Tíminn - 11.02.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.02.1936, Blaðsíða 3
TlMINN 23 ins virðist hafa hlúð að í flokki sínum síðan hann ruddi sér þar til rúms í innsta sæti. Það er alkunna, að þessi maður hefir á þingfundi vaðið að forseta sameinaðs þings og- sagt, að réttast væri að draga hann niður úr forsetastólnum. I-Iann og fleiri flokksmenn hans hafa líka hvað eftir annað lát- ið þau orð falla, ef þeir hafa orðið undir í atkvæðagreiðslu, að sjálfsagt væri að henda þingmönnum stjórnarflokkanna út úr salnum. Og skemmst er að minnast orða þessa sama „foringja", þegar vísað var frá kröfu Bændaflokksins viðvíkj- andi Magnúsi Torfasyni: „Þá er þingið búið að afgreiða Magnús Torfason, en nú er eftir að vita, hvað b æ r i n n gerir við hann“*)! Slíkur fundabragur hefir ekki áður tíðkast á þingi íslendinga, síðan menn gengu vopnaðir til dóma á Þingvelli. Hér hefir eins og á Norðurlöndum og á Bretlandi, verið til þess ætlazt, að þingmenn séu kyrlátir á fundum, og að minnihlutinn taki eðlilegum ósigrum og sigrum með jafnaðargeði en án ofstopa og upphrópana eins og tíðkast i þingum sumra hinna suðlæg- ari landa. Islenzka þjóðin ætl- ast áreiðanlega til þess, að fundir Alþingis séu að þessu leyti nokkuð frábrugðnir venjulegum pólitískum fundum, þar sem misjafnlega gengur að hafa hemil á skapi manna og' hátterni. En hér er af vissum mönn- um byrjað að feta í fótspor þýzkra nazista, sem létu í Ijós vanþóknun sína á fundum rík- isþingsins' með því að rísa úr sætum og syngja hástöf- um flimt og níð um stjórn lýð- veldisins og stuðningsflokka *) Eftir þetta uppnefndi Ó. Th. Magnús sýslumann í umræðum og kallaði hann „1. þingkjörinn'1. Lét M. T. þetta sem vind um eyru þjóta þangað til hann spurði eitt sinn, er Ólafur greip fram í með uppnefningu þessa: „Var 1. fé- kjörinn þingmaður eitthvað að nöldra?" Ólafur þagði við. Honum geðjaðist eklci að nafngiftinni „fé- kjörinn"! stæðu, að Náttúrufræðifélagið taki upp trúariðkanir. Nú mun það fara svo í þessu efni -eins og fleirum í sambandi við þetta mál, að heilbrigð skynsemi al- mennings verður H. K. L. and- hverf. Það er sem sé ekki snef- ill af ástæðu til þess að ætla, að rannsóknir á dýrum, jurt- um, jarðmyndunum, veðurfari, stjömufræði, efnafræði og öðr- um greinum, sem lúta að skynjun og skilgreiningu hinn- ar ytri náttúru, gætu beðið hnekki við það, þó rannsakend- ur þeirra greina tækju sér sálmabók í hönd og stunduðu trúariðkanir. Trúhneigð og trú- ariðkanir eru að vísu ekki skil- yrði fyrir samvizkusamlega unnu rannsóknarstarfi á nátt- úruvísindum. En þær geta heldur ekki verið hemill á slíku starfi, þar sem heilbrigðir menn væru að verki. Islenzka orðið „trú“ er mjög fátækleg skilgreining á hugtakinu „religion", sem bindur innan vébanda merkingar sinnar ekki einungis trúarbrögð, heldur og trúarhugð eða leit mannsand- ans og þrá eftir þekkingu á æðri sviðum tilverunnar heldur en þeim, sem koma inn fyrir takmörk mannlegrar skynjun- ar, jafnvel með tilhjálp hinna 1‘urðulegu vísindatækja, sem mannsandinn hefir þegar afl- að sér. Þessi þrá til æðri heima gæti vissulega aldrei dregið hennar. En þingbragur sá, sem þvílík framkoma skapar, er vitanlega ekki til þess fallinn að auka á- lit Alþingis eða treysta grund- völlinn undir lýðfrjálsu þjóð- skipulagi. IV. Á þinginu 1934 ritaði þing- flokkur Framsóknarmanna hin- um þingflokkunum bréf við- víkjandi ræðuhöldunum. 1 bréf- inu var stungið upp á því, að allir þingflokkar tilnefndu fulltrúa í nefnd, er vinna skyldi að því að athuga möguleika fyrir samkomulagi milli flokk- anna um takmörkun ræðutíma. / Var hugmynd Framsóknar- flokksins sú, að slíkt samkomu- lag milli flokkanna gæti komið í stað breytinga á þingsköpun- um fyrst um sinn, og að reynslan af samkomulagiiv gæti þá gefið bendingin. am það, á hvern hátt breyta skyldi þingsköpunum. Margir voru þegar í upphafi vantrúaðir á vilja stjórnarand- stæðinga til að koma á slíku samkomulagi. Þó fór svo, að flokkarnir töldu sér ekki annað fært en að verða við áskorun- um Framsóknarmanna. Til- nefndu því allir þingflokkarnir fulltrúa. Fyrir Framsóknar- flokkinn mættu Bernharð Stef- ánsson og Gísli Guðmundsson, fyrir Alþýðuflokkinn Héðinn Valdimarsson og Stefán Jóh. Stefánsson og fyrir Sjálfstæð- isflokkinn Jóhann Jósefsson og Magnús Guðmundsson. Þor- steinn Bi-iem og Ásgeir Ás- geirsson komu líka til viðtals. Fulltrúar Framsóknarmanna lögðu fram uppkast að tillögum um samkomulagsgrundvöll, þar sem gert var ráð fyrir að tak- marka ræðufjölda meir en nú er. Ennfremur að setja tak- mörk um ræðutíma (en nú eru þau engin) og í þriðja lagi var stungið upp á því, að ræðu- mannafjöldi í hverju máli skyldi aðallega takmarkaður við framsögumenn flokka. En það sýndi sig strax, að a. m. k. helmingur nefndar- innar hafði lítinn áhuga fyrir því að þetta samkomulag næð- ist. Stjómarandstæðingar vildu blanda óviðkomandi atriðum úr áhuga né ruglað dómgreind náttúrufræðinga í leit þeirra um furðuleg svið hinnar skynj- anlegu náttúru, heldur þvert á móti. Verður þá jafnframt ljóst, hvílík firra það er, að telja trúariðkanir ósamrýman- legar þeim sálrænu eftirgrensl- unum, sem spiritistar hafa með höndum, þar sem hin dulrænu fyrirbrigði virðast ekki geta orðið skýrð með aðferðum vísindanna, heldur eiga upp- runa sinn í lögmálum sem liggi utan við hið almenna skynjunarsvið manna. Allar tilraunir spiritista eru, þegar djúpt er skoðað, leit að horfn- um ástvinum, sem dauðinn hefir hrifið brott úr jarðlífinu. Og hvort sem H. K. L. líkar betur eða ver, þá er mann- kynið svo bamalegt og hefir á- valt verið, að láta sig gruna það og leita sannana fyrir því, að þessir horfnu vinir eigi sér áframhaldstilvist. Trúariðkanir eru því ekki einungis samrým- anlegar þessari leit, heldur virðist það ekki samrýmanlegt heilbrigðri skynsemi að gera ráð fyrir öðru, en að þær verði verulegur þáttur í andlegu lífi og rannsóknarviðleitni spirit- ista. Einn af mestu þjóðarkostum íslendinga er heilbrigði þeirra í trúarefnum. Söfnuðir, sem að- hyllast strangtrúarstefnur, eiga hér erfitt uppdráttar. Samt inn í umræðurnar og semja um þau um leið. Enda var ekki við góðu að búast, þar sem þeir höfðu sett einn aðal „þófara" sinn (Jóhann Jósefsson) í nefndina. Fór svo að lokum, að fundahöld nefndarinnar lögðust niður og höfðu engan árangur borið. Á þinginu 1935 (síðasta hluta) var svo málið tekið upp til nýrrar athugunar í Fram- sóknarflokknum. Flutti þá Jör- undur Brynjólfsson frumvarp það, er skýrt var frá, í síðasta blaði, um breyting á þingsköp- unum. Náði það, að vísu eigi fvam að ganga þá, með því að stjórnarandstæðingar þvældust fyrir því á alla lund og áliðið var orðið þings, en verður nú tekið upp á ný á þinginu 1936. m v. Hér að framan hefir verið vikið að nokkrum ágöllum, sem eru á vinnubrögðum Alþingis, og hvernig þessa ágalla mætti lagfæra. Það er rík nauðsyn, að al- menningur geri sér grein fyrir eðli þessara mála, geri sér grein fyrir þýðingu Alþingis í þjóðfélaginu, og þá ekki síður þeirri afstöðu, sem einstakir aðilar í þjóðfélaginu hafa til þingsins. I athöfnum Alþingis felst sjálft lýðræðið, vald og’ réttur almennings til að ráða landinu og njóta frelsis. Gallar á vinnu- brögðum Alþingis eru veikleiki í lýðræðinu. En menn verða líka að gera sér það ljóst, að hver sá flokk- ur eða einstaklingur, sem vill lýðræðið feigt, og vinnur vit- andi vits að afnámi þess, hlýt- ur fyrst og fremst að beina skeytum sínum að Alþingi. Ef fjandmönnum lýðræðisins tekst að vekja andúð og ótrú á Alþingi meðal þjóðarinnar, þá er opin leiðin til að stíga þau spor, sem í ýmsum löndum hafa stigin verið til að svifta þjóðirnar frelsi sínu og fella þær í áþján fámennis- eða einræðisst j ómar. Vinnubrögð andstæðinga lýð- ræðisins erlendis eru eftirtekt- arverð fyrir okkur Islendinga. Þar hefir einmitt mjög verið sem áður á þjóðin í fari sínu ríkulega trúarhugð. Spiritism- inn hefir af þessum ástæðum hlotið djúp ítök í hugum Is- lendinga í öllum byggðum landsins. Hin lúterska kirkja á sér tiltölulega lítil og þverrandi ítök í hugum fólksins. Kirkj- an stendur föst á fótum í úr- eltum „dogmum“, meðan þjóð- inni miðar áfram í víðsýni og menntun. En trúarhugð íslend- inga þverr ekki að heldur. Þeg- ar fólkinu eru boðnir steinar, leitar það sjálft að brauði. Ég hygg að Matthías Joch- umsson hafi verið einskonar persónugerfingur hins trúar- lega viðhorfs þjóðar sinnar. Matthías háði um æfina mikla baráttu við óblíð kjör, harma og hugarstríð. Hann var víð- sýnn andi og víðförull.Mér verða ávalt minnisstæð orð þau, er Matthías sagði við mig eitt sinn: „Ég hefi víða leitað og átt kost á að aðhyllast margt í andlegum stefnum, en spirit- isminn einn Refir svarað hróp- um mínum. Iiann einn á kost á staðreyndum og býður upp á leit að staðreyndum. Eins og þjóðin er hófsöm í trúai’efnum og hefir óbeit á of- stækistrúarstefnum, eins eru henni mótstæðilegar vantrúar- öfgar. Islenzltir alþýðumenn eiga að jafnaði meðfæddan nægilegan þroska, til þess að þola öðrum mönnum trú og notuð sú starfsemi, að reka byltingarstarfið, grímuklætt, inni í sjálfu höfuðvígi lýðræðis- ins, þingum þjóðanna. Fulltrú- ar þessarar stefnu í þingunum hafa notað aðstöðu sína þar til að gera þingin sem óstarfhæf- ust. Þeir hafa reynt að koma því fyrir á þann veg, að þing- unum yrði sem minnst að verki, og lausatök sem mest. En jafnhliða hafa þeir látið ráðast á þingin fyrir aðgerða- og úrræðaleysi. Og þegar tími hefir þótt til kominn, hefir ver- ið byrjað að ala á því, að slík samkoma væri óþörf og lýðræð- ið einskis virði. En síðasta þátt þessarar starfsemi þekkj- um við frá morðingjum Matte- otti og fangabúðum Þýzka- lands. Það er enginn vafi á því, að lýðræðið á sterkar rætur í hug- um íslendinga eins og ná- grannaþjóðanna, Breta og Norðurlandabúa. Það er von- andi óhætt að gánga út frá því, að þetta þjóðskipulagsform, sem menningarþjóðirnar hafa áunnið sér með baráttu og blóði — og þó fyrst og fremst með þroskun hugsunarinnar í margar aldir, eigi óvinnandi vígi hér meðal hinnar rólyndu og íhugulu íslenzku alþýðu. En það má samt ekki loka augun- um fyrir hættunum. Því verður ekki framar neitað, að kominn er upp í landinu hugsunarhátt- ui, sem áður var þjóðinni framandi í mörg hundruð ár. Það er hugsunarháttur ofbeld- ishyggjunnar, sem nú á sínar höfuðstoðir þar sem nazistar og kommúnistar eru og ber- sýnilega mjög mikil ítök hjá Sjálfstæðisflokknum í kaup- stöðum landsins. Það er hugs- unarháttur æfintýramennsk- unnar, og skrílmennskunnar, innfluttur frá erlendum stór- borgum*). Það er hugsunar- báttur þeirra órólegu sálna, sem ekki geta fest sig við skynsamlega íhugun alvörumál- *) paö er beinlínis eftirtektar- vert, að kommúnisminn og naz- isminn hefir aðallega komið upp liér ú landi, sfðan námsferðir ungra íslendinga til pýzkalands tóku að færast i vöxt. sltoðanir. Þeir menn, sem telja sér eða öðrum þjónað með nöpru spotti og hverskonar fjarstæðuhjali um trúarhugð manna og andlega leit, verða að undri innan um þorra al- þýðumanna, sem hvorki aðhyll- ast danska „Innri mission“ né hafa smekk fyrir hið napra spott í garð trúarlegrar við- leitni almennings. II. K. L. staðhæfir, að það sem á íslenzku er kallað mið- ilsgáfur eða miðilshæfileikar, sé „vel þekkt tegund af móður- sýki“. Tvennskonar skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að unnt sé að taka mark á þessari staðhæfingu H. K. L. I fyrsta lagi þarf að liggja fyrir órælt sönnun þess, að hann hafi rannsakað og ráðið til fulls all- ar gátur og öll tilbrigði miðils- hæfileika. í öðru lagi að hann hafi til að bera. óyggjandi og og tæmandi þekkingu um allar tegundir af móðursýki. Hér er um að ræða hvorki minna né mjórra en það, að H. K. L. hafi skotið sérfræðingum í lækna- vísindum og öllum þeim vís- indamönnum, sem hafa rann- sakað miðilshæfileika, ref fyrir rass og eigi í fórum sínum úr- slitaþekkingu um þessar tor- veldu gátur mannsandans. Nú má nærri geta hvort svo er í raun og veru. Svo fjarri fer anna, lieldur leita orku sinni út- rásar í því að blása út hégóma yfirborðsins, skapa ofsatrú í stað skoðunar og upphrópanir í stað raka. Fyrir 135 árum var hið forna Alþingi tekið af Islendingum. Ein af ástæðunum fyrir því, að starfsemi þess var lögð niður, var sú, að lögréttuhúsið á Þingvelli var svo hrörlegt orð- ið, að eigi þótti þar sitjandi að dómum. Slík voru rökin þá fyr- ir því, að neina tákn lýðræðis- ins burt úr lífi þjóðarinnar. Eftir 40 ár heimti lýðræðis- stefnan aftur þing sitt. Og hið forna, hrunda dómhús Þing- valla er nú endurskapað við Austurvöll svo traustlega, að eigi þarf þar um að kvarta. En danska einvaldsstjórnin, sem á 18. öld lét sér það vel líka, að hús frelsisins á Þing’- velli hryndi í rústir, er nú líka endurborin inni í landinu meðal þeirra manna, sem innan og ut- an múranna við Austurvöll vmna að því að grafa undan Alþingi og lýðræðinu. Þess vegna ber oss íslendingum nú að vera á verði um þing vort, sæmd þess og traust, og standa gegn hverjum þeim, er hnekkja vill valdi þess eða virðingu. Því að til lítils hefðu þá Fjölnismenn og Jón Sigurðs- son endurreist Alþingi, ef af- komendur þeirra reyndust svo ósvinnir að glata því og þar með frelsi þjóðarinnar í annað sinn. VARNA og JUNO s aum avélar Samband ísl. samvinnufélaga. Kolaverzlun SI6URBAH ÓULFSSONAR Simn.i K.OL. ReykJavOL Biml USS því að nokkur beri minnsta traust til þekkingar II. K. L. á þeim efnum, sem hann leyfir sér hér að dæma um, að hitt er alveg fullvíst, að hann hefir ekki öðlazt svo mikið sem nasa- sjón um svið þessara torráðnu rannsóknarefna. Maður, sem á svo óvísindalegan hátt heldur frarn májstað vísindanna, get- ur ekki orðið hlutgengur í liði þeirra. Aftur á móti verður hann sjálfkjörinn höfðingi i hersveitum þeim, sem þótti og drýldni vanþekkingarinnar skákar fram á völlinn gegn liversdagslegri heilbrigðri dóm- greind almennings í landinu. II. K. L. telur að það muni koma vissri tegund af vísinda- mönnum „spanskt fyrir sjónir“ að hér úti á íslandi sé félag, sem kennir sig við sálarrann- sóknir, en hefir þó jafnframt um hönd trúariðnanir við ein- stök tækifæri. H. K. L. mun vera of bjartsýnn á samskon- ar vanþekkingu um spiritism- ann, eins og þá, sem hann sjálf- an svimar í. Fáir menn, víðför- ulir og heilskyggnir myndu komast til þroskaára án þess að vita það, til dæmis að taka, að spiritistar eru þriðji stærsti trúflokkurinn í Englandi. „The Christian Spiritualist Legue“, sem er eitt af þessum félögum, hefir á 6. hundrað kirkjur og kapellur, þar sem notaðar Ferðamenn ættu að skipt* við Kaupf<l>g Reykjavíkur. — Þar htfa þttr tryggingu fyrir góðum og ö- dýrum vörtrm. munu vera sálmabækur og fluttar stólræður. Þó er það ekki stærsta spiritistiska kirkjudeildin í Englandi. Á þingi spiritista, sem haldið var í London fyrir fáum árum töldu fulltrúar spiritista 1 Bandaríkj- unum sig fara með umboð 10 miljóna manna. Samskonar fé- lög eru mjög útbreidd í Frakk-' landi, Þýzkalandi og víðar. Það er óhætt að láta það liggja milli hluta, hversu mikið vísindalegt gildi hafa þær rann- sóknir og niðurstöður, sem þessi víðtæki félagsskapur spir- itista byggist á. Þjóðir, sem búa við nálega 2000 ára gam- alt trúarrit og telja það ein- hlítt þjóðkirkjum sínum og söfnuðum til sáluhjálpar, ættu ekki að vera um of vandfýsnar, þegar athuganir og niðurstöð- ur spiritista koma til greina. Á leiðum þessa málefnis eins og’ svo víða annarsstaðar falla tveir straumar: — Annarsveg- ar litlar vísindalegar kröfur um þær niðurstöður, sem geta orð- ið fróun og fullnægja þreytt- um huga. Hinsvegar kröfur efa- gjarnrá vísindamanna, um ströngustu varkárni við fram- kvæmd þeirra athugana, sem bvggja verður á lieildarniður- stöður í rannsóknum hinna dul- rænu fyrirbrigða. Þessi undrun H. K. L. yfir tilvist Sálarrannsóknarfélags Islands og starfsháttum þess,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.