Tíminn - 10.12.1932, Page 1

Tíminn - 10.12.1932, Page 1
©faíbfeti 09 af9rcií>slumaður Cimans et SannDCÍg þ> o r s t e t nsðóttlr, Ccefjargötu 6 a. .XeYfjaDÍf. jAfgteibðía Cimans er í £a:fjargötu 6 a. (Dpin ðaglega fl. 9—6 Sirai 2353 XVI. árg. Reykjavík, 10. desember 1932. £sL 57. blað. Er frelsið glatað? Um þessar mundir er aldar- afmæli íslenzkrar frelsisbaráttu. Mikið hefir áunnið á þessum 100 árum. Um 1830 var íslands eins % og- hreppur í danska ríkinu. Stjómin var dönsk, verzlunin var í höndum Dana. Land og þjóð hafði í margar aldir verið van- rækt og mergsogið. En með átaki heillar aldar hefir mikið áunnizt. Full viðurkenning er fengin í orði fyrir því að þjóðin sé full- valda. Og í framkvæmdinni eru Islendingar sjálfráðir um stjórn- arhætti sína. Framfarir hafa orð- ið ótrúlega miklar þegar litið er á allar kringumstæður. Og þær framfarir eiga að geta haldið áfram, enn stórstígari, ef ekki koma fram með þjóðinni skapgall- ar, sem eyðileggja framtíð henn- ar. En þessir skapgallar eru farn- ir að gera vart við sig, og það mjög alvarlega, í þrem af fjórum stjórnmálaflokkum landsins. íslendingar voru frjáls þjóð með lýðstjórn í nálega fjórar ald- ir. Frelsið glataðist vegna þess, að margir af „leiðtogum“ þáver- andi flokka vi'rtu ekki lög og rétt landsins. Þeir settu ofbeldi og handafl í stað réttlátra dóma. Uppreistarrétturinn kom í stað lagaréttarins. Og ekkert þjóðfélag getur staðar, þar sem fjölmennar stéttir eða flokkar byggja. tilveru sína á hlutdrægum dómum, of- beldi og uppreist. Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem aldrei hefir sótt mál sitt með handafli. Af hinum flokkunum er íhaldið og kommúnistar mést sekir, og þar næst sumir af leiðtogum Al- þýðuflokksins. Ihaldið hefir sett þjóðskipu- lagið í hættu á tvennan hátt, með beinu ofbeldi, þegar því var að skipta, en annars og miklu oftar með því að heimta af dómstólun- um að þeir sýni afbrotamönnum þess flokks alveg óeðlilega vel- vild. Þegar íhaldsmenn hugðu sig hafa fengið Alþýðuflokkinn sem undirdeild vorið 1931 gátu þeir þó ekki að lögum náð ríkisvaldinu í sínar hendur fyr en eftir kosn- ingar. En þeir vildu ekki fara að lögum og bíða eftir úrslitunum í tvo mánuði. Jón Þorl. greip til „sinna ráða“. Hann, Jakob Möller, Magnús doeent, Sig. Eggerz og Árni Pálsson héldu því upp skríl- ræði í viku, söfnuðu hundruðum manna kvöld eftir kvöld að stjórn- arbústaðnum og ætluðu að gera þar hverjum manni ólíft. Blöð þeirra og ræðumenn æstu til hermdarverka og vitnuðu í á- kveðin dæmi úr sögunni, þegar sigursæll uppreistarhópur hafði getað líflátið pólitíska andstæð- inga. Tilgangurinn var sá að koma fram stjómarskiptum með upp- reist, en ekki á lögskipulegan hátt. Auk þess þóttist íhaldið þá ætla að brjóta milliríkjasamning, sem hægt er að segja upp á lög- legan hátt eftir liðlega 10 ár. Mjög mikill hluti af leiðtogum íhaldsins tók virkan þátt í skríl- vikunni, þingmenn, blaðamenn og embættismenn, þar á meðal prest- ar og kirkjuhöfðingjar. Að ekki kom til blóðsúthellinga eftir ræður leiðtoganna mun aðal- lega stafa af því að verkamenn trúðu ekki íhaldinu, og veittu því enga hjálp. En aðfarir íhaldsins í skrílvikunni sýna, að það er reiðubúið að grípa til ofbeldis og opinberra lögbrota, ef það getur ekki náð takmarki sínu á löglegan hátt. Þá virðast íhaldsmenn aftur grípa til annarra ráða. Þeir heimta að aðhald laganna nái ekki til „heldri manna“ í flokki þeirra. Og þeir biðja ekki um lítið: Toll- svik, skjalafals (M. G. náðaði fyrir það í haust) smyglun, sjóð- þurð, að selja öðrum veðsettan fisk, vaxtataka úr dánarbúum, aðstoð og ráðleggingar við svik- samleg gjaldþrot, atkvæðafölsun, tvöfaldir kaupreikningar, sukk á miljónum af fé banka í óreiðu- menn; slíkar sakir hefir íhaldið heimtað að væri grafnar í gleymsku eða sýknað fyrir ef til dómstóla kæmi. Ef dómari hins- vegar dæmir fyrir afbrotin, þar sem ihaldsmenn eiga í» hlut, þá linnir ekki ofsóknum á dómar- ann, alveg eins og væri hann ó- bótamaður, en sá seki saklaus. Að hvað miklu leyti þessi krafa um réttarvernd til handa lög- brjótum hefir verið tekin til greina af dómstólum, skal ekki fjölyrt um hér. Þjóðin fylgist vel með um réttdæmi dómstólanna. En krafan er hættuleg, eink- um þegar ábyrgðarlausir upp- hlaupsdýrkendur eins og komm- únistar efla flokk í landinu. í sumar afsökuðu þeir lögbrot sín með því að henda á afstöðu M. G. í Behrensmálinu, á mál Zimsens, sem ekki fékkst dæmt fyrir íhald- inu, mál íslandsbanka og málið út af sviknu mælikerunum á Hesteyri. Kommúnistarnir neit- uðu. að svara fyrir rétti af því breitt væri yfir afbrot hinna. Og niðurstaðan var sú, að M. G. lét sleppa kommúnistunum og þeir hafa ekki verið dæmdir enn! Þar sem það er prédikað og sýnt í verki að hegningin nái að- eins til þeirra umkomulausu, að „heldri mennirnir“ megi drýgja hegningarvert athæfi, af því að þeir standi hver með öðrum, og réttvísin nái ekki til þeirra, þá er réttarríkið í upplausn og skríl- ríkið að byrja. Fyrir tveimur árum byrja svo kommúnistar að prédika og fremja ofbeldi til að þoka áfram áhugamálum sínum. Þeir eru óþolinmóðir eins og Jón Þorl. og Möller voru í skrílvikunni. Leiðin að ná takmarkinu með rökum finnst þeim of löng. Þessvegna prédika þeir uppreist og byltingu og lifa samkvæmt kenningunni eftir því sem kraftamir leyfa.. Og það sem þeim hefir orðið ágengt eiga þeir að þakka hinum tvö- földu réttarkröfum íhaldsins. Kommúnistar þykjast mega gera uppreist og afglöp úr því „höfð- ingjarnir“ megi í skjóli við fyrir- bænir Mbl. þverbrjóta hegningar- lögin og síðan settir til alveg sérstakra mannvirðinga í landinu. Kommúnistamir vilja stríð við þjóðfélagið og leyna því ekki. Þessvegna er þjóðfélaginu nauð- ugur einn kostur, að halda þeim í skefjum, eða láta þá leysa upp þjóðfélagið. Þessvegna er alveg einföld lína að fylgja í viðhorf- inu til þeirra. Því meiri aðstöðu sem þeir hafa til að koma mál- um sínum fram með ofbeldi, því þéttari tökum verður þjóðfélagið að taka á þeim. En það er erfitt fyrir þjóðfélagið að halda niðri uppreist, ef þeir, sem eiga að framkvæma óhlutdræga réttvísi, heimta rétt til „frísynda“ til handa sér og sínum. Loks kemur Héðinn Valdimars- son og heimtar rétt til að hafa sérstakt herlið til að vernda sig og hagsmuni verkamanna. Hann vill samkvæmt því ekki hlýða lögum landsins frekar en leiðtog- ar íhalds og kommúnista. Hann talar eins og handaflið, en ekki í'étt rök, eigi að ráða úrslitum í deilum er við koma flokki hans. Ef litið er á afstöðu þessara þriggja flokka, og þeir bornir saman við samskonar flokka er- lendis, þá sést að kommúnistarnir hér eru nákvæmlega eins og er- lendis, hvorki verri eða betri. En * Jón Þorl. og Héðinn Valdimars- son eru langt neðan við samherja þeirra í næstu löndum. I Englandi var lávarður einn nýlega dæmdur fyrir fjársvik og fór í fangelsi — eins og aðrir menn. Álberti var átta ár í fangelsi og hafði þó verið ráðherra. Fjársvikamenn við banka í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru vægðarlaust (látnir sæta hegningu, 'og engu íhalds- blaði í þessum löndum dettur í hug að heimta sýknun fyrir flokksbræðurna, enda myndu dómstólar landanna hafa þær fyr- irbænir að engu. Alveg er sama sagan með leið- toga alþýðuflokkanna á Norður- löndum. Þeir prédika sí og æ fyrir flokksbræðrum sínum að hlýða lögunum, að forðast upp- reistir, og að beita ekki hand- áflinu. Alþýðublaðið flutti nýverið fræðigrein frá dönsku kosning- •unum, sem sýnir muninn á stéfnu Staunings og Héðins. Alþ.bl. seg- ir að kommúnistar hafi sótt á að rífa niður kjörauglýsingar sósí- alista, en þeir fengu sína flokks- menn til að vera á verði hjá aug- lýsingunum — vitaskuld með öllu óvopnaða. Á einum stað kom hóp- ur kommúnista um nótt að vöku- mönnum, réðust á þá með bar- eflum o g drápu ungan verka- mann. Halda menn að danskir sósíalistar hafi tekið það ráð að vopna varðsveitir, þó að þeir væru grátt leiknir? Alls ekki. Þeim dettur ekki í hug uppreist eða ofbeldi. Þeir vita að sigra sína vinna þeir með rökum en ekki með handafli, og sömu stefnu fylgja þeir enn. I Svíþjóð og Englandi eru só- síalistarnir jafnfráhverfir að leiða á sig grun um byltingarhug og handaflsframkvæmdir. Það má furðulegt heita að mað- ur, sem er jafn vel viti borinn og Héðinn Valdimarsson skyldi ganga þess dulinn að hann sjálfur og eitthvað af félögum hans eru að dragast inn á grundvöll kom- múnista, inn á lögbrota og of- beldisgrundvöllinn, sem flokks- bræður hans erlendis hafa hina mestu andstygð á, enda eru hinar flokkslegu afleiðingar ærið ólíkar. I nágrannalöndunum, þar sem socialistar leita að umbótum fyrir samherja sína en ekki að stólfót- um, þar vaxa jafnaðarmanna- flokkarnir ár frá ári og fara nú „Friðarráðstöfun“ Óiafs Thors Kleppshneykslið endurvakið. Helgi Tómasson settur iun i yfiriæknisstöðuna á Nýja Kleppi Kl. IV2 í gærdag kom hraðboði úr stjóraarráðinu til Lái*usar Jónssonar yfirlæknis á Nýja Kleppi með bréf frá hinum nýja dómsmálaráðherra, Ólafi Thors, þar sem yfirlækninum var til- kynnt, að honum væri fyrirvara- laust vikið frá embætti, og að lionum bæri þegar í stað að af- henda spítalann Helga Tómas- syni, sem fengið hefði skipunar- bréf fyrir embættinu. Stundu síðar mætti Helgi Tóm- asson í eigin persónu(!) á Nýja Kleppi, og í för með honum tveir læknar úr Rvík, Guðm. I-Iannes- son og Matth. Einarsson, til þess að vera við úttekt sjúkrahússins. Kvaddi Lárus Jónsson þá til pró- fessor Guðmund Thoroddsen og Björn Gunnlaugsson lækni að vera við úttektina af sinni hálfu. Fór úttektin fram í gær og tók Helgi Tómasson geðveikrahælið í sínar hendur í gærkveldi. Skipun Helga Tómassonar í embættið er gerð án þess að leit- að hafi verið álits landlæknis og algerlega án hans vitundar, og án þess að hann væri til kvaddur að vera viðstaddur úttektina. I bréfinu til yfirlæknisins, Lárusar Jónssonar, er kveðið svo að orði, að „óregla“ sé orsök frá- vikningarinnar. Það má sjálfsagt til sanns veg- ar færa, að Lárus Jónsson læknir sé vínhneigður maður eins og því miður mjög margir menn aðrir í læknastéttinni hér á landi. En enginn skynbær maður, sem hefir heyrt Ólaf Thors á al- mennum stjómmálafundi, í Borg- arnesi árið 1928, í tvö hundruð manna áheyrn, lýsa sjálfum sér með orðunum: „Fullur í gær, full- ur í dag og fullur á morgun“, tekur mark á því, að sá sami maður, sem ráðherra, víki opin- berum starfsmanni úr embætti „vegna óreglu“! Viðvíkjandi hinni ráðstöfun- inni, skipun Helga Tómassonar, munu menn um land allt „standa orðlausir og undrandi“. Eins og reiðarslag kemur þessi st j ómarráðstöf un íhaldsráðherr- ans, á allt undanfarið umtal og áætlanir um frið og gott „sam- starf“ milli flokkanna. Framkoma Helga Tómassonar fyrir tæpum þremur árum síðan vakti á sínum tíma meiri og sár- ari gremju og dýpri andstyggð um landið allt en nokkurt annað athæfi, sem framið hefir verið ; hér á landi áratugum saman. Og annað ber að athuga í þessu sambandi. Með þessari frá- munalegu ráðstöfun hefir Ólafur Thors, fyrir höiu^ íhaldsflokksins, opinberlega játað og undirstrikað það, sem raunar allir vissu, að íhaldsflokkurinh bar ábyrgð á at- hæfi Helga Tómassonar árið 1930, | og taldi sér nú bera skyldu til að veita honum viðurkenningu fyrir auðsýnda flokksþjónustu. Ólafur Thors, og flokkur hans, svo framarlega sem ekki kemur annað fram, hefir á sína ábyrgð lagt þennan nýja skerf til hins pólitíska „samstarfs“. Um það mál þarf ekki að hafa mörg orð. Innsetning Helga Tómassonar er eins og hnefahögg í andlit allra þeirra maxma í landinu, sem fordæmdu Klepps- hneykslið 1930, og þann pólitíska vopnaburð, sem nú er verið að verðlauna. Taki nú Ólafur Thors og sam- herjar hans afleiðingunum af verki sínu! víða með stjóm landanna. Hér er helzt að sjá sem flokkur Héð- ins standi í stað. Fyrir 9 árum áttu verkamenn einn þingfulltrúa fyrir Reykjavík, og enn er Héð- inn þar einn. Ef leiðtogar danskra socialista hefðu predikað liðs- drátt, og að „taka til sinna ráða“ við hverja mótstöðu, myndi al- þýðuflokkur Dana hafa tapað meiru við kosningarnar, heldur en hann vann nú á, þótt mikið væri. Ef íhaldið, kommúnistar og sumir af leiðandi mönnum social- ista halda áfram að virða lög og rétt að vettugi, en vilja útkljá kaupgjaldsmál, atvinnubætur og stjórnarskipti með ofríki og of- beldi, þá er óhugsandi annað en að landið glati frelsi sínu eins og á 13. öld. Þjóðir sem telja sig liafa hagsmuna að gæta myndu á mildan en áhrifaríkan hátt taka að sér að stjórna landinu og hag- nýta sér gæði þess. Hvort verka- mönnum þætti framtíð sín þá glæsilegri eða byrðar sínar létt- ari undir erlendu stjórnarvaldi skal ekki fjölyrt um hér. Framsóknarflokkurinn eyddi á þingi 1925 kröfu íhaldsins um að stofna her til að skera úr um vinnudeilur. Flokkurinn er enn á sömu skoðun. En á hinn bóginn hefir nú komið fram stefna sem boðar uppreist og byltingu, sem krefst að handaflið, en ekki rök- in, ráði niðurstöðu mála. Takist kommúnistum að ná verulegu fylgi myndu þeir líka koma þjóð- inni undir erlenda kúgun. Fyrir löghlýðinn flokk eins og Fram- sóknarmenn sýnist ekki nema ein leið opin í því máli, og það er að styðja að því að slíkur flokkur venjist á betri siði, þó að það kosti átök. En undirrót þessarar spilling- ar er hjá íhaldinu. Það hefir haldið upp skrílræði í viku, og svo langt hafa kommúnistar ekki komizt, þó að þeir verði hér í engu afsakaðir. En jafnframt því hafa blöð og margir af leiðtogum íhaldsins sýkt og brotið niður réttartilfinningu og smekk borg- aranna, með því að heimta að lögbrjótar þeirra megi vítalaust fótum troða lög og rétt. Barátta Framsóknarmanna er vitaskuld nú bundin mjög við yf- irstandandi kreppu. Enn jafn- framt því er barátta á tvær hlið-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.