Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1936, Blaðsíða 4
4 TÍMINN og' Páll eiga sjálfsagt í tuga- tali dóma af sama tægi og þetta, og mun þeim varla veita af æfikvöldinu til að reyna að fóðra dagstarf sitt, eins og það hefir verið. Jón í Stóradal sér nú að hann hefir til lítils barist fyrir íhaldið í hæstarétti. Þeir af dómurunum, sem höfðu hans menningu og hans þroska, eru nú famir, en í stað þeirra komnir tveir gáfaðir og vel mentaðir menn. Ihaldið hefir verið á flótta í hæstaréttar- málinu. Það hefir ekkert getað sagt sér til vamar og það hef- ir orðið að játa, að umbóta- flokkamir hafi þar sem endra- nær bæði vit og vilja til að skera í hin djúpu mein, sem Jón í Stóradal og Ásgeir Ás- geirsson höfðu verið settir til að halda vörð um, fyrir kyrr- stöðuöflin í landinu. Varaliðið. Fyrir jólin fór Jón í Stóradal heim til sín alfarinn úr kreppusjóði. Hann hefir fengið 14 þús. kr. í laun og sparað saman af því til að geta hald- izt við í þjónustu íhaldsins eitthvað lengur. Kreppusjóður- inn virðist vera fullkomin þjóðarsmán. Pétur Magnússon og Jón hafa framkvæmt þar merkilega hluti, svo merkilega, að frásagan um þá verður ekki gerð í stuttu yfirliti. Flokksnefna Jóns er nú sundr- uð. Þeir hafa rekið eina mann- inn, sem þeim var sómi að. í þinginu eru Þorsteinn og Hann- es algerlega handbendi íhalds- ins. Þegar þeir reyna að lifa sjálfstæðu lífi, þá era það hross*akaup, eins og þegar I-Iannes Jónsson vann það fyr- ir 3000 kr. vegspotta í Húna- þingi, að koma í gegn atvinnu- leysistryggingunum, án þess að M. T. gæti gert við þær hóf- legar umbótatillögur. Þegar piltur einn úr Sambandinu, sem hneigst hafði að „varaliði ílialdsins“ kom til Akureyrar í haust, og hafði verið á ein- um fundi með flokksbræðrum sínum í Eyjafirði, er mælt að hann hafi sagt, að sér þætti undarlega áskipað norður þar, ef allir mestu vesalingar í bændastétt héraðsins væru sín- ir skoðanabræður. En þar sem egnt er fyrir fólk, eins og Jón Jónsson gerði í kreppusjóði, þá þarf engan að undra, þótt liðið sé ótraust og lítt til frambúð- ar, þegar'ölið er af könnunni. Fram á veginn. Þjoðin hefir örugga forustu í núverandi landsstjóm, og stjórnin hefir öruggan bak- hjarl í báðum deildum. Fjár- málunum inn á við og út á við er stýrt með festu og gætni. I fjárlögunum er hafin djúptæk og áhrifamikil endurbót, byggð á gagnrýni og nákvæmri athugun. Alþingi leggur skatta á hátekjur og óþarfa eyðslu meir en fyrr, en eykur atvinn- una stórvægilega. Stórfelldar hafna- og vegabætur eru í und- irbúningi. Iðnaður fer hrað- vaxandi, og í sveitum landsins verða numin mikil lönd og gerð að undirstöðu fjölda margra nýrra heimila. Alstaðar þar sem máli skiftir, standa umbótaflokkarnir að nýsköp- un, þjóðinni til hagsbóta. Framundan er nýtt land, nýtt landnám, nýtt þjóðlíf. Það er algerlega tilgangslaust fyrir hinn úrkynjaða eyðslulýð lands- ins að hyggja á að beygja al- menning undir sitt gamla ok. Það er jafn tilgangslaust, þó að sá flokkur hafi. um sig út- verði eins og „varaliðið“, nazistana og kommúnistana. Því meira, sem hið úrkynjaða lið þráir völd og að geta merg- sogið almenning eins og í gamla daga, því fastari tökum taka umbótamenn landsins á hinum miklu vandamálum og þoka til hliðar Ólafi Thors, og Einari Olgeirssyni, sem algerlega óþörfu fólki. Bif liiðaoiian, sem smyr feeri en eyðist minnst Olíuverzlun Islands h.f. einkaumboðsmenn á íslandi fyrir C, C. WAKFIELD & CO., LTD. Umsóknír um námsstyrk samkvæmt ákvörðun Menta- málaráðs (kr. 10,000) sem veittur er á fjár- lögum ársins 1936, sendist ritara, Mentamála- ráðs, Barða Guðmundssyni Asvallagötu 64 Reykjavík, fyrir 15. febr. 1936. Styrkinn má veita konum sem körlum, til hvers þess náms, er Mentamálaráð telur nauðsyn að styrkja. Góð iörð til söln í Borgarflrði. INNRI SKELJABREKKA í Andakílshreppi með öllum húsum oe þrem kúgildum, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefa JÓN BJÖRNSSON FRÁ BÆ í Borgarneai og JÓN HANNESSON í Deildar- tungu. Umsóknir um styrk til skálda og listamanna, sem veittur er á fjárlögum ársins 1936 (5000,00) sendist ritara Mentamálaráðs, Barða Guð- mundssyni, Asvallagötu 64. Reykjavík, fyr- ir 15. febr. 1936.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.