Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbaa,! 61a6*m* ct t. »4»i ©8 tnu&elmta á £ausai»a 10. 6iml 2353 — y>&BtbÐti S61 XX. árg. Reykjavík, 15. janúar 1936. 2. blað. Siðan J927 Magnús Þorláksson á Blika- stöðum, sem nú er af tilviljun formaður Búnaðarfélags Is- lands, hefir nýlega flutt í út- varpið ræðu, sem átti að vera yfirlit um starfsemi Búnaðar- félagsins á árinu 1935. Lét Magnús sér sæma að nota þetta tækifæri til hlutdrægra yfirlýs- inga um ýms pólitísk deilumál og árása á Framsóknarflokk- inn. M. a. endurtók hann blekk- ingar íhaldsblaðanna um að stjórn afurðasölumálanna væri 'ekki í höndum bænda, átaldi gjaldeyrisnefndina fyrir tak- mörkun á innflutningi skepnu- fóðurs og réðst á afgreiðslu f járlaganna á síðasta Alþingi. En M..Þ. gaf í þessari ræðu sinni mjög merkilega yfirlýs- ingu, sem verður sérstaklega eftirtektarverð þegar athugað- ur er sá „tónn", sem að öðru leyti var í ræðunni. Hann skýrði með tölum frá hinum stórfelldu framförum, sem orðið hefðu á ýmsum svið- um landbúnaðarins nú á síð- ustu árum. Og það var alveg sérstaklega eftirtektarvert, að langflestar samanburðartölur sínar miðaði hann við árið 1927. Síðan árið 1927, sagði M. Þ., hefir nautgriparæktarfélögun- um f jölgað úr 23 upp í 95 og meðalkýrnyt aukizt um 240 lítra. Hrossaræktarfélögum fjölgað úr 35 upp í 44. Fóður- birgðafélögum úr 7 upp í 25. Verkfærakaupasjóður verið stofnaður og starfræktur og vinnuvélar útbreiðst hraðfara í sveitunum. Jarðabótadagsverk- um hefir á sama tíma fjölgað um þriðjung. Og í f jöldamörg- um öðrum atriðum hafa orðið viðlíka hraðar framfarir í land- búnaðinum á þessuni árum, og jafnvel meiri en tölurnar benda til, sagði M. Þ. Það er engin tilviljun, að Magnúsi verður það, alveg eðli- legt, að miða við árið 1927, þegar hann vill marka tímabil hinna hraðstígu framfara í ís- lenzkum landbúnaði. En Magnús á Blikastöðum gleymdi að geta um eitt í þessu sambandi. Hann gleymdi að geta þess, hversvegna það var, að einmitt eftir árið 1927 hófst hið mikla framfaratímabil landbúnaðarins. Hann gleymdi að geta unt það, að einmitt árið 1927 hætti íhaldið að f ara með æðstu völdin í landinu. Dómsmálaráðherrann, Her iitanii Jónasson, hefir i g»r gei- ið út bráðabirgðalög nm „varn ir gegn þvi, að skipum sé leið beint við ólöglegar flskveiðar" — í logunum er fyrirskipað strangt eftirlit með loftskeytum veiðlskipa og refsing, sem nem- ur allt að tveggja ára hegning- arvinnu fyrir leiðbeiningar tn veiðiþjófa erlendra og inn- lendra. Lögin eru þegar geng- in i gildi, og njósnarstarfseml landhelgisbrjótanna mun verða upprætt með harðri hendi. f Viðskipiin við úílönd Innflutningur hefir lækk- að um 7 miljónir, — og verzlunarjöfnuðurinn batnað um rúmar 6 milljónir á árinu 1935. Bráðabirgðaskýrslur Hag- stofunnar um innfluttar og út- fluttar vörur á árinu 1935 liggja nú fyrir. Verðmæti innfluttra vara samtals á árinu er, samkvæmt skýrslunum, 42 millj. 600 þús. kr. En þar með er talinn hinn óvenjulegi innflutningur til Sogsvirkjunarinnar, sem greiddur er með láni Reykja- víkurbæjar og nemur 703 þús. kr. Er því hinn sambærilegi innflutningur þessa árs raun- verulega 41 miilj. 897 þús. kr. Innflutningur ársins 1934 — einnig talinn samkvæmt bráðabirgðaskýrslum þá — var 48 millj. 482 þús. kr. Hef- ir innflutningurinn því lækkað frá árinu áður um 6 millj. 585 þús. kr. Eins og áður er fram tekið, er hér miðað við bráðabirgða- skýrslur Hagstofunnar fyrir bæði árin. En reynslan hefir sýnt, að bæði inn- og útflutn- ingur er venjulega, eftir því sem síðar kemur í ljós, nokkru hærri en þær skýrslur sýna. Og þar sem innflutningurinn er stórum minni nú, en ganga má út frá hlutfallslegri hækkun bráðabirgðatalnanna bæði árin, má gera ráð fyrir, að þegar verzlunarskýrslur verða full- gerðar f yrir árið 1935, komi í ljós, að innflutningur á sl. ári hafi orðið ca. 7 millj. kr. lægri en árið 1934. Útflutningur íslenzkra af- urða samtals árið 1935 nemur, samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- unum, 43 millj. 881 þús. kr. En útflutningur ársins 1934 — einnig samkvæmt bráðabirgða- skýrslum þá — nam 44 milij. 761 þús. kr. Er því verðmæti útflutningsins samkvæmt þess- um skýrslum — 880 þús. kr. minna en 1934. Verzlunarjbfnuðurinn er því, samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- unum, hagstæður á sl. ári um 1 millj. 984 þús. kr. En árið 1934 var verzlunarjöfnuður- ínn, samkv. sömu skýrslum, óhagstæður um, 3 millj. 721 þús. kr. Er því verzlunarjöfnuðurinn — þrátt fyrir minnkandi út- flutning — (samkvæmt bráða- birgðahagskýrslum beggja ár- anna) 5 millj. 705 þús. kr. hag- stæðari sl. ár — en hann var næsta ár á undan — og sam- kvæmt endanlegum hagskýrsl- um reynist hann þá væntanlega rúml. 6 millj. kr. hagstæðari árið 1935 en hann reyndist árið 1934. Þéssi er þá árangurinn af hinum nýju gjaldeyrislögum, sem gengu í gildi í ársbyrjun 1935, og starfi innflutnings- og gjaldeyrisnefndar á þessu fyrsta ári laganna. Og árangur- inn er þó raunverulega meiri en fram kemur í skýrslunum. Markaðsverð erlendra vara hef- ir í ýmsum tilfellum hækkað á Frh, á 8. síðu. A víðavangi Landráðamál. Stórkostlegt afbrotamál, sem vekja mun alþjóðarathygli, varð uppvíst í Reykjavík í vikunni, sem leið. Fjórir menn hér í bænum hafa fyrir lög- reglurétti játað, að hafa sent erlendum togurum loftskeyti á dulmáli, til þess að láta þá vita um ferðir varðskipanna og hjálpa þeim til að veiða í land- helgi. Hafa verið lagðir fram í réttinum lyklar til þýðingar á dulskeytum þessum, og hafa nokkur verið þýdd í réttinum. — Tildrög þessa máls eru þau, að dómsmálaráðherrann, Her- mann Jónasson, lét á sl. sumri fram fara athugun á því, hvort óeðlilega mikil brögð væru að skeytasendingum úr landi til togara. En að fengnum árangri þeirrar athugunar, kvað hann upp úrskurð um, að athuga og afrita einstök skeyti, sem grun- samleg máttu teljast. Eftir að þessi leynilega rannsókn hafði fram farið um hríð, fyrirskip- aði svo ráðherrann opinbera lögreglurannsókn, og hófust yfirheyrslur í síðustu viku og voru framkvæmdar af Jónatan Hallvarðssyni fulltrúa lögreglu- stjórans í Reykjavík. Voru fimm menn yfirheyrðir, og játuðu fjórir þeirra sekt sína þegar við fyrstu yfirheyrslu, en á fimmta manninn, sem að vísu er umboðsmaður erlendra togara, hefir ekki sannast neitt ólöglegt. Hér er um mjög al- varlegt afbrot að ræða, sem í almenningsmeðvítund, áreiðan- lega er talið til fullkominna landráða, þar sem Islendingar standa í þjónustu erlendra veiðiþjófa og hjálpa þeim til að ræna lögvernduð fiskimið ís- lenzkra sjómanna. Enda hefir framferði hinna ákærðu þegar vakið geisilegan óhug og and- úð hvarvetna, þar sem til hefir frétzt. Jafnvel íhaldsblöðin í Reykjavík hafa ekki þorað að mæla þessu svívirðilega athæfi bót, enda þótt flokksmenn þeirra séu við það riðnir. ömmu-frumvarpið. En í sambandi við þessi stór- tíðindi hefir vakizt upp gamallt og heitt deilumál á Alþingi frá dómsmálaráðherratíð Jón- asar Jónssonar. Eins og menn muna, flutti J. J. hvað eftir annað í þinginu frumvarp um eftirlit með loftskeytanotkun veiðiskipa. Var þetta kallað „ömmu" frumvarp, vegna upp- lýsinga þeirra, er fram komu í umræðunum um einkennileg skeyti, sem togarar höfðu feng- ið frá útgerðarmönnum sínum: „Amma er veik", „Amma er að byrja að verða lasin" o. s. frv., sem tæplega þóttu geta verið viðkomandi eðlilegri starfsemi skipanna á fiskimiðunum. — Frumvarp þetta um eftirlit með skeytunum náði þó aldrei fram að ganga, og beittu ÓI- afur Thors og Jóhann í Eyjum sér á móti málinu með hinu mesta forsi, rétt eins og þeir ættu lífið að leysa. Þá töldu þeir að skeytasendendur væru óréttilega sökum bornir, og væri hér rógmælgi ein á ferð- um. Dómsmálaráðherrann hef- Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra og Skúli Guðmundsson, formaður innffutnings- og gjaldeyrisnefndar sem manna mest hafa unnið að þeim ráðstöfunum, sem nú hafa orðið til þess að lækka innflutninginn um 7 milljónir og bæta verzlunarjöfnuðinn um 6 milljónir á árinu 1935. ir nú með lofsverðri röggsemi leitt sannleikann í ljós. Og héðan af munu talsmenn land- helgisbrjótanna ekki koma vörnum við í þessu máli. Grunsamleg verður nú, þegar sönnuð er hin svívirðilega aðstoð vi'ð landhelgisbrjótana, aðstaða í- haldsflokksins á þingi í vetur, þegar um það var að ræða, að heimila ríkisstjórninni að selja tvö af hinum stóru varðskip- um og taka í þess stað upp gæzlu með nokkrum vopnuðum bátum. Því að fulltrúar íhalds- ins í f járveitinganefnd, sem að þessari tillögu stóðu, ásamt Framsó.knarmönnum, fengu ekkert fylgi í flokknum. Talaði þó Pétur Ottesen vel fyrir mál- inu, enda hefir hann talið sig áhugasaman um Iand- helgismálin. En fyrir þá, sem þurfa að reka upplýsingastarf- semi frá Reykjavík, eins og þá, sem nú hefir orðið opinber, er það náttúrlega stórum hag- kvæmara, að gerð séu út 2—3 varðskip frá Reykjavík, en að notaðir séu bátar hér og þar , við landið, sem erfitt er að fylgjast með. Og hafi Ólafur Thors og menn hans ekkert illt meint með f jandskap sínum við þessar umbótatillögur, þá er það a. mrk. mikið óhapp fyrir þá, að eiga þessa afstöðu skjal- festa í þingtíðindunúm, einmitt um sama leyti og verið er að afhjúpa svikastarfsemina. Magnús á Blikastöðum, . harmaði það í útvarpsræðu sinni, að gjaldeyrisnefnd skyldi bafa takmarkað innflutning á erlendu skepnufóðri. Innflutn- ingur þessi hefir vaxið stór- kostlega síðustu ár, og þá sér- staklega af því, að í nágrenni kaupstaðanna, einkum Reykja- víkur, hafa ýmsir tekið upp þá aðferð að reka mjólkur- fvamleiðslu, sem fyrst og fremst er byggð á þessu inn- flutta fóðri, en ekki fóðri, sem framleitt er á íslenzkri jörð. Það er ekki ástæða til að á- mæla einstökum mönnum fyrir það, þó að þeir hafi tekið upp slíka framleiðsluhætti. En fyrir bændastétt, sem hefir þröngan mjólkurmarkað og á fullt í fangi með að gera vinnu sína verðmæta, er þetta nýja bú- skaparlag í kringum höfuð- staðinn mjög svo varhugavert. Nú er hindraður innflutningur 6 smjöri og ostum. Hví þá að fylla markaðinn af hálfútlendri mjólk? — Það má vel vera, að oinhverjir nágrannar Magnús- ar á Blikastöðum séu honum þakklátir fyrir að hafa hreyft þessu máli. En bændurnir úti um sveitir landsins munu hins- vegar kunna því misjafnlega, að formaður Búnaðarfélags Is- lands gerist talsmaður mjólkur- framleiðslu á erlendu fóðri, sem keppir við hina al-inn- lendu framleiðslu sveitanna. Framlagið til Búnaðarfélagsins. Þá sagði Magnús í ræðu sínni, að hinn ráðandi „þing- meirihluti" á Alþingi hefði lækkað styrk til Búnaðarfé- lagsins, og taldi það ámælis- vei*ða ráðstöfun. Það er rétt, að styrkurinn til Búnaðarfé- lagsins var lækkaður. En samskonar lækkun var gerð a framlögum til ýmiskonar hlið- stæðrar starfrækslu. Var fylgt þeirri reglu, að lækka þá upp- hæð, sem áður hafði verið, um 10%. Þannig var' ts d. styrkur til Búnaðarfél. lækkaður úr 200 þús. niður í 180 þús. og styrkur til Fiskifélagsins úr 80 þús. niður í 72 þús. — En Magnús gleymir að geta þess, ; að með þessum lækkunum var , ekki einungis hinn „ráðandi þíngmeirihluti". Flokksmenn Magnúsar í fjárveitinganefnd, !. þeir Magnús Guðmundsson, Jón | á Reynistað, Þorsteinn Þor- i steinsson og Pétur Ottesen, samþykktu og skrifuðu undir tillögurnar um þessar lækkan- ir. Með þessum lækkunum og mörgum fleiri, þar á meðal sparnaði á launum, tókst 1 nefndinni að færa útgjalda- upphæð fjárlaganna niður um 1 eina milljón. E. t. v. er það ekki mikið meira átak fyrir ' „formann" Búnaðarfél. að færa starfrækslukostnað þess niður um 20 þús. I því sambandi mætti t. d. benda honum á, að það sýnist vera óþarfi, að sum- ir ráðunautar hafi hærri laun en búnaðarmálastjórinn. Og fleira mætti sjálfsagt finna. V anskilakenning Jóns í Stóradal. 1 blaði því, sem Jón í Stóra- dal gefur út fyrir íhaldið, held- ur hann, eins og kunnugt er, þeirri kenningu að bændum, TJían nv heimi Helztu fréttir vikunnar, sem leið, eru hrakfarir Itala í A- bessiníu. Hafa þeir beðið ó- sigra bæði á norður- og suður- \ ígstöðvunum og orðið að hörfa burt af stórum landsvæðum. Hefir um þessar mundir verið mikið regn í Abessiníu og ó- venjulegt á þessum tíma, en það hefir gert landið mjög ó- greiðfært yfirferðar, en þeir erfiðleikar koma þyngra niður á hev ítala en Abessiníumanna, sem ýmsu eru vanir af þessu tagi. Er um það talað í frétta- skeytum síðustu daga, að Bret- ar og Frakkar óttist nú, að It- alir kunni að bíða ósigur svo herfilegan, að hnekkt geti til- finnanlega áliti hins hvíta kyn- stofns meðal hinna blökku þjóða í Suðurálfu. Ugga þá öll nýlenduveldin mjög um sinn bag suður þar. Er í því sam- bandi um það talað, að ný til- raun muni gerð til að koma á f viði áður en til f rekari úrslita dregur. Að öðru leyti er nú í erlend- um blöðum mest rætt um hinn hraðvaxandi vígbúnað Þýzka- lands og hina gífurlegu ágengni Japana í löndum Kínaveldis. Flotamálaráðstefna, ein enn, stendur yfir í London, og mæta á henni fulltrúar Bretlands, Bandarfkjanna, Frakklands, It- alíu og Japan. Stendur þar mikill styr við Japana, sem nú vilja hafa herskipaflota til jafns við Breta og Bandaríkja- menn. Og af mikilsmegandi mönnum í Ameríku er því nú haldið fram, að Japanar séu alráðnir í því að leggja undir sig allan heiminn. að þeir eigi að láta vexti og afborganir af kreppulánum sitja á hakanum og tregðast við að greiða fyrst um sinn, og eftir því sem helzt má skilja, þangað til verð á dilka- kjöti er orðið þrisvar sinnum hærra en nafni hans, 40-aura- Jón, taldi viðunandi árið 1933. Er þetta að vísu heldur óvið- kunnanleg framkoma við Kreppulánasjóð, sem með all- stórum fjárútlátumegerði Jóni mögulegt að búa með íhaldinu í tvö ár. En þessi kenning hefir þó aðra hlið alvarlegri. Það gæti sem sé haft býsna hættulegar afleiðingar fyrir bændastéttina, ef einhverjir bændur glæptust til að taka mark á þessu ábyrgðarlausa bjali Jóns. Allt fram á þennan dag hefir það álit verið ríkj- andi, að bændur væru manna orðheldnastir og áreiðanlegast- ir í fjármálum. Þess vegna hefir bændum alltaf orðið vel til um að f á bráðabirgðalán f yr- ir nauðsynjum sínum meðan framleiðslan var að komast í verð og önnur lán til nauðsyn- legustu framkvæmda. Þessu trausti hefir bændastéttin haldið, þótt hún hafi átt erfitt lengst af eins og nú. En heldur Jón í Stóradal, að bændastéttin megi við því, ef eyðilögð væri sú tiltrú hennar með því að koma fleiri eða færri mönnum innan hennar til að standa Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.