merka manns, verða mikil hátíða- höld um öll Norðurlönd. Tel ég víst að hinum mörgu aðdá- endum Björnsons á landi hér verði ofangreindar bækui' kærkomnar. Gruðm. (xamalielsson. írum ávalt birgir af kolum bæði til skipa og húsanotkunar. Sendum kol hvert á land sem er gegn eftirkröfu. Símnefni Kol. Talsími 1933. Kolaverzl. Sigurðar Ólafssonar Reykjavík. íslenzk málverk fjölbreytf úrval Sporðskjurammar af mörgum stærðum Veggmyndir í stóru úrvali. Mynda & RammaYerzlunin Freyjngötu 11 - Sími 2105 Sig Þorsteinsson. Hiíklsltáilílexida.xi Vá.ttairnes í Fáskrúðsfjarðarhreppi er laus til ábúðar í fardögum 1933. Semja má við Svein Óíafsson Mjóafirði fyrir hið líkamlega líf. Heldur svo á- fram og segir, að þetta sé ekki nóg. Sálin þurfi líka að hitna. Og hún fái sinn hita frá Matthíasi. þá greip þjóöskáldið fram í og mælti: „Er ég þá naut?“ Ileimspekingnum fipaðist mælskulistin í biii, en náði brátt þræðinum og lauk ræðunni fagur- lcga. Er þetta atvik merkilegt, fyrst vegna Matthíasar, en líka að því leyti, að það sannar að um enga breytingu er að ræða á dr. G. F. Hann hefir strax á stúdentsárunum verið búinn að ná þeim þroska í smekk og andríki, sem væntanlega mun endast honum alla æfi. Bókavinur. Fyrirspum til Felixar GuSmundss. Hversvegna hlífist þér sem rit- stjóri hinnar ríkiskostuðu „Sóknar“ við að hreyfa vínhneykslismálum, sem koma við mönnum, sem eru frrendmargir í Mbl.-flokknum? Gestur Ingjaldsson. .. Jakob Möller og Ámesingar. Jak. Möller segir í blaði sínu að J. J. sé að hugsa um að reyna að verða þingmaður Árnesinga. Tíminn hefir spurt þingmanninn um þetta, og segist hann mörgum síður þurfa Leví’s fötin farg bezt. Frækinn margxir í þeim »ést. Sýnishornasafn þar flest. Sanngjarnt verð og gæði mest. að hugsa um kjördæmi, þar sem enn séu eftir nokkuð mörg ár af kjör- tima hans, og auk þess engin vönt- un á fulltrtúum úr sýslunni fyrir Framsóknarflokkinn. En viðvíkjandi Skeggjastaðafundinum skulu J. M. hérmeð gefnar eftirfarandi upplýs- ingar: Aðaltillögurnar um kreppu- málin voru í fjórum liðum og bornar fram af J. J. Hin fyrsta var um að enginn maður mætti nú í kreppunni fá hærri eyðslulaun en 8000 krónur. Kúfurinn af háu tekjunum ætti að fara til að létta kreppuvandræði rnanna. Önnur tillaga var um að lækka innlánsvexti ofan í 3%, og út- lánsvexti að sama skapi. þríðja tii- lagan var mótmæli gegn því að taka ríkislán erlendis til að verða eyðslu- eyri i kreppunni eins og lán M. G. 1921 varð þá. Og loks var hin fjórða um að leggja fyrir*bankana að selja ekki um næsta 5 ára skeið, jarðir sem þeir yrðu að taka í bili vegna greiðsluvandræða. Allar þessar tillög-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.