Tíminn - 20.12.1932, Síða 1

Tíminn - 20.12.1932, Síða 1
(ðfaíbferi og afgrci&sluma&ur Címans et Hannucig þ o r s t eins&ólfjr, €cc?jargöíu 6 a. SeYfjamf. ^Afgreibðía íimans cr i £œfjargötu 6 a. ©pin öaglcga- fL 9—6 Sími 2353 XVL árg. Reykjavík, 20. desember 1932. Stórkostlegt réttarhneyksli Stjórnarskráin og' liæstaréttarlögin þverbrotin af dómendunum sjálfum. Það, sem mesta undrun mátti vekja hjá þeim, sem viðstaddir voru í hæstarétti á miðvikudag og fimmtudag s. 1., og síðan hefir vakið almennt umtal, er að Einar Arnórsson skyldi sitja þar til dóms í máli Magnúsar Guðmunds- sonar. Svo sjálfsagt var það tal- ið, að E. A. viki sæti og vara- dómari myndi verða kvaddur til að taka sæti í réttinum í hans stað, að engum hafði dottið í hug að benda þyrfti réttinum á eða vekja máls á opinberlega, að þessi ráðstöfun væri óhjákvæmi- leg. Var á þetta bent stuttlega hér í blaðinu þegar í stað, og skal nú nánar gerð grein fyrir hvílíkt réttarhneyksli hér er um að ræða. Ákvæði 30. gr. stjórnarskrárinnar. f niðurlagi 30. gr. stjórnar- skrárinnar segir svo: „Þeir dómendur, er ekki hafa umboðsstörf á hendi, eru þó ekki kjörgengir“. Þeir „dómendur, sem ekki hafa umboðsstörf á hendi“ eíu aðeins dómararnir í hæstarétti, því að allir aðrir dómendur hér á landi hafa umboðsstörf á hendi fyrir ríkið, svo sem innheimtu opin- berra gjalda og fleira í þágu um- boðsvaldsins. Þessum dómurum er því ekki bannað að sitja á þingi eða hafa afskipti yfirleitt af opinberum málum. Öðru máli gegnir um dómarana í hæstarétti. Þeir hafa, svo sem fyr segir, ekkert umboðsstarf á liendi og eru því samkv. framan- greindu ákvæði stjórnarskrárinn- ar, ekki kjörgengir til Alþingis. M. ö. o., að dómendurnir mega ekki eiga sæti á Alþingi. Það, sem menn verða fyrst og fremst að gera sér ljóst í þessu sambandi, er hvaða tilgangur fellst í framangreindu ákvæði st j ómarskrárinnar. Tilgarigurinn með þessu ákvæði stjómarskrárinnar er sá, að koma í veg fyrir, að það geti nokkurn- tíma komið fyrir, að dómararnir í hæstarétti hafi sem alþingis- menn með pólitískri afstöðu á Alþingi fyrirfram bundið afstöðu sína sem dómarar, sem komið gæti fyrir á margan hátt. Að slíkt geti komið fyrir, hefir lög- gjafinn viljað hindra svo ram- byggilega, að ákvæði um þetta setur hann inn í sjálfa stjórnar- skrána, sem ekki er hægt að breyta nema á sérstakan hátt. Af þessu ákvæði leiðir það, að alþingismaður, sem tekur við dómaraembætti í hæstarétti, verður að segja af sér þing- mennsku þegar í stað. Þetta gerði Einar Arnórsson að sjálfsögðu um leið og hann tók við hæsta- réttardómaraembættinu á s. 1. sumri. En þó að hæstaréttardómari hafi sagt af sér þingmennsku, er sú sama hætta, sem á að fyrir- byggja í stjórnarskránni, á sama hátt yfirvofandi, ef það tilfelli kemur fyrir, að rétturinn þarf að dæma í máli, sem dómarinn hefir tekið afstöðu til sem alþingismað- ur, áður en hann sagði af sér þingmennskunni. Afstaða E. A. í máli Magnúsar Guðmundssonar er ákaflega skýrt dæmi um slíkt tilfelli. Einar Arnórsson hefir sem al- þingismaður og einn af fremstu mönnum íhaldsflokksins ráðið og tekið á sig ábyrgðina á því, að M. G. var kjörinn til þess af íhaldsflokknum, að taka við dóm smálaráðherraembættinu, eft- ir að sakamálaákæra lá fyrir á hendur*honum. Sektardómur yfir Magnúsi Guð- mundssyni hlaut því óhjákvæmi- lega að verða jafnframt mjög þungur dómur um framkomu Einars Amórssonar sem alþingis- manns og mikilsráðandi manns í þeim flokki, sem fól M. G. þetta óvenjulega trúnaðarstarf eftir að sakamálsákæran var komin fram. Með þessu framferði hæsta- réttar, að láta Einar Arnórsson ekki víkja úr dómarasæti í máli M. G., hefir nú komið fyrir ein- mitt sá atburður, sem á að fyrir- byggja með ákvæðum í 30. gr. stjórnarskrárinnar — að maður sitji til dóms í hæstarétti í máli, þar sem hann áður hefir bundið hendur sínar sem alþingismaður. Ákvæði hæstaréttarlaganna. En eins og áður er fram tekið, | hafa einnig hæstaréttarlögin ver- j ið brotin með dómsetu Einars I Arnórssonar í þessu máli. f 7. gr. hæstaréttarlaganna nr. 22, 6. okt. 1919 segir svo m. a.: „Eigi má hæstaréttardómari ; taka þátt í meðferð máls: 1. Ef hann er sjálfur aðili eða i úrslit þess skipta hann máli*). 6. Ef svo er að öðru leyti ástatt, að telja má hætt við, að hann líti eigi óhlutdrægt á mála- vexti*)“. í framangreindum ákvæðum hæstaréttarlaganna fellst m. a. sama varúðarráðstöfun löggjafans og í ákvæðinu í 30. gr. stjórnar- skrárinnar, sem tilfært er hér að framan. Það, sem hér hefir verið sagt um brot á stjómarskránni, á því einnig við með tilliti til hæsta- réttarlaganna. En til þess að gjöra þetta atriði málsins enn gleggra, skulu hér rifjuð upp þau atvik, sem skýr- ustu ljósi varpa yfir afstöðu hæstaréttardómarans Einars Am- órssonar til þessa máls og þess manns, sem átti hlut að máli: Þann 23. maí s. 1. er sakamáls- ákæran fram komin á hendur Magnúsi Guðmundssyni. Þann 1. júní, 8 dögum síðar, tekur Einar Arnórsson á sig þá ábyrgð að gjöra M. G. að dóms- málaráðherra, sem þá þegar var, með fyrirspumum í þinginu, knú- inn til að lýsa yfir því, að mál hans skyldi verða lagt undir úr- skurð dómstólanna. Þann 1. sept. s. 1. skipar M. G. Einar Arnórsson sem dómara í hæstarétti, en á þeim tíma var *) Leturbr. Tímans. vitanlega þeim báðum ljóst, að mál M. G. hlaut að koma fyrir réttinn, því að slíku máli hlaut, samkvæmt venju, að verða áfrýj- að til hæstaréttar, hvemig sem undirdómurinn hefði fallið. Þann 19. des. sama ár á Einar Arnórsson hæstaréttardómari að kveða upp dóm um það, hvort Magnús Guðmundsson, sem ný- búinn er að skipa hann sem dóm- ara, sé saklaus eða sekur, og þá jafnframt að dæma um það, hvort alþingismaðurinn Einar Arnórsson hafi gert rétt eða rangt, þegar hann á Alþingi 27. maí s. 1. tók ábyrgð á því að gjöra Magnús Guðmundsson að handhafa réttvísinnar og æðsta manni í dómsmálum landsins. Getur nú nokkur maður, sem nokkru lætur sig skipta réttar- öryggið í þessu landi, varizt að spyrja: Hvenær er hægt að segja, að nokkurt mál „skipti máli“ fyrir dómara, ef úrslitin í máli Magn- úsar Guðmundssonar skiptu Ein- ar Arnórsson ekki máli? Hvenær getur verið svo „ástatt“ „að telja megi hætt við“, að dóm- ari „líti eigi óhlutdrægt á mála- vexti“, ef sú lögskýring hæsta- réttar væri rétt, að ekki hafi þurft að telja neina hættu á, að Einar Arnórsson „líti eigi óhlut- drægt“ á mál Magnúsar Guð- mundssonar? Pöniunin afgreidd í hæsiavétii í gær Einkenni dómsins. Dómur hæstaréttar í máli Magnús- ar Guðmundssonar í gær (um C. Bolirens vita allir, að hann er sýkn- aður vegna Magnúsar) sýnir, að Morgunblaðið hefir verið „í góðri trú“, þegar það fyrir rúmum mánuði síðan, lofaði því að M. G. yrði sýkn- aður af ákæru réttvísinnar. En erfið- lega hefir gengið að afgreiða hina langþráðu pöntun. Má fullyrða — og þó mikið sagt —, að forsendur þessa dóms séu eitt hið aumasta plagg, sem komið hefir frá þessari umtöluðu stofnun, i réttlætisins nafni. I forsendunum er ýmist sagt rangt frá staðreyndum úr réttarprófunum eða gengið algjörlega fram hjá þeim. Órökstuddar fullyrðingar verjend- anna fyrir réttinum, eru hinsvegar teknar sem góðar og gildar sannanir. Hvert einasta atriði, sem hinir ákærðu sjálfir hafa borið fram sér til afsökunar, er tekið trúanlegt uf réttinum, — og það sem ólíklegast mætti þykja, en sannað mun verða liér á eftir með tilvitnunum: í for- sendunum eru hvað eftir annað borin fram bein ósannindi, af hálfu dómar- anna sjálfra, sem ekki getur stafað nema af því, að dómararnir hafi ekki lesið réttarprófin eða hafi orðað frásögn sína móti beti'i vitund. Efnaha gsreikningurinn. Dómararnir komast að þeirri niður- stöðu, að þegar Behrens afhenti h.f. C. I-Ioepner meginhlutann af því, sem hann hafði undir höndum í vöru- birgðum og útistandandi skuldum (milli 50 ogöOþús. kr.), hafi efnahagur hans, eftir efnahagsreikningi 28./10. 1929 (þar sem allar eignir eru færð- ar langt yfir sannvirði), verið þann- ig, að skuldir umfram eignir hafi numið kr. 25.768.61. þetta er rétt hjá dómurunum, eins og fram er komið áður, í undirrétt- ardómnum. Við skuldarupphæðina bæta svo dómararnir ógreiddu útsvari, kr. 4466.75, sem vantalið var á efna- hagsreikningnum. þetta er líka rétt. Ennfremur bæta dómararnir við skuldarupphæðina, sem vantöldu á efnahagsreikningi, kr. 1500.00, sem eru skuld Behrens við danskt vá- tryggingarfélag, sem hann hafði haft innheimtu fyrir. þarna kemur fram fyrsta viðleitni dómaranna til að byggja á staðhæfingum hinna á- kærðu eingöngu. í réttarprófinu seg- ir Behrens sjólfur, að þessi skuld hafi verið „líklega þó ekki meira en kr. 1500.00“. það eina sem upplýst er, er að þegar B. varð gjaldþrota, var þessi skuld kr. 4843.15. En af því að B. segir að skuldin hafi „líklega" ekki verið hærri en kr. 1500.00, er aðeins sú upphreð talin til skuldar af dómurunum. ])ó ekki sé meira talið, eru þó skuldir umfram eignir orðnar kr. 31735.36 eftir útreikningi dómaranna. Hæstiréttur dregur frá. En þegarhinn „virðulegi hæstiréttur" verður að fara að sanna að liinn á- kærði hafi þrótt fyrir þetta átt fyr- ir skuldum, fer að vandast málið. I fyrsta lagi draga (lóinarai'nir frá skuldarupphæðinni umfram eignir kr. 6085.00, sem B. hafði verið bú- inn að greiða Höepfner, en ekki kom fram 7. nóv., en kvittun fannst fyrir síðar. þetta er rétt hjó dómurunum. Kn samt eru eftir skuldir umfram eignir rúmlega 25600 kr. þessa upp- hæð verða dómararnir a, m. k. að geta strykað út líka. þá er fyrst gripið til þess ráðs, að telja lífsábyrgð C. Behrens, kr. 3400.00 og draga frá skuldunum, en sú lífsábyrgð var ekki tatlin í efna- hagsreikningnum. þetta er alveg rangt hjá dómurunum vegna þess, að upplýst var í málfærzlunni og játað af verjanda, að lífsóbyrgðar- skírteinið stóð að veði í Landsbank- anum fyrir viðskiptamannavíxlum, sem ekki voru heldur taldir til skuld- ar í efnahagsreikningnum. þessa tryggingu varð B. að setja vegna þess hvo vixilsamþykkjendurnir voru ótryggir, enda féllu víxlarnir ó B. og varð að greiða þá með andvirði skírteinisins. það er því rangt hjá dómurunum, að þessi lífsábyrgð skipti nokkru til eða frá um efna- haginn. Skyldmennaskuldirnar. Næst kemur svo rétturinn að skuld unum við skyldmenni B. og skuld- inni við bankafirmað Bruhn & Bo- strup, sem bróðir B. stóð í ábyrgð fyrir. Ailai' þessar skuldir (kr. 23489.93) draga dómararnir frá. Röksemdaleiðslan fyrir þessu er fullyrðing ákærða, C. Behrens sjálfs og ekkert annað. Um þetta farast dómurunum svo orð: „þessi skýrzla ákærða um ættingja- skuldirnar er sennileg, enda hefir annað, sem fram er komið í mállnu, styrkt hanat)“. „Styrkti" það þessa staðhæfingu á- kærða, að hann i þrem fyrstu rétt- arhöldunum reynir ekki að halda þessari staðhæfingu fram, þótt hann sé ítarlega spurður um efnahaginn og að hann hélt þessu fyrst fram eftir að böndin fóru að berast að hinum ákærðu og eftir að endurskoð- andinn, N. Manscher, hafði minnst á þetta atriði í réttarhaldi? „Styrkti" það staðhæfingu ákærða, áð hann lét telja þessar skuldir ó- t) Leturbreyting hér. samt öðrum skuldum í efnahags- reikningnum 28. okt. 1929? „Styrkti" það þessa staðhæfingu, að Magnús Guðmundsson fyrir hönd ákærða sendir skuldheimtumönnum lians tilboð um 25% greiðslu í maí 1930, og telur þá einnig allar þessar skuldir, sem kröfur á verzlun C. Behrens*). „Styrkti" það þessa staðhæfingu, að ákærði hafði beiniínis sett veð — meira að segja í innanstokksmunum sínum — fyrir einni af þessum skuldum? „Styrkti" það þessa staðhæfingu, að ákærði fyrst 2 órum eftir eigna- yfirfærsluna 7. nóv. 1929, nokkru eftir að þetta atriði var fram komlð í réttinum, snéri sér bréflega til skyldmennanna og bað þau að gefa sér eftir skuldirnar, og að bróðir á- kærða verður fyrst við því að lýsa ekki kröfu i búið, eftir að vitanlegt var, að enginn gat fengið neitt úr búinu, og komið var á daginn, að ýmsir skuldheimtumenn aðrir liöfðu álitið alveg þýðingarlaust að lýsa kröfum í búið, enda ekki gjört það? Á ekkert af þessu er minnst einu oi'ði í forsendunum! Enda er sann- ieikurinn sá, að ekkert hefir komið fram i málinu, sem styrkir þessa staðhælingu ókæi'ða, heldur þvert "& móti. Dómararnir fara hér því með bein ósannindi í forsendunum, af hverju sem það stafar. En með þessari algjörlega tilefnis- lausu staðhæfingu strika dómararn- ir yfir kr. 23489,93 af skuldum á- kærða og komast að þeirri niður- stöðu, að hann hafi reikningslega átt kr. 1239,57 fram yfir skuldir. Innanstokksmunirnir. í þessu sambandi er rétt að geta þess, til að sýna vandvirkni og sam- vizkusemi dómaranna, að jafnvel þótt fullyrðingin um skyldmenna- skuldirnar liefði verið rétt, (sem vit- anlega ekki er), er niðurstaðan samt röng, þvi að dómararnir ganga fram hjá þvi, að innanstokksmunir, sem taldir eru í efnahagsreikningnum kr. 1458,15, voru veðsettir bróður Be- lirens. þessum veðsettu munum áttu þá dómararnir að sjólfsögðu að sleppa eignamegin, því að vitanlega gátu þeir ekki gengið upp í aðrar skuldir, og gerðu það heldur ekki, þegar B. varð gjaldþrota, því að þá var veðið enn í gildi. Ákærði ætti þvi, — jafnvel eftir hinum dæmalausa útreikningi hæstai’éttar —, að hafa átt kr. 218,58 minna en ekki neitt, og skiptir það að vísu litlu máli, en sýnir þó mikla hroð- virkni í viðbót við allt annað. Húsaskiptfn. í dóminum, sem yfirleitt er mjög ruglingslega saman settur, er næst komið að húsaskiptum Behrens, en liann hafði eins og upplýst er, haft skipti ó lítilli húseign i Hafnarfirði, sem liann reiknaði sér á 8500 kr., (sem raunar var allt of hátt) og liúseigninni Lindargötu 14 í Rvík, og yfirtók um leið 50 þús. kr. í veð- skuldum á þeirri eign. þessa eign reiknaði hann sér á 60 þús. kr. (50 þús. kr. veðskuld + 8500 kr. Hafn- arfjarðareignin + 1500 kr. maka- skiptakostnaði o. fl.). Til þess að geta haldið því fram, að þessi eign hafi raunverulega verið svo mikils virði, verða dómararnir að kollvarpa fasteignamati Reykjavíkur, sem verður þó að teljast undirstaða undir mati ó verðgildi fasteigna í bænum. Dómararnir segja svo: „Reykjavíkureignin var að vísu ekki nema kr. 28.800,00 að fasteigna- mati, en af því mati er ekki unnt að leiða neinar ábyggilegar álykt- *) þetta gjörir M. G., þótt B. eigi að hafa verið búinn að segja honum 7. nóv. 1929, að þessar skuldir þyrfti ekki að borga, nema allir aðrir fengju sínar kröfur greiddar að fullu! Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.