Tíminn - 11.02.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagi éíttb* U> e t 1. fútti S^fgteifcsla eg ttmí>ctnuc á Sangooeg lO. Gisai 2353 — $>Ó6t&6lJ «61 ÍW * XX. árg. Reykjavfk, 11. febrúar 1936. 6. blað. Jakob Hálfdánarson Þann 5. þ. m. var 100 ára afmæli Jakobs Hálfdánarsonar fyrsta framkvæmdastjóra elzta kaupfélagsins í landinu. Að til- hlutun Sambands ísl. samvinnu- félaga flutti Arnór Sigurjóns- son útvarpserindi þennan dag um Jakob og brautryðjanda- starf hans. Svo prýðilegt var erindi þetta, að vekja hefði mátt þjóðarathygli. Og í hug- um íslenzkra samvinnumanna .vtíkur aldarafmæli Jakobs Hálf- dánarsonar endunninningar um viðburði, sem aldrei mega gleymast. Jakob Hálfdánarson fæddist árið eftir að Fjölnir hóf göngu sína. 50 árum áður var svo bág- lega komið hag Islendinga, að til mála kom að leggja landið í auðn og flytja íbúana til Dan- merkur. Hálfum öðrum áratug síðar var þing Islendinga lagt niður. En nú var tekið að hylla undir brún nýrrar aldar. Það var öld frelsisins. Fyrsti áfang- inn á þessari nýju öld var vakning þjóðernisins. Það var baráttan fyrir endurreisn og viðurkenningu hinna ytri frels- iseinkenna, móðurmáls og lög- gjafarvalds í landinu. Það var andi þessarar frelsisbaráttu, sem vakti yfir vöggu Jakobs Hálfdánarsonar. Enn líður hálf öld, öld Fjöln- inmanna, öld Jóns Sigurðsson- ar. Baráttunni fyrir endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta er lokið. Andlegur gróður Matt- híasar-tímabilsins stendur í fullum blóma. Alþingi hefir ver- ið endurreist með löggjafar- valdi. Hið nýja ísland hefir haldið sína þúsund ára hátíð. Fyrsti þáttur baráttunnar er liðinn. En nú-hefst ný vakning í landinu. Það er vakning hinn- ar fátæku og umkomulitlu bændastéttar — sem er megin- hluti þjóðarinnar — til meðvit- undar um mátt sinn og rétt- indi. Það er tímabil átakanna ínnan þjóðfélagsins, sem nú er að hef jast. Bændurnir í Suður- Þingeyjarsýslu hefja þessa nýju baráttu. Og eðlilega verð- ur baráttan fyrst háð á þeim vettvanginum, þar sem almenn- ingur þessa lands f ann, að hann hafðí verið harðast leikinn, í verzluninni. Tveim árum eftir að sjálfstæðishetjuna, Jón Sig- urðsson, leið, standa þingeysku bændurnir hervæddir gegn sel- stöðuverzluninni í Húsavík. Og leiðtogi þeirra í framkvæmdun- um er bóndinn á Grímsstöðum í Mývatnssveit, Jakob Háldán- arson. Snemma á árinu 1882 er Kaupfélag Þingeyinga stofnað. Það var ekki fyrst og fremst glæsileiki og vopnabrak, sem einkenndi baráttu hinnar fyrstu íslenzku samvinnu- manna. Þeirra hlutverk var •kki að vinna augnablikssigra. Verkefnið, sem blasti við bónd- anum á Grímsstöðum og sam- verkamönnum hans, var að hefja kynslóð sína á nýtt stig lífsins, efnalega og andlega. Þeirra verk var að vekja hreyf- ingu, en ekki að leiða hana að tekmarki. Því að viðleitni al- SFramh. á 4. síðu. Samvinnue úigevð Framsóknarmenn í neðri deild hafa á tveim undanförn- um þingum flutt frumvarp til laga um útgerðarsamvinnufé- lög. 1 frumvarpinu felast þessi aðalatriði: Að hvert veiðiskip eða bátur eigi að vera eign sjómannanna, sem á bátum eða skipum vinna, og þeirra manna, sem stöðugt vinna við aflann í landi. Að fyrirfram sé ákveðinn aflahlutur, en ekki fast kaup. Að safnað sé í sjóði, sem standi til að tryggja framtíð félagsins og þeirrar atvinnu, sem útgerðin veitir. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að hlut- aðeigandi bæjar- eða sveitarfé- lag leggi af mörkum nokkurt árlegt framlag til þessara sjóða. Að útgerðarsamvinnufélög- um verði veitt mun hærri lán úr Fiskiveiðasjóði en nú tíðk- ast til skipa- og bátakaupa. Er gert ráð fyrir, að lánið megi nema allt að 4/5 af verði skips, en nú veitir Fiskiveiðasjóður ekki meira en helming. En hækkun lánsheimildanna myndi byggjast á því, að sjóveðshætt- an fyrir lánveitanda myndi minnka stórkostlega, ef afla- hlutur yrði fastákveðinn í stað kaups, og ennfremur yrði myndun sjóðanna afkomu út- gerðarsamvinnufélaganna til mikillar tryggingar. Ef slík lög yrðu samþykkt, væri það mönnum auðvitað í sjálfsvald sett á hverjum stað, hvort þeir stofnuðu til félags- útgerðar eða ekki. En hlunnindi þau, sem útgerðarsamvinnufé- lögin fengi í lánveitingum og með framlögum til sjóða frá bæjar- og sveitafélögum, myndu hinsvegar hvetja menn til að hefjast handa. Bæði íhaldsmenn og socialist- ar hafa látið sér fátt um þetta mál f innast. íhaldinu þykir hart að svifta útgerðarmennina allri stórgróðavon á góðu árunum. Og . hinn einstrengingslegi kaupstreituandi Reykjavíkur- socialistanna þolir ekki að minnst sé á hlutaskipti. ímsir menn eru enn ekki búnir að láta sér skiljast það, að að- þrengt fólk í verstöðvum, sem liggur við auðn, skoðar það ekki sem neitt neyðarúrræði að sættast upp á það, að hver eigi i, sem hann úr sjónum dreg- ur. Opinberlega hafa verið færð tvenn rök gegn jáessu máli: Að útgerðarsamvinnufélög, sem stofnuð hafa verið, hafi ekki borið sig, og að hlutaskiptin séu óvinsæl hjá mörgum sjómönn- um. Þessi félög hafa eingöngu starfað á versta tíma og tæpast með réttu samvinnusniði. En í útgerðarsamvinnufélagi, þar sem hinir vinnandi menn eru sjálfir ráðamenn og eigend- ur útgerðarinnar, fá þeir báða hlutina jafnt, hinn smáa hlut illærisins og hinn stóra hlut góðærisins. Þetta er skynsamlegt rétt- læti. Og þetta er leið framtíð- arinnar. A víðavangi Viðskiptin í janúar. Samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- um Hagstofunnar var verð- mæti innfluttrar vöru í síðast- liðnum mánuði 1 millj. 686 þús. kiv, en 3 millj. 19 þús. kr. í janúar 1935. Er því innflutn- ingurinn 1 millj. 833 þús. kr. lægri nú en í sama mánuði í fyrra. Útflutningurinn í janúar þ. á. var 8 millj. 812 þús. kr., en aðeins 1 millj. 463 þús. kr. í jan. 1935. Verzlunarjöfnuður- inn er því hagstæður í janúar 1936 um 1 millj. 626 þús. kr., en var óhagstæður um 1 millj. 556 þús. kr. í sama mánuði árið 1935. Er verzlunarjöfnuðurinn því 3 millj. 182 þús. kr. betri en í fyrra, fyrsta mánuð árs- ins. Ihaldið fer hrakför á Skagaströnd. Leiðarþing hélt Jón Pálma- son alþm. á Skagaströnd 7. þ. mán. Var fundur vel sóttur og stóð lengi yfir. Af hálfu Fram- sóknarmanna töluðu Bjarni Frí- mannsson, Efri-Mýrum, og Pét- ur Einarsson frá Ási. Jón Pálmason var einn til varnar af hálfu íhaldsins. Ýmsar tillögur komu fram og voru m. a. sam- þykktar eftirfarandi tillögur frá Pétri Einarssyni: I. „Fundurinn telur nauðsyn- ltgt á yfirstandandi kreppu- tímum, að ríkið gæti þess, að fátækasti hluti þjóðarinnar og smáatvinnurekendur hennar fái þann stuðning, sem hægt er að veita og virðist því rétt að hækka skatta á hátekjumönn- um eins og núverandi stjórn hefir orðið að gera, til þess að standa straum af nauðsynlegum umbótum". II. „Fundurinn lýsir fyllsta trausti á dómsmálaráðherra í landhelgismálunum". (Þessi til- laga var samþykkt mótat- kvæðalaust). III. „Fundurinn skorar á þingmann kjördæmisins, að beita sér af alefli fyrir því að byggður verði viti á Skaga- strönd". Jón Pálmason bar fram dul- búna vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina, en sú tillaga var felld með nokkrum atkvæða- mun. Bílstjóraverkfallið. Ihaldsmenn hafa sumstaðar úti um land reynt að telja fólki trú um, að bílstjóraverk- fall það, er þeir, ásamt kom- múnistum, komu af stað í Reykjavík í vetur, hafi borið einhvern árangur. 1 Reykjavík veit hver maður, að verkfallinu var hætt algerlega skilyrðis- laust, þegar bílstjórarnir sáu út í hvert óefni þeir höfðu verið ginntir, og vakti það því meiri athygli, sem þetta mun vera eina verkfallið, sem alger- lega hefir tapazt hér á landi, að undanteknum nokkrum minnaháttar vinnudeilum, sem kommúnistar hafa staðið fyrir. Kommúnistar reyndu að vísu að friða bílstjórana með því, að veitt hefði verið innflutnings- leyfi fyrir rússnesku benzíni, sem myndi verða^ ódýrara en annað benzín. En veiting þess innflutningsleyfis var verkfall- inu alveg óviðkomandi, og hefði þetta leyfi verið veitt hvort eð var, ef beiðni um það hefði legið fyrir. Tveim dögum eftir að verkfallinu var aflýst, hækk- aði hinsvegar benzínverðið um 5 aura, og tilkynntu allar aðal- benzínverzlaniniar þetta með auglýsingu í dagblöðunum. Greinilegri gat ósigur verk- fallsmannanna ekki orðið, og fór það eftir forsjá. Ef eitt- hvert vit hefði átt að vera í þessu tiltæki, hefði auðvitað átt að láta verkfallið bíða a. m. k. þangað til útsöluverðið hækkaði og rísa þannig gegn verðhækkuninni en ekki lögun- um. Þetta sáu líka hinir greind- ari verkfallsmenn eftir á. En samkvæmt hinum spaklegu fyr- irmælum íhaldsmanna og kom- múnista, voru bílarnir, sem sagt, látnir standa kyrrir í 10 daga, á meðan hægt var að oka þeim með ódýrara benzín- inu, en settir af stað aftur um leið og benzínverðið hækkaði! Upp úr þessari forsjá íhalds og kommúnista höfðu bílstjórarnir fyrst skaðann og síðan ósigur- inn. Egilsstaðafundurinn. Síðan Nýja dagblaðið og Tíminn sögðu frá vantrausts- tillögu hinna 34 stjórnarand- stæðinga á Egilsstöðum, hefir Valtý og Jóni í Dal þótt við- kunnanlegra að þegja ekki um hana með öllu, enda munu þeir hugsa sem svo, að skárra sé að „veifa röngu tré en engu". Ekki geta þeir félagar neitað því, að fundurinn hafi verið fá- mennur. Geta þeir heldur ekki mótmælt því, að tíminn var ó- hentugur til fundarsóknar, sökum harðindanna. Að vísu myndi Framsóknarmönnum hafa verið innan handar að tryggja meirahluta, ef þeir hefðu beitt samskonar ofui*- kappi og stjórnarandstæðingar gerðu, og þótt minna hefði ver- ið. En vel má geta þess í þessu sambandi, að eftir framkomu Sveins á Egilsstöðum og sam- herja hans á fundi í fyrravet- ur, eru margir héraðsbúar nrjög tregir eða jafnvel ófáan- legir til að sækja fundi að Eg- ilsstöðum. Verður þetta þeim félögum. sízt til sóma talið. Jóhann Árnason bókhaldari í Útvegsbankan- um og Jón frá Dal hafa báðir gert tilraun til að svara grein Jóns Árnasonar „um afurðasölu bænda o. fl.", er birt var hér í blaðinu nýlega. Komu „svör" þessi út í blaði Jóns um síðustu helgi. Grein Jóhanns er nokk- uð óljóst fimbulfamb um geng- ismál, og væri þessum höfundi ái-eiðanlega fullt svo mikil þörf á því og bændum landsins að giöggva sinn eigin hugsana- gang í þessum efnum. — Jón í Dal byrjar „svar" sitt á því að afsaka sig, og telur það eigi hafa verið ætlan sína að hafa í frammi persónulegar „ýfingar" við J. Á. Þá reynir hann af veikum m»tti að verja þá af- Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri átti fimmtugsafmæli í gær. Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði í Þýzkalandi, og var um tíma í þjónustu eins stærsta raf- magnsfirma þar í landi. Hann hafði umsjón með byggingu rafveitunnar í Reykjavík, en árið 1924 varð hann verkfræð- ingur landsímans. Landsima- stjóri varð hann 1932, og í fyrra var hann skipaður póst- og símamálastjóri samkvæmt hinum nýju lögum um samein- ing pósts og síma. Hann er prýðilega menntaður maður í sérfræði sinni og einn af ötul- ustu og vinnusömustu starfs- mönnum ríkisins. stöðu sína, að vilja útiloka Húnvetninga og Dalamenn o. fl. frá kjötmarkaðinum í Reykjavík. Heldur hann því nú fram, að hagnaður af því að selja kjöt innanlands sé „nokk- uð vafasamur"! Kemur þetta fremur illa heima við úlfúðina, sem Jón og félagar hans eru að reyna að vekja í Sláturfélagi Suðurlands út af kjötsölu að norðan. Þá játar Jón að frysti- húsið á Hvammstanga, sem Hannes Jónsson stóð fyrir, hafi orðið tiltölulega dýrt saman- borið við önnur frystihús. En skýring sú sem Jón gefur á þessu, er því miður röng. Þá er Jón eitthvað að tala um það, að hægt sé að selja miklu meira en nú af landbúnaðaraf- urðum til Þýzkalands. Er þetta sjálfsagt mælt gegn betri vit- und, því að ekki getur það hafa farið fram hjá Jóni, að til Þýzkalands er ekkert hægt að selja nema í vöruskiptum, og er það mál margrætt, félögum Jóns til lítils sóma. Hitt veit Jón ef til vill ekki, að fram að þessu hefir verið innflutnings- tollur á kjöti í Þýzkalandi, sem nam einu ríkismarki (kr. 1,79) á kílógramm, en sem nú loks hefir fengizt lækkaður fyrir at- beina ríkisstjórnarinnar og Sambands ísl. samvinnufélaga. Jafnframt heldur Jón áfram tali sínu um gengislækkun. Hefir hann nú fundið upp þá kenningu, að landbúnaðarafurð- ir á innlenda m'arkaðinum muni líka hækka í verm við gengis- lækkun. Segist Jón byggja þessa von sína á „sanngirni" kaupstaðabúa. Er þarna komið annað hljóð í sti-okkinn heldur en þegar hann er að rægja verkamenn og fulltrúa þeirra fyrir að þeir vilji í hverju máli troða skóinn niður af bændum, Enda er þetta álíka barnalegt hjá Jóni og kenning Uian lír heimi 1 Austur-Asíu magnast við- sjár milli Rússa og Japana með hverjum degi og. sömuleiðis yfirgangur Japana í Kína. I Egyptalandi hefir verið róstu- samt í allan vetur og andúð með eftirliti því, er Bretar hafa með stjórn landsins. En þeir hafa þar her manna og eru yfirleitt mikils ráðandi. Er þessi andblástur Bi-etum sér- staklega viðkvæmur nú, vegna Abessiníudeilunnar. Hefir verið mynduð ný stjórn í Egypta- landi með þátttöku allra flokka, og á hún að gera nýja samn- inga við Breta um aðstöðu þeirra gagnvart hinu hálf- sjálfstæða egypska ríki. í desembermánuði síðastl. hófst flotamálaráðstefna í London. Tóku þátt í henni fimm ríki, England, Bandarík- in, Japan, Frakkland og Italía. Þessi fimm ríki tóku þátt í Washingtonsamningnum svo- nefnda, sem gerður var 1922. Aðalatriði þess samnings var um takmörkun á herskipaeign þessara ríkja og máttu Banda- ríkin og England samkvæmt honum hafa jafnstóra flota (525 þús. tonn). Herskipaeign Japana mátti nema 8/5 af flota þessara landa (315 þús. tonn) og herskipaeign Frakka og Itala i/3 (175 þús. tonn). Japanar heimtuðu að mega hafa jafn stóran flota og Bret- land og Bandaríkin hvort um sig. En þegar þeirri kröfu var hafnað, gengu fulltrúar þeirra af ráðstefnunni. Það er enn mjög vafasamt, hvort Þjóðabandalagið muni banna olíuflutninga til Italíu. En heppnaðist slík ráðstöfun, þá væri ítalía búin að tapa ó- friðnum, því að hún getur ekki komizt af án olíu til iðn- rekstrar, samgangna og hernað- arframkvæmda. Italir hafa að vísu aukið mik- ið hagnýtingu vatnsaflsins 6 seinni árum. 15% af járn- brautum þeirra ganga fyrir hvítum kolum. Árið 1908 nam orka rafmagnsstöðva þar 1.098 millj. kw., 1925 7.055 millj. kw. og 1934 11.560 millj. kw. Eigi að síður þarfnast Italía mikils innflutnings af orkuvör- um, og þó haldið verði áfram hagnýtingu vatnsaflsins, leyfir fjárhagurinn það ekki í svo stórum stíl á næstu árum, að hægt verði að takmarka veru- lega notkun olíu og kola. Inn- flutningur þessara vara hefir jafnvel farið vaxandi seinustu árin. Árið 1932 nam t. d. inn- flutningur á kolum og koksi 8.78 millj. tonna, en 1934 12.78 millj. tonna. Árið 1932 var inn- flutningur á olíu og benzíni 470 þús. tonn, en 1934 500 þús. tonn. Sveins á Egilsstöðum um að Reykvikingum séalvegsama(l) hvað þeir borgi fyrir kjöt. — Loks gleymir Jón alveg að gefa skýringu á því, hversvegna fulltrúar „Bændaflokksins" í gengisnefnd og bankaráðum hafa aldrei borið þar fram neina tillögu um gengislækkun!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.