Tíminn - 20.12.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.12.1932, Blaðsíða 1
©faíbferi 09 afgrci&sluma&ur Cimans et Xannneig p o rsf eins&óttjr, Cæfjargötu 6 a. Scffjauíf. ^fgtei&sía C i m a n s er i £œf jara,otu 6 a. (Dpin 5aalcaa fL 9—6 Sirfiti 2353 XVL árg. Reykjavík, 20. desember 1932. ] 59. blaS. Stói*kostlegt arétta^hiieylssilí Stjórnarskráin og hæstaréttarlbgin þverbrotin af dóniendunum sjáll'um. Það, sem mesta undrun mátti vekja hjá þeim, sem viðstaddir voru í hæstarétti á miðvikudag og fimmtudag s. 1., og síðan hefir vakið almennt umtal, er að Einar Arnórsson skyldi sitja þar til dóms í máli Magnúsar Guðmunds- sonar. Svo sjálfsagt var það tal- ið, að E. A. viki sæti og vara- dómari myndi verða kvaddur til að taka sæti í réttinum í hans stað, að engum hafði dottið í hug að benda þyrfti réttinum á eða vekja máls á opinberlega, að þessi ráðstöfun væri óhjákvæmi- leg. Var á þetta bent stuttlega hér í blaðinu þegar í stað, og skal nú nánar gerð grein fyrir hvílíkt réttarhneyksh hér er um að ræða. Ákvæði 30. gr. stjórnarskrárinnar. 1 niðurlagi 30. gr. stjórnar- skrárinnar segir svo: „Þeir dómendur, er ekki hafa umboðsstörf á hendi, eru þó ekki kjörgengir". Þeir „dómendur, sem ekki hafa umboðsstörf á hendi" eíu aðeins dómararnir í hæstarétti, því að allir aðrir dómendur hér á landi hafa umboðsstörf á hendi fyrir ríkið, svo sem innheimtu opin- berra gjalda og fleira í þágu um- boðsvaldsins. Þessum dómurum er því ekki bannað að sitja á þingi eða hafa afskipti yfirleitt af opinberum málum. öðru máli gegnir um dómarana í hæstarétti. Þeir hafa, svo sem fyr segir, ekkert umboðsstarf á hendi og eru því samkv. framan- greindu ákvæði stjórnarskrárinn- ar, ekki kjörgengir til Alþingis. M. ö. o., að dómendurnir mega ekki eiga sæti á Alþingi. Það, sem menn verða fyrst og fremst að gera sér ljóst í þessu sambandi, er hvaða tilgangur fellst í framangreindu ákvæði st j órnarskrárinnar. Tilgahgurinn með þessu ákvæði stjórnarskrárinnar er sá, að koma í veg fyrir, að það geti nokkurn- tíma komið fyrir, að dómararnir í hæstarétti hafi sem alþingis- menn með pólitískri afstöðu á Alþingi fyrirfram bundið afstöðu sína sem dómarar, sem komið gæti fyrir á margan hátt. Að slíkt geti komið fyrir, hefir lög- gjafinn viljað hindra svo ram- byggilega, að ákvæði um þetta setur hann inn í sjálfa stjórnar- skrána, sem ekki er hægt að breyta nema á sérstakan hátt. Af þessu ákvæði leiðir það, að alþingismaður, sem tekur við dómaraembætti í hæstarétti, verður að segja af sér þing- mennsku þegar í stað. Þetta gerði Einar Arnórsson að sjálfsögðu um leið og hann tók við hæsta- réttardómaraembættinu á s. 1. sumri. En þó að hæstaréttardómari hafi sagt af sér þingmennsku, er sú sama hætta, sem á að fyrir- byggja í stjórnarskránni, á sama hátt yfirvofandi, ef það tilfelli kemur fyrir, að rétturinn þarf að dæma í máli, sem dómarinn hefir tekið afstöðu til sem alþingismað- ur, áður en hann sagði af sér þingmennskunni. Afstaða E. A. í máli Magnúsar Guðmundssonar er ákaflega skýrt dæmi um slíkt tilfelli. Einar Arnórsson hefir sem al- þingismaður og einn af fremstu mönnum íhaldsflokksins ráðið og tekið á sig ábyrgðina á því, að M. G. var kjörinn til þess af íhaldsflokknum, að taka við dómsmálaráðherraembættinu, eft- ir að sakamálaákæra lá fyrir á hendur'honum. Sektardómur yfir Magnúsi Guð- mundssyni hlaut því óhjákvæmi- lega að verða jafnframt mjög þungur dómur um framkomu Einars Arnórssonar sem alþingis- manns og mikilsráðandi manns í þeim flokki, sem fól M. G. þetta óvenjulega trúnaðarstarf eftir að sakamálsákæran var komin fram. Með þessu framferði hæsta- réttar, að láta Einar Arnórsson ekki víkja úr dómarasæti í máli M. G., hefir nú komið fyrir éin- mitt sá atburður, sem á að fyrir- byggja með ákvæðum í 30. gr. stjórnarskrárinnar — að maður sitji til dóms í hæstarétti í máli, þar sem hann áður hefir bundið hendur sínar sem alþingismaður. Ákvæði hæstaréttarlaganna. En eins og áður er fram tekið, hafa einnig hæstaréttarlögin ver- ið brotin með dómsetu Einars Arnórssonar í þessu máli. I 7. gr. hæstaréttarlaganna nr. 22, 6. okt. 1919 segir svo m. a.: „Eigi má hæstaréttardómari j taka þátt í meðferð máls: 1. Ef hann er sjálfur aðili eða ! úrslit þess skipta hann máli*). 6. Ef svo er að öðru leyti ástatt, að telja má hætt við, að Jiann líti eigi óhlutdrægt á mála- vexti*)". í framangreindum ákvæðum hæstaréttarlaganna fellst m. a. sama varúðarráðstöfun löggjafans og í ákvæðinu í 30. gr. stjórnar- skrárinnar, sem tilfært er hér að framan. Það, sem hér hefir verið sagt um brot á stjórnarskránni, á því einnig við með tilliti til hæsta- réttarlaganna. En til þess að gjöra þetta atriði málsins enn gleggra, skulu hér rifjuð upp þau atvik, sem skýr- ustu ljósi varpa yfir afstöðu hæstaréttardómarans Einars Arn- órssonar til þessa máls og þess manns, sem átti hlut að máli: Þann 23. maí s. 1. er sakamáls- ákæran fram komin á hendur Magnúsi Guðmundssyni. Þann 1. júní, 8 dögum síðar, tekur Einar Arnórsson á sig þá ábyrgð að gjöra M. G. að dóms- málaráðherra, sem þá þegar var, með fyrirspurnum í þinginu, knú- inn til að lýsa yfir því, að mál hans skyldi verða Iagt undir úr- skurð dómstólanna. Þann 1. sept. s. 1. skipar -M. G. Einar Arnórsson sem dómara í hæstarétti, en á þeim tíma var vitanlega þeim báðum ljóst, að mál M. G. hlaut að koma fyrir réttinn, því að slíku máli hlaut, samkvæmt venju, að verða áfrýj- að til hæstaréttar, hvernig sem undirdómurinn hefði fallið. Þann 19. des. sama ár á Einar Arnórsson hæstaréttardómari að kveða upp dóm um það, hvort Magnús Guðmundsson, sem ný- búinn er að skipa hann sem dóm- ara, sé saklaus eða sekur, og þá jafnframt að dæma um það, hvort alþingismaðurinn Einar Arnórsson hafi gert rétt eða rangt, þegar hann á Alþingi 27. maí- s. 1. tók ábyrgð á því að gjöra Magnús Guðmundsson að handhafa réttvísinnar og æðsta manni í dómsmálum landsins. Getur nú nokkur maður, sem nokkru lætur sig skipta réttar- öryggið í þessu landi, varizt að spyrja: Hvenær er hægt að segja, að nokkurt mál „skipti máli" fyrir dómara, ef úrslitin í máli Magn- úsar Guðmundssonar skiptu Ein- ar Arnórsson ekki máli? Hvenær getur verið svo „ástatt" „að telja megi hætt við", að dóm- ari „líti eigi óhlutdrægt á mála- vexti", ef sú lögskýring hæsta- réttar væri rétt, að ekki hafi þurft að telja neina hættu á, að Einar Arnórsson „líti eigi óhlut- drægt" á mál Magnúsar Guð- mundssonar ? Pöniunin afgreidd í hæsíavétíi í gæv *) Leturbr. Tímans. Einkenni dómsins. Dómui' hæstaréttar í máli Magnús- ar Guðmundssonar í gær (um C. Behrens vita allir, að hann er sýkn- aður vegna Magnúsar) sýnir, að Morgunblaðið hefir verið „í góðri trú", þegar það fyrir rúmum mánuði siðan, lof'aði því að M. G. yrði sýkn- aður aí' akæru réttvísinnar. En erfið- lega hefir gengið að afgreiða hina langþraðu pöntun. Má fullyrða — og þó mikið sagt —, að forsendur þessa dóms séu eitt hið aumasta plagg, sem komið hefir frá þessari umtöiuðu stofnun, í réttlætisins nafni. I forsendunum er ýmist sagt rangt frá staðreyndum úr réttarprófunum eða gengið algjörlega fram hjá þeim. Órökstuddar fullyrðingar verjend- anna fyrir réttinum, eru hinsvegar teknar sem góðar og gildar sannanir. Hvert cinasta atriði, sem hinir ákærðu sjáífir hafa borið fram sér til afsökunar, er tekið trúanlegt af réttinum, — og það sem ólíklegast mætti þykja, en sannaS mun verða hér á eí'tir með tilvitnunum: í for- sundunum eru hvað eftir annað borin fram bein ósannindi, af hálfu dómar- anna sjálfra, sem ekki getur stafað nema af þvi, að -dómaramir hafi ekki lesið réttarprófin eða hafi orðað fiásögn sína móti betri vitund. Efnahagsreikningurinn. Dómararnir komast að þeirri niður- stöðu, að þegar Behrens afhenti h.f. C. Hoepner meginhlutann af því, sern hann hafði undir höndum í vöru- birgðum og útistandandi skuldum (milli 50 og60þús. kr.),hafi efnahagur hans, eftir efnahagsreikningi 28./10. 1929 (þar sem allar eignir eru færð- ar langt yfir sannvirði), verið þann- ig, að skuldir umfram eignir hafi numið kr. 25.768.61. þetta er rétt hjá dómurunum, eins og fram er komið áður, í undirrétt- ardómnum. Við skuldarupphæðina bæta svo dómararnir ógreiddu útsvari, kr. 4466.75, sem vantalið var a efna- hagsreikningnum. þetta er líka rétt. Ennfremur bæta dómararnir við skuldarupphæðina, sem vantöldu á efnahagsreikningi, kr. 1500.00, sem oru skuld Behrens við danskt vá- tryggingarfélag, sem hann hafði haft innheimtu fyrir. þarna kemur fram fyrsta viðleitni dómaranna til að byggja á staðhæfingum hinna á- kærðu eingöngu. í réttarprófinu seg- ir Behrens sjálfur, að þessi skuld hafi verið „líklega þó ekki meira en kr. 1500.00". það eina sem upplýst er, er að þegar B. varð gjaldþrota, var þessi skuld kr. 4843.15. En af því að B. segir að skuldin hafi „líklega" ekki verið hœrri en kr. 1500.00, er aðeins sú upphæð talin til skuldar af dómuiunum. þfj ekki sé meira talið, eru þó skuldir umfram eignir orðnar kr. 31735.36 eftir útreikningi dómaranna. Hæstiréttur dregur frá. En þegar hinn „virðulegi hæstiréttur" verður að fara að sanna að hinn á- kærði haí'i þrátt fyrir þetta átt fyr- ir skuldum, fer að vandast málið. I fyrsta lagi draga dómararnir frá skuldarupphæðinni umfram eignir kr. 6085.00, sem B. hafði verið bú- inn að greiða Höepfner, en ekki kom fram 7. nóv., en kvittun fannst fyrir síðai'. þetta er rétt hja dómurunum. En samt eru eftir skuldir umfram eignir rúmlega 25600 kr. þessa upp- hæð verða dómararnir a, m. k. að geta strykað út líka. þá er fyrst gripið til þess ráðs, að telja lífsábyrgð C. Behrens, kr. 3400.00 og draga frá skuldunum, en sú lífsábyrgð var ekki tatlin í efna- hagsreikningnum. þetta er alveg rangt hjá dómurunum vegna þess, að upplýst var í malfærzlunni og játað af verjanda, að lífsábyrgðar- skírteinið stóð að veði í Landsbank- anum fyrir viðskiptamannavíxlum, sem ekki voru heldur taldir til skuld- ar í efnahagsreikningnum. þessa tryggingu varð B. að setja vegna þess hvo víxilsamþykkjendurnir voru ótryggir, enda féllu víxlarnir á B. og varð að greiða þá með andvirði skírteinisins. það er því rangt hjá dómurunum, að þessi lífsábyrgð skipti nokkru til eða frá um efna- haginn. Skyldmennaskuldirnar. Næst kemur svo rétturinn að skuld unum við skyldmenni B. og skuld- inni við bankafirmað Bruhn & Bo- strup, sem bróðir B. stóð í ábyrgð fyrir. Allar þessar skuldir (kr. 23489.93) draga dómararnir frá. Röksemdaleiðslan fyrir þessu er fullyrðing ákærða, C. Behrens sjálfs og ekkert annað. Um þetta farast dómurunum svo orð: „þessi skýrzla ákærða uin ættingja- skuldirnar er sennileg, enda hefir annað, sem fram er komið í máltnu, styrkt hanai)". „Styrkti" það þessa staðhæfingu á- kærða, að hann í þrem fyrstu rétt- arhöldunum reynir ekki að halda þessari staðhæfingu fram, þótt hann sé ítarlega spurður um efnahaginn og. að hann hélt þessu fyrst fram eftir að böndin fóru að berast að hinum ákærðu og eftir að endurskoð- andinn, N. Manscher, hafði minnst á þetta atriði í réttarhaldi? „Styrkti" það staðhæfingu ákærða, áð hann lét telja þessar skuldir &~ 1) Leturbreyting hér. samt öðrum skuldum í efnahags- reikningnum 28. okt. 1929? „Styrkti" það þessa staðhæfingu, að Magnús Guðmundsson fyrir hönd ákærða sendir skuldheimtumönnum hans tilboð um 25% greiðslu í maí 1930, og telur þá einnig allar þessar skuldir, sem kröfur á verzlun C. Behrens'). „Styrkti" það þessa staðhœfingu, að ákærði liafði beinlínis sett veð — meira að segja i innanstokksmunum sinum — fyrir einni af þessum skuldum? „Styrkti" það þessa staðhæfingu, að ákærði fyrst 2 arum eftir eigna- yfirfærsluna 7. nóv. 1929, nokkru eftir að þetta atriði var fxam komfð í réttinum, snéri sér brófiega til skyldmennanna og bað þau að gefa sér eftir skuldirnar, og að bróðir á- kærða verður fyrst við því að lýsa ekki kröfu í búið, eftir að vitanlegt var, að enginn gat fengið neitt úr búinu, og komið var á daginn, að ýmsir skuldheimtumenn aðrir höfðu álitið alveg þýðingarlaust að lýsa kröfum í búið, enda ekki gjört það? Á ekkert af þessu er minnst einu orði i forsendunum! Enda er sann- leikurinn sa, að ekkert hefir komið fram í málinu, sem styrkir þessa staðhæíingu ákæi-ða, heldur þvert "S móti. Dómararnir fara hér því með bein ósannindi í forsendunum, af hverju sem það stafar. En með þessai'i algjörlega tilefnis- lausu staðhæfingu strika dómararn- ir yfir kr. 23489,93 af skuldum á- kæi-ða og komast að þeirri niður- stöðu, að hann hafi reikningsléga átt kr. 1239,57 fram yfir skuldir. Innanstokksmunirnir. I þessu sambandi er rétt að geta þess, til að sýna vandvirkni og sam- vizkusemi dómaranna, að jafnvei þótt fullyrðingin um skyldmenna- skuldirnar hefði verið rétt, (sem vit- anlega ekki er), er niðurstaðan samt röng, þvi að dómaramir ganga fram hjá því, að innanstokksmunir, sem taldir eru í efnahagsreikningnum kr. 1458,15, voru veðsettir bróður Be- hrens. þessum veðsettu munum áttu þá dómararnir að sjálfsögðu að sleppa eignamegin, því að vitanlega gátu þeir ekki gengið upp í aðrar skuldir, og gerðu það heldur ekki, þegar B. varð gjaldþrota, því að þa var veðið enn í gildi. Ákærði ætti þvi,— jafnvel eftir hinum dæmalausa útreikningi hæstaréttar —, að hafa átt kr. 218,58 minna en ekki neitt, og skiptir það að vísu litlu máli, en sýnir þó mjkla hroð- virkni í viðbót við allt annað. HúsaskipUn. í dóminum, sem yfirleitt er mjög ruglingslega saman settur, er næst komið að húsaskiptum Behrens, en hann hafði eins og upplýst er, haft skipti á lítilli húseign í Hafnarfirði, sem hann reiknaði sér á 8500 kr., (sem raunar var allt of hátt) og húseigninni Lindargötu 14 í Rvík, og yfirtók um leið 50 þús. kr. í veð- skuldum á þeirri eign. þessa eign reiknaði hann sér á 60 þús. kr. (50 þús. kr. veðskuld + 8500 kr. Hafn- arfjarðareignin + 1500 kr. maka- skiptakostnaði o. fl.). Til þess að geta haldið því fram, að þessi eign hafi raunverulega verið svo mikils virði, verða dómararnir að kollvarpa fasteignamati Reykjavíkur, sem verður þó að teljast undirstaða undir mati á verðgildi fasteigna í bænum. Dómararnir segja svo: „Reykjavíkureignin var að vísu ekki nema kr. 28.800,00 að fasteigna- mati, en af því mati er ekki unnt að leiða neinar ábyggilegar álykt- *) þetta gjörir M. G., þótt B. eigi að hafa verið búinn að segja honum 7. nóv. 1929. að þessar skuldir þyrfti ekki að borga, nema allir aðrir fengju sínar kröfur greiddar að fullu! Framh. á 4. sí8u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.