Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1936, Blaðsíða 3
TIMINN 7 upptök þess. I öðru lagi sverja moðhausamir og sárt við leggja, að Steindór hafi verið saklaus eins og lamb af þess- ari ógiftusamlegu uppreisn gegn landslögum. Og í þriðja lagi fullyrða þeir, að Meyvant og Vitnaleitar-Jakob séu menn, sem „yfirleitt allir tala vel um* aðrir en J. J.! Þetta eru ef til vill smyrsl í kaunin hjá þeim Meyvant, Jakob og Steindóri. En það stendur jafn skýrt eftir sem áður, að á verkfalls- og upp- reisnarfásinnu þessari hefir enginn grætt, en íhaldið styrkt trú manna á, að í þess póli- tíska húsi sé sífelld óblessun og að það sé alltaf að tapa! Og þessari sömu göngu mun íhaldið halda áfram héðan af. Því að „ekki verður feigum forðað —“. Ólafur Thors í gapasiokknum Brotthlaup íhaldsmanna úr utanríkismálanefnd ætlar að verða þeim erfiður biti í hálsi. Almenningur skilur það ekki, hvernig stór stjórnmálaflokk- ur gat verið svo ábyrgðarlaus að fleygja frá sér allri íhlutun um utanríkismálin. Mönnum finnst þetta í senn vesalmann- legt og heimskulegt. Vesal- mannlegt að þora ekki að sjá framan í erfiðleikana. Heimsku- legt, að svifta íhaldsflokkinn þeirri aðstöðu, sem hann áður hafði til að fylgjast sem gerst með þessum málum. Algengir flokksmenn í íhald- inu eru sáróánægðir. Þeir segja sem svo,út frá sjónarmiði síns flokks: Við eigum að nota hvert tækifæri til að fylgjast með gerðum ríkisstjórnarinnar. Og alstaðar þar sem okkur er boð- in íhlutun um málin, eigum við að þiggja hana. Þeim mun meira tillit, sem tekið er til okkar, því betra. Þannig hugsa og tala hinir skapgæfari Sjálf- stæðismenn. Með ráðríki sínu og fíflskap í þessu máli, hafa þeir Kveld- úlfsbræður gert Sjálfstæðis- flokkinn að viðundri. Ólafur Thors hefir sett sjálfan sig í gapastokkinn. Ýmsir álíta, að : hann sjái eftir frumhlaupinu. * 1 En svírar Kveldúlfanna eru of digrir til þeirrar auðmýkingar, | sem í því felst fyrir þá að játa i fljótræði sitt og beiðast aftur inntöku í nefndina. Ólafur Thors vill ekki beygja sig. Hann kýs heldur, að all- ur Sjálfstæðisflokkurinn bíði hnekki og verði að viðundri. Það er gott fyrir ríkisstjórn að eiga slíkan foringja í and- stæðingaflokki! Og það er grátbroslegt, að heyra hvernig formaður Sjálf- stæðisflokksins emjar undan sjálfum sér og flónsku .sinni. Hann segist hafa hlaupið á brott frá trúnaðarstarfi sínu í utanríkismálanefnd, vegna þess, að J. J. hafi skrifað óvægilega um þá Kveldúlfsbræður. Þarna hefir Kveldúlfsremb- ingurinn náð hámarki sínu. Það má ekki lengur skrifa blaðagrein, þar sem verzlunar- mannshæfileikar þessara herra eru dregnir í vafa — þessara líka afreksmanna. Heyr á endemi! Morgunblaðið þykist ætla að bera fram fyrirspurnir fyrir hönd þeirra Kveldúlfs- manna — Eru það fyrir- spurnir um týndan fiskfarm á Spánarhaf i ? Eru það fyrir- spurnir um stór síldarmál og litlar mjólkurflöskur? Eru það fyrirspurnir# um „fékjörna“ þingmenn, sem neita að gera skyldu sína á Alþingi, en vilja svíkja þjóðina í hendur erlendu valdi ? Spyrji þeir eins og þeim sýn- ist — nema þeir kjósi heldur að halda áfram að auglýsa húsin sín til sölu og flytja sig yfir í sín erlendu hreiður hin- um megin við hafið. Stórfelldar símabilanir hafa orð- ið á Norðausturlandi af völdum óveðurs og ísingar. A Hofshálsi í Vopnafirði féllu símavírar niður af 100 staurum. — Á austurhluta Fjarðarhoiðar féllu allar línur niður á eins km. leið. — Milli ITomundarstaða og Bakkafjarðar féllu símaþæðir niður af 105 staur- um og 12 staurar brotnuðu. — í II róarsdal féll snjóflóð og braut 4 staura og einnig braut snjóflóð staura á leiðinni milli Fjarðar og Brekku. Þar sem íhaldiB ræður Samkvæmt skýrslu í nefnd- aráliti fjárveitinganefndar um laun í opinberum stofnunum, eru launagreiðslur hjá Sölu- sambandi ísl. fiskframleiðenda, samkvæmt því, sem gefið er upp af skrifStofu S. I. F.: krónur Framkv.stj. (3) . . . . 63.000 Skrifstofustjóri (1) . . 15.000 Bókari (1).............. 12.000 Skrifstofumenn (2) . . 16.800 Skrifstofumenn (3) . . 21.600 Skrifstofustúlkur (2) . 8.400 Símastúlka (1)........... 1.800 Sendisveinn (1) . . . . 1.800 íhaldsmenn á Alþingi voru oísareiðir yfir því, að skýrsla þessi skyldi hafa verið birt í þingskjölum. Þrfr ihaldsritstjérar dæmdir fyrir ósannindi og ill- yrði nm Jónas Jónsson Eins og flestum mun enn í fersku minni, hófu íhaldsblöðin eina hina svívirðilegustu ofsókn sína á hendur Jónasi Jónssyni í sambandi við meiðyrðamál það, sem Sigurður Kristinsson forstjóri höfðaði gegn ritstjór- um Morgunblaðsins sumarið 1934. Dylgjuðu íhaldsblöðin um það beint og óbeint, að eiður, sem Jónas Jónsson vann í þessu máli, hefði verið rangur. Reyndu blöðin jafnvel að koma á stað ýmsum uppnefn- um, t. d. „maðurinn, sem sór“, „hinn eiðvari“ o. s. frv., til þess að reyna að festa þennan ægi- lega áburð í hugum lesendanna. Hafa ofsóknir íhaldsblaðanna gegn Jónasi Jónssyni sjaldan birzt í villimannlegri mynd. Jónas Jónsson brá því út af venjunni að þessu sinni og höfðaði mál gegn ritstjórum Morgunblaðsins og Vísis. — Krafðist hann þess að allar að- dróttanir blaðanna um það að hann hefði svarið rangan eið, væru dæmdar ómerkar og rit- stjóramir dæmdir í sektir. Dómur hefir verið kveðinn upp fyrir nokkru í málum þess- um. Ritstjórar Mbl. og Vísis, þeir Jón Kjartansson, Valtýr Stef- ánsson og Páll Steingrímsson, voru hver fyrir sig dæmdir til þess að greiða 300 króna sekt í ríkissjóð og 125 kr. í máls- kostnað, en til vara í 15 daga fangelsi. Öll ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Viðskiptin við útlöud Framh. af 1. síðu. árinu. Minnkun á innflutnings- magni varanna hefir því orðið meiri en verðið eitt segir til um. Þá er og þess að geta, og ber að leggja á það áherzlu, að vegna aðgerða nefndarinnar — og vegna þeirra eingöngu — hefir tekizt að færa innkaup vara milli landa til mikilla muna, þannig, að nú hafa ver- ið stórum aukin innkaup frá löndum, þar sem aukningar á innkaupum var þöi-f, til að greiða fyrir sölu íslenzkra af- urða. T. d. hafa innkaup í Spáni og Italíu allt að því tvöfaldazt á sl. ári. Og innkaup í Þýzkalandi hafa vaxið stór- lega. Var þetta allt m. a. greinilega viðurkennt af for- manni Verzlunarráðsins, Hall- grími Benediktssyni, í ræðu þeirri um verzlunina, sem hann flutti í útvarpið nú um áramót- in. Gífuryrði ólafs Thors, þau er hann viðhafði í deilu sinni við fjármálaráðherra á eldhús- daginn, hafa nú í skýrslum Hagstofunnar hlotið verðskuld- aðan dóm. ólafur lét sér þá sæma, að lýsa yfir því í áheyrn alþjóðar, að árangur af inn- flutningshöftunum myndi eng- inn verða. Hann sagði þá, eins og ménn sennilega muna, að greiðsluhallinn 1934 (þ. e. þeg- ar með eru einnig taldar aðrar greiðslur en til vörukaupa) hefði verið um 11 millj. kr. og að hann myndi einnig verða 11 millj. kr. á sl. ári. En tölur Hagstofunnar sýna nú — mán- uði eftir að Ó. Th., viðhafði hin stóru orð — að greiðslu- hallinn hefir á þessu eina ári minnkað um rúml. sex millj- ónir. Innflutningstakmarkanir nú- verandi fjármálaráðherra hafa Innilega þökk og ósk um gleðilegt nýár til nágranna og yina. sem heiðruðu okkur með samsæti og sýndu okkur vin- semd á margan annan hátt við brottför okkar af Langa- nesi á árinu sem leið. Reykjavík, Kristín Gísladóttir. janúar 1936. Guðmundur Gunnarsson. Auglýsíng Á síðasta Alþingi voru samþykt lög, um viðauka við lög nr. 78, 19. júní 1933, um Kreppulánasjóð- Samkvæmt þessum nýju lögum geta aveitarfélög og bæjarfélög, að Reykjavík undanskilinni fengið lán, ef þau, að dómi undirritaðrar nefndar, þurfa þess nauð- svnlega, til þess að koma fjárhag sínum á neilbrigðan grundvöll. Þau bæjarfélög, sém óska að fá slík lán úr Kreppu- ánasjóði, skulu senda lánbeiðni til sjóðsins fyrir 1, marz næstkomandi, en sveitarfélög, sem óska þessa, skulu senda lánbeiðni fyrir 1. mai þ.á. Eintak af þessum nýju lögum verður mjög bráð- lega sent öllum hreppsne'ndnm og bæjarstjórnurn,-nema bæjarstjórn Reykjavíkur. t I lögunum er skýrt tekið fram. hvaða skilríki skuli fylgja lánbeiðnum. Reykjavík, 7. jan. 1936. Hilmar Stetánsson Jónas Guðmudcson Magnús Guðmundsson Nýr ríkisbókari. Magnús Björns- son, áður fulltrúi rlkisbókara, hef- ii verið skipaður ríkisbókari frá 1. febr. næstk. að telja. Einar Markússon hefir látið af því starfi fvrir aldurssakir. þannig bætt hag landsins út á við, frá því sem ella hefði orð- ið, um sjö milljónir króna nú þegar. Fjármálaráðherrann má fyr- ir sitt leyti vel una þessum á- rangri á fyrsta ári. Staðreynd- irnar hafa skorið úr deilunni. Þær hafa fordæmt hið ómerka reiðihjal æstra andstæðinga. En þeirri byrjun, sem vel er hafin til að koma á fullum greiðslujöfnuði, mun verða haldið áfram ótrauðlega á ár- inu, sem í hönd fer. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Birni Magnússyni á : Borg á Mýrum, ungfrú Hólmfríð- j ur Erlendsdóttir frá Vopnafirði og | Gunnar Jónsson, Ölvaldsstöðum í Borgarfirði. Hjónaefni. ' Á aðfangadagskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Gunnheiður Guðjónsdóttir frá Hlíð í Skaftártungu og Oddsteinn Arnason frá Pétursey í Mýrdal. Nýlátin er á Hallgilsstöðum á I.anganesi í Norður-þingcyjarsýslu, merkiskonan Arnþrúður Guð- mundsdóttir, hátt á áttræðisaldri. Arnþrúður var eklcja Benedikts Iieitins Arnasonar fyrrum bónda á Itallgilsstöðum, en synir þeirra eru þoir Árni, verzlm. í Reykjavílc, Guðmundur, rafvirki á Seyðisfirði og Halldór, bóndi á Hallgilsstöð- um. 4.615.000 lítra mjólkur 157.000 lítra rjóma 195.000 kg. skyrs. Meðal útsöluverð samsölunn- ar á mjólkinni hefir verið 37 y% eyrir. Að frádregnum gerilsneyðingarkostnaði, sem er 3 aurar, og verðjöfn- unargjaldi, 3 aurar, hefir út- borgun mjólkurinnar til bænda verið 26 aurar á lítra, en 29 aurar til þeirra, sem fram- leiða mjólk í bæjarlandinu, ef 1 hektari er á kú. Samkvæmt skýrslu Mjólkurfélags Reykja- víkur, var útborgun hjá því til bænda 24 aurar á lítra. Hefir því Samsalan getað hækkað út- borgunina til bænda um 2 aura á lítra, jafnframt því, sem mjólkin hefir lækkað um 2*4 eyri, þar eð M. R. telur meðal- útsöluverð hafa verið hjá sér 40 au. I. Það verð, sem Samsalan hefir greitt framleiðendum fyrir rjómann, er kr. 1.80, að frádregnu verðjöfnunargjaldi, 19,2 aurum. Skyr hafa bændur fengið greitt með 68 aurum fyrir kg., og er það allmikið hærra verð en áður. Að öllu samanlögðu er því hægt að fullyrða, að árangurinn af mjólkursöluskipulaginu hafi ver ið góður, sérstaklega þegar tek- ið er tillit til þess, að þetta er aðeins eftir 11 mánaða starf- serai. Sala landbúnaðarafurða á erlendum markaði. Sala á landbúnaðarafurðum hefir gengið greiðlega. Eftir spum hefir verið töluverð og verð yfirleitt hækkandi síðari hluta ársins. Ullarsalan. — Töluvert meira hefir verið flutt út af ull en á fyrra ári, eða kringum 70 þúsund kg. meira. Samkv. skýrslu Hagstofunnar hafa 757 þús. kg. af ull verið flutt út, fyrir 1 millj. og 122 þús. kr. allt árið, og er það fyrir 216 þús. kr. meira en í fyrra. öll ull er nú seld, og hefir verðið verið um 10% hærra heldur en í fyrra.Töluvert erþó ennþá ógreitt af þeirri ull, sem seld var til Þýzkalands, sökum þess að ekki hafa ennþá verið keyptar þar vörur fyrir and- virði ullarinnar. En öðruvísi fæst hún ekki greidd. Gærur og skinn hafa, samkvæmt skýrslu Hagstofun- ar verið flutt út til 31. des. ’35, 377.305 st. fyrir kr. 1171.110 og er það fyrir 310 þúsund kr. meira en í fyrra. Verð á gærum hefir verið um 15% hærra heldur en í fyrra. Sútuð skinn hafa í ár verið flutt út samkv. skýrslu Plagstofunnar til 31. des. fyrir 33,5 þús. kr. og er það rúmlega helmingi meira en á næsta ári á undan. önnur skinn hafa verið flutt út fyrir rúm 400 þús. kr., og loðskinn, refa- og minka- skinn fyrir 62 þúsund krónur. — Er það þrisvar sinnum meira heldur en í fyrra. — Gærur eru nú allar seldar, nema þær, sem sútunarverk- smiðjurnar hafa tekið til þess að vinna úr. Allmikil eftirspurn hefir verið eftir nautshúðum og hefir verð á þeim verið um 30% hærra en í fyrra. G a r n i r. Af söltuðum göm- um hafa verið flutt út til 31. des., samkv. skýrslu Hagstof- unnar, 44.570 kg., fyrir krónur 42. 650, en af hreinsuðum görn- um 22.140 kg. fyrir kr. 265.610, og er það um 200 þús. kr. meira en í fyrra. Verðið hefir verið 15% hærra en í fyrra.Á hverju ári er, eins og sést af skýrsl- unum, nokkuð flutt út af ó- hieinsuðum görnum, og er verð á þeim að nafninu til tiltölu- lega hærra. En þess er að gæta að meira gengur úr af þeim heldur en úr þeim görnum, sem seldar eru til hreinsunar hér í landinu, auk þess eykur hreinsun garnanna hér vinnu í landinu, og væri þess vegna rétt að hreinsa þær allar hér heima. H r o s s. Samkv. skýrslu Hagstofunnar hafa til 31. des. verið flutt út 977 hross fyrir 122 þús. kr. Verð á þeim hefir verið 15% hærra en í íyrra. Hrossin hafa verið seld til Englands og Norðurlanda. Til Þýzkalands hefir ekkert verið selt í ár. K j ö t s a 1 a n. Samkvæmt skýrslu gjaldeyrisnefndar hafa til 31. des., verið fluttar út 11.411 tn. af saltkjöti fyrri kr. 904.690. Mest af saltkjöt- ■ inu hefir verið flutt til Noregs, en þangað höfðum við leyfi til þess að flytja 8500 tunnur á þessu ári, og mun það leyfi hafa verið notað að mestu. llafa á þessu ári verið fluttar úi 3 þús. fleiri tn. en í fyrra. Af freðkjöti hafa til 31. des. verið flutt út, 1536 tonn, fyrir 1 millj. 291 þús. kr. og er það um 300 tonnum meira en flutt var út á fyrra ári, en þá voru flutt út 1320 tonn fyrir 995 þúsund krónur. Hérumbil þriðjungur af freðkjötinu, sem út hefir verið flutt í ár, eða uni 900 tonn, eru af fyrra árs íramleiðslu. Aðeins rúm 600 tonn af þessa árs framleiðslu var selt, fyrir áramót, því innflutningsleyfi voru ekki fyrir hendi. — Freðkjötið hefir verið selt til Englands. Verð á kjötinu var í október, miðað við verð á sama tíma í fyrra, eða októbermánuð, 20— 25% hærra. Það, sem óselt er j af þessa árs framleiðslu af , freðkjöti, mun verða selt til j Englands og Norðurlanda eftir nýárið. O s t u r. Ut hefir verið flutt, samkv. skýrslu Hagstofunnar til 31. desbr., 50,5 tonn af osti fyrir 67 þús. kr. Á und- anförnum árum hefir enginn ostur verið fluttur út, svo þetta er ný útflutningsvara. Eins og sést af þessu yfirliti hefir verð á landbúnaðarvör- um, sem út hafa verið fluttar yfirleitt hækkað um 10—15% og einstaka meira. En í fyrra lækkuðu landbúnaðarvörur nær því eins mikið, svo verðið er nú aftur fyllilega komið upp í það verð, sem var á þeim vör- um 1933, og er miklu hærra en 1932, en það ár var vöruverð það lægsta, sem verið hefir síðan fyrir stríð. Sala landbúnaðarvara innanlands. Eins og kunnugt er var skipulagi komið á kjötsöluna innanlands í fyrra, sem hafði það í för með sér að verð til framleiðanda á dilkakjöti hækk- aði, miðað við kjötverð 1933, um 10,2 aura á kg. til jafnaðar, en um 15 aura á geldfjárkjöt- inu að meðaltali. Heildsöluverð á nýju kjöti innanlands var það sama í haust og í fyrrahaust í sláturtíðinni, eða: pr. kg. Á fyrsta verðlagssvæði kr. 1,10 — nema Rvík, Hafnar- firðí, Vestm.ey., Akra- nesi og Keflavík — .. — 1,15 Á öðru verðlagssvæði — 1,05 Á þriðja verðlagssvæði — 1,00 Á fjórða verðlagssvæði — 1,05 — .nema Akureyri og Siglufirði —.............— 1,10 Á fimmta verðlagssv. — 1,00 Verð á smjöri hefir verið það sama og í fyrra eða kr. 3,30 kg. í heildsölu og hefir það allt selzt á innanlandsmarkaðnum. Verð á osti hefir einnig verið sama og mest af honum hefir verið selt í landinu. Egg hafa verið í heldur lægra verði en í fyrra; komust niður í 8 aura síðastliðið vor, og fullnægir nú íslenzka framleiðslan eftir- spuminni. S 1 á t u r f é. Slátrað var í haust rúmlega 345 þús. dilkum á öllu landinu og er það 8000 færra en í fyrra. Meðalþyngd á dilkkropp var í haust 12,94 kg. og er það 0,47 kg. þyngra en í fyrra. 1 haust var slátrað rúm- lega 24 þús. fullorðnu fé og var það 17 þús. færra en í fyrra. Sláturfé hefir því verið fullum 25 þúsundum færra en árið 1934.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.