Alþýðublaðið - 24.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.05.1927, Blaðsíða 2
2 ALt»\TÐUBLAöíÐ < kemur út á hverjum virkum degi. < Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. • ] til kl. 7 síðd. J Skriistoia á sama stað opin kl. • J ÐVa-10 Va árd. og ki. 8—9 síðd. : ! Simar: 988 (afgreiöslan) og 1294 • I(skrifstofan). : Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á • mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : J hver mm. eindáilia. ; j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : J (i sama húsi, sömu símar). ; 4 ________ Út af laginu. Pað hefir heldur en ekki skol- ast í aðstoðarloddumm íhaldsins, stuðningsblöðum ihaldsstjórnar- ánnar, hlutverk peirra í skrípa- ieiknum með stjórnarskrána til þ.ess að færa kjördaginn á tima, óhentugan alþýðu. Þingflokkur stjórnarinnar hefir sungið þann sóng, að kösningarnar fari fram vegna stjórnarskrárbreytingarinn- ar, og þá ættu þær vitanlega að „snúast um j>að, hvort þjóðin vilji, að stjómarskránni sé breytt á þann hátt, sem íhaldið þykist vilja, eða annan. En stjórnarblöð- in hafa farið alveg út af laginu, er að þeim kom að taka undir, hvort sem það er af því, að þau hafi verið illa æfð, eða fögnuði þeirra yfir því, að tekist hafi að véla af nokkrum hluta alþýðu Téttindi hennar. Pau gala um það, að kosningarnar snúist um, hvort ihaldsstjórnin eigi að vera við völd næstu „fjögur ár“ eða ekki. Par með láta þau í ljós, að þing- rofið hafi ekki verið vegna stjórn- arskrárbreytingarinnar, því að ef þjóðin æskir nýrra breytinga, verða kosningai' að fara fram aft- ur. Ef um stjórnarskrána er kos- ið, er kosið til aukaþings, til einn- ar þingsetu. Aðstoðarloddararnir hafa þannig gert stjórninni grikk af klaufaskap, komið því upp, að flókkur hennar ætli sér að leika með vilja þjóðarinnar um stjórn- nrskrána, stinga breytingum á henni undir stói og sitja næstu fjögur ár, ef bragðið með kjör- dagsfærslunni tekst. Pó að meining stjómarinnar haíi bersýnilega verið að halda spurningunni um það, hvort í- haldsstjórn ætti að vera við völd eða ekki, fyri'r utan kosningarn- ar, úr því að hún áræddi ekki að rjúfa þingið út af ályktuninni um, að hún værí bráðabirgðastjórn, þá má gjarnan snúa kosningabarátt- unni á þá leið, sem fylgiblöð * stjórnarinnar hafa klaufast til að benda á. Þá er spurningin: Á að þola íhaldsstjórn lengur í þessu landi? En svarið getur ekld orðið nema á einn veg, ef þjóðin þekldr sinn vitjunartíraa. Það hlýtur að verða einróma: Nei. Alþýðnfólkí Sjáið stétt ykkar forráð og vinnið af alefli gegn íhaldinu. Gerið háar kröfur! (Fih.) Maður gæti ef til vill af þessu ályktað þannig: Eftir því eigum vér allir að vera sameignarsinn- ar, „rauðari“ en alt, sem rautt er; — já, í þeim skilningi, að vér berjumst gegn einkaeignar-réttin- um á framleiðslutækjunum og einokun einstakra manna, en ekki þannig, að vér játmnst undir yf- irráð ráðstjórnarinnar. Hvers vegna? Það hefir þegar verið drepið á hið úrelta í fari rússnesku byltingarinnar. Hér i Vestur-Evrópu eru tímarnir fyrir löngu langt á undan slíkri stjórn- málastefnu. 1 Danmörku eru liðin 136 ár frá því lögin um bólfestu- haftið og skiftingu sveitaþorps- jarðeignanna voru afnumin, 75 ár frá lögleiðslu frelsis í stjórnmála- skoðunum og 50 ár frá fyrsta kosningasigri jafnaðarmanna. Það er þvi eins með okkur og aÖrar þjóðir í Vestur-Evrópu, þar sem einveldisins er að leita mannsaldra aftur í tímann. Vér erum „bólusettir“. Á tímum mik- ils byltingásigurs í Þýzkalandi og í Austurríki, með strætavirkisbar- Öögum á eftir í París (en við því þarf ekki að búast lengur) hefði Danmörk einnig getað sýkst. Hvaða augum, sem menn að öðru leyti vilja líta á stjórnmála- baráttu verkalýðsins frá því um 1870, eitt hlýtur maður að dá- sama: hina stórfengilegu framför dansks þjóðræðis bæði fjárhags- lega, þjóðfélagslega, menningar- lega og stjórnmálalega, sem ér sama og framför í velmegun, í persónulegu, stéttaivituðu sjálf- stæði, í smekkvísi, venjum og mentun og samkvæmni 'og aga í stjórnmálum. Alþýðustéttin, sem áður var kyrkingsleg, er fyrir sólarbirtu og gott viðurværi orðin að hdlbrigðri menningarstétt í dönsku þjóðfé- félagi og talar einbeittum rómi fyrir munn fulltrúa sinna, iðkar iþróttir, sækir leikhús og fjöl- leikahús, á sér skemtigarða utan borgar, notar víðvarp og alls konar nýtízku-þægindi. Að boða Dönum byltmgu í úrr eltum skilningi nú er og verður dauft gaman. . Menn hefja sannarlega ekki byltingu til þess eins að fá garð- inn sinn eyðiiagðan. Á Rússlandi voru bændurnir, 80% af lands- lýðnum, bylíingarsinnaðir til þess að öðlast eignarrétt á jörðunum. Hvað ætla menn um okkar bænd- ur? Pað þjóðræði, er vér höfum, verðum vér aö taka með í reikn- mginn, eins og það er, eins og Bernstein líka sagði, en af þeim ástæðu ber ekki að faHra markið niður. Þetta markmið er hið „stað- lausa" markmið: Arðurinn til peirra, sem pinna. Það þýðir: Burt með þá, sem lifa á vinmi annara! Taumhialdið á auðmagninu, pannig, að ríkið taki að sér fram- leiðskitœkin, er útrýming þeirr- ar fjármálaspeki, sem þykist stjórna safnfé þjóðfélagsins, en brallar þv íí raun og veru burt og' sýnir svo þjóðinni reikning- inn til greiðslu. Jöfn byrjunarskilgrði fyrir alla. Hróplegasta ranglætið við hina svo nefndu frjálsu samkeppni er eigi svo mjög þær ófarir, sem ein- staklingurinn bíður og jafnvel á- stæður geta legið til (ef til vill hafði hann tækifæri, lagði ef til Vill í tvísýnu), heldur er það sú staðreynd, að börn hinna illa stæðu efnalega bera sjálf frá byrj- un menjar ófaranna. Þetta er at- riði, sem Georggessinnar og rétt- arfræðingar hafa alls eigi opin augu fyrir. Friður milli pjóðanna og af- vopmm — það er útrýming þeirra þjöðræknisstefna, sem vilja veita einni þjóð fremur en annari örlítið meira af metorðum, þessa heims gæðum eða stjórnmálalegri aðstöðu. Þessi markmið eru „staðleysu“- maTkmið og framkvæmd þeirra er reist á þeirri atorku og „hug- sýni“, sem verkalýðsstéttin berst með, aftur á móti ekki á neinni vísindalegri tryggingu og ekki heldur á einberri hagsmunabar- áttu, sem ávalt mun reynast jafn- gróðafíkin og umburðarlaus, jafn- þjóðrembingslega sinnuð og sér- hver stétta-yfirdrottnan áður. En fyrir einu verður maður að gæta sín vel: ósveigjánlegri fylgisemi við þingræðið. Með hinu ríkjandi hlutfallskosningafyrirkomulagi er þingræðið gert óhæft til að mynda stjórn, sem geti rekið sanna stjórnmálastarfsemi. Víst er þetta leitt, en það er satt, en ekkert það er í þessu, sem raun- hyggnir atorkumenn munu eigi geta sigrað. Engin hreyfing getur fyrir fram einskorðað sig í vali hjálparmeðala sinna. Þá væri meðalið sett ofar en markmiðið, og þá myndi markmiðið ekki lengur vera neitt markmið. En hví að bincja von sína fyrir „staðlausar" hugsanir eingöngu við verkalýðinn? mætti spyrja. Hver og einn mannfélagsflokkur annar en einmitt verkamennirn- ir gæti auðvitað einnig haldið fram hinum sömu hugsjónum. Að sú er ekki reyndin á, felst fyrst og fremst í því, að stund- arhagsmunir hinna annara mann- félagsflokka beinast ekki i sam- eignaráttina. En það ástand gæti eigi að síður breyzt, þegar augu manna opnuðust fyrir hinu raun- ygrulega ástandi. Hvað eiga bændurnh' í raun og veru af landi sínu? Notkunarréttinn, söluréttinn og áhættuna; hitt eiga lánsstofn- anirnar. Hvað á hin svo nefnda mentaða millistétt? Húsgögn, mál- verk, bækur og glingur, — ekki einu sinni húsið sitt, ef tii vdll lítils háttar af skuldabréfum og sparisjóðsinnstæðu (ef hún þá fær hana!) ___________ (Frh.) Frá útlöndum. (Kaupmannahafnarbréf.) Vinnutími i Buenos Aires. Eftir opinberum skýrslum eru í Buenos Aires yfir 400 000 dag- launamenn. Skýrslur þær, sem ný- lega eru birtar af verkamannaráð- herranum um meðalvinnutíma — þar með talin eftirvinna — ná yfir 109 000 verkamenn og hjálp- armenn í 21 iðn. Eftir þessum skýrslum, sem samdar eru af hálfu hins opinbera, er safnað hef- ir til þeirra, unnu karlmenn að jafnaði 7,58 tíma, kvenmenn 7,56 tíma á dag, hjálparmenn (karl- menn) 7,31 og kvenmenn 7,52 á. dag. Unglingar undir 18 ára mega eftir lögum að eins vinna 6 tíma á dag. Eftir skýrslum þessum er vinnutíminn í öðrum iðngreinum frá 8,3 til 8,37 tímar á dag. Kven- fólk vinnur þó aldrei yfir 8 tíma á dag. Verkamannablöðin í Argentínu leiða þó athygli að því, að skýrsl- um þessum sé ábótavant, einkum þurfi samvinnu við verkamanna- félögin. Verkamannabankar í Ameriku. 1. janúar var innieign verka- mannabanka í Ameríku 111 000 000 dollarar. Það eru 6 ár, síðan hinn fyrsti verkamannabanki var stofn- aður í Ameríku. \ , Vinnutími á Þýzkalandi. Þýzka stjórnin hefir lagt fyrir rikisráðið frumvarp til breytínga. um núgildandi vinnutíma verka- manna tíl að bæta úr kvörtunum þeim, sem fram hafa komið yf- ir of löngum vinnutíma. Frum- varpið ákveður, að eftir að- þriggja mánaða samningur er út- runninn, megi vinniutíminn þó ekki vera lengri en ákveðið var í isamningi þeim, er út rennur. Fyr- ir eftirvinnu skal greiða hæfilega sanngjarna borgun. 'r Lenging vinnutíma fram úr 10 timum á dag má ekki eiga sér stað, hve nauðsynlegt sem það annars er talið með tilliti tíl þjóð- arhags, nerna með sérstöku leyfi; stjórnarinnar. Mikilvægasta bftyt- ingin er þó talin það, að hegning gcgn ólöglegri, en sjálfviljugri eft- irvinnu fellur niður, þar sem það þykir hafa haft ill áhrif á regl- urnar um vinnutíma. Porf. Kr.. Merldleg bók. ,Jiaoeís Rigdomme og deres- Udnyttelse“, samið hefir Matthías Þói'ðarson. Bókin er 352 blaðsíður í stóru broti með um 150 mynd- tun og korti af Vesturströnd Grænlands. I bók þessari er mik- ill fróðleikur um fiskveiðar og meðferð á fiskafla. Hún segir frá hvalveiði og selveiði. Þar er lýst ýmsum veiðiáhöldum og vélum, sem notaðar eru við flatning á fiski og fiskverkun o. m. fl. Bók- in er ómissandi fyrir alla, sem.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.