Tíminn - 22.01.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1936, Blaðsíða 3
TlMINN 11 Beztu þakkir til allra, fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu, við fráfall og jarðarför okkar elskulegu eiginkonu og móður, Margrétar Pálmadóttur Sauðafelli f Dölum, sem andaðist að heimili sfnu þann 23. desember f. á., en var jarð- sungin þann 7. janúar siðastliðinn. Sauðafelli, 8. janúar 1936. Finnbogi Finnsson, börn, föstur- tengda- og barnabörn. Bappdrætti Háiskóla, íslands 25000 hlutir — 5000 vmningar — Vinningar samtals 1 miljón 50 þús. kr. Happdrættið færir heppn- ustu viðskiptamönnum sínum þessa vinninga á árinu: 50 þús. — 25 þús (2 vinningar) — 20 þús. (3) 15 þús. (2) - 10 þús. (5) — 5000 (lo) - 200o (25) - looo (75) o. s. frv. Hvað fær sá, sem einskis freistar. Þjöðin eða þjófarnir! Það hefir nú sannazt fyrir rétti, að nokkrir af fylgis- mönnum Mbl. hafa staðið í sviksamlegu sambandi við út- lendinga, varað þá við varð- skipum landsins og leiðbeint þeim inn í landhelgina. Þeir iiafa gert þetta fyrir fé. Allra- síðustu vitneskju um þetta glæpamál er sú, að einn um- boðsmaðurinn í landi fær skeyti, þar sem útlendi veiði- þjófurinn segir að sig langi inn í landhelgina og spyr um varðskipin. Hann fær svar frá njósnarmönnum sínum í landi um hreyfingar skípanna. Næst kemur tilkynning frá veiði- þjófnum um að hann sé nú kominn í landhelgi á tilteknum stað. i Þó er hér um að ræða aðeins byrjun á þessu geigvænlega glæpamáli. Enn eru eftir þeir sökudólgarnir, sem mest hafa brotið af sér. Mér finnst sennilegt, að leið- togum íhaldsflokksins sé órótt innanbrjósts. Á Akranesi hafði fréttin um svikin vakið feikna gremju, og hið sama er sagt úr Vestmannaeyjum og úr hverri verstöð við Faxaflóa. En um leið og minnst er á þetta, verður mönnum á að líta til baka. Leiðtogar íhaldsins börðust á móti eftirliti með skeytasendingum þeim, sem hér er um að ræða í fimm ár. I fyrsta sinn var að tilhlutun okkar Framsóknarmanna borið fram frv. um eftirlit með skeytum til veiðiskipa árið 1928, og síðan á hverju þingi tii 1932. Alltaf beitti íhaldið sér á móti. Ólafur Thors, Jó- hann í Eyjum og jafnvel Pétur Ottesen, vinur sjómanna á skipaskaga. Mbl. og öll fylgi- blöð þess gerðu allt sem þau gátu til að hindra framgang þessa máls. Ef einhver einn af þessum mönnum, Ólafur, Jóhann eða Ottesen hefðu komið til okkar Framsóknarmanna og sagt: Við vitum að þið hafið á réttu að standa. Loftskeytin eru mis- notuð bæði til innlendra og út- lendra veiðiskipa. Þeim er sagt frá hreyfingum varðskipanna. Þeim er leiðbeint inn í land- helgina. Þetta er svívirðilegt athæfi móti sjómannastétt landsins og móti þjóðinni allri. Við viljum styðja ykkur til að koma á löggjöf sem hindrar þetta. Við viljum þvo þennan smánarblett af þjóðinni. En þeir gerðu það ekki. Ól- afur, Jóhann og Pétur beittu öilum brögðum til að hindra, að kreppt væri að njósnarstarf- semi, sem eru föðurlandssvik, og nú fordæmd af öllum. Ef íhaldsmenn hefðu komið yfir til okkar Framsóknar- manna í þessu máli, þá hefði eftirlit með loftskeytum kom- izt á vorið 1928. Ef einhver í- haldsmaður hefði sýnt af sér þann drengskap og manndóm að vera með þjóðinni á móti þjófunum, þá myndi fiski- menn landsins nú í 8 ár hafa verið í friði fyrir þessum sið- lausu ræningjum. Hvað segja sjómenn á Akra- nesi, í Sandgerði, Höfnum, Garðinum, Keflavík, Njarðvík- um, Grindavík, Vatnsleysu- strönd og Vestmannaeyjum um þingfulltrúa sína? Skilst sjómönnum þessara svæða, að þeir hafa verið ginntir og blekktir af leiðtogum sínum ? Vilja sjómenn í þessum útgerð- arstöðvum athuga hve mikinn skaða þeir hafa beðið í 8 ár við það að hafa kosið á þing menn sem gengu á móti Framsókn- arflokknum, þegar um var að ræða þetta einfalda mál til úrlausnar: Hvort á þingið að meta meira þjóðina eða veiði- þjófana? Sjómönnum landsins var fyrst boðin hjálp gegn hinum sviksamlegu njósnurum árið 1928. Síðan var það boð end- urnýjað 1929, 1930, 1931 og 1932. En íhaldið neitaði alltaf og hafði varalið sitt með. Síðan kom Magnús Guðmunds- son til skjalanna og þá var málinu ekki hreyft. En í stað þess var Einar Einarsson rek- inn í land af Ægi, og sakaður um fölsun. Hann,var ofsóttur með ljúgvottum í tvö ár. Þá hrundi íhaldið og varalið þess. Framsóknarmenn tóku aftur við stjórn landhelgismálanna. Einar Einarsson kom aftur á Ægi. Og veiðiþjófunum stóð svo mikill ótti af þessum manni, að -í þjófalykli svikar- anna voru Ægi gefin fleiri dul- heiti, heldur en tveimur öðrum beztu skipunum. Þannig verð- lögðu hinir seku framgöngu Framsóknarmanna í landhelgis- málunum. En hvemig vilja sjómenn verðleggja íhaldið eft- ir þetta? J. J. Talsmenn njósnavanna Nokkur sýnishorn af umræð- um á Alþingi um eftirlit með loftskeytanotkun veiðiskipa f'ara hér á eftir. Þau eru tekin úr ræðum, sem fluttar voru af fulltrúum sjómanna(!) á Suð- urnesjum, í Vestmannaeyjum og við Isaf j arðardj úp: Olaíur Thors: „Ég hefi andmælt þessu lrv. sökum þess, að mér þyklr skömm að því, að það skuli koma fram, þar sem það er gersamlega tilgangslaust, hlýt- ur að verða vita gagnslaust og getur orðið til þess að draga úr gagnlegum ráðstöfunum til eflingar landhelgisgæzlunni“. (Alþt. 1929, C. 272—273). Jóhann Jósetsson: „JJað þarf mikla oftrú á gagn- semi njósnarstarfseminnar, ef nokkrum dettur í hug að nokk- ur heilvita útgerðarmaður fari að eyða fima í það, að njósna um hvort „Óðinn“, „pór“, „Fylla“ og „Ægir“ eru þá og þá stundina. Ég held að enginn iltgerðarmanna fari að eyða tíma sínum i svo árangurslítið starf og ógöfugt. Ég hefi að minnsta kostí ekki slíka trú á gildi njósna ... petta frv. hefir því enga praktiska þýðingu, nema kann- ske fyrir hæstv. dómsmálaráð- herra“. (Alþt. 1929, C. 1836—1837). „Ég skaða það satt að segja, að þetta mál séu upplagðar keipar úr hæstv. dómsmálaráð- herra um að knýja fram þessa löggjöf, sem er hégómi frá upp- hafi til enda“. (Alþt. 1932, C. 914). Sami þingmaður margendur- tekur að frv. „komi að engu gagni“, „sé hégómamál", „nauðaómerkilegt“, og loft- skeytaeftirlit sé „fáránlegar ráð- stafanir11. Alls flutti hann við 2. umr. málsins á þessu þingi ræður, sem taka 40 dálkaíþing- tíðindunum og er meginhluti þeirra utan við efnið og eink- um persónulegar skammir um Jónas Jónsson. Jón Audnnn Jónsson: „Hann (J. J.) hélt í upphafi, að loftskeytin væri mikið not- uð i óleyfilegum tilgangi, en ég er sannfærður um, að hann hef- ir nú fengið þær upplýsingar í þessu máli, að hann veit, að þetta er ekki rétt. Ég velt, að flest eða öll íslenzk skip eru nú hætt að fara í landhelgina, og mig undrar þetta ekkí, því að áhættan er svo mikil, að það má kalla helbera heimsku að ætla sér að fara i landhelgina, ef hún er varin, svo sem nú er hægt með þeim skipakosti, sem við höfum yfir að ráða, og jáfn- vel þótt ekki væri nema 2 skip við gæzluna, enda ætla ég, að öllum sé ljóst, af hverjum rót- um þefta frv. er runnið". (Alþt. 1932, C.-deild). Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta. Hermann Jónasson forsætisráð- herra fór utan í síðastliðinni xiku. Er orindi hans, að fá stað- festingu á lögum frá seinasta Al- þingi. Framhald af áramótayfirliti Guð- laugs Rosinkranz um atvinnuvegi og fjármól, verður birt i næsta, blaði. Nýlátinn er á áttræðisaldri Jón Iljarnáson á Fjallaseli í þistilfirði. Jón heitinn var fæddur og uppal- inn á Vesturlandi en fluttist um aldamótin austur í Norður-þing- eyjarsýslu, ásamt eftirlifandi konu -sinni, Abigael Guðmundsdóttur. Dvöldu þau hjón á ýmsum stöð- um á Langanesi og þistilfirði, og voru að góðu kunn. Nú um nokk- ui ór höfðu þau verið hjá syni sínum, Birni bónda á Fjallaseli. Nýlátin er Oddný Sigurðardóttir húsfreyja í Stóra-Botni, kona Helga bónda Jónssonar prests í Saurbæ. Var hún ein af hinum merku Efstabæjarsystkinum, börn- um Sigurðar Vigfússonar og Hild- ar konu hans. Oddný var hin mesta gófu- og myndarkona eins og hún átti kyn til. Hún var móðir Jóns Helgasonar, sem birzt hafa eftir kvæði í Dvöl. Sýnishorn dulskeytanna ásamt þýðingum 17. sept 1935, kl. 10.30: ajylo = Danish gunboat Hvidbjömen abduj = just leaving Reykjavík apduj = 10 o’clock a. m. 18. sept. 1935, kl. 9.49: anrob = gunboat Óðinn acjym = and ansey = gunboat Thor apyib = in harbour at Reykjavík anruc = gunboat Ægir asgav = left atyeg = this moming apdef = seven o’clock a. m. ansce = gunboat Hvid- björnen adluj = has just arrived at cibke = Hafnarfjörður abweb = again atyeg = this moming. anda, til þess að semja skeytin með sér og aðstoða við send- ingu þeirra. Stefán Stephensen var því- næst kvaddur fyrir * rétt og játaði hann framburð Péturs réttan. Til dæmis um dygga þjóm ustu við hina erlendu togara, af hendi þessara manna, má geta þess, að hinn 17. septem- ber s. 1., sendir Geir H. Zoéga togaranum George-Aunger, fimm skeyti, kl. 8.20, kl. 10.30, kl. 13.40, kl. 18.08 og kl. 19.30. En þann dag var varðskipið Ægir ferðbúið hér á höfninni í Reykjavík, eftir alllanga inni- legu, sem stafaði af viðgerð. Að vísu fór Ægir ekki til gæzlu fyrr en 18. september, en skrapp þó hinn 17. út úr höfninni til kompásathugunar. Þann 18. september fékk þessi sami togari enn tvö skeyti frá sama manni, eitt skeyti þann 19. og tvö þann 20. september. 11. janúar: Bréfið, sem hér fer á eftir, er ritað erlendu togarafélagi af hérlendum manni — eins og það ber með sér — auðsjáan- lega af einum hinna minni háttar njósnurum. Stafsetningu er mjög ábótavant en málfræði þó enn lélegri. Bréfið hefir forsætisráðherra borizt frá skilríkum manni, er fékk það frá Engiandi, án þess þó að bréfritari væri tilgreindur. Bréfið í íslenzkri þýðingu. ...... 11. okt. 1935. Herrar mínir ............ Nokkrir togaraskipstjórar 17. sept. 1935, kl. 10.30: ajylo = danskur fallbyssu- 1 bátur Hvidbjömen abduj = einmitt að fara frá Reykjavík ( apduj = kl. 10 f. h. | 18. sept. 1935, kl. 9.49: ( anrob = fallbyssub. Óðinn ( acjym = og j ansey = fallbyssubátur Þór ( apyib = í höfn í Reykjavík ( anruc = fallbyssubátur ( Ægir. | asgav = fór j atyeg = í morgun ( apdef = kl. sjö f. h. < ansce = fallbyssubáturinn \ Hvidbjörnen ( adluj = alveg nýkominn til | cibke = Hafnarfjörður ) abweb = aftur ) atyeg = í morgun. j yðar hafa spurt mig'hvort ég vildi halda loftskeytasambandi við skipin og láta skipstjóra vita, hvar varðskipin eru á hverjum tíma, að því er ég bezt gæti, þegar togararnir eru á veiðum við austurströnd Is- lands. Ég vil ekkert gera í þessu efni án yðar samþykkis, og leyfi mér því að beina athygli yðar að þessu, og ef þér eruð samdóma skipstjórunum, og viljið nokkuð á þetta líta, æski ég svars frá yður, sem tjái mér hvort þér viljið að ég aAnist þetta fyrir félag yðar. Ég get sagt yður, að ég get tekizt þetta á hendur fyrir yður gegn Æ50:0:0 launum á ári, gjaldist helmingur launanna við samn- ingsgerð, en hinn helmingurinn 6 mánuðum síðar og ætíð 1. okt. og 1. aprfl. Utan þéssara launa er allur rit- og talsímakostnaður. Um alla austurströndina verð ég að hafa umboðsmenn mína, sem láti mig vita á hverjum tíma, jafnskjótt og þeir verða ein- hvers vísari um varðskipin, og ég verð að greiða þessum um- boðsmönnum einhver laun fyrir ómalt sitt. — Ég býst við að hafa 7 umboðsmenn á austur- ströndinni, og einn í Reykja- vík, að tilkynna mér hvenær varðskipin eru í höfn og hve- nær þau leggja út og, ef mögu- legt er, hvert þau fara. Viljið þér að ég skipuleggi þetta og fallist á tillögur mín- ar, sendi ég yður dulmálslykil, sem þér fáið öllum skipstjór- um yðar, en ég vænti að þér vitið, að þetta mál er mesta leyndarmál og að skipstjór- arnir verða að gæta þess, að enginn óviðkomandi geti séð þenna lykil né náð í hann, «ér- staklega yfirmenn varðskip- anna eða önnur yfirvöld. Ég er nákunnugur öllu sem lýtur að togurunum. í von um svar. Yðar einlægur 15. janúar: Eins og áður er getið játuðu þeir Geir H. Zoéga kaupmaður, Þorgeir Pálsson útgerðarmað- j ur, Pétur Ólafsson sjómaður og ! Stefán Stephensen kaupmaður, j í fyrsta réttarhaldinu, 9. þ. m., þátttöku sína í og aðstoð við n j ósnarstarf semi í þágu er- lendra veiðiþjófa hér við land. Um leið og Pétur meðgekk þessa þjónustu með aðstoð Stefáns, kvaðst hann hafa hætt henni fyrir mánuði síðan. Rannsóknum var haldið áfram og kom þá í ljós, að eftir þann tíma, er Pétur kvað sig hafa hætt njósnunum, höfðu skeyti verið send til sömu togaranna og hann hafði játað samband við, en frá öðrum síma en áður, og reyndist það að vera sími Ólafs Þórðarson- ar, umboðssala, Austurstræti 17. — Vegna þessa kallaði Jónatan Hallvarðsson fulltrúi, þá Pétur, Stefán og ólaf fyrir í’étt í gær kl. 1% síðdegis. — Meðgengu þeir loks í gærkveldi, kl. 10, að frá 19. dez. síðastl. hefðu þeir verið þrír um þessa starfsemi, þá hefði Ólafur gengið til aðstoðar við njósn- irnar. Hefði hann þá annazt af- greiðslu skeytanna, en Pétur og Stefán aflað upplýsinga um varðskipin og ákveðið innihald skeytanna. Ekki er auðvelt að gera sér í hugarlund í skjótu bragði hve óhemjuleg þessi njósnarstarf- semi hefir verið, sem nú er að byrja að komast upp. — Frá veiðiþjófunum liggur nú þegar fyrir mikið af skeytum, sem sýna hóflausa ágengni þeirra og frekju, er þeir játa brot sín og heimta upplýsingar, sem og hina dyggu þjónustu hinna íslenzku umboðsmanna. Ur allri þeirri hrúgu, sem úr er að velja, skulu hér tekin tvö skeyti, greinileg sýnishorn af því, sem sagt er hér að ofan. I-Iið fyrra er frá togaranum „Berkshire“, (en þar er fiski- skipstjóri Páll Sigfússon, og eru mörg skeytin frá þeim tog- ara og til hans, bundin við hans nafn), til „Njarðar" í Reykja- vík, þ. e. a. s. til Þorgeirs Páls- sonar, en hið síðara er svar um hæl. — „Berkshire“ kemur hingað til lands í september; og hinn 16. september sendir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.