Tíminn - 22.01.1936, Page 1

Tíminn - 22.01.1936, Page 1
©jaíbbögi 61 c & 25 í n f ti I. |4ai Á»2«nsut(nn Coatat 7 £x» ^fgteifcsía ©fl tnnfjclmta «i íaugaocg 10. 0iint 2353 - P6»tfei(J ðöl XX. árg. Stjórnmál og þekking Aðalgrundvöllur lýðræðisins í hverju landi er að almenn- j ingur sé dómbær um þau mál, sem eru höfuðviðfangsefni þjóðfélagsins á hverjum tíma. | Fylgi og valdamöguleikar ! íháldsflokkanna b.vggjast á van- þekkingu. Stefna íhaldsins er andstæð meirahluta sérhverrar þjóðar. En ef misskilningur á deilumálunum og eðli flokka- baráttunnar er útbreiddur í landinu, getur íhaldið safnað um sig stórum kjósendahóp. Til fylgis við það hníga þá margir menn, sem ekki þekkja kjarna málanna og láta stjóm- ast af aukaatriðum eða per- sónulegri trú á einstökum mönnum. Skilyrðin til að afla sér þekk- ingar um mál eru vitanlega stór- um betri nú hér á landi en þau áður voru. Því veldur margt. Bættar samgöngur og mögu- leikar til fundahalda og rök- ræðna um opinber mál. Almenn skólafræðsla, sem jafnframt gerir menn hæfari en ella til að afla sér þekkingar um lands- mál sem annað. Útvarpið, sem flytur út um landið bæði frá- sagnir um störf Alþingis og stundum rökræður milli flokk- anna. Og loks má nefna blöðin, sem stöðugt aukast að • út- breiðslu. Það heyrist að vísu oft, að erfitt sé að átta sig á frásögnum blaðanna, þar sem svo mjög beri á milli um niður- stöðu. Hitt mun þó sanni næst, að í höndum glöggra og gagn- rýninna manna séu blöðin auð- veldasti möguleikinn til að afla sér staðgóðrar þekkingar um landsmálin og fylgjast með því, sem þar fer fram. Eins og dóm- stólar draga ályktanir af and- stæðri rökfærslu málafærslu- rnanna, þannig getur almenn- ingur einnig sótt leiðbeiningar til hinna pólitísku blaða, þó að efni þeirra sé stundum fremur málfærsla en hlutlaus frásögn. Hin almenna þekking á lands- rnálunum byggist nú orðið fyrst og fremst á vilja og áhuga einstaklinganna um að afla sér hennar. Sérstaklega á þetta við um hin vandameiri og torskildari mál, svo sem fjármál. En því miður er það ekki óalgengt, að menn í þess- um málum láti leiðast af slag- orðum og fullyrðingum, sem raunverulega eru alveg út í blá- inn, þegar þau eru krufin til mergjar. í slíkum málum á að láta tölurnar tala. önnur rök á almenningur ekki að taka til greina i þeim efnum. Hirðuleysi kjósenda eða van- máttur til að fylgjast með þjóð- málunum eru jafnan sú stærsta hætta, sem yfir lýðræðinu vof- ir. Þessvegna hefir íhald og ein- ræði blómgast í ýmsum þeim löndum, þar sem minnst er um alþýðumenntun. Þessvegna vilja fi’jálslyndir flokkar ávalt vinna að því að útbreiða þekking- una, Því meira, sem almenn- ingur veit um landsmálin, því veikai’a verður íhaldið, og því fastari fótum stendur lýðræðið í landim^, Fjávhaguv landbúnaðavins Síðan 1932 hefir meðal- dilksverðið hækkað úr 8 kr. upp í 14 kr. — Þá þurfti bændastéttin 260 þús. dilka upp í vexti af skuldum sínum nú 90 þús. dilka. — Yfirlit um landbúnaðarf ramkvæmd- ir ársins 1935 og lán- veitingar Kreppulána- sjóðs. [Hér fer á eftir siðari hluti cr- indis þess um fjái'hag landbúnað- arins, er Bjarni Ásgeirsson alþm., fiutti nýlega í útvarpið]. Framkvæmdir bænda, x*ækt- un og byggingar, hafa verið öllu meiri en undanfarin ár. Jarðabótaskýrslur eru komnar úr flestum sýslum landsins. Samkvæmt þeim má áætla, að jarðabótadagsverk á árinu nemi um 720 þús. dagsverkum, eða um 50 þús. dagsverkum meiru en síðastliðið ár, og er það hið mesta sem unnið hefir verið hingað til. Mest er hækkunin í Rangárvallasýslu, tæp 8000 dagsverk, enda er hún hæst af þeim sýslum, sem skýrslur eru komnar úi', eða með rösk 58000 dagsverk. Ókomnar eru skýrsl- ur úr Skagafjarðar, Gullbi’ingu- og Kjósarsýslum. Veitt hafa verið lán úr Bygg- ingar og landnámssjóði til 53 nýxra íbúðarhúsa á árinu, sem nú eru í smíðum eða fullgerð, (31 árið 1934), alls 228 þús. kr. Af þeim eru 50 endurh-ýs- ingarlán, en 3 til nýbýla. Úr Ræktunarsjóði voru veitt á árinu 184 lán, að upphæð 444 þúsund kr. á móti 132 lánum árið 1934 að upphæð tæplega 300 þús. Ekki hefir verið sundurliðað, hve mikill kluti lánanna hefir farið til húsabóta og hve mikið til rækt- unar. Heyvinnuvélar hafa bændur keypt fleiri þetta ár en nokk- urt annað. Þannig hafa verið fíuttar inn 247 sláttuvélar á ár- inu, en allur innflutningur síð- astliðin 5 ár, til ársins 1935, er 812. Rakstrarvélar hafa verið keyptar 181, en 318 alls síðast- liðin 5 ár og snúningsvélar 46, en aðeins 68 undanfarin 5 ár. Þannig eykst heyvinnuvéla- notkunin stói’um með hverju ári, sem líður og kemur í kjöl- far ræktunarinnar og fólksekl- an rekúr á eftir. Af jai’ðyi’kjuVélum hefir mjög lítið vei’ið keypt á árinu, enda hefir mikið verið flutt inn af þeim undanfarin ár. Aftur á móti hefir flutzt inn með mesta móti af tóvinnuvélum, t. d. 135 prjónavélar, og bendir það til þess, að nýtt líf sé að færast í heimilisiðnaðinn, þó með öðru móti sé en áður var. Erlend áburðarkaup hafa minnkað frá árinu áður, úr 2423 tonnum þá, í 2121 tonn á þessu ári. Mest hafa kaupin orð- ið áður 3382 tonn. Má vafalaust um kenna getu- leysi bænda, að áburðarkaupin hafa dregizt þannig saman, því að aukin ræktun krefst óhjá- kvæmilega aukins áburðar, sem Fr&mh. á 2. síöu. Reykjavík, 22. janúar 1936. 3. blað. A víðavangi Aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins hefst í Reykjavík sunnudaginn 16. febr. n. k. — Á aðalfundi eiga sæti og at- kvæðisrétt 25 aðalmenn mið- stjói’narinnar og auk þess 10 varamenn, búsettir í einstökum kjördæmum, alls 35 miðstjóm- armenn. Þorbergur Þorleifsson alþingismaður hélt nýlega leiðarþing í Lóni í Austur- Skaptafellsýslu. Var leiðarþing- ið fjölsótt. Gaf þingmaðui’inn ýtarlega skýrslu um störf síð- asta Alþingis og viðhorfið eins og það er nú 1 landsmálunum. Var máli hans ágætlega tekið af fundarmönnum. Varð eng- inn til að hreyfa andmælum, og var þó viðstaddur á fundinum m. a. frambjóðandi íhalds- flokksflokksins í sýslunni í síð- ustu kosningum, og nokki’ir af stuðningsmönnum hans þá. Enda er fylgi Framsóknar- flokksins öruggt nú sem fyr 1 Austur-Skaptafellssýslu, og virðist Þorbergur ætla að verða vinsæll í þingmennskunni með- ai héraðsbúa, svo sem áður var Þorleifur faðir hans. Nýársræða forsætisráðherra, sem birt var í næstsíðasta blaði hefir vakið mikla athygli. Hefir ráðherrann í þessari ræðu fært glögg rök fyrir því, hvaða aðferðum andstæðingar lýðræðisins beita til að reyna að gi'afa undan því og koma því fyrir kattamef. Endurtek- ur sig hér á landi sama sagan og sumstaðar erlendis, þótt skemmra sé hér komið þeirri skaðræðisstarfssemi, og vænt- anlega takist í tíma að hefta ófögnuð þann. En einkenni and- í’óðursins gegn lýðræðinu segja glöggt til sín í ýmsum síðustu viðbui'ðum. Þannig reynir nú íhaldið að koma af stað „verk- föllum“, sem eru skrípamynd af vinnudeilum verkamanna og vinnuveitenda, svo sem var hið nýafstaðna bílstjóraverkfall, sem stefnt var gegn löggjafar- valdinu. óaldarflokkar eru efld- ir til að raska almannafriði á götum höfuðstaðarins og standa uppi í hárinu á lögregl- unni. Og á Alþingi rembast þingmenn íhaldsflokksins og hjálparlcokkar þeirra við að tefja afgi-eiðslu mála með möi’gum og löngum ræðum, sem enginn tekur mark á og aldrei koma fyrir augu og eyi’u nema örfárra manna, sem sótt geta áheyi’endapalla Alþingis eða leggja það á sig að skera upp úr hinum pi’entuðu þingræðum. Samhliða láta þeir svo blöð sín skammast út af því, hve þingið sé langt og vinnubrögð þess óvii'ðuleg. Og skuldinni á svo að skella á lýði’æðisfyrirkomu- lagið sjálft. Ráðhen'ann vakti athygli á því, að á þessum vett- vangi, hverjum um sig, þarf lýðræðið að búast til vamar gegn flugumönnum. Það þarf að setja löggjöf um vinnudeil- ur að hætti Bi'eta og Norður- landaþjóða. Það þarf að efla og bæta lögreglu bæjanna. Það þarf að þyngja refsingar gegn vísvitandi álygum fjandmanna lýði’æðisins, svo sem eins og þegar einn af vinsælustu for- ingjum í umbótabaráttu al- mennings er af leiguþýjum einkahagsmunamannanna bor- inn sökum um, að hann hafi svai'ið rangan eið. Og Alþingi þai’f að fá ný þingsköp, sem koma í veg fyrir, að pólitískir vergangsmenn eins og Jakob Möller eða nazistadýi'kendur eins og Jóhann í Eyjum, geti eytt hinum dýra tíma Alþingis til að flytja langlokuræður hálfa daga eða nætur, tala tóma vitleysu og hælast svo um eftir á. Það eru svona ski’ípalæti, sem kasta rýrð á þingið og geta verið áliti lýðræðisins hættu- leg, ef ekki er tekið fast í taumana. Því voru ummæli foi’- sætisi’áðheri’a í nýársræðunni orð í tíma töluð. Landbúnaðarráðherra hefir nú skipað nýbýlastjóm samkvæmt lögunum um nýbýli og samvinnubyggðir frá síð- asta þingi. En í þeim lögum er gert ráð fyrir nýbýlastjóra og þriggja manna nýbýlanefnd. Ilefir ráðhei’rann falið Stein- grími Steinþórssyni búnaðar- málastjóra að gegna störfum nýbýlastjóra fyrst um sinn, og verður þar því ekki um nýjan stai’fsmann að ræða. 1 nýbýla- nefndina eru skipaðir Bjami Ásgeirsson bóndi á Reykjum, Bjami Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni og Björn Konráðs- son ráðsmaður á Vífilsstöðum. — Þá hefir ráðherrann skipað 5 menn til að endurskoða mjólkurlögin, en svo var á- kveðið í lögunum upphaflega, að sú endurskoðun skyldi fram fara á þessu ári. Þeir 5 menn, sem skipaðir hafa verið til að framkvæma endurskoðunina,' eru Jónas Kristjánsson mjólk- urbústjóri á Akureyri, Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu, Sigurgrímur Jónsson, bóndi Holti, ólafur Bjarnason, bóndi Brautarholti og Þorvald- ur ólafsson, bóndi Arnarbæli. Gismondi-hneykslið. Jónas Jónsson alþm. hefir nú í vetur ritað í Nýja dagblaðið og Tímann mjög eftirtektar- verðar greinar um fisksölumál- in og sögu þeirra nokkur und- anfai'in ár. Hefir hann í þess- um greinum m. a. vikið að hinu svokallaða Gismondimáli, sem illræmt er orðið. En meginatriði þessa hneykslismáls eru þau, að framkvæmdastjórar Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda ákváðu árið 1933, að gi’eiða ítölskum fiskkaupmanni, Gis- mondi að nafni 330 þús. kr., án þess að nokkuð sýnilegt kæmi í móti nema það, að Gismondi hætti að kaupa íslenzkan fisk, og öll fiskverzlunin fór í gegn- um viðskiptafirma Kveldúlfs „Bjai’nason & Marabotti“. Hafa þeir Kveldúlfsmenn fyllst ofsa- bræði út af þessum greinum J. J., og tilbui’ðir þeirra vei’ið hin- ir hlálegustu, eins og verða vill urn menn, sem ekki vita sitt rjúkandi ráð. I Mbl. var meðal annars gefið í skyn, að afhjúp- anir þessa hneykslismáls hefði verið ein aðalástæðan fyrir brotthlaupi íhaldsmanna úr ut- anríkismálanefnd. Framkoma Bjavni Ásgeirsson, alþm. flutti nýlega mjög eftirtekt- arvert erindi í útvarpið, um fjárhag landbúnaðarins. í er- indi þessu birtist í fyrsta sinn heildaryfirlit um lánveitingar Kreppulánasjóðs, en þeim er nú nýlokið. Þá gaf ræðumaður yf- irlit um þá vaxtalækkun, sem orðið hefir hjá landbúnaðinum, sumpart vegna ki’eppulánanna og sumpart vegna laga frá síð- asta Alþingi. Ennfremur benti hann á verðhækkun þá, er orð- ið hefir á landbúnaðarafurðum síðan 1932, bæði fyrir aðgerðir löggjafarvaldsins og heldur hækkandi markaðsverð erlend- is í haust. Niðurstöðutölur B. Á. bera það með sér, að heldur sé nú að létta undan fæti fyrir bændastéttinni. — Er Bjarni þessum málum nákunnugur, þar sem hann, auk þess að reka búskap sjálfur, er stjórnar- nefndarmaður hjá Búnaðarfé- lagi Islands, bankastjóri við að- allánsstofnun bændanna og nefndarmaður í landbúnaðar- pefnd á Alþingi. ólafs Thors í málinu hefir að ýmsu öðru leyti verið hin kát- broslegasta. Lýsti hann fyrst yfir því, með miklum manna- látum, að hann myndi ekki virða J. J. svars, en nokkrum d.ögum síðar rauf hann það bindindi! Nú hafa fram- kvæmdastjórar Sölusambands- ins birt opinberlega skýrslu um málið. Játa þeir þar, að hafa greitt Gismondi 15000 ensk pund (sem er nál. 330 þús. kr.). Segja þeir, að 5000 £ hafi far- ið í leigu á frystihúsum Gis- mondi, sem þó voru aldrei not- uð, 5000 £ til umboðsmanna hans víðsvegar á Ítalíu, og 5000 £ sem greiðslu upp í skrif- stofukostnað hans. En auðvit- að nota þeir ekki það orð í skýrslunni, sem flestum þykir eðlilegast að viðhafa um svona greiðslur. Er þó svo komið, að gefnu tilefni frá J. J., að þessi hneykslisráðstöfun hefir nú loks verið játuð af hlutaðeig- endum fyrir alþjóð manna. Ofaníát Islendings. í blaði íhaldsmanna á Akur- eyri, „íslendingi“, og sumum íhaldsblöðum í Reykjavík var á s. 1. sumri lostið upp mjög svívirðilegum rógi um að Vil- hjálmur Þór og Kaupfélag Ey- firðinga hefðu misnotað fé, sem safnað hafði verið i sjóð til styrktar þeim, sem tjón biðu vegna landskjálftans nyrðra í fyrra. í tilefni af rógburði þessum gerði Vilhjálmur Þór Fr&mh. á 4- síðu. Uían úr heimi Þjóðabandalagsráðið situi nú á fundi í Genf. Hefir það enn á ný Abessiníumálin til meðferðar og ennfremur kær- ur, sem því hafa borizt út af stjórn Nazista í Danzig. En borgin Danzig er sjálfstætt rílci undir eftirliti Þjóðabandalags- ins. Meirihluti íbúanna er þýzk- ur, og Nazistar hafa fyrir nokkru tekið þar völdin. ítalir hafa undanfarna mán- uði flutt inn ógrynnin öll af ol- íu. Er talið, að þeir hafi nægar birgðir til hálfs árs, svo að ó- víst sé að olíubannið kæmi að gagni, þótt það yrði látið ganga í gildi nú. Frá Abessin- íu koma þær fregnir, að ítalski herinn hafi sótt fram á suður- vígstöðvunum, og virðast Italir nú hafa tekið rögg á sig eftir ófarirnar á norðurvígstöðvun- um fyrra hluta þessa mán. En alltaf stendur í þjarki út af flugárásum þeirra á hjálpar- stöðvar Rauða krossins. Færa þeir það fram sumpart, að á- rásirnar hafi orðið óviljandi og sumpart að þær séu afsakan- legar vegna þess, að Abessiníu- menn hafi misþyrmt líkum ít- alskra hermanna. Talið er að stjórn Lavals í Frakklandi muni segja af sér nú í vikunni. Hefir social-radi- kali flokkurinn ákveðið, að ráð- herrar hans skuli ganga úr stjórninni, og er álitið, að La- val muni þá ekki sjá sér fært að vera við völd áfram. I social- radikala flokknum hefir Dala- dier nú verið kosinn fonnaðui’ í stað Herriot ráðherra, sem sagði af sér. En Daladier er foringi þess hluta flokksins, sem vill samvinnu til vinstri, við socialista. Fulltrúi Japana hefir gengið af flotaráðstefnunni í London, og er þar með lokið samkomu- lagi við Japana um flotamálin. Mun vígbúnaður í Kyrrahafi nú aukast óðfluga, af hálfu allra þeirra, er þar eiga hlut að máli, -en það eru aðallega Bandaríkjamenn, Bretar og Japanar. Georg V. Bretakonungur er látinn, 70 ára að aldri. Hann var mjög bilaður að heilsu, en lungnabólga varð honum, að bana. Hann var fæddur 3. júní 1865, sonur Játvarðar konungs VII. í Bretlandi (en Játvarður var sonur hinnar frægu Vic- toríu drottningar) og Alex- öndru, dóttur Kristjáns IX. Danakonungs. Georg Bretakon- ungur og Kristján konungur X. voru því systkinasynir. Georg V. var næstelzti sonur og því eigi borinn til ríkiserfða. Hann bjó sig undir að verða yfir- maður í hemum, gekk í sjó- liðsforingjaskóla, gegndi her- þjónustu á flotanum, og hófst að lokum til flotaforingjatign- ar. Hann lagði mikla stund á íþróttir, og varð einkum fræg- ur sem siglingamaður og fugla- skytta ein sú bezta í heimi. Við lát eldra bróður síns varð hann ríkiserfingi Breta. Og í konungdómi sínum minntist hann gjaman langferða sinna í fyrri daga um hið víðáttu- mikla heimsveldi, enda munu Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.