Alþýðublaðið - 23.05.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1927, Blaðsíða 4
4 ALISÝÐUBUAÐIÐ fnst saman «nn alt land, og' treysta konur nyrðra liðveizlu verkakvenna hér til nð láta ekki lækkn kaupið. Togararnir. Af veiðum komu í morgun „Ari“ með 109 tn. lifrar, „Skúli fógeti" með 87, „Jón forseti“ með 70 og „Gulltoppur" með 90 tn. Skipafréttir. I gær kom „island“ að norð- an og „Gullfoss" að vestan. Einn- Slg komu tvö skip fermd kolum, „Inger H“ og „Spurv“. r Þenna dag árið 1707 fæddist Carl von Linné, grasafræðingurinn frægi, í Smálöndum í Svíþjóð. Landhelgisbrot. „Þór“ kom hingað í nótt með tvo toaara, sem hanri hafði staðið / að landhelgisveiðum, annan þýzk- an, en hinn hollenzkan. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrú Ingibjörg Helgadóttir, Laufásvegi 27, og Björgvin Magnússon á Kirkjubóli. G'eugi eriendra mynta i dag: Sterlingspund.............kr. 22,15 ÍCX} kr. danskar .... — 121.77 100 kr. ssenskar .... — 122,20 100 kr. norskar .... — 118,00 Dollar......................— 4,57 100 frankar franskir. . . — 18,08 100 gyllini hollenzk . . — 182,96 100 gullmörk pýzk. . . — 108,19 Leiktjöld Sigurðar málara. í „Morgunblaðinu“ 20. þ. m. í grein um leikb ústjöld stendur meðal annars, „að vart sé hægt að setja tjöld Sigurðar Guð- mundssonar málara á bekk með nútímatjÖldum.“ — Ég vil taka ESflðJid siisa S ssi ú v & - SEMjðrlfiloil, pfi ad pað er efflalsfeetra en alt aflraað það fram ,að það er vafamál, aö hér á landi hafi verið notuð betur gerð ieiktjöld en sum pau, er Sigurður málari gerði, t. d. við „Otilegumennina" og fleira. Á. ./. /. Sk. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Kvenregnhlífar frá 4,35 — 35,00. Mikið úrval afvínnu- fatnaði. Fiður og dúnn í sængur og kodda. Ferða- töskur frá 3,10—45,QO. Sporthúfur frá 2,00—6,50. Hinir heimsfrægu Christy- hattar fást að eins í allir nýjustu litir, nýkomnir, ¥es*ð frá ÆaM® Bankastræti 14. „Sama gutl í sama nöa.“ Oft hefir mig tekið sárt, hve landa- fræðipekking min er takmörkuð. .,Morgunbl.“ nefnir „Austurhrepp“. í hvaða sýslu er hann? Skyidi hann vera nálægt „Sandskeiðí á Heliislieiði“. í dag er 27. maí í Mosfellssveitinni. Oddur Sigurgeirsson. rasavatn i er nýjasti og bezti Kaldár-drykkurinn. Sími 444. Smiðjustig 11. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Til lireisigeriisKijíí er Gold Dust' pvottaefnið tilvalið. Verzllð við Vikar! Það verður notadrýgst. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupféíaginu. (Knáckebröd) er jafn-ódýrt og annað brauð. Sokkas* — Sokkai* — Sokkar frá prjónastofúnni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Varahlutir til reiðhjóla ávalt fyrirliggjandi í Örkinni hans Nóa á Klapparstíg 37. ■ ?.... ....... . ......- .....— Rítstjóri og ábyrgðar«aeönp HalíbjðfB Halláórss®», ÁlpýÖuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfiutýri herskipaforingjans. var í Ijósgrænum silkikjól, lögðum dýrindis kniplingum. Hinn liðlegi vöxtur naut sín vel. Hún bar fimmfaida perlufesti úr Ijósraúðum perlum um hálsinn, og í Ijósu hárinu glitraði demantsstjarna. Hún var í gyltum skóm. Paterson fanst hún enn fegurri og meir að- laðandi. í skærri birtu krystaliskrónumíar, og með sjálfum sér strengdi hann pess- heit, að ekki skyldi langt 'líða áður en hann eign- aðist hana. í anddyrinu var fjöldi fólks niðursokkið í samræður. Enska virtist mest töluð, en sarnt mátti heyra rússnesku, pólsku, pýzku, sænsku og ítölsku. „Jæja, sagði Adéle, „það er timi til kom- inn að fara inn; annars fáum við engin sæti, ög ég finn á mér, að í kvöld verð ég hepp- In. Frændi! Hefirðu ekki peninga handa niér? í gær var ég eins og pú veizt reglulega ó- heppin, en pú skalt nú sjá, að í kvöld verð- ur hamingjan méð mér.“ „Hérna eru þúsund frankar. Meira færðu ekki í kvöld. Farðu nú vel með þá.“ Dubourchand fékk henni nokkra saman- brotna seðla, sem hann dró upp úr vestis- vasa sínum o.g Adéle stakk í skyndi niður í tösku sína. Nú voru þau komin inn i fyrsta sal. Þar fanst Adéle of heitt, og pess vegna fóru Iþau inn I pann næsta. Þar var fáment, ekki eins bjart og pögulla. Það eina, sem heyrðist, var íkrjáfið í seðlunum og peningaglingrið. Adéle rendi augum yfir salinn ög sá, að þriðja borðið til vinstri var laust. Þar settist ungur maður herðabreiður, en dökkur í framan. Klukkan sló níu högg. „Nei, parna er Delarmes," sagði Dubour- chiand og gekk. í áttina til unga mannsins, sem var nýseztur.,. „Er langt, síðan pér komuð?" „Gott kvöld, Dubourcband! Nei, ég er ný- kominn. Nei, ungfrú Dalanziéres! Alt af eruð pér jafnblómleg, sannköiluð blómarós. Ég þarf ekki að spyrja, hvernig yður Iíður?“ „Mér iíður ágætlega. Ætlið þér að leita gæfunnár í kvökl ? Þér eruð svo íbygginn." Nú kom Paterson fram á sjónarsviðið. Adéle kynti þá. „Delarmes, skilmingakennari minn! Paterson lautinant frá New York!“ Þeir hneigdu sig heldur reigingslega. Nú var byrjaö að spila. Adéle varð niðursokkin. Aug- un skutu neistum eins og demantarnir í hári. hennar. Paterson fylgdist og vel með. Dubourchand var gamansamur eins og vana- lega, en Delarmes var órólegur. Hann hafði líka tapað öllu í gær og gat engrar hjálpar vænst. Þetta vissi samt enginn nema hann og Adéle. Skyndilega tók Adéle eftir, að Delarmes leitaðist við að koma bréfi. til hennar. Hún tók við því án þess, að það sæist. Síðah stóð hún upp og lét peningana niður í tösku sína. Mennirnir litu undrandi á hana, en hún sagði: „Haldið bara áfram! Mér er svo heitt. £g ætla að fá mér svaladrykk og kem strax aftur. Nei, nei, Lautinant! Haldið bara áfram, og verið pér nú reglulega heppinn á meðan.“ Hún kinkaði kolli og hvarf í fjöldann. Þegar hún kom- út í drykkjusalinn, leit- aði hún að þægilegum stóli, settist og bað um sherry. Síðan kveikti hún í vindlingi og reif upp bréf Delarmes og las: „Elskan mín! Ég mátti. til að stinga að þér þessum snepli. Fjárhagurinn er heldur bágborinn. Ég á að eins 500 franka, sem ég ætla að reyna að freista gæfunnar með í kvöld. Ég ef- ast, því að upphæðin er hlægilega lítil. Þú laumar nú til mín nokkrum frönkum, þeg- ar þú kemur inn aftur. Ég, verð við kapp- reiðarnar á morgun í Nizza. Komdu því þannig fyrir, að ég geti fengið að tala við þig í nokkrar mínútur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.