Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagi btaboins tt I. »fiai ÓLiaanamínu teatax 1 fic* ? ©fl lnaf)clmta 4 £ouðaoe0 IO. 6iat 2353 - Póatí>6« 061 XX. árg. Reykjavík, 6. janúar 1936. 1. blað. Útflutniiigiir land- Ijíina.da.ra-fuirda 1935 Eitir Jón Arnason framkvaemdastióra Aðalframleiðsluvörur íslenzks landbúnaðar, sem seldar eru úr landi, eru sauðfjárafurðir. Sauðfé hefir jafnan verið helzti bústofn þeirra, sem landbúnað hafa stundað hér á landi, enda mestur hluti landsins bezt til sauðf járræktar fallinn. Og það er ekki líklegt, að um fyrirsjá- anlega framtíð verði hægt að géra hin víðáttumiklu fjall- lendi og heiðalönd betur arð- bær á annan hátt, en til sumar- beitar fyrir sauðfé. Ég hefði viljað fara nokkr- um orðum um afurðir sauð- fjárins og meðferð þeirra, en verð að sleppa því að mestu að þessu sinn. En ég vil þó geta þess, að ég álít það einna mest aðkallandi fyrir íslenzkan landbúnað nú, að leggja alúð við kvikfjárræktina, einkum ræktun sauðfjárins, til þess að hægt sé að framleiða með sem minnstum tilkostnaði sem mestar og beztar afurðir, bæði til útflutnings og notkunar í landinu. Ýmsar tilraunir, sem gerðar hafa verið í þessa átt, hin síðari ár, hafa farið nokk- uð í handaskolum, svo sem inn- flutningur skozku holdanaut- gripanna. En þau mistök mega ekki verða til þess að vér leggj- um árar í bát, heldur verður að stofna til nýrra tilrauna með meiri fyrirhyggju, en gert hefir verið hingað til — Allar þjóðir keppast við að framleiða sem beztar vprur og vanda sem mest má verða alla meðferð þeirra, svo þær þoli samkeppni á heimsmarkaðnum. Þessu megum við Islendingar aldrei gleyma. Þess vegna er vöruvöndunin eitthvert veiga- mesta atriðið fyrir alla þá, sem landbúnað stunda. Eftir bráðabirgðaskýrslum um útflutning landbúnaðarvara fyrstu 11 mánuði ársins, sem er að enda, var útflutningurinn sem hér segir: 1935: 193 Vöruteg. Ull...... Prjónles . . . . Hestar..... Ostur..... Freðkjöt . .. . . Saltkjöt . . . . Gærur, saltaðar Do. sútaðar Sauðskinn, afulluð Garnir, saltaðar Garnir, hreinsaðar Húðir og skinn Refaskinu . . . Minkaskinn . . . JEtjúpur . . . . Samt. nemur þessi Á sama tíma árið 699,420 kg. 800 — 977 stk, 50,530 kg. 1.529,851 — 10,863 tn. 332,027 stk. 4,817 — 84,250 kg. 39,290 — 17,660 — 78,730 — 693 stk. 308 — 63,360 — __ útflutn. kr. 1934 nam útfl kr. 1,110,370 505,630 kg. 4,330 320 — 122,230 930 stk 67,180 1,286,040 1,249,890 kg. 845,040 7,743 tn. 1,006,500 273,820 stk. 29,950 192,630 36,730 201,660 136,020 43,350 4,010 31,030 2,034 — 60,960 kg. 24,750 — 7,605 — 36,380 — 208 stk. 126 — 7,115 — 4: kr. 675.610 1.480 . 114,990 947,500 573,020 588,340 11,060 66,430 15,210 52,730 74,010 14,650 1,210 2,730 5,117,0,70 Hér er skýrt frá útflutningn- um eins og hann var á þessum 11 mánuðum, en talsvert af þeim vörum, sem taldar eru, eru af framleiðslu ársins 1934. Þannig eru af framleiðslu þess árs um 885 tonn af freðkjöti, um 3.000 tn. af saltkjöti, um 79.000 kg. sauðskinn og um 190 tonn af ull, svo aðeins séu taldar stærstu vörurnar. Talsvert hefir verið flutt út í desembermánuði af ársfram- leiðslunni, en skýrslur liggja ekki fyrir um það enn. Eftir því sem mér' er bezt kunnugt, er öll ársframleiðsla af ull og gærum seld og flutt út. Þó eru eftir um 100 þús. gærur, sem verða afullaðar í vetur. Þvínær allt kjöt, sem saltað var til útflutnings, er selt, en af frosnu kjöti, sem ætlað er til útflutnings,. eru enn óseld um 1000 tonn. Ég vil þá skýra með örfáum orðum frá sölu helztu landbún- aðarvaranna: Ull: Islenzka ullin er frem- ur verðlág. Hinn mikli munur á grófleika þels og togs gerir hana ver fallna til dúkagerðar landbúnaðarvara kr « 3,138,670 en jafnhærða ull. Hún er því mikið notuð til teppagerðar, og þá venjulega blönduð ódýr- ari ull. Verkun ullarinnar er víða nokkuð ábótavant. Og þó enn vanti nokkuð á, að gott samræmi sé í mati ullarinnar, þá hefir ullarmatið stórbætt meðferðina og greitt mjög fyr- ir sölunni. Ullin er nú þvínær eingöngu seld eftir íslenzkum matsvottorðum. Islenzka ullin var seld til Bandaríkjanna, Bretlands, Þýzkalands, Danmerkur, Sví- þjóðar, Noregs og ítalíu. Gærur: Islenzkar gærur eru taldar mjög góðar og eru því yfirleitt verðháar. Dilkaskinn- in eru mjög notuð til hanzka- gerðar. Það spillir þó gæðum íslenzku gæranna, að hárram- urinn er oft skemmdur, líklega helzt af óþrifum, en oft af illri meðferð á gærunum. Gærurnar voru aðallega seldar til Þýzka- lands, Bretlands og Norður- landa, en auk þess er talsvert af sauðskinnum (afulluðum) selt til Bandaríkjanna. Hestar voru eingöngu seldir til Bretlands og Danmerkur. Var mikið reynt til að selja hesta í Þýzkalandi, en það tókst ekki. Saltkjöt var selt i Noregi, Svíþjóð og Danmörku, lang- mest, þó í Noregi. Annarsstað- ar hefir ekki tekizt að selja íslenzkt saltkjöt svo neinu nemi. Frosið kjöt: Helzti markað- ur fyrir frosið kjöt er í Bret- landi. Bretar flytja inn um 20 millj. skrokka af frosnu kinda- kjöti á ári, mest er það dilka- kjöt. Héðan er eingöngu flutt dilkakjöt á brezkan markað. Kjötgæðin líka fremur vel, en íslenzka dilkakjötið lítur ekki eins vel út og kjöt af kyn- föstum f járstofnum, en á út- litinu veltur mikið um verðlag kjötsins, eins og annarra vara. Verkun og meðferð kjötsins sætir ekki miklum aðfinnslum, þó þessi verkunaraðferð sé ekki nema 10 ára hér á landi. Árið 1932 og 1933 gerðu Bretar samninga við allar þjóðir, sem þangað selja kjöt, um takmörkun á kjötinnflutn- ingnum. Var þetta gert til að halda uppi verði innlendu fram- leiðslunnar, því Bretar hafa sjálfir mikla sauðfjárrækt. Sauðfjáreign þeirra er talin um 85 milljónir. Eftir samningum við aðrar þjóðir, bar Islending- um ársinnflutningur, sem nam aðeins 750 tonnum á ári, en svo var liðkað til, að við feng- um 1100 tonna innflutning. Hafa verið gerðar ítrekaðar til- raunir til að fá kjötmagn þetta aukið, en það hefir ekki tekizt ennþá. Undanfarin ár hefir unnizt talsverður markaður fyrir ís- lenzkt freðkjöt í Svíþjóð og Danmörku. Á fyrri hluta þessa árs voru seld um 400 tonn af ís- lenzku freðkjöti í þessum lönd- um f yrir verð, sem var f yllilega sambærilegt verði á brezkum markaði. Lítur út fyrir, að um sæmilega tryggan markað sé að ræða í þessum löndum, þrátt fyrir það, að aldrei hefir flutzt þangað frosið kjöt, fyr en farið var að flytja það héðan. Á þessu ári hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að fá inn- flutningsleyfi fyrir íslenzkt kjöt í Frakklandi, Þýzkalandi og víð- ar, þó það hafi ekki borið árangur. Útflutningur landbúnaðar- varanna hefir yfirleitt gengið mjög vel á þessu ári. Salan hefir verið greið, og verðið aldrei eins hátt, á ull og gær- um, síðan 1929, og kjötverð ekki eins hátt, síðan 1930. Þar, sem meginhluti útfluttra land- búnaðarvara fer um hendur samvinnufélaga, sem jafnan fvlgja þeirri reglu, að ákveða ekki endanlegt verð, fyr en sölu er að fullu lokið, get ég ekki gefið nákvæma skýrslu um verðlagið. Þó skal ég geta þess, að ullarverð mun verða um 10% hærra en 1934 og gæru- Karlakór Reykjavikur átti 10 ára afmæli í. b. m. En bessi ágæti söngflokkur er nú kumiur um land allt bæði af söng sínum í útvarpið, og þá eigi siður vegna ferðar sinnar um Norðurlönd á s. 1, sumri, en för sú var þjóðinni til mikils sóma. — Söngstjóri karlakórsins er Sigurður pórðarsou tónskáld, en í stjórn hans eru Sveinn 6. Björnsson, Árni Benediktsson og Lárus Hansson. — Kórinn hefir á þessum 10 árum haft samtals 840 söngæfingar, æft 150—160 lög og haldið 80—90 opinberar söngskemmtanir. verð um 15% hærra. Hestar voru 10—15% verðhærri á þessu ári, en 1934, þegar frá eru taldir þeir 200 hestar, sem seldir voru til Þýzkalands síð- astliðið ár. Töluvert af gærum og ull, sem selt var til Þýzkalands síðustu 3 mánuði ársins er enn ógreitt. Kaupendur í Þýzka- landi hafa að vísu greitt vör- urnar í ríkismörkum, en mörk- in verða aðeins notuð til vöru- kaupa í Þýzkalandi, og veldur þetta auðvitað miklum örðug- leikum, auk áhættunnar við gengisfall, ef lengi þarf að bíða eftir því, að gjaldeyririnn verði notaður. Verðlag á efnivörum til iðnaðar, s. s. ull og gærum, er töluvert hærra í Þýzkalandi, en á heimsmarkaðnum, en þó er sá munur minni nú en framan af árinu, vegna þess, að þessar vörur hækkuðu talsvert í verði á heimsmarkaðnum á síðasta ársfjórðungi, en sú hækkun náði ekki til Þýzkalands, enda verða innflytjendur þar í landi að fá samþykki stjórnarvald- anna fyrir því, hvaða verð þeir mega borga f yrir vörurnar. Verð á saltkjöti er um 12— 15% hærra en 1934. Um verð á freðkjöti er fátt hægt að segja enn, Af um það bil 1.650 tonnum, sem fryst voru til útflutnings er ekki bú- ið að selja nema um 630 tonn, sem flutt voru til Englands í októbermánuði. Er ekki leyfi- legt að flytja þangað meira kjöt fyr en nú eftir áramótin. Verð á þessu kjöti var um 25% hærra en á því kjöti, sem selt var í London haustið 1934. En þar sem enn er eftir að selja rúm 1000 tonn af útflutnings- kjötinu, er allt óráðið um heild- arniðurstöðuna. Verðlag er nokkuð lægra í Bretlandi nú en það var í haust, en þó hefir ekki teljandi verðfall orðið á kjöti þar í landi. Á Norður- löndum er kjötmarkaðurinn öllu hærri nú en hann var framan af árinu, svo ég geri mér sæmi- legar vonir um söluna þangað. Helztu örðugleikarnir verða í því fólgnir, að geta selt allt það kjöt á Norðurlöndum, sem ekki fæst markaður fyrir í Bret- landi. Og vonirnar eru litlar um það, að geta selt héðan kjöt til annarra landa, en nú hafa verið nefnd, þó ég telji það ekki með öllu vonlaust. Það hefir margt verið rætt og ritað um landbúnaðarkrepp- una, sem byrjaði árið 1929, þó bún gerði lítið vart við sig hér á landi fyr en síðari hluta árs 1930. Og enn þann dag í dag virðist mér menn tala og rita svo, sem lítt eða ekki sé farið að rofa til. En ef við rennum huganum yfir þau 5 ár, sem liðin eru síðan verðhrunið byrj- aði verður því ekki neitað, að .umskiptin eru mikil. öldudalur- inn var 1932. Þá var verð á kjöti 45-50 au. kg., á gærum svipað og á ull um kr. 1,20. — Árin 1933, 1934 og einkum 1935 hefir þetta breytzt stórkostlega. Kjötverð er nú um það bil 80% hærra, gæruverð allt að 100% hærra og ullarverð um 65% hærra en það var 1932. Ég veit að það vantar mikið á, að verð- lagið sé orðið eins hátt og það þyrfti að vera og æskilegt væri, en ég álít þó, að bændum sé gert óþarfa erfiði og hugarangur Sigurður Þóröarson. með því að sífelt sé klifað á erfiðleikum og alið á vonleysi um það, að úr geti rætzt. Verð- lagið hefir farið batnandi und- anfarin þrjú ár, og það er þó alltaf nokkurs virði, þegar þokar í þá áttina, Ég ætla engu að spá um það, hvað næsta ár beri í skauti sínu. En flest bendir þó til þess, að verðlag á landbúnaðar- vörum só stöðugt og sízt fall- andi. Að vísu getur margt breytzt á þeim 8—'9 mánuðum, sem líða, áður en farið verður að flytja út landbúnaðarfram- leiðslu næsta árs. En það er von mín, að verðið falli ekkl, Og það er nýársósk mín til handa islenzkum bændum, að náttúran verði þeim hagstæð og gjafmild og að þeir beri sem mest úr býtum fyrir wrfiði sitt í háu afurðaverði. Hannes Jónsson wzlar við socialista! Það vakti mikla furðu á dög- unum, þegar alþýðutryggáng- arnar voru til 2. umræðu í neðri deild, að Hannes á Hvammstanga tók ekki til máls, en annars er hann van- ur að vaða elginn i flestum málum, hvort sem hann hefir vit á þeim eða ekki. Þegar íhaldsmenn ósköpuðust mest út af atv.leysistryggingunum, sat Hannes sem fastast og stein- þagði, rétt eins og hann hefði misst málið. Og þegar til at- kvæðagreiðslu kom, hjálpaði Hannes beinlínis til að koma í gegn tveim greinum í atvinnu- leysistryggingunum, sem ella hefðu fallið vegna séraðstöðu Magnúsar Torfasonar. Þá þegar kom upp kvittur um það, að Hannes hefði gert einhverskonar verzkmarsamn- ing við socialista, enda sást hann um það leyti á eintali bæði við Jón Baldvinsson og Harald og jafnvel Héðinn, Viku» síðar komst upp um þetta leynimakk milli Hannesar og þeirra félaga. Því að við at- kvæðagreiðslu um fjárlögin, hjálpuðu socialistar Hannesi til að koma fram 3000 kr. fjár- veitingu til Vesturhópsvegar, sem hann hafði flutt tillögu um, sem fjárveitinganefnd mælti á móti. Sviku socialistar þar með þá starfsaðferð, sem stjórnarflokkarnir yfirleitt hafa við afgreiðslu f járlaganna, sem er að samþykkja ekki útgjalda- tillögur, nema fjárveitinga- nefnd mæli með þeim. öðruvísi hefir áður þotið í tálknum „varaliðsmanna" ura socialista og þeirra mál! — Og áreiðanlega verður eftir þessu munað, þegar þeir Hann- es og Þorsteinn Briem hefja næst upp rógburðarsóninn um samvinnu Framsóknarílokksins við socialista.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.