Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 3
3 TÍMINN lega hafa umboð yfir „vara- liðinu“. Sennilega hefir Ólafur og lið hans haft hinn mesta á- róður í frammi í varaliðinu um að kreppa að Magnúsi Torfa- syni og gera honum óvært á þingi. Sýndu þeir Hannes og Þorsteinn M. T. hinn mesta fárskap og andróður í fyrravor á samfundi sinna manna við Ölfusá og komu þar með tillögu um að reka Magnús. Virtu þeir félagar þá lítt, að þeir höfðu í Framsóknarflokkn- um virt að vettugi allar flokks- veglur og aga og að þeir höfðu stofnað samtök sín í því yfir- lýsta markmiði, að hver flokks- maður gæti farið sínu fram, án þess að taka tillit til heildar- innar, og sízt af öllu átti að nota handjárn. Þegar M. T. frétti um aðfarirnar gegn hon- um, skrifaði hann flokksfor- ingja sínum og þóttist illa blekktur um frelsið. En þeir töldu hann þá rækan og lögðu nú hina mestu stund á að fá Magnús sviftan þingumboði og íhaldsmanninn Stefán í Fagra- skógi látinn inn í staðinn. Eng- inn óvitlaus maður lét sér koma í. hug að hægt væri að taka kjörbréf af kosnum þingmanni, að eins af því að hann styggði Olaf Thors eða Kveldúlf með of miklu sjálfstæði í atkvæða- greiðslu. Fór íhaldið og banda- menn þess hina verstu hrakför sína á árinu gegn M. T. Ólafur Thors kallaði Magnús síðan „þingkjörinn“, en Magnús kall- aði þá bræður, Jensenssyni, „fé- kjörna“ og þótti þeim miður að hafa byrjað slíkar hnippingar við sýslumann Árnesinga. Ef M. T. hefði ekki átt sæti á þingi, er ekki annað sýnílegt en að kosningar hefðu orðið að fara fram í vor sem leið. Ás- geir Ásgeirsson hefði þá verið síðasta atkvæði stjórnarinnar í neðri deild. Ekkert hefði gengið fram í deildinni móti íhaldinu, nema það sem hann hefði vilj- að styðja. En í öllum höfuðmál- um stóð Ásgeir eins nærri í- haldinu og M. Torfason er nærri umbótaflokkunum. Hann hefði þess vegna limlest öll hin meiri háttar mál með íhaldinu. Þannig ætlaði hann að eyði- leggja einkasölu á bifreiðum og raftækjum, en M. T. bjargaði því máli. Þá vildi hann ekki að skipulagsnefnd hefði ákvarðað spurningavald um atvinnuveg- ina, -nema íhaldið ætti þar full- trúa. Hatrið á Magnúsi Torfa- syni og öll sú rangsleitni, sem íhaldið og Þorsteinn Briem hafa haft í frammi móti honum, er byggð á því, að hann er hinn óvænti liðsauki stjórnarinnar. M. T. hefir starfað sem ákveð- inn umbótamaður á þinginu og í flestum hinum stærri málum verið sannnefndur bjargvættur. íhaldið og varaliðið leggja þess vegna á hann einan nálega jafn mikla óvild eins og hvorn stjórnarflokkinn fyrir sig, og mun svo verða meðan þing er skipað eins og nú er. Utanríkismálin. Þau hafa verið hin erfiðustu þetta ár. Innilokun þjóðanna í verzlunarmálum hefir vaxið svo að segja með hverjum mánuði; og undir áramótin mátti heita að ísland gæti hvergi verzlað nema í vöru- skiptum. Stríðið lamar Italíu svo að hún getur ekki keypt fyrir peninga, þótt hún vildi, og á Spáni fara gjaldeyriserfið- leikarnir vaxandi. Auk þess höfðu ýmsir þættir í verzlunar- skiptum íslendinga við Spán- verja verið með undarlegum hætti og sumir þóttafyllstu verzlunarmennrnir farið þar sínar leiðir, án þess að láta ut- anríkisnefnd vita í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Varð ég til að víta þetta opinberlega í haust sem leið, en þá varð Ólafi Thors svo mikið um, að á þetta skyldi vera minnst, að hann gekk úr utanríkisnefnd og tók með sér þá tvo samflokksmenn sem þar voru með honum. Eng- um vörnum hefir hann getað komið við út af tiltæki sínu, svo sem með því að leiða rök að því að Kveldúlfsmenn mættu gera ábyrgðarmikla ákvörðun fyrir landið,ytra,og halda þessu leyndu fyrir meirihluta ríkis- stjórnar, utanríkisnefnd og Al- þingi. Mörgum flokksmönnum Ólafs hefir þótt_ hvorttveggja jafn ófrægilegt: Hinar duldu láðstafanir og hið mikla þol- leysi út af því, að leynimaklcið var gert að umtalsefni, og þó ekki nema að litlu leyti. En þrátt fyrir þessa erfið- leika hefir þjóðin fundið að hún átti nú allt öðru vísi for- stöðu utanríkismálanna í hönd- gera fjárlögin sem mest að grundvelli útgjaldanna. Á þinginu 1934 skipti veru- lega um aðf erð. Einstakir þingmenn úr stjórnarflokkun- um komu ekki með útgjalda- tillögur, heldur komu frá fjár- veitinganefnd þau útgjöld, sem átti að samþykkja og talið var að fé væri fyrir. Var hinni sömu reglu fylgt á síðasta þngi um allt, sem máli skipti. Á báðum undangengnum þingum, einkum í fyrra, komu íhaldsþingmenn með stórfenglegar útgjaldatil- lögur og sýndu, að þeir höfðu fullkomna löngun til að sökkva landinu gersamlega. En í stað þess að Ásgeir Ásgeirsson lét þeim haldast uppi frekju og kenjar, þá var þeim haldið á settri línu, bæði á þinginu í fyrra og nú í vetur undir stjórn Eysteins Jónssonar. Magnús Torfason. Saga hans hefir verið mikil á tveim undanfömum þingum. Ilann hefir verið þriðji stjórn- arflokkurinn. Hann hafði leiðst til að bjóða sig fram fyrir Jón Jónsson og Þorstein Briem, en vissi að samtak þeirra byggðist á algerðu frelsi einstaklingsins og fullkomnu handjárnaleysi. Og á hinn bóginn lýsti hann því yfir á hverjum fundi í Ár- nessýslu, að hann myndi starfa með Framsóknarmönnum eins cg áður. Á þennan hátt náði hann kosningu. En hann vissi, að allir helztu spekúlantar „varaliðsins“ sátu á svikráðum við hann og höfðu enda verið hans mestu meinsmenn í Fram sóknarflokknum, og átti það jafnt við Ásgeir, Hannes, Jón og Þorstein. Þar sem M. T. var nú orðinn þingmaður í hand- járnalausum flokki en hafði sannfæringu fyrir að stefna Framsóknarmanna væri næst sanni, þá var honum vitaskuld skapi næst að leggja þar hönd á plóginn. Á þingunum báðum í fyrravetur var raunin sú, að Ásgeir Ásgeirsson studdi stjóm ina í litlu málunum, en snerist á móti því, sem mestu skipti í stórmálum. En þá kom Magnús Torfason nálega ætíð og bjarg- aði málunum. Varð íhaldið ægi- lega reitt honum og kunni sér ekki hóf um fáryrði, eins og sást af áramótagrein Ólafs Thors, er hann þóttist opinber- Á síðasta Alþingi var borið fram af Jörundi Brynjólfssyni forseta neðri deildar og að til- hlutan stjórnarflokkanna, frumvarp til lagfæringar á okkar úreltu þingsköpum og starfsaðferðum. Er það frum- varp í fullu samræmi við þær starfsreglur, sem nágranna- þjóðirnar hafa sett sínum þíngum. Það er ætlaður hæfi- legur tími til rökræðna í þing- inu, en málþóf ■ er fyrirbyggt. Á þennan hátt verður Alþingi gert starfhæft í saxnræmi við þing nágrannaþjóðanna, sem fremst standa í þingræðinu. Þetta frumvarp um endur- bætt vinnubrögð á Alþingi, í samræmi við vilja fólksins og kröfu nútímans, er mikil framför fyrir þingræðið í land- inu og öryggi þess. Og það mun ganga fram á næsta þingi. Ég vil minnast á enn eitt viðfangsefni, sem bersýnilega þarf athugunar, og það eru vinnudeilur, verkföll og verk- bönn. í öllum lýðræðislöndum eru samtök alþýðunnar fyrir bættum kjörum viðurkennd. Síðan atvinnuleysið færðist í aukana og framboð á vinnu varð margfalt meira en eftir- spurnin, mundi samtakaleysi hins vinnandi fólks leiða til undirboða í kaupgjaldi er gerði lífskjör þess hörmuleg. Gegnir hér sama máli um bændurna eítir að viðskiptakreppan hófst. Framboð á framleiðsluvörum þeirra hefir orðið margfalt meiri en eftirspumin og þeir hafa víðast neyðzt til að nota samtakamátt sinn og fá aðstoð löggjafarvaldsins — til þess að halda *upp verðlaginu, sínu kaupgjaldi, svo að lífskjör þeii’ra yrðu ekki eins óbærileg. En þar sem alþýðusamtökin eiga langa þroskasögu að baki og eru komin lengst, hafa þau sumpart sjálf, sumpart með að- stoð löggjafarvaldsins sett reglur með vinnuveitendum um sinn verkfallsrétt og verk- bannsrétt vinnuveitendanna. Einna lengst eru þessar regl- ur komnar á Norðurlöndum og í Englandi. I Danmörku settu verkamenn og vinnuveitendur mjög merkilegar reglur um verkföll og verkbönn í septem- ber 1899. Samkvæmt septem- ber-samþykktinni svonefndu, og hliðstæðum reglum í Sví- þjóð og Englandi, hafa verka- menn og vinnuveitendur í hverri starfsgrein sameiginlega nefnd, sem kynnir sér hag beggja aðilja og reynir að miðla málum ef óánægja er um kaupgjald. Mjög oft tekst það. Báðir aðiljar hafa gei'ðadóma og geta samþykkt að leggja ágreininginn í gerð. Ef hvor- ugt þetta tekst verður að sam- þykkja verkföllin eða verkbönn- in með ákveðnum meirihluta í hlutaðeigandi félagi verka- manna eða vinnuveitenda og fá samþykki sambandsfélaganna til verkbannsins eða verkfalls- ins. Og þegar það er fengið, verður að tilkynna verkfallið eða verkbannið með 14 daga fyrirvara, til þess ekki fari óþarflega mikið af verðmætum til spillis í þjóðfélaginu. Það mun ekki ríkja neinn ágrein- ingur um það, meðal fremstu og reyndustu rnanna alþýðuhreyf- ingarinnar í þessum löndum, að þessar reglur hafi verið fyrir alþýðusamtökin hið mesta gagn og menn munu og sam- mála um það að í þessum lönd- um hafi umræddar samþykktir og reglur gert rneira til að efla vinnufriðinn en allt annað. Keynslan hefir líka skorið úr því, að þar sem alþýðusamtök hafa ekki annaðhvort sjálf, eða með aðstoð löggjafarvaldsins, sett sér slíkar reglur, hafa and- stæðingar þessara samtaka reynt að kljúfa og veikja al- þýðusamtökin rneð því að nota vei’kfallsréttinn í tíma og ótíma og undir allskonar yfirskyni, til þess eftir endurtekna misnotk- un að yfirbuga alþýðusamtök- in með öllu. Dæxhip eru uóg erlendis um Haralds Guðmundssonar, heldur en áður var hjá Ásgeiri Ásgeirssyni. Er jafnvel líklegt að íhaldið finni þetta og viðui*- kenni í sinn hóp. Hefir Harald- ur lagt mikla vinnu í utanrík- ismálin, haft skynsamlega sam- vinnu við alla flokkana og þótt stýra vel fram hjá blindskerj- um, sem nóg er- af, eins og heimspólitíkin er nú stunduð. Innflutningshöftin. Ásgeir Ásgeirsson var illa settur um innflutningshöftin, þar sem hann studdist aðallega "við flokk hinna óþörfu milliliða. Varð hann þar, eins og á þingi, ao láta íhaldið fara sínu fram. Voru tilraunir hans til að halda í um innflutninginn máttvana fálm, eins og sást á hinu fræga leyfi Gísla Johnsen í Vest- mannaeyjum til að flytja inn á- vexti, sem var ótvíræð atvinnu- bót handa manni, sem var bú- inn að skaða íslandsbanka um eina miljón króna. Ekki batn- aði hágur innflutningsnefndar við það, er Ásgeir setti Hannes á Hvammstanga í nefndina, af greiðasemi við atvinnulausan mann, sem var sjaldan í bænum. — Eysteinn Jónsson gerði það að höfuðmáli að rétta við hag landsins út á við og inn á við. — Valdi hann hinn bezta og örugg- asta mann, Skúla Guð- mundsson, kaupfélagsstjóra á Iivammstanga, til að standa fy rir innflutningstakmörkunun- um. Sannar reynzlan að mjög er skipt um í þessum efnum og má fyrst og fremst þakka það Eysteini ráðheri'a og Skúla Guðmundssyni. Verður ýtarleg- ar rakin sú hlið málsins af öðr- um manni hér í blaðinu. Með hinum miklu takmöi'k- unum á innflutningi hefir orð- ið að þrengja að mörgum manni. En svo vel hefir verið á þessum málum haldið af rík- isstjói-n og gjaldeyrisnefnd, að höftin mæta nú miklu minni mótstöðu en áður, og má segja það verzlunarstéttinni til hróss, að hún sýnir margfalt meiri skilning en áður, en að svo er komið, má þakka því, að menn finna að forstaða' gjaldeyris- málanna ec framsýn, réttlát og sterk. cg þau eru líka að verða nærtæk hér á landi, þótt enn sé skammt á veg komið. I öllum þessum málum, sem ég nú hef nefnt, í þessum málum jafnréttis og frelsis verðum vér að notfæra oss hina Iöngu og miklu lífs- reynslu og lífsreglur nágranna- þjóðanna til að vernda fyrir lxinum fjandsamlegu öflum, skoðanafrelsið til að venxda þingræði og lýðræði, til að vernda sarntök og persónu- frelsi alls vinnandi fólks til sjávar og sveita. Og reynslan, sem ég hefi bent á, er sú að verndun allra réttinda verndun frelsis æðstu gæða líísins felst í skynsamlegum takmörkum þess. En dauði frelsisins liggur í misnotkun þess. Þessa skulum við minn- ast, góðir íslendingar, í byi’jun hins nýja ái*s. Á þessum grund- velli skal íslenzka þjóðin heyja sína lífsbaráttu. — Með því að treysta þennan grundvöll, og með nægilega sterku valdi fólksins til að vernda hann og því aðeins, erum við færir um að mæta erfiðleikunum og lifa fi’jálsir eins og siðuð þjóð. Því þótt ei’fiðleikarnir séu miklir og útlitið á margan hátt ískyggilegt, höfum við íslend- ingar ýmsar ástæður öðrum fremur til að vera bjartsýnir. Skelfing’ heimsstyrjaldar vofir Ijandbúnaðarmálin. Sami mað,ur, forsætisráð- herra, hefir nú yfirstjórn land- búnaðarmála og dómsmála. Hefir Hermann Jónasson þar haft erfitt verk, en að möi’gu leyti skemmtilegt. Hermann Jónasson hefir á hálfu öðru ári staðið fyrir tilþi’ifameiri og gagngerðari landbúnaðar- pólitík en nokkur fyrirrennari ■ hans. Þorsteinn Briem var í tvö ár að hugsa um, hvort nokkuð væri hægt að gera i afurðasölumálunum. En Hen- : mann byrjaði strax og hefir haldið áfram að láta hverja stórbreytinguna fylgja annari. Fyrst komu kjötlögin og n:jólkurlögin og hefir þar náðst stórfelldur árangur. Á þingi í vetur hefir erfðafesta verið lögleidd á öllum ríkiseign- um og þýðingarmikil löggjöf um nýtt landnám, sem_ mun gerbreyta aðstöðu manna í sveitum landsins, ef sú hin mikla í’éttarbót fær að njóta sín. Þá lauk Alþingi í vetur við þýðingarmikla löggjöf uro aukning garðyrkju á íslandi. Nú eru flutt inn jarðepli til landsins fyrir 800 þús. kr. ár- lega, en nú á að stefna að því, að þjóðin rækti miklu meira en sem því svarar, svo að innflutn- ingur hætti á kartöflum, en neyzlan vaxi til stórra muna frá því sem nú er. Mjólkurmálið hefir tekið upp tíma forsætisráðh. mest allra mála landbúnaðarins. Þar má segja að íhaldið og varalið þess hafi verið í sífelldri uppreist, og að beitt hafi verið sífelldum hrekkjum og lævísi af fjandmönnum bænda í mjólk- urmálinu. Hefir komið sér vel fyrir Hermann Jónasson, að vera gamall glímukóngur, því að bæði hefir reynt mjög á hörku, snarræði og gætni. Hef- ir forsætisráðherra tekizt að bjarga málinu og styrkja mál- stað bænda eftir því- sem leng- ur hefir liðið. Mjólkurfram- leiðslan hefir vaxið afarmikið, einkum austanfjalls, en vegna skipulagsins fá bændur þar til muna hærra fyrir mjólk sína en í fyrra. íhaldið hefir reynt áð koma inn ósamlyndi milli bænda á mjólkursölusvæðinu, sér til hagsbóta, en forsætis- ráðherra virðist vei’a á góðri leið með að leysa líka þann ekki yfir okkur á sama hátt og flestum öðrum þjóðum. Við eigum beztu og auðugustu fiski- mið veraldar. Við eigum hlut- fallslega meira vatnsafl en nokkur önnur þjóð heimsins. Við eigum frjósama gróður- mold fyrir margfalt fleira fólk en byggir þetta land í dag. Við eigum ónotaðan jarðhita, hlut- fallslega meiri en nokkur önn- ur þjóð, og allra seinustu árin erum við sífelt að finna ný vermæti í okkar lítt rannsak- aða og hálf ónumda landi. Vel menntaður útlendur mað- ur, sem dvaldi hér á síðasta ári og kynntist mjög landshög- um hefir nú nýlega í samtali við erlenda blaðamenn vakið al- veg sérstaka athygli á því hve mai’gir möguleikar séu enn ónotaðir hér á landi. fyrir ís- lenzkt atvinnulíf. — Hver hefði trúað því jafnvel fyrir 1—2 ár- um, að hér væri möguleikar til að framleiða tilbúinn áburð og jafnvel sement. Framfarim- ar hafa verið miklar og tækni okkar og þekking til að nota auðæfi landsins hefir aldrei ver- ið eins mikil og nú. Sannarlega eru erfiðleikarnir yfii’stíganleg- ir fyrir okkur, ef ekki skortir bjartsýni og þrek, ef við vilj- um yfirstíga þá og erum sam- taka í að gera það. En við skuluro heldur ekki dyljast hnút, á þann hátt, að bandalag- ið verði fast og öruggt milli hinna eiginlegu bænda, sem framleiða í sveitunum og neyt- enda í kaupstöðunum, en þá verður að sama skapi að þrengja að . stóriðnaði þeim í mjólkurframleiðslunni, sem stefnir að ‘því að eyðileggja sjálfstæða bændastétt í land- inu og síðan að kúga neytend- ur í bæjunum undir gráðuga fjárplógsmenn. Hæstiréttur. Umbót sú á réttarfarinu, sem hin fyrri Framsóknai’- stjórn starfaði að, strandaði að því er hæstarétt snerti, á Jóni í Stóradal. Hann gekk þar erindi íhaldsins og sveik flokk sinn svo sem mest mátti verða. Að sama skapi óx lítilsvirðing landsmanna á hæstarétti, því að vitanlegt var, að tveir af þremur dómurunum voru orðn- ir svo slitnir og þi’eyttir, and- lega og líkamlega, að engin sanngirni var að ætla þeim erfið verk. Hermann Jónasson tólc upp á þinginu á útmánuð- um í fyrra málið um endurbót hæstaréttar, kom á opinberri atkvæðagreiðslp og afnámi dómaraprófsins, sem var sjálf- sköpunarréttur dómstólsins. Magnús Torfason studdi stjórn- arflokkana í þessu máli og sá Ásgeir sér þá ekki leik á borði að berjast með íhaldinu eins og áður fyrr, og sat nú hjá. Kunni Ólafur Thors því illa, að Ásgeir viðurkenndi á þann hátt þýðingu Magnúsar Torfa- sonar. Forsætisráðherra gaf þeim Páli Einarssyni og Egg- ei’t Briem lausn í náð, og var þeirra ekki saknað af neinum dugandi manni í landinu. Geta þeir nú notað elliárin til að athuga gerðir sínar, svo sem að sýkna Jóhannes bæjarfógeta af meðferð ómyndugi’afjár og tryggja honum hæstu eftirlaun til æfiloka, að dæma Steindóri Gunnlaugssyni skaðabætur fyr- ir að vera í vanskilum um mörg þúsund krónur af þrota- búspéningum Jónanna í Boi’g- arnesi, og fyrir að hafa tekið á móti og ekki getað gert grein fyrir mörg þúsund krón- ur af landhelgissjóði. Eggert þess að það kostar átök og fórnir sérhvers einstaklings í þessu þjóðfélagi. I því sam- bandi vil ég minnast á það, að menn kvarta undan þungum á- lögum síðasta þings. Það er satt, að erfiðleikarnir eru mikl- ir og álögui’nar verða að vera þungar. En ég get líka hiklaust staðhæft það, án þess að fara með ýkjur, að jöfnun milli stétta, þeirra, sem betur mega og hinna, sem ver eru staddar, hefir aldrei verið eins mikil og á 'því Alþingi, sem nú er ný- lolcið. Og ég vil minna ykkur á það, góðir íslendingar, að reynslan hefir margsinnis skor- ið úr því, að mikla erfiðleika er ekki hægt að yfirstíga, hvort sem er í þjóðfélagi eða minni lieild, án þess að sérhver taki á sig byi’ðarnar, eftir því sem hann hefir þrek til. Ef hin- ir sterkari neita að taka á sig byrðarnar, hvers vegna skyldu þá hinir veikari fást til að gera það? Nei, góðir íslending- ar, meðan verið er að yfir- stíga erfiðleikana, verðurn við að gera það með sameiginlegu átalti allir. Og bezta nýársósk- in, sem ég tel mig geta borið fram er sú, að þeir sem enn ekki hafa öðlazt þennan skiln- ing, geti tileinkað sér hann sem fyrst. Með þessum óskum kveð ég ykkur, góðir Islending- ar, þakka ykkur fyrir gamla ái’- ið og óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegs nýárs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.